Heimskringla - 12.11.1941, Qupperneq 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 12. NÓV. 1941
Sonur Öræfanna
“Ó,” hún greip eins og andann á lofti,
ekki af forundrun yfir þessu heldur af þvi
hvað það var dásamlegt, sem hana hafði hent.
Enginn getur undrast yfir framkvæmdum
forlaganna. En vegna uppeldis síns bætti
hún við brosandi: “Þetta mátt þú ekki segja.
Það er ekki rétt af þér að segja þetta við mig.”
“En það er satt,” rödd hans var róleg og
hann starði á andlit hennar. “Því ætti eg
ekki að segja það, þegar það er sátt? Er
nokkuð rangt í því?”
“Ekki' neitt rangt, en það getur ekki
verið satt. Við höfum rétt hist í fyrsta
sinni—”
“Þú sérð mig kannske í fyrsta sinni, en
eg hefi altaf þekt þig. Orð hans urðu ákaf-
ari og hlýlegri. Skáldgáfan sigraði í sál
hans og þó virtist hvert orð haps vera sann-
leikur.. Eg hefi þekt þig frá upphafi verald-
ar. Þú varst hjá mér alla mánuðina, sem
eg dvaldi á ströndinni. Þú kystir mig þegar
eg lá sofandi í sandinum — eg man það svo
vel núna. Lofaðu mér að segja þér frá því
áður en það hverfur — áður en eg gleymi
því — eg var vanur að breiða faðminn móti
þér — hvert sumar komst þú aftur frá suðr-
inu, og eg fann þig í fjöllunum. Þú komst út
úr köldum skýjunum — Júní og Júní.”
“Eg skil þig ekki,” en inst í hjarta sínu
skildi hún hann og tárin glitruðu í augum
hennar.
“Þú grætur, gráttu ekki Júní. Þú átt
altaf að brosa eins og þú gerðir úti á öræf-
unum.
Hún hristi höfuðið.
“Þetta hefir aldrei gerst. Okkur — þig
hefir dreymt þetta — en ef til vill hefir mig
líka dreymt það. Eg veit það ekki. Okkur
er bæði að.dreyma núna. Þetta getur ekki
verið satt. Eg hefi rétt í þessu séð þig —
þú ert mér ókunnugur, en samt finst mér að
eg hafi leikið mér við þig — að við höfum
dvalið saman á einhverjum stað langt, langt
í burtu — en það er ekki rétt Sam, við höfum
sézt núna í fyrsta skiftið.”
“En hvernig veist þú að eg heiti Sam?”
“Eg veit hver þú ert. Þú ert ungi maður-
inn sem kemur frá Alaska til að heimsækja
hann pabba. Við megum ekki framar tala
saman á þennan hátt”. Það var eins og hún
væri hrædd.
“Minningarnar koma kannske aldrei aft-
ur, og þótt þær kæmu þyrði eg kanske ekki
að nefna þær. Þú ert þó ekki reið við mig af
því að eg mintist á þær núna?”
“Eg gæti ekki reiðst þér, en — pabbi
kemur eftir augnablik — og eg skil þetta
ekki.”
“Eg skil það ekki heldur — þetta er yfir-
náttúrlegt. Eg veit að eg hefi fundið þig án
þess að leita eftir þér. Eg veit að þetta er
ósegjanlega þýðingarmikið fyrir mig, og þótt
eg muni furða mig á því á morgun, að eg hefi
sagt þér þetta, mun sannleikurinn samt verða
hinn sami. Hann breytist aldrei. Þetta er
ekki atriði, sem kemur og fer — eg sagði þér
þetta í kvöld vegna þess að eg gat ekki að
því gert, og vegna þess að eg hefi beðið alla
æfi, og máske miklu lengur, eftir tækifærinu
til að segja þér frá þessu. Það var kanske
andi þinn, sem eg lék mér við á ströndinni —
hann kom og hughreysti mig — en hvað sem
því líður þekki eg þig betur en nokkrir vina
þinna þekkja þig. En eg lofa þér að minnast
aldrei framar á þetta, vegna þess að eg finn
að þú óskar þess. Við erum ekki í mínum
heimi núna heldur í þínum.”
Hún kinkaði kolli og brosti lítið eitt og
fann að hún var orðin róleg.
“Já okkur kemur þá saman um þetta,”
sagði hún, “en mig langar til að segja þér
það, að eg trúi þér.”
“Trúir hverju?”
“Að þú sért Sam Moreland eins og þú
segir.”
“Ef þú trúir mér, er mér alveg sama hvað
hinir segja eða trúa.”
“Þetta mátt þú ekki segja. Eg vil að þú
vinnir sigur. Og Sam, þú skalt ekkert sjá
eftir að þú sagðir mér þetta.”
Hún brosti vingjarnlega.
“Þakka þér fyrir.”
“Við skulum bæði geyma þetta sem
leyndarmál.”
Hún rétti honum hendina og hann þrýsti
henni að vörum sínum. Hún leyfði honum að
halda í hendina svolitla stund. Hlýr roði
litaði vanga hennar og hafði hann aldrei séð
hans líka nema þegar sólin reis yfir fjalla-
tindana úti á öræfunum.
Er Hillguard kom inn í stofuna sátu þau
Sam og Júní þar og töluðu um ópersónuleg
málefni eins og hverjir aðrir unglingar, sem
sést hafa í fyrsta skiftið. En varir hins háa
brúnleita manns skulfu og eldur leiftraði í
augum hans.
Júní leit á hann með leiftrandi brosi.
“Sam hefir sagt mér mörg skemtileg
atriði af æfi sinni og frá Alaska. Eg er viss
um að við munum hafa mikla gleði af heim-
sókn hans.”
Augu Hillguards tindruðu, og eitt af
þessum fágætu brosum hans ljómaði um var-
ir hans.
“Það virðist vera svo fyrst þú nefnir
hann með skirnarnafni hans-” Hann rétti
Sam hendina vingjarnlega. “Fáðu þér sæti
Sam. Kæra Júní. Við Sam þurfum að tala
dálítið saman. Heldur þú ekki að vinir þínir
muni sakna þín?”
“Eg vil heldur vera hérna og hlusta á
ykkur, nema þið ætlið að tala um fjármál,”
svaraði unga stúlkan áköf. “Vinir mínir sjá
víst um sig sjálfir.”
“Þú mátt gjarna vera ef þig langar til
þess, en við ætlum að tala um fjármál. Við
þurfum sem sé að ræða um framtíð Sams.
Jæja Sam, segðu mér nú um ferðalagið hing-
að — og hvað þú hefir haft fyrir stefni og
svo framvegis.”
En ungi maðurinn hafði séð svo mikið
þetta kvöld að hann var orðlaus. Hann var
aldrei mælskur og augu hans og svipur voru
málliðugri en tungan. Það leið á löngu áður
en þeir komust að viðskiftunum.
“Og hvað það snertir að þú notir nafnið
Sam Moreland,” sagði Hillguard loksins, og
leit á Sam með hinum gáfulegu augum sín-
um. Stanley Hillguard var glæsilegur mað-
ur. Hann var á fimtugs aldri. Andlit hans
var reglulegt og augun gáfuleg.
“Það er ekki að nota nafnið, það er mitt
eigið nafn,” svaraði Sam.
“Eg veit að þú meinar það, og sjálfur er
eg sannfærður um að þú trúir því, en eg finn
mig skyldugan til að segja þér að ef þú berð
þetta nafn, sem er svo vel þekt í þessum
landshluta, þá færð þú andúð margs fólks.
Það mun segja að þú sért svikari, og nema
að þú getir sannað að þú sért Sam Moreland
— og það mun þér kannske veitast erfitt,
þætti mér best að þú notaðir ekki nafnið.”
Einkennilegur glampi ljómaði í augum
Sams.
“Eg væri miklu meiri svikari ef eg tæki
annað nafn,” svaraði hann; mér er það örð-
ugt að neita yður um nokkuð, þegar eg minn-
ist þess hve mjög eg er yður skuldbundinn —
en yður er það sjálfsagt ekki ljóst hversu
þýðingarmikið þetta atriði er mér. Eg er
hvítur maður. Mér er ómögulegt að breyta
nafni mínu.”
“En hvernig get eg boðið þér að dvelja á
heimili mínu ef þú kallar þig Sam More-
land?”
“Það getið þér tæplega ef þér trúið því
ekki sjálfur að eg sé það. Eg get séð að þetta
er hindran á milli okkar, en eg get ekki breytt
nafninu mínu. Takmark mitt er það að sanna
rétt minn til nafns míns og þessvegna get eg
ekki lagt það niður. Þér hafið eytt á mig
miklu fé. Eg ætla að borga yður féð til
baka, einhvern hluta þess að minsta kosti.
Eg ætla að borga yður ef yður virðist þessi
ákvörðun mín ótrúmenska gagnvart yður.
Og eg vil enga frekari hjálp eða styrk frá
yður fyr en eg hefi sannað hver eg er og náð
rétti mínum.” ,
Hillguard horfði á hann rannsakandi.
“Þú mátt ekki misskilja mig, Sam. Mér
væri það hin mesta gleði ef þú gætir sannað
mál þitt og náð rétti þínum. Morelands-fólk-
ið voru minir bestu vinir. Ef sonur hins
gamla vinar míns hefir komist lifandi af fyrir
fimtán árum síðan er “Laxinn” fórst væri
mér það hin mesta gleði. En þú skilur kanske
að þessu er ekki ætíð þannig varið. Sumt
fólk gleðst ekki yfir því að hinir dauðu rísi
upp úr gröfum sínum. Lífið heldur áfram,
auðu staðirnir fyllast nýjum mönnum og
stundum koma hinir upprisnu eins og vofur,
sem spilla gleði þeirra, sem lifandi eru. En
hvað þig snertir mundu allir gleðjast, nema
einn maður. Hann mundi hata að sjá þig
sigra, því að þú mundir sitjast í sætið hans
er hann hefir nú.”
“Er það Leonard St. John?” spurði Sam.
“Já, við skulum ræða málið hispurslaust.
Hann mun berjast gegn þér á meðan nokkur
líftóra er í honum — og af góðum og gildum
ástæðum. Ef þú sigrar tapar hann. Hvaða
launum berst þú fyrir? Eru það peningarnir?”
“Eg býst við að yður félli betur við mig,
ef eg segði dð peningarnir væru mér einskis
virði í þessum efnum,” svaraði ungi maður-
inn hægt og rólega. “En það væri fjarri
sanni. Faðir minn stofnaði mikið fyrirtæki
og mér virðist að það fyrirtæki heyri mér
til — vegna þess að eg er sonur hans. En
þetta er samt ekki nærri eins mikilvægt
atriði og nafnið. Eg á ekki neitt annað nafn
en þetta, og eg ætla að sanna rétt minn til að
bera það.”
“Við skulum í fáum orðum fara yfir sann-
anirnar fyrir þeim rétti. Þú verður að gera
þér það ljóst Sam, að þær eru engar nema
staðhæfing þín. Þú hefir engan málstað né
sannanir fyrir honum. Þú getur ekki fengið
einn einasta lögmann til að taka að sér málið
nema einhvern þorpara er reyndi að kúga fé
út úr Morelands-fjölskyldunni. Ef mál þitt
kæmi fyrir réttinn, hvaða sannanir hefir
þú þá. Indíána konan hún Olga segir að þú
sért sonur sinn. Það eitt dygði.”
“En það mætti kanske fá Olgu til að
segja sannleikann, ef hún væri löðuð til þess
I á réttan hátt.”
“Og þó að hún gerði það, hefðir þú ekk-
ert annað en hennar sögusögn til að byggja á.
Enginn dómari mundi skilyrðislaust trúa orð-
um hennar, vegna þess að þau spryttu frá
hennar eigin hagsmunum. En annars er það
ekki nauðsynlegt fyrir þig að sannfæra dóm-
stólana um þetta — þú þarft ekkert annað en
sannfæra Miss Helen Moreland, afasystur
þina svo framarlega sem þú er sá, sem þú
segist vera. Hún á alt þetta mikla fyi'irtæki
föður þíns. Ef hún veitir þér viðtöku er það
nóg. En það segi eg þér fyrirfram, að þessi
gamla hefðarfrú mun krefjast frekari sann-
ana en vitnisburða Indíána konu. En látum
okkur komast áð staðreyndunum. Þú segist
hafa komið í land í báti. Getur maður með
fullu viti eins og þú trúað því að sjö ára gam-
alt barn hafi komist af eitt þegar allir hinir
fórust? Hvers vegna voru ekki fleiri í bátn-
um?”
“Það veit eg ekki------eg var aleinn.”
“Eg er hræddur um að þetta sé ekki
mjög sannfærandi Sam. Það hljóta að hafa
verið einhverjir aðrir í bátnum. Hvað varð
af þeim? Þú segist hafa verið lengi á strönd-
inni og lifað á vistum þeim, sem voru í bátn-
um — en það er furðulegt að þú skyldir ekki
deyja úr kulda.”
“Það var ábreiða eða eitthvað því um
líkt í bátnum. Eg man það því að hún skýldi
mér fyrir kuldanum. Ef eg græfi upp bátinn
og fyndi hana, mundi það þá vera sönnun?”
“Ekki er sú sönnun mikils virði. Indíána
konan sagði að það væri gamall bátur þar á
ströndinni — það er hugsanlegt að það sé
björgunarbáturinn frá “Laxinum”. Hún
sagði að þú hefðir leikið þér þar oft og þaðan
stöfuðu þessir draumar þínir. En þó að i
bátnum fyndust munir, sem höfðu tilheyrt
fólkinu frá “Laxinum”, jafnvel munir, sem
móðir þín hefði átt, þá væri það engin sönn-
un að þú værir í nokkru sambandi við þá.
Hefir þú nokkru sinni komið þangað síðan?”
“Nei, staðurinn er mjög afskektur og
hefir ilt orð á sér meðal Indíánanna.”
“Eg get ekki hugsað mér neitt dæmi
þess, er sanni að þú hafir einn bjargast af þar
sem allir hinir druknuðu. Það er í raun og
veru aðeins eitt atriði sem mælir með sögu
þinni, Sam, og það er þetta: Þú líkist hvítum
manni.”
“Eg er hvítur.”
“Eg játa að þú lítur út fyrir að vera
það. Þú ert auðvitað nokkuð þeldökkur —
en það getur stafað af sólbruna og vindi. And-
litsdrættir þínir bera vott um hvítt ætterni,
en samkvæmt erfðalögmálinu getur barn Pét-
urs, sem var hvítur í aðra ættina — verið
alveg eins hvítt og hún Júní þarna.”
“Já, eg veit það en eg hugsa að eg sigri
á endanum.”
“Eg met mikils hugrekki þitt. En nú
skulum við tala svolítið um framtíð þína. Þú
sagðist hafa dálítið af peningum. Eg vil ekki
fá borgun fyrir það fé sem eg hefi varið til að
menta þig. Eg vona bara að þeim hafi verið
vel varið. En fé getur komið sér vel fyrir þig
nú. Eg hafði í hyggju að lána þér dálitla
upphæð, en það er betra að þú notir þitt fé.
Hvað átt þú mikið og hvað ætlar þú að gera
við það?”
“Eg á næstum þrjú þúsund dali, og eru
það stóreignir að mínum dómi. Það var ætl-
an mín að kaupa mér skip og fiska lax í suð-
austur Alaska. Eg gæti þar unnið mér inn
mikið fé á tveimur árum.”
Augu Hillguards tindruðu.
“Laxinn er þér í blóð borinn,” sagði hann
hlægjandi. “Það veit líka hamingjan að svo
hlýtur að vera sért þú sonur Sam Morelands.
En eg hefi ennþá betri fyrirætlan. Kauptu
þér skip, en farðu ekki að veiða lax. Þú get-
ur fyrir þrjú þúsund dali fundið góðan bát,
þrjátíu til fjörutíu feta langan mótorbát?”
“Já.”
“Það er gott. Eg hefi talsvert að segja í
Washington og hefi nýlega talað við einn vina
minna í náttúrufræðisfélaginu. Hann sagði
mér að það væri laus staða fyrir fiskiveiða
eftirlitsmann í Bristol flóanum. Launin eru
tiltölulega góð. En eftirlitsmaðurinn verður
að sjá fyrir bátnum sjálfur, og fær hann sér-
staka borgun fyrir það. Þetta er staða, sem
hæfir vel ungum manni og þar sem þú ert
þaulkunnugur þar við strendurnar og í iand-
inu, þá hefi eg fengið vin minn til að veita
þér stöðuna.”
“Þetta er sú staða, sem mér mundi falla
best allrar vinnu,” svaraði Sam alvarlega, “en
þér hafði þegar áður gert svo mikið fyrir
mig.”
“Það er mér hin mesta ánægja og skulum
við nú reyna að koma þessu fyrir eins fljótt
og auðið er. Þessi staða veitir þér sérstaka
aðstöðu, Sam.”
Hann horfði brosandi á unga manninn,
en er hann sá ákafann í svip Júní og eftir-
væntinguna, hvarf brosið af vörum hans.
“Þessu er þannig varið,” bætti hann við,
“að Miss Moreland ætlar sér að dvelja í sum-
ar á Máfshöfðanum, sem er ein laxastöðin
hennar í Bristol-flóanum, þar verður einnig
aðsetur þitt, og þú færð tækifæri til að kynn-
ast henni og sanna henni sögu þína. Við er-
um mörg, sem ætlum að dvelja þar í sumar.”
“Ætlið þér að vera þar líka?” spurði Sam
og vonaði að roðinn sæist ekki í sínum brúnu
vöngum.
“Já, eg þarf að fá mér langa hvíld, fiska
og veiða birni þar norður frá. Formaður
Miss Morelands, Leonard St. John, færði mér
heimboð hennar að dvelja þar í sumar. Leon-
ard hefir komið mér til að taka Júní með.”
Hann leit brosandi á dóttur sína. “Leonard
virðist lítast mjög vel á hana.”
Hvað gerði það til? Var það ekki sama
þó að Leonard væri ástfanginn og Hillguard
væri samþykkur, fyrst Júní kom til Alaska.
Svo bar það til dag einn, að Júní, Sam,
Hillguard, Leonard St. John og Miss Helen
Moreland sigldu öll á sama skipinu norður
til Alaska. Skipið hét “Brigina”, átti More-
land það, en á eftir sér dró það stóran véla-
bát með fjörutíu hestafla vél. Báturinn hét
hvorki meira né minna en “Drotningin”; þótt
hann væri alt annað en drotningarlegur í út-
‘liti, þá var Sam meira en lítið hrifinn af hon-
um. Það var hans eign og ætlaði hann að
nota hann við starf sitt sem eftirlitsmaður
fiski og dýraveiða í Bristol-flóanum.
“Hvernig gat þessi kynblendingur fengið
slíka stöðu?” hafði Leonard spurt Hillguard,
er hann heyrði þessar óvelkomnu fréttir. “Mér
finst að það sé hneyksli að þessi Indíáni fái
leyfi til að njósna um fiskúthaldið. mitt.”
Það kom stundum fyrir að Leonard, þegar
hann var í æstu skapi ruglaðist í ríminu og
talaði um 'Morelands eignirnir eins og hann
ætti þær. “Eins og sakir standa get eg ekki
forðast hann og hann mun óefað valda mér
mikilla óþæginda, eins mikilla og hann get-
ur. Þegar tekið er tillit til þess að hann er sá
svikari, sem er að reyna að bola mér út, verð-
ur mér helmingi örðugra að hafa nokkuð
saman við hann að sælda.”
“Eg veit ekki hverju eg á að svara þér,
Leonard, en mér fellur það mjög illa að heyra
þig kalla skjólstæðing minn kynblending,”
svaraði Hillguard. “Að svo miklu leyti sem
mér er kunnugt er það hrakyrði þar norður
frá. Eg útvegaði honum þessa stöðu til að
geta séð til með honum meðan eg er gestur
Miss Moreland þar norður frá.”
Leonard hafði þá afsakað sig á þann í-
smeygjlega hátt, sem hann var frægur fyrir,
og Hillguard erfði þetta ekki við hann. Það
var ekki hyggilegt að gerast óvinur föður
Júní. Auk þess var það bót í máli, að Sam
mundi ekki fást um athafnir Leonards fyrst
Hillguard var þar nærstaddur. Hann var
ungur, nýr í stöðunni og mundi sjálfsagt verða
léttur í taumi.
Sam hitti Miss Moreland í fyrsta skiftið
þarna um borð í skipinu. Hún var lítil og visin
kona með snjóhvítt hár og var smáeygð og
dökkeygð, og var svo fádæmislega mælsk að
undrun sætti. Hún talaði meðan hún prjón-
aði og prjónaði meðan hún talaði og var jafn
fljót að hvortevggju.
“Svo þér eruð ungi maðurinn, sem ætlar
að reyna að sanna að þér séuð sonur hans
bróður míns,” sagði hún er Sam var kyntur
henni. “Eg skal segja yður það fyrirfram,
minn ungi vinur, að það verður yður örðugt
verk. Eg hefi grátið yfir afdrifum hans
Sams litla Moreland í meira en fimtán ár og
langar ekkert til að hafa úthelt öllum þessum
tárum árangurslaust, nema þér getið fært
mér meiri sannanir en vingjarnlegt bros og
fáein orð með málrómi yðar, sem er í raun og
veru sannfærandi. Fáeinir ættingja minna
hafa sest upp hjá mér og eg hefi neyðst til að
arfleiða þá, en það er ekki auðvelt að sveigja
mig þegar eg er engum vanda bundin.” Hún
brosti við honum yfir prjónana sína. “Eg er
fús til að játa að þér hafið ennissvipinn af
Morelands-fólkinu, ef það er yður til einhverr-
ar huggunar. Og á bak við þetta enni þeirra
var alt af heilmikið af rugli og þvættingi, en
þar bjó líka annað. Ungi maður, það gleður
mig að hafa kynst yður, en þér skuluð samt
sem áður ekki fara kalla mig Helenu frænku.”
“Það er mér bæði ánægja og heiður að
hafa kynst yður,” svaraði Sam, “hvað svo
sem eg kalla yður.”
Sam leit miklu betur út í hinum óbrotnu
fötum, sem klæðskeri einn í Seattle hafði
saumað honum, og hin mikla þekking hans á
Alaska og hinu ótamda og vilta lifi, sem þar
fanst, vakti ætíð eftirtekt áheyrenda hans við
miðdagsborðið. Hillguard veitti því pftirtekt
að skjólstæðingur hans var forkunnarlega
vel mentaður maður.