Heimskringla - 03.12.1941, Blaðsíða 5

Heimskringla - 03.12.1941, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 3. DES. 1941 HEIMSKRINGLí 5. SIÐA r Fullveldisdagur Islands 1941 iífj'syiJc yarmrr* frí/taWJc Mjófiíjördr *Q®Fáskrú<l9 F. ^ÍreLddalsvik njfjðrdr Vatnn Jo „Klofa Jöl Það kann nú að horfa öðru vísi við en áður á fullveldisdegi Islands, að minnast fengins frelsis, þar sem útlendur öflug- ur her hefir aðsetur á Islandi. En þar sem svo stendur nú samt á, að íslandi hefir að stríðinu loknu verði heitið sínu fulla frelsi, af þjóðunum, sem hervarnir hafa þar með hönd- um ,hefir þjóðin enga ástæðu til kvíða heldur þvert á uióti. Vonir hennar um að hún fái haldið áfam á sinni frelsis- °g framabraut, sem áður, eru að voru áliti á óyggjandi vissu bygðar. Hvað þessi fullveldisdagur er islenzkri þjóð, er lýst í greinar- köflum þeim, sem hér fara á eftir og teknir eru úr ritgerð í “Studentablaðinu” um full- veldisdeginn eftir Ólaf Jóhann- esson. Rúmsins Vegna, verður ekki öll greinin tekin. 1. desember er bjart í hugum ullra íslendinga. Þann dag fagnar þjóðin frelsi sínu og fullveldi. Þann dag minnist hún sínnar löngu og ströngu sjálfstæðisbaráttu. Þá minnist hún þeirra manna, sem jafnan stóðu í fylkingarbrjósti þessar-1 ar baráttu, þeirra manna, sem með viti, djörfung og fyrir- hyggju leiddu þjóðina upp hin- ar erfiðu brekkur til hins fyrir- heitna lands. Þá leiðtoga á ís- lenzkur æskulýður að' taka sér til fyrirmyndar. Þann dag lít- ur þjóðin yfir Jiðna tíð. Hún dvelur við þau atvik og þá at- burði, sem valdið hafa tíma- mótum í sögu hennar. Hún minnist t. d. stofnunar hins ís- lenzka lýðveldis áið 930, kristni tökunnar árið 1000, þess er landsmenn gengu á hönd Nor- egskonungi, siðaskiftanna, ein- veldisins, einokunarinnar, end- urreisnar Alþingis og síðast en ekki sízt fullveldis-viðurkenn- ingarinnar 1. desember 1918. öll slik tímamót eiga sér að sjálfsögðu sína sögu, sínar or- sakir. En þessar orsakir og að- draganda allan að slíkum tíma- mótum, er oss næsta nauðsyn- legt að þekkja til þess að við fáum af þeim numið, til þess að við getum fært okkur reynsl- una í nyt og látið okkur víti feðranna að varnaði verða. Á þann hátt getur sagan orðið okkur leiðarsteinn í framtíð- inni. Þegar litið er yfir sögu ís- lenzku þjóðarinnar, virðist ekki vera erfitt að skera úr því, hvort fullveldið hefir orðið henni til ills eða góðs. Aldrei hafa verið hér á landi meiri eða stórstígari framfarir, en á árunum frá 1918. Það má í rauninni segja, að á þessum ár- um hafi gerst kraftavek. Hvers konar verklegar framfarir hafa verið mjög miklar á þessu tíma- bili. Vegir hafa verið lagðir í stórum stíl, svo að nú þjóta bifreiðar á einum degi yfir þá vegalengd, sem áður þurfti marga daga eða jafnvel vikur til að komast yfir. Mörg ill og erfið vatnsföll, sem áður urðu mönnum að farartálma og fjörtjóni, eru nú brúuð. Alls konar framfarir og framþróun í atvinnuvegum þjóðarinnar hefir átt sér stað. Við höfum fengið fjölda marga skóla, út- varp og mörg fleiri menningar- tæki á þessum árum. Það hef- ir verið vöxtur og gróandi í þjóðinni. Sem sagt, á þessu árabili, frá 1918, hefir gerst meira en áður gerðist á heilum öldum. Það er alveg vafalaust, að í þessu á fullveldið, það að þjóðin gerðist sinn eigin hús- bóndi, veigamikinn þátt. eftirlætisgoð Bandaríkjamanna Vegna fyndni sinnar og ljúf- mensku, en hann var af Rauð- skinnaættum . . . þegar ein af bessum útflúruðu kerlingum sPurði hann, hvort forfeður hans hefðu komið til Ameríku a “Mayflower”, þá svaraði hann: “Nei, en forfeður mínir homu niður í flæðarmál, til hess að taka á móti skipinu.” Þá eru það snobbarnir, sem vhja alt á sig leggja til þess að hynnast frægum listamönnum °g rithöfundum . . . en þeim snobbunum er nú oftast vor- hunn . . . það er svo sjaldan, að heir hafi nokkra skemtun af viðkynningunni. . . Við lesum Sóða bók og óskum þess heitt °S innilega, að við gætum hynst höfundinum . . . og svo er hann oft bæði sjálfselskur og hreytandi. . . Eða snildarleik- honan, sem við dáumst að á leiksviðinu, stundum er hún baeði heimsk og illa vanin í viðkynningu . . . og eg gleymi aldrei fiðluleikaranum fræga, sem eg var búin að dáðst að arum saman, en þegar eg loks hyntist honum, þá munaði minst að hann sálgaði mér, svo leiðinlegur var hann. Thaekeray sagði, ef eg man rett, að mestur snobb væri sá, ^m snobbaði fyrir því að vera ekki snobb. . . Já, það er nú fólk í iagi þegar þú þekkir tvo menn, annan ríkann en hinn fátækann og sá ríki er ^uiklu skemtilegri og viðkunn- anlegri en sá fátæki, þá finst hessu fólki, að þú eigir að um- Sangast þann fátæka ... það er nú þeirra snobbháttur. Já, svo er það fólkið, sem gerir gis að öllum snobbhætti . . . og dettur mér í hug gamall kunningi minn, hann Henrik Bjelke, norskur verkfræðingur. . . . Honum Henrik var einu sinni boðið í svellandi brull- hlaup, þar sem mikið var um Svía og þeir höfðu allir nöfn, sem enduðu á stjörnu eða krónu, en það er miklu fínna í Svíþjóð, heldur en að heita eitthvað sem endar á son — já, -berg, -ström eða -quist er held- ur ekki neitt að gorta af þar í Svíaríki... Nú var Henrik kynt- ur einum af þessum -stjörnu- mönnum í brúðkaupinu og var sá mjög stifur og strix og stakk nefinu upp í loft . . . spurði hann Henrik, hvort hann væri í ætt við greifa nokkurn sam- nefndan í Stokkhólmi; “nei”, svaraði Henrik, sem er sonur manns, er átti skófatnaðar- verksmiðju, “faðir minn er skó- ari” . . . og sagðist Henriki svo frá síðar, að stjörnu-Svíinn hefði horft á sig með skelfingu og snúið á hæl hið skjótasta . . . en Henriki var vel skemt. Já, þjóðernis-snobbarnir. . . Mjög algengur snobbháttur í Bandarikjunum er að þykjast vera af enskum ættum . . . en ansi er eg hrædd um, að enska blóðið sé farið að þynnast nokkuð í þeim sumum hverj* um. . . Að því er eg frekast veit, þá hafa aldrei verið nein lög um það hér i landi, að fólki af enskum uppruna væri fyrir- boðið að giftast annara þjóða fólki. . . Ætli svo sem níu tí- undu hlutar af enska-ætternis- snobbunum séu ekki bara blátt áfram allra þjóða kvikindi, eins og hinir . . . því aldrei hefir sannara orð verið talað, en að Ameríka sé bræðslupottur heimsins — og afsakið ef eg er “banal” . . . nei, flest af þessu, sem montar af að vera enskt, er víst bara alvanalegt ame- riskt sultutau. . . En oft hefir mér gramist þegar fólk, sem eg hefi vitað með vissu, að var af Norðurlandakyni, hefir ver- ið að miklast af sínum “fína” enska uppruna . . . og hvað í fjáranum er það fínna, má eg spyrja, að vera enskur, heldur en blátt áfram sænskur, norsk- ur, danskúr eða íslenzkur . . . en um þetta mætti skrifa langa þulu. . . Og Gyðingagreyin, sem sverja og sárt við leggja, að þeir séu ekki Gyðingar, þótt króknefin, handatilburðirnir og málfærið komi upp um þá svo sárgrætilega altaf. . . Konu þekki eg, vel greinda og við- kunnanlega á margan hátt . . . hún er af Gyðingaættum, en heldur að engin viti það . . . hún hefir vanið sig af Gyðinga- tilburðunum og -málfærinu, en andlitslagið kemur upp um hana. . . Hún kom nýlega úr ferðalagi og var að segja okkur ferðasöguna . . . tilnefndi gisti- hús eitt í Los Angeles, þar, sem hún hafði dvalið: “ágætt gisti- hús, en það var fult af Gyðing- um og eg sem ekki einu sinni get þolað þá” . . . og hún gretti síg alla í framan af viðbjóði yfir Gyðingunum. (Framh.) Kaupið Heifnskringlu Lesið Heimskrinerlu Borgið Heimskringk LIFSSPEKI ROBERTS INGERSOLL (Þýtt úr ensku) Jónbjörn Gíslason Til er aðeins ein sönn tegund þessa heims gæða, og það er farsæld mannanna. Hver maður skyldi af ítrasta megni auka hamingju með- bræðra sinna, á þann hátt eyk- ur hann sina eigin hamingju. Með tilstyrk ráðvendni og samvizkusemi verður hamingj- an höndluð. Alt sem strýkur tár af grátn- um hvörmum er gott. Saklausir gleðihlátrar er sá dásamlegasti hljóðfærasláttur er mannlegt eyra fær notið. Það er synd og siðspilling að eyðileggja sitt eigið og annara líf. Mín eigin trúarjátning er stutt, hún geymir engar mót- setningar:Hamingja mannanna er hið eina góða hér á jörð; tíminn til að vera hamingju- samur er yfirstandandi, og staðurinn til þess, þar sem við stöndum í dag. Aðferðin til að verða hamingjusamur, er að gera aðra farsæla. Orsök til óhamingju mann- anna er vanþekking þeirra á móður þeirra, náttúrunni. Farsæld er viss tegund auð- æfa, sem við getum notið, þó við séum ekki ríkir, ekki vold- ugir og ekki frægir. Eg er meira að segja ekki viss um að við getum verið farsælir, samtímis því að vera auðugir, voldugir og frægir. Með hugtakinu “farsæld” er ekki átt við að hafa góða mat- arlyst, hafa ánægju af að éta og drekka, heldur farsæld í sinni göfugustu og bestu merk- ingu: í fullvissunni um uppfylt gefin heit, ræktar skyldur í hvívetna og trúmensku við há- leitar hugsjónir. Hamingjan er brum, blóm- skrúð og ávöxtur göfugra og góðra verka, slíkt er ekki gjöf frá neinum Guði, við verðum að vinna fyrir henni sjálfir og verðskulda hana. Rétt og rangt er samblandað eðli allra hluta; réttlæti er ekki eingöngu orðið til af því, að það er lögboðið; heldur ekki ranglæti af því það er bannað. Hugtakið um rétt og rangt, er til orðið. og bygt á hæfileika Imannsins að njóta og þola; ef maðurinn hefði aldrei gert sjálfum sér eða öðrum neitt ilt, væri hugtakið um rétt og rangt ófætt í heila hans, og orðið “samvizka” aldrei komist inn í neitt tungumál. Við vitum að gerðir mann- anna eru góðar eða illar, ein- ungis er niðurstöðunni og af- leiðingunum sem þær skapa; gott ber ætíð góðann ávöxt, og ilt illan; það er óhagganlegt lögmál að afleiðing fylgir jafn- an orsök, af því leiðir að frið- þæging er ómöguleg og óhugs- andi. Saklaus þolir tiðum hegningu fyrir sekann, en það afþlánar ekki sekt söukdólgs- ins, hún margfaldast aðeins. Af þesáári ástæðu verður gleð- in ekki endurgjald, heldur af- leiðing, þjáningin ekki refsing, heldur niðurstaða. Mennirnir verða að læra að afleiðingar illra verka verða ekki umflúnar, að til er ósýni- leg lögregla og refsinornir, sem ekki verður mútað, sem engar bænir heyra, og engin kænsku- brögð geta dregið á tálar. Fullkomlega siðmentaður maður getur aldrei orðið alger- lega hamingjusamur, meðan hann veit af einum ógæfusöm- um manni í heiminum. Maðurinn hefir uppgötvað að hann verður að leysa aðra úr ánauð, ef hann óskar sjálfur að vera frjáls. Hér er mín kenning: Gef öðrum það sama og þá krefst til handa sjálfum þér; hald uga þínum móttækilegum fy ’ áhrifum náttúrunnar. Voit*” fagnandi viðtöku nýjum og heilnæmum straumum. Þroskaskilyrði mannsins eru í raun og veru takmarkalaus. En þrátt fyrir það getur hann ekki útskýrt samband efnis og afls. Saga frumeindanna er jafn ókunn og saga alheimsins. Einn dropi vatns er jafn undur- i samlegur og úthöfin. Eitt lauf- blað jafn furðulegt og allir frumskógar veraldarinnar. Eitt sandkorn á sjávarströnd jafn torskilið og stjörnur himinsins. Með vaxandi þroska lærir maðurinn að meta sinn eigin rétt. Jafnótt og hann krefst síns eigin réttar, og játar gildi hans og verðmæti, viðurkennir hann rétt annara manna. Að lokum þegar allir menn gefa öðrum, allan þann rétt er þeir hafa sjálfir öðlast, er heimur- inn bygður siðmentuðum ver- um. Hið fyrsta spor til frelsis og framfara, er alger neitun gegn undirokun annara manna; ann- að og enn þýðingarmeira spor er uppsögn á hlýðni og hollustu við óskapnaði sinnar eigin hjá- trúar og hleypidóma. Skilningur mannsins hefir verið að þroskast um langan aldur; smám saman kom hann til liðs við líkamann, og hvatti hann til starfa. Maðurinn full- komnaðist einmitt í hlutfalli við það sem honum hepnaðist að láta hendur og heila vinna í félagi. Hann lærði að búa til áhöld til vopnagerða; hann uppgötvaði hið besta efni til þeirra hluta. Næst finnur hann nýtt afl sér til aðstoðar — þunga fall- andi vatns, og afl vindsins; með breytingu vatns i gufu, er knýja vélar, skapast nýtt tímabil í þróunarsögu rflannsins. Það er athyglisvert að hug- vit manna hneigist fyrst að vopnasmíði; samtímis hinum frægu Damaskus sverðum her- mannsins, var plógur bóndans aðejns bogin trjágrein; hringa- brynjur skýldu herðum manna er aldrei höfðu komið í skyrtu. Heimurinn varð fullur af upp- götvunum til eyðileggingar mannslífa og verðmæta, áður en lífið varð þess virði að þess væri notið. Manndráp urðu vísindagrein, en læknisfræðin er það tæp- lega enn. Eyðendur hafa ætíð verið heiðraðir, skapendur fyrirlitn- ir. 1 fornöld var akuryrkja ein- göngu unnin af þrælum; hinir fyrirlitnu og fávísu yrktu jörð- ina. Vinnan var talin svívirð, og að engu metin. Leti og iðjuleysi var hið sanna og ó- ræka aðalsmark. Uppruni lagaboða byggist á sjálfsbjargar eðlishvöt manns- ins. Hegning er ákveðin gegn þjófnaði. Sömuleiðis gagnvart morðum, vegna þess að stór meirihluti manna var andvígur því að vera myrtur. Þannig eru öll grundvallarlög samin i sjálfsvörn. Öldum saman var mannkyn- ið hnept í fjötra; örfáir ljós- geislar gátu stolist inn dýfliss- urnar. Frelsisgyðjan þrýsti hugs- andi, fölu andlitinu að járn- vörðum gluggum fangaklef- anna, og boðaði heilaga dags- brún lausnár og frelsis, til handa kúguðum mönnum. Framh. FJÆR OG NÆR ‘óðar jólagjafir Þjóðræknisfélagið hefir enn dálítið upplag af “Baldursbrá” i 2. bindum. Er það ágætis jólagjöf handa börnum og unglingum. Það eru 3 árgang ar í hverri bók og er verðið $1.00 bókin, send póstfrítt. Einnig eru til enn nokkra1 myndir af Jóni Sigurðssyni á 10^ hver. Pantanir má senda til A. P. Þér sem notið— timbur KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Birgðir: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Jóhannsson, 910 Palmerston Ave., eða B. E. Johnson, 1016 Dominion St. Heimskringlu hefir borist í hendur skrá yfir hljómleika þá er The University of Manitoba, Music Department, efndi til í s. 1. mánuði. Þar sem íslenzkt ungmenni á hlut í máli, er blað- inu ánægja að minnast á inni- hald skráarinnar. Eins og fólki er kunnugt, var hljómlistar- deildin við Háskólann stofn- sett fyrir 5 árum siðan, með því markmiði að efla hljómlist- ina á öllum sviðum, og um leið að gera þenna bæ sjálfstæðari i list á móts við stórborgirnar austur frá, en hefir verið að venjast fram að þessu. Með stofnun music deildar við há- skólann, gefst stúdentum tæki- færi að ná viðurkendu stigi í music, sem áður fékst ekki nema frá skólum austur frá í Ontario. Hin mikilhæfa ken- slukona, Eva Clare, sem hefir kent svo mörgum íslenzkum píanistum, er formaður deild- arinnar. Islenzkt listafólk hefir notað sér tækifærið að starfa og nema við deildina frá því í byrj- un. Heimskringla vill aðeins minnast á fyrnefnda hljóm- leika, í þetta sinn. Einn af nemendum skólans sem hefir tekið fullnaðarpróf, er Agnes Sigurdson, hún hlaut L.M.M. í júní á þessu ári. Hélt hún hljómleikakvöld í háskólanum 17. nóv. s. 1. og tókst með af- brigðum vel, eins og mátti bú- ast við. Laugardags eftirnónið, 29. nóv. tóku yngri nemendur sem útskrifast hafa úr neðri deild, frá 7 til 8 ára, þátt í píanó spili í háskólanum. Var þá innleidd nýung. Kenslubókin, sem music deildin hefir nýlega gefið út á þessu ári, handa fyrsta og öðr- um bekk í píanó spili var not- uð einungis, og börnin spiluðu lögin hvert á fætur öðru, unz bókin var á enda. Voru börn- in 25 alls, en kennararnir 25 að tölunni, og þeirra á meðal voru þær Snjólaug og Agnes Sigurdson með sinn nemand- ann hvor, báðar súlkur. Er önnur þeirra Sigrid Bardal, dóttir bæjarráðsmanns Paul Bardal og frú, en hin heitir Wilma Johnson, dóttir Mr. og Mrs. John Johnson hér í bæ. Tókst þeim báðum vel, og er tímar líða má eiga von á því að heyra til þeirra á íslenzkum samkomum. Er vonandi að ís- lenzk börn taki meir og meir þátt í music lifi þessa bæjar, því hæfileikarnir hjá íslenzkri æsku vantar ekki. T. * • * The Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran Church, Victor St., will hold a “Xmas Festi- val” in the church parlors on Tuesday Dec. 9th, from 2.30— 5.30 p.m. and 7.30—10.30. The Junior Choir will sing Carols during the evening. Receiving with the convenors Mrs. G. Finnbogason and Mrs. R. Broadfoot, will be Mrs. B. B. Jónsson, Mrs. A. H. Gray and Mrs. V. J. Eylands. Table Cap- tains: Mrs. L. Summers, Mrs. J. Thordarson, Mrs. K. Thorstein- son. Homecooking: Mrs. G. F. Jónasson, Mrs. J. D. Bildsland, Mrs. S. Bawley. Candy: Mrs. D. Quiggin and Ms. W. How- croft. Decorating: Mrs. A. Blondal and Mrs. B. C. Mc- Alpine.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.