Heimskringla - 10.06.1942, Side 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 10. JÚNl 1942
Barry Wilding var að óska sér til ham-
ingju með þetta, er hann heyrði hávaða fram
við hurðina. Litlum hlera í hurðinni var
skotið til hliðar svo að bakka með mat var
rent inn. En áður en hann gat séð hver mat-
inn færði var hleranum lokað.
En þarna var þó matur og hann réðist
strax á teið og smurða brauðið. Að máltáð-
inni lokinni settist hann í stólinn og reyndi
að vera rólegur. Því að það var það eina, sem
dugði í þessu öngþveiti, sem hann var lent-
ur í.
Hann reyndi að hugsa ekki um Phyllis
Kenwit, en hún kom samt ætíð aftur upp í
huga hans. Hvernig mundi henni líða nú?
Mundi hún ekki skammast sin fyrir það, sem
hún hafði gert, eða gladdist hún yfir þessum
sigri, sem hún hafð unnið fyrir glæpafélaga
sína?
Skyndilega rétti hann sig upp í stólnum
og hlustaði. Einhver var að gráta fyrir utan
klefan hans — kvenmaður. Grátuinn var eigi
sorgarþrunginn grátur. Það var eins og ekki
sem brýst fram þrátt fyrir allar tilraunir að
byrgja hann niðri.
Hann beið og vissi varla hverju hann ætti
að trúa. Og stuttu síðar gekk þessi grátandi
kona burtu og alt varð bljótt. En Barry Wild-
ing var fullur undrunar og hugsaði margt.
24. Kapítuli.
Victor Sturrock var eigi aðeins truflaður,
honum fanst að hann væri að verða ruglaður.
Af því að hann var reyndur leynilögreglu-
maður, vissi hann að foringjarnir í Scotland
Yard voru hafnir yfir mútur og lagabrot
hverju nafni, sem þau nefndust. Heilbrigð
skynsemi hans sagði honum, að Barry Wild-
ing væri strang heiðarlegur maður. Hann
trúði því algerlega sögu hans, þótt undarleg
væri og ótrúleg á margan hátt. Samt sem
áður var enginn efi á þvi að Pat Cross undir-
lögreglustjóri, sem hann var nú inni hjá hafði
mjög horn í siðu Wildings. Þetta gat Banda-
ríkjamaðurinn ekki skilið, og það sem verra
var. Hann gat ekki fengið neina útskýringu
á því.
“Hlustið nú á hvað eg segi, Sturrock. Að
ræða um hinn unga vin okkar, hann Wilding,
er að verja tímanum trl óþarfa; því þá ekki
að sleppa því alveg?” sagði Cross. “Ef yður
langar til að fá síðustu fréttirnar af Dan
Wharton með þrjá fingurna, skal eg tala um
hann við yður eins lengi og þér viljið, en eg
endurtek að eg vil ekkert tala um Wilding.
Þér þekkið mig nú orðið nógu vel til þess, að
þegar eg segi eitthvað þá meina eg það.”
“Já, það veit eg vel, en----”
“Það er ekkert “en” í þessu máli. Það er
blátt áfram ekki hægt að ræða það,” svaraði
Cross. Sannleikurinn er . . .” svo beit hann
saman tönnunum eins og hann væri hræddur
um að tala af sér.
“Nei, nei, en eg ætlaði bara að segja
þetta,” tók Sturrock frain í. “Þér vitið senni-
lega að í Durdlles húsinu eru fólgnir feikna-
miklir fjársjóðir frá gamalli tíð, sem senni-
lega eru margra miljóna dala virði?” . Þetta
var nú kanske að kríta liðugt, en hann lang-
aði til að veiða hinn.
Lögreglustjórinn setti upp skelfingarsvip.
“Er þetta satt?” spurði hann.
“Alveg hreint satt! Eg hefi lýsinguna
af staðnum, að minsta kosti helminginn af
henni. Og fyrst eg hefi nú sagt yður óvæntar
fréttir Cross, þá get eg alveg eins vel sagt
yður meira. Vitið þér að Dan Wharton ásamt
tveimur félögum sínum hefir tvisvar brotist
þar inn?”
“Eftir hverju voru þeir að leita?” spurði
Cross hvatskeytslega.
“Ó, auðvitað eftir fjársjóðnum.”
“Ó!” Það var auðséð að þetta var léttir
fyrir Cross.
Sturrock var ekki svoleiðis maður, að
hann léti þetta fara framhjá sér.
“Eftir hverju hélduð þér að þeir væru að
leita?” spurði hann, en Cross hristi höfuðið.
“Eg verð að mæta á fundi,” sagði hann
og stóð á fætur. “En hlustið nú á mig Stur-
rock, þótt þér viljið ekki hlýða ráði mínu, þá
segi eg yður hið sama og eg sagði hinum unga
Wilding: Haldið yður í burtu frá Durdles hús-
inu. Ef þér þurfið að horfa á náttúrufegurð,
þá horfið á hana annarstaðar en í Hillsdown.
Annars-----” Hann endaði ekki setninguna,
en að hún fól í sér hótun var vafalaust.
Sturrock roðnaði.
“Þetta er greinileg bending, Cross,” sagði
hann kuldalega.
“Það er það, og eg gef yður hana vegna
þess að við erum gamlir kunningjar, Sturrock.
Eg bendi yður ennþá einu sinni á að forðast
staðinn.”
“Já, rétt er það.”
“Já, í fylsta máta. Þér eruð of reyndur
maður til að skilja ekki bendinguna.” Að
svo mæltu tók hann f hendi gestsins, opnaði
hurðina og fylgdi honum út á kurteislegan
hátt.
Sturrock var i þungu skapi þegar hann
gekk út á Parment strætið. Bendingin sem
hann hafði fengið var svo greinileg, að hann
vissi að það var höfuð heimska að fara ekki
eftir henni. eins og Cross hafði sagt, Þetta
var i fylsta máta þannig.
Aðvörunin var eins greinileg í eyrum
hans og bílhornin, sem kváðu við í strætinu.
Hún þýddi það, að ef hann héldi áfram að
blanda sér í þetta mál yrði hann tekinn fastur
og settur einhverstaðar þar, sem hann gæti
ekkert látið til sín heyra — hann Victor Stur-
rock! Honum yrði ekki gert neitt ilt, um það
var hann sannfærður, en þeir mundu sjá um
að hann gerði ekkert ilt af sér. Ameríska
sendiherrasveitin, sem hann hafði hitt er
hann kom, mundi spyrjast fyrir um hann, en
þeir í Scotland Yard mundu auðvitað ekkert
um hann vita. Þeir mundu harma það mjög,
en að spyrja um hann mundi vera alveg
árangurslaust.
Hefði venjulega staðið á mundi lögreglu-
maðurinn hafa látið sér þetta nægja og haft
sig út úr málinu. Og hversu undarleg, sem
þessi krafa kunni að virðast almenningi, var
hún mjög skiljanleg Victor Sturrock. Yfir í
Bandaríkjunum hafði hann haft mörg við-
kvæm mál með höndum, sem hann hefði beð-
ið sjálfan forsetann að láta afskiftalaus hefði
kringumstæðurnar gert svoleiðis boð nauð-
synlegt. Vandræðin fólust ekki í því að hann
skildi ekki né virti aðvörun Cross, heldur í því
að tilfinningar hans voru á öndverðum meið
við reynslu hans og -heilbrigða skynsemi
hans.
Því að honum féll vel vð Barry Wilding
og vegna þess lagði hann út í þá vafasömu
baráttu við Scotland Yard. Auk þess hafði
hann heitið Wilding hjálp sinni og honum
var ekki þannig farið, að hann gengi á bak
orða sinna.
Hann batt enda á þessar rökræður við
sjálfan sig með því að fá sér vagn og aka til
Paddington stöðvarinnar. Hann langaði til
að heyra hvernig Wilding hefði gengið biðils-
förin.
í veitingahúsinu fékk hann þær fréttir,
að Wilding hefði ekki komið heim. Það var
því með vonbrigða tilfinningu að hann settist
að borðinu. Hvert kveld síðan hann kom hafði
hann borðað með Wilding og hann saknaði
hans nú mjög.
Þegar klukkan varð níu og Wilding lét
ekkert á sér bera fór hann að verða órólegur.
Ef maðurinn hafði komið ráðum sínum í
framkvæmd að strjúka með stúlkuna, hefði
hann sjálfsagt gert honum boð um það, og
það sem var ennþá sennilegra, sótt flutning-
inn sinn í gistihúsið. Menn fóru ekki í brúð-
kaupsferðina í fötunum sem þeir stóðu í.
Er Sturrock fleygði frá sér vindilstúfnum
eftir að hafa lokið miðdegisverðinum, gerði
hann ákvörðun sína. Sem vinur Barry Wild-
ings ætiaði hann að finna hann og vita hvað
hefði komið fyrir hann. Og þar sehi hann
hafði boðið honum hjálp sína, ætláði hann að
hjálpa honum eins mikið og hann gæti.
Það var yndislegt kvöld. Hann ætlaði að
ganga yfir að Durdles húsinú.
* # *
Phyllis Kenwit leið illa. Þessi nýja stefna
var kanske nauðsynleg, en hún gat aldrei
framar horft framan í Barry Wilding. Og
hún var heldur ekki alveg viss um að hún
gæti fyrirgefið föður sínum. Hann hlaut að
hafa heyrt hana tala um að hitta Wilding, en
ekki látið á því bera. Kanske hann væri far-
inn að gruna hana — þótt hún hefði ætíð sýnt
honum öll dæmi trygðar og hjálpfýsi. En
hvað sem því leið hafði hann notað sér’ þetta.
Mennirnir frá Scotland Yard höfðu komið
seinni hluta dagsins — fjórir saman. Þeir
höfðu breytt mjög valdsmannlega. Einn
þeirra hafði án frekari umsvifa læst hana
inni í herbergi hennar. Hefði hún ekki vitað
hverjar afleðingarnar yrðu, hefði hún orðið
fjúkandi reið. I stað þess fleygði hún sér
upp í rúmið og fór að gráta.
Eftir að þeir höfðu unnið þetta þrekvirki
hafði hún læðst að staðnum. Einn mannanna
frá Scotland Yard var ennþá í húsinu og sagði
henni að hafa sig í burtu. En þessi fanga-
vörður var nú að drekka teið sitt, og aetlaði
hún sér að láta fangann vita að hún var sak-
laus — að hún hvorki með vitund né vlja
hefði gint hann í þessa gildru.
Hún hafði ætlað sér að tala við hann
gegnum opið í hurðinn, ef hún gæti opnað
það, en þegar á hólminn var komið brast
hana kjarkur til þess og þún fór að gráta.
Hafði hann heyrt til hennar? Og skildi hann
að það var hún, sem var fyrir utan? Þessum
spurningum varð að vera ósvarað, því stuttu
síðar kom þessi andstyggilegi lögreglumaður
og hún varð að forða sér.
Þetta var fagurt kvöld, og hún ákvað að
ganga út og hressa sig stundarkorn áður en
hún færi að sofa. Er hún hugsaði um mann-
inn, sem hún elskaði og var lokaður inni i
þessu hræðilega herbergi, fékk hún grátstaf
í kverkarnar. Þrátt fyrir alt, vifðinguna fyrir
föður sínum, eið þann sem hún hafði unnið
og loforðið, sem hún hafði gefið, fanst henni
að hún yrði að losa Barry Wilding úr þessu
fangelsi og það undir eins. Þetta ástand var
skammarlegt og auðmýkjandi.
“Eg fer út í garðinn, Starkey,” sagði hún
við vesalings Starkey. Hún bjóst við að hann
hefði fengið skipun um að gæta hennar.
“Það er gott ungfrú. Yndislegt kvöld.
Minnir mann á Ameríku, ungfrú.” Rödd
hans lýsti sárri heimþrá.
“Langar þig mjög mikið að komast heim
til New York, Starkey?” spurði hún blíðlega.
Þjónninn kinkaði kolli.
“Það langar mig líka,” bætti hún við. “Eg
viildi að eg hefði aldrei til Englands komið.”
Rödd hennar lýsti takmarkalausri sorg.
Þjónninn lagði hendina á handlegg henn-
ar. Þótt ófríður væri með afbrigðum, var
hann þó framúrskarandi hjartagóður og það
vi-ssi Phyllis Kenwit.
“Eg get sagt ungfrúnni góðar fréttir,”
sagði hann. “Við förum brátt heim til Ame-
ríku öll sömul. Læknirinn sagði rétt núna
að-----” hann laut niður að ungu stúlkunni
og hvíslaði einhverju að henni.
Það hafði undrunarverð áhrif á Phyllis.
“Æ, er þetta satt, Starkey!” siagði hún og
rödd hennar skalf af gleði.
Hún varð að ganga sér til hressingar.
Þegar hún var komin spölkorn niður akveginn
kom maður í -ljós úr út myrkinu.
“Er þetta Miss Kenwit?”
Maðurinn, sem var henni alveg ókunn-
ugur bætti við: “Eg er leynilögreglumaður og
er ráðinn til að rannsaka hið leyndardóms-
fulla hvarf Barry Wildings.”
Sturrock, því að þetta var hann, furðaði
ekki á að hún hrökk við. Hann var þá á
réttri leið. Phyllis Kenwit vissi heilmikið um
þetta, og hann var ákveðinn að fá að vita alt,
sem hún vissi. Þótt hún fögur væri ætlaði
hann ekki að spara hana. Hann beið eftir
svari.
“Hvað eigið þér með “leyndardómsfullu
hvarfi”?” spurði hún dauflega.
“Rétt það sem eg segi, ungfrú Kenwit.
Mr. Wilding er vinur minn og skjólstæðingur.
Við höfum verið sambýlingar í veitingahús-
inu “Svanurinn” í Hillsdown. Hann hefir
sagt mér um þetta dularfulla hús, sem hann
segist eiga. Áður en eg fór til bæjarins í
morgun trúði hann mér ennfremur fyrir öðru
atriði; hann sagðist eiga að hitta yður klukk-
an þrjú í dag og æt'la að fá yður til að flýja
með sér. Mr. Wildinig er mjög ástfanginn í
yður, ungfrú Kenwit,” bætti hann við.
Unga stúlkan laut höfði. Hún svaraði
ekki en Sturrock heyrð að hún hafði ekka,
sem hún reyndi að byrgja niður.
“Eg hafði samið við Mr. Wilding að borða
með honum miðdegisverð, þegar eg kæmi frá
borginni, en hann kom ekki og er ekki kom-
inn ennþá. Þess vegna notaði eg orðið “horf-
inn’. Eg bætti líka framan við það orðinu
“leyndardómsfult”, en í rauninni er ekkert
leyndardómsfult við þetta. Mr. Wilding,” nú
varð rödd hans hörkuleg, “var lokaður inni í
þessu húsi, og eg er staðráðinn í því að--”
“Miss Kenwit, hver er þessi herra?”
Þessi spurning var gerð í bjóðandi rómi.
Sturrock sneri sér við og sá þann, sem spurt
hafði. Það var Sir Bertram Willan inman-
ríkisráðherrann.
“Eg er fús til að gefa yður allar upplýs-
ingar um mig, Sir Bertram,” svaraði hann.
Nú kom röðin að ráðherranum að
hrökkva við.
“Þér vitið hver eg er?”
Sturrock broáti.
“Það er venja blaðanna að prenta myndir
af frægum mönnum, Sir Bertram.”
“Hann er leynilögreglumaður, Sir Bert-
ram,” sagði Miss Kenwit lágt.
Willan sneri sér hvatskeytslega að lög-
reglumanninum.
“Leynilögreglumaður! — eruð þér leyni-
lögreglumaður?” spurði hann hranalega. —
“Hvað eruð þér að gera hér?”
“Eg heiti Sturrock. Eg er vinur Mr.
Wildings” — hann stansaði nógu lengi til að
sjá óttasvipinn á andliti ráðherrans — “og eg
kom hingað í kvöld til að komast eftir hvernig
stæði á þessu skyndilega hvarfi Mr. Wild-
ings.”
Sir Bertrum bandaði hendinni óþolin-
mæðislega.
“Eg get ekki staðið hér og hlustað á
þetta mas. Eg skal senda hingað út mann,
sem getur annast um yður. Komið Miss Ken-
wit.”
Innanríkisráðherrann tók að ganga hratt
í áttina til hússins, en hann var ekki kominn
langt fyr en hann stansaði. Maður kom
-hlaupadi frá húsinu eins og skollinn væri á
hælum hans. Sturrock, sem nú var orðinn
öllu vanur, var ekki mjög hissa er hann sá að
þetta var Cross frá Sootland Yard.
Cross var auðsæilega froðufellandi af
reiði.
“Hefi eg ekki sagt yður að halda yður
burtu frá þessu húsi?” hrópaði hann og and-
lit ihans var afmyndað af ilsku. Hann greip
upp skambyssu og miðaði henni á ameríku
manninn.
Sturrock snerist illa við. Hann gat tekið
gamni, en þetta virtist helst vera brjálæði.
“Burtu með þessa skambyssu, Cross!”
sagði hann hörkulega.
“Burtu með yður, annars skýt eg kúlu í
gegn um yður, eins og eg heiti Patrick Cross!”
svaraði lögreglustjórinn, með málrómi, sem
var rámur af reiði.
Svar Ameríkumannsins birtist í gerðum
í stað orða. Með skjótri hreyfingu sló hann
skambyssuna út úr hendi Cross og réðist svo
samstundis á hann.
Síðan flugust þeir á af alefli.
25. Kapítuli.
Ennþá einu sinni sátu þeir Don Wharton
og félagar á glæpasióðinni saman á ráð-
stefnu. Seinni leiðangurinn til Durdles húss-
ins hafði mishepnast, því að þeir höfðu ekki
náð fjársjóðnum. En eitt atriði vakti samt
von þeirra, það atriði kom Wharton með.
“Þið voruð svo fljótir að ryðjast af stað
að þið gleymduð þessu,” sagði hann og lagði
vasabók á borðið. “Það fyrsta sem eg sá
þegar við fórum út var þetta, að uppþvotta-
herbergið var opið eða glugginn á því, en við
höfðum ekki skilið hann eftir opinn, og það
sem rneira var, svertinginn hafði verið flutt-
ur. Þetta — auk þess að við heyrðum ein-
hvern ganga yfir höfði okkar þegar við bund-
um stúlkuna — gat sagt hverjum manni, þótt
heimskur væri, að einhverjir fleiri voru á
ferðinni en við þarna í húsinu. Þegar stúlkan
hljóðaði mistuð þið alia stjórn á sjálfum ykk-
ur og hugsuðuð strax um lögregluna. Eg
sagði strax að mig skyldi ekkert furða á því,
að þetta væri flónið hann Wilding, sem er
ástfanginn í stúlkunni og hangir þar altaf í
kring um hana. En það var engin hætta á að
þið gætuð trúað því, en þutuð af stað. Eg játa
að við gátum ekkert veitt upp úr stúlkunni
og hefðum ekkert igrætt á að hanga þar leng-
ur, úr því að fjársjóðurinn var ekki þar, se-m
við héldum að hann væri; en eg hafði augun
opin og það megið þið vera þakklátir fyrir á
meðan þið lifið.”
“En að hverju á alt þetta málæði að leiða,
Dan?” spurði kóngulóin.
“Það skuluð þið nú fá að sjá,” svaraði
Wiharton með tindrandi augum. Hann opn-
aði vasabókina og dró út úr henni blað. “Hvað
segið þið um þetta?” spurði hann sigri hrós-
andi.
Hinir litu á það.
Til sonar mín í
Ef neyð ber að hönd
sem er í stóra salnum
eldi og vatni
þú finna Don Sylvesers
John Trev
Kóngulóin las fyrstu orðin: “Til sonar
míns—” Húrra! Þetta er hinn helmingur-
inn, sem Wilding hlýtur að hafa haft. Er
þetta vasabókin hans, Dan?”
Dan með þrjá fingurna sýndi þeim titil-
blaðið í bókinni, þar sáust stafirnir B. W.
“Látum oss setja báða hlutana saman,”
sagði þriðji þorparinn.
Þeir fóru strax að orðum hans og leit
testamentið þá þannig út:
Til sonar míns í Arnarhreiðrinu í Berkshire.
Ef neyð ber að höndurn þá snúðu
kreptu hendinni, sem er í stóra saln-
um á arninum, og undir eldi og vatni
og undir grjóti munt þá finna Don
Sylvesters fjársjóðinn.
John Trevannion.
Kóngulóin blístraði.
“Er þetta nú einhver bölvuð vitleysa?”
spurði hann sjálfan sig án þess að líta á hvor-
ugan hinna.
“Vitleysa?” át Wharton eftir og reiddist.
“Nei, fjandinn hafi að það er það ekki. Þú
veist hvað þessir gömlu sjóræningjar gerðu
við ránsfenginn sinn? Þeir grófu hann í
jörðu -handa sonum og sonarsonum sínum.
Það átti að vera varasjóður og svo gerðu
þeir þetta kanske af sparnaði, og ti-1 að forð-
ast skattana til kóngsins eð,a drotningarinnar.
I