Heimskringla - 12.04.1944, Blaðsíða 1

Heimskringla - 12.04.1944, Blaðsíða 1
We recommend for your approval our // BUTTER-NUT LOAF " CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. •+ We recommend for your approval our " BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LVIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 12. APRÍL 1944 NÚMER 28. < < HELZTU FRÉTTIR < - Rússar taka Odessa 1 mánudagsfréttunum var þess getið, að Rússar hefðu tekið hafnborgina miklu, Odessa, við Svartahaf. Stóð umsátrið ótrúlega stuttan tíma yfir. Það var á fimtudag og föstudag s. 1. viku, sem þess var fyrst getið, að Rússar væru seztir um borgina á allar hliðar. Á sama tíma og Moskva sagði þessa frétt, var útvarpað frá Ber- lín, að Þjóðverjar hefðu yfirgef- ið Odessa. Spursmálið er hvernig gátu þeir komist þaðan. Það mun hafa verið alt a ð því 100,000 her- manna þar frá Þjóðverjum. Eftir Svartahafinu varð þeim varla auðið að komast til Rúmaníu, því varðskip Rússa og hundruðir flugvéla gættu þess. 1 loftinu reyndu þeir að komast burtu. En sú tilraun hlýtur einnig að hafa mishepnast. Á fyrsta degi um- sáturs Rússa, skutu þeir niður 5 Junkers-flugvélar og "52 flutn- ingavélar fyrir Þjóðverjum, sem fullar voru af háttstandandi mönnum þeirra og herforihgj- um; ennfremur náðu þeir flug- vél með 17 fallbyssum í og öðru hernaðardóti, sem eflaust átti að bjarga. Það er því næsta ólík- legt að mikið af herliðinu hafi komist undan. Ennfremur tóku Rússar fyrsta dag umsátursins 40 járnbrautar- vagna, hlaðna vopnum og vist- um, sem Þjóðverjar ætluðu sjá- anlega að reyna að bjarga. Það ber því alt með sér, að lið Þjóð- verja hafi alt verið hertekið, þrátt fyrir fréttina frá Berlín um að það hafi yfirgefið borgina. Þegar Þjóðverjar settust um þessa borg fyrir tveim árum, þurftu þeir marga mánuði til að taka hana. Samanborið við það, gekk hernám Rússa nú undra skjótt. Að öðru leyti en liði því sem Þjóðverjar hafa nú innilokað á Krímskaga, eru þeir nú komnir burtu úr Rússlandi. Getur varla á löngu liðið, þar til það einnig varnarvirki, sem nú má heita gefst upp. Rússar hafa því síðast liðna viku unnið einn af sínum stærri sigrum í stríðinu. 1 Moskva hef- ir engum sigri þeirra verið fagn- að sem þessum í Odessa. lendum þeirra og sem de Gaulle, er formaður í. De Gaulle hefir verið að þessu leyti viðurkendur bráðabirgðarstjórnari franskra nýlenda, en hervaldið, sem í höndum Eisenhower yfirhers- höfðingja var, var falið Giraud. De Gaulle er ákafa maður og var ekki ánægður með þessi af- skifti Breta og Bandaríkja- manna. Hann gerir ráð fyrir, að her Frakka geri eitthvað í stríðs- lokin og er hræddur um að Gir- aud verði þá sá, sem mikið hefir að segja, verði hann yfirmaður hersins. Hann kveðst sjálfur geta tekið að sér herstjórnina. Fái hann hana ekki í hendur, eigi Bretar og Bandaríkjamenn við Giraud, en ekki við nefnd sína, eins og vera beri. Nú er fylgi de Gaulle ekki meira en það, að sumir æðstu menn í her Frakka í Norður- Afríku, kváðu reiðubúnir að segja af sér, ef Giraud láti af stjórn hersins. Eru þeirra á meðal yfirmenn sjó- og flughers- ins.. Ennfremur er haldið fram, að nokkrir í nefnd de Gaulle segi af sér, verði kröfunni á hendur Giraud haldið fram. Skurk á Kyrrahafinu Fyrir helgina gerði sjóliðj Bandaríkjanna mikið skurk áj Kyrrahafinu á eyjum þeim, sem Palau eyjar eru nefndar og eru einu hervarnar-stöðvar Japa austur af Philipseyjum og að- sannleikurinn er sá, að þeir áttu ekki annars kost en að taka boði Rússa. Borgunin sem Rússar buðu, fyrir eignir Japa, er auð- vitað ekkert borin saman við eiginlegt verð þeirra. Japar gátu eftir samningi sín- um haldið eyjunni til 1970. En þeim hefir þótt ráðlegast, að verða nú þegar við vilja Rússa, er þeir sáu að þeim var alvara með að ná eyjunni. Undir niðri ber þetta með sér, að Japar hafa mikinn beyg sem af herstyrk Rússa og eiga ef til vill eftir að leggja meira í söl- urnar til að halda samkomulagi við þá. En Bandaþjóðirnar hagnast einnig á þessu að því leyti sem Japar tapa þarna nokkurri olíu og kolaframleiðslu. Rússinn hef- ir djarfmannlega tekið hana frá þeim og sýnt með því, þar sem annar staðar, herstyrk sinn. — Japar hafa auðvitað olíu mikla annars staðar. En þeir þurfa að flytja hana lengan veg heim til Tokyo. eins 550 mílur þaðan. sóttar voru og fleiri Heim- Ástæðan fyrir falli Willkies Chester Bloom, bandaríski fregnritinn kunni, telur ástæð- una fyrir því, að Willkie tápaði öllu fylgi í undirbúningskosn- ingunni í Wisconsin —jag sem varð til þess, að hann er nú hætt- ur við að bjóða sig fram sem for- seta, aðallega í því fólgna, að republikar geri sér vonir að þeir hafi á meðal sín mann, sem sigr- að geti Roosevelt forseta í kom- andi kosningum, og sá maður sé sínu ríki. En rangt væri þó að ætla, að Dewey væri á nokkurn hátt bundinn einangrunar stefn- unni, sem Zimmerman hefir fylgt og fylgir eflaust enn. — Sannleikurinn er, að Dewey gæti ekki verið með henni, ef hann ætlaði sér að halda New York- ríki. Minnast mætti þess, að það var Dewey, sem republikaliðið dróg saman, er fundinn hafði í Mackinac s. 1. septembef og samdi uppkast eða aðal- drættina í stefnuskrá republika- flokksins. Einangrunarsinnar urðu steinilostnir, er hann lýsti yfir, að hann æskti hernaðarlegs sambands við Breta, að stríðinu loknu. Satt bezt að segja, er Dewey meistari í meðferð póli- tískra mála. Honum hefir hepn- ast undra vel, að koma því svo fyrir, að flokkurinn sækist eftir leiðtqga sínum, eins og gamla venjan var, sem Willkie virti að engu. Honum hefir hepnast að fá á sitt vald menn úr sínum flokki nálega hvaða skoðanir sem þeir hafa í innanlandsmál- um. í því er mikill pólitískur sigur fólginn. Það má ganga að því vísu, þó Dewey verði kosinn forsetaefni republika, að hann gætilega, stýra hjá að særa nokkra flokksmenn sína, og tala í hófi um hvað sem er. Stefnu- ■yfirlýsing flokks hans mun hann nákvæmlega þræða og skoð bakhjarl alls, fremur en smærri og flóknari mál. 1 yfirlýstri stefnuskrá repub- Handiðnaskóla á að koma upp bæði til að kenna unglingum iðn einhverja og hermönnum er til baka kæmu úr stríðinu. Winnipeg-borg var leyft að selja orku til ljósa og iðnaðar á núverandi verði, en var bannað að láta Winnipeg Hydro fram- leiða rafmagnsáhöld. Eitt frumvarp var um að leyfa útlærðum kvenprestum að gifta. Ráðstafanir voru miklar gerð- ar er lutu að heilbrigðisvernd og viðskiftum Winnipeg General Hospital og fylkisins. Stríðið'á Indlandi eyjar í grendinni, svo sem Yap, Ulitri og Woleai. Á þessu svæði öllu j söktu Bandaríkjamenn 46 sjó- skipum; voru 3 af þeim herskip, sum olíuflutningsskip o. s. frv. Auk þessu skutu Bandaríkja- menn niður 214 flugför af Jöp- um. Þetta'er einn.af meiri sigr- um Kyrrahafsflotans og er ekki ólíklegt, að þar sem þetta er svO| vestarlega, að hann hafi komið Jöpum í opna skjöldu. Enmikið^ austar er eyjan Truk, mikið. ^ „ lika, er tekið fram að halda á- Thomas Dewey, governor i New fram sfríðinu af krafti með | bandaþjóðunum unz óvinirnir York. einangrað. Sakhalin eyjan Járnbrautina í suðaustur til olíulindanna í Ploesti, hafa Rúss- ar nú skorið sundur í Rúmaníu. 1 norðvestri er sagt íTrétt frá London, að Rússar berjist nú innan Tékkóslóvakíu. Ibúatala borgarinnar Odessa var nærri % miljón fyrir stríð- ið. Hún var mikil viðskiftaborg og skip þaðan voru stöðugt í sigl- ingum til annara landa. Þar eru skipalægi margra mílna löng. Viðureign þeirra Giraud og de Gaulle harðnar Fyrir nokkru færðist de Gaulle Fyrir nokkru var það í fréttir fært, að Rússar hefðu endurnýj- að fiskveiðisamning sinn við Japa meðfram ströndum Austur- Síberíu. - Var því heldur þurlega tekið af Bandaþjóðunum, þó þarj sé ekki um neina nýjung aðj ræða. Þetta er gamall viðskifta- j samningur milli landanna. íj þetta sinn báðu Rússar um 5% meira fyrir leyfið en 1942. Hins er aftur minna eða alls ekki getið í blöðum hér, að Rúss- ar settu Jöpum þá kosti um sama leyti, að hverfa burtu af eyjunni Saghalin, við austurströnd Sí- beríu. Eyja sú hefir verið bit- bein Rússa og Japa lengi. Rússar tóku hana 1875, en töpuðu aftur það í fang, að reyna að auka vald 1905. Samt héldu Rússar suður- j sitt, með því, að reka Henri Gir-j hluta hennar, en hann. er lítilsj aud yfirhershöfðingja frakk-jeða einskis verður. í norður- neska hersins í Norður-Afríku hluta eyjarinnar er bæði olíu- frá stöðu sinni, og ætlaði sér að og kolavinsla. Japar hafa ár- taka hana sjálfur. Hann bauð lega náð sér þar í eina miljón Giraud að vísu málamynda-eftir- tunna af olíu og kolaframleiðslan lit með hernaðarstarfinu, en að var nokkur. öðru leyti átti hann ekkert að; Til þess að ganga nú frá þess- bafa að segja. Nú er svo koipið arr framleiðslu, buðu Rússar að Giraud neitar að leggja niðurj Jöpum $950,000. Japar tóku því herforingjastöðuna, finst de vel og ætla nú að verða burtu af Gaulle lítið hafa um hana að segja, þar sem hún var veitt hon- um af Breta- og Bandaríkja- stjórn, en ekki nefndinni, sem sjálf hefir álitið sig kjörna til að Dewey hefir sýnt það, að hon um er lagið að ná sér í atkvæði Hann sigraði í einu mesta ríkinu syðra, New York ríki, Herbert Lehman, demokrata, manna.vin- sælastan, í ríkisstjóra kosningu. í aukakosningu undir hans stjórn um vara-ríkisstjóra, tapaði demokrati einnig í því ríki. Án 226 fulltrúa atkvæða (elec- toral votes) í New York-ríki, má heita ókleift fyrir forseta að vinna kosningu í Bandaríkjun- um. Þetta er fullur einn sjötti allra fulltrúa-atkvæða, sem kosningu forsetans ráða. Á síðast liðnum 50 árum aðeins eitt dæmi þess, að forseti hafi náð kosningu, án fylgis New York-ríkis. Það var 1916; Charles E. Hughes, republiki, náði þá New York, en tapaði Californíu, og Woodrow Wilson var kosinn. Það sem-er að gerast í Banda- ríkjunum, bendir ljóst á aftur- hvarf til hinna eldri sögulegu flokka. Viðreisnarstefna demo- krata, sem hugi manna hefir lengi hrifið og utanríkisstefna republika, sem Willkie hefir haldið á lofti, til þess að hafa eitthvað nýtt á prjónunum, eins og demokratar, hafa báðar mist flugfjaðrirnar í augum fjölda manna innan beggja flokkanna. Það eru orðnir hægri- og vinstri- menn innan beggja flokkanna. Og eins og einhver hefir stungið upp á, væri ekkert úr leið að mynda nú nýja flokka, íhalds- flokk og frjálslyndan flokk til að gera veg kjósenda beinni og leggja niður gömlu flokkana. Vonbrigði Willkies, og þau er hann hefir ekki dulið, komu oft fram í orðum er hann fór um | Fred R. Zimmerman, einn af , fremstu mönnum í liði Deweys. eyjunni innan fimm daga, með þann forða sem þeir hafa af kol- J Zimmerman var ríkisritari í Wis um og olíu, en Rússar taka við eyjunni. Japar tala um þetta sem vin- consin. Hann var sá, er sterkast | barðist fyrir útnefningu Deweys. ] Hann er einangrunarsinni og var taka að sér mál Frakka í ný-'áttuvott milli sín og Rússa. En helzti talsmaður þeirrar stefnu í séu sigraðir, að Bandaríkin taki og þátt með þeim í að tryggja frið að stríði loknu. Er mjög eftirtektavert, að republika- flokkurinn tók þessi mál á dag- skrá sína mánuði áður en á þau var minst eða yfirlýsing um þau gerð í efrimálstofu þingsins, og fékk mikið fylgi beggjá flokka. Republikar eru reiðubúnir að færa sér í nyt hvað eina, sem al- menningur er nú ekki ánægður með. Og það er nú sitt að hverju. William Schroeder, frá blaðinu Chicago Tribune, sem var einn nefndarmanna republika í Illin- er ois, var hávær og hafði að mörgu að finna á fundi nefndarinnar; hann taldi óþarft að skamta kaffi út úr hnefa, sykur, svínakjöt, dósamat, skó, gasolíu og togleð- ur. Það væri drotnunarfíkn við- reisnarstarfsklíku Roosevelt, er óþægindum þeim ylli sem af þessu leiddu. Þetta fer hvorki fram hjá þeim, sem leynilega| eru enn þýzksinnaðir, eða undir niðri eru fasistar eða hverjum þeim í landinu, sem ekki er laus við Breta hatur. En þessir fnenn eru nú í minni hluta; það kemur aldrei til að þeir ráði fyrir þjóð- inni. En þeir ráða eigi síður yfir fjölda atkvæða, sem enginn stjórnmálaflokkur getur sér að bagalausu gengið alveg frami hjá. Manitoba-þingi slitið Fylkisþingi Manitoba var slit ið s. 1. fimtudag. Alls afgreiddi þingið 77 frumvörp. Voru mjög mörg af þeim lítilsháttar laga- breytingar. Auk vegabóta og stækkunar á raforkukerfi fylkisins, sem mikla atvinnu og mikið fé er áætlað til og á að koma með tíð og tíma í framkvæmd, veitti þingið $750,- 000 til atvinnubóta að stríðinu loknu. Gerði hver deild grein fyrir því er hún ætlaði að starfa að, til atvinnubóta. Frá Indlandi hafa borist frétt- ir síðustu dagana um að Japar séu þar að láta til sín taka. Þeir eru komnir einar 35 mílur inn i Indland, hafa tekið þorp og smá- herstöðvar frá Bandaþjóðunum, svo sem Tamu, Tiddim og Ukr- uhl. Til stærri brezkra her- stöva eru þeir ekki komnir en ætla sér auðsjáanlega að freista að taka staði sem meiri hernað- arlega þýðingu hafa svo sem Im- phal, Kohima og Dimapur; þeir eru þegar byrjaðir að herja á Kohima. Japar hafa verið skjótir í för- um. En eftir fréttum að dæma mun fara í gær, er fyllilega við því búist að á þessum síðastnefndu stöðum verði sóknin fyrir Jöpum erfið- ari. Bandamenn hafa þar tals- vert lið fyrir og geta eflt það skjótlega. Japar geta ef til vill eflt sitt lið einnig þó sækja verði það lengra eða til Austur-Kína. En þeir hafa nú brautir þaðan og yfir Thailand, sem þeir hafa lát- ið hertekna bandamenn leggja fyrir sig. Flugför Breta geta ef til vill hindrað þarna hermanna- flutning eitthvað, en hvert að það nægir, er eftir að vita. Það sem hættulegt getur orð- ið, er það að ef Japar ná þessum stöðum sem á var minst, eru þeir líklegir til að slíta samgöngur við bandamanna herinn í norðvestur Burma að vestan. En til þess er nú ekki en komið og kemur kanske ekki, en útlitið er ekki sem bezt. FALLINN í STRIÐINU Sgt. Thórhallur Lífman I skránni 5. apríl af föllnum hermönnum, var nafn Sgt. Thór- halls Baldurs Lífman birt.__ Hann var áður en hann innritað- ist í flugherinn starfsmaður hjá MacDonald Bros. Aircraft félag- inu í Winnipeg. Foreldrar hans eru Mr. og Mrs. B. J. Lífman, Árborg, Man. Hann lifa ásamt foreldrum 5 systur: Mrs. T. D. Urry, Margrét, Stefanía, Solla og Mrs. H. J. Fjeldsted. Heims- kringla vottar samhygð sína. höfn kafbátsips með sér til cana- diskrar hafnar; það ætti að nægja til að sanna söguna. ★ ★ ★ Um 80,000 menn og konur er talið að Þjóðverjar hafi líflátið í Frakklandi síðan vopnahléð var samið. Um 400,000 hafa verið kærðir og 150,000 af þeim verið sendir til Þýzkalands. ★ ★ ★ Brezk og canadisk flugför er haldið að stórskemtdum hafi oll- að á einu stærsta herskipi Þjóð- verja, Tirpitz, er lá inni á firði í Noregi. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Skírnarathöfn _ Við páskaguðsþjónustuna s. sunnudagsmorgun í Sam- Dandskirkjunni skírði séra Philip M. Pétursson, Sharon Ann, dótt- ur þeirra hjóna, Frans Lambert- son Hansson og Önnu Öldu Rose Gíslason Hansson. Athöfnin fór fram á ensku, og að henni lok- inni söng söfnuðurinn skírnar- sálm “By Cool Siloam’s Shady Rill.” Rússar hófu mikla sókn á her- lið Þjóðverja á Krímskaga undir eins og Odessa gafst upp. Hafa Þjóðverjar þar 11 herdeildir eða um 150,000 menn, er þar hafa setið innilokaðir síðan í nóvem- ber. Að líkindum tekur Rússa ekki lengi að koma þeim fyrir kattarnef, úr því þeir eru byrj- aðir á því. ★ ★ ★ Montague Norman, sem verið hefir stjórnandi Englandsbanka síðan 1920, er að hætta starfi að ráði lækna; hann er 73 ára. Lord Catto, fjármálaráðunautur Breta, er ætlað að við stjórn bankans taki, 18. apríl, er kosn ing fer fram um það. ★ ★ ★ L. St. George Stubbs, fylkis- þingmaður í Manitoba, reyndi að koma því til leiðar á nýaf- stöðnu þingi, að veðreiðar væru bannaðar í Manitoba; hann var sleginn af laginu með það. ★ ★ ★ Bretar og Bandaríkjamenn hafa undanfarna daga haldið uppi ægilegum flugárásum Þýzkaland. Hafa stundum 2000 flugvélar tekið þátt í árásunum í einu. ★ ★ * Ný canadisk freigáta H.M.C.S Waskesiu, vann á þýzkum kaf bát norðarlega á Atlantshafinu nýlega og kom með 19 af skips MYNDARLEG LEST 1 marzmánuði köstuðu banda- jjóðirnar 61,000 smálestum af sprengjum á Evórpu-virki Hitl- ers. Það er sagt met í sprengju- kúlna kasti. Fyrir oss, Canada- búa, sem aldrei höfum séð áhrif- in af einnar-smálestar sprengju, er erfitt, ef ekki ómögulegt, að gera sér nokkra grein fyrir af- leiðingunum af þessu. Ef til vill er hægt að skýra þetta með dæm- um sem við könnumst öll við. Vanalegur járnbrautavagn, eins og þeir er hveiti er flutt í, rúmar um 40 smálestir. Til þess að flytja þyngd sprengjanna, sem rigndu í marzmánuði yfir Þýzkaland og hernumin lönd þess, þyrfti járnbrautalest með 1525 vögnum og sem yrði þá 10 mílna löng. Til þess að hreyfa þessa lest, þyrfti 15 til 25 sterk- ustu gufukatla, sem smíðaðir eru í Canada. Hestöflin sem þyrftu til að lyfta þessari lest 20,000 fet í loft upp og gasolíuna, sem þyrfti með til að fara með hana 300 til 400 mílur í loftinu, gef- umst vér upp við að reikna. Vér verðum að fela það starf þeim, sem betri eru í hærri reikningi en vér erum. % “Hefir enginn í fjölskyldu þinni giftst vel?” “Aðeins konan mín.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.