Heimskringla - 08.09.1943, Síða 4

Heimskringla - 08.09.1943, Síða 4
4. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. SEPT. 1943 IVetmskringla <StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi.^ Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 Ver8 blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiíta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON 858 Sargent Ave., Winnipeg Rltstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift tll ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. Palsson "Heimskringla" is publlshed . and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 8. SEPT. 1943 HVAÐ HEFIR BJARGAÐ RÚSSUM? Það litu eflaust flestir svo á, sem her Rússa væri enginn jafningi þýzka hers- ins, er Hitler hóf stríðið á Rússland, 22. júní 1940. Með her Frakka og 30 her- deildum í Bæheimi (Tékkóslóvaka), var Rússum þó ekki talið ofvaxið að ganga á hólm við her Þýzkalands. En með þessa sambandsheri sína fallna og komna í hendur Þjóðverja, virtust engin líkindi til, að Rússar verðust lengi. Saínt er nú svo komið, að'lið Hitlers er að týna töl- unni og verður að líkindum ekki mörg ár uppistandandi úr þessu. Hvað hefir gerst? Hvernig hefir þessu verið til leiðar komið? Þegar Hitler hélt her sínum frá Nie- men-Bug-Pruth-vígstöðvunum inn í Rússland, hafði hann ekki hugmynd um, að Stalin hafði verið að skipuleggja varnir sinar í 10 ár. Hann hafði gengið að því sem vísu, að 165 herdeildirnar, sem hann lagði af stað með — á móti 75 herdeildum Rússa, er engar hervarnar- stöðvar höfðu neins staðar og sem voru á margan hátt illa skipulagðar — gætu háð leiftur-strið og verið komnar til Moskva á sex vikum. Hann hafði mikla ástæðu til að halda þetta. Þjóðverjar höfðu einum þriðja til helmingi meiri mannafla til að byrja með og með vopn- um frá yfirunnu löndunum i Evrópu, var útbúnaður þeirra meira en helmingi meiri, eða 5 á móti 2, við vopnaútbúnað Rússa. Það sem Hitler varaði sig ekki á, var það, að Rússar höfðu ákveðið, að tefla aldrei herliði sínu beint á móti liði Þjóð- verja, heldur fóru á vissum svæðum undan í flæmingi. En þegar her Þjóð- verja hafði ætt áfram, iangt inn fyrir það er hann áleit víglínu Rússa vera, fór hann að mæta sterkri mótspyrnu. Þá kom og lið Rússa, sem. kpnt hafði verið ou æft í að slíta þessar sóknardeildir úr sambandi, fram úr fylgsnum sínum og gerðu fótgönguliði Þjóðverja erfitt fyrir að ná sambandi við vagna-deildirnar. Rússar höfðu þannig enga eiginlega varnarlmu á þremur helztu vígstöðvun- um eða á Königsberg-Leningrad, Varsjá- Moskva, eða Lublin-Kiev stöðvunum. En á þessum þremur vígstöðvum,ftóku Þjóð verjar eftir því, að þeir voru aldrei komnir í gegnum varnarlínurnar, eins og t. d. i Frakklandi i maí 1940. Þeir komust bara á vissum svæðum áfram, en þar var vanalega þröngt fyrir mikinn her að berjast. Og því lengra sem haldið var, eftir því hárðnaði mótstaðan. Þá byrjuðu Rússar að fella menn af Þjóð- verjum, unz oft varð lítið eftir af sókn- arliðinu. Á þrem vikum voru Þjóðverjar komn- ir 250 til 275 mílur inn í Rússland, en sömu mótspyrnunni var að mæta bæði í Smolensk og Kharkov og á fyrstu víg- stöðvunum við landamærin. Ef nokkur munur var þar á, var hann sá, að þarna vörðust Rússar betur en fyr. t lok fyrsta mánaðarins, höfðu Rússar einnig orðið á að skipa 200 herdeildum. En það jafn- aði ekki herstyrkinn, því þá höfðu Þjóð- verjar einnig fengið 50 herdeildir frá yfirunnu þjóðunum í Evrópu, svo lið hans var 300 hersveitir alls. . Þjóðverjar héldu að þeir hefðu klofið víglínuna við Bielstok á leiðinni til Minsk og hefðu umkringt nokkrar þús- undir Rússa. En Rússarnir sem þarna voru umhverfis Þjóðverja, gáfust ekki upp. Þeir höfðu þarna myndað eina gildruna fyrir Þjóðverja að ganga inn í, til að seinka falli borgarinnar Minsk. Alt þetta miðaði að því að dreifa úr her Þjóðverja lengja herlínurnar, draga úr harðri sameinaðri sókn á einum stað. En hverjum manni í her Rússa, sem utan hans, var kent að gera dreifðu sveit- unum allan þann óskunda, sem hægt var, slíta öll sambönd þeirra, sjá um að þeim féllu engar vistir i hendur og yfir- leitt að vinna allan þann óskunda, sem kostur var á. « Afleiðing þessarar hernaðaraðferðar Rússa varð sú, að Þjóðverjar hægðu sóknina strax fyrsta mánuðinm Panzer- sveitir Þjóðverja gátu ekki lifað af land- inu sem þær lögðu undir sig, eins og í Frakklandi. Þær urðu að bíða vista frá Þýzkalandi. Hitler rak sig á það, að fótgöngulið hans gat þarna ekki veitt sveitunum sem í broddi fylkingar óðu fram, eins mikla aðstoð og í Frakklandi og í Póllandi. Lestirnar, sem vistirnar færðu hern- um 400 mílna langa leið, voru heldur aldrei öruggar. Guerilla-her Rússa gerði þ^im oft afar miklar skráveifur. Haustið 1941, var her Þjóðverja kom,- inn alt að því 800 mílur inn í Rússland á sumum stöðum. Landsvæðið sem þeir höfðu þá í sinni hendi var mikið, eða um 527,000 fermílur. En vegna erfið- leika á að koma vistum til hersins, urðu Þjóðverjar þá að yfirgefa Kalinin, og fara til baka um 200 mílúr, eð<T nærri til Velikie Luki. Þrátt fyrir þó Þjóðverjar væru svo vissir um sigur, áð þeir segðu blöðum sínum heima í Þýzkalandi, að geyma pláss fyrir frétt af falli Moskva 2. des., eins lengi og hægt væri, voru Rússar komnir með mikinn her þarna saman áður en þeir vissu nokkuð af, sem svo harðsnúinn reyndist, að Þjóðverjar urðu undan að hrökkva og voru komnir hálfa leiðina til baka til Smolensk 6. des. Um landið sem Rússar tóku þarna aftur skiftir ekki eins miklu og vopna og manntapið, sem Þjóðverjar urðu þarna fyrir.' Þeir spöruðu hvorugt, því stórt átti að vinna og i einni svipan. En það er nú samt slíkt tjón manna og vopna, sem einn þátt á í sigrum Rússa. Það var vissulega mikið tjón fyrir Rússa, er þeir urðu að eyðileggja orku- verið mikla við Dneiper í ágústmánuði 1941, eða er þeir töpuðu námunum auð- ugu við Krivoy Rog og manganese og aluminium námunum í Niíkopol. En þýzki herinn var að tapa mönnum, særð- um og föllnum, svo að nam einni miljón á mánuði fyrstu fimm mánuði stríðsins á Rússlandi. Það er þetta manntap, sem þýzki herinn nú sýpur seyðið af. Seinni part vetrar 1941 voru Þjóðverj- ar reknir burtu úr Rostov, sem þeir höfðu tekið í desember-mánuði. En þeir voru þrátt fyrir þetta all sterkir á mörg- urn stöðum, Novgorod, Velikie Luki, Kursk, Stalino og víðar. En áhlaup Þjóðverja 1942, gerðu grand í matnum.'' Þá var vaðið frá Khar- kí>v yfir hveitilöndin í Ukraine, iðnaðar- svæðin við Don, upp að hliðum Stalin- grad, yfir Rostov aftur og Kákasus hér- uðin alt til Ordzhonikidze, sem umferð í suðvestur stjórnar inn í Tyrkland. Lengsta áhlaupið þarna var 450 míl- ur. Það var svo stórfenglegt, að til slíks munu engin dæmi. Þá náðu Þjóðverjar Maikop-olíunámunum og vantaði lítið á að olíulindirnar miklu í Baku væru einn- ig teknar. Það eyddi Sevastopol og rak Svartahafsflota Rússa burt úr Novoros- sisk og öllum höfnum, nema hinum smæstu, austan Svartahafs. Þá var haldið austur yfir Volga, og með því var umferð Rússa á mestu skipaleið sinni upp í landið, stöðvuð. En því lengra sem Þjóðverjar sóttu austur, því erfiðara var að sjá hernum fyrir vistum. Bandaþjóðirnar vita hve torvelt er að senda vistir og vopn þús- undir mílna. Þjóðverjar komust einnig að raun um þetta eftir hin löngu áhlaup sin. Að öðru leyti óx hættan á hinu, að her þeirra yrði umkringdur. Rússar virtust og ávalt hafa fólginn varaher til sóknar, þegar svo var komið. Hvaðan sá varaher kom, vissu Þjóðverjar aldrei. En hernig. sem um það var, þá höfðu Rússar í byrjun ársins 1943, náð tals- verðu aftur af landi því, er Þjóðverjar höfðu vaðið yfir. Sú sókn Rússa hófst í lok ársins áður eða 19. nóv. 1942; af 150,000 fermiílum sem Þjóðverjar tóku sumarið 1942, höfðu Rússar náð 60,000 aftur í byrjun þessa yfirstandandi árs. 1 norðrinu var Velikie Luki tekin, sem aðeins er 60 mílur frá landamærum Latvíu. 1 Volga héruðunum var herinn við Stalingrad umkringdpr og eyddur. 1 suðrinu höfðu Þjóðverjar of lengi haldið áfram að reyna að komast til Baku. Leiddi af þvi að þeir voru þaðan reknir og vestur fyrir Rostov. f júlímánuði kom það í ljós, að manna og vopna tjónið, sem af þessari hernaðar aðferð Rússa stafaði, var orðið of mikið til þess, að hann gæti háð sumarsóknina, sem iHtler sagði að ríðp skildi Rússum að fullu. Rússar höfðu ekki einungis nægan varaJher til að stöðva hana, held- ui* einnig til að hefja sókn, sem út allan ágúst-mánuð hefir verið svo öflug, að fögnuð vekur hjá öllum, er þráir að sjá fantaskap og fúlmensku nazista-klík- unnar slota. Af þessu framanritaða, er það auðséð, að það er hernaðaraðferð Rússa, sem komið hefir Htiler á kaldan klaka. Ann- að eins herbragð og það, er Rússar hleyptu Þjóðverjum fram hjá Voronezh, austur til Stalingrad,. til þess að draga úr sókninni á Moskva, er Rússar hafa eflaust séð, að ekki varð stöðvuð, er eitt hið stórfenglegasta hernaðarbragð, sem getur um i allri hersögu heimsins. En alt þetta undanhald Rússa var fyr- irfram útreiknað. Þeir gerðu ráð fyrir í byrjun, að verða að tapa meiru eða minna af Vestur-Rússlandi. Maður frá Bandarikjunum, sem fyrir stríðið var sýndur iðnrekstur Rússa, furðaði á því, að verksmiðjur þeirra voru ekki múr- aðar niður í sementsgólfin eins og ann- ars staðar og spurði hann hverju þetta sætti. Svarið var, að það gæti skeð, að flytja þyrfti þessar vélar burtu einhvern tíma. Húsin voru þá meira að segja til fyrir þær austur í Ural-héruðunum. Þessi framsýni Rússa, að láta Þjóð- verja þurfa að reka stríðið sem lengst burtu frá Þýzkalandi, ásamt óheyrilegri fórnfærslu og sameiningu þjóðarinnar um að verja hugsjónaréttindi sín, er það, sem gegn um allar stríðshörmungarnar hefir bjargað Rússlandi. SÁ EG SVANI Eitt af því sem menning framtíðar mun rækja með meiri ígrundun, ár- vekni og vísindamensku en hingað til, er uppeldi og mentun unglinganna. Þess sjást nú þegar merkin hjá sum- um þjóðum, því á Rússlandi til dæmis er sálarlíf barna rannsakað með miklum áhuga; leiklist æfð og bækur samdar eftir því sem gaumgæfileg athugun hefir sýnt að bezt sé við barna hæfi. Heima á Fróni hafa branablöð verið prentuð um alllangt skeið þótt eðlis ávís- un fremur en barnasálfræði hafi þar meiru ráðið um efnisvel. Samt hefir oft vel tekist, og hér í Vesturheimi eigum Við að minsta kosti einn manrr er kann að skrifa sögur' og semja kvæði fyrir börn og unglinga, Dr. S. J. Jóhannesson. Aftur á móti höfum við verið undar- lega snauðir af mæðraskáldum, þótt í alþýðu skáldskapnum finnist nokkuð af ágætum barnaljóðum og vögguvísum. Annars man eg ekki til að nokkur is- lenzk kona hafi gefið út Ijóðabók, sem einungis er ætluð börnum, þangað til frú Jakobína Johnson rennur nú á vaðið með afar snoturt ljóðakver, sem hún nefnir “Sá eg svani”. Jakobína er ein af okkar allra ljóðrænustu skáldum og smekkvis með afbrigðum. Sem móðir og fyrirmyndar húsfreyja hefir hún sér- staka aðstæðu til þess að skilja sálarMf barna, enda gæti eg trúað að sum af kvæðunum i þessu kveri verði islenzkum börnum tungutöm, þegar tónskáldin hafa samið við þau viðeigandi lög. Fer þar saman óvenju mikil ljóðleikni og fögur, barnsleg hugsun. Set eg hér, sem dæmi, upphafserindið i einu kvæð- inu: “Nú geng eg hægt um hurðir — og hjálpa pabba til og hátta snemma — því varð eg að lofa. Ekki má eg gráta, — því þunt^er milli þil, en þar er mamma veik að reyna að sofa.” Vildi eg ráðleggja íslenzkum mæðrum að fá sér kverið. Eg held þær sjái aldrei eftir þeim fimtíu centum, sem til þess þurfa. H. E. J. Þrætur eiga sér engin takmörk. — Skrattinn getur vitnað í biblíuna mál- stað sínum til styrktar.—Shakespeare. KIRKJUÞING Framh. Sunnudaginn 27. júní var guðsþjónusta haldin í Sam- bandskirkjunni á Gimli kl. 2. Séra Philip M. Pétursson mess- aði. Fjórði fundur kirkjuþingsins var settur kl. 4. Enn á dag- skránni voru ný mál, og J. O. Björnsson vakti máls á því að sér fyndist tímabært að kirkju- þing vort hreyfði því að skora á landsstjórnina að auka elli- styrkinn til gamla fólksins. — Nokkrar umræður urðu og tók til máls Eiríkur Scheving, sem gat þess að fylkisstjórnin væri búin að auka sitt tillag unj $1.25 og að nú er það fyrir ríkisstjórnina að koma með sitt. Einnig fór forseti nokkr- um orðum um málið. Páll S. Pálsson lagði til að forseta og skrifara sé falið að senda á- skorun til ríkisstjórnar og fylkisstjórnar og biðja þær að hækka tillagið til ellistyrks. Stefán Einarsson studdi tillög- una. Hann hugði að Manitoba- stjórnin hefði varla gert eins vel og aðrar stjórnir vestur- fylkjanna. Till. var samþykt. Miss Sigurdson frá Riverton vildi fá úrskurð frá þinginu um hverjir mættu skoðast sem fullgildir meðlimir • safnaða kirkjufélagsins meðal þeirra sem innritast hafa í herinn, til þess að það megi telja þá með á “Roll of Honor”. Séra Eyjólfur J. Melan skýrði frá þeirri skýrslu, sem send er til American Unitarian Assn. árlega og honum fanst að á þá skrásotningu mætti byggja. Forseti útskýrði “honor roll” ráðstöfunina sem notuð var í síðasta stríði, og G. O. Einars- son vildi láta fylgja skýrslu þeirri sem send er til A. U. A. og með því var málinu lokið. Þá var komið að því að kosn- ing embættismanna færi fram, og að útnefningarnefndin kfemi með sina skýrslu. Á- skorun var gerð á þingið að veita forseta Kvennasambands- ins sæti í stjórnarnefnd kirkju- félagsins. Umræður urðu og tóku til máls: séra Eyjólfur J. Melan; Páll S. Pálsson; Eiríkur Scheving og aðrir. Séra E. J. Melan gerði tillögu um að út- nefningarn. sé beðin að taka upp að forseti Kvennasam- bandsins sé sett í nefnd kirkju- félagsins. G. O. Einarsson studdi. Samþykt. Forrrjaður útnefningarnefnd- arinnar, J. O. Björnsson, las þá skýrslu þeirrar nefhdar. Séra E. J. Melan benti á það, að þingið geti ekki ákveðið það að prestar kirkjufélagsins sitji nefndarfundi, en að nefndin geti hvatt þá til fundar þegar þess er óskað. Hannes Petúrson var út- nefndur sem forseti en baðst undan, og sagðist hafa skýrt tekið það fram, er hann tók við fundarstjórn þingsins, að hann stæði ekki fyrir kosningu í for- setaemibættið. Séra Halldór E. Johnson fanst það réttlátt að þessi ósk fundarstjóra verði tekið til greina, og gerði til- lögu um að álit útnefningar- nefndarinnar sé vísað aftur til hennar, en sú tillaga var ekki studd. Ágúst Eyjólfsson gerði tillögu um að Hannes Peturson sé beðin að taka til baka afsök- un sína og láta nafn sitt standa. J. B. Skaptason studdi og fór einnig fram á það að Hannes Peturson léti nafn sitt standa. Einnig tóku til máls Páll S. Pálsson, Stefán Einarsson, séra E. J. Melan og fleiri, og var það ósk allra þeirra að hann tæki útnefningu. Að lokum gerði P. S. Pálsson tillögu um að útnefningum fyrir forseta verði lokið. Tillagan var studd og samþykt. — Þá lýsti skrifari því yfir að Hannes Peturson sé rétt kjörinn forseti kirkjufé- lagsins. Vara-forseti var kosinn Sv. Thorvaldson. Skrifari var kosinn séra P. M. Pétursson. Vara-skrifari var kosinn B. E. Johnson. Gjaldkeri var kosinn Páll S. Pálsson. Vara-gjald'keri var kosinn J. B. Skaptason. Og í stað eftirlitsmanns sunnudagaskóla, var kosin í stjórnarnefnd kirkjufélagsins, forseti Kvennasambandsins, sem er Mrs. S. E. Björnsson. Yfirskoðunarmenn voru G. O. Einarsson og Stefán Ein- arsson. Páll S. Pálsson gerði tillögu um að fimm manna nefnd verði kosin af hálfu kirkjufélagsins í stjórnarnefnd sumarheimilis- ins. Þessir voru útnefndir: Séra Philip M. Pétursson Dr. L. A. Sigurdsson Sv. Thorvaldson, M.B.E. Séra Eyjólfur J. Melan Mrs. B. E. Johnson Lagt var til af Eiríki Schev- ing og stutt af J. O. Björnsson að útnefningum sé lokið. Sam- þykt. Þá var fundi frestað til kl. 8 um kvöldið. % Kl. 8 sunnudagskvöldið flutti séra Halldór E. Johnson mjög fróðlegan og skemtilegan fyr- irlestur um “Trúarerfðir Is- lendinga”. Að fyrirlestrinum loknum setti forseti fund, og lýsti á- nægju sinni yfir hvernig alt þingstarfið hafði farið og spáði bjartri framtíð fyrir stefnu vora bæði meðal íslendinga og annara þjóða manna. Þefesi stefna er stefna framtíðarinn- ar hvort sem hún ber nafn vort eða ekki. En sá andi sem í henni birtist er andi komandi tíma og á honum verður öll framför að grundvallast. Eiríkur Scheving gerði til- lögu um að séra Halldóri E. Joihnson sé þakkað á viðeig- andi hátt framúrskarandi góð- an fyrirlestur, og stóðu menn á fætur með lófaklappi, og sam- þykti þannig tillöguna. Tillögunefndin bar fram 'til- lögu um að Sambandssöfnuð- inum á Gimli, stjórnarnefnd hans, og kvenfélaginu sé þakk- að fyrir ágætar viðtökur og öll þægilegheit sýnd kirkju- þings fulltrúum og gestum á meðan að á þinginu stóð. Og aftur stóð þingheimur á fætur með dynjandi lófaklappi í þakklætisskyni. Þá, þar sem engin fleiri ný mál voru til umræðu, og búið að afgreiða þau mál sem þingið hafði með höndum, gerði Berg- thór E. Johnson t'illögu um að stjórnarnefndinni sé falið á hendur að yfirfara og sam- þykkja fundargerningana. Páll S. Pálsson studdi og var tillag- an samþykt. Þá var sálmurinn 556 sungin, og forseti lýsti þvi yfir að hið tuttugasta og fyrsta ársþing hins sameinaða kirkju- félags í Norður Ameríku væri slitið. Og fulltrúar og gestir héldu heimleiðis þá um kvöld- ið og næsta morgun eftir þess- ar ánægjuríku samverustund- ir þessa síðustu helgi júnímón- aðar i Sambandskirkjunni á Gimli. Góðar bœkur A Primer of Modern Ice- landic, Snæbj. Jónsson.. 2.50 Icelandic Lyrics, Dr. R. Beck ...........3.50 Undir ráðstjórn, Hewlett Johnson....... 3.00 Smoky Bay, Stgr. Arason kennari .............$2.25 Icelandic Canadian, 4 hefti á ári.......... 1.00 BJÖRNSSONS BOOK STORE 702 Sargent Ave. Winnipeg

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.