Heimskringla - 10.06.1942, Síða 1
NOTICE TO COMMERCIAL
FISHERMEN
We invite your enquiries for
your bread supplies for
the coming season.
Quality and Service to your
complete satisfaction.
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg Phone 35 565
"The QualityGoes In before theNameGoes On”
Frank Hannibal, Mgr.
NOTICE TO COMMERCIAL
FISHERMEN
We invite your enquiries for
your bread supplies for
the coming season.
Quality and Service to your
complete satisfaction.
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg Phone 35 565
“The QualityGoes In before theNameGoesOn”
Frank Hannibal, Mgr.
LVI. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 10. JÚNl 1942
NÚMER 37.
<• *
HELZTU FRÉTTIR * * -
Flota- og flugorustur á
norðanverðu Kyrrahafi
Frá því um miðja s. 1. viku,
hafa stríðsfréttirnar snúist
mest um flota-orustur, sem
Japar og Bandaríkjamenn hafa
átt í, á norðanverðu Kyrrahaf-
inu. Sú orustu er af mörgum
talin mest þeirra er á sjó hefir
háð verið í þessu stríði. Japar,
fullir ofurhugs og sjálfstrausts,
íögðu til orustunnar við Mid-
way-eyjar svonefndar, 1150
mílur norðvestur af Hawaii-
eyjum. Öttu þeir þar ekki ein-
ungis sjóflota sínurn, heldur
einnig öflugu flugliði. Var hug-
myndin eflaust að taka hólma
þessa í skyndi og sækja þaðan
á sjálfa Pearl Harbor. Banda-
rikjamenn höfðu njósnir af
ferðum Japa og komu þeim í
opna skjöldu. 1 orustunni, sem
staðið hefir yfir til þessa, og er
ekki enn lokið, biðu Japanir
strax fyrsta daginn svo mikið
tjón á sjóflota sínum og flug-
skipum, að þeir töpuðu sókn-
inni og lögðu á flótta. Hafa
Bandarikjamenn síðan verið að
elta flota þeirra í vesturátt og
verið að sökkva fleiri og fleiri
skipum af þeim. En af og til
er barist. Kom fyrst s. 1. mánu-
dag greinileg fregn af skipatapi
Japa Y fjóra daga og er hún
þessi:
Skipum sökt: Flugknerrum
(air craft carriers) tveimur
fyrir víst og sennilega þeim
þriðja, með öllum þeirra flug-
skipum, sem áætlað er að verið
hafi 60 til 160. Ennfremur ein-
um tundurspilli.
Skip löskuð: 3 orustu-skip,
eitt að minsta kosti mikið. —
Flugknerrir tveir, báðir hættu-
lega iaskaðir, með 30 til 80
flugskip hvor, er eyðilögðust;
4 til 6 beitiskip, löskuð, að
minsta kosti tvö mikið; enn-
fremur þrjú flutningaskip.
Alls hafa þá 16 til 18 skip
tapast og laskast af Jöpum.
Nimitz, aðmíráll bandariska
flotans, telur.Japa hafa steypt
miklu af sjóflota sínum út í
þessa orustu og heldur því, að
þeir verði ekki eins sterkir á
sjónum hér eftir og áður; hann
telur vafá á að nokkurt skip,
þeirra er löskuðust, nái höfn.
Flugskipatjónið muni Japar
einnig eiga erfitt með að bæta
sér í svip.
Af Bandaríkja flotanum fórst
einn tundurspiliir, e-n skips-
höfninni var bjargað. Einn
flugknörr þeirra kvað hann
hafa laskast lítið eitt og nokk-
ur flugför skotin niður, en
manntjón hafi samt orðið lítið
í þeirra liði.
(Midway-eyjar eru aðallega
tvær smáeyjar, hér um bil í
miðju Kyrrahafinu milli N.
Ameríku og Asiu og draga
nafn sitt af því. Þær eru 1178
fermilur báðar að stærð. Eyj-
arnar eru ófrjóar og þar hefir
fátt manna átt heima utan
þeirra er flugstöðva gæta þar,
er gerðar voru 1935, fyrir flug-
för að hvíla á, er yfir Kyrra-
hafið fóru. Nú eru þær verð-
mætar ti'I að hafa gætur á
Jöpum. Þær voru fundnar af
N. C. Brooks, skipstjóra 1859,
og lagðar undir Bandarikin
nokkru síðar (1867).
Japar gera flugárásir
á Aleutian-eyjar
Þegar fréttin barst út um
það s. 1. viku, að Japanir hefðu
gert flugárás á Dutch Harbor á
Aleutian eyjum, norður við
Alaska, gripu margir til landa-
bréfsins, leituðu uppi staðinn
og mældu, hve langt þetta væri
frá strönd Norður-Ameríku og
hvort að alls væri ekki að
vænta af þessum bragðarefum,
Jöpum. Fregnin vakti eftir-
tekt alla leið suður á Panama.
Eyjar þessar mynda nærri
samanhangandi brú frá suð-
vestur odda Alaska 'hálfa leið
yfir Kyrrahafið til Kamchatka
í Síberíu. Er ætlað að Indíán-
arnir hafi þá leið komið frá
Asíu til Ameríku, ef þeir eru af
Mongólum komnir, en ekki
Asíu-Mongólar af þeim, sem
ýmsir hafa haldið fram. En
brúin kom báðum jafn vel. Nú
er í Dutch Harbor mikilsverð
herstöð, sem Bandaríkin eiga.
Tilraun Japa var eflaust í því
fólgin að eyðileggja hana. Með
því var auðveldara að gera á-
rásir á aðra staði á vestur-
strönd Norður-Ameríku og
einnig í Síberíu. Dutch Harbor
er óþægilega nærri Japan, flug-
leið líklegast ekki mikið meira
en 1700 mílur frá Tokio.
Sprengjuflugskip Japa voru
4, en með þeim voru 15 varnar-
flugskip. Þau köstuðu nokkr-
um sprengjum af sér og hittu
vöruhús 'eitt og skemdu og ein-
hverjir biðu meiðsli af, ef ekki
bana, en þeir voru sár fáir,
sagði í fréttinhi. Þetta skeði í
dögun á fimtudag. Siðan var
önnur árás gerð, um eða rétt
eftir hádegi, en þá gátu Japar
ekkert aðgert; héldu sumir að
sú ferð hefði verið gerð aðeins
til rannsóknar.
Á vesturströndinni, bæði í
Canada og Bandaríkjunum, var
útvarp stöðvað. Héldu margir
líkt og Howard Green, sam-
bandsþingmaður frá Vancouv-
er, að þessi árás á Dutch Har-
bor sé forspil að innrás á meg-
inland Norður-Ameríku; hélt
hann því fram í ræðu daginn:
eftir árásina.
Enn aðrir ætla að flugárás
þessi hafi verið forboði þess,
að skip væru á leið með herlið
til að lenda einhversstaðar á|
vesturströndinni.
I
Fréttirnar af árás þessari eru
enn mjög óljósar. Halda þeir
sem fróðir eru um hermál, að
Japar hafi hlotið að hafa skip
með þessum flugförum, ekki
einungis flugknerri, heldur
einnig tundurspilla ekki langt
burtu frá Dutch Harbor. önn-
ur árás litlu síðar, virðist mæla
með þessu. Ef til vill stendur
norður þar yfir önnur sjóor-
usta?
(Áður en Bandaríkin keyptu
eyjarnar með Alaska af Rúss-
um hétu þær Katrínu-eyjar.
Eyjaskeggjar (Aleuts) voru
fyrir þetta stríð 11 til 12 hundr-
uð að tölu og eru Eskimóakyns,
en nokkuð blandaðir Rússum).
Mrs. P. Bardal dáin
Mrs. Oddný S. Bardal, kona
Paul Bardal fylkisþingmanns
og fyrrum bæjarráðsmanns,
lézt á General hospital s. 1.
laugardag, eftir langvarandi
legu. Hún var 48 ára^ fædd og
uppalin í Winnipeg. Hún til-
heyrði Fyrsta lúterska söfnuði
og liggur mikið starf eftir hana
innan safnaðarins, því hún var
vel gefin og mikilhæf kona.
Hina látnu lifa, auk eigin-
mannsins, ein dóttir, Sigríður,
móðir hennar, Mrs. M. Berg-
son, og tveir bræður: Stefán og
Fred, báðir í herþjónustu. Út-
förin fór fram frá Fyrstu lút.
kirkju i gær. Séra Valdimar
Eylands jarðsöng.
67 ný-útskrifaðar
hjúkrunarkonur
Frá hjúkrunarkvennaskóla
Winnipeg General Hospital út-
skrifuðust 21. maí 67 hjúkrun-
arkonur. Voru skírteinin af-
hent þeim í Grace kirkjunni í
Winnipeg með tilhlýðilegri við-
höfn. Ræður voru margar
fluttar af kennurum og eldri
hjúkrunarkonum til leiðbein-
ingar hinum ungu nýútskrif-
uðu blómarósum. Hjúkrunar-
konurnar voru í -hvítum ein-
kennisbúningi og báru stóra
blómvendi, er fór einkar vel.
Nöfn 5 ísl. stúlkna urðum vér
varir við á nafnskránni; þau
eru þessi:
Lauga G. Einarsson, dóttir
Mr. og Mrs. Thorsteins Einars-
sonar, nú á Vancouver-eyju.
May Isfeld, dóttir Mr. og Mrs. i það, er hér um getur, gæti
Eric Isfeld, 668 Alverstone St.,
Winnipeg.
Jóhanna Sigríður Nordal,
dóttir Mr. og Mrs. J. Nordal,
Árborg, Man.
Ingibjörg Lillian Olson, dótt-
ir séra Carls Olsonar og Svein-
fríðar heitinnar konu hans.
Flora Ruth Sigurðson frá
Weston, Man.
Lenora S. Axdal, dóttir Mrs.
Jónu Axdal, Wynyard, Sask.,
og Thórðar heitins manns
hennar.
Fluglið komið til Kína
1 gær barst sú góða frétt, að
nokkurt fluglið frá Sambands-
þjóðunum væri komið til Kína.
Hvað mikið getur auðvitað
ekki um. En vonandi verður
það hinum hartleiknu Kínverj-
um einhver hjálp. Þeir hafa
undanfarið beðið mikið afhroð
víðsvegar í orustum við Japa.
I gær fréttist þó, að þeir hefðu
felt nærri alt lið Japa í Chuhs-
ien, borg i ChekiangTylki, er
Japar töku nýlega og borgin
væri nú aftur í höndum Kín-
verja. Þó óvænlega hafi horft,
er ef til vill ekki úti öll nótt en
í Kina.
Stríðið á Rússlandi
Að sókn Þjóðverja hefir mest
kveðið suður á Krímskaga und-
anfarna daga. Þeir hófu sókn
á Sevastopol 5. júní og halda
henni áfram. Til þessa hefir
þeim ekkert orðið þar ágengt,
Rússar hafa hrakið þá til baka
hvár sem þeir hafa leitað á. En
lið sitt er Hitler að efla þar.
Taki hann þessa hafnstöð, er
honum eflaust nokkuð hægra
um vik á Svartahafinu. Á víg-
mjög mikið stuðlað að því, að
hvetja til þessa, þjóðfélaginu
og hverjum einstaklingi til
góðs.
Prestarnir krefjast tak-
mörkunar á vínsölu
Á fundi United Church fé-
lagsins í Manitoba s. 1. fimtu-
dag í Young-kirkjunni, var lagt
til að áskorun væri send Don-
ald Gordon, formanni verðlags-
ráðs sambandsstjórnarinnar,
um að takmarka sölu og tilbún-
ing áfengra drykkja í Canada.
“Vér fáumst ekki svo mikið
um það, þó sambandsstjórnin
leggi lykkju á leið sína til að
takmarka neyzlu á sykur og
kaffi,” sagði einn fulltrúanna.
“En það er hitt, að hún neitar
stöðugt að takmarka áfengis-
sölu, hvað oft sem fram á það
er farið, sem vekur þá hugsun
hjá manni, að stjórninni liggi í
léttu rúmi andleg og líkamleg
velferð æskunnar.
Stjórnin er stöðugt að fara
fram á samvinnu frá kirkjunn-
ar hálfu í stríðsmálunum. Nú
leyfa kirkjurnar sér að fara
fram á það við stjórnina að
hún takmarki áfengissöluna
vegna stríðsins.”
Rev. George Denýers frá
Elkhorn, kvað Manitoba-stjórn-
ina og blöðin vera þátttakend-
ur í þeirri fræðslu, er hann
vissi allri annari fræðslu sak-
næmari og verri. Hann vitn-
aði í vinauglýsingar máli sinu
til sönnunar.
“Eg vissi aldrei til þess að
sonur minn neytti áfengis, fyr
en hann gekk í herinn,” sagði
J. B. Anderson frá Bowsville.
“En eg veit það nú,” bætti hann
HJÚKRUNARKONA
May ísfeld
May ísfeld var ein af íslenzku
stúlkunum sem námi í hjúkr-
unarfræði lauk við uppsögn
Hjúkrunarkvenna - skólans á
General Hospital í Winnipeg.
Námsskírteinin voru afhent 21.
maí, í Grace kirkjunni. May er
dóttir Mr. og Mrs. Eric ísfeld,
668 Alverstone St., Winnipeg;
hún er myndar- og greindar-
stúlka, sem hún á ætt til.
stöðvar sinar í Suður-Rússlandi við.
er hann að hrúga liði og mun
þar áhlaupið verða gert, er timi
er til kominn, er Rússum *á að
ríða að fullu. Segja kunnugir,
að svo mikið vélalið, sé þar
saman komið, að aldrei hafi
áður neitt líkt því sézt. Stendur
nú sambandsþjóðunum beigur
af því, sem og má, því Rússinn
mun ekki einn þess gjalda. —
Þarna mun vera að draga til
þeirrar orustu er ef til vill veld-
ur úrslitum stríðsins á þessu
sumri og horfir þar til hvort-
tveggja, eftir því sem kunnugir
segja.
Canada Press Club
Mynd þessi sýnir Aleutian-eyjarnar og strendur Alaska, Siberíu og Japans, þar sem
rsvo mikið er nú að gerast í stríðinu og verður eflaust meira í framtiðinni.
Það er nafnið á nýjum fé-
lagsskap, sem ritstjórar flestra
eða allra blaða á erlendu máli
hafa nýlega myndað með sér i
Winnipeg. Tilgangurinn er að
þjóðarbrotin kynnist sem bezt
og vinni sem mest saman að
öllu því er að sameiginlegum
hag þessa þjóðfélags lýtur.
Þjóð þessa lands, sem saman-
stendur af óteljandi þjóðum, á
í raun og veru af eins mörgum
menningarlindum að bergja og
þjóðarbrotin eru mörg. Þar er
svo miklu að kynnast, sem
þjóðfélagi þessu má til eflingar
verða, að seint verður fullmet-
ið. Að kynnast þessu og að
kynna það lesendum blaðanna,
er þarna eiga hlut að máli,
væri mjög mikilsvert. Og það
vakir einmitt fyrir með félags-
skap þessum.
W. J. Líndal dómari á hug-
myndina að þessari félagsstofn-
un. Sá hann, sem aðrir þjóð-
ræknir þegnar þessa lands, að
á þessum sérstöku tímum sem
við nú lifum á, er meiri þörf
fullkomins skilnings á verkefn-
um borgaranna og að félag sem
J. E. Stewart frá Binscarth
sagðist hafa tapað talsvert trú
á Hon. J. T. Thorson, útbreið-
slumálaráðherra, er hann
heyrði svör hans viðvíkjandi
áskorun frá bindindisfélögum
þessa lands um takmörkum
vínsölu. Að berja það blákalt
fram, að þar væri ekkert hægt
að gera, væri hirðuleysislega
mælt. Oss er sagt, að engin
skip séu til að senda hergögn
til hermannanna, en á fyrstu
fjórum mánuðum þessa árs
sendi eitt einasta félag í Can-
ada 400,000 kassa af öli héðan
austur um haf.”
Eftir dr. George A. Little,
Toronto, ritstjóra sunnudags-
skólablaðs The United Church,
hafði einn fulltrúinn á fundi
kirknanna, að í drykkjukrám
(canteens) herbúðanna í Can-
ada, væri áfengis neytt fyrir
$700,000 á mánuði, og væri það
þó minst af því sem yfirleitt
væri selt. (Þýtt úr Free Press)
ÚR ÖLLUM ÁTTUM
Dr. Allan Roy Dafoe, sá er ti
skamms tíma hafði umsjón
með Dionne-fimmburunum, er
staddur í Winnipeg. Hann flyt-
ur ræðu á vegum Lions Club á
Ft. Garry hótelinu á morgun
Giftingar Canadamanna
hernum á Englandi gerast nú
svo ört, að heryfirvöldin eru að
hugsa um að reisa skorður við
því; þau óttast að kynning
hjónaefnanna sé of stutt og
þetta geti ekki góðri lukku
stýrt. Kvað í ráði að leyfa
hermönnum ekki að giftast fyr
en þeir eigi $200 í fórum sín
um og verði þrem mánuðum
áður en gifting fari fram, að
biðja yfirvöldin um leyfi. Bréf
frá canadiskum stúlkum, sem
hermönnum voru trúlofaðar,
berist og yfirvöldunum oft og
séu auðvitað fuíll vonbrigða.
Einnig þetta herðir á yfirvöld-
unum með að taka í strenginn.
* # *
Japanir hafa ekki flutt þjóð
sinni enn neinar fréttir af Mid-
way-sjóorustunni. í gær sáu
?eir sér þó ekki annað vænna
en að búa hana undir fréttina.
Útvarp þeirra gat þess, að við
fregn um skipatjón mætti á-
valt búast, en Midway-eyjur
voru ekki nefndar í því sam-
Dandi.
* * *
Fyrir Bandaríkja-þinginu
liggur frumvarp er fer fram á
átta biljón dollara veitingu
($8,000,000,000) til að efla
skipasmíði innan sjóhersins,
bæði til flutninga og hernaðar.
Þó nú séu smíðuð um 2 skip á
dag, eykur það ekki skipa-
stólinn, því Þjóðverjar sötkkva
nú orðið nærri því jafn miklu.
Frá miðjum janúar á þessu ári
til 4. júní, hafa nazistar sökt
252 skipum við strendur Ame-
riku og laskað mörg auk þess,
er viðgerðar hafa orðið að leita
höfnum, sem meira hafa að
gera, en þær komast yfir. Talið
er víst, að eitthvað þessara
skipa verði sérstaklega úr
garði gerð til að glíima við kaf-
bátana.
* • •
Á Englandi var kolanámu-
reksturinn tekinn yfir af stjórn-
inni í byrjun stríðsins. Er nú
mikið talað um hvort hann
verði ekki eins eftir stríðið
rekinn sem þjóðeignar-fyrir-
tæki. Berst Sir Stafford Cripps
mjög fyrir, að fá lög um þetta
gerð nú þegar. Þessa hefir svo
lengi verið krafist af almenn-
ingi, að haldið er að nú verði
ekki komist 'hjá, að láta til
skarar skríða um það.
Ein 1000 flugvéla árásin var
hafin s. 1. mánudag af Bretum á
Þýzkaland. Var aðallega hald-
ið til ýmsra staða í Rúr4iéruð-
unum og nokkrar iðnstofnanir,
flugstöðvar og járnbrauta
stöffvar urðu fyrir barði árásar-
flugliðsins.
Frh. á 5. bls.