Heimskringla - 05.04.1944, Side 6

Heimskringla - 05.04.1944, Side 6
6. SIt)A HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. APRIL 1944 “Mig langar mikið til að þú hugsaðir alvar- lega um námuna okkar, svo að við hefðum alt tilbúið þegar við komum heim og gætum strax stofnað hlutafélagið til að starfrækja hana. Slíkt atriði íhugar maður bezt þegar maður er einn, og þessvegna skal eg ekki trufla þig neitt um dálitla stund.” Kenyon svaraði engu, en brosti bara, svo fór hinn leiðar sinnar. Gamall heldri maður, sem sat í næsta stól sneri sér við og leit á Ken- yon þegar Wentworth nefndi námuna og nafn hans. “Eruð þér Mr. Kenyon, hinn nafnfrægi námuuppgötvari?” spurði hann er Wentworth var farinn. “Eg er námuverkfræðingur,” svaraði Ken- yon hálf forviða. “Fóruð þér til Canada á vegum Lundúna- hlutafélagsins til að rannsaka námurnar við Ottawa-f lj ótið ?” “Hversvegna spyrjið þér um það?” spurði Kenyon og hin meðfædda gætni hans vaknaði strax við þessar spurningar mannsins. Gamli maðurinn hló. “Vegna þess að eg er á vissan hátt riðinn við þetta mál og ábyrgðar- maður fyrir ferð yðar. Eg er Mr. Longworth — John Longworth frá.....og hluthafi í félaginu, sem þér eruð að vinna fyrir. Tvö nöfn voru . nefnd, Scattons og yðar. Eg greiddi atkvæði með yður; ekki ve^na þess að eg þekti neitt sérstakt til yðar, en það voru sumir, sem voru mjög fíknir í að láta Scatton fara þessa ferð, og þess vegna hélt eg að bezt væri að greiða at- kvæði með yður. Nú skiljið þér við hvað eg á, þegar eg segi, að eg sé að vissu leyti ábyrgðar- fullur fyrir ferðalagi yðar.” “Eg vona að þér tapið ekkert á því, Mr. Longworth.” “í>að vona eg líka. Mér skilst að þér séuð gætinn maður, og þeir, sem unnu að kosningu yðar ábyrgðust hæfileika yðar; þegar þetta tvent er sameinaði, þá ætti það að leiða til góðrar niðurstöðu. Eg hafði hugsað mér að koma þangað sjálfur, til að líta á þetta með eigin augum, en eg tafðist svo lengi vestur frá að mér vanst ekki tími til að skreppa norður.” “Fyrst þér hælið mér fyrir gætni, þá vil eg ekki skemma það álit yðar með því að láta nokkra skoðun í ljósi.” “Alveg hárrétt,” sagði hann og hló á ný. “Þetta verð eg að segja henni dóttur minni. Hún kemur þarna — Edith, þetta er Mr. Ken- yon, sem við sendum til að rannsaka námurnar. Einkennilegt að við vorum að tala um yður núna í morgun? Mr. Kenyon, dóttir mín er trúnaðarmaður minn og ráðanautur í viðskifta- og fjármálum mínum. Hún hefir ferðast með mér um allan heim. Eg ákveð aldrei neitt í þeim efnum nema að spyrja hana ráða. Eg mundi því ekki furða mig á því, þótt hún spyrði yður nærgöngulli spurninga, en eg hefi gert. Nú hefi eg varað yður við.” John Kenyon hafði risið úr sæti sínu til að heilsa ungfrúnni og bauð henni nú sæti sitt. “Nei, þakka yður fyrir. Það er gott fyrir mig að ganga svolítið. Eg kom bara til að sjá hvernig honum föður mínum liði. Eg varð fyrir miklum vonbrigðum að við gátum ekki farið til Canada í þetta sinnið, þá hefði eg fengið áð horfa á skíða- og sleðafarirnar. Það hafa víst ekki verið neinar sleðafarir þar sem þér voruð?” “Ó jú,” svaraði Kenyon. “Þeir höfðu sleðabrekku mitt á milli námanna og notuðu hana mikið. Eg var einu sinni með og fékk nóg af því. En á mörgum ferðum mínum varð eg sjálfur að ganga á skíðum.” “En hvað það hlýtur að hafa verið gaman,” sagði unga stúlkan, og áður en John Kenyon vissi af var hann farinn að ganga eftir þilfarinu með henni og segja henni frá því, sem fyrir hann hafði komið á ferðum hans í £anada. Þetta var fyrsta samtalið af mörgum, og upp frá því, saknaði John Kenyon ekki félaga síns né sam- ræða við hann. Það var varla hægt að líta á Edith Long- worth sem sýnishorn af enskri stúlku. Hún hafði mentun enskrar stúlku, en ekki uppeldi hennar. Hún hafði snemma mist móður sína, sem ætíð er þýðingarmikið, þrátt fyrir alla auð- legð föður hennar. Og auður Mr. Longworth var mikill, á því var enginn vafi. En einhver auðmannanna í London var spurður um auð Longworths, þá svaraði hann, að það væri gott “hús”. Menn sögðu að hann væri heppinn, en John Longworth fullyrti að hepni væri ekki til í viðskiftum — en sú fullyrðing er tæplega rétt. Hann átti mikil viðskifti um alla jörðina. Og ef hann byrjaði á einhverju vann hann að því með mikilli nákvæmni. Menn tala um þá hættu sem í því sé fólgin að hafa öll sín egg í sömu körfunni, en það var samt uppáhalds stefna Longworths — og svo að gæta körfunnar. Ekki svo að skilja, að hann hefði öll eggin sín í sömu körfunni, eða í samskonar körfum, en þegar John Longworth var boðin karfa sem honum leist á þá lét hann í hana mörg egg. Er honum var boðið eitthvert stórt fyrirtæki, hvort sem það var nú ölgerðarhús, náma eða járn- braut — lét hann ætíð duglegan sérfræðing rannsaka fyrirtækið, og þrátt fyrir það, lét hann það eiga sig um hríð. Hann hafði vanið sig á að skoða með eigin augum þá leið, sem hann ætl- aði að ganga. Væri fyrirtækið nægilega stórt taldi hann það ekki eftir sér að takast á hendur langt ferðalag til að rannsaka það sjálfur. Þegar skólagöngu Edith var lokið, varð hún æ meira og meira félagi föður síns. Hún fylgdi honum á hans löngu ferðum, hafði oft og mörgum sinnum komið til Ameríku, einu sinni til Suður-Afríku, og einu sinni, þegar þau fóru til Ástralíu, hafði ferðalagið náð í kringum hnöttinn. Hún hafði erft mikið af viðskiftaviti föður síns, og það er enginn vafi á að ef Miss Longworth hefði verið ein um hituna, þá hefði hún grundvallað stóra viðskiftastofnun á eigin spýtur. Hún vissi nákvæmlega um alla kaup- sýslu föður síns og átti trúnað hans, að svo miklu leyti, að það var eins dæmi. Gamli maðurinn hafði mikla trú á dómgreind og fjármálaviti hennar, þótt hann játaði ekki að svo væri. Er þau höfðu ferðast svo mikið saman voru þau orðnir góðir félagar. Þannig var lífsreynsla hennar mjög ólík reynslu flestra annara stúlkna á hennar aldri, og varð hún því alt önnur, en hún mundi hafa orðið hefði móðir hennar lifað. Vinátta þeirra Edith Longworth og John Kenyons greri svo fljótt að sama dag, sem Went- worth átti þetta síðasta samtal við Jennie, sem var alt annað en huggunarríkt fyrir hann, ræddu þau Edith og John Kenyon um framtíð- arvonir og áhyggjur hans, sem voru tengdar við námu eina. Er hinir tveir ungu menn höfðu lokið störf- um sínum fyrir hlutafélagið, sem sendi þá til Canada, þá heimsóttu þeir námu eina, sem austurrískt félag átti. Náma þessi gerði ekki betur en borga reksturskostnaðinn. Forstjóri hennar hét von Bent, og háfði Kenyon hitt hann í Ottawa. Hið æfða auga Kenyons sagði honum að hvíti málmurinn, sem þeir fleygðu burtu, væri meira virði, en málmurinn sem þeir fengu úr námunni. Kenyon var mjög samvizkusam- ur maður, eiginleiki sem ekki er metinn mikils í námubraski, og er ekki talinn arðvænlegur, og átti því bágt með að nota sér fáfræði von Bents. Wentworth átti fult í fangi með að fá hann til að þegja um þetta. Hann hélt því sem sé fram, að ment væri máttur, sem alstaðar væri gullvirði, í lögvísindum, læknavísindum og í námufræði, og að það væri réttmætt fyrir þá að nota sér það að þeir hefðu meiri þekkingu en hinir. Það varð því úr að ungu mennirnir komu heim með kaupréttartryggingu, er var gildandi í þrjá mánuði. Þessi trygging þýddi það, að innan ákveðins tíma höfðu þeir og engir aðrir rétt til að kaupa námuna fyrir ákveðið verð sem þeir höfðu gengið að. Er Edith hafði heyrt alt, sem Kenyon hafði um námuna að segja, sagði hún: “Eg er viss um að ef náman reynist það, sem þér álítið að hún sé, getið þér ekki leitað til neins betri manns en hans föður míns. Hann hefir verið að athuga ölbruggun, sem hann átti kost á að leggja fé í, en hefir nú hætt við, og mundi nú hafa ánægju af að reyna nýtt fyrirtæki í staðinn. Hvað mikið viljið þér fá fyrir námuna?” “Eg hefi hugsað mér að selja hana á fimtíu þúsund pund,” svaraði Kenyon og roðnaði við er hann bað um 10 þúsund pund meira en hann ætlaði að borga fyrir námuna. Þeim Went- worth og honum hafði komið saman um, að þótt náman væri seld því verði mundi hún borga sig margfaldlega. “50,000 pund. Er það alt? Eg er hrædd um að pabbi vilji þá ekkert hafa með hana að gera. Hann ómakar sig ekki nema mikið sé í veltunni; og félag, sem ekki hefir stærri höfuð- stól en 50,000 pund væri bara tímatöf fyrir hann.” “Þér talið um 50,000 pund eins og það séu smámunir; mér finst það vera feykileg fjár- upphæð.” “Þér eruð þá ekki auðugur?” sagði Miss Longworth með miklum áhuga. “Nei, öðru nær,” svaraði ungi maðurinn. “Eg skal tala um þetta við hann föður minn ef þér viljið, en eg hugsa að það sé þýð- ingarlaust. Kanske William sinni því. En þér hafið kanske ekki hitt hann William frænda minn ennþá?” “Nei, er það ungi maðurinn, sem situr við hlið yðar við borðið?” “Já, og þegar hann er þar ekki hugsa eg að hann verji mestum tíma sínum inni í reyk- ingasalnum. Hann vinnur í skrifstofum föður míns í London, og okkur langar til þess bæði, að hann haldi áfram að gera það. Þessvegna hafði faðir minn hann með sér til Ameríku. Hann langar að vekja áhuga hans, en það virðist næst- um ómögulegt að vekja áhuga hans fyrir nokkr- um sköpuðum hlut. Honum fellur Ameríka ekki í geð. Eg hugsa að það sé bjórinn, sem honum mislíkar.” “Mér fellur hann heldur ekki, því miður,” svaraði Kenyon. “Jæja, eg skal kynna ykkur William, svo getið þið talað um málið. Eg veit að það mundi gleðja hann föður minn, ef William fengist til að mynda námufélag eða eitthvað þessháttar og gæti unnið að einhverju — hvað sem það væri.” Er Edith fór beið Kenyon um stund í þeirri von að Wentworth kæmi í ljós og ætlaði hann þá að segja honum frá hinum tilvonandi nýja félaga í námufyrirtækinu. Hann leit sem snöggvast inn í reykingasalinn, en hann var þar ekki. Hann fór ofan en ekki var hann þar. Á þilfarinu sá hann Miss Brewster sitja eina og lesa í bók. “Hafið þér séð vin minn, Wentworth?” . spurði hann. Hún lagði bókina opna í kjöltu sína og leit snöggt á Kenyon áður en hún svaraði: “Eg sá hann fyrir stundu síðan, en ekki veit eg hvar hann er nú. Þér finnið hann kanske undir þiljum,” að svo mæltu tók hún bókina og fór að lesa í henni. Kenyon gekk inn í klefann þeirra. Er hann opnaði hurðina sá hann hvar Wentworth sat á legubekknum og huldi andlitið í höndum sér. Er hurðin opnaðist hrökk hann upp, leit á vin sinn án þess að virðast sjá hann. Andlit hans var gráfölt og tekið og svo átakanlegt, að Ken- yon lagði hendina á vegginn til að styðja sig. “Guð minn góður, George!” hrópaði hann. “Hvað gengur að þér? Hvað hefir komið fyrir? Segðu mér það.” Wentworth starði framundan sér með aug- um, sem voru eins og í dauðum manni. Hann huldi á ný andlitið í höndum sér og stundi sáran. 6. Kapítuli. “Segðu mér hvað fyrir þig hefir komið,” sagði Kenyon á ný. Wentworth leit á hann: “Alt mögulegt hefir komið fyrir,” svaraði hann. “Við hvað áttu, George? Ertu veikur? Hvað gengur að þér?” “Eg er verra en veikur, miklu verri en þó eg væri veikur. Eg vildi bara óska að eg væri veikur.” “Það bætti ekki úr neinu hvað svo sem af- laga hefir farið. Hrestu þig upp og segðu mér hvað að þér gengur.” “John, eg er þorskur, asni, hreinasti hálf- viti.” “Og þótt svo væri, hvað um það?” “Eg trúði kvenmanni — eg var svo vitlaus; og nú — nú sérðu hvernig eg er.” “Hefir Miss Brewster nokkuð með þetta að gera?” spurði Kenyon tortrygginn. “Það er hún, sem hefir komið þessu öllu af stað.” “Hefir hún neitað að giftast þér, George?” “Hvað þá? Sú stúlka! Nú ert þú búinn að missa vitglóruna. Gastu hugsað þér að eg mundi spyrja hana um slíkt?” “Ekki máttu álasa mér fyrir það. Þú getur kallað hana hvað sejn þú vilt, en þú hefir fylgt henni eins og skugginn hennar alla þessa ferð. Það er hún sem þú hefir dvalið hjá, og um hana hefir þú talað og um ekkert annað. Hvað er það þá? Hvað hefir hún með áhyggjur þínar að sýsla?” Wentworth æddi fram og aftur í hinum þrönga klefa eins og ljón í búri. Hann sló með hendinni á lærið, en Kenyon varð sífelt meira forviða að sjá hvernig hann lét. “Eg veit ekki hvernig eg á að fara að því að segja þér frá þessu. Eg veit að eg verð að gera það, en veit ekki hvernig eg á að fara að því.” “Komdu með mér upp á þilfarið.” “Nei, það geri eg aldrei að eilífu.” “Komdu út, segi eg, og fáðu þér hreint loft. Það er þungt loft hérna inni, auk þess er meiri hætta á að einhver heyri til okkar hérna en uppi á þilfarinu. Komdu með mér drengur minn.” Hann greip í handlegg félaga síns og næstum dró hann með sér út úr klefanum. Hertu þig upp. Hreint loft mun gera þér gott,” sagði hann. Þeir fóru upp á þilfarið og leiddust þar fram og aftur. Löng stund leið áður en Went- worth sagði neitt, og Kenyon var nægilega hlut- tekningarsamur til að þegja. Alt í einu tók Wentworth eftir að þeir voru að ganga fram og aftur fyrir framan þann stað, þar sem Miss Brewster sat, og gekk því þaðan og hinumegin á þilfarið. Er þeir höfðu gengið um hríð, sagði hann: “Þú manst auðvitað eftir Rivers?” “Já, eftir honum man eg vel.” “Hann vann fyrir sorpblað eitt í New York.” “Get vel trúað því að það hafi verið sorp- blað. Annars hefi eg aldrei séð það. Já, eg man eftir Rivers og hann vann fyrir blað. En hvað um það? Er Miss Brewster honum viðkom- andi?” “Hún vinnur líka fyrir “Argus”. “George Wentworth, er þér alvara?” “Já, bláföst alvara.” “Og hún er hérna til að njósna um rann- sóknir okkar á námunum?” “Já, og hún á að reyna að taka við þar sem Rvers endaði.” “George!” sagði Kenyon og slepti handlegg hans og leit beint í augu hans. “Hvað ertu að segja mér?” “Já, nú veistu það. Eg hefi sagt henni frá öllu saman.” “En blessaður vertu, hvernig gastu--” “Ó, eg veit það — eg veit það. Eg veit alt það, sem þú ætlar að segja. Eg hefi sagt mér það sjálfum, minst tíu sinnum, og þúsund sinn- um verri átölur, en þú gætir sagt. Þú gætir ekki sagt neitt, sem væri verra en það, sem eg hugsa um sjálfan mig.” “Sagðir þú henni nokkuð um skoðun mína á námunum?” “Eg sagði henni alt — alt. Sjáðu til. Hún símritar það alt saman frá Queenstown. Greini- lega skrýslu um athuganir okkar — bæði mínar og þínar.” “Hamingjan hjálpi mér! Þetta er hræði- legt. Er ekki neinn vegur til að afstýra þessu?” “Ef þú heldur, að þú getir fengið hana til að hætta við þetta, þá skaltu bara reyna það.” “En hvernig gast þú komist að þessu? Sagði hún þér frá því?” “Það er sama hvernig eg komst að því. Það nægir að eg komst að því. Maður nokkur sagði mér frá því hver hún væri. Svo spurði eg hana sjálfa, og hún var nógu ósvífin til að segja mér frá því. Hún las meira að segja fyrir mig grein- ina.” “Las fyrir þig greinina?” “Já, reyndar. Hún las hana fyrir mig og leiðrétti hana fyrir augunum á mér. Skaut inn fáeinum orðum, sem mér fanst að færu betur, en þau ummæli, sem hún hafði notað. Ó, það var sá ósvífnasti framgangsmáti, sem eg hefi nokkurntíma séð.” “En það verður eitthvað til bragðs að taka, svo að þessi grein komist ekki í tíma í New York blöðin. Eins og þú sérð þá þurfum við ekkert annað en síma mönnum okkar að skila skýrsl- unum, sem við gáfum til forstjóra námufélags- ins í London, og þá kemur greinin hennar eftir dúk og disk. Hún verður að símrita hana frá enskri síma^töð, og mér finst að við kynnum að geta hindrað hana á einn eða annan hátt.” “Og hvernig, til dæmis?” “Ó, eg veit það ekki vel, en við ættum að geta það. Hefði þetta verið karlmaður, þá hefð- um við getað látið handtaka hann sem brennu varg eða eitthvað því um líkt; en það er miklu erfiðara að eiga við kvenmann. Væri eg í þinum sporum, George, þá mundi eg særa hana við þann drengskap, sem í henni býr að hætta við þetta.” Wentworth hló fyrirlitlega. “Drengskap?” sagði hann. “Hún á ekkert þvílíkt til; og það er heldur ekki það versta. Hún hefir reiknað út, eins og hún sjálf nefnir það, alla áætlunina fyrir þessu fyrirtæki sínu; hún reiknar út að við komum til Queenstown á laugardagskvöld. Ef við gerum það, kemst greinin hennar í sunnu- dagablað “Argus”. En hvernig fer með sím- skeytið okkar? Við símritum mönnum okkar að senda forstjórunum skýrslurnar. Símskeytið kemur á laugardagskvöld, og enginn verður til að lesa það. Skrifstofan lokast klukkan tvö. Og þótt þeir fengju það og skildu hvað við liggur, mundu forstjórarnir ekki fá skýrslurnar fyr en á mánudagsmorgun. Og á mánudagsmorgun munu öll fjármálablöð London fylgja útdrátt úr grein hennar í “Argus”. “Heyrðu George, þessi stúlka er reglulegur djöfull!” “Nei, John, það er hún ekki, hún er bara duglegur, amerískur fréttaritari, sem finst að hún hafi leikið dásamlega sniðugt bragð, sem hepnaðist svona vegna heimsku karlmanns. Það er alt og sumt.” “Hefir þú talað við hana og reynt að fá hana til að hætta við að senda símskeytið?” “Já, eg hefði nú sagt það? Auðvitað hefi eg reynt það. Hún hló bara að mér. Skilst þér þetta ekki? Hún er hér eingöngu og aðeins til að ná þessum fréttum. Hún fór ekki af stað til neins annars; og það er ekki sanngjarnt að ætl- ast til, að hún sleppi sigri sínum fyrst hún var svona stálheppin, einkum þegar þess er gætt, að samþjóni hennar við blaðið mistókst algerlega. Hún virðist vera frámunalega hreykin yfir að hafa sigrað þar, sem Rivers beið ósigur.” “Eg ætla þá að fara sjálfur og tala við Miss^ Brewster.” “Gott! Eg óska þér bara til hamingju með samtalið. En gerðu alt sem þú getur, John, og hamingjan fylgi þér. Eg ætla að hýrast ein- hverstaðar einsamall á meðan.” Wentworth gekk fram í stafn skipsins og settist á kaðlahrúgu sem þar var og hugsaði um mál sitt. En það varð til lítils gagns. Hann sá, að þótt hann næði greininni frá Miss Brewster væri það til einskis. Hún kunni hana utan að og gat því ritað hana upp á ný. Hún þurfti ekkert annað en fara inn á símstöð og skrifa greinina þar.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.