Heimskringla - 06.01.1943, Side 6

Heimskringla - 06.01.1943, Side 6
6. SlÐA HEIMSKRINGLA Sljóleiki sá sem hafði hnept hann í dróma og þróttleysið, sem hafði yfirstigið hann hvarf með öllu á svipstundu. Hann var ekki lengur lémagna né andlega úttaugaður, heldur hinn hrausti, snarráði og árvakri sonur heiðarinnar. Hið frjálsa náttúrubarn, sem aldrei brast ráð, né dirfsku og snarræði til að fylgja því fram. Á þessu augnabliki gaf hinn mikli og óþekti máttur, sem sumir nefna forsjón, hon- um krafta til að yfirstíga þreytuna, gleyma þrautunum, og máttleysinu, en lét hann sjá bjart og diásamlegt ljós í myrkri örvænting- arinnar. Fyrir stund síðan hafði hann beðið um augnabliks frest! Um dulbúning! Og nú stóð Jock Miggs frammi fyrir honum með hirðisstaf og hljóðpípu. Þeir sem eltu hann voru ennþá hálf mílu í burtu og það var hinn geltandi hundur líka. Þannig veittust hon- um fimm mínútur til að forða lífinu og efna eið sinn! Strax og hann hafði komið auga á þennan hálfvisnaða hirði, sem kom gangandi móti honum eftir rjóðrinu, hafði hann ákveð- ið hvað til bragðs skyldi taka. Beau Brocade seildist niður í vasa sinn og dró upp svörtu grímuna, sem hann venju- lega hafði fyrir andlitinu. Hann setti upp grímuna, dró skambyssuna frá beltinu, náði í Miggs, klappaði hraustlega á öxlina á honum og sagði glaðlega: “Peningana eða lífið!” Miggs, sem vaknaði svona snögglega frá hugsunum sínum, rétti upp hendurnar laf- hræddur. “Guð almáttugur hjálpi mér!” sagði hann um leið og hann féll á hné. ::Pyngjuna eða lífið!” sagði Beau Bro- cade eirA grimmilega og honum var auðið. Jock Miggs reyndi að átta sig eins vel og hann gat. “E . . . e . . . en . . . góði herra!” hvíslaði hann, “þ . . . þ .. . þér gerið ekki fjár- hirðinum, Jock Miggs, neitt ilt — nei, — það gerið þér ekki.” “Flýttu þér segi eg eða . . .” “En góði herra . . . eg . . . eg . . . eg hefi enga peninga.” Það var aumkvunarvert að sjá Jock Miggs, og hvenær sem hefði verið endranær mundi Jack Bathurst hafa kent í brjósti um hann, þennan vesæla, óttaslegna aumingja, en geltandi hundurinn nálgaðist óðum, og hann hafði ekki nema fáein augnablik til um- ráða. “Enga peninga?” sagði hann með upp- gerðar hörku um leið og hann greip í háls- málið á vesalings smalanum. “En hvað þá um úlpuna þína?” “Úlpuna mína, góði herra?” “Já, auðvitað. Mér fellur hún vel í geð . . . flýttu þér úr henni. Fljótt!” Jock Miggs skreiddist á fætur og tók að gerast Lítið eitt hugrakkari. Hann hafði átt heima á heiðinni alla æfi og í þetta sinn hitti hann stigamann í raun og veru. Hann var alt of hræddur til að leiða getum að því, hvort þetta væri Beau Brocade eða ekki, en hann hafði nóga reynslu til að vita það, að fátækt fólk þurfti ekkert að óttast ræningja. En auðvitað var það skynsamlegast að hlýða. Hvað gömlu úlpuna hans snerti þá . .. “Hí! Hí! Hí! gömlu úlpuna mína,” hló hann hikandi og hræddur, “nú . . .” “Mig langar ekkert til að brjóta þennan vesalings brákaða reyr,” hugsaði Bathurst, “en hundurinn er fast hjá og. . . Farðu úr ulp- unni, maður, eða eg skýt þig,” sagði hann í bjóðandi rómi og miðaði byssunni á hinn titrandi smala. “Góði herra, fari eg úr úlpunni þá . . . þá lít eg ekki sæmilega út, bara á tómri skyrt- unni . . . þ . . . það er ekki siðsamlegt að ganga þannig.” Miggs var nú sannfærður um að hinn ókunni maður talaði í fullri al- vöru, en hvens vegna hann vildi fá úlpuna hans vissi hann ekki. “Þú skalt fá frakkann minn,” svaraði Bathurst. “Guð hjálpi okkur. . . Frakkann yðar!” “Já, hann er gamall og slitinn og vestið er það líka. . . Flýttu þér úr úlpunni.” Það gekk seint, Jock beit saman tönnun- um af hræðslu og taugaóstyrk. Jack veittist ekkert örðugt að komast úr frakka og vesti, því að kvalirnar í öxlinni höfðu neytt hann til þess fyr um daginn að fara úr vinstri erminni. Auk þess þurfti hann að flýta sér, því að lif hans lá við og var sér einskis annars með- vitandi en að hvert augnablikið var dýrmætt og leið fljótt. Hundgáin og hróp mannanna færðist alt af nær og nær. Jafnvel Jock Miggs, sem hafði verið alt of önnum kafinn við sitt æfintýri til að veita nokkru öðru athygli, varð nú lika var við aðganginn þarna úti í myrkrinu, og skildi, að eitthvað óvenjulegt gengi á úti á heiðinni. “Hvað er það?” spurði hann ennþá hræddari en fyr. “Hermannaflokkur, sem á hælum mér,” sagði Beau Brocade ákveðinn, “og þessvegna vil eg fá úlpuna þína maður minn, og nái eg henni ekki strax, hefi eg rétt aðeins tíma til að skjóta kúlu í gegn um hausinn á þér, áður en eg lendi í höndum þeirra.” Þessi siðustu orð voru nægilega sann- færandi. Miggs sá sinn kost vænstan að hlýða strax. Hann hjálpaði ræningjanum í úlpuna, húfuna og trefilinn, en sjálfur klæddi hann sig, og ekki allnauðugur í fínu fötin, sem Beau Brocade hafði átt. “Það er best að þú fáir skambyssu við beltið þitt, ef svo færi að þú þyrftir hennar með, kunningi,” hvíslaði Beau Brocade í flýti og rendi annari skambyssunni sinni i belti hans, en hélt hinni í hendinni. Það var enginn vafi á því að hundurinn var nú kominn á sporið. Mennirnir voru hættir að hrópa, en fótatak þeirra heyrðist vel er þeir hlupu á eftir hundinum, en eigandi hans átti fult í fangi með að halda í við hann, er hann hvatti hann. Brátt heyrðist einhver hvisla hærra en hinir: “Þessa leið! . . .” Og aftur: “Þarna er götuslóði.” “Fjandinn hafi þetta myrkur!” “Gáðu nú að þér Snati, gamli kunningi.” “Þessa leið.” “Geturðu ekki fundið sporið, Snati gamli?” Og þyrniblöðin brákuðu undir fótum þeirra, er þeir læddust áfram. Litli balinn var nú hið eina, sem skildi þá frá Beau Brocade. “Þessa leið, liðþjálfi. Snati hefir fundið slóðina á ný.” Hvorki Miggs né Jack’gátu séð hvað gekk á hinu megin í garðinum. Hundurinn reif og sleit í %taugina, titraði af fíkninni að rekja sporið, en húsbóndi hans streittist á móti svo að hann misti hann ekki. Miggs var alveg eins hræddur og viltur sauður. Hann titraðist enn lafhræddur og strauk með aðdáun dínu boðungana á frakk- anum. En Beau Brocade hafði skriðið undir há- an þyrnirunn. Hann hafði fingurinn á skam- byssugikknum og hálf kraup, tilbúin að skjóta og starði út i myrkrið framundan sér. Á næsta auðnabliki grilti fyrir haus hundsins út í myrkrinu, trýnið var fast niður við jörðina, kjafturinn var opinn og tungan lafði út úr honum. Hann stefndi beint að þyrnirunninum, þar sem maðurinn kraup. Beau Brocade miðaði í skyndi og skaut, og án þess að gefa frá sér neitt hljóð, valt hundurinn um, en Miggs rak upp hljóð af skelfingu. Svo varð djúp þögn, þögulir og skelfdir stóðu hermennirnir, því að þetta hafði komið þeim svona algerlega á óvart, og auk þess bjuggust þeir við öðru skoti. Svo héyrðist bljúg og titrandi rödd út úr myrkrinu: “Þarna er hann, liðþjálfi. Beint fram- undan yður. Hann stendur þarna. Sjáið!” Það þurfti ekki að segja þetta tvisvar. Liðþjálfinn og hermennirnir höfðu aðeins stansað augnablik og höfðu nú komið auga á Jock Miggs sem stóð þar hreyfingarlaus, skamt frá dauða hundinum. Með sígurhróss öskri réðust þeir á hinn undrunarfulla fjárhirði, en þessi titrandi og aumingjalega rödd hrópaði: : “Haldið honum fast, foringi! Taktu hann! Þetta er áreiðanlega þorparinn.” Jock Miggs fékk ekki tíma til að koma fyrir sig einu einasta orði, því einn hermann- anna, sem mundi útreiðina sem hann hafði fengið kvöldið áður í smiðjunni, varpaði nú hinni þungu kápu sinni yfir Miggs og kæfði þannig óp hans, en annar tök skambyssuna, sem ennþá rauk úr og lá á jörðinni við fætur hans. “Skaimbyssur,” tautaði liðþjálfinn ákaf- ur, “og þar ofan í kaupið allar silfurbúnar. Hamingjan góða. . . Og gríman. Jæja menn mínir, af stað með hann. Bindið fætur hans — takið af ykkur beltin, fljótt; Þú riðils- stjóri, haltu kápunni fast um hausinn á hon- um. Fanturinn er eins háll og áll, hann smýgur úr höndum ykkar ef þið haldið hon- um ekki fast. . . Munið eftir að það hefir verið heitið fimm hundruð dala verðlaunum fyrir að handtaka Beau Brocade.” Vesalings Miggs gaimli var hálf kæfður undir þungu kápunni. Hné hans og öklar voru reyrð saman með leðurbeltum hermann- anna, og hendurnar á bak aftur. Bundinn þannig eins og gæs sem er að fara inn í bak- arofninn, fann hann hvernig honum var lyft upp á axlir hermannanna og borinn af þeim burt eins og i sigurför. “Beau Brocade er handtekinn! Hip! Hip! Húrra!” Að þvi búnu héldu þeir af stað með ærslum og kátínu, en Beau Brocade varð einn eftir á heiðinni. Nú var æsingin úr taugum hans. Sem stóð var hann frjáls og úr allri hættu, en honum fanst þessi sigurstund sín væra andlátsstund, og þegar hin síðustu hróp dóu út í fjarska hneig hann ofan á raka jörð- ina. Alt snerist í hring. Honum fanst eins og jörðin sökkva undan fótum sér og rautt ljós leiftra fyrir augunum og dreifa myrkrin og hinni óskýru gráu skýmu í austri, sem boðaði aftureldinguna. Sá guð sem hann hafði leitað til í neyð sinni hafði <veitt honum frestinn, sem hann bað um. Hann var óhultur, frjáls og gat hugsað . . . hugsað um hana . . . en samt beindist öll löngun hans eftir hvild. . . Hvíld og svefni. Marga nóttina hafði hann legið þannig á heiðinni á hinni mjúku, angandi jörð, með hinar smávöxnu greinar lyngsins fyrir svæfil. En þessa nótt færðist yfir hann undarlegur friður og með titrandi höndum vafði hann þéttara að sér úlpu hins heiðarlega f járhirðis. Hugur hans reikaði viða. Eitt augnablik staðnæmdist hann hjá vesalings Miggs og þá slæmu klípu, sem hann var kominn í. Jæja á morgun mundi Miggs verða aftur frjáls maður en þangað til . . . Skyndilega leitaði hugsun hans aftur til veruleikans og til vonar sem var svo ólíklegt að rættist. Hendi hans hafði snert við bréfa- böggli, sem lá i úlpuvasa Miggs. Lengst i austri tóku stjörnurnar að fölna í ljósi morgunsins, og einn eftir annan risu Derbyshire ósarnir fram úr myrkri næturinn- ar og litu rjóðir niður í dalina. Á heiðinni vöknuðu dýrin og í mýrardragi á heiðinni tók sifjaður froskur að syngja sinn froskasöng til morgunsins. Beau Brocade hafði gripið bréfin með köldum og stirðum fingrunum og hélt þeim upp að hálfblindum augunum. “Bréfin!” hvíslaði hann titrandi af geðs- hræringu og gleði yfir þessari óvæntu ham- ingju. “Bréfin!” Hvernig höfðu þau komist hingað? Því gat hann ekki svarað. En að það voru bréfin hennar var hann viss um. Hann hafði fundið þau! Hamingjan hafði lagt þau upp i hendur hans. Ó, hamingja! Hin dutlungafulla ham- ingja! Hin eigingjarni barón og hinn alls- lausi útlagi urðu þannig jafningjar. Og það var Beau Brocade, ræninginn, þjófurinn, sem veittist gæfa til að flytja Lady Patience þessa miklu hamingju. “Skyldi hún . . . skyldi . . . hún brosa við mér?” Honum þótti svo vænt um að sjá hana brosa. Hinn létta roða breiðast hægt og hægt yfir vanga hennar. Æ, en nú var hann að dreyma . . . drauma, sem aldrei gátu orðið að raunveruleika. Hann ætlaði að færa henni bréfin. Hann hafði svarið henni að gera það áður en sólin hafði tvisvar sezt á bak við hina grænklæddu ása. Og þá yrði alt búið, og hún mundi hverfa sjónum hans bg lífi eins og glitrandi stjarna, sem hafði svifið yfir himin tilveru hans, á svipstundu og horfið! Lengst i austri var morgunroðinn orðinn að gulJsbjarma frá mýrum og runnum kváðu við þúsundir fuglaradda, sem sungu hinn mikla og dásamlega lofsöng til náttúrunnar, er hún vaknaði til nýs lífs. Útlaginn hafði efnt eið sinn. Hann sneri í austur, þangað sem fyrstu geislar morg- unsólarinnar vörpuðu veikum bjarma yfir fjarlægustu ásana, og af heilum huga bað hann guð, að hinn miskunnsami dauði mætti þrýsti kossi á enni sér er hann legði bréfin fyrir fætur hennar. 30. Kap.—Biðin. Af öllum þeim þrautum, sem menn verða að liða og þola, er óttafull bið hin versta. Óvissan um hvað næstu stundirnar fela í t skauti sér, hin hverfandi von en stígandi ör- vinglun, ótti hinna lötrandi stunda er fyltu hinn langa dag, var þrautaraun sú er Pati- ence varð að þola, er hún, samkvæmt ósk Bathurst, hafði lokað sig inni í dimma litla herberginu í veitinga húsinu og neitað að sjá nokkurn nema hinn trygglynda smið. Og fréttirnar sem John færði henni við og við voru all hræðilegar. Hann reyndi eins vel og honuiú var unt að draga úr hættu þessara hræðilegu mann- veiða, sem undirbúnar voru til að ná Beao Brocade. En vegna áhyggjusvipsins á andliti smiðsins og óttasvipsins í augum hans, gat hún sér til að maðurinn, sem hún af öllu hjarta hafði gefið traust sitt, væri nú í enn- þá meiri lífsháska en bróðir hennar. Og með þessari meðfæddu samúð, sem göfuglynt fólk hefir þá skildi hún að hinn góði og trygglyndi smiður langaði af öllu WINNIPEG, 6. JAN. 1943 hjarta til að komast til vinar síns, sem særð- ur og lémagna berðist sinni hinstu banáttu úti á heiðinni. En samt hafði hún ekki slept allri von. Beau Brocade hafði lofast til að þjóna henni og hafði svarið að færa henni bréfin til baka áður en sólin hafði sígið tvisvar til viðar. Og í taugaæsingu þeirri, sem hún var, fanst henni það óhugsanlegt að honum tækist það ekki. Hann var ekki úr flokki þeirra manna, 1 sem örlögin eða óhagstæðar aðstæður leggja varnarlausa að velli; í fasi hans, sem var svo glaðlegt og aðlaðandi benti ekkert til þess að hann muridi nokkru sinni bíða ósigur. En stundirnar liðu og engar fréttir bár- ust henni. Óttinn um bróður hennar jók líka á ang- ist hennar. Hún gat líka séð að John Stich var orðinn órólegur hans vegna. Það var eng- inn vafi á þvi, að er þessi vel valdi flokkur, sem leitaði á heiðinni, mundi ekki láta smiðj- una fram hjá sér fara og jarlinum frá Strat- ton væri þar ekki óhætt lengur. Menn höfðu grun á smiðjunni og það var alkunnugt að John Stich var trúr áhang- andi Gascoynanna og tryggur vinur Beau Brocade. Sakir hinnar djörfu framkomu Beau Bro- cade þennan eftirminnilega dag, hafði athygli herforingjans leiðst frá frænda John Stich, og er rökkrið færðist yfir þennan fagra septem- ber dag og hver^hópurinn eftir annan lagði af stað út á heiðina á mannveiðarnar, var þeim Patience og John Stich það ljóst að Philip varð að fara úr smiðjunni, hvað sem það kostaði. 1 bráðina gat hann leynst í veitingahús- inu, þar sem hann gat látist vera þjónn Lady Patience, að minsta kosti þangað til næsta kvöld, þangað til annar felustaður yrði fund- inn. Alt hvíldi á því hvernig rás viðburð- anna stefndi hinar næstu stundirnar. Þegar rökkva tók fór John Stich til smiðjunnar og gekk hratt eftir hinum mjóa vegi sem þangað lá. Á leiðinni var hann mjög áhyggjufullur um vin sinn, sem barðist einn úti á heiðinni við hið mikla ofurefli sem á móti honum var. Hávaði þessa eltingaleiks náði ekki vesturhluta heiðarinnar. En í kyrðinni virtist hin mkla eyðimörk hörkuleg og grimm þar sem hún lá sveipuð myrkrinu, en í gegn um það grilti í þyrnirunnana, er stóðu þar eins og beinagrindur eða vofur, boðandi tjón og óheillir. Inni í smiðji^nni hafði Philip beðið með ótta og eftirvæntingu á meðan sólin gekk tvisvar til viðar. Hungur og kuldi hafði hrakið hann úr fylgsninu, sem Bathurst hafði vísað honum til, sneri hann þá heim til smiðjunnar, en fann John þar hvergi, ekki fann hann þár heldur sinn nýja vin. Hann vissi að systir sín hlaut að vera lögð af stað til London, en hann vissi ekkert um hvað komið hafði fyrir í smiðjunni og hinn drengilega „ bardaga sem hinn frægi stigamaður hafði háð. Það var liðið langt fram á kvöld og vildi Philip ógjarna ónáða Mrs. Stich móður Johns, sem gætti húss hans. Hann áleit líka að hvorki John né Bathurst mundu hafa yfir- gefið smiðjuna væri nokkur hætta á ferðum. Þreyttur eftir áhyggjur dagsins, en enn- þá með dálitla von í sinum friðsama huga, hnipraði hann sig saman í einu horni smiðj- unnar og stein stofnaði og gleymdi öllum sínum áhyggjum. Næsta morgun fór hann til kofa Mrs. Stich, þar sem honum var tekið eftir beztu föngum. Hún vissi ekkert um John. Eftir hennar sögusögn, fór hann út tveim stundum eftir sólsetur til að leita að Bathurst höfuðs- manni, en þegar hún sagði frá hinum djarf- lega bardaga í smiðjunni fór hrollur um unga manninn. “Þeir ná nú samt aldrei höfuðsmannnurr sagði hin góða kona með titrandi málrómi. “Nei, aldrei þótt allir úr greifadæminu eltu hann. Það segir John að minsta kosti.” “Guð gæfi að hann segði satt,” sagði ungi maðurinn hlýlega. “Það er mikil skömm fyrir mig að láta hraustan mann hætta lífi sínu mín vegna, á meðan eg sit aðgerðalaus á bak við hurðina.” En þetta fréttaleysi þyngdi mjög skar’ Philips, og þar sem dagurinn leið án þess að John kæmi, eða Bathurst, þá tók hann að örvænta um sinn hag og gerðist órólegr mjög. Philip hafði altaf verið fremur veik- geðja. Hann lét auðveldlega undan, og var að því leyti ólíkur Bathurst. Hann ásakaði sjálfan sig þunglega og flúði vandræðin frem- ur en að berjast gegn þeim. Allan daginn sat hann daufur og þögull og ásakaði sig og sagði við sjálfan sig aftur og aftur: “Eg hefði ekki átt að láta ókunnugan mann hætta lífi sínu fyrir mínar sakir. Það var ósamboðið §5alsmanni og hermanni að fara þannig að ráði sínu.”

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.