Heimskringla - 19.08.1942, Blaðsíða 5

Heimskringla - 19.08.1942, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 19. ÁGÚST 1942 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA Góðrarvonarhöfða og vestur eftir Rauaðhafinu. Þanng er auðsætt, að í ná- lægri framtíð geta Bretar og Ameríkumenn hvergi hafið sókn, nema yfir Ermarsund inn á Frakkland. Vitanlega væri þar að sækja á þann hluta frönsku strandarinar sem bezt- ar varnir hefir. Þjóðverjar hafa flutt margar af fallbyssunum úr Maginot-línunni niður á strönd Frakklands, og varnar- virki þeirra, dreifð á 50 mílna vegalengd inn frá ströndinni, eru helzt í líkingu við gömlu Sigfried-linuna þeirra. Atlaga á strönd Frakklands hefði þó þann stuðning sem hvergi annarsstaðar væri kost- ur á, nefnil. aðstoð orustu-flug- fara er hefðu stöðvar á landi. Flugför, frá hinum fjölmörgu stöðvum á Suður-Englandi, gætu flogið 100 mílur inn á Frakkland. Atlöguherinn gæti þó hvergi náð lendingu í friði, óáreittur, eins og í fyrra heims- stríðinu. En með allmiklu manntjóni, myndi hann þó ná fótfestu á landi, undir vernd aragrúa af orustu-flugförum. Og þegar herinn hefði náð þar landgöngu, nyti hann þeirra hagsmuna, að vera staddur á svæði sem Bretum er kunnugt, frá fyrri ferðum þeirra þar; auk þess sem hann hefði þar kerfi af frönskum símum. Og það sem mestu skifti væri, að hann hefði þar ágætar, þýzkar flugstöðvar, sem þegar herinn hefði náð þeim yrðu forvarða- stöðvar hins brezk-amerikan- ska orustu-flugflota. Frh. SITT AF HVERJU UM ÍS- LENDINGADAGINN o. fl. Eftir Jón úr Flóanum Kæra Heimskringla: Það er rigning í dag og held- ur svona leiðinda-veður í þeim afkima veraldarinnar, þar sem eg á heima . . . . og líklega víð- ar. Það er ekki margt hægt að gera á slíkum dögum; maður reynir að lesa, en einhvern vegin gengur manni hálf illa að festa hugann við það sem maður er að lesa, eða svo er það með mig. . . . Vel á minst. Núna undanfarna daga hefi eg verið að lesa skáldsögu eftir Charles Dickens, Já, Dickens var nú enginn klaufi að skrifa, en óskaplega er hann langorð- ur, blessaður karlinn. En skemtilegar eru sumar sögu- persónur hans, ekki verður því neitað. Og mikil er viðhöfnin og varfærnin, þegar hann minnist á ástina. Hann þarf margar blaðsíður til að segja frá jafn algengum og hvers- dagslegum viðburði og þvi, að pilti hafi litist vel á stúlku. Þá ganga þeir ólíkt röskara til verks vorir íslenzku nútíma höfundar. Þeir tala ekki í kringum efnið, þeir karlar. Nei, þeir vita, hvað þeir ætla að segja, og segja það. . . . Mér er vel við Dickens, og eg held að eg reyni að lesa allar sögur hans, sem eg á ólesnar . . . . ef mér endist aldur til þess. Jæja, þetta er nú ekki um Is- lendingadaginn, en um hann ætlaði eg að tala í þetta sinn, ef eg kemst einhverntíma að þvi. En því er svo farið með mig, að eg á altaf erfitt með að byrja, eg veit ekki hvar eg á að byrja. Allir ritstjórar og ræðumenn kannast við þetta. Þeir geta sagt eins og Matthais: Hvar skal byrja, hvar skal standa? . . . . En Bragi leysti brátt úr vanda og benti honum á Tindastól. . . . Það er enginn Tindastóll til á minni andlegu flatneskju. En auðvitað er Is- lendingadagurinn eins konar þjóðræknislegur Tindastóll okkar Vestur-íslendinga; og þar sem þessar línur áttu að vera um hann, þá er víst bezt að taka sér stöðu þar og segja frá ýmsu, sem fyrir augu og; eyru, einkanlega eyrun, bar. Eg var nefnilega á íslend- ingadeginum í sumar. Eg sæki alla Islendingadaga og öll þjóð- ræknisþing. Þetta er komið upp í vana fyrir mér. Og mér þótti heldur fyrir því, að þeir gátu ekki haft hátíð á Iðavelli í sumar; eg hefði farið þangað líka. En úr því eg fer að ræða um Islendingadaginn, ætla eg að segja það fyrirfram, að eg hefi nokkrar smá-athugasemdir að gera við hátíðahaldið, sem eg vona að enginn taki illa upp fyrir mér. Eg er ekki vanur að vera með miklar útásetn- ingar. Eg veit ekki hvort hin háttvirtta væntanlega íslend- ingadagsnefnd fyrir næsta ár vill taka þessar athugasemdir nokkuð til greina; en ef hún finnur hvöt hjá sér til að gera það, þá er henni það velkomið . . . . ef þá nokkur úr nefndinni les þetta. Mín fyrsta athugasemd er þá viðvíkjanid íþróttunum. Mér er ekki ljóst hvers vegna nefndin slepti svo að segja öllum í- þróttum þetta ár, hvort það var vegna þess að hún óttað- ist, að ekki mundi verða næg jþátttaka í þeim, eða hvort það var gert til þess að spara fé. En slíkar iþróttir hefi eg aldrei séð nema á skóla-pikk- nikkum úti á iandi; og hefi eg oft séð þær betri þar. Ef þessu heldur áfram, þá megum við búast við eftir nokkur ár, að sjá ekkert nema ómálga börn, sem ekki eru úr grasi vaxin, þreyta kapphlaup. Það er auð- vitað gott að byrja á börnunum sem yngstum til að venja þau við. Hver veit nema það geti, orðið íþróttafólk úr þeim með tímanum; einkum ef nefndin lækkar ekki prísana, sem litlu j angarnir fá, ofan í tíu og fimm cent. Getur engin fullorðin manneskja hlaupið lengur? Eg þekki nú samt nokkra allgóða íþróttamenn, sem sátu heima í þetta skifti. . . . öðru vísi mér áður brá. Fyrir nokkrum ár- um var svo mikið af íþróttum, að það varð að halda þeim á- fram allan daginn. Þá voru til menn, sem nentu að hlaupa hálfa mílu og þá voru til menn, sem nentu að glíma. En nú er eins og enginn nenni að hreyfa sig til neins. Jafnvel boga- skytturnar, sem svo mikið gam- an var að horfa á í fyrra og í hittiðfyrra, létu ekki sjá sig nú. . . . Eg segi ekki meira um íþróttirnar, bara endurtek, að þær voru þær lélegustu, sem eg hefi nokkurn tíma séð. En ræðuhöldin bættu upp það, sem á vantaði íþróttirnar, og meira en það. Ræðurnar voru með þeim beztu, sem eg hefi heyrt á Islendingadögum, og hefi eg heyrt þær nokkuð margar. Fylkisstjórinn Mc- Williams talaði vel og sköru- lega. Það átti vel við, að fá hann til að vera þarna, betur, finst mér, heldur en borgar- stjóra Winnipeg. Og samt hef- ir Queen, sem sjálfsagt verðurj borgarstjóri þangað til dauð-: inn burtkallar hann úr þessum táradal, flutt góðar ræður á Is- lendingadögum. Og þá jmá ekki gleyma forsætisráðherra Manitoba, sem eflaust verður forsætisráðherra önnur tuttugu ár, eða þangað til yfir gröf hans verður letrað requiescat in pace, hann hefir oft talað vel og hlýlega til okkar Vestur- Islendinga. Gunnar Björnsson er enn hlutgengur, hvar sem er, þó farinn sé að eldast. Gunnar er ræðumaður af gamla skólan- um, mælskur vel, dálítið gefinn fyrir að viðhafa hljómmikil orð, en fyndinn .skemtilegur og ómyrkur í máli. Slíkir menn sem Gunnar eru ekki á hverju strái. Eg dáist að þeim karli. Nú þegar næstum hver auli er Manstu Islendingur Manstu, íslendingur, móður þinnar skaut? Manstu vissa hnjúka, sem fylgdu þér á braut? Manstu fossinn góða, sem fylti hugann þrá fjölbreyttari veröld að kynna þér og sjá? Fossinn söng frá upphafi fornyrt kvæðaiag. —Fyrsta skáld með norrænan ofurhug í brag. Elskaður af smáþjóð sem ískalt nafnið ber, elur þó svo viðkvæman streng i brjósti sér. Sólin bræddi jökul, en sofið var og dreymt, samt var undramagnið hjá fossinum geymt. Roðar loks af degi og rumskast hyggja manns. —Reynist fossinn góði þá kraftaskáld síns lands. Mundu, íslendingur, í mannraunum og sorg, mikiil kraftur leynist í þinni eigin borg. Margur reis úr álögum merkur og frjáls. —Mundu kraftaskáldið í barmi þíns sjálfs. Jakobína Johnson -Seattle, 2. ágúst, 1942. ■ ■ ’ Pegar eldraunir stríðs . . . _____ \ Þegar eldraunir stríðs -taka enda þegar afnemast Hjaðningavíg, þegar æskan og ástin og gleðin leiðast óhult um friðhelgan stíg, þegar heilagur regnboginn hvelfist yfir hatursins útbrunninn gíg. Þá mun sigurljóð söngvængjum berast vorum sorgarheim — tigið og hátt. Þungt og voldugt svo alþjóð í eining tekur undir i hrifning og sátt. —Drottinn æsku og ástar og gleði, veiti íslenzku ljóði þann mátt. Jakobína Johnson Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO.. LTD. Birgðir: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstoia: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA DANINN SE]fa FRAM- LEIÐIR FLUGVÉL Á HVERRI KLUKKUST. skáld og leirskáld, beðin um að senda þar til kjörinni dóm- nefnd Islendingadags-kvæði sín til yfirlits og íhugunar; og svo ákvað dómnefndin, eftir því viti, sem henni var gefið, hvaða kvæði væri bezt. Þá ortu menn eftir því sem andinn blés þeim í brjóst, en ekki eftir pöntun. Eg legg til, að ef að líkamlegar íþróttir leggjast al- veg niður, eða ef þær skyldu verða aðeins fyrir börn innan j fimm ára, þá verði því fé, sem sparast við það, varið til þess að styrkja hina andlegu íþrótt, skáldskapinn, á þann hátt, sem ------ eg hefi bent á hér að framan. Fyrir átján mánuðum settist Þá vil eg minnast með nokkr- Charles E. Sörensen, hinn mikli um orðum á Fjallkonuna, meyj- stórframleiðslu skipulagninga- ar hennar og söngflokkinn. Frú snillingur Henry Fords, niður i Gerður Steinþórsson sómdi sér gistihúsherbergi sinu í Cali- prýðilega í gerfi Fjallkonunn-, forníu og velti fyrir sér hinu ar. Ávarpið, sem hún flutti, erfiðasta vandamáli. Þennan var vel samið, en hefði mátt dag hafði hann heimsótt verk- vera hér um bil helmingi smiðju, þar sem fjögurra lengra. Þesskonar ávörp mega hreyfla sprengjufiugvélar voru hvorki vera of löng né of stutt; framieiddar. Og hann komst séu þau of löng, hætta áheyr- að þeirri niðurstöðu, að ef Ford endurnir að taka eftir i miðju aetti að framleiða sprengjuflug- kafi og fara að glápa í allar ,átt- vélar, eins og landi hans, Bill ir, en séu þau of stutt, þá er Knudsen hafði stungið upp á, hin sifjaða eftirtekt rétt ný- yr®i það að vera i stórum stíl, vakin, þegar hætt er. Eg tók eftir því, að karlarnir, vel skipulögðum. Blýanturinn hans fór að MINNI ÍSLANDS Flutt á íslendingadegi í Blaine. Washington, 26. júli 1942. Góðir hugir hafið brúa, heim er jafnan ljúft að snúa. Island, þú átt þennan dag, þúsundraddað ástarlag berst þér hljótt um bláan geim; blærinn skilar kveðjum þeim. Aldrei varstu okkur kærri, aldrei mynd þín fegri, stærri, land, sem hetju hjartablóð hefir vígt, og andans glóð kveikti’ í barna sinna sál, svarf til eggjar viljan stál. Heimangjöf þín, góða móðir, gafst þeim vel, er nýjar slóðir ruddu hér, en hetjudáð hafa þeir í sögu skráð landsins nýja. — Ættjörð, enn alast hjá þér slíkir menn. Horf því djörf mót heiðum degi, hríð var fyr á þínum vegi, Islands þjóð, í traustri trú; táp þitt enn mun reynast brú fram til nýrra, fegri daga; fræg þig eggjar hetjusaga. Sögu þinnar sigurhróður, sólarljóð og hreystióður, verma einnig okkar blóð; aldrei tæmist þeirra glóð. Því áttu Island þennan dag, þúsundraddað ástarlag. Richard Beck látinn ganga á skóla fram eftir öllum aldri, og allir eru svo að segja jafnir, þá er eitthvað hressandi að sjá og heyra þessa gömlu sjálfmentuðu menn eins og Gunnar. Thorson ráðherra er mælsk- ur maður, og það er varla hægt annað en að taka eftir því sem hann segir. Mæiska hans er mælska lögmanns og hins æfða stjórnmálamanns. Alt sem hann segir er hnitmið- að; hver setning hittir nagl- ann á höfuðið, ef svo má að orði komast; hann eyðir engum orðum til ónýtis, og það er víst sjaldan sem hann endur- tekur það sem hann er búinn að segja. Þetta er auðvelt, þegar ræðumaðurinn hefir ræðuna skrifaða á blöðum lyr- ir framan sig, en eg hefi heyrt Thorson flytja ræður án þess, og honum bregst þá ekki heid- ur bogalistin. Stundum mætti vera dálítið léttara yfir ræðu- stíl hans; en hann er samt á- valt áheyrilegur og mergur- inn málsins tapast aldrei hjá honum í innantómu orða- skvaldri. Sem sagt, ræðurnar voru góðar. En við slík tækifæri ættu tvær aðal ræðurnar að vera fluttar á íslenzku. Nefnd- in má ekki láta það viðgangast, að meirihluti ræðanna á Is- lendingadegi séu á ensku. Það væri skemtilegt, að geta sagt það sama um kvæðin, sem flutt voru, en það er nú ekki hægt. Að vísu eru bæði kvæð- in laglega ort, sem við mátti búast, þar sem þau eru eftir tvö af betri skáldum okkar Vestur-lslendinga; en það er líka alt, sem hægt er að segja þeim til hróss. Kvæðið fyrir minni Islands er helzt til langt til að vera tækifæriskvæði, og þar að auki er það að efni til fremur leiðinlegt. Það er á því einhver nöldurs- og vandlæt- ingar-bragur, sem á þar ekki heima. Sú var tíðin, að Dr. Sig. Júl. Jóhanesson gat ort vel fyrir minnum. Eg man eftir einu Islandsminni hans, sem byrjar svona: “Ó, hverjum skyldi úr móðurgarði gengið svo glöðum, að hann ekki feldi tár”. Þarna er setning, sem hrífur, læsir sig inn í huga manns og er ógleymanleg. En hver man eða vill muna annað eins og þetta: “Hann Bjarni var hvassorður, hrópaði á Jón sem heigul og ýmislegt fleira”? Kvæðið fyrir minni Canada er betra kvæði sem minni, en það er skemt með skrúðmáli, sem er heldur innantómt, eins og “Hýrleita heiðríkju storð” og “. . . . hver borg úr hug- festu stáli.” . . . . Já, hvers konar stál er það? Eg segi þetta ekki af neinni löngun til að setja út á kvæð- in. En hér hafa tvö höfuðskáld okkar Vestur-lslendinga ort við hátíðlegasta tækifæri ársins, og ekki vandað sig betur en þetta. Er þessi kveðskapur orðinn svo hversdagslegur, að jafnvel góðskáldum þurfi að mistakast? Eru skáldin orðin þreytt á að yrkja þessi minni? Hvernig væri annars, að taka upp til reynslu þann gamla siðj sem tíðkaðist hér fyrir. fjörutíu árum, að gefa verð- laun fyrir beztu kvæðin? Þá voru öll skáld, stórskáld, smá- sem sátu næstir mér tóku hreyfast yfir blaðið, og fyrsta aldrei augun af Fjallkonunni skrefið í áætluninni var stigið. og hirðmeyjunum, enda voru Blýtanturinn hélt áfram að þær fríðar og glæsilegar í sín- hreyfast, og fyrir dögun lágu um skrautlegu búningum .... krotuð blöð um alt herbergið. “a sight to make an old man Um morgunverðartíma var á- young”, eins og Tennyson seg- ætlunin tilbúin — áætlunin um ir einhvers staðar, eða var það t stæstu sprengjuflugvélaverk- einhver annar, sem sagði það? smiðju i heiminum. Eg þræti ekki um það. j Nú er þessi verksmiðja full- Vel syngur karlakórinn enn, búin. Nýlega hóf hún fjölda- þótt í hann vanti nokkra þá, | framleiðslu sprengjuflugvéla, sem áður prýddu hann með og þar er unnið sleitulaust að sinni nærveru. Gunnar er Því marki, sem Sörensen og meiri hæglætismaður en Ragn- Ford settu sér — að framleiða ar var við söngstjórnina, en stórar, fjögurra hreyfla hann er þéttur á velli og sígur j sprengjuflugvélar, til þess að á árina. . . . Mikið hefði á taka þátt í baráttunni fyrir vantað, ef Birgir Halldórsson frelsinu allar stundir sólar- hefði ekki verið þarna með hringsins. sinn sóló-söng. Það situr ekki á mér að fara að hæla honum, Verksmiðjan stendur á gömlu engi, rétt fyrir utan Detroit, og jafn margir mér meiri og vitr- j er um mílu á lengd og f jórðung ari menn og hafa gert það, en mílu á breidd. Innan bygging- þetta vil eg um hann segja: sé arinnar eru smábílar notaðir nokkur Islendingur, sem eg^til sendiferða milli deildanna. hefi heyrt syngja, öfundsverð- Þessi eina verksmiðja hefir ur af fallegri söngrödd, þá er meira gólfrými en þrjár stær- hann það. stu sprengjuflugvélaverksmiðj- Og að endingu vil eg minn- ur Ameríku fyrir stríð höfðu ast á sönginn um kvöldið, the samanlagt. Þar eru 1,600 vél- jamboree, sem utlegst: mikill knúin áhöld, 7,000 skúffur og hávaði, sem engin stjórn er á. borar, og eru sumir þeirra alt Þar söng hver með sínu nefi, að 60 fetum á lengd. Uppi und- og samræmið var harla lítið; ir loftinu eru tæki, sem flytja 'sumir voru á undan, aðrir á til hina ýmsu hluta flugvél- ^ eftir o. s. frv. Það var litið anna frá einni verksmiðju- Ibetra en meðal veizlusöngur á deildinni til annarar. jlslandi í fyrri daga. ‘Væri ekki | Á þessu ári munu Bandarik- 'gott ráð, að hafa valda song- in framleiða að minsta kosti 60 jmenn, t. d. karlakórinn, saman þúsund flugvélar, og á næsta í einum hóp fyrir framan söfn- ári verða framleiddar 125 þús- uðinn, í staðinn fyrir að láta þá Jund flugvélar í viðbót. Fleiri vera úti um hvippinn og hvapp- og fleiri risaflugvélar verða inn? Þeir gætu þá leitt hina smíðaðar. Hinar stóru sprengju villuráfandi sauði á tónasvið- flugvélar hafa flugþol og or- inu, sem altaf vilja gana út á ustukraft, sem nauðsynlegur vitlausar nótur, með öðrum er til þess að heyja styrjöld, orðum, haldið þeim við lagið.'sem geisar um allan hnöttinn. Með einhverri slíkri aðferð Þær geta farið meira en 300 gæti þessi “kvöldsöngur” ef^mílur á klukkutima og borið til vill orðið einhverjum til frá 2x/»—4 tonn af srengjum skemtunar. ! yfir 3,000 mílna vegalengd. Jæja, ritstjóri góður, eg hefi j Hinar stóru sprengjuflugvél- sagt mitt álit á Islendingadeg- ar eru sterkasta vopn Banda- inum á Gimli í ár. Það má vel vera, að margir séu mér ekki ríkjanna í þessu stríði. Og mað- urinn sem gerði framkvæman- samdóma, en eg segi nú bara lega fjöldaframleiðslu þessara fyrir mig. Þegar eg er að fljúgandi ferlíkja, hefir því enda við þetta, er hætt að rigna 1 sögulega þýðingu. og sólin skín í heiði. Var það Charles E. Sörensen hættir ekki Einar heitinn Kvaran, sem talaði um Manitoba sólskinið aldrei við hálfklárað verk. Ef þú heimsækir hann i skrifstofu dýrlega og hvað hann hefði hans í verksmiðjum Fords ná- stundum þráð það í rigningun- j lægt Detroit, myndurðu kom- um heima? Hvað sem öðru ast að raun um, að hann hefir líður höfum við mikið sólskin ^ þar Hkön og uppdrætti að öll- hér á sléttunum. Og þó að jum þeim stríðsvélum, sem Ford sumt sé flatt hjá okkur, eins og framleiðir, og áætlanir eru þar blessað landið, þá er bjart yfir mörgu, og svo var það á Gimli mánudaginn þriðja ágúst. Vertu margblessaður. Þinn einlægur, Jón úr Flóanum um öll borð og bekki. Yfirstjórn og áætlun fram- leiðslunnar er gríðarlegt verk, en Sörensen er geysilegur af- kastamaður. Hann er hár mað- Frh. á 8. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.