Heimskringla - 12.04.1944, Blaðsíða 2

Heimskringla - 12.04.1944, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. APRIL 1944 MYNDARFóLK IV. Eftir Rannveigu Schmidt Fyrir mörgum árum síðan í Kaupmannahöfn sá eg oft stúlku, sem þekt var sem teiknari við danska blaðið Politiken. Eg kyntist henni aldrei í Danmörku, en um daginn, þegar Hedvig Col- lin steig út úr flutningabifreið- inni á stöðinni hér í Santa Bar- bara þá þekti eg hana samstund- is. Var þarna komin efnilega unga stúlkan, sem þekt var fyrir teikningarnar sínar í kóngsins Kaupmannahöfn í gamla daga — og hún var að heimsækja okkur. Hárið er orðið hér um bil hvítt, en að öðru leyti er lítil breyting sjáanleg. Collin-fjölskyldan er mikils- metin í Danmörku. Langafi Hedvig Collin var sá, sem fyrst- ur manna uppgötvaði hæfileika æfintýraskáldsins mikla, Hans Christian Andersens, þegar And- ersen var ungur og bláfátækur í Kaupmannahöfn og enginn vildi við honum líta. Collin þessi hjálpaði skáldinu með ráðum og dáð og á skilið þökk okkar allra fyrir. Hedvig Collin var orðin þekt sem málari í Danmörku, þegar hún málaði mynd að Alex- andrínu drtoningu; segist hún sjaldan hafa fyrir hitt jafn blátt áfram konu sem dönsku drotn- inguna og ber henni þar saman við bændakonurnar heima á Is- landi, ef eg man rétt. American Scandinavian Foun- dation bauð Hedvig Collin að koma til Bandaríkjanna árið 1939 og var hún hér á vegum þess félags þegar Hitler sölsaði undir sig Danmörku. Hún hefir látið hendur standa fram úr erm- um síðustu fjögur árin, málað og teiknað, kent í skólum, mynd- skreytt ótal bækur og komist prýðilega af. Hún hefir teiknað myndið í fimtíu bækur um æfina, sagði hún mér, en flestar bæk- urnar eru barnabækur og fyrir þetta er hún orðin stórfræg kona. Danska skáldkonan Karin Mich- aelis, sem einnig er “strönduð” hér í Bandaríkjunum og á nú heima í Los Angeles, hefir skrif- að sumar bækurnar, sem Hedvig Collin hefir myndskreytt, og ein þeirra, “Bibi”, hefir verið þýdd á 22 tungumál. Hedvig Collin var að segja mér, að dönsk börn hefðu beðið sig, þegar hún fór til Bandaríkj- anna, endilega að hafa tal af Walt Disney, sem býr til Mickey Mouse og Donald Duck teikn- filmurnar, en börnin í Danmörku elska þær filmur, eins og annara landa börn. Ekki vildi Hedvig Collin láta dönsku börnin verða fyrir vonbrigðum og einu sinni, þegar hún var í Hollywood fór hún inn á skrifstofur Disney’s og bað um að fá að tala við hann. Hún var þá lítt kunnug hér í landi og vissi ekki, að það er ekki blátt áfram hlaupið að því að ná tali af slíkum höfuðpaurum í Hollywood. Þegar skrifstofu- stúlkan svaraði, að hún yrði að sækja um leyfi til þess að hitta Disney og bíða svo átekta, þá varð Hedvig Collin að orði: “og eg sem hefi komið alla leið frá Danmörku til þess að hitta hann”, en hún var á förum út þegar stúlkan kallaði á hana og sagði, að Disney biði henni inn. Þeim kom prýðileg saman og Disney sagði henni, að hann ætti margar af teikningunum henn- ar. Mikið dáist Hedvig Collin að ungu stúlkunum hér í Banda- ríkjunum . . . “eg get ekki að því gert,” segir hún, “að eg rek upp stór augu, þegar eg sé barnung- ar stúlkur við stýrishjólið á stór- um flutningabifreiðum . . . þær sitja þarna með allavega litar slaufur í hárinu og blóðrauðar varirnar og stýra þessum bákn- um fullum af fólki; og þær gera það með sömu lægninni og mæð- ur okkar stýrðu barnavögnunum í gamla daga”. Listakonan Hedvig Collin hef- ir ferðast mikið um æfina, en á hús í Kaupmannahöfn og verk- stofu á Fanö, frægum baðstað í Danmörku. Hún býst við að fara heim til Danmerkur að stríðinu loknu, en svo vel líst henni á Bandaríkin, að ekki er ólíklegt, að hún komi hingað aft- ur og setjist hér að fyrir fult og alt. Allir sem hafa kynst henni hér í Santa Barbara eru hrifnir af henni, enda er hún óvenjulega elskuleg og skemtileg kona. . . Hún er góður gestur og gaman að tala við hana um alla heima og geima . . . og er óvanalegt að hitta Dana, sem kann íslendinga- sögurnar spjaldanna á milli, en Hedvig Collin kann þær eins og Islendingur væri og hefir á þeim mikið dálæti. Ein af barnabók- unum hennar heitir “Tveir Vík- ingadrengir” og er sniðin eftir sögunum. Mörgum fögrum orð- um fór hún Hedvig Collin um hann Kjarval okkar og finst henni hann vera stórkostlegur málari . . . “eg hefi oft séð eftir, að eg aldrei fór til Islands meðan eg gat ráðið ferðum mínum — en koma tímar, koma ráð,” segir hún. OPIÐ BRÉF “Nú vakna eg alhress í ilm- andi lund við óminn af vorfugla kliði.” Það er engin furða þó manni komi til hugar einhver gömul hending í þessari líking núna komið fram í apríl mánuð, gró- andinn í nánd og vorhugsanir farnar að dansa í efri sölum heil- ans. Svo er annað, Ný-íslending- ar eru nú að skreiðast út úr sínu andlega hýði eftir tveggja ára svefnmók. Þeir eru svona rúm- lega búnir að þurka stírurnar úr augunum og nú er dagsbirtan að verða dýrðleg á ný. Það skrítnasta var að það voru Winnipeg Islendingar sem vöktu upp hér norður frá. Þeirra rödd var rödd hrópandans í eyðimörk- inni. Það vöknuðu strax nokkr- ir menn sem léttast höfðu blund- að og heyrðu að það var verið að hrópa til þeirra um liðveizlu. Þið vitið hvernig landinn bregður við þegar hann er kvaddur lið- KATTSBBK«nlCAR jrvc w«,e,Sa .044 APRII* 30. HVERJIR GEFA TEKJUSKÝRSLUR Ef þú ert ógiftur og tekjur þinar eru yfir $660.00— Eða ef giftur og tekjur þínar eru yfir $1,200.00— Eða ef skattur hefir verið tekin af þér 1943—verðui þu að geía skýrslur. HVAÐA EYÐUBLÖÐ AÐ NOTA Fyrir tekjur lægri en $3,000.00 notið T.l Special. Fyrir tekjur yfir $3,000.00 notið T.l General. 3. HVAR HÆGT ER AÐ FÁ EYÐUBLÖÐ Þið getið fengið eyðublöð hjá— 1. Næsta póstmeistara. 2. Næstu tekjuskatts skrifstofu. Bregðist fljótt við þessu boði. Yfir 2,000,000 einstakl- ingar í Canada Verða að senda inn tekju-skýrslur. Þið getið létt verkið með því að fá eyðublöðin nú, og senda þau strax með pósti. Það er áríðandi að þetta sé gert sem fyrst. 1 fyrsta lagi vegna þess að þá verður hægt að láta þig njóta þeirra upphæða er þú allareiðu hefir verið skattaður. í öðru lagi getur þú beðið um endurborgun á þeim skatti sem þú hefir greitt um of. Þriðja lagi til þess að ákveða hver hluti skattsins tilheyrir sparisjóðs-deildinni, og sem þér verður endurgreitt með vöxtum að stríðinu loknu. Tekju-skýrslurnar eiga að sendast strax, eða ekki seinna en 30. apríl, annars verður 5% bætt við skattinn. Eftirstöðvar af tekjuskatti fyrir 1943 mega greiðast hve- nær sem er fyrir 31. ágúst án þess sektarfé sé bætt við. FAÐU ”T.4 SLIP” HJÁ HÚSBÓNDA ÞÍNUM Fáðu skrá hjá vinnuveitanda þínum yfir hvað þér hefir verið borgað og einnig það sem haldið hefir verið eftir upp í tekju- skatt, og fáðu afrit af “T.4 Slip” sem hann hefir sent til stjórn- arinnar. Þetta sparar tima og kemur í veg fyrir villur. * 'W " WS * - D0MINI0N 0F CANADA — DEPARTMENT 0F NATI0NAI REVENUE INCOME TAX DIVISION COLIN GIBSON Minitfr o( Notionol Rovonv C. FRASER ELLIOTT Doputy Minitioi of National Rovonvo tor Taxotion Conservation of Materials Lack of materials and labour, coupled with a recent Government order limiting the supply of carton materials, has made necessary the re-use of cartons. When you get deliveries encased in a re-used carton you will know that the Breweries are co- operating with the Government in an effort to con- serve materials and labour. DREWRYS.mted veizlu. Liðveizlu við eitthvert gott málefni. Og málefnið var gott. Málefni sem alla Islend- inga varðar, yngri sem eldri. — Málefnið var “Þjóðminningar- dagur Islendinga”. “Við höfum ákveðið að halda Is- lendingadag á Gimli 2. ágúst. Viljið þið vera með?” sögðu Win- nipeg landarnir. Ný-lslendingar hafa nú í fjölda mörg ár haldið hátíðlegan 2. ágúst til og frá í bygðinni. Var alt af tilfinnanlegur agnúi á því að færa sig úr einum stað í ann- an frá ári til árs. Mun það hafa verið gert til hægðarauka fyrir hina minni máttar er erfitt áttu að sækja langt, farartæki gamal- dags og vegir lélegir, að þeir gætu þó endrum og eins notið dagsins er hann var færður nær þeim, því það mun hafa verið álitið að öllum Islendingum væri þessi hátíð kær og engu síður nauðsynleg heldur en pílagríms- ferðir til Mecca eru Aröbum. Árið 19 var loks afráðið að breyta til og skipuleggja þetta hátíðahald á traustari grund- velli. Allstór landspilda var keypt (11 ekrur) á vatnsbakkan- um fyrir sunnan Hnausa-þorpið í því augnamiði að halda þar Is- lendingadag árlega, og svo hef- ir verið gert síðan, unz hætt var við það fyrir tveim árum. Fimta desember var fyrsti fundurinn kallaður í Árborg (tveir eða þrír síðan) og málið rætt frá ýmsum hliðum. Fund- urinn var ákveðinn með því að styrkja annan ágúst á Gimli í ár, eins og norðanbúar hafa æfin- lega gert. Það er naumast hægt að segja að hér sé nokkurt það heimili (íslenzkt) í öllu falli hin síðari árin, sem ekki hefir sýnt það í verkinu. Hin stórsögulega breyting á stjórnskipulagi íslands var einn- ig rædd á þessum fundi og var það eindregið álit fundarins að þess yrði minst með annari hátíð 17. júní; varð það einnig að fundarsamþykt og eins og minst hefir verið á í ísl. blöðunum verður sú hátíð haldin í skemti- garðinum á Hnausum og er gott til þess að vita að fólk úr nær- liggjandi héruðum hefir hér tæki að létta sér upp við á- gætar útiskemtanir tvisvar á sumrinu með mátulega löngu millibili, þar sem borg og bygð mætast. 1 umboði nefndarinnar, < V. J. Mamma: — Það er kominn tími til þess að þú farir að klæða þig. Það er langt síðan að fugl- arnir vöknuðu. Tommi: — Það þykir mér ekk- ert skrítið, ef eg myndi sofa í hreiðri gerðu úr kvistum og strá- um, er eg hræddur um að eg hefði vaknað eins snemma og þeir. * ★ ★ Bjarni Thorarensen amtmað- ur og skáld skrifaði 1836 í bréfi til Isleifs Einarssonar á Brekku um ýmislegt, er honum þótti miður fara hér á landi, og endaði bréfið á þessa leið: “Ef þessu fer fram, þá verð eg að biðja þess, að föðurlandið mitt taki dýfur og drepi á sér lýsnar.” BERGSTEINN B. MÝRDAL 1882 — 1944 Minningarorð “Sem elding með ljóshraða um hauður og höf við hverfum frá lífsbraut til hvíldar í gröf.” Á þriðjudagsmorguninn 11. jan. s. 1. andaðist á almenna spít- alanum í Brandon, Bergsteinn B. Mýrdal frá Glenboro eftir uppskurð, hann hafði átt við van- heilsu að stríða um alllangan tíma. Viku fyrir andlátið var hann flutiur á Ninette heilsuhæl- ið til rannsóknar, var úrskurður læknanna þar að hann yrði að fara undir uppskurð og gáfu góð- ar vonir, og er hann var fluttur til Brandon var hann hress og bjartsýnn með úrslitin en það fór á annan veg, sem oft vill verða, og voru hin snöggu enda- lok vinum hans og aðstandend- um þungt reiðarslag. Bergsteinn sál. var fæddur í Mýrdal á Is- landi í nóvember 1882, voru for- eldrar hans Bergur Gunnarson Mýrdal Jóhannssonar og kona hans Steinunn Þorkelsdóttir frá Hryggjum. Ársgamall fluttist hann til Norðfjarðar og ólst þar upp til tvítugsaldurs, stundaði faðir hans sjómensku, og þegar á æskuskeiði fylgdi hann föður jSÍnum á sjóinn og stundaði hann sjósókn þar til er hann fór til Vesturheims 1902, ásamt Þor- steini bróðir sínum, er dó í Ar- gyle-bygðinni fyrir mörgum ár- um. Foreldrar hans fluttu vestur ári seinna, dó móðir hans hér í Glenboro fyrir mörgum árum en faðir hans dó á elliheimilinu Betel 23. des. 1942. Bergsteinn vann algenga bændavinnu fyrstu árin; stund- aði síðan landbúnað á eigin reikning nokkur ár. Um 1912 brá hann búi og flutti til Van- couver, B. C., en hvarf aftur til baka til Glenboro nálægt 2—3 árum síðar, Keypti hann Frið- jóns búðina gömlu í Glenboro og stundaði þar aktýgjasmíði og skósmíði til dauðadags, en við og við vann hann við trésmíði er færi gafst, hann var hagur til verka og hann var sívinnandi, vann hann oft við trésmíðar á daginn en við handverk sitt fram eftir allri nóttu. Hann var mað- ur trúverðugur og sannsýnn í starfi sínu, og trygglyndur vin- um sínum en lét sér fátt um finnast þá er á hluta hans gjöðu. Hann var á yngri árum góð skytta, söngmaður var hann og trúr meðlimur söngflokks Glen- boro safnaðar frá því fyrsta, tók um allnokkur ár þátt í íslenzku leikstarfi í Glenboro, eða á með- an því var haldið uppi hér, og fórst honum það vel. Hann var tvígiftur, var fyrri kona hans Guðbjörg Tait, ættuð úr Snæfellsnessýslu systir Mag- núsar Tait er lengi bjó að Sin- clair, Man., vel gefin og væn kona; hún dó 1930. Seinni kona hans var Björg Albertsdóttir Guðmundssonar, og Ólínu Jóns- dóttir er lengi bjuggu nálægt

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.