Heimskringla - 10.06.1942, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.06.1942, Blaðsíða 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. JÚNI 1942 iírcintskringia (StofnuB 1SS6) Kemur út á hverjum miSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. «53 og «55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsiml: S6 537 VerS blaSsins er $3.00 árgangurinn, borglst fyrirfram. Allar borganir sendlst: THE VTKING PRESS LTD. ÖU viðskifta bréf blaðinu aðlútandl sendist: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Uttanáskriít til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA «53 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla" is publlshed and printed by THE VIKING PRESS LTD. S53-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 10. JÚNl 1942 UM STRÍÐIÐ Á RÚSSLANDI Hlé nokkurt hefir verið á vígstöðvum Rússlands um stundar sakir, einkum í grend við Kharkov, þar sem harðast var byrjað. Virðist það staðfesta fregnir þær, að Timoshenko hershöfðingi Rússa hafi aldrei ætlað sér að eyða öllu púðri sinu á að taka þessa borg, heldur hafi sóknin þar verið til þess gerð, að eyði- leggja, eða, að minsta kosti að fresta áformum Hitlers um sókn á þessu vori. 1 grein í The New Republic, eftir Max Verner, sem álitinn er allra fregnrita færastur að dæma um stríðið á Rúss- landi eru mörg rök færð fyrir þessu. Max Verner heldur fram, að her Hitl- ers, mikið aukinn að mönnum og vopn- um, standi nú reiðubúinn til að hefja hina miklu sókn sína, er að öllum líkind- um verði á vígvöllum suður eða suðvest- ur Rússlands. Hann vonast hins bezta. Hann heldur að rauði herinn hafi meiri mannafla og meira af smærri og miðl- ungsstórum vopnum. Á skriðdreka- fjölda stríðsaðila verði nú heldur ekki eins mikill munur og á síðast liðnu ári, en Hitler tefli öllu því liði sem hann á nokkurn kost á þarna fram og hann ótt- ast, að fyrstu áhlaupin verði ægileg og lítt stöðvandi. Þá skoðun segist hann ekki geta hrakið úr huga sínum. Hann bendir jafnframt á hitt, að þegar sókn sú sé hafin, verði Hitler að halda henni áfram, en til að vinna sigur hafi hann nú ekki annan tíma en fram að október mánuði. Ef her Rússa verður ekki um það leyti brotinn á bak aftur, þá er Hitler búinn að tapa stríðinu. Svo mikið, segir Verner komið undir þessari yfirvofandi sókn Hitlers að það sé þess vert fyrir sambandsþjóðirnar, um hvað mikla hættu sem því sé samfara, að hefja sókn í vestrinu með því að senda lið til Frakklands, Belgíu og Hollands. Hann gerir ekki lítið úr flugárásum Sam- bandsþjóðanna, en segir samt: “Það er herinn, sem nú er kominn saman á Bretlandseyjum, sem truflað hefir áform Hitlers og vakið hefir hon- um mestan béig. Sýnir þetta ekkert betur en að Hitler hefir sent Rundstedt til Frakklands. Það þarf meira en lítils liðs við til að veita innrásarliði frá Bret- landi viðnám. En þess liðs þarfnast Hitler einnig eystra. Þegar hann hefir á annað borð farið þar af stað, verður hann að halda áfram. Og tíminn er naumur. — Á Rússlandi þarf hann með alls þess liðs sem hann á kost á til síðasta mannsins, flugskipsins og skriðdrekans. Flýtirinn sem hafa verður á sókninni í Rússlandi, gerir þetta óumflýjanlegt. En því betur sem Hitler gengur fram í að smala öllu liði sínu til Rússlands, þess auðveldari verð- ur innrásin að vestan, sem nú er jafnvel að dómi flestra ekki talin frágangssök, og hvað sem öðru líður verður ekki kom- ist hjá, eigi stríðið ekki að tapast vest- lægu sambandsþjóðunum. Því hefir verið haldið fram, að Japanir mundu hefja árás á Rúsas eystra, ef Bretar sæktu að Þjóðverjum i vestrinu svo að standast mundi þar á kostnaður og ábati. Þetta er með öllu gagnstætt því, sem verða mun. Japanir ganga þá fyrst úr skugga um að Hitler er ósigur- inn vís, ef hann þarf einnig að fara að verjast að vestan. Aðstoð ‘þeirra eystra, mun ekki afstýra þvi. En verði ekkert af sókn á landi að vestan, er miklu meiri von fyrir að Japar stökkvi einnig á Rúss- ann. Það lítur mjög mikið út fyrir, að sá undirbúningur sé byrjaður með árásun- um á Alaska og Midway-eyju í Kyrra- hafinu. Að halda flota og flugliði bandaríkjanna sem lengst frá Japan og ströndum Síberíu, er þar eitt stóra atrið- ið og gefur Japönum miera rúm til að reiða til höggs á Rússa. Það virðist þvi velta heilmikið á því, hvorir verði snar- ari að búa sig, Japanir eða Bretlands- eyjaher sambandsþjóðanna. ÚR MINNISBÓK LÝÐRÆÐISINS Þetta stríð fyrir lýðræði og frelsi, er enginn ný bóla. Það er rauði þráðurinn í vef sögunnar, eins og ótal sagðar og skráðar yfirlýsingar, bæði einstakra manna eða heilla þjóða bera vitni um. Menn hefir öldum saman dreymt um frelsi og mannréttindi. Eitt stríðið eftir annað hefir verið um það háð, ef ekki með eggjum stáls, þá í bitrum orðum. Frelsisþráin hefir aldrei dáið í brjóstum manna. Margra alda kúgun hefir ekki getað upprætt hana af því að hún er sjálft vaxtar- og framfara-lögmál mannsins. Bandaríkjamaðurinn er stoltari af sjálfstæðis yfirlýsingu landsins (Declar- ation of Independence) en nokkru öðru; hann má og vel vera það. En það var ekki fyrsta frelsissporið sem stigið hefir verið. Skotarnir gerðu mjög áþekka sjálfstæðislýsingu 600 árum áður, en Thomas Jefferson í New York settist við nótt eina í júní í úða rigningu að gera uppkast að sjálfstæðis-yfirlýsingu Bandaríkjanna. Þingið á Skotlandi kom saman í Ab- bey of Arbroath 6. apríl 1320 og lýsti yfir stjórnarfarslegu frelsi og sjálfstæði landsins. Það var í fyrsta sinni í þing- sögu Evrópu, að fulltrúar þjóðarinnar sátu eitt og sama þing og barónarnir. Hér eru tvö sýnishorn af yfirlýsingu Skotanna, er bera með sér hve lik þau eru yfirlýsingu Bandarikjanna: “Óréttinum, sem beitt er við oss af konunginum og kúgaranum Edward, verður ekki með orðum lýst; honum munu engir trúa, nema þeir, sem sjónar- vottar hafa að því verið. Hann hefir eyðilagt land vort, brent hús, látið taka menn, konur og börn af lifi . . . .” .... “svo lengi sem nokkrir af oss stöndum á tveimur fótum, skal aldrei verða gefist upp, því við berjumst ekki fyrir herfrægð, auði eða valdadýrð, held- ur fyrir frelsinu, sem hverjum góðum og réttsýnum manni er dýrara en Mfið sjálft.” Orð sem þessi gætu eins verið skrifuð af Thomas Jefferson, eða Thomas Paine, eða komið af vörum Patrick Henry, eða Peraklesar, þegar Aþena var lýðveldi. * * * En jafnvel þó þetta minni á það sem síðar gerðist hér vestan hafs, er hins að gæta, að Bandaríkin sóttu frelsi sitt í hendur brezka þingsins og gerðu upp- kast að stjórnarskrá sinni mjög eftir löggjafar-umbótum eða ætti maður að segja, löggjafar-þróun, brezka ríkisins sjálfs. Uppistaðan og ívaf stjórnarskrár Bandarikjanna, vár sniðin eftir Magna Carta, eftir Habeas Corpus Act (lögum um að enginn væri dæmdur án sjálfs- varnar) og eftir lögum Englands um Bill of Rights (um stjórnarfarsleg réttindi vissra þegna að minsta kosti), sem hvert um sig er kafli í þróunarsögu almennra mannréttinda og kröfur meira almenns frelsis í valdsmálum þjóðarinnar. Magna Carta, fyrsta stóra frelsisspor- ið, var undirrituð 15. júní 1215 á Runny- mede-sléttunni; með henni þröngvuðu barónarnir John konungi, sem um er tal- að sem kúgara, til að láta af hendi við sig nokkur réttindi. Hér var ekki um lýðræði að tala í þeirri merkingu, sem nú er lögð í það orð; en þó má það heita í þá átt horfa. Það var í fyrsta sinni, sem menn sýndu þá dirfsku, að krefjast nokkurrar skerðingar á sjálfu konungs- valdinu. Lýðræðisstjórnir hafa átt við mikla erfiðleika að stríða frá þýí fyrsta að þær mynduðust. Það var til í hinu forna Grikklandi, “fimta herdeild”, Quislingar eða föðurlandssvikarar, alveg eins og nú og löngu áður en Spánverjar fundu upp orðið “Fifth Columnists”. Æðsti maður- inn í herstjórnarráði Aþenu, benti með- stjórnendum sínum á þessu líka menn áður en orustan á Maraþonsvöllum hófst 490 f. Kr. “Ef við ekki hefjum nú þegar strið,” sagði Miltiades, “þá verða vissir land- ráðamenn innan þjóðfélagsins á undan oss að kljúfa Aþeninga og bdrgin verður með svikum seld í hendur Medíumönn- um. En ef við berjumst áður en rotnun sú á sér stað innan Aþenu, er það trú mín, að við getum unnið sigur í orustu svo frémi, að guðirnir verði sanngjarnir og reynist ekki öðrum aðiia hliðstæðir fremur en hinum.” Frá þessu orðtaki Miltiadesar, er mál- tæki Shakespeares komið um að “eitt- hvað sé rotið í Danmörku”, — þó um Aþenu væri notað meira en tuttugu öld- um áður. * * * Þegar frá stofnun stjórnarráðshússins í Philadelphia voru liðin 50 ár, en það var með Jögum 1701, ráðgert að reisa það, var þess minst og meðal annars með því, að í það var sett turnklukka, sem nefnd hefir verið Liberty Bell. Á henni voru skráð þessi spámannlegu orð: “Lýsið yfir og boðið frelsi í landinu fyrir alla íbúa þess.” Klukkan var gerð í London. Það var koma William Penn, sem nefndin í Phila- delphia er um gerð klukkunnar sá, hafði í huga, er hún skráði þessi orð á hana. Og hve viðeigandi áritunin var, verður Ijóst er vér lesum í Leviticus (þriðju bók Moses) 25:10, en þar stendur: “Friðþægingardaginn skulu þið láta lúður gjalla um gervalt land yðar og helga þannig fimtugasta árið og boða frelsi í landinu fyrir alla íbúa þess.” Það virðist eitthvað meira en tilviljun ein, er því réði að orð þessi voru á klukk- una skráð, fjórðung úr öld áður en sjálf- stæðisyfirlýsingin var gerð 4. júlí 1876. Frelsisþráin hefir verið vel vakandi í hugum manna um þær mundir. Stofnendur stjórnarfarslegs frelsis í Bandaríkjunum, höfðu erft eitthvað af hugsjónadraumum aldanna um frelsi, sem af þessu sem öðru má sjá. Með stjórnarskrá þeirra 1887, hefir ef.til vill verið komið nær sönnu lýðræðisskipu- lagi, en heimurinn hafði til þess tíma þekt; mun og svo enn álitið af mörgum, þó síðari árin virðist ýmislegt hafa úr skorðum gengið svo að það verði nú trauðla með réttu sagt. Á hitt má samt benda, að það eru ýmsir viðaukar, sem gerðir hafa verið síðar við stjórnar- skrána, sem því virðast valda, af því að þeir voru ekki í samræmi við hina upp- runalegu stjórnarskrá. Hefir oftast nær á þetta verið bent af frjálslyndari mönn- um, er slíkar breytingar hafa fram kom- ið, svo í því mun einhver hæfa vera. Vald dómara nú í löggjafarmálum, má eflaust benda á þessu til sönnunar. Að veita það, var á sínum tíma talið stjórn- arskrárbrot, enda hefir það reynst illa síðari árin. Hér er aðeins minst á frelsis-baráttuna innan hins enskumælandi heims af því að hún er oss þar bæði kunnust og þar hefir þess utan meira og jafnara kveðið að slíkum átökum, en hjá nokkrum hinna stórþjóðanna. Það er auðvitað bæði hægt að benda á stóru frelsissporin í Frakklandi og Rússlandi, er sýna sömu veiðleitnina, en þess gerist hér ekki þörf. Vitundin um frelsi hefir ekki hjá öðrum þjóðum verið að jafnaði betur vakandi, gegnum aldimar og sögurnar, en hjá hin- um enskumælandi þjóðum; ihún má þar heita ein óslitin þróun, en ekki stundar- fróun. Og nú hafa forlögin, en ekki nein til- viljun, hagað því svo, að þessar frjáls- sinnuðu þjóðir allar heyja sameiginlega eitt hið ægilegasta stríð í þágu almennra mannréttinda og frelsis í heiminum. — Frelsishugsjónin, þetta mesta þróunar- skilyrði hvers einstaklings og hverrar þjóðfélagsheildar, á því vonandi eftir að lifa og dafna og mannkynið enn að verða sælt, í táradalnum þrátt fyrir alt. Þó mörgum kunni að finnast það á þessum tímum fjarstæða, eru samt sem áður skilyrðin til þess ekki fjarri meðan frels- is og mannréttindaástin býr í brjóstum eins stórs hluta mannkynsins og raun er á. Þó loft sé nú lævi blandað þessa stundina og ský einræðisins hafi sjáldan dregið fyrir sól, sem nú, af völdum Hitl- ers, sem eflaust verður getið í sögunni, sem eins hins versta einræðis-illmennis, fants og fífls, sem uppi hefir verið, er ekkert að óttast, meðan hann hefir ekki nema nazistaflokk sinn sér að baki, Japa og Itali, eða um 200 miljón manna af öllu mannkyninu, en 1800 miljónir fylgja lýðræðisstefnunni. Þó of snemt sé enn- þá, að vera um of bjartsýnn á útkomu þessa yfirstandandi stríðs, heldur hann aldrei, hvennig sem því lýkur, mannkyn- inu til lengdar í ófrelsisviðjunum. Hinir fáu gátu það, meðan lýðræðishugsjónin var ekki eins glögt mörkuð og ákveðin i hugum almennings og nú. Á þessum tímum er það ekki hægt. Vísindin tengja mann- kynið út um allan heim nú of- vel saman til þess. Það er því orðagirnd, meiri iþrótta- og skemtanafíkn foreldranna, ó- heppleg íbúðaskilyrði í hinum geystistóru leiguhúsum borg- anna, þar sem hver ibúð rúmar ekki að vera neitt of bjartsýnn, [ ekki nema fámenna f jölskyldu. að vænta þess, að hinn betri Höfundur tæpir að lokum á málstaður beri enn sigur úr því, að stríðið geti orðið til þess býtum, eins og þróunarsaga að draga úr barneignum fólks, lýðræðisins sýnir að hann hefir ávalt gert. UM MANNFÆÐINGAR því að margar mæður hugsi sem svo: Til hvers er að eiga tvö börn, þegar þeirra bíða ægilegar loftárásir og viðlíka hörmungar. . Það er víst engin hætta á því, Þjóðin þarfnast miklu að mannkynið gangi til þurðar. meiri mannfjölgunar. Þetta Hinu þarf enginn að furða sig hefir að undanförnu verið við- á, þó að skynsamt fólk kinoki kvæðið hjá forráðamönnum sér við að auka kyn sitt eins H ér fæðast alt of fá börn. stórveldanna í Evrópu. Nýlega birtist grein um þetta mikil- væga dagsins mál i merku ensku útvarpsblaði, og til þess að veita lesendum Samtíðar- innar glögga hugmynd um, hverja skoðun brezk yfirvöld hafa á því, birtum vér greinina hér í lausiegri þýðingu, örlítið samandregna. “Ættum við að eignast fleiri börn? Auðvitað er hér um mikið alvörumál að ræða fyrir Breta. Það verður a. m. k. orð- ið alvörumál eftir einn eða tvo mannsaldra. Með hverju ári, sem líður, komumst við að raun um, að barnsfæðingum fækkar frá því, sem var árið áður. Ef þessu heldur áfram, mun skjótt koma á daginn, að íbúum Bret- lands hefir fækkað um eina eða tvær miljónir. En vér lítum svo á, að því fleiri heilsugóðir og nú er umhorfs í veröldinni, meðan þeir menn fara með pólitísk völd, sem virða manns- lífin og velferð manna ekki meira en raun ber vitni. —Samtíðin. DÁN ARFREGN John Jones Johnson, bónði við Árborg, Man., andaðist að heimili sínu þar, þann 28. maí, eftir stutta legu en þvingandi vanheilsu er varað hafði árum saman. Hann var fæddur 26. sept. 1881, i Minneota, Minn., og ólst þar upp, en einnig í 'Duluth, Minn., en á þessum stöðvum og í Norður Dakota, áttu foreldrar hans dvöl, og síðast, um langa hríð við Ár- borg, Man. Jón var sonur hjónanna Ei- ríks og Vilborgar Johnson. Var ungir Bretar sem séu í heimin- Eiríkur ættaður úr Suður um, því betur muni oss vegna. Aðalatriðið er þetta: Hvað er orðið af öllum ungbörnunum? Hvers vegna minka fjölskyld- urnar svo ört nú á dögum? Afi minn átti tíu systkin, móðir mín níu, en eg er einkabarna Múlasýslu af Djúpavogi, fædd- ur í Borgarfirði, og ætt hans margmenn. Þar rótföst um langa hríð, kennir margra snilli og fjörmanna í þeirri ætt. Er Ríkarður Jónsson listamaður, hinn orðiagði af þeirri ætt. Vil- foreldra minna. Nú er eg orð- borg móðir Jóns var Stefáns- inn 35 ára gamall, og eg er enn! dóttir frá Stakkahlíð í Loð- ókvæntur. Þið sjáið, að hverju stefnir. — Fjölskyldurnar smækka. Hvað veldur slíku? Hér eru kaflar úr nokkrum bréfum, sem munu ef til vill varpa 1 jósi á þetta mál. Ungur maður skrifar: “Hin afvega- leidda unga stúlka nú á dögum er of mikið gefin fyrir skemt- anir, til þess að hún nenni að standa í barneignum. Hún vill mundaifirði Gunnarssonar, var Stefán bróðir séra Sigurðar Gunnarssonar á Hallormsstað, en Gunnar Gunnarsson skáld af þeirri ætt. Kona Stefáns en móðir Vilborgar móður Jóns var Þorbjörg Þórðardóttir frá Kjarna, við Eyjafjörð; er margt ágætra kvenna og manna af þeirri ætt; meðal núlifandi fólks má nefna ólaf prófessor heldur eiga sér iítinn bíl en; Lárusson frá Selárdal og syst- lítið barn. Og hún vill heldur kini hans, séra Friðrik Frið- fara í bíó en sitja við vöggu! riksson svo fáir einir séu nefnd- barnsins síns. Margir foreldr- ir. ar segja iíka, að venjulegar í- búðir í stórborgum séu ekki miðaðar við margmennar fjöl- skyldur. Verkamaður í enskri Vilborg og Einíkur hófu bú- skap sinn á Rangá í Hróars- tungu í Norður-Múlasýslu, en fluttu til Vesturheims 1878, og stórborg getur hvorki hýst settust að í Minneota-bygð, síð- stóran barnahóp né séð honum' ar í Dluth, Dakota og Árborg, farborða hátt.” — á sómasamlegan sem að var vikið. Vilborg dó á Nýgft kona skrifar: | gamlárskvöld 1930, en Eiríkur “Við hjónin ætlum að eiga eitt! á hvítasunnudagsmorgun 1937. Börn þeirra, en systkini Jóns eru: Sigurður Níels. railway en- samlega upp og veita iþvi þá gineer) d. 1939, kv. skozkri beztu mentun, sem unt er að konu> Isabel Crispo að nafni. barn. Við treystum okkur til i að ala þetta eina barn sóma-| afla því hér í landi. Slíkt gæt um við ekki veitt tveim eða fleirum börnum. Við viljum í barneignunum ekki ganga lengra en efni okkar leyfa.” — Ein af þessum sönnu fyrir- Edward Lárus. bóndi við Ár- borg, Man., kv. Andreau Tryggvadóttur Ingjaldssonar, og konu hans Hólmfríðar And- résdóttur. Stefán, d. 1904, 15 ára. Eiríka. gift Halldóri Hall- myndarmæðrum skrifar: “Við dórssyni> d. á jólanótt 1895, þá hjónin hvorki reykjum né brögðum áfengi, og við eyðum 18 ára. Bergljót, er ávait var með foreldrum sínum, Árborg, ekki tómstundum okkar í kvik- Man Kristín Margrét. kona myndahúsum. Eg á þrjá heilsu-, Bjarnþórs j. Lífmann, fyrver- góða syni og vildi gjarnan eiga I di sveitarstjóra í Bifröst _- .. ec’ L. A 4- ff . ... . þrjá í vðbót.” — Önnur móðir skrifar: “Eg hefi eignast fimm börn. Þau eru öll vel gefin og heilsugóð. Eg hefði ekki treyst mér til að ala stærri barnahóp næglega vel upp.” Vér gætum tilfært miklu fleiri ummæli úr bréfum, sem oss hafa borist. En hvað, sem þeim líður, vantar Bretland fleiri börn til þess að viðhalda þjóðstofni sínum. Vér lítum svo á, að yfirleitt sé alt að fær- ast í það horf, að fjölskyldurn- ar minki”, segir höfundur greinarnnar að iokum. Hann álítur, að orsökin til barna- sveit. Þorbjörg. gift Karli tré- smið Vopna, Árborg, Man. Jón var löngum heima með foreldrum sínum og ungur að aldri var han heimili sínu og foreldrum mikil hjálp, stundaði hann og bú þeirra í landnámi þeirra í grend við Árborg með gaumgæfni og festu. Þann 23. marz, 1907, kvæntist hann Hildi Sigfúsdóttur Jónssonar, og konu hans Guðrúnar Hildi- brandsdóttur, en misti hana frá börnum þeirra ungum, 31. okt. 1914. Börn þeirra eru: Sigrún, ó- gift; og Stefán, bóndi við Ár- fækkunarinnar sé meiri met- borg, kv. Margaret Boundy.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.