Heimskringla - 12.07.1944, Blaðsíða 8

Heimskringla - 12.07.1944, Blaðsíða 8
8. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. JÚLl 1944 FJÆR OG NÆR MESSUR I ÍSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Messa í Árnes Messað verður í Sambands- kirkjunni í Árnesi, sunnudaginn 16. júlí, kl. 2 e. h. ★ ★ ★ Messa á Lundar Séra Halldór E. Johnson mess- ar í Sambandskirkjunni á Lund- ar, sunnudaginn 16. júlí á vana legum tíma. Eftir. messu fer fram safnaðarfundur. Eru allir bygðarmenn beðnir að minnast þess og fjölmenna við messu. ★ ★ ★ Gifting Fyrsta júlí s. 1. voru gefin saman í hjónaband af séra E. J. Melan að heimili hans í Riverton, Man., Joseph E. Einarson, Ár- borg, Man., og Christine Anna Johnson, Árborg, Man. Brúð- guminn er sonur Mr. og Mrs. G. O. Einarson, Árborg, en brúður- in er dóttir Mr. og Mrs. E. L. Johnson, Árborg. Framtíðar- heimili ungu hjónanna verður í Árborg. ★ ★ ★ Mrs. Katrín S. Jóhannson and- aðist að héimili sínu, 858 Gar- field St., hér í borginni, föstu- daginn 7. þ. m. Þessi kona kom frá íslandi fyrir 43 árum og sett- ist að í Langruth, Man. Eigin- mann sinn misti hún fyrir 15 ár- um síðan, og frá þeim tíma hefir heimili hennar verið í Winnipeg. Eftirlifandi fimm börn hennar eru: Mrs. J. D. McLeod og Mrs. E. Erlendson, báðar í Winnipeg; Mrs. G. Garrett, Portage la Prairie, og tveir synir, Jóhann og Árni, Langruth, Man. ★ ★ ★ Victory lánið, hið sjötta í röð- inni, hefir numið $1,407,547.650, en beðið var um aðeins $1,200,- 000,000. Þetta eru hærri tölur heldur en getið er um í þríliðu Eiríks Briem. ★ ★ ★ Mr. og Mrs. Árni G. Jóhanns- son, Hallson, N. Dak., dvöldu nokkra daga hér í borginni með- al vina og kunningja en eru nú farin heimleiðis, þegar þetta er ritað. •>iiiiimmiioiiimiiiiiiuniiiiiiiiii[]iiiiniiiiiiuiiiiMiiiiiiniiiiiiiiiii{. | ROSE THEATRE 1 I -----Sargent at Arlington------ i | July 13-14-5—Thur. Fri. Sat. | | Betty Grabie George Montgomery = □ "CONEY ISLAND" ADDED 5 | "Riders of the Timberline" | | July 17-18-19—Mon. Tue. 'Wed. n Sonja Henie—Jack Oakie "WINTERTIME" = Craig Stevens—Faye Emerson "SECRET ENEMIES" .........MMMUMMM.. Sumarheimili barna á bökkum Winnipegvatns við Hnausa, Man., byrjaði starf- rækslu föstudaginn 7. þ. m. Þann dag fór hópur stúlkna þangað til þess að njóta sumarsælunnar og hvíla sig eftir skólastarf og inni- setur vetrarins. Eftirlit sumar- heimilisins er hið ákjósanleg- asta, svo það er börnunum sann- arlegur “sólskins-blettur í heiði” að dvelja þar og njóta gæða lífs- ins. Næsti stúlknahópur fer þangað 21. þ. m. Umsóknir verða að sendast sem fyrst, svo hægt sé að gera nauðsynlegar ráðstafanir. — Mrs. P. S. Páls- son, 796 Banning St., tekur á móti umsóknum. * ★ ★ Kominn heim Pte. Pétur Bjarni Pétursson, næst yngsti sonur Ólafs og Önnu Pétursson, ,sem hefir verið staddur á Englandi rúmt hálft annað ár, kom heim s. 1. laugar- dagsmorgun. Hann kom með skipi sem flutti til Canada ellefu hundruð þýzka fanga, setn her- teknir voru í Normandy á Frakklandi, og var einn yarð- mannanna sem var yfir þeim á leiðinni yfir hafið. Hann fær nú mánaðar frí, en hvort sem hann verður sendur aftur til Englands eða verður í herþjónustu hér heima fyrir, er ekki vitað. Pétur gekk í herinn 21. júní 1940, og var þá tekinn í Winni- peg Light Infantry, en tæpu ári seinna, 23. maí 1941, innritaðist hann í Royal Canadian Ordnance corps og er í þeirri deild nú. Til Englands fór hann með þeirri deild 13. desember 19942. Hann er nú,23 ára að aldri. Fæðingar- dagur hans var 21. júní 1921. Auk hans, á hinu sama skipi, og SECOND ANNUAL VIKING CLUB P-I-C-N-I-C Saturday, July 15, 1944, beginning at 3 p.m. in the Vasalund Park, Charleswood. Nichol's 25-Piece Girls' Brass Band — Combined Scandinavian Choirs — Scandinavian Community Singing Guest Speaker: DR. ANDREW MOORE — Subject: "Centenary of Adult Education in Scandinavia" DANCE 9—12 p.m. — AL BLOOM’S ORCHESTRA Extra Bus Serviee from City Limits 2—7 p.m. Ljettar SUMAR TREYJUR til úti brúkunar Léttar, gulbrúnar baðmullar treyjur, þægilegar til úti brúk- unar að sumrinu; algengar meðal golf-spilara og garð- yrkjumanna, einnig til skemti- ferða. Full lengd “zipper”-bands á- samt færanlegri mittisól. — Stærðir 36 til 46. CC QQ Hver 4>w.UU Fallegar Oti Buxur Eftir erfiðan dag á skrifstof- unni, hvílist í þessum þægi- legu og snotru útibuxum. — Stórt úrval af rayon tropicals, cotton worsteds, flannels og tennis cords. Mjaðmarvíddir 29 til 40. $3.95 “‘$11.95 —Karlfatadeildin, The Hargrave Shops for Men, Aðalgólfi. T. EATON C°u^ með sömu járnbrautarlestinni, komu einnig nokkrir særðir og veikir menn bæði frá Frakk landi og Italíu. Daginn áður en Pétur kom heim, kom Sigurður Gunnar, bróðir hans, yngsti sonur þeirra Mr. og Mrs. O. Pétursson, sem einnig er í hernum, þó aðeins 18. ára að aldri, og hefir undanfarna mánuði verið staddur í Halifax. Hann tilheyrir Royal Canadian Army Service Corps, og innrit- aðist í þá deild í byrjun janúar, þessa árs. ★ ★ ★ Ungfrú Alda Pálsson dvaldi yfir síðustu helgi, hér í Winnipeg. Hún hefir í vetur stundað hljómlistar-nám við Toronto Conservatory of Music, Toronto, Ont., í sambandi vil verðlaun er henni voru úthlutuð frá þeim skóla. Var þún á heim- leið til Westminster, B. C., þar sem foreldrar hennar búa. Skömmu áður en Alda fór frá Toronto, var hún valin til þess að spila á Massey Hall, að til- hlutan Toronto Conservatory of Music. Leysti hún hlutverk sitt þar svo vel af hendi, að með á- gætum mátti kallast. Fer rit- dómari “Globe and Mail” þann- ig orð um hana meðal annars: “Alda Pálsson sýndi óvenju- lega lista hæfileika. Eldsnarar, laðandi, óbrotnar öldur hljóð- færisins stigu til eyrna þeirra sem hlustuðu á spil hennar þegar hún spilaði “the demanding al- legri moderato of Hummel’s piano concerto in A Minor” og kennari hennar, Lubka Kolessa tók undirspilið.” Þessi unga námsmey er dóttir Jónasar Pálssonar piano kenn- ara og konu hans Emily Bald- winsön Pálsson, sem nú búa í New Westminster, B. C. Hefir Alda lært hjá föður sínum þar til síðastliðinn vetur að hún stund- aði nám hjá Madam Lubka Kol- essa, við Toronto Conservatory of Music. Heimskringla réttir henni örvandi hönd, hún er á- reiðanlega “á framtíðar vegi.” ★ ★ ★ Meðtekið í útvarpssjóð Hins Sameinaða Kirkjufélags Mrs. Sigurlaug Knútson, Gimli, Man. ____________$1.00 Mr. og Mrs. Jón Jónsson, og fjölskylda, Árnes, Man. 2.00 Mr. og Mrs. J. Ólafsson, Árnes, Man. ____________ 1.00 Mrs. Guðrún Johnson, Árnes, Man. _____________ 1.00 Mr. og Mrs. Th. Thorfinn- son, Mountain, N. Dak. 1.10 Mrs. Elín Björnsson, Piney, Man. _____________ 1.00 Mr. og Mrs. O. J. Olson, Steep Rock, Man.________ 1.00 F. E. Snidal, Steep Rock, Man.________ 2.00 Mr. og Mrs. John Thorsteinson, Steep Rock, Man. ________ 2.00 Með kæru þakklæti, P. S. Pálsson, 796 Banning St., Winnipeg, Man. ★ ★ ★ Látið kassa í Kæliskápinn WvmoIa M GOOD ANYTIME The SWAN MFG. Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-STRIP 281 JAMES ST., WINNIPEG Phone 22 641 Halldór M. Swan, eigandi Hjónavígsla ■ laugardaginn 8. júlí fór fram giftingarathöfn í Sambands- kirkjunni í Winnipeg er Sgt. Francis William Jessett og Con- stance Thorsteinson voru gefin saman í hjónaband. Brúðurin er dóttir þeirra hjóna Kolskeggs Thorsteinson og Sigurlaugar Gil- bertson Thorsteinson, en brúð- guminn er af enskum ættum, og er í flughernum. Ungu hjónin voru aðstoðuð af Mr. A. Jessett bróður brúðgumans og Mrs. Thelma Sonders. Svaramaður brúðarinnar var faðir hennar. Séra Philip M. Pétursson fram- kvæmdi athöfnina. Einsöngur, Ave Maria eftir F. Schubert var sunginn af Miss Margery Law, og Gunnar Erlendsson aðstoðaði á orgelið. ★ ★ ' ★ Viking Club Takið eftir Viking Club Picnic, sem auglýst er. á öðrum stað hér í blaðinu. Islendingar eru fjöl- mennasti hópur skandinava hér í borg, æskilegt er að þeir sæki þetta mót. Komið til Vasalund Park, í Charleswood, laugardag- inn 15. júlí Aðgöngumiðar fást hjá Björnsson’s Book Store, 702 Sargent Ave. ★ ★ ^ ★ Leiðrétting 1 hinu ágæta erindi dr. Árna Helgasonar, sem birtist í Hkr. 14. júní s. 1., eru nokkrar prent- villur sem leiðréttast hérmeð. 1 öðrum dálki, fyrstu málsgr. bls. 11. stendur: “talin í Banda- ríkja dollurum, námu viðskiftin 1929 nálega 32 miljónum, útflutt 17.2” o. s. frv. Lesist, “talin í Bandaríkja dollurum, námu við- skiftin 1928 nálega 32 miljónum, útflutt 17.5”, og á sömu bls. þriðja dálki, 2. málsgrein: “165 J menn svara til 1% % af öllu fólki á landinu”, á að vera IV3 af þús- undi. Láðst hefir að geta þess, að nýverið gerði United College, hér í borginni, séra Harald Sig mar, að heiðursdoktor í guð- fræði. Vér flytjum dr. Haraldi árnaðaróskir vorar í tilefni af þeirri sæmd sem honum hefir hér hlotnast. ★ ★ ★ Mrs. Karl Kernested frá Oak View, Man., er stödd hér í borg- inni ásamt tveim sonum sínum, Philip og Valdimar, eru þáu hér í heimsókn til frænda og vina. Philip tilheyrir flugliði Canada, og dvaldi hann um víkutíma heima hjá skyldfólki sínu. ★ ★ * ★ Mr. og Mrs. Bogi Guðmunds- son frá Hensel, N. Dak., voru hér í borginni um s. 1. helgi. Þau komu hingað norður til að mæta Mr. og Mrs. Finnboga Guð- mundsson og Doreen Guðjóns- son, öll frá Mozart, Sask., er fóru suður með Mr. og Mrs. B, Guð- mundsson. ★ ★ ★ Mrs. Geir Thorgeirsson, sem heima á hér í borginni, fór vest- ur til Elfros, Sask., s. I. mánu- dagskvöld í heimsókn til foreldra sinna, Mr. og Mrs. Tímóteus Guðmundsson og annara ætt- menna og vina. Bjóst hún við að dvelja þar vestra um þriggja vikna tíma. Hr ★ ★ , Mrs. C. V. Davidson og sonur hennar, Wayne, frá Central Pa- tricia, Ont., eru hér á ferðinni í heimsókn til vina og vanda- manna hér í bænum og á Gimli. Mrs. Davidson er dóttir Mr. og Mrs. Ólafur Bjarnason á Gimli. W ★ ★ Miss Isabella Hunter frá El- fros, Sask., er dvalið hefir hér í borginni um viku tíma í sumar- f-ríi, fór af stað til Carberry Man., þar sem hún mun dvelja fáeina daga á heimleiðinni. ★ ★ ★ Fáein orð til vina Sumar- heimilisins á Hnausa, Man. Um leið og eg af alhug þakka öllum þeim sem að hafa styrkt Sumarheimilið síðan að það var stofnað fyrir sjö árum síðan vil eg nú tilkynna að eg hefi látið af því starfi að vera fjármálaritari þeirrar stofnunar. Mrs. Sigríður Árnason, 1090 McMillan Ave., Winnipeg, Man., hefir tekið við því starfi, og eru allir sem að vilja hjálpa Sumarheimilinu á einn eða annan hátt, beðnir að snúa sér til hennar. Með beztu óskum, Emma von Renesse, Arborg, Man. ★ ★ ★ Vanþakklæti væri það, ef Heimskringla leiddi hjá sér að viðurkenna og þakka, allar þær mörgu umsagn- ir og vinabréf, sem henni hafa borist viðkomandi blaðinu sem helgað var endurreisn hins ís- lenzka lýðveldis, 17. júní 1944. Ritstjórar, verzlunarmenn, rit- höfundar og skáld, utan og innan | Canada, hafa sent oss vina og) þakklætisbréf. Vér, aftur á móti' þökkum þeim öllum góðvild og' hlýhug. íslendingadagurinn í Blaine Þrátt fyrir mikla og. vaxandi örðugleika með allar samgöng- ur og mannamót, vegna stríðs- þarfanna, fanst íslendingadags- nefndinni hér óhugsandi að fella niður hátíðahald þetta ár — sig- urár íslenzku þjóðarinnar. Þetta þýðir auðvitað það, að menn verða að leggja þeim mun meira á sig þjóðrækninnar og vinskap- arins vegna, jafnvel það, að ganga einar þrjár eða f jórar míl- ur ef þörf gerist. Það var sú tíð, að landinn lét sér ekki slíkt fyrir brjósti brenna. Nefndin gerir alt, sem í hennar valdi stendur til að gera daginn sem ánægju- legastann, eins og sjá má, meðal annars, á skemtiskránni á öðrum stað í þessu blaði. Nú hefir það einnig sannfrézt, að kvenfólkið hefir allmikinn viðbúnað hvað vistir snertir, og mun þar ekki skorta munntama rétti og seðj- andi. Sólskinið í Peace Arch Park hefir ekki brugðist að und- anförnu, og hyggur nefndin að svo muni enn verða. Látum nú sjá hvað landinn getur þegar á reynir og fjölmennum meir en nokkru sinni fyr á íslendingadag á þessu heillaári heimalandsins. A. E. K. ★ ★ ★ Nýr prestur Guðfræði kandidat Skúli Sig- urgeirsson, tók prestvígslu á ný- afstöðnu kirkjuþingi sem haldið var í Glenboro, Man. Ráð er fyrir gert að séra Skúli þjóni lúterska söfnuðinum á Gimli. ★ ★ ★ Pétur N. Johnson hefir verið settur pólití í Wynyard í stað Mr. Smiths, er það var áður en hann lézt af slysi í mikla veðrinu er gekk yfir bæinn nýlega. Pétur er þaulvanur lögregluþjónn frá Winnipeg og Elfros, og mun enn, þó aldraður sé, geta sýnt þeim yngri hvernig þeir eigi að haga sér. ★ ★ ★ “Brautin” á íslandi Þetta vinsæla ársrit Hins Sameinaða Kirkjufélags íslend- inga, er nú fáanlegt á Islandi. Hr. Björn Guðmundsson, Reynimelí 52, Reykjavík, annast um sölu og útsendingu ritsins þar, fyrir! mína hönd. Þetta eru menn beðnir að athuga. P. S. Pálsson MESSUR og FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Prestur, sr. Philip M. Pétursson 640 Agnes St. Sími 24 163 Messur: á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjólparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Ungmennafélagið: Yngri deild — hvert sunnudagskveld kl. 8.30. Eldri deild — annað hvert mánudagskveld kl. 8.15. Skótaflokkurinn: Hvert fimtu- dagskveld. Söngœfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. The Similkameen Star er vikublað sem gefið er út í Princeton, B. C. Þetta blað er í alla staði vel úr garði gert. Síð- astliðin 6. júlí flytur það rit- stjórnargrein um Island, í tilefni af hinu nýstofnaða lýðveldi. — Þessa grein nefnir ritstjórinn. “Elzta þjóðþing og yngsta lýð- veldi”. Hér er í örstuttu máli ráktir aðalþættir sögu íslands frá byrj- un landnáms og niður til þess dags sem þjóðin endurheimti frelsi sitt. Er hér farið svo rétt með þetta mál, að undrun sætir. Jafnvel er skýrt þar frá, að Al- þingi íslands sé hið fyrsta sem mannkynssagan greinir frá, og þar af leiðandi séu hin fyrstu lýðveldis-lög stofnsett þar, og á þeim sé bygð löggjöf allra lýð- veldis-ríkja frá upphafi. Það hlýtur að vera oss öllum gleðiefni að vita til þess, að jafn- vel okkur óþekt frétta-blöð, skuli minnast þessa merka atburðar í ritstjórnar-dálkum sínum. — Kæra þökk! 0R útlegð Kvæðabpk eftir JÓNAS STEFÁNSSON FRÁ KALDBAK er til sölu hjá höfundinum að 2907—6th Street, New Westminster, B. C. Verð 2 dalir. íslendingadagurinn í Peace Arch Park I BLAINE, WASHINGTON, 30. JÚLl 1944 Fojseti dagsins........................Andrew Danielson Framkvædarnefnd.......Andrew Danielson, Magnús Elíasson, A. E. Kristjánsson, H. S. Helgason, Mrs. Carl Westman Söngnefnd....H. S. Helgason, L. H. Thorlakson, E. K. Breidford Söngstjórar .............—L. H. Thorlakson, H. S. Helgason SKEMTISKRÁ : 1. Ó, guð vors lands.....................Söngflokkurinn 2. Ávarp forseta......................Andrew Danielson 3. íslenzkir söngvar....................Söngflokkurinn 4. Sandy Bar. ........Kvæði eftir Guttorm J. Guttormsson, í enskri þýðingu eftir Pál Bjarnason 5. Einsöngur ........ ......Valagilsá eftir Sveinbjörnsson Ninna Stevens 6. Kvæði: Minni Canada................Ármann Björnsson 7. Ræða: Kyrrahafsströndin.............A. E. Kristjánsson 8. Duet:............Sólsetursljóð eftir Bjarna Thorsteinson Ninna Stevens og E. K. Breidford 9. Kvæði: Minni Islands.......... Þórður Kr. Kristjánsson 10. Einsöngur............................E. K. Breidford 11. Ávarp.........Arthur B. Langlie, Governor of Washington 12. Ávarp.......Hon. John Hart, Premier of British Columfoia 13. Islenzkir söngvar.................... Söngflokkurinn 14. Einsöngur ...........................Jul. Samuelson 15. Ræða: Minni islands (á ensku).......Einar Símonarsön 16. íslenzkir söngvar,........Undir stjórn H. S. Helgasonar Allir syngja: (a) Ó, fögur er vor fósturjörð. (b) Hvað er svo glatt. (c) Eldgamla ísafold. (d) ATnerica (e) God Save The King. Pianist....................Mamie Popple Rowlands Gjallarhorn, undir stjórn Leo G. Sigurðssonar, flytur skemtiskróna til óheyrenda. Kapphlaup fyrir börn innan 11 ára.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.