Heimskringla - 22.09.1943, Síða 1

Heimskringla - 22.09.1943, Síða 1
We recommend for your approval our "C.B.4 WHITE LOAF" (Canada Approved) as an excellent source of the Vitamin B Complex “The QualityGoes In before theNameGoesOQ’’ CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 35 565 Frank Hannibal, Mgr. Wedding and Birthday Cakes made to order We recommend for your approval our "C.B.4 WHITE LOAF" (Canada Approved) as an excellent source of the Vitamin B Complex “The QualityGoes In before the NameGoesOn’ CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 35 565 Frank Hannibal, Mgr. Wedding and Birthday Cakes made to order •+ LVII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 22. SEPT. 1943 NÚMER 51. 4 4 HELZTU FRÉTTIR * * Fréttir af stríðinu 1 byrjun þessarar viku, voru Rússar komnir að hliðum Smolensk-borgar. Ifafa þeir unnið marga og mikla sigra á allri víglínunni, sem er um 700 milna iöng, síðustu viku. Rauði herinn er nú aðeins 24 mílur austur af Dneiper-fljóti i Suður-Rússlandi. Hafa Rússar náð umráðum allra járnbrauta í þeim hluta landsins; eiga þeir aðieins eina braut eftir að taka til þess að einangra þýzka her- inn á Krímskaga. Fréttir frá Svíþjóð fullyrða, að Rússar hafi 3 siðustu dag- ana tekið um 1000 bæi og þorp af Þjóðverjum og á sigrum þeirra sé ekki neitt lát ennþá. Berlinar fréttir geta um mikla bardaga í grend við Vel- iki Luki s. 1. mánudag. Rússar hafa ekki enn minst á þetta. A Á ítaiíu urðu Þjóðverjar að hrökkva fyrir her Eisenhowers í Salerno, sem þykir mikil og góð frétt. Aldrei hefir líklegar látið fyrir Þjóðverjum að vinna veigamikinn sigur á her Banda- þjóðanna, en þarna í lending- unni við Salerno. Enda flyk-tu þeir liði þangað, einum 5 til 7 herdeildum að sagt var. En Bandaríkja- og Canada-her- menn, sem þarna tóku á móti, stóðu áhlaupið áf sér þó að- stöðu hefðu verri og færra lið. En flugförin og sjóflotinn komu til verndar 'fimta hernum og fóru leikar svo, að Þjóðverjar urðu að hörfa til baka og hætta við, að reka innrásarherinn í sjóinn, eins og frá Berlín var símað að biði Bandaríkja hers- ins. Fregnriti blaðsins London Times, segir engan efa á því, að Þjóðverjar séu liðsterkir í Norður-Italíu — hafi þar í það minsta 18 hersveitir. Enga sönnun telur hann fyrir því fengna, að þýzkt lið hafi verið flutt til ítalíu frá Rússlandi. ítalskir hermenn á Sardiníu- ey hafa rekið Þjóðverja burtu úr eyjunni. Flúðu þeir til Kor- ^iku, en eiga nú þar í ströngu við þjóðernissinnaða Frakka, sem hart þykir að ráða ekki yfir eyjunni, sem Napoleon fæddist á. Flugásáir á Suður-ítaliíu heyja Þjóðverjar nú ekki. Badogiio er flúinn á náðir Bartdaþjóðanna úr Italíu. Þyk- ir óLikiegt að Emmanuel kon- ungur og krónprinsinn hafi heima setið, er forsætisráð- herrann fór úr landi. Tveir brezkir herforingjar og einn griskur, fóru með liði til eyjanna Leros, Samos og Cos, í Grikklandshafi og tóku þær nýlega. Ef Bandaþjóðirnar næðu öllum Griklands-eyjun- um, yrði þeim auðveldara, að ná Krít, Rhodes og öðrum eyj- um, sem mikla hernaðarlega þýðingu hafa fyrir Þjóðverja. Það þykir nú nokkurt vafamál, að Þjóðverjar geti, vegna ó- nógs flugshers, varið þessar eyjar. En gætu Bandaþjóðirn- ar hreinsað Grikklandshafið, væri hægra um hönd að gera innrás á Balkanskagann. 1 fréttum frá London segir að Italir aðstoði Bandaþjóðirn- ar með liði sinu af öllum mætti og þeim virðist ekki annara um neitt, en að koma Hitler á kné. Hatrið til Þjóðverja og fasista, sé ótakmarkað. 1 hálfsmánaðarriti, sem Rússar gefa út og heitir "Stríð- ið og verkalýðurinn”, birtist grein s. 1. viku, sem fer fram á, að Bretar, Bandaríkjamenn og Rússar, skipi nefnd, er með höndum hafi pólitísk mál Ev- rópu og undirbúi þau sem bezt, fram að stríðslokum. Segir í greininni að eina skynsamlega leiðin til að bjarga friðinum, sé samvinna þessara þriggja þjóða. Bandaríkjaþingið Þing Bandaríkjanna kom saman 14. sept. eftir tveggja mánaða hvíld. Á þeim stutta tíma, sem það hefir haldið kyrru fyrir, hefir margt gerst í stríðinu, sem nokkur áhrif hlýtur að hafa á starf þess. Mussolini hefir farið frá völd- um, innrás verið gerð á Italíu, sóknin hert á Kyrrahafinu, Rússar snúið vörn sinni upp í sókn. Af öllu þessu leiðir, að fleiri manna mun þörf í her- inn og til hernaðarstarfa. En þingið virðist fara hægt af stað og jafnvel álíta þetta efni sérfræðinga að ráða fram úr fremur en sitt. Það er ekki út- lit fyrir að þingið hafist mikið að fyrstu tvær vikurnar. 1- heldni virðist einkenna byrjun- arstarf þess. Á þessu þingi er talið víst, að til umræðu komi tillaga, sem republikar samþyktu á flokksþingi sínu nýlega á Mak- inac-eyju; tillagan laut að því að kjósa alþjóðaráð til að hafa með höndum viðskifta og póli- tísk mál, að stríðinu loknu. Ef bæði einangrunarmenn og sam- vinnumenn innan flokksins gátu komið sér saman um stefnu þessa ráðs, ætti þingið að geta það, segja margir. En hvað þessháttar yfirlits- tillögur þýða, er oft erfitt að ráða í. þær geta þýtt'bæði altj og ekkert. Og utanríkismála- j nefnd efri deildar þingsins, I hafa borist margar tillögur og1 sumar mjög ákveðnar um I samvinnumál allra þjóða að ( stríðinu loknu. Sumar þeirra; eru með því að beita afli til þess að tryggja friðinn, yfir- lögreglu, sem er svipað og Cor-1 dell Hull, ríkisritari hélt fram í ræðu 12. sept. Ýmsir gera ráð fyrir, að stjórnin fari fram á það á þessu þingi, að þingið skuld- bindi sig til að samþykkja hvaða alþjóða samninga, sem gerðir verða að stríðinu loknu, ef tveir þriðju allra atkvæða; efrideildar sé með því. Þingið sem nú kemur saman, er aðallega skift í þrjá flokka, j republikana, suður-ríkja demó- krata og New Dealers (úr báð- um aðal-flokkunum). Það er að þessu leyti likt fyrri þing- um. Þessi þrí-flokkaskiftin, mun brátt gera vart við sig, þegár um löggjöfina heima fyrir verður rætt og ekki hvað I sízt, er forseta-kosningarnar | koma til umræðu. Hún hefir J og sín áhrif á úrslit utan- ríkismálanna og það mun ekki heldur leynast, fari svo, að | friður verði saminn, áður en þingi lýkur. En alla löggjöf áhrærandi viðreisnar-ákvæði ( Roosevelts forseta, eða New Deal hans, mun nokkur hluti þingmanna líta grunsemdar- ^ augum, ef ekki beint óvildar- hug og beita andróðri. Enginn nýr leiðtogi hefir ris- ið upp, er alilir eru líklegir að fylgja. Á þinginu ber þegar á flokkadrætti og stéttaríg, sem áður. Góðar horfur með stríðs- reksturinn geta orðið til að draga úr fremur en auka fram- kvæmdir þingsins í þágu stríðsmálanna. Walter F. George, demokrati frá Georgia, steypti köldu vatni yfir vonir stjórnarinnar um að leggja 12 biljón dala skatt á þjóðina, sem hún kvað til að halda óskertu gjaldþoli lands- ins. Þetta skattamál kom fyr- ir þing í ársbyrjun, en er enn óafgreitt. Þingmaðurinn kvað vel takast til, ef 3 til 5 biljónir inniheimtust. Margir þing- manna efast um að stjórnin fái eyri inn í nýjum sköttum fyr en á næsta ári. Upprunalega var skattupp- hæðin 16 biljónir, en hún kom fram s. 1. febr. Hafa innheimst af henni 4 biljónir, sem margir hafa greitt fyrirfram og áður en þingið hefir samþykt skatt- inn. Eru því eftir 12 biljónir, sem nú liggur fyrir þinginu áð taka til meðferðar. Það er af sömu ástæðu, eða því hvað stríðið géngur vel, að þingið virðist álíta óþarft að grípa til nýrra örþrifaráða í' stríðsmálunum og hefir sýnt sig mótfallið ráðagerð stjórn- arinnar í að bændur séu teknir í herþjónustu jafnvel heima fyrir eða til vinnu í verksmiðj- um. En þetta mun þó vera eina ráðið til að auka hernað- ar-starfið, því ógiftra mun fárra völ til þess. Á þessu þingi munu vérk- falls-bannlögin á ný verða í- huguð, sem þingið samþykti, en Roosevelt nejtaði að staðfesta. Viss ákvæði þessara laga virð- ast beturlöguð til þess að korna af stað verkföllum, en til þess að koma í veg fyrir þau. Um 50 nefndir munu leggja fram álit sitt, er koshar voru til að íhuga ýms mál í hvíildar- tíma þingsins. Þar til þau álit hafa verið lögð fram, mun þingið fara sér hægt. Út af misskiftum stríðsgróða, fara ýms blöð syðra fram á, að yfirskattur sé lagður nógu frekur og hár á hann, þar sem hann er mestur. Þar mun um sama ójöfnuð vera að ræða og í Canada og sem verkamanna- samtök hér berjast á níóti. Um samkomulag á þinginu syðra, getur skeð að betur horfi en ætla má af undirtekt- um þess að dæma í sumum málum stjórnarinnar í byrjun þess. Það er oft, að andstæð- ingar nota tækifærið meðan verið er að undirbúa þingmál- in, að láta til sín heyra. Vill mönnum renni reiðin áður en friður er saminn 1 ræðu sem Herbert Hoover, fyrv. forseti, hélt 3. sept í Min- neapolis, sagðist hann ekki efa, að friður væri í nánd, en hann ráðlagði þeim er friðarsamn- ingana semdu, að flýta sér ekki of mikið að fullgera þá strax eftir striðið. ‘‘Ef fríðurinn á að vera var- anlegur, þarf mönnum að renna reiðin áður en að samn- ingsborðinu er gengið,” sagði hann. “Fyrst eftir að stríðinu lýk- ur, verður ctf’ói og æsing í mönnum. Þeir bera hatur hver til annars og kenna hvorir öðr- um um ástandið í heiminum.' Hefndarhugur fyilir loftið. 1, þesskonar andrúmslofti, verð-j ur jafnvel framsýnustu stjórn-j málaspekingum erfitt að að- j greina seka leiðtoga frá af- vegaleiddri alþýðu.” Mr. Hoover sagði að ef menn, hefðu haft fimm ár til þess að ^ gera samningana í Vín 1814 og í Versölum 1918, hefðu þeirj samningar, eins og þeir voru úr garði gerðir, aldrei verið undirskrifaðir eða staðfestir. j Hann mintist þess, að það | hefðu liðið sex ár frá sigrinum j við Yorktown, þar til stjórnar-j skrá Bandaríkjanna var full-j gerð, “og þeim tíma hefði verið vel varið.” “Ameríikumenn hafa,” sagði Mr. Hoover, “í meira en 170 árj barist á þúsund vígvöllum i þágu frelsis og friðar.” Hann j bætti við: “Miljónir grafaj þeirra manna, krefjast þess af oss, að við bregðumst ekki J þessum hugsjónum er við næst semjum frið. Hann lagði til að fjórum at- riðum yrði fylgt við sáttagerð- i ina að þessu stríði loknu: Fyrst, að samið sé um það, áður en hætt er að berjast, að fáeinar af leiðandi þjóðum ] Bandaþjóðanna séu skipaðar til sameiginlegrar stjórnar, for- ráða eða sem fulltrúar friðar- ins, en að það verði ekki haft neitt vanalegt vopnahlé eða neinir alþjóða friðarfundir. Annað, að samið verði um,| áður en sigur er unninn, að þessir fulltrúar friðarins, setjij sigruðu þjóðunum þá skilmála j til bráðabirgðar, sem þeim sýnist. Þriðja,' að ekkert frekar sé, gert í nokkur ár og tækifæri gefist með því að mönnum; renni reiðin. Fjórða, að mynduð sé eins- konar alheimsstofnun í stað J friðarfulltrúanna, til þess að | sjá um að friður haldist fram- vegis. Þetta fjórða spor sagði Hoov- er ekki ætti að vera stigið fyr en búið væri að leggja undir- stöðu að varanlegum friði, vegna þess, að ef sá grund- völlur sé val lagður, sé friður- inn að miklu leyti af sjálfu sér trygður. Ef friðarsamningarn- ir verða svipaðir Versala- samningunum, verða þeir ekk- ert annað en íkveikja þriðja alheimsstríðsins. Annað sem Hoover færði máli sínu til gildis, var, að fyrst eftir að hermenn kæmu heim úr stríði, alla vega á sig komnir, kveikti það yanalega óhug og hatur í brjóstum heimamanna fram yfir það sem áður hefði verið. Það almenn- ingsálit, sem með þvi skapað- ist, hlyti að hafa áhrif á þá, er við samningaborðið sætu og vekja deilur, ekki aðeins í garð óvinaþjóðanna, heldur oft og tíðum einnig milli samherj- anna sjálfra bæði út af skift- ingu herfangsins og öðru. — Þetta hefir átt sér stað og það væri ekkert líklegra en að það gæti enn átt sér stað milli segjum 2000 fulltrúa frá Banda- unum, ef þær byrjuðu að semja friðarskilmála, áður en glímu- skjálftinn væri af mönnum runninn. Þegar nokkuð væri liðið frá atburðunum hörmulegu og andrúmsloftið orðið hreinna, spái eg, sagði Hoover, að hægt verði að skýra friðartillögurn- ar svo, að umrá,ðarétturinn yrði skilinn frá vísindalegu sjónarmiði. Friðarfulltrúarnir fyrstu ætl- ast Hoover til að komi fyrst á friði og spekt í sigruðu héruð- unum, sjái hungruðum því næst fyrir fæði og komi svo fótum undir framleiðslu og efnalegt sjálfstæði. óvinaþjóðirnar sagði hann að yrði að afvopna. Foringj- um þeirra verður að hegna fyrir glæpi framda gegn mann- kyninu. Þeir verða að skila til baka herfangi sínu, föngum og öðru ræntu fólki. Þjóðir sem ræntar hafa verið réttind- um og frelsi, verða að fá það aftur. Fulltrúarnir fyrstu, verða undir eins að ákveða til bráðabirgða landamæri hverr- ar þjóðar. ÚR ÖLLUM ÁTTIIM 1 ræðu sem Winston Chur- chill, forsætisráðherra Breta, hélt í gær í London, þá nýkom- inn heim frá Bandaríkjunum, sagði hann, að hann byggist fyllilega við að sitja fund með Stalin og Roosevelt, áður en árinu lyki. Um innrásina á meginland Evrópu fór hann þeim orðum að hún væri að- eins byrjun, en þangað yrði liði flykt hér eftir. Hann varaði mepn samt við að gera sér of miklar vonir um skjótan frið. 1 loftinu sagði hann Banda- þjóðirnar nú sterkari en Þjóð- verja, kafbátahernaður Þjóð- verja hefði fengið þann skell, er fæstir hefðu gert sér vonir um. Á Atlanzhafinu sagði hann ekki einu einasta skipi hafa verið sökt í fjóra mánuði. Að Mussolini hafði sloppið úr varðhaldinu, sagði Chur- chill stafa af því, að verðirnir ítölsku hefðu ekki hlýtt skip- uninni um að skjóta á hann, ef með þyrfti. *r * * Frá Spáni barst frétt í gær um að Þjóðverjar væru að flytja herstjórnina í Suður- Rússlandi burtu úr Kiev. Rúss- ar tóku í gær borg, sem Cherni- gov heitir, sem mjög mikla þýðingu hafði fyrir Þjóðverja til verndar borginni Kiev. ★ ★ ★ Hon. Angus Macdonald, flotamálaráðherra Canada, sagði frá því í gær, að Þjóð- verjar hefðu með kafbátum sínum ætlað að stöðva vopna- og vörusendingar frá Canada til Englands á s. 1. sumri með því að girða af sjóleiðina frá Halifax með sprengjum. En sjóhernum tókst að hreinsa leiðina án þess að nokkurt skip færist utan eitt smáskip, um 2000 smálestir að stærð, er fór 4 mílijr inn á það svið, er bann- að var að sigla um. Sagði ráð- herrann að Bretar hefðu óskað flotanum til lukku með hve skjótt og vel hefði tekist, að eyðileggja dubl Þjóðverja. Þetta er í fyrsta sinni að canadiksri höfn hefir verið lokað með óvina-sprengjum. ★ ★ * Konungur Breta. drotning og Elizabeth prinsessa og aðrir meðlimir konungsfjölskyldunn- ar fá skömtunar-bækur og vegabréf, í hvert skifti sem út eru gefnar. Bæði skömtunar- bækurnar og vegabréfin eru samskonar og þau, sem ó- MILLI FJALLS OG FJÖRU (Með ofanskráðri fyrirsögn skrifar Jónas alþm. Jónsson (frá Hriflu) skemtilega frétta- mola í blaðið “Dag” á Akur- eyri. Birtast hér fáeinir þeirra. Ritstj. Hkr.) Lýðveldismálið verður að öllu forfallalausu samþykt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í ársbyrjun 1944. Sið- an kemur hin almenna at- kvæðagreiðsla, og þarf hún að vera jafn glæsileg og til sæmd- ar öllum borgurum landsins. En þar sem sú atkvæðagreiðsla þarf að fara fram í marz eða apríl, á þeim tíma, þegar veður geta verið hörð og óstöðug, verður kosningin að nokkru leyti að vera heimakosning og standa yfir dögum saman. Með því eina móti er unt að tryggja að svo að segja hvert manns- barn á landinu geti endurheimt það frelsi, sem Hákon gamli ginti íslendinga til að afsala sér á mikilli ógæfustund. Síðan ætti vel við að halda á Þing- völlum þjóðhátíð 17. júníl944 og ljúka þar endanlega við heimlutning hins æðsta valds. ★ ★ ★ Þingvallanefnd hefir fjuúr nokkru ritað ríkisstjórninni og beðið um að hún legði fyrir Al- þingi tillögu um að biðja Al- þingi um fé til að flytja til Þingvalla frá Kaupmannahöfn bein Jónasar Hallgrímssonar, þegar stríðinu lýkur^ Fáir Is- lendingar eiga fyrir allra hluta sakir jafn sjálfsagðan grafreit á Þingvöllum eins og lista- skáldið góða. ★ ★ ★ Talað er um, að gera þá breytingu á kenslubókum barna, að hafa í lesheftum móðurmálskenslúnnar ein- göngu kafla eftir úrvalsrithöf- unda, en ekki að láta viðvan- inga vera þar með misjafnan samsetning, sem á að vera barnamatur. Því aðeins læra börnin málið, og kunna að meta fagra meðferð móður- málsins, að þau kynnist frá upphafi íslenzkunni, eins og hún er í raun og veru, og eins og farið er með hana af hinum hæfustu mönnum. ★ ★ ★ Mikið á Akureyrarbær að þakka þeim mætu mönnum, sem hófust þar skipulega bæj- argerð um aldamótin. Þess vegna á Akrueyri nóg land undir opin svæði og leikvelli fyrir börn og unglinga, og þess vegna er hægt að raða opinber- um byggingum þannig, að þær setja alveg sérstakan myndar- blæ á bæinn. Það á vel við að hafa stórbyggingar Akureyrar á hæðinni yfir gamla bænum. Brátt mun þar bera við loft röð merkisbygginga: Sjúkrahúsið, Mentaskólinn, Iþróttahúsið, Húsmæðraskólinn, Gagnfræða- skólinn, Barnaskólinn og Matt- híasarkirkja. ★ ★ ★ Mjög er rómuð grein Hilmars Stefánssonar í Tímanum um skilnaðarmálið. Bendir hann á, að allir flokkar séu sammála um að stofnsetja íslenzkt lýð- veldi, og að sæmd þjóðarinnar krefjist, að allir einstaklingar stefni að sama marki. Aumir myndu þykja þeir Norðmenn og Danir, sem ekki óskuðu þjóðum sínum fullkomins frels- is. Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.