Heimskringla


Heimskringla - 09.08.1944, Qupperneq 5

Heimskringla - 09.08.1944, Qupperneq 5
WINNIPEG, 9. ÁGÚST 1944 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA MINNI ÍSLANDS Þú háttvirta ísland, vort hjartkæra land, Vér heilsum þér fagnandi í dag. Að minnast þín, ættjörð, og yrkja’ um þig ljóð Það eykur vorn þjóðræknis brag. Hér íslenzki manngrúinn fagur og frjáls Sér fylkir í anda þér hjá. Og lútandi heyrir á heilagri stund Þitt hjarta af fögnuði slá. Þú eldþrungni hólmi, viðheimskautið kalt Ert heimsfrægast land undir sól. Með elfur og heiðjökla, fossa og fjöll Og feðranna þjóðkunnu ból, Þar geymdist vor auðlegð um aldanna fjöld, Og ódauðleg smáþjóðar sál, Sem barðist og sigraði, trúföst og traust Og talar sitt íslenzka mál. Nú bjóða þér félagsskap frelsisins lönd Og framtíðin brosir við þér. Hinn voldugi Breti vill eiga þig að Og annast, til virðingar sér, Hann Jónatan veit hversu verðmæt þú ert, Hann verndar þitt sjálfstæði og frið; Sem ástríkur kærasti kyssti þig strax Og kaus þér að standa við hlið. Vér blessum þann dag þegar brotnaði vald, Sem batt þig og deyddi til hálfs; Því gleðst nú þinn lýður og guðirnir eins Að getur þú upprisið frjáls. Að morgni dags ljómar þitt frelsi og frægð Og fyrnist þitt langvinna stríð. Guð blessi þig, ísland, með velgengni og vernd, Sem vari um erlífa tíð. V. J. Guttormsson sem það hefir fengið, og þakkaði óllum sem starfað höfðu í sam- bandi við útgáfu þess. Séra E. J. Melan gaf munn- lega skýrslu um fræðslumál. —( Lexíur hafa/verið fengnar hjá A. U. A. og fríkirkjufélagi í Bandaríkjunum. Lexíur fyrir 72 börn kosta um $100 yfir árið. Þessar lexíur hafa alla reiðu verið sendar út til ýmsra barna og góður rómur hefir verið gerð- ur að þeim. Vonast er gftir að árangurinn verði góður. Séra Eyjólfur J. Melan gaf einnig skýrslu um sálmabóka-| mál og sagði að nefndin sem sett j hafði verið í þetta mál hefði leitast við, á árinu, um mögu-j leika að fjölrita og gefa út lítið sálmasafn. Ýmsir * erfiðleikar stóðu í vegi fyrir þessu fyrirtæki, og þar stendur málið enn. Þá lá fyrir , að lesa safnaða skýrslur sem var gert. Söfnuð- irnir sem höfðu sent inn skýrsl- ur voru: Riverton, Quill Lake. Lundar, Árborg, Piney, Árnes, Gimli, Winnipeg. Séra E. J. Melan gaf munnlega skýrslu fyrir söfnuðinn á Mikley, þar sem Gestur Pálsson var forseti. Þá gerði Páll S. Pálsson tillögu um að fundi sé frestað til 12.45 næsta dag (laugardag). B. E. Johnson studdi og tillagan var samþykt. — Og þá var fundi frestað. • Annar fundur þingsins byrj- aði kl. 1, laugardaginn 24. júní. Þá um morguninn hafði kvenna- sambandið byrjað þing sitt, en nefndir aðal þingsins höfðu mætt og samið nefndarálit sem fram áttu að koma á þinginu. Forsetinn setti fundinn, og kallaði fyrst á fjármálanefndina og bað hana að bera fram álit sitt fyrir þingið. Dr. S. E. Björnsson, formaður nefndar-^ innar las nefndarálitið, sem var í sex liðum. Árni Thordarson gerði tillögu og Páll S. Pálsson studdi, um að álitið verði tekið fyrir lið fyrir lið. Samþykt. Fyrstu tveir liðirnir voru samþyktir án breytinga. Um þriðja liðinn| urðu umræður, en að lokum var, hann einnig samþyktur. Umj fjórða liðinn urðu einnig miklar umræður. Breytingartillaga var^ gerð, en var feld og að lokum var liðurinn borinn upp og sam- þyktur án breytinga. Og þá voru 5. og 6. liðurinn lesnir og báðir samþyktir. Þá gerði Páli S. Pálsson tillögu og G. O. Ein- arsson studdi, um að samþykkja álitið í heild sinni, og tillagan var samþykt, sem var á þessa leið: Álit fjármálanefndar Nefndin leggur til eftirfylgj- andi: 1. Nefndin lýsir ánægju sinni yfir því, sem gert var á síðasta ári í sambandi við námskeiðið á Hnausum og mælist til þess, að samskonar fyrirkomulagi verði haldið áfram í sumar við fyrir- hugað námskeið sem verður haldið á Sumarheimilinu frá 20. til 27. ágúst. Nefndin lýsir einnig ánægju sinni yfir því, að styrkur hefir komið austan að frá A. U. A. og A. U. Y. til styrktar þessu fyrirtæki, til að borga eitthvað af ferðakostnaði námsskeiðarmanna, sunnudaga- skóla og ungmenna, sem koma langt að. 2. Nefndin leggur til að stjórnarnefndinni sé heimilað að sjá um útvarp á guðsþjónustum eins og að undanförnu hefir ver- ið gert. Ennfremur mælist nefndin til þess, að stjórnar- nefnd leiti fyrir sér um mögu- leika á því, að fá fleiri útvarps- messur jafnvel þó að það gæti ekki orðið á venjulegum messu- tímum. Þá vill nefndin benda á það að útvarpssjóðurinn ætti að notast eingöngu fyrir útvarps- messur. 3. Nefndin leggur til að kirkjufélagsnefndinni sé heimil- að að styrkja eftir föngum mann til guðfræðisnáms, eigi hún völ á einhverjum, sem hún álítur heppilegan til þess, og til fram- tíðarstarfs meðal Vestur-lslend- inga. 4. Nefndin leggur til að rit- ara kirkjufélagsins láti prenta útdrátt úr kirkjuþingstíðindun- um, og að eintak úr þeim út- drætti verði sent ritara hvers safnaðar til hliðsjónar við starf safnaðarins á árinu, einnig til fulltrúa, sem setið hafa þetta kirkjuþing. 5. Nefndin vill minna á það nauðsynjamál þessa félagsskap- ar að sjóður sé sem fyrst mynd- aður til framtíðar starfsemi, og: að æskilegt sé að söfnuðirnir, haldi því máli vakandi með óskj um að menn minnist safnaða sinna og kirkjufélagsins í erfða- skrám sínum. 6. Nefndin leggur til að öll- um fjármálum sem um útgjöld fjalla af hálfu kirkjufélagsins, sé á þinginu vísað til fjármála- nefndar. Winnipeg, 23. júní 1944. S. E. Björnsson J. B. Skaptason. Björn Bjarnason A. Thordarson Mrs. B. Björnson Guðm. Einarsson • J. O. Björnsson DROTNING STÓR-BRETLANDS Elizabeth drotning varð 44 ára síðastl. föstudag. Hún er fædd 4. ágúst árið 1900. Á afmælisdag hennar voru margar byggingar í Winnipeg flöggum prýddar í virðingar- og minn- ingarskyni við hennar hátign. Annars var engin tilbreyting hér um slóðir. — Á Englandi var sama að segja, að engin há- tíðahöld voru þar um hönd höfð. Hún sat heima ásamt manni sínum og dætrum og tók á móti heillaskeytum er henni bárust víðsvegar að — frá brezku nýlendunum og erlendum þjóðum um heim allan, auk mesta fjölda frá Bretlandseyjum. Að þessu máli afgreiddu gerði Sveinn Thorvaldson tillögu um að fundi verði frestað, til að veita mönnum tækifæri til að vera viðstaddir við kveðjuathöfnina sem þá átti að vera haldin í Fyrstu lútersku kirkjunni, fyrir Dr. B. J. Brandson. Páll S. Páls- son studdi tillöguna, og hún var samþykt. Þá gengu allir af þing- inu og fóru til lútersku kirkj- unnar í virðingarskyni við minn- ingu hins góða manns, sem þar var verið að kveðja. Framh. SÍMSKEYTI frá utanríkisráðherra íslands til ræðismannsskrifstofunnar Reykjavík, 1. ágúst 1944 Grettir Leo Jóhannson, Consul of Iceland, Winnipeg, Canada. Mánudaginn 24. júlí var Dr. Richard Beck heiðursgestur hjá ættingjum sínum í Reykjavík. Á þriðjudag var hann gestur fyrr- um sambekkingja sinna í Reykjavíkur Mentaskóla. Mið- vikudaginn var hann heiðurs- gestur í samsæti er Austfirðinga- félagið og félag Austfirskra kvenna stóðu fyrir í Oddfellow húsinu í Reykjavík, þár sem yfir 100 Austfirðingar voru mættir. Var honum afhent að gjöf brjóst- líkneski af sér gert af frænda sínum Ríkarði Jónssyni mynd- höggvara. Fimtudaginn hélt hann ræðu á Elliheimilinu í Reykjavík og flptti kveðjur frá Vesturheimi til gamla fólksins. Um kvöldið var hann heiðurs- gestur hjá Góðtemplurum. Á föstudaginn afhenti hann eir- töflu með áletrun frá Þjóðrækn- isfélagi íslendinga í Vestur- heimi Sveini Björnssyni forseta Islands með hlýjum trúnaðar- kveðjum frá Islendingum í Vest- urheimi. Sveinn Björnsson for- seti þakkaði gjöfina, og sagðist vera sannfærður um, að gjöfin væri viðtekin með sama hlý- leika sem hún bæri með sér, hann kvaðst virða þjóðræknisanda Vestur-lslendinga, þeirra heitu tilfinningar til gamla landsins. Um kvöldið var hann heiðurs- gestur í embættislegu boði hjá utanríkisráðherra Islands og frú Þór að heimili þeirra við tjörn- ina í Reykjavík. Sveinn Björns- son forseti og Björn Þórðarsson forsætisráðherra sátu boðið á- samt mörgum vísinda- og menta- mönnum og Vestur-lslending- um. Eftirfylgjandi fluttu ræð- ur: Björn Þórðarson forsætisráð- herra, Vilhjálmur Þór utanríkis- ráðherra, Dr. Sigurður Nordal, Próf. Ágúst H. Bjarnason, en heiðursgesturinn svaraði með snjallri óundirbúinni ræðu þar sem Dr. Beck fór lofsamlegum orðum um hina sögufrægu ís- lenzku gestrisni: sagði ennfrem- ur, að sér hafi hitnað um hjart að ekki einungis af því að sjá sitt ástkæra föðurland eftir fjórtán ára fjærveru, heldur og einnig fyrir að eiga kost á því að sjá allar framfarir og kynnast bjart- sýnum og hlýjum tilfinningum gagnvart Vesturheimi og gera verðmeiri þjóðræknisstarfsem- ina í Vesturheimi. Á laugardaginn hélt Árni G Eylands forseti Þjóðræknisfé- lags Islendinga heiðursgestinum veizlu að Þingvöllum. Á sunnu- dag var hann gestur Dr. Sigur- geirs biskups Sigurðssonar eftir að hafa flutt prédikun í Hall grímssöfnuði við guðsþjónustu sr. Jakobs Jónssonar. Á sunnu aagskvöldið eftir afar annríka viku, meðal annars ferðir til Gullfoss og Geysis, áýarpaði Dr. Beck íslenzku þjóðina yfir ríkis- útvarpið, þakkaði alúðlegar við- tökur og sagðist flytja með sér hlýjar kveðjur vestur um haf. Á mánudaginn 31. júlí heim- sóttí hann Thor Jensen að Laga- felli, býli hans skamt frá Reykja- vik, seinna um daginn í boði hjá elzta syni Jensens, Ólafi Thors leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. — Fer héðan í dag. Vilhjálmur Þór, utanríkisráðherra Viðvaningar Nýliðinn gekk til foringja síns og ávarpaði hann á eftirfarandi hátt: “Herra undirforingi”, sagði hann kurteislega. “Eg er hrædd- ur um að mér hafi orðið lagleg skyssa á þegar eg lét skrá mig í herinn. Eg hefði þá líklega átt að skýra frá því að eg vildi fara í flugliðið, en eg gleymdi því, og KANADA: LAND OG ÞJOÐ i. Landið reis frá alda öðli upp úr víðum sæ, slegið döggvum, roðið röðli, reifað mjúkum snæ. Fuglar sungu í laufi léttu, laxar stukku í ám, hagadýrin hlupu um sléttu himni undir blám. II. Landið beið um ótal alda raðir eftir hvíta mannsins hönd, — þar til íslands sveinar sigurglaðir sigldu að Vínlands fögru strönd. III. Við lýsistýru í lágum sal var letrað nafnið hans: Hins fyrsta, er eygði Furðuströnd — hins fyrsta hvíta manns, sem brást þá gæfu, að festa fót á fjörum þessa lands. En margur síðar kappa knör í kjölfar risti hans. Og eftir langra alda skeið varð álfan mönnum kvik; því nýbygð reis við háls og hlíð og hraun og skógarvik. Hver bjálkakofi, brautu fjær, var bóndans skýli og vörn, er fyrstur sáði. í frjófga mold og fyrstur gat þar börn. Og borgir risu í bygð og vík, og brautir girtu land. Menn þráðu og sóttu frelsi og föng, en fjáðu sérhvert band. Frá öllum þjóðum þyrptist inn hið þjáða en vaska lið. Og stjón var háð og haldið þing — að hvítra manna sið. En þó var fjarri, að frelsis eykt að fullu væri náð; því styrjöld, styrjöld — ytra og inst — er ævi mannsins háð. Svo þeir, er engan áttu hlut hins illa í þjóðarhag, á blóðgum velli hlið við hlið samt hinsta kvöddu dag. Og enn oss mæða örlög grimm, og ógna myrkravöld. Vér ljós í austri eygjum samt með áheit þúsundföld. Þó skipist margt við skarðan hlut, og skift sé tunga og mál, í afli sára og sorgarelds er soðið þjóðar stál. IV. Þér lækir smáu, er myndið ótal ár - og elfarstrauma, er drekkur særinn blár, og móður jörð fá megingjörðum vafið. Svo er vort líf, vor unga hrausta þjóð; hér allra landa streymir hjarta blóð — og rennur loks í sama heildarhafið. Þá rís þú, þjóð vor, voldug, fögur, frjáls, með festar engar bundnar þér um háls, og strauma lífs, er stíflur engar halda. Er alt hið bezta úr allra þjóða her í öflgan meginstraum hér blandar sér, þá hefjast frelsi og vit og heill til valda. Gísli Jónsson nú hafa þeir sett mig í riddara- liðið.” “Nú! Hvað er athugavert við riddaraliðið?” spurði undirfor- inginn höstuglega. “Nú, eiginlegt ekkert, að því er eg get bezt séð,” sagði nýlið- inn. “En það er eg sem er ó- mögulegur. Eg veit ekkert um hesta, eg hefi aldrei setið á hest- iþaki á æfi minni, þess vegna langar mig til þess að biðja yður að lána mér meinlausan hest til þess að byrja með.” “Komdu hingað,” sagði liðsfor- inginn, og ískyggilegum glampa brá fyrir í augum hans. Hann benti á grannvaxinn ungan hest þar skamt frá: “Þarna er hestur- inn þinn,” sagði hann. “Þú seg-. ist aldrei hafa komið á hestbak. Jæja! Þarna er þá hestur, sem aldrei hefir verið komið á bak á! Það er bezt að þið viðvaningarn- ir vinnið saman!!” John S. Brooks Limited DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og “Sea Island Cotton” Þér megið treysta bæði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg Umboðsmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.