Heimskringla


Heimskringla - 06.01.1943, Qupperneq 4

Heimskringla - 06.01.1943, Qupperneq 4
4. SíÐA HEIMSKRINGLA VVINNIPEG, 6. JAN. 1943 í^cimskrintila (StofnuO 1SS6) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 85 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borglst fyrirfram. Allar borganir sendlst: THE VTKING PRESS LTD. öll vlðskifta bréf blaðinu aðlútandl sendist: Manager J. B. SKAPTASON 858 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Uitanáskrift til ritstjórfns: EDITOR HEIMSKRINGZA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla" ls published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 6. JAN. 1943 ÁRASKIFTA HUGLEIÐING Það má eflaust minnast margra merkra viðburða frá árinu nýliðna eins og öðrum árum. En það sem mestu mun þykja varða, er það, að á stríðinu hefir orðið sú breyting, að þar hefir rekstur- inn snúist upp i sókn fyrir bandaþjóðun- um. Það mun mega staðreynd kalla, að minsta kosti þessa stundina. Hildarleik- urinn er orðinn jafnari en áður; þar er um nokkrar ófarir að ræða fyrir óvin- unum, sem nýtt má heita. Þeir hafa sið- ari hluta ársins liðna, enga sigra unnið, engin ný lörjd eða landshluta hernumið. Það er góðs viti við þessi áraskifti, mesta og besta fréttin sem við eigum frá gamla árinu. Hinu má þó ekki búast við, að sigur- braut bandaþjóðanna, sé ennþá slétt og því síður blómum stráð. Þjóðverjar hafa enn á að skipa einum öflugasta her, vel skipulögðum og skjótum i förum, sem heimurinn hefir séð. Með honum getur hann mikið enn gert, bresti hann hvorki vopn né vistir. Þó á skorti bóli lítið enn, nema ef vera skyldi olíu, þá eru lík- urnar samt mjög miklar til, að Þjóðverj- ar endist ekki svo árum skiftir, að keppa við hernaðarframleiðslu Breta, Banda- ríkjanna og Rússa. Ósigrar Þjóðverja sem stendur i Rússlandi, hljóta að vera þeim óþægilegir, en af orðum kunnugra fregnrita að dæma, ætla þeir Þjóðverja mikið betur búna undir að eyða vetrin- um í Rússlandi nú, en á síðast liðnum vetri. Aðbúnaður þeirra allur nú í Rússlandi kvað bera með sér, að þeir hafi fært sér reynslu síðast liðins vetrar vel í nyt. Þetta verður alt að taka til greina, er um sigur stríðsins er að ræða. Það er og þessvegna, sem margir búast við, að þetta nýbyrjaða ár, geti orðið eitt erfiðasta árið í allri striðssögunni. En þrátt fyrir það, er ekki hægt að gera sér aðra grein fyrir stríðshorfunum nú, en að þær séA að mun betri við byrjun ársins 1943, en byrjun ársins nýliðna. Það var i lok maí-mánaðar á árinu 1942, sem Rommel tók Tobruk og Egyptaland var í hættu. Þarna er nú orðin sú breyting á, sem menn hefðu ekki trúað að gæti orðið fyrir nokkrum mánuðum. Jafnframt sigrum rauðahersins, glæðir sú breyting vonir manna. í Canada er sagt í daglegu tali, að menn finni ekki neitt tiltakanlega til stríðsins og að smjör- og sykurskömtun- inni undanskiiinni, viti menn ekki af stríðinu. En því miður eru þeir margir, sem um sárt eiga nú þegar orðið að binda af völdum stríðsins. Því má aldrei gleyma. Fjárhagslega er þjóð þessa lands einnig farin að finna til stríðsins. Útgjöldin til þess nema talsvert meiru á yfirstandandi fjárhagsári en $3,900,000,- 000, sem ráð var gert fyrir á síðustu fjárhagsreikningum. Þau nema að lik- indum 4V2 biljón, og munu nærri fjórar biljónirnar af því vera til stríðsþarfa. Varanleg framleiðsla á friðarárum, segja sérfróðir, að minkað hafi um einn þriðja, nema á vissum matvörutegundum. En það er á hitt sem iíta ber, að hernaðar- framleiðslan er nokkuð, sem stjórnin, eða þjóðin öll, verður að standa straum af. Hernaðarvaran er ekki framieidd fyrir erlendan markað. Fái þjóðfélagið risið undir þessari auka framleiðslu og komi hún að þeim notum, sem til e’ ætlast, er alt gott og blessað. Undir vanalegum kringumstæðum, þættu þetta ekki góðar fjárhagshorfur, en um það er ekki að tala; stríðið verður að vinnast og lönd og þjóðir verða alt i sölur að leggja sem hægt er til þess. Árið sem i hönd fer, bendir að líkindum gleggra á þetta, en öll liðin stríðsár. En bjartsýninni vildum vér engan svifta. Enda er ekki ástæða til þess, þrátt fyrir alt, sé rétt áhaldið. Þjóð Canada hefir allra þjóða sízt ástæðu til þess, með þeim miklu auðsuppsprettum, sem landið geymir. Engar ellefu miljón- ir manna í heimi, eiga af slíkum upp- sprettulindum að bergja, sem þær, er hér búa, sér til framfærslu. En þjóðin þarf að læra að fara með þær, nota sér þær á skynsamlegri hátt en henni hefir auðnast til þessa. 1 ósk og von um að hún þroskist brátt svo, að henni lánist það, bjóðum vér lesendum Heimskringlu gleðilegt ár. “THE ICELANDIC CANADIAN” Annað hefti af þessu riti enskumæl- andi íslendinga kom út nokkru fyrir jól. Innihald þess er sem hér segir: “Christ- mas 1942’’ eftir frú L. G. Saiverson, er ritstjórnina annast; “It Has Not Been In Vain”, eftir W. J. Lindal dómara; “Say . Goodbye For Me”, saga eftir Nehushta Collins, er gerist á Islandi og verðlaun eru veitt fyrir af útgefendum; “The Ala- baster Box”, smásaga, eftir Laura Good- man Salverson; “How About A Book For Christmas?” eftir frú Helen Sigurdson; “The Letter Box”, með umsögnum úr bréfum og blöðum um ritið. “Our War Effort”; þessi deild ritsins flytur myndir af Islendingum í hernum og eru þær 20 í þessu hefti. Þá eru fréttir af yngri Is- lendingum, námsferli þeirra, stöðum og giftingum. Lestina rekur kvæði: “Let’s Pull Together” eftir E. L. Garrett. Af auglýsingum er minna í þessu hefti en hinu fyrra og lesmálið þeim mun meira. Ritið er vel skrifað og fréttnæmt að því leyti að það heldur vel til haga þvi sem yngri kynslóð íslendinga að- hefst. Það verður alt brot af sögu vorri hér síðar. Greinum um íslenzk efni er lofað i næsta hefti og er það ágætt; á því hefir verið skortur til þessa. Að fræða um merka þætti úr sögu og þjóðlífi Islend- jnga fyr og síðar og bæði heima og hér, er yfirfljótanlegt verkefni og myndi setja sérstakan bókmentablæ á ritið. Islenzk þjóðmenning gengur affallalaust hvar sem er. 1 Bandaríkjunum eru nú hópar af námsfólki frá íslandi. 1 blöðum syðra er farið að geta þess, að það veki eftir- tekt, vegna góðra námshæfileika og at- gerfis. I þessum bæ eru Islendingar við nám i ýmsum greinum, ekki sizt verk- legum, og vekja athygli fyrir myndar- skap fram yfir aðra. Þjóðmenning sú sem þeir eru aldir upp i, mælir með sér sjálf. 1 þessu umrædda hefti af “The Ice- landic Canadian”, fer ritstjórnin fram á, að fréttir séu sendar ritinu af Islending- um, hvar sem eru; ennfremur frumsamin eða þýdd ljóð og greinar úr íslenzku máli. Þetta boð verður vonandi fús- lega þegið. Með því eignast ritið það verkefrfi, að tengja Islendinga hér sam- an í framtíðinni eins og ísienzku biöðin hafa gert til þessa og gera, meðan ís- lenzk tunga er við líði. Vér viijum hvetja íslendinga, hvar sem eru, til að kaupa þetta rit. Það er svo ódýrt, að við verð þess getur ekkert verið að athuga, en að eiga það frá byrjun, getur verið Islendingum mikils- vert síðar. ÖLDURMENNA-DEILDIN Nokkur hluti af vatnsdælu þeirri sem notuð er í hverri herliðskerru, sem smíð- uð er *í Dodge-verksmiðjunni, gengur í gegn um hendur Henry Stallwoods, 77 ára gamals manns. Menn á þeim aldri eru fágætir mjög í brjóstfylkingu iðnað- arliðsins. Stallwood er þó ekkert fá- títt fyrirbrigði, í þvi horni Dodge-verk- smiðjunnar í Detroit. Frá vinnubekk sínum getur hann litið yfir 99 gamla menn og 6 kryplinga. Meðalaldur þeirra eru 66 ár; þó eru margir af þeim um sjötugt. Þessi einkennlega tilraun með iðnað- ar-mannaflann byrjaði fyrir átta árum. Áður hafði Dodge-félagið farið með sína gömlu starfsmenn á sama hátt sem önn- ur iðnaðarfélög gera. Þegar einhver þeirra gerðist of gamall til að geta leyst verk sitt vel af hendi, reyndi verkstjór- inn að finna annað, léttara starf handa honum. En það vildi oft til, að verk- stjórinn hafði ekkert slíkt starf fyrir hendi; og varð gamli maðurinn þannig atvinnulaus. Vinir hans mundu þá skrifa bréf til Walter Chryslers. Chrysler mundi blóta, á sinn eigin, einkennilega hátt; og innan fárra kl.stunda myndi gamli maðurinn hafa fengið atvinnu aft- ur. Á krepputimanum fjölguðu bréfin til Chryslers; og gremja hans óx að sama skapi. William O’Neil, yfirmaður Dodge- deildarinnar, og Fred Lamborn, forstjóri aðal-stofnunarinnar, báru þá ráð sín saman og sömdu áætlun, er hlaut ein- dregið samþykki. Það er eins og nýr heimur í iðnaði; auðvelt starf, unnið eftir geðþótta, engar flutningsvélar, engar hraðsnúningsvélar, engum gefin sjóndepra að sök, eða sein- færar hreyfingar. Starfið er lagað eftir hæfileikum mannsins, en maðurinn ekki eftir starfinu. Allir fá sama verkakaup; 93 cent um kl.tímann. Hver maður má vinna í hægðum sínum, eða hætta starfi og fara heim, ef honum þóknast það. Hann má vinna fimm daga í viku, ef hann vill; og aðeins einn dag af honum hentar það bezt. I raun og veru vinna flestir þessir menn fulla 40 kl.tíma á viku. En verka- launin ein eru ekki orsök þess, heldur hitt ekki síður, að samkepnin er svo rík í skapi þeirra. 1 fyrstu voru langir bekkir settir i hliðarherbergi, og gömlu menn- irnir hvattir til að leggjast á þá, og hvíla sig. En þeir vilja ekki gera það. Oft reynir George Steinwedel árangurslaust að fá 70 ára gamla menn til að taka sér hvíld. Og nýlega kvartaði einn starfs- maður þar um, að deildin fengi ekki nóg að starfa. Marga hluta öldurmenna-deildarinna hefir George Steinwedel, verkstjórinn, sniðið eftir eigin hugþótta. Hann hefir verið yfirmaður þar, síðan deildin var stofnuð. Velgengni hennar á hann því að þakka, að þó hann þá væri aðeins 44 ára að aldri, hafði hann, um tíma, hlotið að búa við sömu k^ör sem gömlu menn- irnir. Lyftistöng hafði bilað, varpað honum á rennibekk og brotið hrygg hans. George veit hvað það er, að vera einmana; og að gömlum starfs- mönnum er “hálf lækning” að hafa ein- hvern að tala við. Hann lætur sér ant um að gæta ör- yggis; og vill ekki að deildin fáist við hluti, sem eru of þungir fyrir gömlu mennina. Gangrúm eru höfð þar nægi- lega breið, og engar hindranir á þeim, svo að sjóndaprir menn reki sig ekki á neitt. Af því leiðir, að slys eru þar sjald- gæf. Jafnframt því að deildin styður sjálfsvirðingu gömlu mannanna, í' elli þeirra, bjargar hún einnig yngri mönn- um. Mörgum sinnum hafa kryplingar verið settir þangað og þeir hafa þar unnið sig upp þangað til þeir voru aftur færir til, að gegna því starfi sem þeir áður höfðu. John Stiwac varð blindur á öðru auga og vann um 5 ára skeið í öldurmenna-deildinni; hann fékk þar mikla æfingu við svarf, og síðan arð- meira starf, við smiði hinnar freegu Bo- fors-byssu. John Kartanks misti annan fót sinn, þegar hann var um þrítugt. Hann fékk þá atvinnu í öldurmenna- deildinni, þar sem hann gat unnið starf sitt sitjandi á stól. Smám saman vand- ist hann á að nota tréfót sinn og gerðist þá áræðnari; og í fyrra sumar byrjaði hann aftur starf í aðal-verksmiðjunni. Nú eru þrír menn einsýnir, þrír einhent-* ir og einn fótarvana í deildinni. Fyrir skömmu síðan fóru eftirlitsmenn um alla. verksmiðjuna, til að afla sér upplýsinga, er þeir gætu bygt skýrslu sína, um vandvirkni hennar á; og varð öldurmenna-deildin mjög hátt á blaði í þeirra skýrslu. Hlutir sem vansmiði er á, nema varla einum af hundraði (1%), hálfu færri en i flestum hinum deildun- um. Einn gamall maður var spurður um það, hve marga hluti af hundraði hann fengi endursenda með aðfinslum. “Eg hefi engan fengið ennþá,” svaraði hann; og umsjónarmaður deildarinnar kvað það satt vera. Þegar starfsmaður í deildinni nær 75 ara aldri, er honum haldin afmælis- veizla, þá eru blóm á borðum, afmælis- kaka og eitthvað til hressingar, frá fé- laginp. Og þeim, er næst verður 75 ára, er ætlað að flytja þar ræðu. Það er ekki ógeðfelt að ná háum aldri og vera þó fær um að “draga sitt hlass.” Nú á dögum er þjóðina skortir starfs- krafta, eru þessir gömlu menn henni þarfir, því þeir afkasta eins miklu eins og 50—60 ungir og duglegir verkamenn. Enginn rekur á eftir þeim; en þeir vita að vér erum í stríði og þurfum miskunsemdar og kærleika, að vinna sigur. Og þessir æfðu réttlætis og skilnings, sem alt og kappsömu gömlu menn skapaði, og öllu stjórnar, og veita oss góða aðstoð #til þess. sem vér lýsum bezt og skiljum —Úr Reader’s Digest. B. ÚTVAR-PSRÆÐA flutt í Sambandskirkjunni í Winnipeg, 29. nóvember 1942, klukkan 7 eftir hádegi af séra Philip M. Pétursson. bezt, er vér köllum hann “föð- | ur”. Flestir menn munu segja, j “þetta viljum vér einnig gera. íVér trúum á einn alsvaldandi ' guð, sem er faðir alls og allra, j sem elskar alt, og sem er leið- arljós mannkynsins í tilraun- Texta minn í kvöld, hefi eg um Þess tn.að foríicist hið illa valið úr tuttugasta og fjórða leita hins góða og full- kapítula Jósúabókar, fimtánda k°mna- vers, þar sem svo er sagt: —j En þó að svo sé, undirniðri, “Kjósið þá í dag, hverjum þér dýrka margir menn þann guð, viljið þjóna, en eg og miimr ættmenn munum þjóna drottni.” Eg tek þessi orð sem texta minn við þetta tækifæri, en; undirniðri eru margir á þeirri hefi samt allan annan skilning skoðun, að þeir séu hinir út- sem Jósúa trúði á og sagðist vilja þjóna, — hinn grimma guð sem gerði mannamun og ofsótti óvini hans útvöldu. Og á þýðingu þeirra, en Jósúa hafði er hann flutti þau fyrir fjöldanum fyrir svo mörgum öldum siðan. Það er að segja, völdu, sem eiga að erfa heim- inn. 1 þessu eru þeir ekki fjærri þeim anda, sem sýnist rikja í einræðislöndunum, sem sá guð, sem eg vil þjóna, er skoða sig, hver fyrir sig, sem ekki sami guðinn, sem sagt er að Jósúa hafi haft í huga. Fyrst og fremst viðurkendi Jósúa að til væru fleiri guðir, en aðeins einn alvaldur drott- inn, og að menn gætu valið um hverjum þeirra þeir vildu hina útvöldu þjóð heimsins. Hér mætti vitna til Þýzka- lands! Eins og vér vitum, er sagt að tilraun hafi þar verið gerð til að útrýma allri trú. En þó að svo hafi verið reynt, þá getur það ekki tekist á örfáum þjóna. Og í öðru lagi, var sá. árum. Margt trúað. fólk er þar guð, sem hann og ættmenn enn til, og að öllum líkindum hans ætluðu að þjóna, ,guð heldur meirihluti þeirrar þjóð- hefndar og hlutdrægni, sem ( ar sinni trú enn. En hitt er sýndi sumum kynflokkum , einnig satt. Margir á Þýzka- fjandskap og mótstöðu, en að- ( landi halda því fram í allri al- eins einum vissum kynflokki, vöru, að þeir séu hin útvalda hollustu og stuðning! j þjóð, sem eigi að drottna yfir Þegar þau orð voru rituð, heiminum, og að allar aðrar sem eg hefi tekið sem texta, þjóðir, og þjóðflokkar eigi að- var átt við með þeim, að mað- j eins að vera þrælar þeirra. ur gæti valið um þá guði, sem: Sami hugsunarhátturinn ríkir maður vildi dýrka, og var f þar enn, sem ríkti á tírnum hugsað á þeim dögum, eins og keisarans á heimsstyrjaldarár- sést af sumum bókum spá- j unum síðustu, þegar keisarinn mannanna, að mennirnr væru notaði þráfaldlega orðatiltæk- nokkurskonar peð í höndum ( ið “Ich und Gott”. (eg og guð). guðanna, og að sá kynflokkur ( eins og þeir væru félagar og væri voldugastur, sem ætti, r£ðu öllu i samfélagi. En hann voldugasta guðinn. j setti sig altaf fyrstann. Hann Það er þetta sem átt er við í (var meiri en guð, eða þóttist þessari bók biblíunnar! Tekið vera. Frá þessu sjónarmiði var guð, guð Þjóðverja, og gerði er fram í henni hvernig þessi eina þjóð vann einn sigur á ( fætur öðrum, — hvernig henni' vilja þeirra. Og nú á vorum voru gefnar heilar borgir, á-! dögum, ef að þeir, sem stjórna vextir af víngörðum og olíu- j á Þýzkalandi, gera sér nokkra trjám og lönd, sem aðrir höfðu hugmynd um guð, þá skoða áður átt og ræktað. Þegar ó- þeir hann frá sama sjónarmiði- vina her barðist á móti þeim, Guð er þeirra guð. Þeirra gerði drottinn hann að engu. ( þjóð er hin útvalda þjóð og guð Hann sendi drepsóttir út á verður að sjá um að hún fái að meðal óvinanna, en lét sína út- ( ná tilgangi sínum, nákvæm- völdu sigra. Þannig átti hann (lega eins og Jósúa ætlaðist til að vera máttugri guð en hinir ( að guð léti Israelsmenn sigra guðirnir, guðir hinna þjóð- allar hinar þjóðirnar, sem þeir anna, en þeir áttu að vera ó- börðust við. æðri og valdminni. j Vér skoðum þessar hug- En er aldir liðu, og skilning- ( myndir nú sem barnalegar. Véi’ ur manna þroskaðist, full- getum fyrirgefið mönnum, sem komnaðist einnig guðshug- ( voru uppi fyrir meira en tvö mynd þeirra. Seinna í bib-Ií-, þúsund árum, að þeir höfðu unni er guð orðinn guð misk- j ekki fullkomnari hugmynd um unsemda og réttlætis, ,og menn guð, eða að þeir hugðu að j eru farnir að skilja það, að þeirra þjóð væri sú eina út- ekki eru margir guðir, en að- j valda þjóð í heiminum, og að j eins einn guð, að hann er ekki ( hón ein ætti að birta vilja 1 guð einnar þjóðar, en guð allra j g-uðs. En vér getum alls ekki j þjóða, — eða með öðrum orð- fyrirgefið þesskonar fávizku a um, alvaldur drottinn, skapari j vorum dögum. Vér getum ekki alheimsins. Og enn seinna, fyrirgefið þá fávizku, sem þegar Jesús fór að kenna, og hyggur að guð skerist í leikinm I prédika, gaf hann heiminum eins og sagt er í Jósúabókinnn hugmyndina um guð, sem kær- að hann hafi gert, er Israels- leikans guð og sem föður allra ' menn háðu orustu við óvim manna, — og þar af leiðandi sina. En það er það, sem marg- j um mennina sem bræður. ! ir menn sýnast halda að hann ! Eins og vér vitum, eru menn- j geri, ef að þeir aðeins biðji irnir mjög misjafnir. En mér hann þess i bænum sínum. finst að vér guðlöstum ef vér Þeir gleyma því, að guð, — al- hugsum oss.að guð, alvaldur j valdur drottinn, — skapaú drottinn, skapari jhimins ,og hinnar ómælanlegu viðáttu. jarðar, sé hlutdrægur eða1 með óteljandi stjörnum, sem hefnigjarn í þeim skilningi sem ( eru hver um sig, sólkerfi i mil' birtist í Jósúabók. En samt jón miljón milna fjarlægð, þeU endurtek eg orðin, sem þar eru 1 gleyma þvi, að hann breytú rituð, “Kjósið í dag hverjum engum lögum og breytir ekk1 þér viljið þjóna, en eg og mín- heldur á móti þeim, aðeins til ir ættmenn munum þjóna drottni.” En eg endurtek þessi orð með þeim mun, á mein- að þókanst vissum mönnum* eða vissum þjóðflokkum a þessum hnetti, sem er einh ingu þeirra, að sá drottinn sem j hinna minstu, sem vér þekkj- eg á við er ekki sá sami, sem um> og í einu hinna minstu sól- Jósúa) talar um, hinn hlut- kerfa sem vitað er af. Bænir drægi, hefnigjarni, óréttláti, grimmi guð, en heldur guð ættu að vera tilraun manna sjálfra til að samrýmast vilja

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.