Heimskringla - 10.06.1942, Page 5

Heimskringla - 10.06.1942, Page 5
WINNIPEG, 10. JÚNl 1942 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA Þann 8. apríl 1924, kv. Jón Sigurlínu Ingibjörgu, dóttur Baldvins bónda Jónssonar við Árborg, og konu !hans Ingi- bjargar Pálsdóttur, eru foreldr- ar hennar af skagfirskum ætt- um, hið trygglyndasta ágætis- fólk. Þeim Jóni og Sigurlínu varð tveggja barna auðið: Har- ald Níels og Hildi Jónínu, eink- ar efnileg börn, á unglingsaldri. Jón var maður vel gefinn og iundfastur, er átti traust og tiltrú þeirra er honum kyntust. Hann mun hafa verið hagsýnn í framkvæmdum og heppinn bóndi, sýndi jafnan festu í á- formum, affarasæll maður, fá- skiftinn um annara hag; einkar skemtilegur viðtals er maður fór að kynnast honum. í langri vanheilsu var hann studdur af styrkri og ágætri konu, er stóð við hlið hans stilt og hugprúð. Innilegt samband hefir jafnan einkent systkinin, börn Eiríks og Vilborgar; var Jón hjartfólg- inn systkinum sínum, og æfi- löng samvinna milli hans og Edwards bróður hans, er jafn- an voru í nágrenni hver við annan. Útför Jóns, er var einkar f jöl- menn, fór fram laugardaginn fyrir þrenningarhátíð, þann 30. mai, frá heimili hins látna og kirkju Árdalssafnaðar í Ár- borg, fór athöfnin fram undir stjórn sóknarprestsins, séra B. A. Bjarnasonar, sá er línur þessar ritar, mælti einnig nokk- ur kveðjuorð. S. ólafsson HVERS KONAR LYGARI ERUÐÞÉR? Viðtal við dr. Donald A. Laird sðlarfrœðing Okkur er það öllum meðfadtt að segja ósatt, en margir vaxa upp úr slíku, þegar þeir komast til vits og ára. Það er slæmt, að fólk skuli vera í heiminn borið með tilhneigingu til þess að ljúga. Sérhver mað- ur verður að læra af reynsl- unni og það oft biturri reynslu, að honum er það bráðnauðsyn- legt að halda ósannindahneigð sinni í skefjum. Skreytni er smábörnum jafn eðlileg og hneigð þeirra til leikja. Hún er þeim meira að segja eins konar leikur. Það verður að kenna þeim sann- sögli rétt eins og þeim er kent að lesa, og þessi kensla á að fara fram um sama leyti æf- innar og barnið lærir að þekkja stafina. Bráðnauðsynlegt er, að mikil rækt sé lögð við að upp- ræta lygahneigð barna. Sé það ekki gert, má ganga að því vísu, að úr barninu verði ó- læknandi lygari, þegar það vex upp. — Er ósannsögli sameigin- legt enkenni fjölskyldna? — Já. Athuganir hafa leitt í ljós, að ef eitt barn í fjöl- skyldu er ósannsögult, eru miklar líkur til, að systkini þess séu einnig með því mark- inu brend. Þetta þarf þó ekki að vera ættgengt, heldur er það oft uppeldinu að kenna. Því miður hefir reynslan sýnt og sannað, að ef ekki er hægt að treysta einu barni í fjöl- gkyldu, eru miklar líkur til, að systkinr þess séu einnig ósann- sögul. — Skrökva börn fremur að foreldrum sínum en kennur- um? — Tvímælalaust. Börn skrökva miklu fremur heima hjá sér en í skólum, og í 7 til- fellum af 10 byggist slíkt á hræðslu. í einu tilfelli af 10 skrökva börn einungis af skáldlegri hneigð. Sum börn hika við að ljúga af ótta við, að þeim verði refsað og getur slíkt stuðlað að því, að gera þau sannsögulli, en í sjálfu sér breytir það ekki innræti þeirra. Strangir foreldrar eiga oft ó- sannsögul börn. — Ber óhreinskilni vott um lélega greind? — Nei. Stundum kann hún að stafa af skorti á dómgreind og staðfestuleysi, en hún stafar ekki af heimsku. Háskóla- stúdent getur alveg eins dregið visvitandi rangar ályktanir og maður á lágu vitsmunastigi. — Er líklegt, að dræmt svar beri vott um ósannsögli? — Nei, þvert á móti. Ósann- söglir menn hika yfirleitt ekki, þegar þeir ljúga. Hraði í svör- um er oft yfirskyn þeirra, sem temja sér að segja ósatt. Með leiftursvörum villa þeir mönn- um einmitt sýn. — Ber kinnroð vott um ó- sannsögli? — Nei. Að vísu orsakar lýgi breytingu á blóðþrýstingi fólks, en sjaldan til þeirr'a muna, að það roðni. Auk þess kemst ósannsöglin upp í vana, svo að brátt taka menn að ljúga “með kötldu blóði”. Sumir temja sér ósannsögli í það ríkum mæli, að þeir vita tæplega sjálfir, hvenær þeir segja ósatt. Að minsta kost virðast þeir trúa því, sem þeir eru að segja. Einn af hundraði er með þessu marki brendur. — Er fáfræði undirrót ó- sannsögli? — Já. Þeir, sem skrökva að staðaldri og hinir, sem gera það aðeins endrum og eins, reynast oft fáfróðir um það, sem þeir eru að tala um. Þeir fylla upp í eyður þekkingar sinnar með hreinum uppspuna. Blaður er oft litað cif alls konar fáránlegum upplýsingum. Fá- fróðir menn, sem vita fullvel um fáfræði sína, breiða oft yfir hana með háfleygri mærð. Og fólk, sem skortir þekkingu og er að sýnast fróðara en það er í raun og veru. — Getur maður, sem er að ljúga, horft einarðlega framan í þann, sem hann er að tala við? — Já. 75 % af fólki getur horft einarðlega í augu þeirra, sem það er að segja ósatt. Lyg- arar eru meira að segja allra manna einarðlegastir á svip- inn. Bezta ráðið gagnvart slík- um mönnum er að leggja sem minstan trúnað á söguburð þeirra og leita sér betri heim- ilda annars staðar. — Eru konur ósannsöglari en karlar? — Nei. Það eru engin rök til fyrír því, að annað kynið sé ó- sannsöglara en hitt. Konur eru að visu oft kænni en karlmenn í þessum efnum. — Er hægt að þekkja lygara á rithönd þeirra? — Nei. Margir visindamenn hafa rannsakað rithendur manna gaumgæfilega, í von um að geta lesið lyndiseinkunn þeirra út úr skriftinni, en slikt hefir reynst ókleift með öllu. — Eru sumir kynflokkar manna lygnari en áðrir? — Vafalaust. Mannfræðing- ar og landkönnuður hafa veitt því athygli, að ýmsir frumstæð- ir kynflokkar eru afar skreytn- ir, en þó eru athuganir þeirra ekki nógu ítarlegar til þess, að telja megi þær óyggjandi. — Segir fólk sannlekann, er það hefir verið dáleitt? — Nei. Ef menn halda, að dáleiðsla nægi til þess að láta fólk segja sannleikann, skjátl- ast því mjög. Bezta ráðið gegn ósannindamönnum er að láta þá vaða elginn, þar til þeir eru orðnir tví- eða margsaga. Með því móti ganga þeir sjálfir í gildruna. — Ljúga menn síður að vin- um sínum en ókunnugu fólki? — Já, það gera menn að sjálf- sögðu. Þegar tveir ókunnugir hundar mætast, urra þeir oft hvor framan í annan og gera ýmislegt til þess að sýnast sem myndarlegastir. Þegar tveir ókunnugir menn hittast, hætt- ir þeim oft við að segja af sér frðegðarsögur í því skyni að gera veg sinn sem mestan í augum hvor annars. — Er leti oft undirrót ósann- söglinnar? — Ekki ætti það að vera. Ef menn halda, að þeir geti sparað sér ómak með því að skrökva, skjátlast þeim mjög. Ósann- indi hafa ýmis konar örðug- leika í för með sér. Ef maður hefir logið, verður hann að muna, að hverjum hann laugi og hverju hann skrökvaði, til þess að honum sé seinna unt að vera sjálfum sér samkvæmur. sannist lýgin á hann, á hann sér, a. m. k. hjá flestum heið- virðum mönnum, aldrei upp- reinsar von. Hvernig er hægt að ætlast til þess, að þér trúið nokkurn tíma manni, sem þér hafið einu sinni reynt að ó- I sannsögli?—Samtíðin. HITT OG ÞETTA ÚR ÖLLUM ÁTTUM Frh. frá 1. bls. Á Miðjarðarhafinu söktu Bretar fimm skipum fyrir Itöl- um nýlega, eftir fergnum að dæma í gær; einum tundur- spillir, þremur meðalstórum flutningaskipum og einu smærra kaupfari. • • • Canadiskur flugfloti nokkur (squadron) er nú kominn til Libyu í bardagann með Bret- um við her Rommels. * * # Næstu viku kvað von á nýrri reglugerð um sparnað á sykur, miklu strangari en þeirri, sem nú er í gildi. # * * Bretar ávörpuðu Frakka í útvarpi s. 1. mánudag og ráð- lögðu þeim að flytja burtu af j vesturströndinni. Viðvörun þessi ber með sér að miklar flugárásir búi þeim í huga og síðar að líkindum innrás. • * • Rauði Krossinn í Canada, hefir nú safnað því fé, er hann ætlaði sér, en það nam alls $9,000,000. • • • Frá Kína er sagt, að Japanir séu að efla lið sit til muna í Manchukuo; þykir enginn vafi á að með því vaki fyrir þeim að stökkva á Rússann. ANDLÁTSFREGN Friðrik Hjálmarsson Reykja- lín ættaður úr Barðarstrandar- sýslu, og fæddur þar 9. nóv. 1873 af ætt séra Friðriks Jóns- sonar Reykjalíns er síðast var prestur að Stað á Reykajnesi, lézt snögglega af hjartaslagi í Selkirk, Man., þann 3. júní For- eldrar hans voru Hjálmur Frið- riksson Reykjalín og Metta Pálsdóttir. Bernsku og ung- þroska ár sín var hann í N. Dakota. Ungur að aldri kvæntist hann, og bjó um hríð í Pine Valley, síðar í Blaine, Wash., og í Lynden, Wash. Einn síns liðs og einmana kom hann til Manitoba sumar- ið 1930, og átti lengst af heima á Gimli; og átti oft úr litlu að spila. Hann var karlmenni að burðum á yngri árum, um margt vel gefinn, talsvert hag- j orður og hafði unun af ljóðum. Aldrei kvartaði hann um hagi sína við neinn; þakkiátur var hann þeim er sýndu honum hlýleik á einhvern hátt. Fám dögum fyrir lát hans átti sá er þetta ritar tal við hann, var hann þá gunnreifur og glaður, þótt hann Jiði af sjúkdómi þeim er leiddi hann til dauða, og hafði lengi# gert. Vil eg nú túlka þakklæti þeim, er glöddu hann, “meðan hann enn var á veginum með þeim.” Útförin fór fram í Selkirk þann 5. júní. S. ólafsson Englendingar eru litlir stjórnmálamenn, segir einn af kunnustu blaðamönnum þeirra. Til þess er þjóðin of gæflynd. j Englendingur gerir að gamni sinu á krepputímum, mögiar á friðartímum, gerir aldrei upp- reisn, nema þá í gamni, til þess að hæðast að þess háttar fram-, komu, og óttast guð og lög-j regluna. Annað hræðist hann ekki. Hann hefir andúð á; stjórnmálastreitu og viðbjóð á mikilli lagasetningu, enda lítur hann þannig á, að laganetið, sem aðrar þjóðir eru reyrðar i, sé ekki til annars en að menn reyni að smjúga gegnum möskva þess. Eg hef einu sinni heyrt Lun- dúnabúa örvænta fyrir hönd þjóðar sinnar. — Ekki veit eg, hvernig nú fer fyrir okkur! sagði hann og átti við, að lík- lega mundu Engiendingar tapa i knattspyrnukappleik, sem þeir áttu að heyja við Banda- ríkjamenn. • • • Eskimóar eru að því leyti sið- aðri en aðrar þjóðir, að þeir þekkja ekki hugtakið styrjöld. í tungumáli þeirra er ekki til neitt orð, sem táknar stríð. Öll vopn Eskimóa eru notuð tii veiða í því skyni að afla fæðu. Svo hefir sagt Simeon nokkur Oliver, sem á sér norskan föð- ur, en móður af Eskimóaætt. Hann er fæddur i Alaska og hefir flutt fyrirlestra í Banda- ríkjunum um Eskimóa og menningu þeirra. • • * í tímaritinu Flight, sem gefið er út í New York, stóð nýlega: Ýmsir kunna að halda, að til- tölulega auðvelt sé fyrir óvina- flugvélar að villa mönnum sýn! með því að líkja sem mest eft-j ir úliti flugvéla þess lands, er; þær ætla sér að ráðast á. En jafnvei þótt þeim tækist að villa þannig á sér heimildir, er lítil von til þess, að þær gætu, farið sinna ferða óáreittar, þvi að jafnskjótt og þær sjást yfir óvinalandi, er þeim sent skeyti á sérstöku dulmáli, sem breytt er frá degi til dags. Og ef þær skilja ekki þetta dulmál og svara ekki hiklaust á því, er óðara skotið á þær af loft- varnabyssum. • * * Tólf ára gömul ensk telpa, sem tekin hefir verið í gustuka- skyni af fjölskyldu i Boston, meðan á striðinu stæði, var send í ágætan amerískan skóla. Einn góðan veðurdag átti teip- Hjá EATON’S . . . skýtur fegurðinni upp ferskri í BÓMULLAR DEILDINNI Hefir nokkru sinni verið önnur eins bómullaröld? . . . Svo margvíslegur vefnaður . . . svo breytileg gerð . . . þvilík undur af öllum regnbogans litum! Hvers sem þér þarfnist við er þér saumið til sum- arsins . . . hvort sem það á að vera eitthvað flott til að vera í á götunni eða á skrifstofunni, eða eitthvað ennþá kostulegra . . . eða eithvað fjarska fagurt fyrir kvöldið . . . þá skyldi fyrsta sporið vera að heimsækja Cotton Centre, Second Floor, Portage T. EATON C<2 uisitcq an ásamt bekkjarsystkinum sínum að skrifa ritgerð um það ægilegasta, sem við hefði borið árið 1940. Við lok kenslu- stundarinnar afhenti telpan kennara sínum óskrifaða papp- írsörk. Hún gat efcki sagt frá neinu ægilegu, sem fyrir hana hefði borið. Henni var þá bent á, að áður en hún befði farið frá Englandi, hefði borg henn- ar orðið fyrir loftárás, og að á leiðinni vestur yfir hafið 'hefði skipið, sem hún var á, verið í síyfirvofandi hættu af völdum þýzkra kafbóta. En alt kom fyrir ekki. Telpan kvaðst aldrei hafa verið í ihættu stödd. Sjór- inn hefði altaf verið spegilslétt- ur, . og brezki flotinn hefði verndað hana, svo að hún hafði ekkert um að skrifa.—Samtíðin Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO.. LTD. Birgðir: Henry Ave. East Simi 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA GULLAFMÆLISBÖRN “í SLENDIN G AD AGSIN S” Sem að undanförnu úthlutar “íslendingadags” nefndin, gull- afmælisbarna-borðum, til allra sem dvalið hafa í landi hér fimtíu ár og meir. Skrifið greinilega allar upplýsingar í sambandi við spurningar þær, sem hér fara á eftir: 1. Fult skírnarnafn, for- eldranöfn og nafnabreytingar. 2. Fæðingarstað á Islandi, fæðingardag og ár. 3. Hvar þið voruð síðast á íslandi? 4. Hvaða ár komst þú til Canada? 5. Til hvaða staðar komst þú fyrst? 6. Hvar settist þú fyrst að hér vestra? 7. Hvar hefir þú dvalið lengst, og hvaða ár hafðir þú bústaða skifti? 8. Hvaða atvinnu stundar þú? 9. Ertu giftur, ógiftur, ekk- ill eða ekkja? 10. Henvær andaðist maður þinn eða kona? 11. Nafn eigin manns og eigin konu? 12. Hvað áttu mörg börn, — hvað mörg barnabörn, — nöfn þeirra og aldur. Gullafmælisborða sendi eg hverjum, sem gefur mér þessar upplýsingar greinilega og hefir dvalið vestan hafs yfir fimtíu ár. Gullafmælisbarna-borðarn- ir heimila öllum, sem þá hafa, frían aðgang að hátíðinni að Gimli 3. ágúst næstkomandi. Davíð Björnsson, ritari Isld. nefndar. Björnssons Book Store, 702 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada. 1. uppreisnarmaður: — Af hverju siæst þú ekki, félagi? Ertu svikari við flokkinn? 2. uppreinsarmaður: — Eg er að bíða eftir því, að húsasmið- irnir ljúki við að mölva allar dyr og glugga á húsinu, svo kem eg til skjalanna — eg er nefnilega húsgagnasmiður. LESIÐ HEIMSKRINGLU— bezta íslenzka fréttablaðið Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskrinerlu Borgið Heimskrinerlu Quisling að horfa á hermannalið sitt á göngu. Til hvorra handar honum eru tveir þýzkir nazistar. Swastikan dinglar yfir höfði hans.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.