Heimskringla - 11.11.1942, Blaðsíða 6

Heimskringla - 11.11.1942, Blaðsíða 6
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. NÓV. 1942 6. SIÐA En hversu heiðin var þögul á meðan hann stóð og starði á hana og hún starði á hann undrandi og vandræðaleg. “Viljið þér ekki gefa mér leyfi til þess?” sagði hann biðjandi og rödd hans titraði ó- sjálfrátt, en hún mintist þessa sama málróms sem var svo unglingslegur, hreinn og djúpur. Hún hafði heyrt hann í smiðjunni. En hún vildi ekki láta hann vita að hún þekti hann aftur. “Herra minn,” sagði hún með undarleg- um feimnis svip, “þér hafið sigrað menn mína, sem eru ekkert annað en huglausir ræflar. Þér eruð mjög vopnaður. Hvernig get eg þá hamlað skipunum yðar?” Hann tók skammbyssurnar af belti sínu og lagði þær á jörðina. “Nei, náðuga ungfrú. Hér er ekki að ræða um neinar skipanir. Lítið á! Nú er eg vopnlaus og menn yðar eru frjálsir fyrir mér. Skipið þeim að gera hvað sem yður sýnist og eg skal hvorki hreyfa hönd né fót til að aftra þeim. Af þessu sjáið þér að það er eg sem er á yðar valdi . . . en mig langar samt ennþá að taka i hendina á yður, aðeins eitt augna- blik.” Hún hikaði ennþá. Ekki vegna þess að hún væri hrædd, heldur vegna þess að þetta augnablik fól í sér svo undarlega sælu og hún var gagntekin af fögnuði eftirvæntingarinn- ar þess er mundi ske. Svo rétti hún honum hendina. “En . . . hvað hún skelfur,” sagði hann. “Eruð þér hræddar? Alveg eins og hræddur smáfugl. Og sjáið hve hvít hún er í hörðu og útiteknu hendinni minni. Þér eruð þó aldrei hræddar?” “Hrædd . . . ó . . . ó . . . en það er svo framorðið . . . eg- bið yður að lofa mér að fara . . . eg . . . eg ætti ekki að stansa hérna . . . það liggur svo mikið við að eg komist áfram. Leyfið mér'að fara.” “Nei, nei, farið ekki strax!” sagði hann í áköfum bænarrómi, er hann þrýsti hendi hennar og blóð hans sauð í æðum hans. “Far- ið ekki strax, ekki ennþá. Sjáið hve yndis- legt tunglsljósið er yfir ásunum þarna yfirfrá, er það streymir gegn um þokuslæðinginn, sem hefir grátið tárperlum á hár yðar svo að það er alsett þúsundum demanta, en eg vesalings flónið, held í hendi yðar og stari yður eins og draumsýn, og hlusta eftir rödd- um sem gefa loforð, er aldrei, aldrei verða uppfylt. .». Nei, nei, farið ekki alveg strax ennþá, látið tunglið ennþá einu sinni hylja auglit sitt í þokunni . . . látið heiðina hyljast myrkri . . . leyfið mér að njóta draums míns ennþá eitt augnablik. Hann endar bráðlega hvort sem er.” Hann hvíslaði svo lágt að hún gat tæp- lega heyrt til hans, en hún fann hendi hans, sem var brennheit eins og hann hefði sótt- hita, og þegar hann hætti að tala heyrði hún stunu, sem vareins og ekki, þrungin af sárri þrá og vonlausri sorg, stunu sem skar hana í hjartað og olli henni sviða, sem brendi enn- þá sár^ra, en meðaumkvun. Hann var í óskiljanlega æstu skapi. Blóðið æddi gegn um æðar hans. Hann þráði að faðma hana að sér, lyfta henni á bak Brandi, og flýja með hana langt langt í burtu yfir heiðina, yfir lyngmóana, hina fjarlægu ása, lengra og lengra til æfintýralandsins í dal skaugganna, flýja meðan hún hvíldi mót- þróalaus í faðmi hans og hann gæti horft í hið dásamlega djúp hinna bláu augna hennar. Hann fann ef til vill til þessarar þráar. Hún reyndi að losa hendi sína, en hann vildi ekki sleppa henhi. Hún fann til nærveru sinnar í ríki draumanna, þar sem enginn var nema hún og þessi ungi maður, og þar sem ekkert heyrðist nema málrómur hans, sem var svo innilegur að augu hennar fyltust með gleði og meðaumkvunar tárum. 1 grasinu við fætur hennar suðaði fluga og í fjarlægð heyrðist í flautu hirðis eins, sem lék á hana gamaldags danslag. “Heyrið!” hvíslaði hún. Hljóðið kom nær og nær og henni fanst hið daufa og fjarlæga bergmál af tónum hljóðpípunnar svo undislegt að henni fanst eins og huldufólk heiðarinnar léki undirlag- ig á hörpur sínar og léku fyrir hið undarlega hugarástand sem hafði náð hdldi á henni. “En hvað þetta er yndislegt lag,” sagði hún og sló ósjálfrátt taktinn með fætinum. “Eg þekki það vel og oft og mörgum sinnum hefi eg dansað eftir því.” “Ætlið þér þá lika að dansa við mig í kvöld?” “Nei, herra minn. Þér hljótið að vera að gera að gamni yðar . . .” En nú hafði æsing hans náð hámarkinu. Á heiðinni, þar sem hann rikti, gat útlaginn að minsta kosti gert hvað sem hann vildi. Það var ekki á valdi hans að nema hana á burtu, en því mátti hann ráða að hafa hana hjá sér ennþá stutta stund og dansa við hana þarna í tunglsljósinu, halda handleggnum utan um mitti hennar og i hendi hennar og sveifla henni í dansinum þangað til vangar hennar yrðu rjóðir og augun tindruðu. “Mér hefir aldrei verið fyllri alvara á æfinni,” sagði hann með sinni venjulegu rödd, sem var svo glaðvær, “að dansa við yður hérna í tunglsljósinu. Jú, auðvitað! Raunverulegur dans í draumi mínum.” “En herra minn,” sagði hún i bænar- rómi, “það er orðið svo framorðið og erindi mitt til London þolir enga bið.” “Nei, nei, það mun ekki seinka för yðar neitt til muna, hvort þér eyðið tiu mínútum til að dansa við mig eða ekki, og svo vinn eg yður eið að þvi og sver við hin fögru augu yðar, að þér megið fara í friði fyrir mér.” “En ef eg nú neita því?” “Já, ef þér neitið,” sagði hann og kraup á kné fyrir framan hana, “þá bið eg þess á hnjánum að þér dansið við mig.” “En ef eg neita þrátt fyrir það,” hvíslaði hún. “Þá ríf eg trén upp með rótum, mölbrýt vagninn yðar og drep þorparana þarna yfir- frá. Hamingjan má vita hvað eg tek til bragðs, ef þér neitið mér um dansinn . . .’ “Nei, nei, herra minn, eg sárbæni yður”, sagði hún óttaslegin yfir þessum tryllingi, og hálf smituð af honum og hinu undarlega tunglsljósi. “Nei, hvernig gæti eg þá neitað yður? Eg er hvort sem er á yðar valdi . . og verð að gera það sem þér skipið mér. Ef þér í raun og veru óskið að dansa við mig . . .” Mótstöðulaust lét hún hann leiða sig spölkorn frá veginum, þangað sem lyng og gras breiddist eins og teppi yfir jörðina, en alt i kring um balan stóðu þyrnirunnar og burknar eins og limgirðing, og var þarna Veizlusalur, sem sómt hefði sjálfum guðun- um. öðru megin á balanum stóð Miggs fjár- hirðirinn, en til vinstri var lítill trékofi en á bak við hann hreysi sem hirðarnir skriðu inn í til að fá sér skjól þegar rigndi á heiðinni. Kofinn var auður en Miggs var auðsæi- lega á leiðinni þangað til að sofa þar fáeina tíma og var að skemta sér við að spila á hljóðpípuna sína. “Já, herna skulum við fá okkur dans!” sagði Beau Brocade, meðan tunglið og stjörn- urnar lýsa okkur og hirðirinn spilar, en huldufólkið á heiðinni horfir á okkur. Heyrðu mig hirðir minn góður,” kallaði hann til Miggs. Jock kom nú auga á þau þar sem þau stóðu á balanum ekki meira en tuttugu fet frá honum. “Jesús minn góður!” æpti hann. “Hafið meðlíðun með mér!” stundi hann. “Morð! Ódæði!” “Nei, nei, vinur minn. Við erum bara að skemta okkur og ætlum að dansa svolítið hérna á heiðinni og viljum að þú spilir fyrir okkur á hljóðpípuna þína.” “Hvað þá”? spurði hirðirinn á sinn hik- andi og auðmjúka hátt, “ætlið þið að dansa á þessum tíma næturinnar?” “Já, víst er svo.” “Og viljið þið að eg spili fyrir ykkur. Þið hljótið að vera brjáluð.” “Já, auðvitað viljum við það, hirðir góð- ur. Við skulum öll vera glöð í kvöld! En hvað sem því líður skalt þú spila fyrir okkur og það samstundis. Hérna er réttur staður til þess.” Að svo mæltu fleygði hann fullri pen- ingapyngju til Miggs sem hvíslaði eitthvað um vitlaust fólk, um leið og hann laut niður og tók pyngjuna. “Gullpeningar!” tautaði hann. ‘fGullpen- ingar eins og eg er lifandi maður. Gullpen- ingar fyrir að spila' eitt lag á hljóðpipuna. Já, auðvitað hljótið þér að vera vitlaus, það er alveg áreiðanlegt.” “Viltu þá spila lagið hirðir?” spurið Beau Brocade með vaxandi óþolinmæði. Jock Miggs hristi höfuðið mjög ákveðinn. “Nú jæja, ykkar vitleysa kemur mér ekki við. Þér hafið borgað fyrir hljóðfæra- sláttinn og þér skuluð fá hann. En guð hjálpi mér, það eru undarlegir tímar sem nú eru orðnir.” Hann settist á grasþúfu eina og tók með óbifanlegri ró að leika hið sama lag á hljóð- pípuna. Þau hlutu að vera vitlaus, á því var enginn vafi, en þar sem þessi ókunnugi mað- ur hafði borgað honum fyrir þessa einkenni- legu skemtun, þá sómdi það sér ekki fyrir hann, fátækan smalann, að færast undan að vinna sér inn á heiðarlegan hátt fáeina gull- peninga. Beau Brocade hneigði sig fyrir stúlkunni með mjög mikilli kurteisi. “Jæja, ungfrú, eg er yðar auðmjúkasti viljugasti þjónn.” Patience tók að stíga dansinn eins og í draumi. Þetta var alt svo undarlegt og ó- raunverulegt. Þetta hlaut sjálfsagt að vera draumur, og hún mundi bráðlega vakna. Hún sneri sér og sneri eftir hljómfalli danslagsins, því að smámsaman gleymdi hún sér líka. Henni fanst að hún sjá álfana fyrir framan sig í grasinu. Henni fanst allar blá- klukkurnar endurhljóma danslagið, er streymdi úr hljóðpípu hirðisins, þetta var eins og að vera í æfintýraheimi. Hún sá augu stigamannsins tindra i gegnum opin á grímunni. Þau töfruðu hana. Henni fanst eins og hún tilheyrði öðrum heimi. Hún var kanske norn, sem var að dansa æðisgenginn faldafeyki við mann sein var húsbóndi hennar og herra. Hann var frá heimi andanna og hafði sett henni stefnumót þarna í tunglsljósinu. Vangar hennar tóku að roðna og augun að tindra af gleði yfir dansinum, en brjóst hennar hófst og hneig af mæði er hún dró andann gegn um hálfopnar varirnar. Já, þau voru bæði orðin rugluð. Því þá ekki? Þau voru svona hrifin, eins og þeir eru sem orðnir eru eins hamingjusamir og guð- irnir sjálfir. “Hraðara, hirðir, hraðara! Láttu danslagið bergmála í dölum þessarar leynd- ardómsfullu heiðar! Látu alla álfa og undir- . heimabúa koma hingað, láttu stjörnurnar fölna af öfund, láttu dísir æfintýranna og heiðarnar klappa saman lófunum af gleði, af því að einn einasti maður í víðri veröld er hamingjusamari, en allir englar himinsins.” Hvorugt þeirra vissi hve lengi þau döns- uðu. Tunglið skein á þau alla tíð, en bláleit móða hjúpaði þau í sinni leyndardómsfullu slæðu-. Þannig dönsuðu þau áfram. Stundum þrýsti hún sér inn í faðm hans, en þótt hún væri orðin heit og móð var hún samt ekkert þreytt, svo fjarlægðist hún hann á ný, leit á hann með tindrandi augum, seiddi hann, forð- aðist hann og rétti honum svo hendina á ný og gerði hann næstum ærðan af gleði. Æ, já, þetta var gleðileg stund ærsla full og yndisleg. Því þurfti hún nokkru sinni að líða? Hátt skelfingaróp, sem var endurtekið kom þeim báðum til að hætta dansinum. Patience stóð þar með hjartaslætti og þrýsti hendinni á.brjóstið og mátti sig hvergi hræra. Hún hafði dansað meðan hún gat dregið andann, en þegar hún vaknaði við þetta angistaróp, hvarf draumurinn og hún var aftur komin til jarðarinnar. “Hvað er þetta?” Lokkaðir af hávaðanum höfðu þeir Timó- teus og Thomas skreiðst á fætur og stóðu nú faldir bak við þyrnirunn og horfðu á þennan undarlega dans. Hinu megin stóð John Stich í skugga rósarunna eins. Hann hafði hlaup- ið alla leið eftir að hann heyrði skambyssu skotin. En þótt hann furðaði sig á þessari sjón, sem hann Sá, þorði hann samt ekki að taka fram í fyrir þeim. Ef til vill hafði hið góða og trygga hjarta hans samúð með þeim, þótt hann gæti ekki skilið þessa brjálsemis- • kendu ærsl vinar síns. óttaslegin og hálf móðguð sat Betty í vagninum og það voru óp hennar sem heyrð- ust, sem höfðu vakið bæði leikendur og á- horfendur í þessari heimskulegu sýningu þarna úti á heiðinni. “Yðar náð! Yðar náð!” hrópaði Betty enn einu sinni eins hátt og hún gat. Og þá skildi Patience á svipstundu hvað umvar að vera. Dísaheimurinn var í raun og veru horfinn og hinn hræðilegi raunveru- leiki blasti við henni. “Bréfin!” hrópaði hún og hljóp eins og fætur toguðu að vagninum. En Bathurst var þegar hlaupinn af stað og John Stich á eftir honum. Skelfingaróp Patience hafði níst hjarta hans og hafði á svipstundu að engu gert þá hamingju tilfinningu, sem hafði heillað hann. Þessi lífsglaði ungi maður, sem á augnabliks gáleysi hafði látið ærslin ráða fyrir gerðum sínum, var nú aftur orðinn hinn hrausti og kaldrifjaði herra heiðarinnar, sem yfirvöldin höfðu lagt fé til höfuðs, og vegna þess hafði hann í hefndarskyni boðið öllum lögum birgin. Hann hafði skjótlega orðið var við John. “Komdu John og hlauptu nú eins og þú getur,’ ’sagði hann. Báðir mennirnir brutust gegn um þyrni- runnana, sem voru milli balans og vegarins og komust nógu langt til að sjá mann stíga af dökkjörpum hesti sem stóð fast hjá vagn- inum. Vagnhurðin stóð opin, en vesalings Betty lá á jörðinni og æpti af öllum mætti. Beau Brocade tók undir sig stökk að Brandi, sem eftir vanda hafði rölt þangað sem honum sýndist og beið með þolinmæði eftir þvi að húsbóndi hans kallaði á hann. Þar sem ungi maðurinn hafði lagt frá sér skambyssurnar var hann nú vopnlaus, en Brandur var léttfættur eins og hjörtur og gat hæglega náð hvaða hesti sem vera skyldi þar um slóðir. Beau Brocade hafði lagt hendina á tauma hestsins og var aðeins fá skref frá þessum leyndardómsfulla gesti, sem í þeim svifum bjóst til brottferðar, en í þeim svifum miðaöi hann skambyssu á andstæðing sinn og skaut tveimur skotum á hann hverju á eftir öðru. Ungi maðurinn stansaði ekki strax. Hann 1 greip tauma Brands og reyndi að komast á bak, en riðaði á fótunum og var næstum fallinn. “Flýttu þér á eftir honum, John,” hróp- aði hann með hásri rödd um leið og hann féll á hnén. Flýttu þér nú! Taktu Brand og hirtu ekkert um mig.” Bathurst þurfti ekki að segja þetta tvisvar. John greip í tauma hestsins og stökk á bak eins fljótt og hann gat. En þessi fáu augnablik höfðu gefið mann- inum nægilegt tækifæri til undankomu. Þótt tunglið skini var þokan samt talsvert þykk og runnarnir báðu megin við veginn mjög þéttir. Gesturinn var þegar horfinn, og augu og eyru Johns voru ekki eins næm og Beau Brocades stigamannsins á heiðinni, sem nú var særður. Þegar Lady Patience komst að vagninum hugsaði hún fyrst um Betty. Hún hjálpaði stúlku aumingjanum á fætur og reyndi að fá skiljanlega útskýringu frá henni. “Eg stóð og hafði höfuðið út um glugg- ann og hlustaði á hljóðpípuna,” stundi Betty sem var hræddari en hvað hún var meidd, “þegar hurðin var rifin upp og mér var fleygt ofan á jörðina . . . það er alt sem eg veit.” En það tók ekki langa leit til að opinbera henni hina hræðilegu staðreynd. Vagninn hafði verið rannsakaður og leynihólfið undir sætinu var tómt. Bréfin voru farin! “Bréfin! Æ, bréfin!” stundi Patiece, sár- reið og örvæntingarfull. “Philip minn ást- kæri bróðir. Þú fólst mér hið dýrmæta líf þitt, og nú hefi eg reynst ótrú þeim vanda að varðveita það.” Sársaukinn sem þessi hugsun olli henni svifti hana öllu hugrekki, hágrátandi hnipr- aði hún sig saman á vagnþrepinu. “Náðuga ungfrú . . .” Hún leit upp og í tunglsljósinu sá hún mann, sem með miklum erfiðismunum og auðsæilegum þrautum kom skríðandi í áttina til hennar. Hún þaut á fætur. Hún var nú bæði stolt og fögur. Augu hennar voru full af fyrirlitningu er hún horfði á manninn við fætur sér. “Nei, herra minn,” sagði hún með níst- andi fyrirlitningu, “ef þér eigið eftir einhverja ögn af manndómi og heiðri, þú takið nú af yður grimuna, svo að eg geti séð hver þér eruð.” Sorgin og skömmin yfir þessari auðmýk- ingu var meira en hún gat afborið. Ekki nema það þó, að hún sem hafði álitið sig svo tigna og staðfa&ta, skyldi hafa látið blekkja sig og teyma, og það af þessum manni. Þjóf. Þessum auvirðilega stigamanni, sem hafði leyft sér að snerta hendi hennar! Alt ættar- dramb hennar, alt drambið, sem hún hafði að erfðum fengið frá sínum göfugu forfeðrum snerist öndvert gegn slíkri niðurlægingu. Hver var hann, tað hann skyldi voga sér að leika á hana, eins og hann gerði? Blygð- unarroði færðist í vanga hennar er hún mint- ist þessarar raddar, sem með mjúkleika sín- um fylti hana unaði, og svo, svo hefði hún ekki verið nema leiksoppur í höndum hans, verkfæri hans til að koma fram þessu and- styggilega níðings bragði, sem hann hafði gert henni, og sem setti líf hins ástkæra bróð- ur hennar í ennþá meiri hættu en áður. Er hann sá sorg hennar hafði hann sigr- að sitt eigið dramb og farið auðmjúklega að boðum hennar. Andlit hans var öskugrátt og afmyndað af kvölum, starði á hana í þögulli bæn um fyrirgefningu. “Ræfill, sem lét heimskulegan gáska ráða . . .” En hún sneri sér frá honum með fyrir- litningu, rétti úr sér eins og hún gat og leit- aðist við með öllum þeim ráðum, sem hún átti til að sýna honum hvílíka andstygð hún hefði á honum. Já hún var svo niðursokkin í sína eigin sorg, sneipu og samvizkubit yfir því að hafa brugðist trausti því sem bróðir hennar bar til hennar, að hún sá ekki að hann var sæfður og var að því komin að líða í ómegin vegna blóðmissis. “Þér, þér,” sagði hún með ótta og fyrir- litningu. “Nei, eg bið yður um að tala ekk- ert framar við mig,” tautaði hún óttaslegin. “Þér hafið lokkað mig og blekt. Eg ... eg . .. æ!” bætti hún við með takmarkalausri ásök- un og gremju, “hvað hefi eg eða hinn ást- kæri bróðir minn gert yðar, að þér skylduð vilja gera okkur svona mikið ilt. Hvað lögðu fjandmenn hans til höfuðs honum, að það freistaði yðúr til að selja líf hans?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.