Heimskringla - 18.08.1943, Blaðsíða 2

Heimskringla - 18.08.1943, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. ÁGÚST 1943 Hteimskrimila (StofnuB 1886) Kemur út á hverfum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borglst fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskifta bréf blaðinu aðlútandl sendlst: Manager J. B. SKAPTASON 858 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Uitanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. Palsson "Heimskríngla" ls published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 18. ÁGÚST 1943 FÍFLSKA BADOGLIOS Fíflska Badoglios hershöfðingja á naumast sinn líka. Hann virðist ganga út frá því sem vísu, að hægt sé fyrir sig að draga ítalíu út úr stríðinu með því að bjóða stríðsþjóðunum frið, og þær skifti sér svo skkert meira af ítalíu, Bandaþjóðirnar og Hitler kalli burt úr landinu heri sína og láti sig í friði við að vinna að sáragræðslu þjóðar sinnar. Af allri framkomu hans að dæma, virðist þetta hugmyndin sem fyrir honum vak- ir. Að það sé nú of seint fyrir hann, að bjóða þessa kosti, dreymir hann ekki um. Italía átti þessa kost einu sinni. En það var árið 1940, en ekki 1943. Hún hélt sér það þá hagnað, að fara í stríðið. Bandaþjóðirnar hvöttu hana vissulega ekki út í það. En hún þóttist svo viss um sigur Þjóðverja, að hún stóðst ekki freistinguna og gat ekki neitað sér um herfrægðina og haginn allan af því, að vera hluttakandi í þeim sigri. En þó ítalía réði þessu sjálf, þarf hún nú, er hún er að gefast upp, ekki að halda að hún ráði öllu ein um friðarskilmála sína og finnist hún til einskis hafa unnið með frumhlaupinu, er h.ún steypti sér út í stríðið. Og Badoglio hefst þetta að, eft- ir að Bandaþjóðirnar hafa boðið Italiu að gefast upp skilmálalaust. Að öðrum kosti verði byrjað að leggja landið heima fyrir í rústir. Það Ijóta og óheila við þessa töf Badoglios að gefast upp, er, að það hefir gefið Þjóðverjum tækifæri að efia varn- ir sínar í Norður-Italiu. Badoglio virðist ekki sjá, að dagarnir, sem Sikiley á eftir að verjast, geta ekki verið margir. En hann er að aðstoða Hitler með frest- inúm á að ganga að skilmálum Banda- þjóðanna; heldur líklegast að með því fresti hann ósigrinum sem Itala bíður. Þjóðverjar eiga að sjálfsögðu sinn þátt í þvi, að framkoma ítala er sú, sem hún er, og Badoglio getur naumast verið annað ljósara en það, að hann er að vinna að þvi, að ógæfa þjóðar sinnar verði sem mest með þessu, margfalt meiri en hún hefði þurft að vera. Trúi hann því, að Hitler bjargi Italíu, úr því sem komið er, hugsar hann alveg eins og Petain gamli gerði á Frakklandi, er sigurinn taldi Hitler visan og bjóst því þaðan við skjótari hjálp til viðreisnar landi sínu, en hann gat vænst eftir úr annari átt. Að Petain sjái nú ekki glópsku sína er ótrúlegt. En Badoglio sér hana áreiðanlega ekki þó óskiljan- legt sé, og fylgir þessvegna fordæmi Petains. Haldi Badoglio í alvöru, að hann geti með töfinni á að gefast upp, fengið rými- legri friðarskilmála en Bandaþjóðirnar munu af sjálfdáðum veita þeim, er hætt við, að hann eigi eftir að verða fyrir vonbrigðum. Bandaþjóðirnar hafa ekki sent hundruðir þúsunda hermanna til Afríku til þess, að standa með bugti og beygingum úti fyrir dyrum stjórnarhall- ar Italíu og bíða eftir friðarskilmálum húsráðenda. Sú hurð er ekki svo sterk, að hermennirnir hafi ekki annað eins séð. Þeir eru í Afríku til að ieysa ákveð- ið verk af höndum, sem þeir eru bæði vel hæfir og vel útbúnir til að/færast í fang. Að segja þeim að biða, er árangurslítið. Afleiðingin af töf Badoglios verður á- reiðanlega sú, að landið verður sundúr tætt af sprengjum Bandamanna, sem tugi ára tekur að græða aftur — i stað þess sem þjóðin hefði nú þegar getað gengið að sínum friðsamlegu störfum og farið að bæta hag sinn, ef Badoglio hefði ekki breytt eins og hann gerði. Að hann heldur að hann geti boðið Banda- þjóðunum friðarkosti, sýnir óskamm- feilni á háu stigi. Með því að neita eða virða sama sem að engu boð Bandaþjóðanna um að vinna sér það til friðar, að leggja niður vopnin nú þegar, hafa Badoglio og kpn- ungurinn, gert vont verra bæði fyrir sjálfum sér og þjóðinni. Badoglio telur það vist, að herinn ítalski haldi áfram að berjast, eins lengi og hann skipi honum það, að hann bresti aldrei hug og dug til þess. Hins eru menn nú þó orðnir vísari. Hetjurnar við Caporetto og GuadaJajara voru ekki lengi óðar í að berjast, er þær áttu við þá, er ekki varð leikið með, og vildu heldur halda heim til búa sinna, en að standa í hernaði. Italskur her hefir í mörgum bardaga flúið svo hratt undan, að met hefir sett í mannkynssögunni í því efni. Að treysta á ítalska herinn, er þvi eftir annari fíflsku Badoglios. Og svo rikjandi sem þessi andi hefir verið í herliði ítala, er áreiðanlegt, að hans gætir þar nú meira en nokkru sinni áður. Hvað fyrir kann að koma á Italíu, er nú engu hægt að spá um. Að skamt verði þess að bíða, að hermennirnir, sem nú berjast á móti Bandaþjóðunum, taki saman pjönkur sínar og haldi heim, er eitt sem mjög er Jíklegt að fyrir komi. Láti stjórnin og konungur sér ekkert segjast við það, verður ekki séð hvernig borgarabylting verður umflúin. Það getur orðið þeim beizkt á bl-agð Badoglio og konungi, en er þó líklegast það lyfið, sem þeir eiga frekast skilið. ------------ HITLER KOSTBÆR HEIMINUM Bandarískur hagfræðingur, dr. i-oon S. Wellstone að nafni, hefir í tómstund- um sínum verið að athuga hvað Adolf Hitler hafi verið kostbær heiminum. Eftir því sem hann hefir komist næst og hefir birt í “American Magazine”, kost- ar karlinn heiminn orðið eitt þúsund biljón dollara. Þegar hagfræðingar skrifa þetta niður með tölum eins og þessari: $1,000,000,000,000, átta sig fáir á því. En þegar aðferð er notuð til að skýra þetta, sem hægra er að skilja, eins og dr. Wellstone gerði, þá fáum við nokkra hugmynd að minsta kosti um hvað heimurinn hefir orðið að láta úti vegna þessa eina manns. Fyrir féð, sem eytt hefir verið í það, að losa heiminn við Hitler, mætti byggja hús er kostaði $5,000 fyrir hverja ein- ustu fjölskyldu í heimi. Ennfremur greiða fjögra ára námskeið á hærri skóla fyrir 500,000,000 drengi og stúlkur. Einnig byggja spítala, er hver kostaði eina miljón dollara, fyrir hverja 2,000 menn í heiminum. Samt yrði nægilegt eftir til að leggja sementaðan veg 25,000,000 mílna langan og svo breiðan, að fjórir vagnar gætu farið sam'hliða eftir honum. Kostnaðurinn sem hér er átt við, eru vopn öll og tæki og eignaskemdir, sem af stríðinu hafa þlotist. En þó tölur þessar séu háar, er ekki allur kostnaðurinn með því talinn, er leitt hefir af þeirri heimsku vorri, að leyfa þessum manni að steypa heimin- um út í þetta stríð. Það má bæta svo miklu við sem ekki verður til fjár metið. Miljónir manna og kvenna hafa með því að láta líf sitt, borgað fyrir að þessi maður var til. Ef 'hann hefði verið stöðvaður í byrjun, hefðu þessir menn og konur nú verið á lifi. Hvernig er hægt að meta líf þeirra til fjár? Það er of augljóst til þess, að á það sé minst, að það er ekki hægt. Ef við getum að- eins gert börnum vorum skiljanlega þessa takmarkalausu heimsku vora, gæti það hent sig, að þau héldu sig frá því, að hafa í frammi sömu heimskuna og við, að 25 árum liðnum. Prestur gekk inn á veitingastofu, bað um mjólk, ensvar í ógáti fært mjólkur- púns. Eftir að hafa drukkið það, lyfti hinn helgi maður þakklátum augum til hæð- anna og menn heyrðu hann segja við sjálfan sig: Hvilík kýr! hvílík kýr! Drottinn minn dýri! ★ Um ellina sagði Bacon: Berin eru fleiri á vínviðinum meðan hann er ungur, en þau verða betri til víngerðar, eftir því sem hann eldist. HAGALAGÐAR (Smágreinar þœr er á eftir fara. hafa verið týndar saman frá eldri og yngri timum um nokkur undan- farin ár af Sveini Oddssyni) Að þykjast öðrum meiri Okkur hættir við, sumum hverjum, að brosa, grínast eða jafnvel snúa upp á okkur við menn, er klæðast öðru vísi en við, tala með öðrum áherzlum en við, eða sem gera eitthvað öðru visi en við álitum að það eigi að vera gert. Það hefir sézt á prenti, að mestu vand- ræðin á Frakklandi í fyrra stríðinu lágu i því fyrir hermenn okkar, að þeir frönsku ættluðust til, að allir kynnu frönsku og hinir enskumælandi ætluð- ust til að allir kynnu ensku. Ætli það sé ekki eitthvað líkt á komið með heima- þjóðina islenzku og setuliðið þar nú á dögum? Skilningur af þessari tegund er ekkert annað en hreppahugsun (eða county, ef ykkur likar það hetur), en sú bláþráða hugsun er bara- tárhrein heimska. Hún gerir sveitadrenginn feiminn og utan við sig í borginni, og borgar dreng- inn að viðundri í sveitinni. Hún kemur Montreal búum til að halda, að engin bær fyrir vestan Toronto sé hæfur til að lifa í og varla þess verður að heimsækja hann. Hún lætur sjómanninum finnast hann líta illa út og vera utanveltu þegar hann er í landi, og hún kemur landmanninum til að finnast, að hann sé aumkunarverð- ur, er hann er á skipsfjöl. Kynning og lestur leiðrétta mikið af þessum misskilning hjá okkur, og skyn- samleg íhugun eyðileggur afganginn af þessari vitleysu. Það getur komið fyrir okkur, að kom- ast að þvi, að litli, skrítni maðurinn í snjáðu fötunum sé járnbrautarforseti, sem menn bæði óttast og virða langt 'fram yfir það, sem við gætum vonast eftir að verða. Einnig gætum við komist að því, að ungi undarlegi maðurinn, sem við álít- um og jafnvel nefnum hálfvita, sé á hraðri ferð til viðurkenningar og frama og viti vel, hvernig hann getur öðlast hvortveggja. Við ættum að kynnast mönnum og vegum þeirra, áður en við brosum eða grínumst að þeim. Það er til allskonar fólk í veröldinni, með allskonar hugmyndir og með alls- konar aðferðir að segja meiningu sína. Það er mjög líklegt, að hver um sig, sé eins vel gefinn og eg og þú. Og ef það skyldi henda okkur núna að brosa að þeim, gæti svo farið að við iðruðumst sáran eftir það síðar. “Þú veizt ei hvern þú hittif þar, heldur en þessir gyðingar,” stendur þar. Þokan Lifsfleyið siglir jafnt og stöðugt í þoku framtíðarinnar. Horfandi til baka sjáum við farinn veg — jafnvel um þúsundir ára, — en framundan er sjónin eigi skarpari en skipstjórans, sem horfir af stjórnpalli inn í þokuvegg úti á reginhafi. Honum er þó kunnugt um stefnu skipsins, og þekkir öll rif og sker á þeirri leið, en það gerum við ekki á sigling vorri. Þetta er mikilsvirði fyrir sjómanninn. Hann veit hvar að landi muni bera ef ekkert óvanalegt kemur fyrir, en hvort hafísjakar eða skip felast inni í þokunni á leið hans, er honum hulið, og þess- vegrja fer hann varlega. En hvort við erum skipsmenn eða far- þegar á sigling vorri í gegnum lífið, vit- um við harla lítið um leiðina framundan — ekkert annað en það, sem fyrri tímar kendu. • Stríð getur skollið á innan árs, jarð- skjálfti getur sópað heilum landshlutum í sjó fram eða lagt dýrustu mannvirki í rústir á örstuttum tíma, og fellibylur getur blásið um heila borg með öllu til- heyrandi á einu augnabliki, — alt þetta, og ótal margt fleira, er falið í þokunni fyrir stafni. Við getum að nokkru vitað um leiðina með því að horfa til baka, því lífsfleyið er altaf að endurtaka sama ferðalagið. Á þann hátt getum við kynst nokkuð hafinu og einkennum þess — séð hvar skip hafa farist eða vilst af leið, og með því aukið nokkuð á þægindi skipverja með leiðbeiningum vorum. En áfram brunar skipið og við með því nauðugir, viljugir. Hræðsla og kvíði er þýðingarlaus. Alt sem hægt er að gera, er að læra eins mikið og hægt er um fyrri ferðalög, og treysta þeim, er áður leiddi skip í slétta hofn, að hann einnig leiði vort að landi. í RAUÐU FLUGVÉLINNI _____ I Ferðasögubrot eftir Stafkarl Rauða flugvélin rann eftir flugbrautinni og áður en við vissum af, var hún komin á loft. Húsin í bænum smáfjar- lægðust, þ. e. a. s. við litum meira og meira niður á þau, og Seltjarnarnesið kom okkur fyr- ir sjónir sem agnarlítið horn út úr höfuðstaðnum. Okkur bar örhratt út yfir höfnina og það voru vart liðn- ar fimm mínútur, þegar við fengum tækifæri til þess að Mta niður á Akurnesinga. Það er notaleg þægindatilfinning því samfara, að horfa “niður á” náungann. Flugvélin smáhækkaði flugið. Útsýnið óx, sjóndeildarhring- urinn varð stærri og fegurri og vellíðan seitlaði um hverja taug. Sól skein í heiði og norð- an andvari var á. Himininn var heiður og blár, en skýja- bólstrar á hæstu fjöllum. Hafið var lyngt og bjart. Nokkur skip sáust úti á Flóanum. Út- sýnið var fagurt. Mýrarnar voru á vinstri hönd. Allur skerjaklasinn úti fyrir ströndinni, tjarnir og ár, bæir, tún og grænar grundir — alt sást þetta í einum svip fyrir neðan okkur og bar hvergi skugga á. Snæfellsnes- fjöllin takmörkuðu útsýnið í norðvestri. Til hægri handar sást ofan á Hafnarfjall, þetta gróðurlausa og bratta fjall, sem allir veita eftirtekt, sem nálægt því fara. Nú fór ósköp lítið fyrir því, en margir eru á því tindarnir og fleiri skriðurn- ar en fótgangandi ferðamenn má gruna. Lengra suður og austur sást Hengillinn, Súlurnar og Skjald- breið. Langjökull, Ok og Ei- ríksjökull blöstu við í norð- austri ásamt öllum minni fjallabræðrum á þessum slóð- um. — Skorradalsvatn sást endanna á milli, langt og mjótt, dálítið “bogið” um miðjuna, að því er virtist. En ekki bar neitt á orminum í því. Hann átti þó að geta rétt kryppuna upp fyrir hálsinn milli Skorra- dals og Lundarreykjadals. En það er nú af svo margt, sem áður var. Flugvélina bar hratt yfir Borgarfjörðinn, svo hratt, að augað hafði ekki við að taka eftir öllu, sem á vegi varð. Hvítá virtist nú ekki fyrirferð- armeiri en svo, að vel mætti stíga yfir hana hvar sem var, og brúin hjá Ferjukoti var eins og smásprek yfir litla lænu. Norðurlandsvegurinn lá eins og bugðótt, ljós rák upp hér- aðið og hvarf í fjarska. Það er eftirtektarvert, hvað vegirnir eru krókóttir, þegar horft er á þá úr loftinu. Þegar hálendið nálgaðist, varð fyrir okkur þokuslæðing- ur, gisinn að vísu, en nægileg- ur til þess að byrgja útsýnið. Flugvélin tók fyrir ofan þok- una í glaða sólskini og skin- andi birtu. Til beggja handa horfðum við út yfir þokumekk- ina, sem geislaflóð hásumar- sólarinnar breiddi sig yfir og gerði ógleymanlega töfrandi fallega. Fjölbreytni þoku- bólstranna, hvað snertir lögun og liti og fegurð, er meiri en svo, að hinn jarðbundni maður eigi orð á tungu sinni til að lýsa þvi. Hvergi var þokan þó þéttari en svo, að altaf sást til jarðar í gegnum hana og jafnvel alla leið út á Breiðafjörð — yfir þokuna. En það er ekki gott að fylgjast með hvar farið er, þegar skygni er þannig. Farar- tækið ber hratt yfir og það er lítill tími til umhugsana. Á l Tvídægru sáum við greinilega j vatnafjöldann, sem frægur er, j og ekki að ástæðulaus. Það er engu likara en fjallið sé sund- urgrafið og oft ekki hægt að átta sig á, hvort um þurt land með mörgum tjörnum er að ræða, ellegar stórt vatn með mörgum hólmum og geirum. i Ekki getúr þann, sem eigi i hefir flogið, grunað, hversu 1 gott útsýni er úr flugvél í björtu veðri. Allur sjóndeild- i arhringurinn liggur eíns og opin bók við fætur manns. Og þótt letrið og myndirnar sýn- ist í smærra lagi vegna fjar- lægðarinnar, þá fer ekki margt ■ fram hjá auganu, ef því er vel beitt. Vatnsdalurinn er dala feg- [ urstur á Islandi, jafnt úr lofti j sem af jörðu séð. Vatnsdalsá, Flóðið, Hnausakvísl, Hópið, Húnavatn og Þingeyrar. . . Það gafst ekki tími til að horfa sig mettan á það sem fyrir augun ber. útsýnið breytist án af- láts, er sífelt nýtt og vítt, út á haf og fram til fjalla. Fyrir sunnan Mælifellshnúk flugum við út úr þokunni og í glóði nú allur Skagafjörður- ; inn í sólskini milli fjalls og fjöru: Drangey á miðjum firði, | að vísu ekki ýkja stórvaxin héðan að sjá. Héraðsvötnin eftir endilöngu héraðinu eins og æðakerfi, sem greinist á ýmsa vegu, og sjálf hin fagra sveit. Hvílík fegurð! Það eitt má teljast sorglegt, að geta ekki stansað stundarkorn og horft á fegurðina. En það er með flugvélina eins og mann- Mfið, hún nemur ekki staðar til þess að virða fyrir sér það, sem á vegi verður; hún heldur hik- laust áfram á leiðarenda. Og þetta er í senn kostur og ó- kostur. Við “fórum yfir” héraðsvötn- in einhvers staðar milli Tungu- sveitar og Kjálka, og “lögðum á” fjallgarðinn milli Skaga- fjarðar og Eyjafjarðar. Sá fjallgarður hefir löngum verið erfiður og hættulegur farar- tálmi, hvort sem ferðast hefir verið fótgangandi, riðandi eða akandi. En fljúgandi ferða- maður verður erfiðleikanna ekki var á annan hátt en þann, að flugvélin verður máske lít- ið eitt óstöðugri vegna breyti- legs uppstreymis eða breyti- legra strauma í loftinu. Aftur á móti breytist útsýnið eftir- takanlega. Fegurð og mildi Skagafjarðar og harka og hrikaleiki fjallanna eru tveir ólíkir heimar; sá fyrri breiðir faðminn brosandi móti ferða- manninum, hinn grettir sig framan í hann og otar í hann hornunum. Fjallgarður þessi er mynd- aður af mörgum fjöllum, flest- um snarbröttum og gróður- litlum. Á milli fjallanna eru djúpir dalir og geigvænleg gil- Hamrabelti og grjótskriður, urðir og klungur blasir við eins langt og augað sér. Snjór virtist hér nægilegur, þótt há- sumar væri- — enda jöklar á hæstu fjöllunum —, og gerði hann umhverfið enn k^ildrana- legra. Ef til vill hefir ónotageigur farið um einhvern, sem hér hefir flogið yfir og hætt er við, að sá þyrfti ekki að kviða ell- inni, sem lenda þyrfti á þess- um slóðum. Að minsta kosti var það svo um mig, að eitt augnablik sló þessari hugsun niður í huga mér: Ef við hröp- um hér? Eg greip ósjálfrátt um stólbríkurnar, eins og það hefði einhverja þýðingu að halda sér fast í sætið, og leit um leið á sessunaut minn, unga. dömu, sem sat hægra megin i flugvélinni ,og eg hafði enn ekki gefið mér tima til að virða

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.