Heimskringla - 03.12.1941, Blaðsíða 3

Heimskringla - 03.12.1941, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 3. SIÐA WINNIPEG, 3. DES. 1941 BRÉ F White Rock, B. C., 23. nóvember 1941 Kæri ritstjóri: Kæra þökk fyrir síðast. Það ®r orðið nokkuð langt síðan eg ætlaði að skrifa þér fáar línur í fréttaskyni, en sem eg hefi verið að draga vegna þess, að tíðarfarið hefir verið svo breytilegt, og öfugt við það venjulega, að eg vissi aldrei hvað ég átti að segja. Og þar sem lítil breyting er sjáanleg verður þetta eitthvert rugl um eitt og annað. Eg held eg verði þó að minn- ast á tfðarfarið, og er það af Því að sgeja, að það hefir verið »jög óhentugt síðustu 3 mán- uðina að minsta kosti. Þess má geta að í apríl var veðrið á- Ssett, þurt og hlýtt og gréri alt fljótt og öll vorvinna gekk mjög vel. En í maí byrjaði að rigna °g hélst sú óþurkatíð þar til Seint í júní. En þá byrjuðu þurkar og hitar, sem urðu nieiri og stöðugri en vanalegt er hér á ströndinni. Héldust þessir þurkar og hitar til 20. ágúst, þá byrjaði að rigna og má segja að það hafi haldist með litlum breytingum til þessa. Nú í 4 daga hefir þó verið þurt og lítilsháttar næt- urfrost. í júní og júlí náðist alt hey, j Sem var mikið, og hirtist vel, og er búist við að það verði í all góðu verði. En kornsláttur er stóð yfir þegar tíðin breyttist í ágúst, voru þá margir búnir að slá nokkuð, sumir alt. Nokkr- ir höfðu þreskt all mikið, ein- staka alt. En það sem eftir var skemdist alt og sumt ó- nýttist með öllu, og er talið að Þnðjungur hafra og bygg-upp- skeru hér í Fraser-héraðinu hafi ónýtst og skemst meira °g minna. Jörðin er hér nú eins blaut eins og oft í lok janúar. Kartöflur eru víða mjög skemdar vegna bleytu í ökrunum. Verð er sagt allgott á flest- Mm afurðum, en ekki mikil eftirspurn, og er söluráðinu kent um það að einhverju leyti. Um atvinnuleysi er nú lítið talað, og ætti ekki að vera neitt, eins og nú standa sakir. Það er nú að visu gott að sem flestir hafa nóg að gera, þó það sé hinsvegar hálf ömurlegt að Þnð skuli þurfa stórglæpa- keðju yfir á Þýzkalandi til þess að fólk hér í alsnægta landinu, Uanada, geti haft atvinnu. Og Þó formæla margir Hitler að verðugu, en lofa King, eins og King væri ekki búinn að vera við völd áður en stríðið byrjaði. Það er því óvíst nema einhverj- ir sem gott hafa nú af stríðinu, °g þeir eru ekki allir fátækir, hugsa nú líkt og gamli Jón ^ergson í Þinganesi, þegar ull- m steig í verði 1852, og honum yar sagt að það stafaði af stríð- lnu sem þá var, en hann óskaði aó það yrði betur altaf stríð. Uvers skyldu þeir óska sem nú graeða mest á hergagna fram- ieiðslu? Skyldu þeir ekki óska sér eitthvað á þessa leið, að stríðið yrði sem lengst? Heilsufar hefir mátt heita all S°tt, þó að flú eða kvef hafi gert vart við sig; er það alt Vaegt og meinlítið og yfirleitt er ekki hægt að segja annað en ^ér ríki vellíðan, þegar á alt er iitið. Og víst mega Canada- menn og konur lofa guð fyrir að vera fjærri hörmungunum í ^orðurálfunni. Eins og getið hefir vreið um í 'slenzku blöðunum, voru Is- iendingadags samkomur hér til °g frá á ströndinni. Eg kom aðeins á eina þeirra, samkom- una í Friðarboga garðinum tEeace Arch Park) og hefir séra G. P. Johnson skýrt frá Pvi hátíðahaldi; þar var fjöl- menni saman komið; var sagt Um eða yfir þúsund og var sumt af því langt að; varð eg Þar var við einn mann frá Winnipeg, hr. Jakob Kristjáns- son; hafa líklegast verið ein- hverjir með honum þaðan. Svo voru þá hér í ferð og þar stödd hjón, Mr. og Mrs. Steingrímur Johnson og dóttir þeirra, Miss Guðrún Johnson, skólakennari, öll frá Wynyard, Sask.; var þetta fólk frá Wynyard nokkra daga hjá Mr. og Mrs. J. Brynj- ólfsson. Á þessu íslendinga móti voru margar ræður flutt- ar bæði á ensku og íslenzku, og mæltist öllum vel, en aðal ræðumaður dagsins var forseti Þjóðræknisfélagsins, Dr. Rich- ard Beck, og fékk hann góða áheyrn að vanda; hann er at- kvæða ræðumaður og ljúf- menni og glæsimenni í fram- komu og vinnur því hugi allra sem á hann hlusta; hann er einlægur þjóðræknismaður og talar fyrir því af eldlegum á- huga, en í hvernig jarðveg orð hans hafa fallið hér vestra, verður ekki sagt að svo stöddu. En það er vist að þó árang- urinn verði ekki mikill af komu hans hér vestur, er það ekki hans skuld. Annars held eg að hér verði ekki auðvelt að stofna þjóðræknisdeild; lang flest að miðaldra og yngra fólki hefir verið svo dreift út á meðal hérlends fólks, að það telur sig fæst af því til annar- ar þjóðar. Mentun þess og at- vinna er ölj inn á meðal hér- lendra. Ætti nokkur þjóð- rækniskend að vakna hjá þessu fólki, yrði það að gerast á ensku, með líku sniði og félag yngri Islendinga í Winnipeg; það hefir verið bent á það sem úrlausn þessa máls, að nauð- synlegt væri að þýða nokkrar af okkar elztu sögum, svo sem Njálu, Eglu, Grettu og Heims- kringlu Snorra, á enska tungu, til þess að yngra fplkið gæti hagnýtt sér okkar frægu bók- mentir, en frá mínu sjónarmiði er mjög hæpið að yngra fólk yrði hrifið af þessum sögum, þær eru svo fjærskyldar hugs- unarhætti nútíðar kynslóðar, sem hér hefir alist upp. Okkur sem orðnir erum gamlir og vöndumst við að sögurnar væru lesnar á undan húslesr- unum og hefðum jafnvel verið ánægð með að haldið hefði ver- ið áfram með fornaldar sögurn- ar, en húslestrum verið slept, unnum þessum bókum ennþá, en hér í landi hefir öðru verið haldið að yngra fólki. Og svo er því ekki að leyna, að sagnir sem sumt eldra fólk hefir frætt afkomendur sína á að heiman, hafa verið þær, að tæpast er til að ætlast að vakið hafi hlý- hug yngra fólks til ættlandsins. Byrjunin sem út er komin af “Sögu Vestur-Islendinga”, er þar ekki ein til frásagnar um alskonar undur frá ættlandinu. Um þetta mætti skrifa langt mál, en eg ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni. Þess var getið fyrir nokkru í Heimskringlu og víðar að það hefðu farið hér fram kosningar i British Columbia. Þó það séu nú litlar fréttir, þá eru úrslit þeirra nokkuð, sem mörgum hefir komið skrítilega fyrir sjónir. Fyrst það, hvernig kosningarnar fóru, því í raun og veru var ekki deilt um neitt sem máli skiftir fyrir B. C. sér- staklega. Conservatívar, eða foringi þeirra, Mr. Maitland, hélt fram herskyldu, og C. C. F. virtust því hlyntir að minsta kosti síðast, og Patullo lýsti því yfir þrem dögum fyrir kosn- ingar, að hann væri ekki á móti herskyldu. Mun það ekki hafa bætt fyrir honum. Það hafa sjálfsagt margir litið svo á að hann hefði tekið það ráð til að afla atkvæða, en hvað fylkin hafa að gera við her- skyldu málið, er sjálfsagt fleir- um en mér ráðgáta. Eg hefi alt af skilið það svo, að það mál heyrði sambandsstjórninni til, og að fylkin geti aðeins unnið að því máli í samvinnu við sambandsstjórnina; mér hefir og altaf skilist að land sem er í stríði, ætti að hafa herskyldu, ekki aðeins manna herskyldu, heldur allan auð og og alla vinnu og alla framleið- slu. Það mundi koma marg- falt jafnara niður. Með frjálsu framboði fara bestu og djörf- ustu mennirnir á blóðvöllinn og með frjálsu framboði er auð- velt fyrir efnaðri menn að komast hjá að gera skyldu sína. Að auðurinn er ekki herskyld- aður, tefur fyrir hergagna framleiðslu, en á henni veltur sigurinn í þessum voða hildar- leik sem nú er háður. Þetta strið verður ekki unnið með mannafla einum, það verða vél- arnar.sem úrslitum ráða. Hér i Canada hafa margfalt fleiri menn boðið sig fram, en stjórn- in hefir getað tekið vegna þess að staðið hefir á allri vopna- framleiðslu, og fleira hefir ver- ið á eftir tímanum. Hér í nágrenni við mig beið maður úr flugliðinu í fimm vik- ur eftir einkennisbúningi sin- um; og það var í haust og svo mætti telja mörg dæmi, en á þessu verður ekki bót ráðin á meðan nokkrir flokks auðkíf- ingar sitja í ró við að spekúlera gróða í sinn eigin vasa af stríðs- kostunum. Þegar maður hugs- ar um hörmungar þær sem fólk í yfirunnu löndunum verð- ur að lifa við, af völdum þess- ara brjáluðu blóðvarga sem nú þrælk'a mesta Norðurálfuna, verður manni á að spyrja, hvort þeir séu ekki samsekir, sem af flokksfylgi og valdagræðgi, gefa samvizkusnauðum Mam- mons sjúkum stórgróða fönt- um tækifæri að tefja úrslit stríðsins í eigingjörnum til- gangi. Sé nokkur ábyrgð á mönnum, gagnvart meðbræðr- unum, bætir hver dagurinn við stórglæpina, og ekki ótrúlegt að þeir verði tileinkaðir að ein- hverju leiti, þeirn sem eru að vinna að stríðsgróða, hvort sem þeir eru í ,Þýzkalandi eða Can- ada. Eg lenti nú lengra en eg ætlaði í fyrstu út í þetta her- skyldu mál. En það var að- eins flokkaskiftingin hér i fylkinu sem eg ætlaði að minn- ast á; flokkaskiftingin er nú það bágasta sem eg hefi séð. Liberalar 21, C. C. F. 14, con- servatívar 12 og einn verka- maður. Stjórnin er því í minni hluta um 6 sæti, en þrátt fyrir það, aftekur Patullo alla sam- vinnu við hina flokkana; hann vill ekki nýtt vín í sína gömlu flokksbelgi, enda munu þeir það rotnir, að tæpast mundi vel gefast. C. C. F. vilja ekki óhreinka sinn táhreina skjöld með samvinnu við hina flokk- ana. > Conservatívar hafa lýst yfir, að þeir væru viljugir til samvinnu á herskyldu grund- velli; og við þetta situr ennþá. Er gert ráð fyrir að svo verði þar til þing kemur saman. Nú ætla liberalar að hafa flokks- þing 2. desember og í blöðunum á laugardaginn 22. nóv. var sagt, að von væri á Ian Mc- Kenzie frá Ottawa, til að blása nýju lífsmarki í flokkinn. Ekki hefir he^rst hvort hann ætli að hafa ’nokkrar Bren-byssur með sér eða ekki, enda mun þess vart þörf. Sumir ráðherr- arnir hafa séð hvert stefnir og sagt af sér; að minsta kosti hefir fjármálaráðherrann gert það, Eg las í Heimskringlu á rit- stjórnarsíðu fyrir nokkru að á- standið hjá Heimskringlu, væri ekki öllu betra en í Belgíu, en þar mun þó aðeins við fjár- haginn átt, sem betur fer, en ekki herstjórn og blóðbað, en eg get sett mig inn í það, að blaðinu muni koma betur að fá inn áskriftargjöld sín og von- andi að sem flestir verði vel við, þvi ætla eg með þessum línum að senda þér áskriftar- gjald mitt fyrir árið 1942 og vonast eftir kvittiringu sem fyrst. Það sem eg hefi skrifað hér á undan, gef eg þér í sjálfsvald, hvort þú vilt nota nokkuð úr eða ekki í blaðið; það sem eg hefi sagt þar um þjóðræknis- mál og hermál er sannfæring mín. Eg hefði sagt fá orð um nýja foringja íhaldsflokksins ef eg hefði verið ólatur að skrifa, en ætla að sleppa því nú. Svo óska eg þér og blaðinu of£ öllum lesendum þess alls góðs. Þinn einlægur, Þ. G. ísdal SILFURBRÚÐKAUP Thorsteins og Lovísu Gíslason, Brown, Man. Sunnudagurinn 20. júlí, í sumar, rann upp fagur og hélt fegurð sinni til enda. Konunni minni og mér hafði verið boðið í þetta silfurbrúðkaup, og hugs- uðum við bæði gott til þeirrar ferðar, því þessi hjón þektum við vel. Svoleiðis stóð á, að eg var fyrsti kennari silfur- brúðarinnar. Ennfremur var eg um nokkurt skeið, til heim- ilis hjá foreldrum hennar, Jóni og Petrínu Thorlákson. Þau áttu þá heima í íslenzku bygð- inni að Eyford í Norður Da- kota, en eg var þar kennari. Sterk vináttubönd hafa ávalt síðan tengt mig við þetta fólk. Skólastúlka var Lovísa góð eins og hún er nú fyrirmyndar kona. Silfurbrúðgumann þekti eg ekki sem ungling, en eg kyntist honum síðar og fann þar hinn mætasta mann, dreng hinn bezta. Hann ólst líka upp í Dakota-bygðínni. Bróðir hans var Dr. Gísli Gislason, sem fyrir nokkrum árum dó í Grand Forks, í Norður Dakota, þar sem hann hafði lengi stund- að augnlækningar. Konan mín var einnig vel kunnug Thorlaksons fólkinu bæði frá Dakota og Winnipeg. Það var því engin furða, að við hlökk- uðum til ferðarinnar. Stór- kostlegá jók það á ánægjuna, að Mr. Adolph Jóhannson, mik- ill og velþektur bílamaður í Winnipeg, bauð okkur ferð með sér pg móður sinni. Um kl. 8 að morgni var lagt á stað. Ferðin gekk hið bezta, akveg- urinn ágætur alla leið og sam- ferðin skemtileg. Um kl. 10 vorum við komin á heimili Gíslasons hjónanna í Brown- bygðinni, en hún er, eins og kunnugt er, sunnarlega í Mani- toba, ekki langt fyrir norðan landamæri Canada og Banda- ríkjanna. Hús þeirra hjóna, snoturt og smekklegt, stendur á hæð nokkurri með skógar- belti fyrir norðan en grænan skóglausan flöt fyrir sunnan, sem einnig hallar í þá átt. Við áttum unaðslega samverustund með heimilisfólkinu og að- komnum skyldmennum þegar í stað. Sex systkini silfurbrúð- arinnar voru þar komin: Valdi- mar og Gunnar Thorlakson og Mrs. Grace Johnson frá Winni- peg, Mrs. Inga María Halldór- son frá Chicago ásamt dóttur sinni, Mrs. Pauline Sigurdson í Brown-bygðinni, og Mrs. Thorunn Hill, sem ók í bíl, á- samt stjúpdóttur og syni, alla leið frá San Francisco. Ein systirin, Miss Esther Thorlak- son í Los Angeles, var hindr- uð, svo henni var ekki unt að koma. Mrs. Gíslason, tegnda- systir silfurbrúðgumans, sem og er dóttir séra Hans Thor- grímsens, kom ásamt dætrum hennar og syni. Nokkru eftir hádegi fór bygðarfólkið að streyma að og gestir frá fjarlægari stöðvum, þar á meðal sóknarpre^turinn, séra Haraldur Sigmar, ásamt frú sinni. Heimili þeirra er á Mountain, í Norður Dakota, en hann þjónar og þessum söfn- uði. Þar voru einnig Mr. og Mrs. H. Ólafson og Mr. B. John- son frá Mountain; Mr. og Mrs. L. Danielson og Mrs. G. Breck- man frá Lundar, Man.; Mr. S. Gillis og Mr. og Mrs. O. H. Gray frá Winnipeg, auk þeirra sem áður voru nefndir og bygðar- fólksins sjálfs. Þó eru líkleg- ast ýmsir fleiri sem þangað komu. Samsætið var haldið á gras- fletinum fyrir sunnan húsið. Sæti voru þar tilreidd fyrir all- marga. Piano var flutt á stað- inn og alt annað gert til þess að gera glaða og hátíðlega stund. Alt samsætið var upp- ljómað af fögnuði. Andinn, sem ljómað hefir í orðum og at- höfnum silfurbrúðhjónanna var einmitt ljósið, sem gerði þessa hátíð bjarta og yndis- lega. Jón S. Gillis, sem á margan hátt hefir verið leiðtogi bygð- armanna, stýrði mótinu og leysti það af hendi með rögg- semi og velþóknun samkomu- gesta. — Giftingarsálmurinn, “Hve gott og fagurt og indælt er” var sunginn, og þá flutti séra Rúnólfur Marteinsson bæn. Annar sálmur var og sunginn, “Heyr börn þín, Guð faðir.” Forsetinn skýrði frá tilgangi samkomunnar og lýsti því, hve ánægjulegt það væri fyrir alla gestina að samfagna silfurbrúðhjónunum á heiðurs- degi þeirra. Allir sungu “Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur.” Þá flutti séra.Harald- ur aðalræðu mótsins. Hann sagði frá því hve mikinn og dáðríkan þátt þau hjónin áttu í samlífi bygðarinnar, bæði til anda og athafna. Mr. Gíslason hefir verið þar landnámsmað- ur, hann starfrækti pósthús og verzlun þar í 18 ár og hann hefir verið þar bóndi hin síð- ustu ár. Ætíð hefir hann sett göfugt eftirdæmi og verið boð- inn og búinn að leggja lið sér- hverju velferðarmáli þar um slóðir. Mrs. Gíslason hefir ver- ið hin ágætasta húsmóðir, og auk þess hefir hún unnið end- urgjaldslaust afar mikið hjúkr- unarstarf, annast af mikilli alúð sunnudagaskóla bygðar- innar, veitt sönglífinu stuðning og leiðsögn og tekið þátt í öðr- um félagsmálum til þroska á nytsemdarbraut. Bæði hafa hjónin verið lifandi þættir í safnaðarlífi bygðarinnar, enn- fremur áhugasöm og athafna- rík í íslenzkum þjóðræknis- málum. Séra Haraldur bar og fram gjöf til silfurbrúðhjónanna frá bygðarfólki og var hún fagurt skrín er hafði að geyma silfur- hnífa og önnur fleiri tæki til borðhalds, alt af hagleik gert. Silfurbrúðgumanum var einnig gefinn mjúkur og þægilegur stóll og silfurbrúðinni ágætt skrifborð, þetta frá ættingjum og nánustu vinum. Fósturson- ur hjónanna, Lárus, gaf móður sinni fagran blómvönd. Ýmsar fleiri yndislegar gjafir, sumar frá fjarlægum stöðum, bárust einnig að frá ættingjum og öðrum vinum, og kann eg ekki skil á þeim, en eitt má nefna: fögur blóm frá sunnudaga- skólabörnunum til silfurbrúð- arinnar. Auk séra Haralds fluttu töl- ur þeir Jón J. Húnfjörð og séra Rúnólfur Marteinsson. Eins og við átti var þar mikið um söng. Sunnudagaskólabörnin sungu sálm, karlakór bygðarinnar söng tvívegis og einsöngva sungu þær Mrs. H. Sigmar frá Mountain og Miss Helen Gísla- son frá Grand Forks. Alt var þetta vel af hendi leyst og gest- um til mikillar ánægju. Heillaóskir í bréfum og hrað- skeytum einnig allmargar: frá séra K. K. ólafson í Seattle, séra Hans Thorgrímsen í Grand Forks, séra Steingrími Thor- lakssyni, sem er föðurbróðir silfurbrúðarinnar, nú á Moun- tain, og frá ýmsum fleiri. Silfurbrúðhjónin bæði báru fram þakklæti fyrir vinahótin. Kom þar fram sú yndislega ein- lægni, sú heilbrigða hugsun, og sú göfuga aðstaða til samferða- mannanna, sem hefir verið svo rík í sálarlífi og framkvæmd- um þeirra beggja á lífsleiðinni. Menn settust að borðum, sem voru þakin blómum og vistum, nutu gæðanna og samfund- anna. “Það er gott fyrir bræð- ur að búa saman”, gott fyrir góða vini að hittast og finna unaðinn af nærverunni. Gleði- mót með vinum er ein af gjöf- um Guðs. Þetta mót var ein slík gjöf Guðs. R. M. “Enginn þarf að renna blint í sjó’’ Með frábærlega nákvæmri skrá yfir muni og verð þeirra hefir EATON'S numið alla óvissu úr bréflegum viðskiftum. Eftir hans verðskrá getur hver og einn gert sér ljósa hugmynd og valið um alla muni í þeirri stóru búð. EATON verðlistar hafa verið vel þegnir á sveitaheimilum i hálfa öld. Hverjum einasta gripi í þeirri “Búð milli spjalda” er ná- kvæmlega lýst. Hver einasta mynd sýnir munina eins og þeir eru. Kaupendur í sveitum fá þar með færi til að kjósa um úr- val klæðnaðar, húsmuna og bú- gagna sem hvergi getur nema i stórri verzlun. Af þessu hverfa mörg þúsund skiftavina að EATON verðlista, eru ánægðir, gera það ár eftir ár. Þeir hafa reynt, að það er óhætt að reiða sig á verðlistann, að þau viðskifti eru þægileg og aldrei tiðsvri en nú. <*T. EATON WlNNIPEG I CANADA EATONS John S. Brooks Limited DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og “Sea Island Cotton” Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg Umboðsmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.