Heimskringla - 19.11.1941, Blaðsíða 1

Heimskringla - 19.11.1941, Blaðsíða 1
The Modern Housewife Knows Quality That is Why She Selects “CANADA BREAD yy “The Quality Goes in Before the Name Goes On” Wedding Cakes Made to Order PHONE 33 604 ALWAYS ASK FOH— “Butter-Nut Bread” The Finest Loaf in Canada Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BREAD CO. LTD. Phone 33 604 LVI. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN,, 19. NÓV. 1941 NÚMER 8. * 4 HELZTU FRETTIR < - Vopnun skipa samþykt Þingið í Washington sam- Þykti s. 1. fimtudagskvöld breytingu þá á hlutleysislög- unum sem Roosvelt forseti fór fram á, með litlum meirihluta. Með breytingunni voru 212 at- kvæði en á móti 194. Breytingin sem hér um ræð- ir lýtur að því að veita banda- rískum kaupskipum leyfi til að hafa vopn til varnar sér fyrir Þýzkum kafbátum. Flotamálaritari Frank Knox, segir það felast í breytingunni, að bandarískar vörur verði nú fluttar með fulltingi verndar- skipa hvert sem sé. Þessi vernd hafi áður aðeins náð til fultn- inga til íslands. Nú nái hún til Bretlands og hvert annað sem sé. Hann talar jafnvel um að Bandaríkin verði að koma sér upp flotastöðvum á Bret- landi og annar staðar, með Bretum. Að bandarísk skip fari nú um Gibraltar til Egypta- lands, í stað þess að halda suð- ur fyrir Afríku, muni verða reynt. Bandaríkin virðast með öðrum orðum ekki ætla að láta öxulþjóðirnar hamla sér með að færa óvinaþjóðum þeirra allar þær vörur, sem þeim sýn- ist, hvar sem eru og hvort sem Breta, Rússa eða Kína áhrærir. Bretar fagna þessu og segja, að eftir að Bandaríkin hafi “snúið á græna ljósinu”, muni ferðir þeirra seint verða stöðv- aðar. Mr. King, forsætisráðherra Canada, segir þetta spor eitt hið mikislverðasta í stríðinu síðan Bandaríkin samþyktu leiguláns-skilm^lana. En öxulþjóðirnar allar eru reiðar þessu og telja Bandarík- in hatraman óvin sinn. Frá blóðvöllum Rússlands Af síðustu fréttum að dæma frá Rússlandi, virðist enginn efi á því, að Rússar standi nú áhlaup Þjóðverja vel af sér í norður hluta Rússlands og alls staðar nema á Krímskaga. Við Leningrad og Moskva verður ekkert úr árásum Þjóðverja; þeir meira að seggja hrökkva Þar nokkuð fyrir Rússum. Við Tula er ennfremur sagt, að Þjóðverjar hafi flúið mjög ótta- slegnir einar átta mílur til baka. Á Krímskaga stafar af Þjóðverjum mest hætta. Við Sebastopol, flotastöð Rússa, mun Þjóðverjum Þykja ílt við að eiga og er sagt að Þeir séu að hugsa um að eyða ekki tím- anum þar, heldur reyni að kom- ast austur yfir tveggja mílna sund, sem er milli Krímskaga og Kákasus. Þetta getur nú einnig tafist, en á meginland- inu hafa Þjóðverjar komið her sínum nærri austur að Ro- stov, en þaðan er mótstaðan mest á leið þeirra austur yfir sundið. Þjóðverjar kváðu ver^ að fasra mikið af her sínum suður að Svartahafi. Að fyrir þeim vaki að halda suður undan vetrarkuldanum á Rússlandi með herinn og .fá honum þar verkefni, þykir nú víst. Verður Bretum þá ekki til setunnar boðið. Því hefir verið haldið fram að Hitler hafi aldrei hugsað sér að taka alt Rússland og lítið meira en hann hafi nú þegar náð. Geti hann dregið svo úr herstyrk Rússa, að hægt sé fyrir hann að halda því, sé tak- marki hans á Rússlandi náð. Og að friði verði þá komist við Breta, býst hann einnig við. En Rússar gefast líklega seint upp, jafnvel þó úr Evrópu yrðu hraktir, en sem enn virðist ó- framkvæmanlegt. Það bendir því margt til að það verði Bretar í Iran og á Egyptalandi, sem Hitler heyi sóknina á áður en langt líður. Japanir til í alt í Bandaríkjunum er fulltrúi frá Japans stjórn staddur. — Hann er að rannsaka mögu- leikana fyrir því, að Japanir og Bandaríkjamenn haldi friðinn. Á sama tíma og þetta friðar- skraf stendur yfir í Washing- ton, eru blöð Japana og stjórn þeirra full af ófriðarskrafi, telja Japani til hvenær sem sé í stríð, segja þolinmæði þeirra að þrotum komna o. s. frv., sem eflaust á að vera til þess að herða á Bandarikjunum með að verða við kröfum þeirra og friðarskilmálum. Hermenn frá Manitoba komnir til Hong Kong Það var í frásögur fært yfir síðustu helgi, að hermenn frá Canada, bæði Manitoba og Qu^bec, hefðu með nokkrum brezkum her komið nýlega til Hong Kong, brezku eyjarinnar við suðurströnd Kína. Her hefir nú þangað verið sendur til þess að vera við öllu búinn eystra, þ. e. ef Japanir hafa sig frekar í frammi. Canada her- mennirnir eiga þarna við betra veður að búa um stundir en heima hjá sér. Winnipeg-kosningarnar 1 bæjarráð Winnipeg-borgar verður kosið föstudaginn 28. nóvember. Sækja 36 alls um stöðurnar, en þær eru 10 í þæj- arráðinu, og 9 í skólaráðinu; í bæjarráð er einn kosinn til eins árs, hinir allir til tveggja ára. Borgarstjóri verður ekki kos- inn í þetta sinn. Um hann er nú valið annað hvort ár. 'Um bæjarráðsstöðu sækir nú einn Islendingur, V. B. And- erson. Paul Bardal sækir nú ekki; sættir sig við þingmensk- una. Um skólaráðsstöðu sækir og einn íslendingur: B. E. John- son, maður er skipa mun það sæti bænum og Islendingum til gagns og sóma. En hér koma nú nöfn um- sækjenda:- í bœjarráðið —3 kosnir i hverri deild nema annari; þar er ein aukakosning. 1. deild: Hilda Hesson, núv.; James Rollason; C. E. Simonite, núv.; G. F. Thompson, núv. 2. deild’ V. B. Anderson, núv.; James Black, Thomas Flye, núv.; Mrs. John McNeil; H. B. Scott, sækja allir um tveggja ára stöður, en svo sækja um eins árs stöðu: Ernest Hallon- quist, Mrs. Jessie Kirk, Rev. Stanley Knowles. 3. deild: John Blumberg núv.; Peter Charleton, Peter Cornes, M. Evanishen, M. J. Forkin, núv.; John Petley, núv.; Joseph Stepnuk. í skólaráð—3 kosnir í hverri deild: 1. deild: W. S. McEwen, David A. Mulligan, Mrs. R. F Rorke, Dr. F. E. Warriner. 2. deild: Adam Beck, Alex Chambers, Harry A. Chappel, J. Campbell Haig, Bergþór Emil Johnson, Mrs. Jessie MacLenn- an, Andrew N. Robertson. 3. deild: M. Averbach, Mrs. Alice Hunt, C. E. Knox, A. MacKay, A. Zaharychuk, Jo- seph Zukan. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Fjórða desember n. k. verða 290 menn í Manitoba-fylki kall- aðir til 4 mánaða æfinga í hernum. Um 200 af þeim hafa ekki áður verið æfðir; níutíu munu hafa verið 30 daga við æfingar áður. KVEÐJA flutt Ragnari H. Ragnar piano-kennara og söngstjóra i samsœti sem honum var haldið 10. nóvember 1941. Lengi veltu Washingtonar vöngum yfir því hvort þér bæri brautargengi Bandaríkin í; loks kom svarið: — leiðin opin liggur suðrið í. Þeir hefðu átt, það segi eg satt að sofna yfir þvi. Hætt er við að heldur lygni hérna norðurfrá ef að karlakórinn þagnar, hvaðan berst oss þá “íslandslag”, í söng og sögu Sverris konungs mál; án þess hér á vesturvegum villist íslenzk sál. Rétti eg hönd í kærri kveðju — kallar suðrið þig —. Liðinna stunda gullið góða geymi’ eg fyrir mig, mun það upp úr muna djúpi mínu, björtum slá glampa, um þig, og þína kynning þó að líði frá. Njóttu hylli hags og frama hvar sem liggja spor þú, sem heillar hugi landans heim í íslenzkzt vor. Hniptu enn, við öflum dulum upp úr drauma-sæng. Haltu okkur andvökulum undir hljómsins væng. Jón Jónatansson Vara-formaður pólsku út- legðarstjórnariftnar, Stanislaw Mikolajczyk, segir 112,000 Pól- verja hafa verið hengda eða skotna í Póllandi síðan Þjóð- verjar tóku þar við stjórn; auk þess hafa 30,000 dáið í fanga- verunum. • « # 1 Deloraine-bygðinni búa 729 manns. Af þeim hafa 136 inn- ritast í stríðið. 1 loftherinn hafa 86 innritast; hinir í sjó eða landherinn. Segja þeir er um- sjá hafa með innritun í lofther- inn, .að úr öðrum bygðum Mani- toba séu hlutföllin svipuð þessu bæði að því er umsókn í herinn áhrærir og að sjálfboð- ana fýsi mest að komast í flugliðið. # * #' Bandarískt beitiskip náði ný- lega þýzku kaupfari við Japan. Það sigldi með fána Bandaríkj- anna við hún. En blekkingin brást. Skipið hét Odenwald og var á leið frá Japan til Þýzka- lands hlaðið vörum, einkum togleðri og málmi. * * * Fyrir rúmri viku lagði flug- far af stað frá Kuibyshev, sem nú mun vera stjórnarsetur Rússlands, áleiðis til Banda- ríkjanna. Með því voru Maxim Litvinoff, sem nýlega hefir ver- ið kjörinn sendiherra Banda- ríkjanna, Lawrence Steinhardt sendiherra og fleiri. En svo leið hver dagurinn af öðrum að ekkert fréttist til flugfarsins. Var það talið tapað. I gær fréttist þó af því í Iran. Hafði suður eftir Rússlandi verið ó- fært að fljúga fyrir snjóhríð og byljum. Teptist flugfarið víða t. d. í Baku í fulla 3 daga. Foringi íhaldsflokksins kosinn Rt. Hon. Arthur Meighen Frá Tyrklandi berst rétt ein fréttin um það, að Þjóðverjar séu með eitt friðartilboðið á ferðinni. Vilji Bretar ekki sinna því, heita þeir þeim löngu stríði. Og að það verði efnt er ekki að efa. Þeim þokar sí og æ lengra austur fyrir norðan Svartahaf. Er fullyrt að áform þeirra sé nú að ná Rostov og brjótast þaðan suður um Kák- asus, til Iran og Egyptalands Þar tefja vetrarkuldar ekki sókn þeirra eins og á norðan- verðu Rússlandi. Og þarna verða Bretar að mestu einir á leið þeirra. Major H. G. Christie er mað- ur nefndur; hann á heima í St. John, N. B. Hann er blaða- ....... .. . _ maður og nJ.kominn heim úr|°f stunda«‘ l°gfr®5istart . Fundinum sem íhaldsmenn héldu í Ottawa s. 1. viku lauk með því, að Rt. Hon. Arthur Meighen var kosinn foringi flokksins. 1 ræðu sem hann hélt eftir kosninguna, kvað hann með öllu óhafandi, að liberal-flokk- urinn eða nokkur annar einn stjórnmálaflokkur, færi með völd á stríðstímum, eins og nú væru. Hann lofaði samvinnu eða samsteypustjórn, ef hann kæmist til valda. Með núverandi fyrirkomu- lagi sagði hann Canada aldrei gera sitt bezta í stríðinu, eða alt, sem mögulegt væri. Hann áleit og herskyldu nauðsynlega í fylsta skilningi, og er ef til vill með því átt við auð eigi síður en mannafla. Hafði Mr. King, forsætisráð- herra, rétt áður lýst yfir, að um herskyldu færi annaðhvort fram almenn atkvæðisgreiðsla eða kosningar, ef til þess kæmi, að löggilda hana. Mr. Meighen er fæddur 1874 ferð til Englands. Stríðið sagði hann, að endast mundi að minsta kosti í f jögur ár enn- þá. Hann sagði hungur, þján- ingar og dauða bíða miljóna i stríðslöndunum, en það mundi þó draga fyr en það úr sókninni og stríðið ekki verða sótt me* því ofur kappi, sem Þjóðverjar gerðu nú. • • • í Torrance og Gardina, iðn- áðarbæjum allnærri Los Ang- eles, ollu jarðskjálftar s. 1. laugardag einnar miljón doll- ara eignatapi; manntjón varð ekkert. • • • Af grein að dæma, sem Ralph IngersolL ritaði s. 1. laugardag í blaðið Winnipeg Free Press, á- lítur hann Breta ekki útbúna eins og vera beri í nútíma strið fyr en að ári liðnu. Hann gerir þá grein fyrir þessu, að Bretar hafi ekki einu sinni fullgert grundvöllinn að hernaði fyrsta Portage la Prairie áður en hann lagði út á hinn úfna sjó stjórnmálanna. Á sambands- þing var hann fyrst kosinn 1908, varð lögfræðisráðunaut- ur stjórnarinnar 1913, ríkisrit- ari og námaráðgjafi 1917 og sama ár innanríkisritari. Árið 1920 varð hann forsætisráð- herra Canada, en lagði það starf niður árið eftir, er stjórn hann féll. Sem forseti íhalds- flokksins, varð hann aftur for- sætisráðherra 1926, en svo fá- liðuð var þá stjórn hans á þingi, að hún féll sama árið. Hann varð ráðgjafi án skrifstofu í Bennett-stjórninni 1932 og sama árið efrideildar-þingmað- ur (senator). Hefir hann verið í senatinu siðan og forseti þess lengst af. Frá því starfi hleypur hann nú 67 ára gamall á ný út í stímabrak stjórnmálanna. — Verður honum ekki brugðið um að hann sé værukær, að yfir- gefa lífstíðarstöðu fyrir þetta. Víst mun nú reyndar, að hann sótti ekki eftir stöðunni heldur staðan eftir manninum og að hann reyndi að fá aðra til að taka hana. En þegar það tókst ekki, horfði hann ekki í erfiðið þrátt fyrir aldurinn og tókst forustu íhaldsflokksins á hend- ur í annað sinn. 1 harðfylgi við málstað sinn, á Mr. Meighen fáa sina líka, ef nokkurn í Canada. Og fyrir gáfur og góða hæfileika er hann af öllum jafnt viðurkend- ur. Hitt hefir viljað brestá á, að skoðanir hans hafi ávalt verið við hæfi f jöldans. árið, annað árið hefði því verið | Finnbogi Finnbogason land- lokið og tekið til starfa að: námsmaður í Hnausa-bygð nokkru. En til að fullkomna sunnanverðri og um langt það eins og þörf krefði þyrfti'skeið bóndi að Finnbogastöð- að minsta kosti þriðja árið. Úr um .andaðist að heimili dóttur því álítur hann framleiðsluna' sinnar og tengdasonar, Mr. og mæta þörfinni á vígstöðvunum. j Mrs. M. M. Jónasson, Árborg, Mr. Ingersoll er álitinn maður Man., þann 9. nóv. Þessa merka gætinn og sannorður. • • • manns mun verða minst nánar síðar. • • • Á Miðjarðarhafinu var eitt af stærri skipum Breta laskað s. 1. laugardag. Það hét Ark Royal og flutti flugför. Á þvíj voru 1600 manns. Einn fórst.! Var reynt að flytja skipið til j Gibraltar, en það sökk er 25 Elizabeth Rushman frá Elm- milur vegar voru til hafrrar. j wood, Man. Bæði eru af hér- Italskur kafbátur orkaði þessu. íendum ættum. Laugardaginn, 15. þ. m. gaf séra Philip M. Pétursson sam- an í hjónaband Arthur Dutton frá Piney, Man., og Millie

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.