Heimskringla - 06.01.1943, Blaðsíða 8

Heimskringla - 06.01.1943, Blaðsíða 8
8. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. JAN. 1943 FJÆR OG NÆR MESSUR í ÍSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Messur í Winnipeg Umræðuefnið við morgun guðsþjónustuna í Sambands- kirkjunni n. k. sunnudag verð- ur, “The Spirit of Freedom Walks The Earth”, og við kvöldmessuna, “Andi frelsis- ins ríkir enn”. Sækið messur Sambandssafnaðar. * Messa í Árborg Messað verður í Sambands- kirkjunni í Árborg, sunnudag- inn 10. jan. n. k. kl. 2 e. h. ★ ★ ★ Ársfundur Kvenfélags Sambandssafnað- ar verður haldinn að heimili Mrs. B. J. Hallson, 638 Alver- stone St., þriðjudagskvöldið 12. jan. kl. 8 e. h. Ársskýrslur, kosning stjórnarnefndar og mörg áríðandi málefni liggja fyrir fundinum' svo félagskon- ur eru beðnar að mæta stund- víslega. Ólína Pálsson, forseti Steina Kristjánsson, ritari ★ ★ ★ Skírnarathöfn Miðvikudaginn, 30. des., fór fram skírnarathöfn að heimili Mr. og Mrs. John Anderson, 468 Home St., er séra Philip M. Pétursson skírði ársgamlan son þeirra, Gary Jón, að nokkrum vinum og ættmennum við- stöddum. ★ ★ ★ Þjóðræknsfélagið á íslandi hafði gengist fyrir því, að Vest- ur-lslendingum yrðu sendar jólakv. frá þjóð vorri heima. Var svo til ætlast, að kveðjan væri flutt af hljómplötu og sá sem flutti hana var séra Frið- rik Hallgrímsson. En svo ó- heppilega tókst til, að hljóm- platan brotnaði í flutningnum vestur, svo af henni varð ekki kveðjan flutt. En til þess að bæta úr þessu, verður nú kveðjan lesin yfir útvarps- stöðvar CBC, föstudagskvöldið 8. jan., kl. 11.50 e. h. (eftir Winnipeg tíma). Eru íslend- ingar beðnir að minnast þessa. ★ ★ ★ Þrjú börn Hannesar Kristj- ánssonar og konu hans á Gimli heimsóttu foreldra sina yfir hátiðirnar. Eru tveW' synir hans, Baldur og Kristján við háskólann í Edmonton, en María, vinnur á skrifstofu hjá stjórninni í Ottawa. Öll fóru þau til baka um síðustu helgi. ★ ★ ★ Matreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feidsted, 525 Dominion Street. /erð $1.00. Burðargjald 5í. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU (ÞnimimniaiiniimiiitiiiiiiiiiimuiiiiiiiiniiniiiMiiiiiiianiiuiiiMiC* I ROSE THEATRE | | ----Sargent at Arlington----- g 1 Jan. 7—8—9 ABBOTT & COSTELLO "RIO RITA" i Arthur Kennedy—Joan Perry I “STRANGE ALIBI" | | Jan. 11—12—13 | Merle Oberon—Alan Marshall i "LYDIA" 1 Pricilla Lane—Richard Wolf = | "BLUES IN THE NIGHT" | &MiimuiiuiMiiiiiiiioiiiiiiiiiiiuiiimimiiuiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiinicö Dánarfregn Guðrún Jónsdóttir Berg- mann, ekkja Bergþórs heitins Ófeigssonar frá Hafnanesi i Hornafirði, lézt s. 1. mánudag að heimili sínu 565 Simcoe St., Winnipeg. Hún var nærri 77 ára að aldri, fædd 4. febrúar 1864, að Vindborðseli á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. Voru foreldrar hennar Jón Pálsson og Steinunn Sigursdóttir er bjuggu að Sléttaleiti í Suður- sveit, Eskey á Mýrum og víðar. Að foreldrum sínum dánum, fór Guðrún að Hafnanesi í Nesjum og giftist þar Bergþóri. Frá Holtum á Mýrum fluttu þau vestur um haf 1903 og bjuggu i Winnipeg öll árin hér vestra. Fjögur börn lifa Guð- rúnu: Gunnar, á heima í Þinga- nesi í Hornafirði; Jón, rekur verzlun i grend við Winnipeg; Lovísa og Jóhanna, er heima hafa verið hjá móður sinni og hafa nokkur ár rekið verzlun og selt kvenklæðnað i Winni- peg. Guðrún sál. var ein hin á- gætasta kona, ram-íslenzk í anda og fastheldin við þær dygðir, sem Islendingum hafa verið beztar eignaðar. Vinfesti hennar og trúmenska einkendu líf hennar. Jarðarförin fer fram fimtu- daginn 7. jan. frá heimilinu, kl. 2 e. h. Séra V. J. Eylands jarðsyngur. ★ ★ ★ Heimilisiðnaðarfélagi heldur næsta fund á miðvikudags- kvöldið 13. jan. að heimili Mrs. O. Swainson, ste. 16 Queen’s Apts., Maryland St. Fundurinn byrjar kl. 8 e. h. ★ ★ ★ Jacob Sigvaldason Jr., og Ósk Anna Jónasson, bæði frá Víðir, Man., voru gefin saman í hjónaband þ. 19. des. af séra Bjarna A. Bjarnason á heimili hans í Árborg. Brúðguminn er sonur Jakobs Sigvaldasonar og konu hans, Unnur; en foreldr- ar brúðurinnar eru Tómas og Mabel Jónasson. Afi brúður- innar í móðurætt er Gísli P. Magnússon, prentari og útgef- andi timartisins “Dagrenning” í Silver Bay, Man. Heimili hinna ungu hjóna verður i Við- irbygðinni. ★ ★ ★ Sjúklingur (við lækni): — Fyrir tveim árum ráðlögðuð þér mér að forðast raka vegna bölvaðrar gigtarinnar. En ætli mér værj nú ekki bráðum ó- hætt að fá mér bað? TIL VINA OKKAR Óheilla nornir réðu því, að við hjónin gátum ekki, sem að vanda, sent vinum okkar heillaóskir fyrir þessar nýaf- stöðnu miðsvetrar hátiðir, þar sem við lágum bæði veik. Við tökum því þetta ráð til þess að óska öllum þessum staðföstu vinum gæfu og blessunar á þessu nýbyrjaða ári, sem má búast við að verði örlagaríkt fyrir alt mannkyn hér á jörðu. Megi allar ykkar beztu vonir rætast. Norwood, Man., 4. jan. 1943. Mr. og Mrs. Magnús Peterson Viðauki — Meðan eg lá á spítala hér í nærfelt 5 vikur bárust mér fjöldamörg bréf frá viðskiftafólki og öðrum. Er 'þessu enn öllu ósvarað, en eg er nú svo að hressast, að eg vonast til að geta i.varað öllum þessum bréfum innan skamms. Svo er nú loks komið það sem mig vantaði af 3. hefti Eimreiðarinnar fyrir liðna árið, og verður það sent til kaupenda fyrir lok þessarar viku. Og einnig nýtt hefti af Samtíðinni. m. P. Sigurður Melsted og kona hans komu til bæjarins yfir há- tíðirnar, en Mr. Melsted er starfsmaður stjórnarinnar í Ot- tawa. ★ ★ ★ Minningarrit Þeir, sem eignast vilja 50 ára minningarrit Sambands- safnaðar, geta eignast það með því að senda 50^ til Davíðs Björnssonar, 702 Sargent Ave. Ritið er mjög eigulegt, með myndum og ágripi af sögi kirkjunnar á íslenzku og ensku ★ ★ ★ Messur í Vatnabygðum Sunnudaginn 10. jan. 1943: Wynyard kl. 3 e. h.’ísl. messa. B. T. Sigurðsson HITT OG ÞETTA Fluga hafði flokið inn í eyr- að á Gvendi og tekið sér þar bólfestu. Viku seinna átti Gvendur erindi í kaupstaðinn og kom við hjá lækni. Lækn- irinn rannsakaði með mestu nákvæmni eyrað á Gvendi, helti inn i það oiíu og rak inn í það allskonar ismeygileg verk færi. Eftir að Gvendur hefir þolað alla þessa fantameðferð í hálftima, án þess að blikna eða blána, segir læknirinn: — Nú fjandinn hafi það, að það er nokkur fluga í eyranu á þér, drengur minn! Gvendur: Eg hélt, að lækn- irinn ætlaði að blása í gegnum höfuðið á mér, því að flugan er í hinu eyranu. ★ ★ ★ Hinn frægi píanósnillingur Liszt heimsótti eitt sinn Ros- sini og lék þá fyrir hann lik- sönglag, sem hann hafði sam- ið í tilefni af andláti tónskálds- ins Meyerbeer. Eftir að Rossini hafði hlust- að með athygli á lagið, varð honum að orði: Ætli það hefði ekki verið heppilegra, að þú hefðir dáið og að Meyerbeer hefði samið lígsönglagið? ★ ★ ★ i Householders Attention At the present time we have adequate stocks of most grades of Coal in our yards, Hut this conditions may not long continue. Due to scarcity of labor at the mines and consequent decreased production, also transporta- tion difficulties, there is almost sureHo be a shortage of certain kinds of Fuel during the coming winter. We suggest you fill your COAL BINS NOW and not let them run low or you may be without fuel. We further suggest you anticipate your requirments a few days ahead. Deliveries will be more difficult this season. —For Assured Comfort Fill Your Coal Bins Now— MCC URDYQUPPLY^O. Ltd. BUILDERS' B^SUPPLIES ^and COAL Phone 23 811—23 812 J 5 1034 Arlington St. strœtisvagni 1. farþegi: — Viljið þér gera svo vel og flytja löppina á yður ofan af fætinum á mér? 2. farþegi: — Sjálfsagt, ef þér viljið taka pipuna yðar út úr mér. ★ ★ ★ Margir menn eiga tign lífs síns miklum örðugleikum að þakka. — Spurgeon. WARTIME PRICES AND TRADE BOARD Spurningar og svör Spurt: Mig langar til að fá upplýsingar viðvíkjandi karl- manna fatnaði. Maðurinn er 6 fet 3 þumlungar á hæð, og yfir 200 pund á þyngd. Hann lætur vanalega sauma á sig föt vegna þess að tilbúin föt passa honum ekki. Hvernig á hann að fara að því að fá sér ný föt? Svar: Ef hann tilkynnir næstu skrifstofu Wartime Prices and Trade Board, og segir þeim hvar hann sé vanur að kaupa fatnað, þá verða sér- stakar ráðstafanir gerðar til þess að útvega honum mátu- lega stór föt. Spurt: Er nokkuð hámark á leigu á þvottavélum? Það er erfitt að fá viðgerðir og kostn- aður hefir hækkað. Svar: Leiga fyrir notkun á áhöldum og viðgerðarkostnað- ur er hvorutveggja háð há- marksreglugerðunum. Ef þér finst að viðgerðarkostnáður ’hafi hækkað þá átt þú að til- kynna næstu skrifstofu War- time Prices and Trade Board og láta þá rannsaka þetta frek- ar. Spurt: Eg hefi nokkrum sinn- um fengið sérstaka tilsögn þeg- ar eg hefi búið mig undir próf. Nú voru launin fyrir þessa til- sögn hærri en í vor. Er þetta leyfilegt? Svar: Já, það er ekkert há- mark á kenslulaunum. Spurt. Er nokkur skortúr á “corn syrup”? Ungbarnið mitt þarfnast þess, en eg hefi ekki getað fengið það nú upp á síð- kastið. Svar: Ef “corn syrup” er al- veg bráðnauðsynlegt, þá getur þú fengið sérstakt skírteini hjá Látið kassa í Kœliskápinn WvnoLa M GOOD ANYTIME Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE lEmpire Sash & Door CO.. LTD. Birgðir: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA lækninum og keypt það sem þarf. Annars mætti benda á, að ungbörn eiga að fá sinn eig- in sykurskamt. Spurt: Börnin mín verða nú bæði að fá sér gleraugu. Er hægt að kaupa þau með af- borgunum, eða banna lánslög- in það? Svar: Nei, alt. þessháttar er undanþegið lánslögunum og fæst með afborgunum. Spurt: Eg hefi sent þvqtt á sama þvottahúsið nú í nokkur ár, en í vikunni sem leið var mér sett 5 centum meira fyrir þvott á hjúkrunarkonu bún- ingi. Hafa þvottahús leyfi til að hækka verð? Svar: Nei, þú átt að tilkynna næstu skrifstofu Wartime Prices and Trade Board um þessa verðhækkun. Spurt: Bóndi, sem hefir selt mér smjör að undanförnu, seg- ir mér að það sé ekki nauðsyn- legt að láta sig hafa nokkra smjörseðla. Eg er hrædd um að hann sé óafvitandi að brjóta lögin, og mig langar til að fá að vita hvað er rétt? Svar: Hann á að taka við smjörseðlum alveg eins og hver annar verzlunarmaður. — Leiðréttu þetta hjá honum, og ef hann neitar að fylgja lögun- um þá verður þú að tilkynna Wartime Prices and Trade Board. Spurt: Hve mikið kaffi-efni MESSUR og FUNDIR i kirkju Sambandssafnaðar Prestur, sr. Philip M. Pétursson 640 Agnes St. Sími 24 163 Messur: á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Ungmennafélagið: Yngri deild — hvert sunnudagskveld kl. 8.30. Eldri deild — annað hvert mánudagskveld kl. 8.15. Skátaflokkurinn: Hvert fimtu- dagskveld. Söngœfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA Forseti: Dr. Richard Beck University Station, Grand Forks, North Dakota Allir íslendingar í Ame- ríku ættu að heyra tii Þjóðrœknisfélaginu Arsgjald (þar með fylgir Timarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðmann Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. eða “Coffee Concentrate” fæst fyrir hvern skömtunarseðil, samkvæmt nýjustu reglugerð- um? Svar: Samkvæmt reglugerð- unum fæst, með hverjum seðli, nóg kaffi-efni eða “Coffee Con- centrate” í 25 bolla af kaffi. Spurningum á islenzku svar- að á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg. KS I 1 • i flýtinum að kaupa leyfisbréfið .. . undirbúnings áhyggjunum og hátíða- höldum hjúskaparins . . . megið þér ekki gleyma að lögin ákveða að þér tilkynnið National Registration nefnd- inni, gifting yðar. Brúðurin breytir nafni og oftsinnis breyta bæði hjónin um heimilisfang. Munið einnig að hvert skifti sem karl eða kona breyta um heimilisfang verða þau að tilkynna National Regi- strajion nefndinni það. Alt fólk í Canada, 16 ára og yfir verð- ur að skrásetjast, nema undanþága sé gefin. Það er þegnskylda allra að hlýða þessu boði. Með því komist þér hjá sektum og óþægindum. Allir sem skrásettir hafa verið og ganga síðan í hjónaband, verða að til- kynna Chief Registrar for Canada það innan 14 daga. Lögin ákveða að allir sem skrásettir eru beri með sér skrásetningarskírteini sitt hvar sem þeir eru. Þú verður máske að framvísa því hvar og hvenær sem er. Hver sem skrásettur er og týnir skír- teini sinu, eyðileggur eða á annan hátt skemmir það, verður að fá sér nýtt skír- teini. (Eyðublöð og upplýsingar fást hjá öllum Póstmeisturum í Canada). ■llll l '/Æ \\S2*. HUMPHRIY MITCHELL, Mlnl.t.r ol Labour, Ottawa CANADA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.