Heimskringla - 10.12.1941, Blaðsíða 8

Heimskringla - 10.12.1941, Blaðsíða 8
P stÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. DES. 1941 FJÆR OG NÆR MESSUR í ISLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Messur í Winnipeg Við morgunguðsþjónustuna í Sambandskirkjunni n.k. sunnu- dag fer fram Boy Scout Church Parade. Prestur safnaðarins prédikar eins og vanalega, og verður aðstoðaður af skáta for- ingjanum, Mr. E. Bell. Við kvöld guðsþjónustuna verður umræðuefni prestsins “Trú nútímans”. — Sækið kirkju reglulega. — Allir eru ætíð vel- komnir í Sambandskirkjuna. # # * Messað í Sambandskirkjunni í Árborg, sunnudaginn 14. des., kl. 2 e. h. • * * Family Service Sunnudagskvöldið, 21. þ. m. eftir beiðíii nokkurra manna og samkv. samþykki stjórnar- nefndar safnaðarins, fer fram sérstök guðsþjónusta í Sam- bandskirkjunni í Wpg., sem kölluð er “Family Service” sem fjölskyldur, foreldrar og börn geta sótt. Þá verður prédikun prestsins á ensku, og sérstak- lega fyrir yngra fólkið sem sækir messu það kvöld. Þar að auki, þar senj að þetta er sunnudaginn fyrir jólin, verða sungnir jóla sálmar í samræmi við anda þeirra hátíðar. Von ast er eftir að börn og foreldrar veiti þessari guðsþjónustu sér- stakt athygli og sæki hana. Dónarfregn Föstudagsmorguninn, 5. þ. m. andaðist snögglega, Jóna Ingi- björg Þórðardóttir Olson, 74 ára að aldri. Hún hafði átt heima hjá Mrs. R. McDonald, 674 Banning St., og þar áður hjá foreldrum Mrs. McDonald, Mr. og Mrs. Ara Fjelsted, og systur hennar, sem er nú Mrs. G. Anderson. Jóna Ingibjörg heitin var ættuð frá Vörðufelli á Skógar- strönd í Dalasýslu. Hún fædd-1 ist þar 10. júlí árið 1867. For- BÆKUR eldrar hennar voru Þórður Nýjar íslenzkar og sem elskaði þá aftur á móti. Storms ættarinnar. Séra E. H. Útför hennar fór fram kl. 11 Fáfnis framkvæmdi hjónavígsl- f. h. í gær (þriðjudaginn 8. þ. una. m.) frá útfararkapellu Thomp- * * * sons, útfararstjóra á Broadway Heimilisiðnaðarfél. heldur Ave., og jarðað var í Mapleton næsta fund miðvikudagskvöld- grafreit, í grend við Selkirk. ið 17. des. að heimiii Mrs. J. T. Séra Philip M. Pétursson jarð- Markússon, 897 Dominion St. söng. ; Fundurinn byrjar kl. 8 e. h. * * • • • • Þjóðræknisdeildin “Isafold” í Mrs. Ingibjörg J. ólafsson Riverton heldur ársfund sinn frá Selkirk, Man., er um þessar föstudaginn 19. des. í Parish mundir á Almennra sjúkrahús- Hall, kl. 8 e. h. 'inu í Winnipeg. Á fundinum fer fram góð * * * skemtiskrá og kosning em- Dónarfregn bættishmarina, — veitingar ó- Hinn 22 nóv. s. 1. andaðist keypis og enginn inngangs- ag heimili sínu í Baldur, Man., eyrir- | ekkjan Arnbjörg Johnson, eftir langvarandi vanheilsu. Hún Miðvikudaginn 3. des, voru ? var eiíkja eftir Christian John- þau Jónína Margaret Johnson son> sem um morg ar var einn og John Heskith Robinson, aj bygðarstólpum íslenzku ný- bæði til heimilis í Vancouver, iendunnar í Argyle, bæði i gefin saman í hjónaband af SVeitar- og kirkjumálum. Eftir- séra Rúnólfi Marteinssyni að jjfandi börn þeirra eru: Thom- 1095 W. 14th Ave. Nokkur hóp- ^ as> yerkfærakaupmaður í Bald- ur vandamanna og annara vina „r Dg jónína Helga, ógift í var þar viðstaddur. Brúðurin; heimahúsum. Arnbjörg heitin er íslenzk, dóttir Jóns og Svan-, var fæóó ag Hjarðarhaga á borgar Johnson, en Mr. John- Jökuldal i Norður-Múlasýslu, son er sonur Bergþórs heitins 5 okt 1858 Foreldrar hennar Jónssonar frá Isafirði. Heimili ungu hjónanna verður í Van- couver. RAGNHILDUR KRIST- BJÖRG MATHEWS Látið kassa i Kœliskápinn Meðtekið í útvarpssjóð Hins Sameinaða Kirkjufélags: Jón Sigvaldason, Riverton $1.00 voru Jón Eyjólfsson og Guð- laug Sigmundsdóttir. Árið 1876 fluttist hún vestur um haf, og ári síðar giftist hún manni sinum Christian, sem þá átti heima norður í Nýja ís- landi. Nokkrum árum seinna Paul Reykdal, Winnipeg .. l.OO fluttu þau til Argyle (1883) og Ónefndur, Winnipeg -... 1.00; voru ein af frumbyggjum sveit- Karl Thorláksson, Wpg.—. l.OOiarinnar sem þá var að mynd- S. S. Anderson, Piney... 1.00 B. N. Jónasson, Gimli .. 2.25 Árni Jóhannsson, Hallson, N. D. ....... 2.00 Mrs. Guðr. S. Paulson, Glenboro .............- 1.00 Irene Thorvaldson, ast. Christian dó árið 1919. Heimili þeirra hjóna var jafnan fyrirmynd að rausn og mynd- arskap. Boðin og búin voru þau jafnan til þess að styrkja hvert gott málefni, og kirkju ! sinni voru þau hjón og hún eft- Riverton ..___________ 1.80 ir að maður hennar dó, sannar- Ágúst Eyjólfsson, Otto...... 1.00 leg stoð og styrkur. Er því Eg þakka þessu fólki alúð- lega bæði peningana og vin- samleg bréf, í umboði hlutað- eigenda. P. S. Pálsson, 796 Banning St., Winnipeg Jónsson frá Vörðufelli og Ingi- björg Jónsdóttir kona hans, ættuð úr sömu sveit. Til þessa lands kom hún árið 1906 með Fjelsteds hjónunum og börnum þeirra. Hún hafði verið upp- eldissystir Mrs. Fjeldsteds, og bjó hjá þeim hjónum á meðan að þau lifðu, og var eins og móðir til barna þeirra! Engin náin skyldmenni átti hún í þessu landi, en marga góða og trygga vini vann hún sér, með trygð sinni, og sjálfsafneitun. Hún lifði fyrir þá sem henni þótti vænt um, en hugsaði minst um sjálfa sig. Hún kvart- aði aldrei, og lét aldrei bera á því, þó að hún fyndi til las- leika. En lífið var orðið henni byrði og mánudaginn 1. þ. m. lagðist hún og var dáin eftir örfáa daga, snemma um morg- uninn 5. þ. m. Þannig er hnigin heiðurskona, sem reyndi aldrei að hreykja sér hátt, en þeir sem hana þektu, elskuðu, og skarð fyrir skyldi þegar þessi sæmdarhjón eru nú bæði til hvildar gengin, en fordæmi þeirra og minning þess sem þau hafa unnið til góðs sam- ferðafólkinu gleymist aldrei. — ÍJarðarför Arnbjargar fór fram ! frá kirkjunni í Baldur þriðju- enskar daginn 25. nóv. að viðstöddu bœkur, hentugar til jólagjafa. Björnssons Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg • • • Hinn 15. nóv. s. 1. voru gefin saman í hjónaband á heimili brúðarinnar, þau ungfrú Mary JÓLAKORT fjölmenni vina auk allra nán- ustu ættingja. Hún hvilir í ætt- arreit fjölskyldunnar í grafreit Grundar-bygðar. Séra E. H. Fáfnis jarðsöng. E. H. F. Fjölbreytt úrval af íslenzk- um og enskum jólakortum í Björnssons Book Store aó 702 Sargent Ave. Winnipeg Laureen Reid og hr. Sigurður Anderson Storm. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. James Reid, sem búa í Brúar-bygðinni í Manitoba og eru af skozkum ættum en brúðguminn er son- Lúterska kirkjan í Selkirk ur Mrs. Ingu Storm frá Glen- Sunnud. 14. dse., 3. sd. í að- boro, Man., ekkju Guðjóns heit-i ventu: Sunnudagaskóli kl. 11 ins Storm sem bjó rausnarbúi f h. Islenzk messa kl. 7 e. h. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson um mörg ár nálægt Glenboro. Að giftingunni afstaðinni var setin giftingarveizla að heimili þeirra^Mr. og Mrs. Reid, en af Messa í Riverton henni afstaðinni fóru ungu jsienzk messa og ársfundur hjónin giftingarför til Winni- j kirkju Brægrasafnagcir næsfa staða í Mani- sunn^gag^ 14 des. kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason For Good Fuel Values Warmth —■ Value “ Economy peg og ymsra toba og víðar. Framtíðar heim-j hjónanna verður að heimili brúðgumans, við Glen- boro, hinu forna ættaróðali Isl’ guðsþjonustur 1 Vancouver ; Sunnud. 14. des. 7.30 e. h. Sunndu. 21. des., jóla guðs- þjónusta, kl. 3 e. h. “Ljóma- lind”, félag ungra kvenna, gef- ur kaffi við þetta tækifæri. Rúnólfur Marteinsson ORDER KLIMAX COBBLE "Sask. Lignite' M. & S. COBBLE "Sask. Lignite" WESTERN GEM "Drumheller" FOOTHILLS "Coalspur" CANMORE BRIQUETTES POCAHONTAS NUT ELKHORN STOKER PHONES JgJJJ MCC URDYQUPPLYpO BUILDERS' I^SUPPLIES ^/anc .Ltd. and COAL LICENSE No. 51 1034 ARLINGTON ST. Guðþjónustur í Austur- Vatnabygöum, 14. des. ’ Foam Lake, kl. 3 e. h. Leslie, kl. 7 e. h. Allir eru boðnir og velkomnir! Carl J. Olson • • • Messur í Gimli Lúterska prestakalli Sunnud. 14. des. — Betel, morgunmessa. Gimli, ensk messa kl. 7 e. h. Sunnudaga- skóli Gimli safnaðar kl. 2 e. h. Fermingarbörn á Gimli mæta í kirkjunni á laugardaginn kl. 3. e. h. B. A. Bjarnason Þann sjötta september s. 1. andaðist á heimili Johnson systkinanna að Minnewakan, Man., Miss Ragnhildur Krist- björg Mathews frá Siglunes, Man., eftir hér um bil mánaðar sjúkdómslegu. Hafði hún veikst skyndilega á heimili sinu, en þar sem sjúkdómurinn var ekki álitinn hættulegur, fór hún ásamt vinkonu sinni, Miss R. Johnson frá Minne- wakan, sem hafði verið gestur hennar, á heimili hennar til hvildar; en sjúkdómur hennar ágerðist meir og meir, unz hann dró hana til dauða. Ragnhildur heitin var fædd 28. október árið 1888 í Álfta- vatnsbygðinni, og mun hafa verið fyrsta barnið, sem þar fæddist af íslenzkum foreldr- um. Höfðu foreldrar hennar jkomið frá Islandi árið áður og sezt þar að, en fluttust þaðan fljótt burt aftur lengra norður með Manitobavatni. Faðir hennar var Jón Matúsalemsson, sonur Matúsalems sterka Jóns- sonar frá Möðrudal, en móðir hans var Kristbjörg Þórðar- dóttir frá Kjarna í Eyjafirði. Kona Jóns var Stefanía Stef- ánsdóttir frá Stakkahlið í Loð- mundarfirði. Var Stefán Gunn- arsson (Skíða-Gunnars) og bróðir séra Sigurðar Gunnars- sonar eldra á Hallormsstað; en kona hans var Þorbjörg Þórðardóttir frá Kjarna. Eftir að þau Jón og Stefanía fluttust úr Álftavatnsbygðinni voru þau eitt ár að Narrows við Manitobavatn og annað í Kino- sota að vestanverðu við vatnið; en eftir það nam Jón land á Siglunesi og bjó þar til dauða- dags. Hann dó árið 1915, en kona hans lifði hann átta ár. Ragnhildur ólst upp með for- eldrum sínum á Siglunesi. Eftir að hún hafði lokið alþý0uskóla- námi stundaði hún nám við búnaðarskóla Manitoba í Win- nipeg; og vann svo lengi (16 ár) við verzlunarstörf hjá Eat- ons félaginu í Winnipeg. Árið 1922 fluttist hún til Sigluness á föðurleifð sína og tók þar við búi ásamt bróður sinum Stef- áni, þar sem hún bjó upp frá því. Ragnhildur var vel gefin og vel látin af öllum, sem hana þektu. Hún var hæglát og lét lítið yfir sér, en var atkvæða manneskja þegar á reyndi. Bú- skapinn stundaði hún ásamt bróður sinum með kappi og for- sjá. Hvarf hún frá góðri stöðu til þess að halda við heimili foreldra sinna og aðstoða bróð- ur sinn við búskapinn; og er slík ræktarsemi næsta fágæt hér, þar sem trygðin við feðra- óðulin er fremur sjaldgæft fyr- irbrigði. Öllu fólki sínu og vin- um reyndist hún vel, þegar með þurfti. Hún var gáfuð eins og hún átti kyn til, las mikið og átti bókakost góðan, einkum ljóðabækur, sem hún mat mik- ils. Systkini hennar, sem á lífi eru, eru þessi: María, kona Guðmundar Hávarðssonar á Lundar; Björn bóndi Mathews á Oak Point, nafnkunnur at- orku og dugnaðarmaður; Stef- án áðurnefndur og Aðalbjörg, sem á heima á Oak Point. Tveir bræður hennar, Jón og Sigurð- ur, druknuðu í Manitobavatni fyrir mörgum árum, og þriðji bróðirinn, Matúsalem að nafni, féll í fyrra heimsstríðinu árið 1918. í hinni löngu sjúkdómslegu naut hún hinnar beztu hjúkr- unar og umhyggju hjá vinkon- um sínum á Minnewakan. — Jarðarför hennar fór fram á Lundar og í Winnipeg, þar sem hún var grafin í Brookside grafreitnum í reit fjölskyld- unnar. Séra Guðm. Árnason flutti kveðjuorðin á báðum stöðunum. G. A. WvmoLa M GOOD ANYTIME Scékið dansa Gibsons sem haldnir eru á hverjum þriðjudegi í Templarahúsinu á Sargent Ave. og McGee. Gaml- ir og nýir dansar. Inngangur 25$. SKRÍMSLASÖGUR LIFA ENN Eftirfarandi tvœr skrímslasög- ur hefir Halldór Pétursson skráð eftir Þórunni Guðlaugsdóttur. Skrímsl á Miðnesi Árið 1910, en þá var eg 4 ára, bjuggu foreldrar mínir í Þing- holti á Miðnesi. Bærinn var úr torfi og var borðstofan þiljuð sundur í tvent. Afi og amma sváfu í frambaðstofunni, en pabbi og mamma og við tvö börnin fyrir innan. Á þeim hluta baðstof- unnar var einn gluggi, sem sneri í norður. Gluggi þessi var alveg niðri við jörð, en lá djúpt inni og út af honum lá gluggatóft meðalmanns há. Frá bænum og ofan að sjó er 10—15 mínútna gangur. Kvöld eitt um veturinn voru allir háttaðir og sofnaðir nema mamma, sem sat uppi við þjón- ustubrögð. Alt í einu heyrir hún úti einhverjar voða drunur og skrölt, líkast jarðskjálfta. Henni verður hverft við og slekkur ljósið og ætlar að líta út í gluggann. Úti var sæmileg birta, því létt var í lofti og snjór yfir öllu alveg ofan að sjó. En nú bregður svo undar- lega við að hún sér bara í kol- svart flykki, sem alveg byrgði gluggatóftina. Hún vekur þá pabba, sem snarast fram úr og út að glugganum. Ekkert heyrði hann meðan hann stóð við gluggann og gat heldur ekki séð neinn skapnað á þess- ari ófreskju. Síðan hefir þessi skepna sig upp á þekjuna og rennir sér niður hinum megin. Við þetta brakaði og brast í hverju tré, svo við héldum að baðstofan mundi koma niður og að okkar áliti hefði alt brotnað hefði þekjan ekki verið stálfreðin. Allir lágu vakandi í rúmum sínum, en enginn þorði að hreyfa sig eða gefa hljóð frá sér. Eftir þetta heyrðist ekk- ert. Um morguninn, þegar við náðum tali af fólkinu í fram- baðstofunni, þá sagði afi svo frá, að hann hefði litið út um gluggann og séð þegar dýrið rendi sér yfir þekjuna og fram í kálgarðinn. Hann gat ekki greint annað en að þetta var kolsvart dýr ferfætt og hæðin sýndist honum svo mikil að það næmi við bæjarburstina. Nú var farið að athuga verks ummerkin. Sást þá að það hafði komið ofan í kálgarðinn þegar það rendi sér yfir þekjuna, en gengið svo þaðan austur fyrir bæinn og snúið þar við. Það SARGENT TAXI 7241/2 Sargení Ave. SÍMI 34 555 eða 34 557 TRUMP TAXI ST. JAMES hafði gengið yfir öskuhauginn og sokkið djúpt ofan í öskuna. Förin voru rakin til sjávar og sást að dýrið hafði komið upp af flasarrifi sem liggur út af Garðskagavita og i sjóinn hafði það farið aftur út af Lambarifi, sem liggur nokkru sunnar. Förin voru á stærð við kvar- tilsbotn og alveg eins í laginu og í botninum var eins og hóf- ur. Snjórinn var það harður, að vel mátti greina þetta. Við krakkarnir ætluðum aldrei að þreytast á að skoða þessi und- ur. Enginn bær annar er á leið þessari, sem dýrið fór, enda sýndi slóðin að það hafði ekki farið víðara yfir. Skrímsl i Þorlákshöfn Árið 1925 var eg kaupakona í Þorlákshöfn, hjá Þorleifi Guð- mundssyni frá Háeyri. Kvöld eitt um haustið í sláttarlolcvar eg og önnur stúlka á heimleið af svonefndum Nauteyrarengj- um, báðar riðandi. Veður var kyrt og stjörnubjart, svo það var sæmilega ljóst. Nokkurn hluta leiðarinnar riðum við eft- ir sléttum fjörusandi, sem ligg- ur spölkorn upp frá sjónum, en þar fyrir ofan taka við melflák- ar. Alt í einu sáum við eitt- hvert flykki í sandinum fyrir neðan okkur, 10—15 metra frá sjónum. Skepna þessi var fer- köntuð, á stærð við stólsæti, og undir hverju horni var eins og fótur á að giska hálf alin á lengd. Skepna þéssi var á uppleið og mjakaöist áfram ofurhægt. — Fyrst þegar við sáum dýrið var það fyrir framan okkur, en þeg- ar við fórum fram hjá því var það komið það nærri, að við komumst með naumindum fram hjá því áður en það komst upp fyrir okkur. Ekkert skepnulag gátum við séð á þessu þó það kæmi svona nærri okkur og var þó skygni sæmilegt, eins og áður er sagt. Stúlkan sem með mér var vildi endilega fara af baki og skoða þessa skepnu, en eg af- tók það með öllu, því satt að segja greip mig dálítil hræðsla, svo eg vildi ekkert eiga á hættu með að komast í kast við þetta kvikindi. — Og þegar stúlkan ætlaði að gera alvöru úr þessu þá tók eg í taumana á hennar hesti og sló í hann ásamt mín- um svo þeir ruku báðir á sprett og taumunum slepti eg ekki fyr en heima á hlaði í Þorláks- höfn. Fólkið sem kom á eftir okkur fór ofar og yfir melflák- ann og varð einskis vart. —Lesb. Mbl. ORDER BY TRADE NAME tfocrh icfi.the. GREEN7Áa<{e7/ZaAA /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.