Heimskringla - 10.06.1942, Síða 7

Heimskringla - 10.06.1942, Síða 7
WINNIPEG, 10. JÚNl 1942 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA Ferðahugleiðingar Eftir Soffonías Thorkelsson Framh. Það kom fyrir atburður vorið sem eg dvaldi í Reykjavík, sem hafði töluverð áhrif á veru mína og kynningu við fólk, og einnig á endurminningarnar af ferðinni; vil eg því minnast á hann. Eftir að'eg kom ti'l Islands um vorið, var góðkunningjum minum að vestan boðið heim ásamt konum þeirra: Gunnari Björnssyni frá Minneapolis, af ríkinu; Ásmundi P. Jóhannssyni, Árna Eggertssyni og Jóni J. Bíldfell frá Winnipeg, af Eim- skipafélagi Islands. Varð eg glaður við, er eg frétti, að þeir væru væntanlegir; eg vissi, að þeir voru vel að þeirri virðingu komnir, ihöfðu unnið fyrir henni, voru stórmerkilegir lfarlar, er höfðu strítt og stritað lengi og vel, unnað landi sínu hugástum, og látið margt gott af sér leiða. Allir þessir menn voru komnir nokkuð til aldurs og orðnir göngumóðir eftir alt stritið, er starf dugandi manna hefir jafn- an i för með sér. Vænti eg þess, að ferðin hefði hressandi áhrif á þá og að það yrði þeim til gleði að -hljóta þessa viðurkenn- ingu fyrir góðhug sinn og dugnað og iþátttöku í félags- og vel- ferðarmálum fslendinga. Þá bar að landi í Reykjavik hinn 22. maí, eftir aðeins tíu daga ferð frá New York; voru þeir sýnu hepnari með sjóveðrið en eg, sem var 13 daga á leiðinni, en mín ferð var þeirn mun skemtiHegri sem veðrið var f jölbreyttara. Mér fanst það hreint ekki svo litill viðburður, er góðkunningjar minir komu, þvi þótt eg væri ekki búinn að vera nema tvo mánuði að heiman, var eg orðinn bráðsólginn í að fá fréttir þaðan; og svo mun fara fyrir flestum, sem í Canada hafa verið, að landið er þeim minnisstætt og þeir sakna margs þaðan, og ekki minst hinnar kyrlátu Winnipeg-borgar, sem mér hefir altaf fundist viðkunn- anlegasti bærinn sem eg hefi komið í, að undanteknum San Diego og Habana á Cúba. Eg ihefi verið spurður að því nokkrum sinnum, fyrir hvað Eimskipafélagið hafi boðið þessum mönnum heim, og vil eg i grein þessari leitast við að svara því og skýra það litillega. Eg heyrði menn heima oft hafa orð á því, að félagið væri að eyða fé sinu í þann óþarfa að bjóða þessum mönnum heirn, en eg reyndi að sannfæra Iþá um það, að þessir menn hefðu fúllkomlega unnið til viðurkenningarinnar, þótt fyrr hefði verið, og að félagið hefði ekki gert meira en skyldu sína til þeirra. Vestur-lslendingar hafa aldrei mænt heim til viðurkenn- ingar fyrir það, sem þeim kann að hafa lánast að -gera fyrir vini sína, ættngja eða þjóðina í heild í stöku tilfellum; en þó hlotið hana oft og einatt. En þessir -menn, er gengust fyrir hluta- sölumálinu, svo vel sem þeir gerðu það, hiutu hana ekki, að því er eg veit bezt, fyr en með boði þessu; og enn í dag er hún ekki, eftir því sem mér skildist, metin eða viðurkend hjá sum- um. Kemur það víst til a-f ókunnugleika á málinu. Vestur-lslendingar hafa aldrei veitt neinu máli heima svo örugt fy-lgi sem'þessu, og ekkert mál, sem þeir hafa hlynt að, hefir -haft svo giftusa-mlegar afleiðingar í för með sér. En segja má, að Emskipafélagið -hafi -bjargað lí-fi og líðan -þjóðarinnar gegnum fyrri heimsstyrjöldina; og einnig þessa, síðan hún byrjaði. Á. P. Jóhannsson hefir verið einn af stjórnendum félagsins um 20 ár og farið 8 -ferðir til Islands í þágu þess til að sitja ársfundina. Kostaði hann þær allar af eigin fé. Hann var einn a-f þeim allra fyrstu, þegar félagið var rétt í myndun, sem ásamt þeim Árna Eggertssyni og Jóni T. Bergmann tóku hluti fyrir stórum upphæðum í Eimskipafélaginu og lofuðust til að safna hér vestra hlutafé fyrir 200,000 krónur, sem gert var. Þessi þáttaka Vestur-lslendinga hvatti menn mjög á Islandi til að gerast hluthafar í félaginu; og ríkið sjálft lagði fram 100,000 krónur. Var Ásmundur einn þéirra manna hér, er lagði mikið á sig við að safna hluta-fé; kom þar fram hinn mikli manndómur hans og hyggni og hlýhugur til lands og þjóðar. Árni Eggertsson var í stjórn félagsins næstum frá byrjun, eða frá þeim tíma, að Alþingi viðurkendi Vestur-lslendinga sem lögmæta meðstjórnendur þess. Fór hann margar ferðir heim á ársfundina og kostaði þær sjálfur. Ferðaðist hann víða um bygðir Íslendinga hér vestra, heimsótti ótai heimili; naut hann þess oft, að hann var maður vinsæll og höfðingi í lund, og varð honum því vel ágengt; því þótt viljinn væri góður hjá mörgum til þes-sarar þátttöku, þá voru kringumstæðurnar víða þær, að Mtið var aflögu, sérstaklega árin eftir að styrjöldin skall á. Jón J. Bíldfell var sendur heim af hluthöfum fyrir vestan, en þó upp á sinn eigin kostnað, á stofnfund félagsins, er var haldinn í Reykjavík í byrju ársins 1914. Ha-fði hann meðferðis ýmsar breytingartillögur við uppkast það, að grundvallarlögum félagsins, er vestur hafði verið sent; voru allar tillögurnar sam- þyktar á stofnfundinum. Einnig gerðist Jón stór -hluthafi og gekk að því með -mikilli alvöru ásamt -félögum sínum að selja hluti; varð honum ekki síður vel ágengt en þeim Árna og Ás- mundi. Hann var maður vel þektur meðal Vestur-lslendinga að dugnaði og drenglyndi, er ætíð hafa verið einkenni hans. Hann er maður vel skýr, og mun eg lengi minnast ræðu þeirrar, er hann hélt á fundi í Góðtemplarahúsinu í hlutasöfnunarmál- inu; var ræðan flutt af því lífi og sannfæringarafli, að það varð ekki misskilið, að maðurinn meinti það sem -hann sagði. Eina tillögu bar Jón fram á stofnfundinum, er lýsir honum betur en löng ritgerð mundi gera; var tillagan fúslega samþykt og gerð að grundvallarlögum félagsins. Tillagan er svona: “Aldrei skal nokkrum hluthafa eða stjórnarmanni félagsins vera veitt lívilnun í fari með skipum þess, -hvorki í fargjaldi né fæðispeningum eða farmgjalds, nema útgerðarstjóra.” Jón J. Bíldfell gat ekki komið heim um vorið með kunn- ingjum sínum, vegna þess að hann var þá staddur norður í Baffinland fyrir Hudson’s Bay félagið. En eg vonast til þess, að Eimskipafélagið endurtaki heimboð sitt við hann, er stríði þessu lýkur. Mér fyndist það mjög æskilegt, að honum auðn- aðist að verða þeirrar ánægju aðnjótandi, er eg veit að þau hjón munu hljóta af ferðinni; hún er þeim verðskulduð. Það voru margir fleiri en þessir þrír menn, sem eg mintist á hér, er veittu mikla aðstoð við sölu hlutabréfanna. Vil eg sérstaklega minna-st á Aðalstein Kristjánsson, er ferðaðist víða um bygðir íslendinga, ennfremur B. L. Baldvinsson og Th. E. Thorsteinsson bankastjóra, er gerði óhemju mikið verk fyrir nefndina í bréfaskiftum og reikningshaldi, alt án borgunar, — og fleiri og fleiri. Gunnar Björnsson er frábær maður að hæfileikum; öll er fjölskylda hans óvenjulega vel gefin að gá-fum og Islandsvinir svo miklir, að varla verður betur á kosið. Synir hans, sem þó eru fæddir hér vestra, tala og rita málið svo vel, að unun er á að hlýða. Er það gott dæmi þess, hvers heimilin geta áorkað, þegar viljinn er góður og hjónin samhuga. Gunnar er bók- mentamaður mikill, og hefir -hann skilið, hvað var börnum hans til andlegrar heilsúbótar; ætti Island marga hans líka hér vestra, þá væri málum þess vel skipað og hvergi skarð fyrir skildi. Eiga þau hjón miklar þakkir og viðurkenningu skilið, því að öruggari útvörð 'held eg, að ísland eigi hvergi en þau hjón, og var það vissulega vel til fallið að ríkið bauð þeim heim. Það var margt sem eg græddi við komu þeirra heim: Allan tímann sem þeir voru þar, en Iþað munu hafa verið um tveir mánuðir, voru tíð veizluhöld fyrir -þá. Og þar se-m eg var Vestur-lslendingur, var mér einnig boðið í flestar veizlurnar, auðvitað þess óverðugur, því að eg var óbrotinn -ferðamaður, sem fáir á landinu þektu, nema þá lítllega af afspurn, og kanske ekki að góðu. En eg lét það ekki á mig fá; veizlurnar sat eg með þessurn heiðursmönnum og varð hvarvetna velvildar og alúðar aðnjótandi, er altaf kemur -fram í garð Vestur-íslend- inga, flutti margar borðræður og -bar mig mannalega, eins fyrir það þótt eg væri skjólstæðingur heiðursgestanna. Eg undi hag mínum hið bezta, og tel mér það mikinn gróða að hafa kynst svo mörgu skemtilegu og virðingarverðu fólki við þau tækifæri. Mun eg lengi mnnast þess fólks og samsæta þeirra, er eg naut með því. Mendingar kunna vel að fagna gestum og gera góðar veizlur. Hef eg aldrei kynst neinu jafn tilkomu- miklu hér vestra. Veizlur okkar hér ná ekki því hámarki og það jafnvel er við reynum að hafa sem mest við. Eg vildi sérstaklega minnast einnar vezlunnar, því að hún tók öllu því fram að hátíðleik, er eg hafði áður séð. Þetta var veizla, er Eimskipafélagið undir stjórn Guðmundar Vilhjálms- sonar fra-mkvæmdastjóra, hélt í tilefni tuttugu og fimm ára afmælis Eimskipa-félags Islands. Hún var ekki mannmörg, að- eins fjörutíu manns; veitingar voru hinar kostulegustu og ljúf fengustu, réttir fleiri og fjölbreyttari að mat og vínum en eg veit dæmi til. En það sem mér fanst mest til koma veizlu þess- arar, var skreyting borðanna og tilhögun öll, hvað alt var þetta óvenjulega smekklegt og tilkomumikið. Guðmundur kann ekki síður til veizlugerða en stjórna Eimskipafélaginu. Sá maður ber margar kápur vel. Emil Nielsen, fyrirrennari hans, reynd- ist vel; það> róma allir. Ekki hefir Guðmundur Vilhjálmsson reynst síður. Félagið var stórheppið að fá hann sem forstjóra, enda var hann vel undir þann starfa búinn og hafði hlotið víð- tæka þekkingu í viðskiftamálum. Hann var um margra ára skeið forstjóri íslenzka kaupfélagsins á Englandi. Framh. DÁN ARFREGN Þann 12. ma-í s. 1. hlaut hvíld- ina hinstu, að elliheimilinu Betel á Giml, ekkjan Guðný Jónina Helga Friðfinnson, eftir langvarandi vanheilsu. Bana- meinið var krabbamein inn- vortis. Hún var ekkja Páls Friðfinnssonar landnámsmanns í Argyle-bygð, sem dó 1932. Fædd var hún 2. febr. 1864 að Hallbjarnarstöðum í Hörg- árdal í Eyjafjarðarsýslu. For- eldrar hennar voru Jón Ólafs- son, sýslumannskrifari og Helga Jónasdóttir. Mun Jón hafa verið ættaður þar úr Hörgárdalnum en Helga að lík- indum norðan úr Reykjadal. Með foreldrum sínum fluttist Guðný vestur um haf 1879, og þá frá Eskifirði, þar sem faðir hennar -hafði verið skrifari hjá Tuliníusi kaupmanni. Sett- ist þá fjölskyldan að nálægt Sandy Bar, um tvö ár, en fluttist svo til Winnipeg um tveggja ára skeið, en að því enduðu til Argyle-bygðar 1884, námu land að Brú, sem var pósthús sveitarinnar. Skömmu síðar giftist Guðný Páli Friðfinnssyni, bróður Jóns tónskálds, og námu land í hæð- unum í sunnanverðri bygðinni. Þar bjuggu þau góðu búi, og voru styðjendur alls félags- skapar og framfara bygðinni til heilla um 40 ára skeið, en þá fluttu þau til Baldur. Eftir lát manns síns þar, var Guðný til heimilis í bygðinni og víðar, þar til hún fyrir nær tveim árum fékk samastað á Betel. Guðný var einstaklega - NAFNSPJÖLD - "111 1 Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusíml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er aS finna á skriístofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsimi 33 ÍSS Thorvaldson & Eggertson LögfrœOingar 300 NANTON BLDG. Talsími 97 024 Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours : 12—1 4 P.M.—6 P.M. AND BY APPOINTMENT M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lastur úti meðöl í viðlögum Vlðtalstímar: kl. 2—4 e. h. 7—8 að kveldinu Slmi 80 857 643 Toronto St. Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY ST. Beint suður af Banning Talsimi 30 S77 Viðtalstími kl. 3—5 e.h. A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone S6 607 WINNIPEG J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents _ Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave., Phone 27 9S9 Presh Cut Flowers Daily. Plants in Season We speciaUze in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88 124 Res. 27 702 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 Grenfell Blvd. Phone 62 200 FINKLEMAN OPTOMETRISTS & OPTICIANS Sjónin prófuð—Eyes Tested CUeraugu Mátuð-Glasses Fitted 200-1-2-3 Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Cor. Smith St. Phone Res. 403 587 Office 22 442 44 349 THE WATCH SHOP THORLAKSON & BALDWIN Dlamond and Wedding Rings Agent íor Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE - HÖRMUNGAR OG EYÐILEGGINGAR AF VÖLDUM HITLERS Á mynd þessari er rússnesk bóndakona grátandi út af missi heimilis síns, sem Hitler hefir eyðilagt í eldi, sem á myndinni sézt. Hjá konunni standa tvö börn hennar. kristin kona og kom það fram í starfi og lífi hennar alla æfi. Með heimilisstörfum sínum fann -hún tíma og tækifæri til þess að vera sunnudagaskóla- kennari um 40 ár, og áhrif hennar á barnssálir svo f jarska margar á aldrinum rétt fyrir fermingu, getur enginn mælt eða metið. Og við prestarnir, sem með henni áttum gæfu til samstarfs við kristna upp- fræðslu, þökkum innilega slíkt fórnfúst og kærleiksríkt starf. Og margir munu þeir sem enn kunna best bænir og útskýr- ingar Guðnýar í sunnudaga- skólanum, bæði að Grund og Brú og Baldur. Yfir slíkt fyrn- ist ekki auðveldlega. Einnig var Guðný skrifari Argyle kvenfélagsins svo að segja frá byrjun, og Brú félagsins, þar til höndin fór að stirðna við skriftir og yngri athafnakonur léttu af henni starfi. Sam- vizkusemi, einlægni og jafnan hið best til mála lagt einkendu alt hennar starf. Slík fram- koma gefur fögur eftirdæmi. Guðnýju lifa tveir synir: Jón, timbursali við Pontex, Sask., og Victor, húsabyggingamaður í Winnipeg. Systkini Guðnýjar á lífi eru: Óláfur Oliver, $ Baldur, Man., og Lilja, (Mrs. S. Peters), Cypress River, Man. Jarðarför Guðnýjar fór fram frá Brúarkirkju 14. maí að við- stöddum nánustu ættingj- um og vinum. Hún hvílir í Brú- ar grafreit. Séra E. H. Fáfnis jarðsöng. E. H. F. Landnámssögu fslendinga í Vesturheimi má panta hjá Sveini Pálma- syni að 654 Banning St„ Dr. S. J. Jóhannessyni að 806 Broad- way, Winnipbg og Björnson’s Book Store and Bindery, 702 Sargent Ave., Winnipeg. NOKKITR GUÐSNÖFN Á það hefir verið bent, að orðið guð sé ritað með þremur bókstöfum á islenzku, dönsku, sönsku og norsku, en i flestum öðrum menningarmálum sé það ritað með f jórum stöfum. Hér skal þetta sannað með nokkr- um dæmum: Á frakknesku .. Dieu — þýzku - .. Gott — hollenzku .. Godt — spænsku ... Dios — latínu . Deus — forngrísku .. Zeus — nýgrísku .. Teos — assýrisku .. Adat — persnesku ... Sern — arabisku ... Alla — sanskrit . Deva — egypsku Amon — Inkamáli .. Papa — Fönikíu máli .. Baal — japönsku — ... Shin — Kaldeumáli . Nebo — Indversku —- . Hakk Frúin: — Heldurðu ekki, að vinnukonan, sem eg rak í gær, hafi stolið beztu handklæðun- um okkar. Maðurinn: — Hvaða hand- klæði voru það? Frúin: — Það voru hand- klæðin, sem við tókum með okkur, þegar við gistum á hótelinu í fyrra. * • • Gunna: — Hvað gerði hann Siggi, þegar hann var búinn að kyssa þig? Stína: — Hann kysti mig auðvitað aftur. # * • Kalli litli: — Pabbi, manstu, þegar þú hittir hana mömmu í fyrsta skifti? Faðirinn: — Já, það var á mánudegi í veizlu hjá bróður hennar. Við sátum 13 við borð- ið.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.