Heimskringla - 20.05.1942, Page 4

Heimskringla - 20.05.1942, Page 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. MAI 1942 Híímskrittgla (StofnuO 1886) Kemur út á hverfum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrlrfram. Allar borganir sendist: THE VTKING PRESS LTD. ÖU viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjári STEFAN EINARSSON TJItanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg •'Heimskringla" ls published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 20. MAI 1942 STRfÐIÐ OG HORFUR ÞESS 1 RÚSSLANDI OG ASÍU (I greinum þeim er hér fara á eftir, lýsa Rússi og Kínverji skoðunum sínum á horfum stríðsins í Evrópu og Asíu). GETA RÚSSAR VARIST? Eftir A. Nazaroff Rússneski veturinn í öllu sínu misk- unarleysi hefir verið mikil blessun rauða hernum og sambandsþjóðunum. En nú er hann liðinn. 1 Suður-Rússlandi fór að vora síðustu dagana í marz. Lengra norður tveim vikum siðar. I apríl leysti snjóa. Það breytti öllu. Vegir urðu ófærir vegna bleytu. Það stöðvaði hernaðinn um stundarsakir. Nú er sumarið komið og vegir að verða aft- ur þurrir. Hvað skeður nú á sumrinu 1942 á aðal- vígvelli þessa stríðs, Vestur-Rússlands? Um það skal engu spáð; vér viljum að- eins leggja á metaskálar nokkrar stað- reyndir, er útkomu stríðsins áhræra. Ástæðan fyrir hrakförum Þjóðv. er nú öllum Ijós. Þýzki herinn, sem inn á Rússland réðist, var tvenskonar. Fyrst vor'u vélasveitir, panzer, svo-nefndar, fjórar til að byrja með, en fimm síðar. Þeim fylgdu 4 stórar sveitir flugskipa. Þetta var sóknarlið Hitlers. 1 öðru lagi var herliðið, hermannasveitirnar, sem koma á eftir vélaliðinu og áttu að halda landi því er náð yrði. Panzer-sveitirnar og flugherinn vann þegar í byrjun mjög mikið á. Það var þessu liði að þakka, að Nazistar komust alla leið til Rostov og að hliðum Moskva. Herliðið sem gæta átti fengins fjár, var fámennara, en varnarlið Rússa. Og þeg- ar því herliði lenti saman, áttu nazistar ávalt í Vök að verjast. Þarna strandaði sókn Þjóðverja. Þó vélasveitirnar um- kringdu Leningrad að heita mátti, gat það ekki tekið borgina. Þar skorti 7 til 10 sveitir af herliði. Þessi skortur her- manna var aðal-ástæðan fyrir, að Þjóð- verjar komu ekki áformum sínum fram í Rússiandi áður en vetur bar að garði. Þegar frysta fór, fengu panzer-sveit- irnar og flugliðið litlu orkað. Með nokk- uð af þeim var þá farið til baka; en sum- um þeirra var tvístrað til varnar lið- inu á hernumda svæðinu. Þetta sló sóknarvopnið úr höndum nazista. En þá fór hinn fjölmenni her Rússa að njóta 9Ín. Þá fór stríðinu að halla á Þjóðverja. Tap panzer-sveitanna, sem alt moluðu, er fyrir þeim var, var Þjóðverjum tilfinn- anlegt og breytti öllum aðferðum í stríð- inu. Þetta færðu Rússar sér dásamlega í nyt. Bardaga-aðferðirnar urðu nú lik- ari því sem var í stríðinu 1914—1918. Þar í liggur og ástæðan fyrir að sókn Rússa hefir gengið hægt og bítandi. Þeir komu heldur ekki vélasveitum sínum að. Þessar staðreyndir verður í huga að hafa, er menn nú spyrja hvað bíði nú í striðinu á Rússlandi. Á fyrstu 5 mánuðum stríðsins, tóku Þjóðverjar af Rússum 560,000 fermílur af landi. (Stærra land en Manitoba og Saskatchewan til samans). 1 desember, janúar og febrúar, náðu Rússar aftur 85,000 fermilum af þessu landi. Siðan hafa Rússar tekið á að gizka annað eins. En þrátt fyrir það, mun það ekki fram yfir einn þriðja alls landsins sem Þjóð- verjar tóku, er Rússar hafa enn náð. Nú með sumri, eru Þjóðverjar því enn. langt inni í Rússlandi. Yfirhershöfðingi rauða hersins, B. Shaposhnikov, hefir eflaust gætt þess að spara lið sitt í vetur til sumarsins, hann vissi að þá mundi ekki til setu boðið. Hitler hefir og búið sig undir sókn að nýju á þessu sumri. Hann veit nú, að á henni velta örlög Þýzkalands. Að baki hernaðarsvæðinu vinna nú vopnasmiðjur beggja þjóðanna dag og nótt. Herlið er einnig aukið alt sem unt er. Hvor þjóðin verður nú betur búin út í úrslita hernaðinn á þessu sumri? Lítum fyrst á Þýzkaland. Það verður ekki með vissu vitað, hvað innrásarlið nazista var mikið til að byrja með fyr en að stríðinu loknu. En með því að at- huga fréttirnar nákvæmlega virðist það hafa verið þetta: 8,000 flugvélar, 11,000 skriðdrekar (flestir í panzer-sveitunum), 22 til 25 sveitir hermanna (einnig í panz- er-sveitunum) og 140 til 160 sveitir her- manna á fæti; alls hefir mannaflinn því verið um 2,850,000, eða nærri 3 miljónir manna. Óviðjafnanlegt eins og þetta virðist nú vera, brást þessum mikla her að “ljúka verki sínu.” Panzer-sveitirnar brutust nálega alls staðar í gegn, þar sem reynt var. En mannaflann til að fylgja þeim brast herfilega. Margt héraðið, sem panzer-sveitirnar brutust gegn um, tók fylgiliðið 23 daga að vinna. Þetta tafði herferðina til Moskva. En þrátt fyrir þennan galla í hersókn nazista, munaði minstu, að þeir kæmu áformi sinu fram. Frá Moskva voru þeir ekki nema 21 mílu og íbúarnir voru að flýja úr borginni. Þeir voru komnir til Donets-héraðsins og til Rostov, sem þeir héldu í viku, síðustu stórborgarinnar á leiðinni til olíulindanna í Kákasus. 1 Donets-héraðinu er 60% af kolum Rússa framleitt. I Kákasus er 85% af olíu í þarfir rússneska hersins framleitt. Án þessa og Moskva, miðstöðvar járnbrauta- kerfis landsins hefðu Rússar ekki getað rekið nútíðar hernað. Frá þessum stöð- um voru Þjóðverjar til að byrja með 600 milur. Samt komust þeir svona nærri því, að ná þeim. Nú eru þeir aðeins 150 mílur frá þessum stöðum. Ef nokkuð bjargar nú Rússum, er það þetta, að Hitler geti ekki gert her sinn eins vel nú úr garði og s. 1. sumar. Spurn- ingin er þá, hverju hafa þeir tapað í rússneska stríðinu? Eftir því sem næst verður komist, þessu: 6,000 flugförum, 7,000 skriðdrekum, einni og hálfri til tveim miljónum, drepinna, særðra og hertekinna manna. Geta Þjóðverjar bætt sér þetta? Það er mikið talað um að í Þýzkalandi sé alt mjög að ganga til þurðar. Betur að satt væri. En því miður ætla margir, að Hitler geti bætt sér þennan skaða bæði í vopnum og mannafla ennþá. Mannatapið á hann ef til vill erfiðara með að bæta sér. En hann þvingar her- teknu þjóðirnar til að leggja sér lið að minsta kosti með því að vinna störf heima fyrir, ef ekki að reka þær út á víg- völl. Þar gefur ekki góðmenskan eftir. Og nazistar sjálfir gera nú ekki ein- ungis ráð fyrir, að fylla skarðið, heldur einnig að bæta einni miljón manna við liðið fram yfir það sem var á s. 1. sumri. Þeir lærðu af dýrri reynslu árið 1941, hverju það varðaði, að vera eins liðfáir og raun var á. Hvort þetta tekst, er nú ekki hægt að segja um. En jafnvel þó Hitler nái því takmarki, er nokkurn veginn víst, að Rússar geta ávalt aukið mannafla sinn meira en nazistar eiga kost á. Hitt er annað mál hvað vopna-framleiðsluna áhrærir. Rússar virðast nú hafa ágætan hers- höfðingja, þar sem Shaposhnikov er; honum var vörn Moskva að þakka. Og sókn Rússa yfir vetrarmánuðina, er hon- um einnig þökkuð. En það er hins sem ber að gæta, að vopnaframleiðsla Rússa hefir beðið mik- ið tjón. Með landinu sem Þjóðverjar hafa af þeim tekið, hafa þeir tapað þrem- ur fimtu af járn-námi sínu, eins miklu af kolum og einum fjórða af allri fæðu framleiðslu í landinu. Þeir hafa enn- fremur tapað geysimiklu af verksmiðj- um er að vopnasmíði unnu og vögnum og vélum allskonar. Með aðdáanlegri framsýni hafa Rúss- ar reynt að bæta sér þetta með nýjum iðnrekstri austur í landi. En að sá nýi iðnaður bæti þeim skaða þeirra að fullu, mun ekki vera að heilsa. Mannaflann geta Rússar bætt sér og haft 230 til 240 hersveitir, sem á síðast liðnu hausti, undir vopnum. En það eru skriðdrekar og flugvélar, sem þeim verð- ur erfitt að afla sér, eins og með þarf. Það er því ekki lítið undir því komið, að Bretar og Bandaríkin komi þar í tíma til aðstoðar. Rússar byrjuðu stríðið með 23,000 skriðdrekum, eða fleirum en Þjóðverjar höfðu í sókninni 1941. En þeir höfðu engar Panzer-sveitir, þessar stóru véla- sveitir, er alt mylja. I sveitum þeirra voru aldrei fram yfir 40 skriðdrekar í hverri. Þjóðverjar virðast þeir einu, er vélasveitunum fylkja, sem herdeildum í liði. Rússar hafa gert vel, hafi þeir get- að æft slíka hernaðar-aðferð í vetur í Austur-Rússlandi. Þess er þó naumlega að vænta. Það getur skeð, að þeir hafi önnur ráð fundið til þess að stöðva pan- zer-sveitirnar. En það á enn eftir að sjást. Það virðist hafa verið mikil yfir- sjón hjá Rússum, að gefa sig ekki við að koma sér upp panzer-sveitum. Sókn án þeirra, er erfið í nútíðar stríðum, Hætta Rússa liggur því ef til vill enn í því sama og áður, að þeir geti ekki stöðv- að vélafylkingar Hitlers, hafi hvorki fluglið eða skriðdreka til þess af eigin ramleik. FLUG- OG LANDHER JAPA Fregnriti blaðsins Christian Science Monitor í Kína, hefir fréttir þær er hér fara á eftir um herstyrk Japa í lofti og á landi, eftir kínverskum hernaðarfræð- ingi. Allur flugher Japana er 6,000 skip. Af fyrsta flokki er ekki mikið yfir 3,000 af þeim. Hvar er flugflotinn? 1,000 för eru á Kyrrahafssvæðinu, frá Nýju Guineu til Burma. I Kína 300 til 400 flugför. 1 Mansjúríu og Koreu 800, er bíða átaka við Rússa. Önnur 800 eru heima og á Formosa. Fluglið þetta mun ekkert meira en í desember 1941. 1 stríðinu síðan hafa þeir tapað 800 til 1,000 flugförum. Framleiðslan í þessari grein hefir verið um 700 til 750 vélar í flugför á mánuði. Árið 1940 var hún 600. Vegna þess að Japanir eiga nú langt að sækja, hafa þeir orðið að fjölga flugförum, með fleiri vélum í en áður. Um 300 flugför á mán- uði mun því nú vera öll framleiðsla þeirra. I hverri flugárás hafa aldrei mörg flug- för tekið þátt, í hinum stærstu ekki yfir 100. En við hendina hafa þeir haft um 400. Fyrir Japönum hefir vakað að spara bæði eldsneyti og mannafla sinn. Þetta er nú herstyrkur Japana í loft- inu. Flugför þeirra eru ekki eins vel gerð og Bandaríkjanna og Breta. Ef þess- ar þjóðir gætu því teflt fram jafnmörg- um flugförum og Japanir á hverjum staðnum og eins mörgum í Alaska og Japanir hafa heima fyrir, yrði Japönum alger ósigur vis. En geta samherjarnir gert þetta? Það virðist sem ekki þyrfti þess lengi að bíða, þar sem Bandarikin ein smíða nú 10 flugför orðið á móti hverju 1 Japana. En hvað er um landherinn? 113 fylkj- um í Kína, er herlið Japa 29 herdeildir (um 800,000 manna). Á Philipseyjum, í nýlendunum hollenzku, á Malaya og Burma, eru 20 hersveitir (450,000 menn). Ef Japanir hættu nú við að reyna að taka Ástralíu, gætu þeir sparað sér þarna einar 8 herdeildir. Og þeir munu nú ekki eins bjartsýnir og áður um það, að geta lagt Eyjaálfuna undir sig, síðan bandaríska liðið kom þangað. Tala hermanna í Mansjúríu, Koreu og Sakalin er um 700,000 eða hin sama og fyrir fjórum eða fimm mánuðum siðan. Heima fyrir í Japan er um 200,000 manna herlið. Og 300,000 nýliða, er ver- ið að æfa. Heiman að hafa Japanir þvi ekki mikið lið að senda burtu. Það virð- ist hreint ekki ofmikið sem þeir hafa þar til landvarnar. Af þessu upprunalega liði sínu hafa Japanir tapað alt að því einum þriðja — að miklu leyti í Kína. Þar er talið að 400,000 hafi fallið af því og yfir ein mil- jón særst; af hinum slösuðu verða 450,- 000 aldrei jafngóðir. Á Philipseyjum og hollenzku eyjunum, á Malaya og Burma, er tala fallinna og særðra talin frá 75 til 100 þúsund. Á öllu þessu hernaðarsvæði sínu, geta Japanir nú ekki barist í einu. Þeir verða nú að fara að velja úr og reikna hvar heppilegast sé að bera næst niður. En þá er um þrent að velja: Rússland, Ástraliu og Indland. Mun þeim fyrst detta í hug Rússland. Þeir líta svo á, að vinni Hitler Rússland sé öllu borgið. Ef Hitler tapi, sé Japan og farið. Þeir búast við hörðum bar- daga, en Rússinn geti tæplega elft lið sitt þar svo, að meira verði en lið Japa. Og árásir frá Bretum eða Bandaríkjun- um syðra, sé ekki að óttast. Vinni öxulþjóðirnar Rússa og þar með stríðið, gefi þetta Jap- önum betra tækifæri við frið- arborðið. Næst bezta strikið telja þeir að ráðast á Ástralíu. Þeir skoða sér fært að taka hana; þó nokk- uð kosti, verður það auðveld- ara en stríð við Rússa. Með því væri það unnið, að þurfa aldrei meir að óttast árásir frá Bandaríkjunum. Að hinu leyt- inu sé þar öllu óhætt í bráðina. Bandaríkin taki lengi að koma þar upp nægum her til þess að hefja sókn á Japan. Að ráðast á Indland, skoða Japar erfiðasta hlutverkið af öllu þessu. Sú árás geti og orðið til þess að sameina Ind- land, en þá verði það ekki auð- unnið af Bretum, sízt með að- stoð frá Bandaríkjunum. Bezt sé því að láta það eiga sig þar til að stríðinu unnu. Sókn það- an sé hvort sem er ekki að ótt- ast. Um Kína er svipað að segja. Japar vænta ekki þaðan grimmrar sóknar. Nú horfi og ver fyrir þeim en nokkru sinni fyr. Þegar þeir hafi fengið ósk sína uppfylta um að Bretar og Bandaríkin kæmu þeim til hjálpar í stríðið, hafi sagan fyr- ir alvöru versnað. Og nú horf- ist þeir í augu við vista og vopnaskort, sem þá áður dreymdi ekki um. LEIKMANNARÆÐA flutt í Sambandskirkjunni í Winnipeg 17. maí af dr. M. B. Halldórson. Texta minn hefi eg tekið úr prédikun meistara Jóns, fjórða sunnudag í aðventu og er hann sem fylgir: “Svo er þar nú enginn vís- dómur, enginn styrkleiki, eng- in heiður, engin fegurð, engin skynsemi, engin máttur, eng- in dýrð, engin prýði, nema í guði alleina, og ekkert það er menn geti vegsamast fyrir nema einsömul og hræsnislaus auðmýkt fyrir honum.” Þrátt fyrir það að eg mun heiðinn vera kallaður af rétt- trúuðum mönnum, sem enga trú kannast við nema sína eig- in, hefir mér eitt sinn verið borið það á brýn að eg væri trúmaður, það var fyrir ári síð- an. Eftir að hafa lesið grein þá eftir mig, sem birtist í jólablaði Hkr. 1940, sagði einn ágætur vinur minn við mig: “Mikil er trú þín.” I áminstri grein hafði eg haldið því fram að Hitler og ófrávíkjanleg eru og hljóta því að eiga uppruna sinn í alvizku og almætti, því það er ótrúleg heimska að hugsa sér eða halda því fram að nokkur lög eða stjórn geti átt sér stað án þess að á bak við séu vit, vilji og vald. Vit og vilji til að á- kvarða, en vald til að fram- kvæma. Það er því engin þörf á trú til að hafa þær skoðanir er eg hefi í þessum efnum. Hið eina sem til þess þarf er að geta dregið ályktanir af því sem auðséð er og hver maður sér ef hann hefir augun opin, enda neita eg því gersamlega að eg sé trúmaður í vanalegri merk- ingu þess orðs, sem meðal ís- lendinga yfir höfuð, þýðir hið sama sem að játa hvert orð sem í lúterskum fræðum er að finna. Eg neita til dæmis gersam- lega sögu Gyðinga um sköpun himins og jarðar, yfir höfuð allra likamlegra hluta, á sex dögum. Einnig sögu þeirra um syndafall mannsins, um erfða- synd, Nóaflóð og margt annað, enda neita vísindin öllu þessu með óyggjandi rökum, þó krist- in ikrkja, geri sér að góðu, að flytja slíkar marg afsannaðar meinlokur, sem guðdómlegan sannnleika ár eftir ár, og sá þannig guðleysis sæði í huga margra unglinga. Kristnin hef- ir aldrei haft hug til þess að hreinsa til í húsi sínu, heldur situr á sömu hrúgunni öld eftir öld, þar sem öllu ægir saman, glóandi sannleiks og vizku gimsteinum og grófu skarni heimsku, hjátrúar og fráfræði, en alt vegið á sömu vogina. En þó eg þessu neiti, játa.eg óhik- að trúna á einn guð, skapara og stjórnara alheimsins, sem er upphaf og viðhald alls máttar, alls vits, allt réttar, allrar þekkingar, allrar fegurðar, yfir höfuð alls þess sem gott er og göfugt; og sem rikir og ræður öllum hlutum í stóru og oft ó- trúlega smáu, með fyrst af öllu eitt fyrir augum: batnandi framtíð fyrir einstaklinga jafnt sem heilar þjóðir og kynflokka, yfir höfuð alt mannkynið, óg sem metur hvern eftir því fyrst af öllu hvað mikið gott hann hefir framtíðinni að bjóða og gefa. En þessi stjórn er svo eðlileg og átektalaus að enginn verður hennar var nema hann gefi gaumgæfilegar gætur að því sem fram við hann kemur og yfir höfuð, við atburðum sinnar tíðar. Það er ekki til neins að segja mér að nokkur maður hafi nokkurntíma lifað á þessari jörðu sem ekki átti náttúrlegan föður. Með öðrum orðum, eg neita því gersamlega að sjálfur guðdómurinn hafi nokkru sinni hans fylgifiskum væri ómögu-1 komið til þessarar jarðar til að legt yfirstandandi stríð að geta börn, með jarðneskum vinna af þeirri ástæðu að það konum. Slíkt er að setja óaf- væri beinlínis í mótsögn við sakanlegan blett á hans óvið- þau lög er þessari jörð voru í | jafnanlegu tign, enda eignar upphafi sett og sem enginn kirkjan það verk þriðju per- maður getur á bak aftur brotið, sónu góðdómsins, heilögum hvernig sem hann reynir og anda, sem engar sögur fara af h.vaða bein sem hann í hendi að annað verk hafi unnið nema kann að hafa; þessum lögum ættum við það þakka að vér erum ekki lengur ■ dýr eða skrælingjar, heldur að nokkru leiti siðaðir, því sjálf framþró- unin væri á þeim lögum bygð. Þessa utanað stjórn alheims- ins og þar með auðvitað jarð- arinnar, hafði sá er ofanskráða setningu sagði, heyrt frá blautu barnsbeini klerka prédika og bera bibíluna fyrir sig, sem sína einu sönnun, en hann var hættur að taka slíka sönnun gilda, því biblían hafði honum reynst ýmist rétt og ýmist röng, eins og hver önnur bók. En hann hafði ekki tekið eftir því eða komið auga á það, að um guðdómlega stjórn alheims- ins og allra hluta vottar ekki biblían ein, heldur allar vís- indagreinar jafnt, að mann- kynssögunni meðtaldri, því allar skýra þær frá lögum sem það að koma yfir postulana fyrsta hvítasunnudagsmorgun- inn. Fleiri goðafræðir, isvo sem Grikkja og Rómverja, segja frá hinu sama og eru all- ar þær sögur sami heilaspun- inn. En hitt er rétt, að oft er hlutast til um ætterni og upp- runa manna, sem sérstakt hlut- verk er ætlað, annað hvort í nútíð eða afkomendum þeirra í framtíðinni. Þetta sýnir mann- kynssagan hvað eftir annað og einnig saga kynflokka, ætta og þjóða ef lesin er niður í kjölinn. Með þessari afneitun yfir- náttúrlegs uppruna höfundar kristninnar er eg ekki að minka eða vanvirða hann á nokkurn hátt, enda hafði hann sjáLfur enga hugmynd um ann- að eins. Eg man ekki eftir einu einasta orði sem eftir honum er haft sem eg ekki get undir- skrifað, sérstaklega mun hans

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.