Heimskringla - 19.11.1941, Side 3

Heimskringla - 19.11.1941, Side 3
WINNIPEG, 19. NÓV. 1941 HEIMSKRINGLA 3. SlÐA Að athöfninni lokinni var ekið til Borgarness, og fór veð- ur ört versnandi, bæði rok og rigning. Var það mál manna, að Gissur Þorvaldsson mundi hafa ráðið veðrinu þennan dag, en ekki Snorri. í Borgarnesi var veður svo ilt, að “Esja” gat hieð engu móti lagst við hryggju, og lá hún utar á firð- inum. Varð það úr, að “Lax- foss” flutti gestina út í “Esju”. Sjór var ósléttur og hvast. Óð- ara og skipin komu saman, sáu menn, að maður nokkur réð hvatlega til uppgöngu á Esju og klifraði snarlega upp, og var fræknleikur hans lofaður. Reyndist þetta að vera Ey- steinn, viðskiftamálaráðherra. Síðan fóru aðrir, og var það nýstárlegt að sjá hrausta sjó- menn fleygja ráðherrum, bisk- upum og prófessorum og. öðr- um mektarmönnum milli skipa eins og fífuvöttum. Var nú gengið til matborða og komið til Reykjavíkur um miðnætti.—Alþbl. 23. sept. ÍSLENZKUR VALDA- MAÐUR í CANADA 1 sumar gerðust þau tíðindi í Canada, að íslenzkur merkis- maður vestan hafs varð ráð- herra í styrjaldarstjórninni í Canada. Það var Josep Thor- son, lögmaður í Winnipeg, ætt- aður úr Biskupstungum i Ár- nessýslu. Þetta er sérstakt á- nægjuefni fyrir alla Islendinga, þvi að síðan Canada fékk sjálf- stjórn hafa engir orðið þar ráð- herrar nema úr tveim stærstu þjóðflokkunum, sem byggja landið. Fram að þessu hafa engir, nema menn af frönskum eða enskum ættum gegnt ráð- herrastörfum í Ottawa. Islend- ingar eru fámennastir allra þjóðarbrota í Canada. Það er þess vegna ánægjulegt fyrir- brigði að maðui; úr þeirra hópi nái svo miklum og óvenjuleg- um trúnaði í landinu. Faðir Thorsons var stein- smiður í Winnipeg, og sonur hans lærði iðn föður sins. Þeg- ar hann á tómstundir, sem því miður eru ekki margar, skemt- ir hann sér við að fegra steina til að prýða garðinn sinn. Frægðarferill Thorsons byrj- aði snemma. Hann var afburða námsmaður í skóla, og vann þá begar þau námsverðlaun sem unt var að fá í átthögum hans. Skömmu eftir að hann hafði tekið lögfræðipróf í Winnipeg, vann hann æðstu námsmanna- verðlaun, sem unt er að fá í brezka heimsveldinu. Hann varð styrkþegi úr hinum fræga sjóði Suður-Afríkuauðmanns- ins Cecil Rhodes. Úrvalsmenn úr Bretaveldi og Bandaríkjun- um fá um 8000 kr. ársstyrk til framhaldsnáms í Oxford um nokkurra ára skeið. Thorson °g Skúli Johnson prófessor við háskólann í Winnipeg munu vera einu íslendingar, sem unn- ið hafa þessi verðlaun. Josep Thorson riotaði vel tima sinn og fé í Oxford. Þegar hann kom aftur heim til átt- haga sinna í Manitoba, þótti öllum, sem til hans þektu, lík- ingt, að hann myndi á sínum tima verða merkilegur áhrifa- maður í landinu. Thorson kom á fót lögmannsskrifstofu í Win- nipeg, og naut fljótlega mikils trausts í borginni. Islendingar áttu jafnan hauk í.horni, þar sem hann var. Ekki leið á löngu áður en Thorson tók að gefa sig við stjórnmálum og fylgdi frjáls- iynda flokknum. Hann hafði angastað á Nýja Islandi sem vaentanlegu kjördæmi. Þar voru margar rótgrónar íslend- ingabygðir á vesturströnd Win- nipegvatns. Þar var Gimli, hinn andlegi höfuðstaður ís- lendinga í Manitoba. En í þessu kjördæmi var mikið fjölmenni Ur öðrum löndum, bæði ensku- hiœlandi og úr kornlöndunum í Suðvestur-Rússlandi. Thorson var mikill ræðumaður á enska tungu. Auk þess hafði hann numið frönsku prýðilega. Hann hafði talað og lesið íslenzku í heimahúsum, en orðið enskan tamari í kappræðum við langt nám í enskum mentastofnun- um. Tók hann nú að æfa ræðu- gerð á móðurmálinu og var það auðvelt verk. Hitt var erfiðara, en þó tókst Thorson það, að verða vel fær til að flýtja ræð- ur á rússnesku. 1 kjördæminu mælti hann, eftir því sem við átti, á fjórum tungumálum: ís- lenzku, ensku, frönsku og rúss- nesku. Leika fáir slíkt eftir, enda hefir hann reynst sigur- sæll í kjördæminu. íslending- um þótti sómi að hafa slíkan foringja og hafa menn í Nýja- Islandi veitt honum alt það lið, er þeir máttu og ekki farið eftir flokkslínum. Thorson er nálega sex fet á hæð, beinvaxinn og hinn karl- mannlegasti maður í allri fram- göngu. Hann hefir marga þá eiginleika sem prýða forgöngu- mann í lýðræðislandi, mikla orku, líkamlega og andlega, mikinn lærdóm, fjölbreytta lífs- reynslu og víðtækan áhuga i mannfélagsmálum. íslendingar sem þekkja Thorson vona, að hann flytji inn í stjórnmálalíf síns frjálsa ættlands nokkuð af því frjálslyndi, sem forfeður hans á Islandi hafa unnað heitt um margar aldir. íslendingar á íslandi munu taka undir með löndum sinum vestan hafs, og óska þess að í hinu nýja starfi í stjórn Can- ada megi Thorson reynast hinn mesti fremdarmaður, og að honum megi auðnast að vinna fyrir land sitt, og fyrir málstað lýðræðisins á þann hátt, sem vinum hans þykir hæfa mann- kostum hans og yfirburðagáf- um. J. J- —Tíminn, 18. okt. ÍSLANDS-FRÉTTIR Bandaríkjamenn œtla að byggja stórt samkomuhús í Reykjavík Samkvæmt fundargerð bæj- arráðs frá síðastliðnum föstu- degi hefir bæjarráði borist bréf frá stjórn Bandaríkjanna (stjórn bandaríska setuliðsins), þar sem farið er fram á að bær- inn láti af höndum til leigu- lausar notkunar lóð undir sam- komuhús við Skólavörðutorg sunnanvert. Bæjarráð samþykti erindi þetta, enda verði húsið fengið bæjarstjórn til eignar að ó- friðnum loknum. Heyrst hefir að samkomuhús þetta eigi að verða allstórt og skuli það notað fyrir kvik- myndasýningar og ýmsar aðr- ar skemtanir fyrir hermenn- ina. — Mun verða byrjað á byggingu þess mjög bráðlega. —Alþbl. 22. sept. # * # Iceland past and present Bæklingur um ísland er ný- kominn út eftir Björn Þórðar- son lögmann, gefinn út í Eng- landi og þýddur á ensku af Sir William Craigie. Bæklingurinn er gefinn út i því skyni, að fræða enskumæl- andi lesendur um ísland og mun hann vera kærkominn öll- um þeim, sem eiga vini og vandamenn meðal setuliðsins, sem nú dvelur hér. Bæklingurinn fjallar um landnám íslands og uppruna íslendinga, þjóðina og tunguna, stjórnarfarssögu landsins — samband íslands og Danmerk- ur, möguleika landsins, iðnað og framleiðslu, menningu landsmanna og þýðingu lands- ins í hernaði. Er hann mjög greinargóður það sem hann nær, og er furða hve yfirlitið er glöggt í ekki stærri bækl- ingi.—Alþbl. 11. sept. * * # Málhreinsun Kennarafélag Suður-Þingey- inga hélt aðalfund sinn í Húsa- BREZKAR KONUR AÐ VINNU Að sópa götur og hreinsa snjó af vegum er nú starf kvenna víða á Englandi til þess að losa karlmennina við það, er mörg störf bíða í stríðinu í þess stað. Á myndinni er kona ein við þennan starfa, en maður hennar er í stríð- inu. “Við getum ávalt gert störf karlmanna heima fyrir,” segir hún, “ef við ekki getum tekið á annan hátt þátt í stríðinu.” vík 2. júní 1941. Á fundinum var m. a. samþykt eftirfarandi tillaga um málhreinsun: “Aðalfundur Kennarafélags Suður-Þingeyinga, 2. júní 1941, telur, að málskemdir þær, sem fram hafa komið á mörgum ís- lenzkum bókum nú undanfarið, og færast sífelt í vöxt, séu mjög alvarlegt vandamál, sem kenn arastétin verður að láta sig varða. Vill fundurinn í þessu sambandi benda á síðari bæk- ur Halldórs Kiljan Laxness, rit- höfundar, þar sem þverbrotnar eru löngu viðurkendar reglur íslenzkrar tungu. Fundurinn finnur sérstaka ástæðu til að benda á síðustu bók bókmenta- félagsins Máls og menningar, “Vopnin kvödd”, í þýðingu Halldórs Kiljans, þar sem mál- ið er þann veg, að vart getur kallast íslenzka. Er bókmenta- félag, sem kennir sig við mál og menningu, tekur að gefa út bækur á þvílíku máli, telur fundurinn, að líta megi á það sem beina árás á kennarastétt- ina, og aðra þá menn, sem reyna að þjóna því erfiða hlut- verki, að kenna íslenzkt mál. Skorar fundurinn á þing og stjórn S. I. B. að víta þetta harðlega. Ennfremur skorar fundurinn á S. 1. B. að vinna að því, að eftirlit verði sett um mál á barnabókum, og telur, að alt of algengt sé, að út komi barna- bækur á máli, sem mjög er á- bótavatn.” Að loknum fundinum hófst kennaranámskeiðið, sem stóð í hálfan máuð, 3.—17. júní. U kennarar tóku þátt í námskeið- inu úr Suður- og Norður-Þing- eyjarsýslu.—Timinn, 26. ág. • • • Skip fró Ameríku Viðskiftamálaráðuneytið hef- Lr gengið frá leigu þriggja 'lutningaskipa frá Ameríku, luk þeirra þriggja, sem áður /oru fengin. Hafa þá verið leigð ajls 6 ;kip að vestan í júlí og -agúst 3g munu þau flytja samtals um L5,000 smálestir. Aðalræðismaður Thor Thors lefir annast milligöngu um út- ^egun skipanna. —Tíminn 22. ág. # • • Leiguskipi Eimskipa- [élagsins sökt Utanríkismálaráðuneytið í Vashington tilkynti í gær- ívöldi að á fimtudag hefði skipinu “Montana” verið sökt neð tundurskeyti nálægt ís- andi. . Skipið var eign Bandaríkj- inna, danskt að uppruna, með ^anamaflaggi, á leið frá New fork til íslands. Skipshöfnin, 26 manns, hafi farið í björgunarbátana. Annað greinir fregnin ekki. Af þessu verður helst ráðið, að skipverjar hafi bjargast lífs af, úr því talað er um, að þeir hafi farið í bátana. Og svo fljótt er vitað um afdrif skipsins, að skipbrotsmanna hefir orðið vart á fyrsta sólarhring eftir að skipinu var sökt. Enginn vafi virðist geta leik- ið á því, að hér er um að ræða eitt af skipum þeim, er Eim- skipafélagið fékk á leigu vestra, því nafnið er hið sama og það var danskt. “Montana” var af svipaðri stærð og “Sessa”, hefir senni- lega verið eign sama félags, Lauritzens í Esbjerg. Skipið var með timburfarm til Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga, að því er fram- kvæmdastjóri Eimskipafélags- ins skýrði blaðinu frá í gær- kvöldi. Átti timbur þetta að fara á margar hafnir út um land. Hefir lengi verið beðið eftir þessu timbri. Síðari fregn í nótt hermdi, að könnunarflugvél hafi orðið þess vör, er skipinu var sökt. Björgunarbátar hafi allir kom- ist á flot og búist við að skips- höfnin öll sé í bátunum. —Mbl. 13. sept. * * * * Sprengikúla á hlaðvarpann á Innra-Hólmi I gærmorgun kom sprengi- kúla úr fallbyssu niður í hlað- varpann hjá bænum Innra- Hólmi í Akraneshreppi. Kúlan kom niður rétt við bæinn og varð feikna umrót í m. hlaðvarpanum. Kúlan kastað- ist svo burt og var ófundin í gær. Tvær konur voru inn í bæn- um, er þetta gerðist, og voru þær einar heima. Þær urðu skelfdar mjög, sem von er, því að bærinii lék á reiðiskjálfi. Pétur Ottesen hreppstjóri á Ytra-Hólmi hefir kært þenna verknað til utanrikismálaráðu- neytisins. Það var hringt í simann hjá kennara nokkrum og sagt með dimmri röddu: — Jón litli get- ur ekki komið í skólann í dag. Hann er svo kvefaður. — Einmitt það, en vonandi batnar honum fljótlega. Leyf- ist mér að spyrja, við hvern eg tala. — Við föður minn, svaraði nú hás rödd. FLESK handa BRETUM Yá miljon svína fer að líkindum á markað í NOVEMBER OG DESEMBER Þetta er helmingi hærri tala, en i nóvember og desember 1939 • Meira af svínum er sent til markaSar á þessum tveimur mánuðum, en á öðru tímabili ársins. Ef að svín strevma þannig á markað (með eðlilegum þunga frá 200—210 pund) þá fer það langt með að fullnægja þeim kröfum um svínsflesk til Bretlands, er samið hefir verið um. SELJIÐ SÉRHVERT SVlN Á RÉTTRI ÞÝNGD OG RÉTTILEGA UNDIRBÚIÐ Til frelcari upplýsinga, skuluð þér ráðfæra gður við Land- búnaðarráðuneytið í fylki yðar, Landbunaðarháskólann, nœsta Tilraunabú Sambandsstjórnar eða Griparæktar- skrifstofu landbiínaðarráðuneytis Sambandsstjórnarinnar. AGRICULTURAL SUPPLIES BOARD Dominion Department of Agriculture, Ottawa Honourable James G. Gardiner, M inister

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.