Heimskringla - 12.07.1944, Blaðsíða 5

Heimskringla - 12.07.1944, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 12. JÚLl 1944 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA öll tvímæli. Enda er auðséð að þeir se'm höguðu því svo til, að þessi hátíð bæri upp á fæðingar- dag Jóns Sigurðssonar hafa gert ráð fyrir að úr þessu yrði þessi dagur helgari í minningu þjóð- arinnar en nokkur annar, enda ætti svo að verða. Nú er stórt spor stigið, þegar þjóðin brýtur af sér-síðustu höft útlendra valda. Ekki svo að skilja að eg ekki álíti að þjóðin sé þess megnug að sjá sér far- borða sjálf, langt frá því — hún hefir á öllum tímum verið þess megnug. Það er að segja hvað málum hennar viðkemur í frjálsum heimi. Öðru máli er að gegna þegar um ofríki er tálað. En sannleikurinn er sá að þær þjóðir sem undirokuðu Island voru ósjálfbjarga sjálfar ef til ofríkis kom frá stórþjóðunum. Vonandi er nú eftir að þessi vargöld sem nú stendur yfir er liðin hjá, að smáþjóðir, hversu smáar sem þær eru, fái að njóta réttar síns. / Þegar um sögulegan eða laga- legan rétt er að ræða mun Island standa vel að vígi að verja frelsi sitt. Þjóðin flutti inn í land sem óbygt var áður, þurfti enga aðra þjóð að eyðileggja eða ofsækja og flutti þangað til þess að losna við ofriki Haraldar hárfagra, og til að njóta frelsis sem á þeim tímum var nær óþekt í heimin- um. Nú er þjóðin aftur að stíga það spor sem frægt mun verða um allan heim. Menn munu víða reka upp stór augu þegar þeir sjá að þessi litla þjóð dirfist, mitt í hinni ógurlegu styrjöld, að setja á stofn lýðveldi. Það sýnir glögt að þjóðin trúir á framtíð sína og trúir á að rétt- læti muni ríkja í heiminum framvegis, enda mun sú trú ríkjandi nú meðal fjölda fólks um allan heim, eða von um slíkt, og ef sú trú er nógu almenn mun hún vinna sigur. Þessi athöfn, sem nú hefir fram farið á íslandi, logar sem stór viti í gegn um hörmungar þær sem um heim allan ganga nú. Vitar eru bygðir til að lýsa leið viltum vegfaranda. Verði nú þessi íslenzki viti til þess að lýsa einhverjum sem erfitt hpfir átt með að átta sig á réttri leið. Guð blessi land og þjóð og leiði hana farsællega á hinni nýju frelsisbraut. S. Árnason P.S.—Eg sendi hér með sím- skeyti er forseti Vísis sendi stjórn íslands. Chicago, June 15, 1944 Icelandic Government, Reykjavík, Iceland. Long live the Republic of Ice- land. Icelandic Assn. of Chicago Egill Anderson, Pres. Framvegis verður Heims- "kringla fáanleg í lausasölu, hjá hr. bóksala Lárus Blöndal, Skóla vörðustíg 2, Reykjavík, Island. MINNINGARORÐ Anna Lovis Hogan Kristjánson Anna Lovis Hogan Kristján- son, lézt á sjúkrahúsinu í Wa- dena, Sask., 30. marz 1944, eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Anna heitin var fædd að Mountain, N. Dak., 23. marz 1888. Foreldrar hennar voru Larz Hogan af norskum æt'tum, og Sigrún Hogan dóttir séra Björns heitins Péturssonar, og systir Dr. Ólafs heitins Björns- sonar og þeirra systkina. Anna heitin ólst upp með foreldrum sínum í Mountain-bygð þar til 1904 að þau fluttu til Canada og námu land hér í Vatnabygðum 8 mílur norður af Leslie, Sask. Þar lifði Anna með foreldrum sínum þar til 1911 að hún giftist Krist- jáni Sigurðssyni Kristjánson. — Settust þau að á heimilisréttar- landi Kristjáns og bjuggu þar til dauðadags. Þau eignuðust sjö börn, eitt af þeim dó í bernsku, drengur, að nafni Donald Rarvey. Sex börn lifa foreldra sína, þrír drengir og þrjár stúlkur: Marvin Carl og Julian Sigurður, búa á fyrver- andi jörð foreldra sinna, Marta Sigrún, gift John Burr verkfræð- ing, Pauline, kennari; Alma Jean, býr með bræðrum sínum og Donald, 12 ára gamall, heima með systkinum sínum. Öll eru börnin mjög mannvænleg, kur- teis og prúð í framkomu, og sýna gott uppeldi. Þar reisa foreldr- arnir sér beztan minnisvarða. Alúðlegar viðtökur og frjáls- legt viðmót þeirra hjóna, gerði heimili þeirra mjög gestkvæmt. Bæði voru þau samhent í því að styðja æskulýðinn, leiðbeina og skemta, og mikinn virkan þátt tóku þau, í skólamálum héraðs- ins. Mann sinn misti Anna 2. júlí 1938. Eftir það bjó hún með börnum sínum og farnaðist vel. Anna heitin var mjög vel gef- in kona bæði til munns og handa. En mest áberandi voru hennar sterku móðurtilfinningar, sem gerðu hana, svo að kalla, móðir allra barna, sem til hennar komu. I þessu sambandi er það tals- vert táknrænt o£ sýnir hvar hug- ur hennar stóð, að í banalegunni ráðstafaði hún sjálf, hverjir bæru sig til grafar. Voru það LEIKUR LIFSINS verður ykkur auðveldari ef þið eruð vel undirbúin. Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöðui’ er að ræða. Vérhöfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. THE VIKING PRESS LIMITED Banning og Sargent WINNIPEG :: :: MANITOBA —Eimreiðin. Jón Magnússon skáld Hjó í brjóst bani Bláskógasvani. — Skyggði ský grundu á skapastundu. Hljóð og tóm er höllin, — hann hvarf bak við fjöllin. — Hélt á helvegi að hálfnuðum degi. Sá hann sól bjarta. — Söng ljóð í hjarta. Guðs gæzka og mildi glóði á hreinum skildi. — » — Aurslettur eigi eftir skildi á vegi. — Blá og bleik á vori blóm greru í spori. Ei með oflæti á aðalstræti 1 hljóp með hrópi’ og ræðum í hégómaklæðum. — Átti í sálu yndi og eðallyndi, bjó sér ból í huga, sem betur duga. Sá víða vega og viturlega dæmdi mál manna, mæðu og anna. Skildi sköp synda, vildi skaðsár binda, leggja liðsinni hinum lánminni. Fellur ei foksandur, fnæsir ei eldbrandur skeflir ei skafbylur og skáldsins veg hylur. Glóir blómbeður, birta og sólveður. — Angar akurspilda öðlingsins milda Þórir Bergsson ÍSLEN DIN GADAGURIN N I BLAINE, WASH., 30. JÚLI ungir menn, sem uppaldir voru hér í bygðinni og verið höfðu tíðir gestir á hennar heimili, notið gestrisni hennar og móður- legrar nærgætni. í sinni erfiðu banalegu sýndi hún frábæra stillingu og hetjulund. —- Var skrafhreif og glöð fram að því síðasta, og létti þannig mikið af börnum sínum, þeim ótta og von- leysi, sem þvingar þá, sem upp á veikindi þurfa að horfa. — Yngsta dóttir hennar, Alma Jean, hjúkraði henni að mestu leiti í banalegunni, með dóttur- legri alúð og umhyggjusemi. í sjúkrahúsinu í Wadena, þar sem hún dó, eins og áður er get- ið, var hún aðeins fáa daga, og á dauðastund voru öll hennar börn viðstödd, ásamt nokkrum af systkinum og nánasta venzla- fólki. Anna heitin var jarðsett 2. apríl s. 1. í grafreit Kristnes- bygðar, af séra Th. Sigurðsson, að viðstöddu fjölmenni með þakklæti í huga fyrir góða sam- fylgd og viðkynningu, en sökn- uð í hjarta að missa konu úr vinahóp meðan enn virtist langt til sólseturs. Þökk fyrir alt og alt. Vertu sæl. Sofðu í ró. R. Árnason Undanfarandi hefir Mrs. Wal- ters útbreitt þekkingu um Is- land og Islendinga í austurparti Bandaríkjanna, og hefir eytt öll- um sínum frístundum í fyrir- lestra og ritgerðir um það mál- efni. Frá hennar hendi hafa birst um fimtíu ritgerðir í Christ- ian Science Monitor um land og þjóð. En það blað er, eins og kunnugt er, eitt af vönduðustu blöðum Bandaríkjanna. Síðasta ritgerðin kom út 10. júní þ. á. í þessu merka blaði. Einnig hafa ritgerðir um sama efni birst í New York Times, Current Hist- ory, American-Scandinavian Re- view, Social Forces, Houséhold Magazine og öðrum blöðum og tímaritum. Þessi blöð auka þekk- ing á Islandi og Íslendingum, MRS. THORSTÍNA JACK- SON WALTERS Islendingadagur verður hald- inn í Samuel Hill Memorial Park, Blaine, sunnudaginn 30. júlí. Það er sameiginlegt fyrir- tæki Islendinga í Blaine, Bell- ingham og Point Roberts, Wash- ington og Vancouver, B. C. — Þetta verður okkar þjóðminning- arhátíð, fyrir þetta merkilega ár í sögu íslenzku þjóðarinnar, hér á norð-vestur Kyrrahafsströnd- inni. ■ Okkur þótti ekki ráðlegt að hafa 1 okkar hátíð 17. júní sökum þess hvað veður er óáreiðanlegt hér um slóðir um það leyti árs. Enn- fremur er altaf fleira fólk á ferðalagi hér vestra um mið- sumarið en í júní mánuði. Programið byrjar kl. 1.30 e. h. en íþróttir verða fyrir börn upp að 12 ára rétt fyrir nónið, byrja kl. 11. Skemtiskráin verður góð því góðir eru söngkraftar meðal landa beggja megin línunnar hér. Skáld og ræðumenn vanta sízt þótt langt séum við horfin frá ættjörð okkar. Andrés Dan- íelsson verður forseti dagsins. Prógrammið verður nákvæmlega auglýst í báðum íslenzku blöð- unum. Það sem hvílir mest á huga okkar eru erfiðleikar fólks hér frá Vancouver og grendinni að sækja þessa samkomu. Við höf- um komist yfir þessa erfiðleika síðastliðin tvö ár fyrir dyggilega hjálpsemi þeirra Blaine-búa, en nú er olíuskorturinn miklu verri en nokkru sinni áður svo nú verður ekki hægt að flytja fólk í bílum frá White Rock og Clo verdale til Blaine. Nokkrir geta farið með lestinni til Blaine ef þeir hafa skírteini til að fara yfir línuna. Nokkrir geta að líkind- um farið með “motor bus”. Annaðhvort því sem fer til White Rock eða því sem fer suður fyrir línu. En það er mjög takmark- að hvað margt fólk getur farið með lestinni eða með “bus”, þvi farrými er erfit að fá nú á dög- um. Allir sem mögulega geta ættu að komast í kynni við landa í Vancouver sem hafa bíla og reyna að vera þeim samferða. Vonandi rætist svo úr þessu að enginn verði að sitja heima sök- um fárartækisleysis. Skýrt vildi ég taka það fram að skemtigarðurinn er á landa- merkjalínunni og enginn hvorki frá Canada eða Bandaríkjunum þarf yfir þá línu að fara með þeir sem við getum sameiginlega minst þjóðar vorrar og hennar ný-fengna lýðveldi. Magnús Elíason, v.-forseti nefndarinnar ST’ORMUR” þar sem land og þjóð var lítt kunnugt áður. Christian Science sem taka iestina frá Vancouver Manitor er mjög vandlátt um efnisval og frágang, einnig um málfæri og orðaval í þeim grein- um er þar birtast, en samt hefir það, að minsta kosti tvisvar, val- ið greinar Mrs. Walters þann veglega, sess, að setja þær á fremstu síðu i fyrsta dálk. Henn-! BORGIÐ HEIMSKRINGLU— til Blaine, þeir verða að hafa, eins og fyr er sagt, skírteini til að fara inn í Bandaríkin. Nefndin vonast eftir að hitta sem flest af ykkur á íslendinga- ^ deginum okkar hér 30. júlí, þar Eg gekk inn í bókabúð Davíðs Björnssonar í öngum mínum, eftir að ritstjóri Heimskringlu hafði sagt “bye bye” og lagt alt í hendur okkar prentaranna með fullum skilningi og vissu um að Heimskringla hætti ekki að koma út né heldur gerði sig seka að skifta um skoðun í stór- málum mannfélagsins: trúmál- um og pólitík, meðan hann væri fjarverandi. Við, samverkamenn ritstjór- ans á Heimskringlu, höfðum skotið á skyndifundi, og var mér falið að grenslast eftir öllum nýungum sem gætu stuðlað að því, að lesendur blaðsins yrðu þess ekki varir, fyr en í fulla hnefana, að ritstjórinn væri fjar- verandi. Davíð er maður margfróður, enda eru öll borð hans þakin bókum af alskonar tegundum. Eg vildi ekki láta í ljósi að ó- reyndu að eg væri í fróðleiks- leit. — Hér var eitthvað nýtt. Stormur, 1. árgangur — apríl 1944 — tölublað I. Viltu selja mér þennan pésa? Já, 25^. Takk fyrir. Svo var businessið búið. Eg þóttist hafa veitt vel, og i flýtti mér vestur á skrifstofu til þess að yfirlíta þessa nýung sem mér hafði hlotnast. Eg las hvert einasta orð í þessu litla blaði. Þetta var þá bygðar- blað. Útgefandi “Esjan”, Ár- borg, Man. — Ritstjórnar: Valdi Jóhannesson, Dr. S. E. Björnson, Herdís Eiríksson. — Hér var að ræða um gott fólk, — og blaðið var líka gott. Einkunarorðin eru tekin úr hinu ágæta kvæði Hannesar Haf- stein, “Stormur”. Hér var vel valið og vel á stað farið. Þá kemur samnefnt kvæði eftir S. E. B. Vekjandi og vel kveðið. Næst er ritstjórnargrein eftir V. J. um bygðablöð, vel rituð. Hvet- ur hann fólk til þess að nota blað- ið til þess að láta hugsanir og hugmyndir sínar í ljósi, bæði i bundnu og óbundnu máli, eða eins og hann segir: “blaðið ætti , að fjalla um alla hluti milli him- ins og jarðar.” Hér er líka brotið upp á ný- ung í grein sem byrjar svo: “Hvað ætlum við okkur með Iða- velli”. Bygðarfréttir eru einnig í blaðinu, lausavísur og hitt og annað. P. S. P. I síðastliðnum mánuði veitti ríkisháskólinn í Minnesota-ríki frú Thorstínu Jackson Walters, það sem kallað er “fellowship”. Því fylgir það heiðursstarf, að henni er falið af háskólanum, að rita sögu Islendinga í norð-vest- ur hluta landsins, sem svo verð- ur prentuð í bókarformi á kostn- að háskólans. Einnig borgar skólinn frúnni fyrir verkið, svo hún hefir sagt lausu starfi sínu hjá Bandaríkjastjórninni er hún hefir haft á hendi í New York undanfarandi, og ætlar að gefa sig heila og óskifta við samning bókarinnar. Minnesota háskólinn veitir á hverju ári tólf “fellowships” fyr- ir ritgerðir um miðpart norð- vesturlandsins, og tekur sú skila- grein inn bæði Dakota-ríkin. — Nokkur hundruð sóttu í ár um þennan heiður, og var Mrs. Wal- ters ein af þeim tólf er valin var. ar skýru og fræðandi frásagnir hafa unnið henni verðskuldað lof, og er það ein orsök þess, að henni hlotnaðist þessi heiður frá háskóla Minnesota. Nú má bú- ast við, ef til vill, meiru frá hennar hendi, þar sem hún getur hér eftir gefið allan tíma sinn í þarfir þessara ritstarfa. Þau Walters hjónin hafa keypt ítið heimili skamt frá New York- borg, þar settist Mrs. Walters að 1. júlí og þar ætlar hún að vera unz verki þessu er lokið. Mr. Walters vinnur að stríðsfram- leiðslu hjá General Motors, sem leiðbeinandi í vélafræði. Sv. því gleymd er goldin skuld Heimskringla er til sölu hjá hr. bóksala Árna Bjarnarsyni, Akureyri, Island. LESIÐ HEIMSKRINGLU— bezta íslenzka fréttablaðið Matreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld- sted, 525 Dominion St. Verð $1.00. Burðargjald 5^., ★ ★ ★ Messur í Nýja Islandi 16. júlí — Víðir, messa kl. 2 e. h. Árborg, ensk messa kl. 8 e. h. 23. júlí — Framnes, messa kl. 2 e. h. Riverton, ensk messa kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason GEORGE BERNARD SHAW Þessi mynd er sú síðasta er tekin hefir verið af þessum merka rithöfundi. Var hún tekin af gamla manninum er hann var á sínu áttugasta og áttunda aldursári.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.