Heimskringla - 10.12.1941, Page 1

Heimskringla - 10.12.1941, Page 1
The Modern Housewife Knows Quality That is Why She Selects CANADA BREAD’ "The Quality Goes in Before the Name Goes On” Wedding Cakes Made to Order PHONE 33 604 LVI. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 10. DES. 1941 NÚMER 11. «- HELZTU FRETTIR" ófriðurinn breiðist út um allan heim Með Japan og Bandaríkjun- um nú komnum í stríð, má heita að ófriðurinn hafi breiðst út um allan heim. Milli Japan og Bandarikj- anna byrjaði stríðið þannig, að Japanir hófu s. 1. sunnudags- morgun sprengjuárásir um bandarískar og brezkar eyjar víðvegar um Kyrrahaf. Árás- irnar voru algerlega óvæntar, því á sama tíma og þær hófust sátu fulltrúar Japana á friðar- ráðstefnu í Washington með fulltrúum Bandaríkjastjórnar. Tjónið varð vissulega miklu meira af árásunum vegna j þessa. En hepnir eru Japanir, ef þiem gelst ekki fyrir slíka sviksemi við þá þjóð, er þarna átti hlut að máli, og fyr en þá nú grunar. Staðirnir sem árásirnar voru gerðar á, voru þessir: Hawaii- eyjar, Hong Kong, Singapore, Norður-Malaya, Thailand og Phillipseyjar. Fyrstu fréttirnar komu frá Honolulu á Hawaii-eyjum, um 2500 mílur austur í Kyrrahafi frá Japan. Sögðu þær tjónið mikið, en það reyndist þó enn meira en í fyrstu v.ar sagt. Nú er talið að 3000 manns hafi fyr- ir slysum orðið og af þeim séu 1500 dánir. Tvö herskip, “Oklahoma”, 20,000 tonn að stærð, 'með yfir 1300 manna skipshöfn, og “West Virginia”, 32,600 tonn að stærð, með 1923 mönnum á, var sökt í Pearl Harbor her- skipalæginu, sem nefnt hefir verið “Gibraltar Kyrrahafsins”. Um manntjón getur þarna ekki. Þriðja stór-herskipið, er haldið að hafi farist og mörg fleiri en smærri. Á höfninni er og sagt, að tvö olíuflutningaskip hafi verið eyðilögð. Flugför Japana er ætlað að verið hafi 150 er þátt tóku í þessari árás. Komu þau yfir fjöllin á Oahu-eyju og sáust ekki fyr en þau voru rétt yfir Pearl Harbor. Var strax tekið að skjóta á þau bæði af sjó og landi og úr lofti, en mörg þeirra höfðu áður losað sig við sprengjur sínar. Fimm af flug- skipum Japana dýfðu sér og flugu lágt. Þau hittu skot- markið. Árás þessi stóð yfir í rúman klukkutíma — frá kl. 8.10 til 9.25 f. h. (eftir Hono- lulu tíma, sem er um 12.40 e. h. í Washington). Af flugförum Japana var mikið skotrið niður. Ennfremur var skipi* sökt er mtlað er að flutt hafi flugförin til Hawaii-eyju. Hickam-flugstöðin á Hawaii- eyju, varð fyrir harðri sprengju árás. Er sagt að um 350 her- menn hafi farist þar. Flug- stöð þessi er aðeins 3 mílur norður af Honolulu. Á Phillipseyjum biðu 270 tnanns bana í árásinni. Var gerð árás á nokkra staði þar, úieðal annars á Fort Stotens- burg, Clark Field, Bagnio, sum- 3r-bústað o. fl. Á sjálfa höfuð- borgina, Manila, var ekki ráð- ist. 1 Honk Kong var árásarliði Japana snúið frá án nokkurs verulegs tjóns. Er Canada- úiönnum sem þar eru, ekki sem stendur talin hætta búin. Til Malaya, fyrir norðan Thailand, reyndu Japanir að ^omast, hugsuðu sér að stöðva með því umferð um Burma- veginn. Bretar ráku þá til baka. Sunnar reyndu • Japanir að lenda með her á Malaya-strönd- inni. Það tókst ekki heldur í fyrsta sinni, þó nú sé fullyrt að þeir hafi komið her þar á land. Til Singapore, brezka hafnar- virkisins mikla, komust nokkur japönsk flugskip og köstuðu sprengjum á hús í útjaðri borg- arinnar og þorpum í grendinni. Tóku Bretar skjótt á móti þeim og hröktu flugförin til baka. En 63 menn biðu bana í árás- inni og 133 meiddust. Þegar Japanir höfðu í myrkr- inu komið öllu þessu til leiðar, segja þeir Bandaríkjunum stríð á hendur, en fyr ekki. Hvers vegna ekki? Voru þeir hræddir um að þeim yrði minna ágengt ef Bandaríkjunum yrði tilkynt það sem vakti fyrir þeim? Vissulega! Þessvegna varð að nota aðferð bleiðunn- ar! Síðan Japanir sýndu hvað þeir voru að fara, hefir sókn þeirra verið lítil. Þeir og Þjóð- verjar eru að útvarpa, að sjó- floti Bandaríjanna hafi nú ver- ið svo lamaður, að Japanir þurfi ekkert að óttast. Það hefir óefað verið áformið, að læðast að flota þeirra á meðan friður ríkti og eyða honum. Það gat verið erfiðara að kom- ast nógu nærri honum, eftir að farið var í stríð. Síðan að Japanir stigu þetta fyrsta spor í stríðinu, sem nú hefir verið lýst, hefir stríð hald- ið áfram, aðallega fyrir sunn- an Kína á Hong Kong, Phillips- eyjum og Malaya. Hefir Jap- önum ekki orðið neitt ágengt, en hafa jafnvel orðið fyrir nokkru flugvéla- og manntjóni, einkum við árásartilraun í loft- inu á Phillipseyjar í gær. — Þetta er fullyrt í fréttum það- an, þó ítarlega sé ekki frá tapi Japan greint. Það sem er víst, er það, að um 25,000 Japanir á eyjunum hafa verið hneptir í varðhald; þeir munu sumir hafa verið fluttir til eyjanna fyrir eigi löngu og til þess að njósna; aðrir hafa búið þar nokkur ár. Meðan þetta er skrifað, á þriðjudagskvöld, er sagt að or- ustur séu háðar í norðurhluta Malaya, milli Japana, er þar hefir hepnast að komast á land og brezks og bandarísks her- liðs. Hvað er um herstyrk Japana og Bandaríkjanna? Sjófloti Japana er sagður mikill og ná- lega eins stór og Kyrrahafs- floti Bandaríkjanna er vana- lega. En talan er sögð þessi: Stór-herskip: Japanir 10, Bankaríkin 16; skip til að flytja flugför: Japanir 8, Bankaríkin 7; beitiskip: Japan 46, Banda- ríkin 37; tundurspilla: Japan 125, Bandaríkin 170; kafbáta: Japan 71, Bandaríkin 113. Allur verður þá floti Japana 262 skip, en Bandaríkjanna 344. 1 smíð- um eiga Bandaríkin 345 skip, þar af 15 herskip, en Japan 38 skip, en 6 af þeim herskip. Þetta kann að vera ónákvæmt metið, en það gefur nokkra hugmynd eigi að síður. Flugskip Japana eru sögð 2500 til 3500. Þeir hafa ekki aukið tölu þeirra mikið síðan stríðið við Kina byrjaði. Hrað- framleiðsla er sagt að eigi sér ekki stað á flugskipum hjá þeim. Ef þetta er satt, eru þeir þarna illa staddir. 1 ræðu sem Roosevelt forseti hélt í gærkveldi, skýrði hann frá að vopnasmiðjur Bandaríkj- anna ynnu hér eftir 7 daga í viku í stað 5Vk eða 6. Um tjón- ið á Hawaii, kvaðst hann ekki vita annað en það sem öðrum hér væri kunnugt. Að það væri mikið, efaði hann ekki, en fyr en menn vissu hvað væri hægt að gera við af skipum og flug- förum aftur, væri ekki hægt að meta skaðan nákvæmlega. — Hann kvaðst búast við hörðu og löngu stríði. Það sem stjórnin gerði, væri með það í huga gert. Þjóðin mundi neyta þeirrar orku er hún hefði í mannafla og auði í þessu stríði, sem hún væri komin út í — ekki til að vinna lönd, eða í hefndarskyni — heldur til að sporna við því, að hin óhæfa stefna þeirra Hitlers og Musso- lini yrði ofan á í heiminum. Þakka fangarnir umbæturn- ar Rauða Kross félaginu og heimsókn Bandaríkjasendiherr- ans, er fangaverin heimsækir að minsta kosti á þriggja vikna fresti. Bögglarnir sem Rauði Krossinn færir þeim með mat og öðru góðgæti, eru með miklum fögnuði og þakklæti þegnir. Deildin í Ottawa, sem fregn- ir og upplýsingar gefur um fangana (War Information Bureau), minnir á, að böggla sé ekki til neins að senda of þétt. Frá einstaklingum fái fangarnir ekki að taka við bögglum nema á þriggja mán- aða fresti eða 4 böggla alls á ári. En Rauðakross félagið fær að gera það sem það álítur nauðsynlegt; það hefir frjáls- ari hendur. Annar sigur fyrir Japani í morgun barst sú frétt, að Japanir hafi sökt tveimur stærstu skipum Breta, herskip- unum “Prince of Wales” og beitiskipinu “Repulse”. Það var austur af Malaya, sem ó- happið varð. Stór orusta er sögð standa yfir í dag á hafinu fyrir sunnan og austan Kína milli flota Breta og Bandaríkj- anna annars vegar og Japana hins vegar. Herskylda á Bretlandi Herskylda var samþykt á brezka þinginu s. 1. fimtudag. Stjórnin lagði frumvarpið fyrir þingið. Var farið fram á að herskylda alla á aldrinum 18M> árs til 50 ára. Þótti sum- um 40 ára aldur nægja. Frum- varpið náði ennfremur til ó- giftra kvenna á 20—30 ára aldri. En við frumvarpið gerðu verkamenn þá breytingar-til- lögu, að herskylda einnig auð- inn. Fólst í breytingunni, að stjórnin tæki í sínar hendur til starfrækslu iðnaðarfyrirtæki, sem einstaklingar eiga. En þessi breytingartillaga var feld á þinginu. Á móti henni voru greidd 336 atkvæði, en með að- eins 40. Með henni var því felt að herskylda auðinn. En frumvarpið um að her- skylda mannafla, karlmenn og konur, eins og að ofan er tekið fram, var samþykt. Voru 326 atkvæði með henni, en 10 á móti. Verkamannaforingjarnir utan þings og innan, er sagt að verið hafi herskyldu fylgjandi. En einn þingmanna, George Bu- chanan, var þó á móti því að hún næði til kvenþjóðarinnar. “Þó eg væri ekki nema einn uppistandandi, gæti eg ekki annað en verið á móti þessu; það er eitt það herfilegasta, sem hér hefir nokkru sinni ver- ið aðhafst,” sagði hann. Clement Attlee, (lord privy seal), mælti eindregið með her- skyldu, en sagði verkamönnum á fundi þeirra að það næði ekki til þess að herskylda auð- inn. Atkvæði með slíkri til- lögu, væri atkvæði á móti stjórninni. 932 canadiskir hermenn í þýzkum fangaverum Skýslur frá Ottawastjórninni hermdu s. 1. fimtudag, að 932 canadiskir fangar væru í fangaverum á Þýzkalandi. Segja fangarnir að vel fari um sig og vistin sé mun betri en hún var fyrst eftir að stríð- ið braust út. Lindbergh lokar sig inni Skeyti til blaðsins New York Herald Tribune, frá West Tis- bury í gær, sagði að Charles Lindbregh, er á móti því hefir verið að Bandaríkin tækju þátt í þessu stríði, hefðist við á búi sínu við Seven Gates og neitaði að tala við fregnrita og veitti engum skeytum móttöku, er eftir skoðunum hans grensluð- ust um stríðsyfirlýsingu Japans á hendur Bandaríkjunum. Varð frá að hverfa Það var eftir þýzkum yfir- manni í hernum haft s. 1. mánu- dag, að Þjóðverjar hefðu á- kveðið að hætta við allar til- raunir að taka Moskva á þess- um vetri. Við allan stærri hernað yrði hætt á austur-víg- stöðvunum þar til voraði. Hann sagði hreinskilnislega að Moskva yrði ekki unnin fyr en með vorinu. Hann sagði gasolíuna hefði frosið í geymunum, menn hafa átt ílt með að verjast kali, svo væri frostið mikið. 1 þesskon- ar veðri væri ekki starfandi úti við. Veturinn hefði byrjað í Rússlandi fyr en þeir áttu von á; því hefði þetta verið ákveð- ið af herráðinu. Lið til þess að hafa gætur á hvað Rússar gerðu, yrði samt kyrt á víg- stöðvunum. Ófarir Þjóðverja hafa verið orðnar miklar fyrir Rússum, að til slíks örþrifaráðs skyldi vera tekið. Frá Rússlandi Rússar halda áfram að reka Þjóðverja til baka. 1 grend við Kalinin um 100 mílur norður af Moskva, hafa Þjóðverjar ver- ið hraktir til baka og 800 menn drepnir af þeim á undanhald- inu. Suður hjá Tula, um 100 mílur suður af Moskva eru Þjóðverjar einnig í undanhaldi. S. 1. snnudag var hörð orusta 125 mílur suðaustur af Lenin- grad. Skutu Rússar 44 flugför niður af Þjóðverjum. Sjálfir mistu þeir 11. Frostið var 17 gráður fyrir neðan núll á Fahrenheit á víg- stöðvunum; þótti Þjóðverjum nóg um það. En Rússar sögðu: “Þetta er ekkert, bíðið ögn lengur!” Suður við Svartahaf eru Þjóðverjar einnig enn á flótta. Útlitið er að Rússar verði búnir að brytja talsvert niður af þeim áður en þeir komast burt úr Rússlandi. Japanir hafa tekið tvær smá- eyjar lengst suður af Hawaii, er Guam og Wake heita og eru eign Bandaríkjanna. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Vancouver-borg hefir verið myrkvuð í tvær eða þrjár næt- ur síðan stríðið við Japani hófst. Canada hefir búið sig vel til varnar á allri vestur ströndinni. Óvinanna getur alt af verið von. Þó mun þeirra ekki hafa orðið vart á vestur- strönd Canada. En við strend- ur Bandaríkjanna, í San Fran- cisco og Los Angeles, hafa hóp- ar af japönskum flugförum — alt að 60 að því er haldið er — verið á sveimi á hverri nóttu síðan á sunnudag að striðið braust út. Sex sáust í fyrri nótt, yfir Golden Gate. Um leið og flugförin sáu, að eftir þeim var tekið, flugu þau á haf út. # # # Þessar þjóðir hafa síðan á sunnudag lýst stríði á hendur Japönum: Canada, Bandaríkin, Bretland, Kína, Hollenzka Ind- land, Costa, Rica, Ástralía, Nicaragua, Haiti, Honduras og Panama. # # # CKY útvarpsstöðin í Winni- peg, hefir mínkað afl sitt í 1000 watt á hverri nóttu hér eftir. Hún heyrist því lítið út fyrir Winnipeg. Þetta er gert vegna óvina flugskipa, er áhöld hafa með sér til að vita hvaðan út- varp kemur og geta stýrt eftir þeim á staðinn eða bæinn, sem það kemur frá. í Vancouver- borg er útvarpinu nú lokað allar nætur. # # * Bandaríkjunum þótti vænt um hve skjótt Canada var að viðurkenna hættuna af Kyrra- hafsstírðinu og lýsa striði á hendur Japönum. # # # Washington þingið samþykti s. 1. mánudag stríðsyfirlýsing- una á hendur Japönum með 82 atkv. í efri deild þingsins og engu á móti, en í neðri deild með 388 atkv. en 1 á móti. Það var atkvæði konu á þinginu, Miss Jeanette Rankin, fulltrúa frá Montana. Hún greiddi at- kvæði 1917 á móti því að Bandarikin færu í stríðið á móti Þjóðverjum; þetta getur verið vegna trúarskoðana eða einhverra sérskoðana. # # # Canada-stjórn kvað ætla í n. k. febrúar að reyna fyrir sér með að fá lán innanlands, er nemur $500,000,000 (hálfri biljón). * * • Charles Lindbergh hvatti Bandaríkja þjóðina í gær til að vera einhuga og óskifta í að hjálpa til að koma Japönum á kné. # # * Flugfar sáu menn í New York í gær koma utan af At- lantshafi og flaug það yfir svo- nefndan Montauk-tanga á Long ísland. Var þetta talið þýzkt flugfar. Enginn virtist þó vita það með visuu. En hvort held- ur að var, kom það ekki í leit- irnar, þó eftir því væri grensl- ast. En til að eiga ekkert á hættu, var skólum lokað og mönnum sagt að halda sig inni. Eftir því var nú ekki alveg far- ið. En skólabörnunum þætti ef til vill ekkert af því, að ein- hver fyndi upp á svipuðu aftur. * • • Á sýningu í Chicago nýlega, voru 44 nautgripir (shorthorn) heldir á $615.23 hver til jafnað- ar. Þar var og verðlaunanaut (einnig shornhorn) selt á $4000 og verðlauna kvíga á $1500. Verð er ekki sagt að hafa verið líkt því svona hátt í s. 1. 20 ár. * * * Thailand var fullyrt í frétt- um í gærkvöldi, að væri komið undir “vernd” Japana. Þetta gerir Japönum hægra fyrir með að koma liði til Malaya. # # * Senator J. T. Haig hefir ver- ið valinn foringi íhaldsmanna í efrideild Ottawaþingsins í stað Rt. Hon. Arthur Meighens, sem forustu íhaldsflokksins í Canada hefir tekist á hendur. # • # Njáll O. Bardal, lautinant í Canada-hernum utanlands, hef- ir verið gerður að kapteini í hernum. Vinir hans fagna þessari viðurkeningu á hæfi- leikum íslendingsins. • # # John Hart, liberali, er búist við að geti myndað samvinnu- stjórn í British Columbia með íhaldsmönnum. Verður hvern daginn sem er gert út um þetta. • # • Japanir segjast vera búnir að vinna á sjóflota Breta (frétt í dag). Á mánudag sögðust þeir hafa gert út af við sjóflota Bandaríkjanna. — Þeir hafa ekki mikið að gera úr þessu. THORSON UM RÚSSA Ummæli Hon. J. T. Thorsons um Rússana í sambandi við Rauða Kross sjóðsöfnun handa þeim: ‘“Hreysti og fórnfýsi rúss- nesku hersveitanna í þessum tröllaukna hildarleik sem nú stendur yfir hefir ekki aðeins vakið aðdáun allra lýðræðis þjóða, heldur einnig vakið al- menna þrá að senda þeim alla þá hjálp sem nokkur föng eru á. Eg treysti því fastlega að þessari sjóðsöfnun til hjálpar Rússunum verði vel tekið og eg vil mælast til þess að þátt- takan verði sem almennust í Canada. Með þvi munum vér "feigi aðeins styrkja vorn eigin málstað, heldur einnig sýna vorum rússnesku samherjum samúð vora og aðdáun á drengilegri framgöngu þeirra í stríðinu sem þeir nú heyja.” Einnig gat Thorson þess að samskonar söfnun væri hafin á Bretlandi, Ástralíu og Nýja Sjá- landi til hjálpar Sovét lýðveld- unum. Annar frægur landi vor, Vil- hjálmur Stefánsson, hefir um lengri tima haft miklar mætur á menningarstarfi Sovét ríkj- anna, ekki sízt í norðurhéruð- um Rússlands, þar sem risið hafa upp borgir og iðnaður í stórum stíl. Vilhjálmur hefir ráðið til náinnar samvinnu Bandaríkjanna við Sovét Rúss- land og gert sitt til að eyða for- dómum Bandaríkjamanna á Rússlandi, sem — því miður — bólar talsvert á. Rússarir hafa miklar mætur á Vilhjálmi og bækur hans hafa afarmikla út- breiðslu á Rússlandi. F. S. TVÖ SKÁLDRIT eftir Davíð Stefánsson Sólon Islandus — Höfundur- inn sneri pennanum í töfra- sprota, og varð meistari. Og er meistarinn slær sprotanum við íslenzkan stein eða íslenzka þúfu, opnar ísland hjarta sitt fyrir honum og lærisveinum hans. Gullna hliðið — Aldrei hefir betur verið mælt fyrir minni íslenzkra kvenna. J. P. Pálsson

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.