Heimskringla - 17.06.1942, Síða 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 17. JÚNl 1942
Fjársjóður þessi Var sennilega grafinn af
John Trevannion, sem við vitum að var skip-
stjóri hjá Drake. Það var sjálfsagt ránsfeng-
ur frá spönskum skipum. Þarna er skjalið,
sem lýsir þvi hvar hann er, og viljið þið ekjd
hirða hann, þá tek eg hann sjálfur. Eg skal
gera það þótt eg þurfi að sprengja alt húsið
í loft upp til þess.”
“Þú þarft ekkert að óttast að við förum
að skilja við þig, Dan,” svaraði Kóngulóin. “Á
ekki Wilding húsið?”
“Já, hvað gerir það til? Hann hefir hvað
sem því liður mist helminginn sinn af skjal-
inu — heyrðu, við skulum líta á það betur.”
Síðan fóru þeir allir þrír að lesa bréfið.
“Já, við skulum finna fjársjóðinn þó að
við verðum að rífa niður húsið,” sagði þriðji
skálkurinn — fyrverandi málarinn.
“En bæði Kenwit og Wilding hljóta að
sjá að eitthvað er á ferðinni í kring um húsið
og kalla sennilega á lögregluna sér til hjálp-
ar.”
Dan Wharton brosti íbygginn.
“Látið mig um það alt saman, þá fáið þið
ekki að reyna nein vandræði út af þessu,”
svaraði hann. “Við getum sjálfir séð fyrir
Wilding, en hvað Kenwit snertir — eg veit of
mikið um Kenwit til þess að hann hræði mig
burtu. Hvað sem því líður eru þau ekki að
leita að fjársjóðnum, að minsta kosti ekki
eftir þessum fjársjóði.”
“Hvað veist þú um þau, Dan?”
“Eg um það — en það er mál, sem sum
blöðin mundu gefa þúsundir dala til að vita —
bæði hérna og í Bandaríkjunum,” svaraði
hann. Og eftir það fengu þeir hann ekki til
að segja orð meira um þetta atriði.
# * *
Hér um bil um sama leytið og hinir þrír
skálkar hrósuðu yfir happi sínu, varð Barry
Wilding var við að hann hafði mist vasabók-
ina sína. Honum datt strax í hug áflogin í
borðstofunni og að maðurinn, sem hafði leit-
að á honum hafði tekið bókina. Þetta minti
hann á enn annað, sem lét reiði hans ná há-
marki sínu. Kenwit og menn hans höfðu ekki
einungis ráðist á hann og varpað honum i
fangelsi, en þeir höfðu líka rænt hann arfi
hans. Þar var vafalaust ástæðan fyrir ill-
virkinu. Þrátt fyrir efa Sturrocks, gat ekki
ástæðan verið neín önnur en þessi.
En ef þeir héldu að þeir gætu gert við
hann það, sem þeim gott þætti, fóru þeir mjög
viltir vegar. Hann ætlaði að komast út úr
þessu herbergi á einn eða annan hátt.
Hann steig upp á stólinn og horfði út um
gluggann. Hann varð svo undrandi að hann
datt næst um því út af stólnum. Þeir höfðu
farið með hann aftur til Durdles hússins!
1 Þótt þetta kynni undarlegt að virðast,
varð ekki um það efast. Hann þekti þetta
landslag. Þeir höfðu líklegast ætlað að villa
honum sýn með þessari keyrslu, en það var
ekki ómaksins vert fyrir þá.
Hann fór nú að athuga gluggann, og við
nánari athugun sá hann að járnsláin, sem lá
þvers yfir gluggann var ryðguð mjög. Sterkt
átak? Hann reyndi, en jámið þoldi það þótt
gamalt og ryðgað væri, en það sem ryðið
hafði gert mátti ljúka við á einhvern hátt.
Bara að hann hefði haft sög!
Hann fór að leita í vösum sínum. Og
brátt fann hann hlut, sem gerði hann mjög
glaðan. Auðvitað! Þeir höfðu ekki rannsak-
að vasa hans gaumgæfilega því að hann hafði
slegið manninn, sem var sagt að gera
það. En þá var grunur hans með vasabókina
rangur ... hann ypti öx!lum. Það mál varð að
bíða. Það sem honum reið mest á var a’ð
komast út. Ryðguð járnsláin var elna hindr-
unin að ná frelsinu.
Hann dró stóran hníf upp úr vasanum og
strauk honum blíðlega. Þessi hlutur, sem
leit út eins og vasahnífur var í raun og veru
miklu meira. Hann var margskonar áhald,
sem saman stóð af ýmsum verkfærum, sem
menn taka með sér er þeir ferðast um óbygð-
ir. Það mátti draga með honum tappa úr
flöskum, hneppa með honum stígvélum og
blessaður var sá maður, sem fann hann upp!
Þarna var svolítil sög úr fínasta stáli.
%
Barry reyndi hana, það gekk ágætlega!
Auðvitað mundi það taka tíma, en áður en
kvöldið kæmi gat hann veikt svo slána að
honum yrði auðið að brjóta hana með hönd-
unum. Glugginn var lítill, en hann gat samt
komist í gegn um hann.
Hann var að vinna af kappi þegar barið
var hægt á dyrnar. Hefði öðruvisi staðið á
hefði hann kanske ekki tekið eftir því, en nú
hoppaði hann léttilega niður á gólfið og setti
stólinn á það mitt.
Aftur var bakka rent inn um opið á hurð-
inni, en í þetta skiftið sá hann hendina, sem
bar bakkann. “Starkey!” sagði hann lágt.
Að stundarkorni kom svarið. “Takið
yður ekki þetta nærri, herra minn! Alt verð-
ur gott. Það segir ungfrúin.”
“Bað hún yður að segja það, Starkey?”
“Já, herra minn. Það sagði ungfrúin.”
Svo var lokum rent fyrir og hann heyrði þjón-
inn fara burtu. .
Það var ágætur kvöldmatur og át Barry
hann með beztu lyst og með ró nokkurri ill-
kvitniskendri ánægju. Þessi máltíð átti að
styrkja hann á flóttanum. Og Phyllis Ken-
wit gat sjálf haft sínar hughreystingar —
hann ætlaði sér að fara úr húsi þessu um
kvöldið, og svo skyldi hann sjá til að þetta
yrði heyrum kunnugt, eigi aðeins í Scotland
Yard, heldur um alt landið. Sú hugsun gladdi
hann mikið og hló hann með sjálfum sér með-
an að hann át.
Þegar hann var búinn að snæða hóf hann
verkið á ný og var svo niðursokkinn í því að
hann heyrði ekki rödd ungu stúlkunnar, sem
kallaði til hans framan úr göngunum.
Hann vann enniþá í Mukkutíma, greip
svo fast í slána, svo að hún brotnaði sundur
í.miðju eins og fúin spýta. Er hann þurkaði
ryðið af fingrum sér kom efinn í huga hans.
Hann gat nú komist út um gluggann, en
hvernig komst hann ofan á jörðina?
Hann greip í gluggakistuna og hoppaði
upp svo að hann gat stungið höfðinu út um
gluggann. Ef flóttinn væri nú ómguleg'ur?
En svo fékk hann hugrekkið á ný. Eitt-
hvað fimtán fetum fyrir neðan hann var stall-
ur í veggnum eða múrbrún tveggja til þriggja
feta breið. Kæmist hann ofan á hana fyndi
hann kanske rennu til að komast ofan eftir.
En hann þorði ekki að stökkva ofan á
stallinn, því að féHi hann alla leið niður hlaut
hann að hálsbrjóta sig. En hvað?
Hann brosti er honum varð litið á rúmið,
það var mjög vingjarnlegt af þeim, sem höfðu
hann í varðhaldi að láta hann fá rekkvoðir.
Þegar hann fengi þá ánægju að hitta þá á ný
ætlaði hann að þakka þeim fyrir — en nú
vantaði hann reipi, og rekkvoðirnar rifnar í
lengjur gátu komið í stað þess. Fimtán mín-
útum síðar, er Wilding hafði bundið ræm-
urnar vel saman og endan við rúmstólpann,
fleygði hann hinum endanum út um glugg-
ann og bjóst svo að fylgja sjálfur á eftir.
Að smjúga í gegnum hinn litla glugga
var, þó að sláin væri brotin, enginn hægðar-
leikur, og treysta léreftsræmunum þar sem
hann hékk í þeim ein sextíu fet fyrir ofan
jörðina, var ekki beínlínis hressandi. En
Barry tókst þetta hvortveggja, og þegar hann
lá á grúfu á steinþrepinu, kom það í ljós að
hepnin var með honum í þetta skiftið, því
að hendi hans snerti við einhverju, sem hlaut
að vera þakrenna. Hann var hólpinn.
Hann skreið áfram eitt fet enn og ætlaði
að fara að krækja fætinum utan utn rennuna,
þegar hann sá að ljós skein út um glugga
fast hjá sér. Þar hafði áður verið myrkur.
Vegna þessa Ijóss og svo hins að gluggatjöld-
in voru eigi alveg dregin fyrir, gat hann séð
inn í herbergið.
Það sem hann sá kpm hárunum til að
rísa á höfði hans.
Sir Bertram Willan, innanríkisráðherr-
ann var þarna inni og var að taka í hendina á
hinum ófjöturslega loðna mannapa, sem
Wilding hafði haldið að væri brjálaður, er
hann hitti hann fyrir nokkrum dögum síðan
iþegar sem mest gekk á.
26. Kapituli.
Innanrákisráðherrann var íi mjög æstu
skapi er hann gekk upp stigann við hlið Phyl-
lis Kenwit. Það var óánægja og vanþóknun-
ar svipur á andliti hans.
“Hvað vitið þér um þennan mann, Miss
Kenwit?”
“Ekkert, herra minn,” svaraði unga
stúlkan hiklaust. “Eg hefi aldrei séð hann
áður. Eg gekk út vegna þess að veðrið var
svo gott, og vissi ekki að hann væri hér í
trjágarðinum fyr en hann talaði til mín.”
“Hm! Og hann segist vera leynilögreglu-
þjónn — amerískur leynilögregluþjónn, sem
er óendanlega miklu verra. Við getum sagt
okkar eigin mönnum fyrir verkum, en
þessi----” hann þagnaði og smelti fingrunum
af gremju. “En samt efast eg ekki um að
Cross geti ráðið við hann.” Hefði hann litið
til baka, á bak við næstu beygjuna á stígnum,
hefði hann sannfærst um að Cross var að
reyna það, því að þeir voru þar í hörku áflog-
um.
Phyllis Kenwit vogaði sér að koma með
athugasemd.
“Eg hugsa að faðir minn hafi góðar frétt-
ir að færa yður, herra minn.” Og er hún sá
að birti yfir svip hans varð hún hugrakkari
og bætti við: “Æ, eg vona bara af alhuga, að
þær séu sannar að þetta taki enda — því eg
get ekki staðist þetta lengur!” v
Ráðherrann leit á hana með samúð og
hluttekningu.
“Eg get aldrei endurgoldið yður og föður
yðar það, sem þið hafið gert fyrir mig. Og
ætíð hlýt eg að standa persónulega í ómetan-
legri þakklætlsskuld við yður fyrir alt, sem
þér hafið orðið að líða þessa síðustu daga.
En samt hafið þér sýnt svo mikið hugrekki og
sjá'lfsafneitun, þar sem þér annars hefðuð
getað haft svo skemtilegar stundir.” Hann
þagnaði og bætti svo við stuttu síðar: “En
þegar alt þetta er um garð gengið get eg
heitið yður því, að yður skal verða bætt þetta
fyllilega upp. Nei, ungfrú Kenwit, eruð þér
að gráta?” Hann gekk stundarkorn áfram
og leit svo á hana á ný. “Viljið þér ekki
segja mér hvernig stendur á því að þér eruð
að gráta?”
Hún hristi höfuðið og þurkaði af sér tár-
in. Nei, hún gat ekki sagt honum það. Hvern-
ig gat hún sagt honum að þessi sjálfsafneit-
un, sem hann var að tala um, hafði svift hana
hamingjunni. Hvernig gat hún sagt honum
að hún elskaði manninn, sem innanríkisráð-
herrann hafði látið læsa inni í turninum?
Sir Bertram Willan, sem sá að spurning-
ar hans gerðu hana ennlþá sorgmæddari, gekk
áfram þegjandi. Það var ekki auðvelt að
skilja ungar stúlkur, og hann hafði þýðingar-
meiri atriði að hugsa um en þær þessa stund-
ina.
Honum var boðið inn í herbergi, þar sem
Kenwit læknir tók á móti honum allur á lofti
af gleði.
“Hér hefir hepnast það. Það hepnaðist
betur en eg gat framast vonað!” hrópaði hann
um leið og hann sá ráðherrann.
Sir Bertram varpaði öndinni, svo létti
honum fyrir brjósti og hneig næstum lé-
magna niður í stól.
Kenwit horfði á hann áhyggjufullur.
“Eg hefði ekki átt að segja yður þetta
svona óvænt,” sagði hann. “Mætti eg bjóða
yður einhverja hressingu, Sir Bertram?”
“Whiskey og sódavatn þakka yður fyrir,
eg finn eg þarf þess með,” svaraði hann .
Er innanríiksráðherrann hafði drukkið
úr glasinu, sagði hann, eins og hann væri að
afsaka þennan óstyrkleika sinn: “Þér getið
ekki hugsað yður hversu mikillar áhyggju
þetta hefir valdið mér, Kenwit. Hvern dag,
hverja stund, hefi eg verið eins og á nálum af
ótta um, að þetta kæmist upp — en vel á
minst,” sagði hann alt í einu, “hvar er hinn
ungi maður, hann Wilding?”
Læknirinn brosti.
“Hann er nú vel geymdur,” sagði hann,
“og hann líður enga neyð. Hann hefir gott
rúm, nóg til að lesa og éta — svo þegar sá
tími kemur og hægt er að útskýra þetta fyrir
honum, hugsa eg að hann hafi yfir engu að
kvarta.”
Innanríkisráðherrann brosti.
“Þvert á móti Kenwit,” sagði hann, “eg
býst við að hann hafi mjög mikið til að kvarta
yfir. Þér megið ekki gleyma að hann veit
ekkert um þetta og hvað um er að vera. Hann
hefir lögin á sína hlið. Eignarbréfið fyrir
þessu húsi er þér fenguð þegar þér keyptuð
það, hljóta að hafa verið fölsuð. 1 rauninni
gat eg ekki skilið að hann lét yður vera
kyrran í því.”
“Dóttir mín sá um það,” svaraði Kenwit.
Enginn gat búist við að slíkur maður og hann
var, væri að hugsa um slíka smámuni. Hann
varð að fá að vera í friði og ró.
Sir Bertram kveikti sér í vindlingi.
Fyrst við minnumst á dóttur yðar, Ken-
wit, þá virðist henni ekki liða vel. Eg vona
að þetta fyrirtæki okkar, hafi ekki gert henni
neitt ilt.”
Læknirinn bandaði hendinni óþolinmæð-
islega.
“Hvernig ætti eg að útskýra dutlunga
ungrar stúlku?” sagði hann. “En fyrst þér
minnist á það, þá skal eg játa að Phyllis hefir
ekki verið sjálfri sér lík þessa síðustu daga.
Það stafar af þessum innbrotum hugsa eg.”
“Innbrotum?” askan frá vindlingi Will-
ans féll á gólfið án þess að hann veitti þvi
eftirtekt.
“Já, hamingjan má vita hvað þeir fuglar
vonuðust eftir að finna hér, en það hefir
tvisvar verið brotist inn hérna hina síðustu
daga. Starkey vakti mig í nótt og sagði mér
frá því.”
“Þessir þjófar, eða hvað sem þeir voru,
fengu þó ekkert að vita?” spurði ráðherrann.
Áhyggjusvipurinn kom aftur á andlit hans.
“Nei, þér megið vera óhræddur um það.
Eg sá fyrir þá hættu, sem auðvitað var. Eftir
fyrstu tilraunina flutti hann í annað herbergi.
Við fluttum í turninn. Hann er tengdur við
aðal bygginguna með einum dyrum, fyrir
þeim er járnhurð, sem næstum því er óhreyf-
anleg þegar hún er ólæst, hvað þá ef hún er
læst. Eg lét hana ekki vera ólæsta skal eg
segja yður. Wilding er í öðru herbergi í
turninum.”
“Mér Mzt illa á þessi innbrot,” svaraði
ráðherrann. Þetta er ekki hús, sem maður
gæti ætlað að innbrotsiþjófar leituðu á. Þér
hafið kanske hugsað yður hvaða erindi þeir
ættu hingað?”
Hinn maðurinn geispaði.
“Nei, því miður hefi eg ekki gert það,
Sir Bertram. Við skulum láta okkur þá skýr-
ingu nægja, að þúsið er mjög afskekt. —
Mannagreyin hafa verið hungraðir. Þó------”
hann þagnaði.
“Hvað var það sem þér vilduð sagt hafa,
Kenwit?” Sir Bertram hafði með skarp-
skygni sinni orðið var við að hinn hikaði.
“Eg vildi bara gera þá athugasemd,”
svaraði hinn eins og utan við sig, “að maður-
inn, sem við náðum hérna í fyrra skiftið og
brotist var inn, virtist ekki heyra til~ flokki
venjulegra innbrotsþjófa eða flækinga. Hann
var vel búinn og bar á sér heldri manna svip,
en auðvitað gat hann verið þorpari þrátt fyrir
það. Hreinskilnislega sagt, Sir Bertram, þá
vorkendi eg honum. Eg hefi rannsal^ð slík
málefni svo nákvæmlega og var þvi sann-
færður um, að hann væri ágætt dæmi manna
þeirra, sem þjást af heilabilun. Eg ætlaði
rétt að fara að bjóðast til að gera það sem
eg gæti fyrir mannvesalinginn, þegar hann
gerði tilraun til að flýja. Eg neyddist þá til
að slá hann í rot með skambyssunni minni.
Eftir það mundi eg áreiðanlega hafa rann-
sakað hei'la mannsins, ef dóttir mín hefði
ekki hindrað mig frá því----”
“Guð minn góður!” hrópaði ráðherrann.
“Þér munduð aldrei hafa verið svo heimsk-
ur!”
“Læknirinn leit á hann undrandi og
mælti svo stuttur í spuna:
“Er það ekki lífsstarf mitt?”
Innanríkisháðherrann veifaði hendinni.
“Jú, auðvitað — en þér hlutuð að sjá
hættuna, sem í því fólst, Kenwit? En eg
vona að manninum hafi ekkert verið gert?”
“Nei,” svaraði læknirinn með eftirsjá,
“dóttir min kom með sömu mótbárurnar og
þér, þótt þær séu hlægilegar. Þess vegna
slapp maðurinn. Það var synd, því að eg er
viss um að heili hans var þess virði að hann
væri rannsakaður.
“Jæja, jæja, látum okkur sleppa þessu,"
sagði Sir Bertram og gekk fram og aftur um
gólfið. “Segið mér nú um — vin okkar.”
“Þér skuluð fá að heilsa upp á hann
sjálfur,” svaraði læknirinn, sem á svipstundu
komst í gott skap. “Eins og eg sagði yður,
þá gekk þetta ágætlega, langt um framar
öllum vonum. Wiesmann, Giblein, Stein-
meyer og allir hinir — æ eg vildi óska að
þeir væru 'hér nú! En þeir skulu fá að lesa
um þetta — já, það skulu þeir sannarlega fá!”
“Lofið mér að sjá hann,” sagði ráð-
herrann, og nú kom röðin að honum að sýna
óþolinmæði.
Kenwit sýndi mikinn óróleika þegar hann
leiddi gest sinn út úr heíberginu. Hann fór
með hann eftir löngum göngum, en fyrir
stafni þeirra var stór hurð úr járni. Er
hann opnaði hana með lykli, sem hann dró
upp úr vasa sínum, sagði hann við förunaut
sinn. “Eins og þér sjáið erum við einangr-
aðir frá öllum hinum hluta hússins, svo að
engin hætta er á ónæði frá öðrum.”
Ráðhenrann kinkaði kolli því til sam-
þykkis. Þeir voru nú komnir inn í reglulegt
völundarhús þar sem hvert herbergið tók við
af öðru. í þeim var öllum fúkalykt vegna
þess hve lengi þau höfðu verið óhirt.
Kenwit staðnæmdist fyrir utan dyr eins
herbergisins, tók upp lykil úr vasa sínum,
svo opnaði hann hurðina og lét Sir Bertram
ganga inn á undan sér.
Maður nokkur sat þar inni í körfustól, og
reis nú úr sæti sínu. Hann var heldur en
ekki illa uppábúinn, því að andlit hans var
þakið löngu og úfnu skeggi, sem ekki hafði
verið kembt í marga daga.
Er hann sá ráðherrann, gekk hann til
hans og rétti honum hendina.
Er Sir Bertram sá þennan mann, bar and-
lit hans vott um sárar tilfinningar, og leit
helst út fyrir að hann ætlaði alveg að missa
vald á sjálfum sér.
“Berti”, sagði skeggjaði maðurinn með
drynjandi rödd, og svo rak hann upp hræði-
legan hlátur.
“Ráðherrann leit á hann forviða en tók
samt í hendi ihans.
“Hvernig líður þér?” spurði hann í hlut-
tekningarrómi.
Hinn maðurinn svaraði þessari spurn-
ingu með ofsalegri hláturkviðu.
Kenwit greip í handlegg Sir Bertrams.
“Komið fljótt út héðan. Hann hefir
fengið kast!”