Heimskringla - 08.04.1942, Síða 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 8. APRIL 1942
Þeir báru svo manninn heim að húsinu,
og tók það ekki lengi enda var spölurinn
stuttur. Þeir fóru inn um bakdyrnar og sá
Barry að Starkey, hinn svarti vinnumaður
stóð í dyrunum.
“Líttu eftir hundunum, Starkey,” sagði
læknirinn. .
Er þeir höfðu lagt manninn á eldhuss-
gólfið, sneri Kenwit sér að Wilding. “Eins
og þér vitið þá er hægt að lækna mann, sem
hefir glæpatiihneigingu. Til þess að gera það
verð eg að opna hauskúpu hans.” Hann sagði
þetta á þá leið að hrollur fór um Wilding.
Læknirinn hélt áfram að tauta og hafði auð-
sæilega gleymt tiiheyranda sínum. “Hann
dæi kanske — þessi flokkur manna gerir það
oft . . . en hver mundi svo sem skaðast við
það? Heimurinn? Því fer fjarri!”
Barry Wilding fann að hann svitnaði á
enninu. Þetta var þá úrlausn málsins. Lækn-
irinn var brjálaður! Og Phyliis Kenwit var á
valdi hans. Alein með honum í húsinu . .
“Eg er hræddur um að eg verði nú að
biðja yður um að fara, Mr. Wilding--------”
Læknirinn komst ekki lengra því að hræði-
legt hljóð barst til þeirra frá herbergi hinu-
megin í húsinu. Wilding stökk til Kenwits
og greip í handlegg hans.
“Hvað var þetta?” spurði hann.
Hinn hnyklaði brýrnar.
“Gerið svo vel og reynið ekki að skilja
hluti, sem yður kemur ekkert við um, Mr.
Wilding,” sagði hann þurlega.
“En fjandinn ihafi það, maður! Þetta var
einhver sem hljóðaði af kvölum----”
“Og enda þótt?”
“Já, og svo standið þér þarna alveg ró-
legur og . . . heyrið mér nú, læknir. Eg er
hreint ekki ánægður með yður sem leigj-
anda.”
“Ekki það?” spurði hinn háðslega.
“Nei, hreint ekki. Væri það ekki vegna
hennar dóttur yðar léti eg yður ekki vera
hérna minútunni lengur. Eins og nú standa
sakir----”
“Jæja?”
“Vil eg fá að vita hver hljóðar svona
hérna,” svaraði Wilding. .
Hann reyndi að komast fram hjá honum,
en Kenwit læknir dró upp skambyssu úr vas-
anum á viða siloppnum sínum.
“Yður hættir við að vera erfiður í við-
skiftunum, og eg verð að koma yður héðan
út. Starkey, hefir þú hundana þama?”
“Já, herra minn.”
“Jæja fylgið þá þessum herra út.”
Wilding sneri sér við. Hann var fjúk-
andi reiður. Ókurteisi Kenwits læknis var
næstum því ósvifni.
Á bak við læknirinn sá hann andlit koma
í ljós — Phyllis Kenwit. Á vörum hennar
las hann orðið: “farðu!”
“Gott,” sagði hann við hinn ástúðlega
leiguliða sinn, “eg skal fara, en ekki get eg
þakkað yður fyrir gestrisnina, þótt eg hafi
lagt lykkju á leið mína til að gera yður
greiða.”
“Yður hættir við að vera of forvitinn,
Mr. Wilding, og það er óleyfiiegt,” svaraði
læknirinn.
Reiðin sauð í Wilding, en Miss Kenwit
stóð alt af á bak við föður sinn — ef þessi
einkennilegi maður var þá faðir hennar — og
hann vildi ekki hefja illindi í nærveru henn-
ar. Auk þess hafði hann fengið hugmynd,
sem gat orðið til þess að hann gæti ráðið
þessa gátu þegar hann kæmi út.
Rétt í þessu raknaði meðvitundarlausi
maðurinn við á ný.
“Hver fjandinn!” tautaði hann og litaðist
um.
Læknirinn gekk til hans.
“Eg er læknir. Þér eruð veikuur, en eg
get læknað yður,” sagði hann. Þegar mað-
urinn virtist ætla að rjúka upp í reiði þá sló
læknirinn hann án frekari umsvifa í rot með
skambyssu skaftinu.
Eftir að ihafa séð þessar aðfarir, þá var
Barry eins fús að fara út og hann hafði verið
að komast inn. Þegar svertinginn snerti við
handlegg hans fór hann út með honum orða-
Iaust.
# * *
Lögreglustjórinn, latur, rauðhærður mað-
ur tugði endann á langa yfirvaraskegginu
sínu. \
“Já, eg hefi heyrt hvað þér sögðuð mér
frá, Mr. Wilding, og eg gef yður eitt ráð *—
gleymið þessu!”
Wilding starði á hann eins oghann tryði
ekki sínum eigin eyrum.
“Á eg að gleyma þessu? Eruð þér fullur
maður minn? Eg kom til yðar tii að fá hjálp,
til að hjálpa manni, sem á að myrða------”
Lögreglustjórinn geispaði.
“-----Og svo sýnið þér ekki minsta á-
huga fyrir erindi mínu. Þér megið reiða
yður á að þetta skal verða tilkynt Scotland
Yard. Eg spyr yður ennþá einu sinni, ætlið
þér að skifta yður af þessu eða ekki? Eg segi
yður það ennþá einu sinni, að þessi maður í
Durdles húsinu, sem kallar sig Dr. Kenwit er
að mínum dómi hættulega brjálaður, og sem
að mér skilst ætlar sér að myrða bjargar-
lausan mann, sem er kominn á vald hans.”
Lögreglustjórninn starði á þennan mann,
sem hafði vakið hann af værum blundi.
“En eg skal segja yður þetta,” sagði
hann hastur, “að þess minna, sem þér slettið
yður fram í það, sem dr. Kenwit kemur við,
þeim mun betra er það fyrir yður. Og eg
skal um leið segja yður þetta: að ef þér eruð
að flækjast í kring um húsið hans þá skal
eg taka yður fastan. Þetta eru mínar fyrir-
skipanir.”
9. Kapítuli.
1 Durdles húsinu stóð Phyllis frammi
fyrir föður sínum. t
“Eg mundi óska þess að þú værir dálitið
gætnari, faðir minn!” sagði hún mjög æst.
"Þú getur ekki gert eins og þér sýnist hér í
þessu landi. Þessi maður,” hún benti á með-
vitundarlausa manninn á gólfinu, “verður að
sleppa héðan. Við getum ekki haft hann
hérna. Það er aílt of hættulegt. Það ættir
þú sjálfur að sjá.”
Kenwit læknir beit á vörinia.
“Því þá það?” Svo bandaði hann með
hendinni og bætti við: “En jafnvel hér í Eng-
landi hefir maður þó rétt til að verja heimili
sitt.”
Dóttir hans brosti þolinmóð.
“Já, auðvitað, en þú getur ekki geymt
hann hér. Því þá — kæri pabbi. Þú skilur
þó að það væri hræðilegt ef alt kæmist upp.”
“Hræðilegt!” endurtók hann. “Þú veist ■
ekki hvað þú ert að segja barn. Hræðilegt,
þegar tilgangurinn er----”
“Pabbi, við skulum ekki tala meira um
þetta í kvöld,” sagði hún eins og hana hrylti
við umræðuefninu. “Það- er orðið mjög fram-
orðið, og við ættum öll að vera komin í rúmið
fyrir löngu síðan.”
Faðir hennar, sem hafði staðið í þungum
þönkum leit á hana snögglega.
“Þessi asni, hann Wilding. Þú sagðist
hafa gefið honum aðvörun um að koma hér
ekki nærri?”
“Já, pabbi, það hefi eg gert. Æ, pabbi,
eg vildi óska að þú hefðir aldrei byrjað á——”
Hann þaggaði niður í henni.
“Þú veist ekkert um hvað þú ert að tala,
Phyllis. Ef eg héldi að þú skyldir hina feikna
miklu þýðingu þess er þú segir, skyldi eg. —
En nú fer eg og legg mig fyrir,” sagði hann
eins og þreytt barn og sneri burtu.
Hún gekk til hans til að kyssa hann, en
hann vildi ekki blíðkast láta, og þegar hún
hafði kyrst hann, fór hann með mesta gremju-
svip út úr eldhúsinu.
Phyllis stundi við og fór til að gera það
sem hún áleit að væri skylda sín. Auðvitað
gat faðir hennar ekki framkvæmt hótun
sína. Það yrði hræðilegt hneyksli.
Hún hætti að ihugsa um þetta og fór að
spyrja sjálfa sig að þvi hvernig farið mundi
hafa fyrir Berry Wilding. Hvont hún mundi
geta útskýrt þetta fyrir honum. Ekki þar
fyrir, ef hann hafði aðra eins ást á henni og
hann þóttist hafa, þá ætti þess ekki að þurfa
með. Hann ætti að trúa henni, er hún sagði
honum, að hann iværi í alvarlegri hættu, ef
hann héldi áfram heimsóknum sínum í húsið.
En samt gat hún ekki hugsað til þess að eitt-
hvert slys henti hann. Æ, þetta var alt sam-
an svo ógeðslegt.
Nú fór maðurinn á eldhússgólfinu að
stynja og veina. Hann þjáðist kanske mikið
og hún varð að hjáipa honum.
“Heitt vatn, unfrú.”
Hinn gamli, góði Starkey! Þarna var
hann áreiðanlegur og þjónustuviljugur eins
og alt af áður, með hluttekningar svipinn,
sem var svo skýr á ljóta, svarta andlitinu
hans. Hann hafði þvottaskál með heitu vatni,
sá gamli og góði Starkey. |
“Eg verð að þvo og binda um höfuðið á
þessum manni, Starkey,” sagði hún.
“Þessvegna kom eg með heitt vatn, ung-
frú. Hann er öhræsi, en læknirinn sló hann
mikið 'högg.”
“Það var gott að hafa Starkey til að
hjálpa sér og hún byrjaði strax á verkinu.
Þegar hún hafði þvegið sárið á hnakka
mann^ins og bundið um það, var maðurinn
raknaður við og settist upp.
“Langar yður í eitthvað að drekka?”
spurði Phyllis Kenwit.
“Eruð þér að gera gys að mér?” spurði
innbrots þjófurinn. Hann talaði eins og ment-
aður maður, þótt röddin væri hörkuleg, og
unga stúlkan horfði á ihann með meiri eftir-
tekt. Afbrotamaður þessi hafði sjálfsagt ein-
hverntíma verið heldri maður. Það var
raunaleg tilhugsun.
“Nei, alls ekki,” svaraði hún. “Star-
key-----”
En hinn tröllvaxni svertingi bar glas með
koníaksblöndu að vörum mannsins.
“Þetta var mjög vinsamlega gert af
yður,” sagði hann þegar hann hafði fengið
sér vænan sopa. “En segið mér nú hver það
m
var, sem sló mig á höfuðið.
“Það var faðir minn. En þér áttuð það
skilið. Hversvegna reynduð þér að brjótast
hingað inn? Hvað ætiuðuð þér að ná í?”
Það kom slægðarsvipur á hið ósvífnis-
lega andlit mannsins.
“Já, það vilduð þér gjarnan fá að vita,”
svaraði hann. “Ætti eg að segja, að okkur,
nei mér, þykir útsýnið hérna fallegt?”
Phyllis hnyklaði brýrnar.
“Ef þér segið sannleikann, gæti vel verið
að eg afihenti yður ekki lögreglunni.”
Maðurinn gretti sig. Augu hans tindr-
uðu.
“Svo yður hefir þá dottið í ihug að af-
henda mig lögreglunni?” spurði hann.
“Sú meðferð er venjulega höfð á inn-
brotsþjófum,” svaraði hún.
Maðurinn leit á Starkey, sem hafði fært
sig fyrir dyrnar. Hann virtist vega það í
huga sér hvernig honum mundi ganga að
sigra hinn risavaxna svertingja.
“Eg held að það ætti nú betur við að
lögreglan kæmi hingað” sagði hann.
Þrátt fyrir hina góðu sjálfstjórn, sem
hún hafði venjulega, kom fát á hana. Hvað
átti maðurinn við með þessú.
“Þetta er þokkalegt heimili,’, tautaði
fanginn eins og hann væri að tala við sjálf-
an sig. “Eg móðga yður væntanlega ekki,
þó að eg segi það?”
Phyllis greip um stólbak.
“Nei, það gerið þér ekki. En þvílík
spurning! En hversvegria segið þér að það
sé “þokkalegt”?”
Maðurinn neri sig um hökuna með hend-
inni. Hún tók eftir því, að litla fingurinn
vantaði.
“Æ, eg veit það ekki,” svaraði hann og
fór undan í flæmingi, “en þar sem hér eru
tveir mannskæðir hundar, svertingi eins Ijót-
ur og erfðasyndin og alt hitt í ofanálag, þá
hélt eg fyrst að eg hefði lent inn í vitlausra-
spítala. . . Nei, eruð þér hræddar?” spurði
hann er ihann heyrði að unga stúlkan hrópaði
upp óttaslegin.
Phyllis Kenwin sírauk hárið frá enninu.
Alt það, sem gengið ihafði á um nóttina hafði
valdið henni höfuðverk, sem var orðinn næst-
um óþolandi.
“Það er orðið mjög framorðið,” sagði
hún. “Ef þér lofið því að valda okkur engra
frekari óþæginda, skal eg sleppa yður.”
“Og ef eg lofa því ekki?” Maðurinn
virtist gæddur einhverskonar hálfgeggjaðri
káfiínu, og andstyggilegri forvitni.
“Þá geri eg það, sem eg án efa ætti að
gei;a umsvifalaust — að síma lögreglunni.”
Maðurinn stóð á fætur og hneigði sig
háðslega.
Eg set ætíð gætnina framar gapaskapn-
um,” sagði hann. “Ef þessi tigulegi litaði
herramaður vill fylgja mér út að hliðinu, vil
eg skiljast við þetta hús I friði, og það sem
meira er, eg skal, þótt til einskis sé, lýsa
blessun mína yfir hinum grimmu hundum,
sem rétt áðan rifu næstum af mér hökuna.
En til hvers hafið þið þessa hunda, ef eg
mætti spyrja?” Hann leit á hana er hann
kom með þessa spurningu.
“Húsið ermjög afskekt. Gerið nú svo vel
og efnið loforð það, sem þér gáfuð mér. Ann-
ars sima eg til lögreglunnar.”
Maðurinn hneigði sig á ný.
“Eg þakka yður fyrir að þór eruð alveg
eins góðar eins og þér eruð faliegar,” sagði
hann. “Ertu tilbúinn, Sambó?”
Alla þá stund meðan hinn óboðni gestur
talaði við húsmóður hans hafði andlit svert-
ingjans verið eins og þrumuský. Það var bara
virðingin fyrir henni, sem hann hafði hossað
á hné sér þegar hún var barn, er hamlaði
honum frá að taka í lurginn á mannftium.
Starkey vissi nóg um ástandið í Durdles hús-
inu, til að skilja að spurningar gestsins voru
Miss Kenwit næsta óþægilegar.
“Hvíta úrþvættið þitt!” sagði hann froðu-
fellandi af reiði. Hann ranghvolfdi augunum
er hann leit á húsmóður sína.
“Gerið svo vei og verið kurteis við þjón
minn,” sagði Phyllis Kenwit. “Farðu út
með hann Starkey og sjáðu um að hann komi
ekki hingað aftur.”
“Já, ungfrú. Komdu hérna bölv.-------”
Þolinmæði Starkeys hafði verið reynd
mjög þetta kvöld, og var hann því ekkert að
sýna gestinum neina óþarfa kurteisi. Hann
tók þétt í handlegg hans.
Er Phyllis var orðin ein eftir spurði hún
sjálfa sig að hvort hún hefði farið rétt með.
t
Lögreglan hefði þagað um það hefði maður-
inn verið handtekinn, en eitfihvað hefði
kanske borist út um það, og slaður fólks í ná-
grenninu mundi að miklum mun auka erfið-
leika þá, sem hún átti við að stríða.
(Hversu háskalegir þessir örðugleikar
voru fyrir ihamingju hennar, var henni ennþá
ekki ljóst orðið. “En eg mætti aðeins segja
honum frá því!” sagði hún við sjálfa sig.
Fáum mínútum síðar stóð hún í herberg-
inu sínu við gluggann og horfði til Hillsdown.
Óafvitandi breiddi hún út faðminn og varir
hennar bærðust.
“Treystu mér,” sagði hún lágt.
Ef hún ihefði bara vitað að á þessari
sömu stund gekk maðurinn, sem hún var að
hugsa um, fram og aftur fáein fet frá fram-
dyrum ihússims. Barry Wilding var öskureið-
ur, svo reiður, að hann var næstum viti sinu
fjær. Ef þetta var aðferðin á Englandi, ætl-
aði hann að fara þaðan leiðar sinnar, og það
mátti fara til fjandans. En fyrst ætlaði hann
að jafna um gúlinn á þessu lögreglustjóraúr-
þvætti. Hann ætlaði að fara til Scotland
Yard strax á morgun og kæra hann. Þetta
var alt eins'og martröð — hann hafði farið til
að ákæra mann, sem auðsæilega ætlaði að
fremja morð, og á ihann hafði hitt flón, sem
ekki gerði annað en að geispa framan í hann.
Hann ætlaði að láta til sín taka, ef nauð-
synlegt væri, ætlaði hann að fara til innan-
ríkisráðherrans sjálfis. Hann var í Englandi!
Hann veifaði steittum hnefanum, fyrst í átt-
ina til lögreglustöðvarinnar, sem var á bak
við hann og síðan að Durdles húsinu, sem
ætlaði að gera hann vitlausan með öllum
þessum leyndarmálum.
Siðan lagði hann af stað og gekk hratt.
Ef annarhvor þessara þorpara Ebury eða
Gardiner yrðu fyrir honum í “Svaninum” þá
, ætlaði hann að snúa þá úr hálsliðnum.
Sú tilhugsun hresti hann mikið og hann
gekk áfram með endurnýjuðum kröftum.
10. Kapítuli.
Eftir að hafa sofið og hvílst um nóttina
var Barry Wilding miklu rólegri, en jafn
ákveðinn sem fyr. Hann ætlaði að láta það
dragast að fara til Scotland Yard, en hann
ætlaði að halda áfram að líta eftir Durdles
húsinu. Hann óttaðist sem sé eitt. Ef hann
færi til Scotiand Yard og kærði Dr. Kenwit,
þá neyddist lögreglan til að líta inn í málið og
það yrði kanske óþægilegt fyrir Phyllis Ken,-
wit. Hún yrði kanske tekin föst. Hún yrði
sett í fangelsi. Hann mátti ekki til þess
hugsa. Það var svo hræðilegt.
Hann lá á bakinu í rúminu og hugsaði.
Alt í einu reis hann upp. En hvað hann hafði
verið heimskur að hugsa ekki út I þetta fyr!
Phyllis Kenwit hlaut að vera glæpakona eftir
alt saman. Hún var unga stúlkan, sem hann
hafði séð koma út úr hinu illræmda húsi
Egyptans i Rue Ste Jeanne!
Því hafði hann ekki munað eftir þessu
fyrri? 1 því gat hann ekki skilið, en hann vaf
alveg viss um að þetta var rétt. Hann hafði
séð stúlkuna rétt sem snöggvast er hún fór frá
skuggalega húsinu, þar sem Egyptinn seldi
eiturlyfin, en hann var viss um að hann hafði
rétt fyrir sér. Maður gleymdi ekki slíkri
stúlku og Phyllis Kenwit var, eftir að hafa
séð hana einu sinni, að minsta kosti ekki
maður, sem elskaði hana eins og hann gerði.
Andlit Wildings varð hörkulegt og þung-
búið. Þetta var hræðilegt. Það var heilög
skylda hans að fara til Scotland Yard, þó
ekki væri til annars en að ákæra lögreglu-
stjóraræfilinn fyrir þeim. Hann hafði auð-
vitað tekið mútur af Kenwit til að þegja.
“Þetta eru fyrirskipanir mínar!” hafði
hann sagt. Hvers fyrirskipanir? Wilding
þóttist svo sem vita það — fyrirskipanir frá
Kenwit, þessum hættulega bófa.
Honum virtist þetta alt greinilegt nú.
Þar sem faðir ungu stúlkunnar var glæpa-
maður þá neyddist hún auðvitað til að drýgja
lagabrot — eins og til dæmis að fara til
Egyptans í Rue Ste Jeanne. Það var ekki
nema eðlilegt að þar, sem maðurinn var faðir
hennar að þá reyndi hún að vernda hann. Það
útskýrði þetta alt saman.
Mennirnir í garðinum í gærkveldi? Gar-
diner og Ebury, voru kannske fyrverandi fé-
lagar Kenwits — þeir höfðu sennilega verið
í sama skálkafélaginu og orðið síðan saup-
sáttir. Kenwit hafði sennilega svikið þá eða
reynt það, og hina langaði til að hefna sín.
Það skýrðí tilraun þeirra að brjótast inn í
Durdles húsið.
Þeir Ebury og Gardiner héldu kanske að
hann væri þarna í sömu erindum. Þeir hlutu
að halda að hann væri glæpamaður, sem
langaði til að ná í eitthvað í vörslum Ken-
wits. Já, þannig hlaut það að vera. Ef þeir
héldu þetta, þá útskýrði það hversvegna þeir
gáfu honum svefnlyfið.
Mrs. Shippam kom til að segja honum að
baðið væri tilbúið og fanst henni að leigjandi
sinn væri fremur utan við sig.