Heimskringla - 16.02.1944, Blaðsíða 5

Heimskringla - 16.02.1944, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 16. FEBRÚAR 1944 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA ÍSLENDINGAFÉLAG Séra Valdimar J. Eylands flytur ræðu á afmælishátíð Þjóð- ræknisþingsins í Marlborough Hotel 23. feb. Frh. frá 1. bls. skotið á fundi og einum rómi ákveðið að stofna Islendingafé- lag í Fargo og Moorhead. Þessir voru kosnir embættismenn fé- lagsins: Sig Björnson, forseti; prófessor T. W. Thordarson, vara-forseti; Mrs. N. B. Johnson, ritari og Mrs. B. K. Johnson, fé- hirðir. Er þar hvert sæti vel skipað og má ('ænta góðs af fé- lagsskap þessum. Þá er og skylt að geta þess, hverjir áttu meginþátt í því, að þessi fjölsótta og ánægjulega samkoma var haldin, en það voru þau Mr. og Mrs. Sig Björn- son, prófessor T. W. Thordarson, Dr. og Mrs. B. K. Björnson, Mr. og Mrs. John Freeman og Mrs. N. B. Johnson; en aðrir íslend- ingar á þeim slóðum sýndu það með þátttöku sinni í samkom- unni, að þeir kunnu að meta þá viðleitni, og spáir það góðu um framhaldsstarf félagsskaparins. Vil eg svo í nefni okkar utan- bæjargesta þakka íslendingum á nefndum slóðum fyrir frábæra gestrisni og svo ánægjulega kvöldstund, að hún mun okkur lengi þakklátlega í minni geym- ast, og óska hinu nýja félagi þeirra langra lífdaga og mikils og góðs starfs, enda eiga þeir góðum kröftum á að skipa. Richard Beck Einar Páll Jónsson ritstj. Lögbergs, flytur frumort kvæði á 25 ára afmælishátíð þjóðræknisþingsins á Marlbor- ough Hotel. Ólafur Kárdal syngur einsöng á 25 ára afmælis- hátíð þjóðræknisþingsins á Marl- borough Hotel. Samkoman og myndasýning- in sem Danir efna til 19. febr. í Theatre A, Manitoba há- skóla og arðurinn af gengur í líknarsjóð Dana, ætti að vera vel sótt af íslendingum. Mynd- in “Palo’s Wedding” fær mikið lof hvarvetna og til söngskemt- unar hefir vel verið efnt. Meðal margra snillinga er þar láta til sín heyra, eru tveir íslendingar: Miss Snjólaug Sigurðsson með piano-solo og Pétur Magnús með vocal solo. Samfara því sem skemtun verður þarna ágæt, er fyrir þarft málefni unnið með samkomunni. MORE AIRCRAFT WILL BRING QUICHER -VIVTORY DÁN ARFREGN Jakob Páll Jónssson, fiskimað- ur á Gimli, andaðist þar, eftir stutta legu 6. febr. á sjötugasta aldursári. Hann var Skagfirð- ingur að ætt, fæddur 9. júlí 1874, að Lágmúla í Hvammsókn í Lax- árdal í Skagafjarðarsýslu. For- eldrar hans voru Jón Jónsson bóndi og byggingamaður Páls- sonar hreppstjóra frá Viðvík. — Móðir Jakobs en kona Jóns föður hans var Guðrún Halldórsdóttir. Margt skyldfólk átti Jakob hér vestra, meðal þeirra voru Gísli Sveinsson óðalsbóndi að Lóni við Gimli, Páll bróður hans og syst- kini þeirra. — Mrs. Anna Thórð- arson á Gimli og Mrs. Pálína Eggertson í Selkirk eru náskyld- ar hinum látna manni. Ein syst- ir Jakobs er á lífi hér vestra, Mrs. Þorbjörg Jóhannsson, Da- foe, Sask. Tvær systur munu á lífi á íslands. Jakob kom til Canada árið 1900, átti hann árum saman heimili hjá Gísla frænda sínum á Lóni og Margréti konu hans. Frá 1935 átti hann heimili hjá Mr. og Mrs. Ingólfur Bjarnason á Gimli, naut hann þar góðrar um- önnunar í sjúkdómi sínum, og var sem einn af fjölskyldu þeirra. Jakob er maður vand- mmm Ungrfú Snjólaug Sigurðsson hefir píanó-sóló á 25 ára af- mælishátíð þjóðræknisþingsins á Marlborough hótel. FIVE ROSES WHEAT CRANULES FIVE ROSES CRACKED WHEAT FIVE ROSES ROLLED OATS FIVE ROSES EDIBLE BRAN The finest of all cereals LAKE OF THE WOODS MILLING CO., LIMITED, WINNIPEG Mrs. Lincoln Johnson syngur einsöng á 25 ára afmælis- hátíð þjóðræknisþingsins 23. feb. á Marlborough Hotel. aður í hvívetna, fjörmaður og góður drengur, er naut trausts þeirra er honum kyntust. Hann var ókvæntur. Útför hans fór fram fá Lútersku kirkjunni á Gimli þ. 16. febr. undir umsjón Mr. Langrill, útfararstjóra í Sel-» kirk; sá er þetta ritar, mælti kveðjuorð. S. Ólafsson lífsháska. Að lokum hepnaðist þó' að stöðva gosið á báðum stöð- unum, en stór gígur eða jarðfall myndaðist á gosstaðnum og leir og grjóti er stráð alt umhverfis — “eins og eftir loftárás.” Náttúrufyrirburður þessi minnir á sagnir um goshveri, sem sagðir eru hafa komið upp skyndilega, jafnvel í bústöðum manna — “í baðstofuhorninu” — og tengdar eru við fleiri en einn stað á landinu. — 1 Hvera- gerði er annars, svo sem kunn- ugt er, mjög mikið og virkt jarð- hitasvæði, og þarna hefir, sam- kvæmt þessu, nýr “Baðstofu- hver” komið til skjalanna til viðbótar þeim, sem þar var fyrir. —Dagur, 16. des. fullgert, en auglýsingar birtast seinna um það hverju hefir verið ráðstafað og hyernig. H. E. J. ★ ★ ★ Munið eftir samkomu “Fróns” á þriðjudagskvöldið þann 22. næstkomandi. Tryggið ykkur aðgöngumiða sem fyrst, þeir fást í Björnssons Book Store, 702 Sargent Ave. FJÆR OG NÆR ÓVENJULEGT NÁTT- ÚRUFYRIRBRIGÐI S. 1. þriðjudag bar svo við í Hveragerði í Ölvusi, er unnið var að jarðhitaborun fyrir “sel” Mentaskólans í Reykjavík, er þar stendur, að komið var niður á óvenjulega kröftuga gufuæð í jarðveginum, og tók borholan að gjósa mjög ákaft og stórkostlega — gufu, leir og grjóti. 1 sam- bandi við tilraunir þær, sem gerðar voru til þess að stöðva gosið, braust skyndilega fram nýr goshver í gróðurhúsi einu, er stendur þar í nánd. Eyðilagð- ist húsið með öllu á skammri stundu og ónýttist nærri alt, er þar var inni, nema fáeinar plönt- ur, sem bjargað var með ærnum Eins og menn vita, og eins og auglýst hefir verið, verður bisk- up íslands staddur hér í Winni- peg á þjóðræknisþinginu. Búið er að ráðstafa, að hann tali í út- varpið frá Fyrstu lút. kirkjunni sunnudagskv. 27. febr. Safnað- arnefndin hér hefir afráðið að halda enga messu það kvöld til þess að veita þeim sem vilja, tækifæri til að hlusta á biskup- inn við það tækifæri. Einnig er safnaðarnefndin að vinna að því að fá biskupinn hingað í þessa kirkju til þess að meðlimir þessa safnaðar fái tækifæri til að kynnast honum. Ekkert er enn Matreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld- sted, 525 Dominion St. Verð $1.00. Burðargjald 5ý. ★ ★ * Stjórnarnefnd Þjóðræknisfé- lagsins biður deildir þær er full- trúa senda á ársþingið er hefst 21. febrúar n. k. að gera sér að- vart um hvað margir komi og helzt nöfn mannanna, svo hægt sé að hugsa þeim fyrir verustað meðan þeir eru í bænum. Vegna þess hve erfitt er að fá gistingu í bænum væri gott að einstakling- ar skrifuðu einnig. Þessar upp- lýsingar sendist til Mr. Ólafur Fétursson, 123 Home St., Win- nipeg, eða Mrs. E. P. Jónsson, Ste. 12 Acadia Apts., Winnipeg. ★ ★ ★ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 20. febr. — Sunnu- dagaskóli kl. 11 f. h. Ensk messa kl. 7 e. h. Allir boðnir velkomn- ir. S. Ólafsson ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA Forseti: Dr. Richard Beck University Station, Grand Forks, North Dakota Allir Islendingar í Ame- ríku ættu að heyra tii Þjóðrœknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðmann Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. Almennur fundur Islendinga í Vancouver, til að ræða um stofn- un íslenzks gamalmennaheimil- is í borginni er hér með boðaður í Swedish Hall, 1320 E. Hastings St., föstudaginn 18. feb. kl. 8 að kvöldinu. Magnús, Elíasson, form. undirbúningsn. ★ ★ ★ Guðsþjónusta í Vancouver á ensku máli fer fram í dönsku kirkjunni, E. 19th Ave. og Burns St., kl. 7.30 e. h. sunnudaginn 20. febr. Allir velkomnir. R. Marteinsson ★ ★ ★ Námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunar- skóla í Winnipeg. Upplýsingar gefur: The Viking Press Ltd. 853 Sargent Ave., Winnipeg KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreyttasta islenzka vikublaðið 'OrfUWAR SAVINGS ^f^CERTIFICATES STÓRKOSTLEG EYÐILEGGING I NAPLES AF VÖLDUM FLUGHERS BANDAMANNA 560 flugför gerðu sprengjuárás á allar aðal hergeymslu og hergagnaframleiðslu byggingar, flugvelli og skipakvíar öxulþjóðanna í Naples og árangúrinn varð sá, að alt eyðilagð- ist sem fyrir þeim varð, svo hvergi stóð steinn yfir steini. Þessi mynd sýnir eiginlega ekki neitt, því ekkert var að sjá eftir þessa árás nema rústir og sprengjugrafir, og er ekki hægt að gefa frekari upplýsingar af því sem eyðileggingin hafði algerlega lagt að fótum sér. Þessi árás var gerð frá bækistöðum Bandaþjóðanna í Norður Afríku, og stóð yfir um tvo klukkutíma. Reykjar-mökkurinn steig 12,000 fet upp í loftið en ógurlegar þórdunur og hvell-sprengingar fyltu loftið. Þessi mynd var tekin á meðan að árásin stóð sem hæðst. VELKOMIN! Winnipeg býður yður öll velkomin sem nú safnist til hins TUTTUGASTA og FIMTA ársþings Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, 21., 22. og 23. febrúar næstkomandi. City Hydro vill taka sinn þátt í því að bjóða sína mörgu íslenzku vini velkomna. fslendingar hafa gert sitt til þess að gera þessa stofnun eina af þeint fremstu sinnar tegundar um heim allan. Af tekjum sínum fyrir árið 1943 hefir City Hydro gefið í skattsjóð Winnipeg- borgar $330,000, og hefir þannig, upp að þessunt tíma, lagt í sjóð þennan $1,700,000 sem notaðir hafa verið til þess að lækka skattálögur borgarbúa. Citt| I4i|d/ro “Brautryðjandi ódýrrar raforku”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.