Heimskringla - 05.04.1944, Side 4

Heimskringla - 05.04.1944, Side 4
4. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. APRIL 1944 itietmskciniila (StofnuB 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsimi 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winmpeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON ___________________ "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 86 537 sólarhitinn og veðurfarið þræða nokkurn veginn sömu stigbreyt- ingar á vel greinanlegum sam- svarandi tímabilum, stuttum og löngum; þau styttri, átta mánuð- ir, en þau lengri 22% ár. Á styttra tímabilinu gerast minni háttar veðrabrigði (þegar búið er að gera fyrir árstíðir — og stað- legum — orsökum); en stærri veðurbreytingar endurtakast samkvæmt því lengra. WINNIPEG, 5. APR1L 1944 |The Icelandic Canadian Þetta ársfjórðungsrit, með ofanskráðu nafni, byrjuðu ensku- mælandi islendingar að gefa út fyrir tæpum tveim árum. Mikill hluti þeirra, sem að útgáfunni standa, eru fæd^ir í þessu landi, eða komu hingað börn að aldri. Flestir þeirra eru eigi að síður starfandi í íslenzku félagslífi og mæla sæmilega á íslenzka tungu. Fyrir sjálfa sig þurfa þeir því ekki að halda úti ensku riti. En þeir eru góðir íslendingar, standa að vísu á öðrum sjónarhól en við, en skilja tákn tímanna engu síður fyrir það. Þeir loka ekki eins og við augum fyrir þeirri óhrekjanlegu staðreynd, að til ann- arar og þriðju kynslóðar hérfæddra Islendinga verður ekki náð, nema á landsmálinu, málinu, sem börnin læra í sköla og njóta á allrar sinnar fræðslu. Þó á mörgum heimilum heyrist en íslenzka töluð, má hún sín lítið jafnvel þar og ekkert utan þeirra. Yngri hluti núverandi kynslóðar heyrir auk þess ekki íslenzku á heimilum. Þetta er horfst í augu við. Rit á ensku, sem hugann dregur að því sem er íslenzkt, er því ekki tilgangslaust, ef einhvers er vert, að halda hópinn, og afla sér fræðslu um uppruna sinn og þjóðerni. Og um það ber hin óskráða saga Vestur-lslendinga vott. Hvernig þeim hefir farnast hér, er öfundarefni margra annara innflytjenda. Á enskri tungu er The Icelandic Canadian eina blaðið, er efni flyt- ur um þau mál er íslendinga eina varðar. Vér teljum það svo mikilsvert, að fylstu viðurkenningar og stuðnings eigi skilið frá Islendingum. Þetta verður oss að skiljast. Nú eru komin út sjö hefti af The Icelandic Canadian eða nærri tveir árgangar. Það er ekki hægt að segja, að ritið færi geist af stað, eins og ekki er enn heldur hægt að segja, að það standi ekki til bóta. En í hverju hefti þess hefir eigi að síður meira og minna verið um þjóðernisafstöðu ís- lendinga rætt. Auk þess hefir það nú orðið talsvert safn af fróð- leik að geyma um athafnir yngri manna á mentabrautinni eða í stríðinu og sem sumt er ekki annars staðar að finna. Þó félagið Icelandic Canadian Club, hafi fleiri þörf störf með höndum, er útgáfa ritsins út af fyrir sig mikilsverð. Innihald síðasta heftis (3. heftis annars árg.), er fjölbreytt og svipað hinum fyrri heftum. Helztu greinarnar eru ritstjórnar- greinar eftir W. J. Lindal, um íbúa norðursins eftir Dr. J. A. Bild fell og um skáldskap eftir Pál Bjarnason, er vill, að stuðlar séu teknir upp í enskum-skáldskap, sem íslenzkum; finst það óvið- kunnanlegt, en mál eru svo mikið á venjum bygð, að óvíst er að þar sé um fjarstæðu að ræða. Eg þekki islending, sem lagt hefir sig eftir að skrifa óbundið mál á ensku með hliðsjón af íslenzkri hrynjandi o g hefir fengið hrós fyrir af enskum lærdómsmönnum Gott páskakvæði á Hólmfríður Daníelsson í ritinu og á margt fleira mætti benda. Þetta síðasta hefti er heldur stærra en hin fyrri og næsta hefti, sem helgað verður fullveldi islands, verður að líkum þeirra stærst. Það virðist ekki hafa komið fram á þessu riti, sem öðrum j blöðum og félögum islendinga, að fyrstu þrjú árin væru þeim efnalega hættulegust. Ritið hefir til þessa ekki vitað af hvað f jár- j þröng er. Og það mun eiga eftir að sannast á því, að það á hér | framtíð og að forgöngumennirnir voru með útgáfu þess, að hefja starf, sem mikilvægara getur reynst, en þá eða aðra dreymdi um. Munklegur lærdómur kemur einu sinni enn til sögunnar. Dr. Abbot var enn ekki viss, að lær- dómsáætlun hans væri fullsönn- uð, var hann því altaf á varð bergi. Hann fréttir, að krist- munkar nokkurir, í stjörnuturni á Spáni, hefðu ljósmyndað, á hverjum degi frá 1910 til 1937, sérstök calcium ský á yfirborði sólarinnar. Abbot bar nú saman mælingar af óstöðugleik skýja- svæðanna við mælingar sínar af breytileik sólarhitans og veður farsins. Honum til mikils fagn- aðar, sýndi þrenning þessi (ský- in, sólarhitinn og veðuráttan) næstum því öldungis sömu for sniðsumskifti. alt upp að fimm hundruð mílum, eða jafnhátt rökkurhvolfinu. Loftið við yfirborð jarðarinn- ar, eða nálægt því, samanstend- ur af níu frumefnum: Nitrogen 78.03%; oxygen 20.98%, argon 0.94%, carbon dioxide 0.03%, hydrogen 0.01 %, neon 0.00123%, helium 0.0004%, krypton 0.00005%, xenon 0.000006%. (Tölurnar við nöfn frumefnanna tákna rúmtakshlutföll þeirra). Eins o g tölurnar gefa til kynna, er köfnunarefnið og súrefnið þyngst á metunum, hvað efni loftsins snertir, en af hinum sjö efnunum er minst af xenon. Xenon (ný-latína, komið af grísku, og merkir ‘annarlegur’, ‘undarlegur’; orðið er framborið zí’non, áherzlan er á fyrra at- kvæðinu) var sameiginlega upp götvað af Ramsay og Travert 1898. Það er mjög þungt (eðlis- þungd 5.887), litlaust, aðgerðar- laus (í efnafræðilegum skilningi) gastegund, er heldur gaskynjan sinni óskertri þar til Fahrenheit mælirinn vísar 220 stig fyrir neðan núll. í þeirri fullvissu, að hann hefði nú skipað niður staðreynd- um í nothæft fræðikerfi, segir Dr. Abbot veðurgæzluskrifstof- unni í Washington, í marzmán- uði í fyrra, að á árinu 1943 mætti búast við 175, tilgreindum, rign- ingardögum, í Washington, og að regnmagn þeirra yrði einum og sextíu og sex hundruðustu meira en venjulega félli þar. Að árslokum, reyndist talan að vera einn og fimtíu og átta hundruð- ustu. Hann sagði einnig ná- kvæmlega fyrir um þrjá rigning- arsömustu daga höfuðstaðarins i janúar og febrúar 1944. Eitt sinn, þegar verkfræðingur í hernum leitaði ráða hjá honum, spáir hann , að á tilgreindu þriggja mánaða tímabili yrði regnfallið í Tennessee-dalnum frá 13 til 16 af hundraði minna en venjulegt væri um þann tíma ársins. Fyrri talan reyndist ná- kvæmlega rétt. Hann sér og langt fram í ókomna tíð, og spáir miklum þurkum í norðurvestur- hluta landsins 1975 og 2020, er muni valda alvarlegri lækkun Stórvatnanna. Það má segja, yfir höfuð að tala, að lofthitinn minki eftir því sem hæðin frá jörðu eykst, en þó innan vissra takmarka — frá sex upp í hálfa áttundu mílu, komið undir hnattbreidd, árstíðum og veðurfari, og mætti nefnast veð- urbreytingahvolfið. Innan tak- marka þessa hvolfs, gerast veðra- brigðin af loftstraumum, og allir stormar og óveður eiga upptök sín þar. Fyrir ofan þetta lag eða lofthvolf, er annað lag, sem nefna mætti jafnviðrahvolf. — Hve hátt þetta loftlag nær, vita menn ekki, en innan takmarka þess helzt hitastigið jafnt og stöðugt um 67 stig fyrir neðan núll á Fahrenheit; þar sjást aldrei ský, og þar er aðeins and- vari, aldrei stormar eða illviðri. Vatnsgufa og ryk finnast sjald- an fyrir ofan miðbik veðurbreyt- ingahvolfsins; jafnviðrahvolfið er rakalaust. Þýð. ing, og það svo að eftir hans mælikvarða, finst mér það á- byrgðarhluti stór, að vera ís- lendingur. Hann sagðist hafa verið við messu í dómkirkjunni og víðar meðan hann dvaldi á Islandi, en þá var annar biskup yfir Islandi, því Sigurgeir varð ekki biskup fyr en 1939. Ræða biskups var mjög áhrifa- mikil. Allir sem eg heyrði um hana tala létu mjög vel yfir henni og athöfninni allri. Síðan bauð Dr. Bradley biskup að segja blessunarorðin á íslenzku sem hann svo gerði. Að endingu lýsir Dr. Bradley því yfir að hann geri hann að biskup yfir sinni kirkju, þeir hafi engan áður haft, en nú geti biskup sagt sínu fólki, að hann hafi nú kirkju vestur í Chicago í Bandaríkjunum. Öll þessi kirkju lega athöfn hafði verið mjög á- hrifamikil, sérstaklega fyrir þá, sem þar voru viðstaddir. Það voru þó nokkrir Islendingar þar; eg hlustaði á hana yfir útvarpið. Þennan sama dag, kl. 3 e. h., messaði biskup á íslenzku í Dan- ish Lutheran Trinity Church, cor. Cortes St. og N. Francisco Þegar ísl. messur hafa verið hafðar hér áður, hafa þær verið haldnar þar. Messan var vel sótt, munu hafa verið þar um 120 manns, er það góð aðsókn af ekki stærra hóp en við höfum hér um slóðir Hin óvenjulega messuaðferð setti hátíðarsvip á athöfnina, sér- staklega fyrir eldra fólkið, sem áður hafði henni átt að venjast í ungdæmi sínu á gamla landinu Við messuna skírði biskup 5 ís lenzk börn. GÓÐUR GESTUR Á FERÐ SóLARGEISLARNIR OG YEÐRÁTTAN Time Árni S. Mýrdal þýddi meðaltali, þrjú hundruð daga hvert ár — Table Mountain, Calif., Burro Mountain, Norður- Mexikó og Mt. Montezuma, Chile. Veðurspádómar Dr. Abbots eru enn þá langt frá því að vera óskeikulir í alla staði, en hann byggur, að með réttum saman- burði á nákvæmum sólhitaathug- unum, hreyfingum meginloft- hlutanna og staðlegum breyting- um loftsins, geti afályktanirnar orðið svo nærri sanni, að mögu- legt verði að segja fyrir með næstum fullkominni nákvæmni, hvernig viðra muni næstu tvær vikurnar, að minsta kosti, sem í hönd fara á því og því tímabil- inu. Allir tala um veðurfarið, en enginn gerir neitt viðvíkjandi því — bætir það eða breytir á nokkurn hátt, sagði Mark Twain. En alt fyrir það, gerði einhver nýlega eitthvað veðrinu viðvíkj- andi. Dr. Charles Greeley Ab- bot, gráhærður öldungur á átt- ræðisaldri og ritari Smithsonian- stófnunarinnar, birti þá þýðing- armestu framför í veðurspádóm- um, sem gerð hefir verið síðan ^909, — árið sem lærdómsáætl unin um hreyfingar eða röskun meginloftshlutanna í þeim og þeim staðnum.D Abbot hefir sérstaklega helg- að starf sitt því verkefni, sam- fleytt í fjörutíu og níu ár, að at- huga geislun sólarinnar. Það eru tuttugu og fimm ár síðan hann byrjaði að skrásetja sólar- hita hvers dags. Smithsonian- stofnunin kom fyrir afarná- kvæmum mælingartækjum a þremur eyðimarkafjallstindum þar sem sólin skín í heiði, að 1) Sjá viðauka skýringuna í lok þessarar ritgerðar. Hitinn, sem jörðin venjulega fær frá sólunni, samsvarar tvö hundruð og fimtíu triljónum hestafla. En rannsóknir Dr. Abbots hafa leitt í ljós, að hiti hvers dags sem er, getur munað alt að því fimm af hundraði frá því venjulega. Sólblettirnir, meðal annara orsaka, valda því; þeir þeyta frá sér keilumynduð- um rafmagnsstrókum, er hindra sólargeislana eða draga úr mætti þeirra. Þegar Dr. Abbot bar( saman breytingar sólarhitans og | breytingar veðráttunnar, upp- götvaði hann nokkur markverð hliðstæð atriði: Á eftir (venju- lega frá 14 til 17 dögum eftir) fjöldun sólgosanna, lækkar, næstum undantekningarlaust, hitastig jarðarinnar, en hækkar þegar þau réna. Breytingar sól- arhitáns er nema vart einum af hundraði, orsaka stundum hita- stigsbreytingar, er nema tíu gráðum. Hitabreytingar sólar- innar virðast og hafa ahrif a loft- vogina, áhrif, sem fylgja á kveðnu formsniði. Og við nán ari rannsokn þessarar samstill- ingar, tók hann eftir því, að bæði Skýring Orðið ‘loft’ er iðulega notað í sömu merkingu og ‘gufuhvolf jarðarinnar’, og í þ'eirri merk- ingu er það' notað í þýðingunni. Gufuhvolfið samanstendur af gas- og gufu-tegundum og efn- um, sem svífa í lausu lofti, og er að efnismagni nokkuð minna en einn miljónasti partur af efnis- magni jarðarinnar. Hve langt að gufuhvolfið nær út í geim- inn verður aðeins ráðið af áhrif- um þeim, er það leiðir af sér. Út- reiknað á vísindalegum grunni, samkv. hreyfingarfrumreglu gastegundanna, vitum vér, að sumar sameindir ná nægilega miklum hraða til að komast ekki einungis frá jörðu, heldur og einnig út fyrir vébönd vors eigin sólkerfis; er sú skoðun því innan takmarka möguleikans, að gufu- hvolf vort þenjist út í geiminn, unz það blandast saman við gas- tegundir vetrarbrautarinnar. — Rökkurhvolfið liggur hátt—hæst hefir það sézt um fimm hundruð mílur frá jörðu; loftsteinar verða sýnilegir um sjötíu og fimm mílur, að meðaltali, frá yfirborði jarðarinnar, en morgunroðinn Eins og Islendingum öllum er nú kunnugt, hefir Sigurgeir Sig- urðsson biskup Islands, verið á ferð hér vestan hafs að undan- förnu. Hingað til Chicago kom hann á laugardaginn þann 24. þ. m. (marz), þá vestan frá Californíu. Honum var mætt á brautarstöð- inni af nefnd frá Vísir, íslend- ingafélaginu í Chicago, ásamt Árna Helgasyni, konsúl íslands. Dvaldi biskupinn á heimili hans, meðan hann hafði hér viðdvöl. Tími hans var mjög upptekinn meðan hann tafði hér, og eins mun hafa verið hvar sem hann fór. Það er gamla sagan, þegar merkir menn eru á ferð, þá er svo mikil eftirsókn eftir þeim til j að halda ræður og koma frami opinberlega, að þeir fá engan frið, hvorki til svefns né matar. Tími hans sýndist líka um of takmarkaður til þess að hann gæti notið þessarar ferðar í full- um mæli. Eg spurði hann þegar hann kom af lestinni að vestan, hvort hann væri ekki þreyttur, og svaraði hann því, jú, eg er dálítið þreyttur, mér hefði þótt vænt um að hafa dálítið meiri tíma, en eg er hraustur og þoli þessvegna ferðalagið vel. Næsta morgun, sem var sunnudagur, bauð dr. Preston Bradley Sigurgeir biskup að tala yfir útvarpið frá sinni kirkju. Dr. Bradley útvarpar þaðan messu á hverjum sunnudegi. — Þennan dag entist messan í hálf- an annan klukkutíma, frá kl. 11 til hálf eitt. 'Fyrst hafði Dr. Bradley sína vanalegu messu, síðan kynti hann biskup á rAjög virðulegan hátt. Mintist einnig lítillega á ferð sína til Islands 1930 og þau kynni er hann hefir haft af ls- lendingum. Hann dáir þjóðina mjög fyrir mannkosti og menn- Eftir messuna heilsaði fólk upp á hinn góða gest; er eg viss um að hann hefir orðið mörgum spurningum að svara. Á mánudagsmorguninn kl. 9.30 mætti hann blaðamönnum á Palmer House, sem er eitt full- komnasta hótel borgarinnar. •— Þeir voru frá öllum stærstu blöðum bæjarins, einnig var þar stúlka frá Office of War Infor- mation, og sagðist hún vera fyrir hönd Dr. E. Thorlákson í New York. Svo var þar maður fyrir hönd blaðs sem heitir Christian Century, mjög útbreitt trúmála- blað. Þetta “Press Conference” stóð yfir í rúman klukkutíma, mynd- ir voru teknar a f biskup og eins af þeim til samans, Árna Helga- syni og honum. Síðan kl. 11 þennan sama morgun mætti biskup borgarstjóra Chicago (Mayor Kelly); þar næst danska konsúlnum, Mr. Baumann. Kl. 2 e. h. mætti hann nokkr um lúterskum prestum í Meþód ist Temple, að tilhlutun séra K. K. Ólafson. Hélt biskup þar ræðu og svaraði spurningum frá prestum, trúarlegum geri eg ráð fyrir; mér er ekki um það kunn- ugt, var þar ekki viðstaddur. Að þessu afstöðnu fór hann að sjá Mr. C. H. Thordarson raf- fræðing, sem allir íslendingar kannast við. Hann hefir verið lasinn að undanförnu, en er samt betri þessa dagana. Þá kemur nú að síðasta lið á dagskrá þennan dag, sem var samsæti það sem biskup var haldið á Palmer House kl. 7 um kvöldið. Mun það stærsta og á- hrifamesta samsæti er Islending- ar hafa haldið hér í Chicago. Fór þar alt vel og virðulega fram. Egill Anderson, forseti Vísis, hafði þar forsæti og bauð biskup og fólkið velkomið. Síðan tók Árni Helgason við sem veizlu- stjóri. Kallaði*hann fyrst á séra Ottar S. Jorgensen til að hafa borðbæn, hann er danskur prestur í kirkju þeirri er biskupinn hafði ísl. messuna í. Var síðan sezt að borðum, að máltíð lokinni kall- aði veizlustjóri á Mr. Carl H. Lundquist, sem mætti þar fyrir hönd borgarstjórans. Næst tal- aði danski konsúllinn, Reimund Baumann, og þar á eftir svenski konsúllinn, Gosta Oldenburg, og svo konsúll Norðmanna, Sigurd Maseng. Tölur þessara manna voru allar stuttar, aðeins “greet- ings.” Þá tók til máls séra K. K. Ólafsson, umræðuefni hans var The Icelandic Evangelical Luth- eran Church of North America; um hans ræðumanns hæfileika þarf ekki að skrifa, allflestir Is- lendingar þekkja hann og vita að hann er einn af okkar snjöll- ustu ræðumönnum. Þá stóð upp hinn mikli mælskugarpur og Is- landsvinur, Dr. Preston Bradley, prestur “The People’s Church of Chicago”. Hans ræða var mjög hlýleg í garð Islendinga eins og æfinlega, er hann minnist þeirra. og sérstaklega fór hann fögrum orðum um biskup, og þau áhrif er kynning hans hefði haft með- an hann stóð hér við. Næst talaði próf. Sveinbjörn Johnson. Umræðuefni hans var Spirit o f Scandinavia”; ræða hans var þrungin af fróðleik og hin snjallasta. Þá kom að hinum virðulega heiðursgesti kvöldsins, Sigurgeir Sigurðsson biskup Islands. Sýn- ist hann, hvar sem hann fer, taka hug og hjarta fólksins með framkomu sinni. Gekk ræða hans töluvert út á ástandið heima á íslandi, og fréttir það- an; að ræðu hans endaðri, lýsti hann yfir því að hann hefði at- höfn a ð framkvæma hér, fyrir hönd íslands stjórnar, en hann ætlaði að hafa hana á íslenzku, og var athöfnin sú að próf. Svein- björn Johnson var heiðraður með stjörnu Fálkaorðunnar, áð- ur hafði hann stórriddarakross- inn. Biskup hafði stutta hlý- lega tölu til Mr. Johnson og skýrði frá hver tildrög væru að þessu virðingarmerki sérstak- lega, sem sé þýðing hans á hinni gömlu lagabók íslands, Grágás, ásamt framkomu hans, sem mik- ilsvirts borgara í þessu landi, en um leið góður íslendingur. Einnig skýrði biskup frá því að dr. Árni Helgason hefði verið heiðraður með stórriddarakrossi Fálkaorðunnar, en áður hafði hann riddarakrossinn, en sú at- höfn hafði farið fram áður á öðrum stað og tíma. Að endingu var svo sunginn þjóðsöngur Is- lands o g “America”, en í byrjun samsætisins var þjóðsöngur Bandaríkjanna sunginn, “The Star Spangled Banner”. Að enduðu samsætinu þyrptist fólk í kring um biskup til að kynnast honum, og fá hann til að skrifa nafn sitt á prógrammið eða í vasabók. Næsta morgun, eitthvað kl. 5, fór biskup til Grand Forks í flugvél til að meðtaka þar heiður frá háskóla Norður Dakota, sem var doktors nafnbót. Lagði svo á stað til baka til Chicago um kvöldið, en vegna veðurlags varð flugvélin að lenda í Milwaukee og varð hann að gista þar nætur- langt, kom því ekki fyr en laust eftir hádegi á miðvikudag til Chicago, varð svo að leggja af stað til Washington kl. 3.30 sama dag. Á þessu stutta yfirliti yfir dvöl biskups hér í Chicago geta menn séð að tími hans var upptekinn, hvíld því lítil; hann sagði mér þegar hann kom hingað, að hann væri búinn að halda um 50 ræð- ur síðan hann kom vestur. Eg mundi segja að þeir, sem sjá um dagskrá og ferðaáætlanir hans, séu hálfgerðir harðstjórar. Það er þrengt upp á hann of- miklu annríki á of stuttum tíma. En þrátt fyrir það sýnist hann hress og glaður og í framkomu er hann hvers manns hugljúfi. Eg kveð þig svo, herra biskup íslands, í nafni íslendinga hér í Chicago og grendinni, með hjart- ans þakklæti fyrir komuna, og innilegum óskum um góða ferð heim, og farsæla líðan í framtíð- S. Árnason mnx.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.