Heimskringla - 13.09.1944, Blaðsíða 3

Heimskringla - 13.09.1944, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 13. SEPT. 1944 HEIMSKRINGLA 3. SlÐA og matreiðslu en flestar þjóðir en aftur á móti minna til iðnaðar. Nú eru þeir að gera áætlun sem hrinda skal í framkvæmd á næstu 15 árum. Þá hugsa þeir sér að koma upp orkuverum sem framleiða alls um 100,000 hö. og nái til 85% af íbúunum. (Þar sem þetta er miðað við framleiðsluna í hinum stóru orkuverum aðeins, en einka stöðvar ekki taldar má enda búast við að fáir verði án rafmagns um 1960 ef þessari á- ætlun er framfylgt. Tvær stórar orkustöðvar eru nú þegar í gangi: í Soginu, fyrir Reykjavík og umhverfi, og við Laxá í Þingeyjarsýslu, fyrir Akureyri og umsveitir. Næst mun vera hugsað til að koma upp rafstöð við Gilsárvötn í Norður- j Múlasýslu, fyrir Austfirði og! upphéruðin. Hvað ætla íslendingar að gera með alla þessa orku? Þeir ætla1 að lýsa hús sín og hrekja frá sér j skammdegis skugga. Þeir ætla að ylja sér við rafhitun í vetrar-J byljum og hafísa nepjum. Þeiri ætla að láta þessa orku snúa hverfisteininum, skaka strokkin,' spinna lopann og bera fréttir frá Bandaríkjunum, Blálandi, Aust-J urlöndum og Evrópu út umj frónska dali og fiskiver. Þeir ætla að rækta aldin og jarðará- vexti í vermireitum með að- streymi þessa afls. Þeir ætla að geyma kjöt, fisk og garðmat í kælihúsum með aðstoð þess. — Þeir reka máske margskonar iðn- að, er stundir líða, með rafmagni. Hum! Það hefir nú löngum ver- ið sagt að Island geti aldrei orðið iðnaðarland, það skorti hráefni. Hver veit? Nákvæm rannsókn á efnaforða Islands hefir aldrei verið gerð. Sumt vitum við samt með sannindum. Loftið yfir ís- landi geymir efni, sem hægt er vinna til frjófgunar við yrking landsins og frændur vorir í Nor- egi hafa sýnt, að með raforku er hægt að taka tað á tún úr úthafi andrúmsloftsins. Eða eins og skáldkonan kemst að orði: “Mörg er nú sú ráðin rún, sem rökkrið áður faldi; guðs frá englum tað á tún taka þeir nú með valdi.” Steinlím þyrftu Islendingar ekki nauðsynlegt að kaupa frá útlöndum þar sem gnægð af efni til þessarar framleiðslu er að finna í landinu. Engin veit hvaða efni má vinna úr fram- leiðslu lands og sjávar þegar þekkingin hefir vísað vegin og orkan fæst til átaka. Postulíns og glervörugerð getur eflst í landinu því kunnugir segja að gnægð sé þar af góðum leir til þeirrar iðju. Já, hver veit hvað upp kann að koma þegar ljós vísindanna og ljós rafmagnsins skín yfir landið og þjóðina. H. E. Johnson —Winnipeg, 3. sept. 1944. Gunnar Hagwall: NASREDDIN — HÁÐFUGLINN ÓGLEYMANLEGI Gömul, nærsýn kona á mál verkasýningu: — “Og þetta er auðvitað eitt af þessum hræði- legu nýtízku málverkum. Hún er eins og fuglahræða, myndin sú arna.” Málarinn: “O, þetta er nú bara spegill, kona góð.” Heimskringla er til sölu hjá hr. bóksala Árna Bjarnarsyni, Akureyri, Island. * * ★ Mikið úrval af nýjum bókum frá íslandi, nýkomnar í Björns- son Book Store, 702 Sargent Ave., Winnipeg. Það var í ágústmánuði 1402 Ibúar í litla bænum Aksjekir voru í öngum sínum. Súltaninn Bajasid, hafði nú beðið algjöran ósigur fyrir hinum ósigrandi Ti- mur Lenk frá Samarkand, í stór- orustu við Angora (Ankara), og var nú fangi sigurvegarans Tyrkland hafði gefist upp, og um sigurvegarann vissu menn a. m.k. svo mikið, að hann ekki skaraði fram úr í mildi sinni. En það versta af öllu var, að hann hafði sent íbúum í Aksjekir þau boð, að hann óskaði eftir hug- uðum og sterkum Tyrkja við hirð sína, til þess að inna af hendi verk nokkuð. En hver þorði að nálgast harðstjórann ? Samræðurnar voru háværai. Þeir töluðu allir í einu, komu fram með tillögur, rifust, sköm- muðust, pötuðu með höndunum og hrópuðu Allah!, sóru við skegg spámannsins og óskuðu Timur Lenk veg allrar veraldar. En loks kom einn þeirra með tillögu, sem allir féllust á. Sendi nefnd var valin, er lagði þegar leið sína að litlu, óásjálegu húsi þar rétt hjá. Fyrir utan húsið sat litill, mag- ur maður með illa hnýttan túr- ban á höfðinu. Hringinn í kring- um hann sátu nokkrir smástrák- ar á hækjum sínum. Maðurinn var Hodsja, kennari, og kendi þessum smápöttum, sem sátu þarna í kringum haim. Sýnilegt var, að hann var ekki strangur kennari, því að þegar strákarnir reyndu að gera prakkarastrik. brosti hann i kampinn, og hafði sýnilega gaman af hugkvæmi þeirra. Drengirnir voru einnig hrifnir af kennara sínum, því að kennslan var krydduð glensi og gamni — Túrban kennarans varð oft skotspónn fyrir glens þeirra. Kennarinn gat aldrei fengið enda höfuðprýðisins til þess að vera. eins og þeir áttu að vera. Fyrir nokkrum dögum, hafði hann þvi orðið svo leiður á túrbaninum að hann fór með hann á mark aðinn og ætlaði að selja hann þar. Þar lofaði hann gripmn hástöf- um, svo að menn tóku að bjóða í. Einn var það, sem bauð hæst. En þá hvíslaði eigandinn að hon- um, að hann skyldi vara sig Hann gæti aldrei fengið neitt lag á þennan túrban ! Nafn kennarans var Nasredd- in. Það var ekki lengra síðan en í gær, að hann hafði arkað á markaðinn með asna sem hann átti, til þess að selja hann. Kaup- andi gaf sig fram, en asninn gaf honum þá svo vel útlátið spark að hann forðaði sjer hið skjót- asta, bölvandi og ragnandi. Og Nasreddin mátti labba ' aftur heim með sinn slæma asna. En ánægður var hann því að nú gátu allir séð, hverskonar bestía þetta var, sem hann þurfti að dragast með. En nú nálguðust sendiboðarn- ir litla hópinn. Sá, sem var fyr- ir þeim, rak strákana á brott og gekk fyrir Nasreddin. “Hodsja,” sagði hann. “Þú ert hugaður maður og góður Tyrki. Við erum komnir hingað til þess að biðja þig að fara á fund Tímur Lenk.” Nasreddin var ekki yfir sig hrifinn af uppástungu þessari, cn lét samt tilleiðast að fara, eftir mikið þjark. Og með hjartslætt: miklum gekk hann nokkrum dög- um síðar fyrir sigurvegarann. Timur Lenk var ekkert augna- gaman. Andlit hans var þannig að það hefði áreiðanlega skotið óðum hestum skelk í bringu og ekki prýddi það innri hugarró. En kennarinn gerði hvorugt, að blikna eða blána. Og Timur Lenk var vitur maður. Hann skildi— ef hann þá ekki vissi það áður— að þessi hlægilegi og vesæli mað ur var hugrakkur. En sterkui var hann áreiðanlega ekki. Og skyldu taugar hans þola nokkuð að ráði? Timur Lenk ákvað að reyna kennarann. “Hodsja”, sagði hann. “Eg hefi heyrt talað um visku þína. Getur þú sagt mjer, hvert hlutskift mitt verður á dómsdegi? Fæ eg pláss í himnaríki eða helvíti”? Nasreddin hafði svar á reiðum höndum: “Sannarlega herra þykir mjer leitt, að þitt konung- lega hjarta skuli þjást af slíkum hugsunum. En eftir því, sem eg í auðmýkt minni veit bezt, þarft þú hvorki að hafa áhyggjur eða vera í efa. Þegar Djengis Kahn dó, var það deginum ljósara, að hann fór beina leið til helvítis. Þú getur verið viss um, herra, að þér er ætlað heiðurssæti við hliðina á Nimrod, Farao, Alex- ander og Djengis Kahn !” Allir viðstaddir hjeldu, að nú yrði Nasreddin að láta lífið fyrir dirfsku sína. En, þvílíkt undur! Timur Lenk rak upp þennan rokna hlátur. En hann varð brátt alvarlegur á ný, og skip- aði að færa Nasreddin út á torg- ið. Þar varð vesalings kennar- inn að stilla sér upp við múrinn, og breiða kápu sína út með báð- um höndum. Timur Lenk skip- aði bogaskyttu einni, að skjóta pílu milli hnjánna á honum. Nasreddin skalf og nötraði af hræðslu, og reyndi af veikum mætti að romsa upp bænumj þeim, sem hann kunni, en hann hafði ekki lokið við fyrstu bæn- ina, þegar pílan skaUst milli hnjánna á honum, án þess að skaða hann hið minsta. Nú fékk önnur bogaskytta skipun um, að skjóta pílu undir annan handlegg kennarans. Píl- an fór í gegnum kápuna, en snerti ekki handlegg hans. En þegar þriðja bogaskyttan fékk skipun um að skjóta pílu í gegn- um túrban Nasreddin’s, lá hon- um við yfirliði. En bogaskyttan sú vissi hvað hún söng, og pílan flaug í gegnum túrban Nasredd- ins, áður en hann hafði tíma til þess a falla í yfirlið. Nú voru raunirnar á enda, og menn óskuðu Nasreddin til ham- ingju, sem reyndi að setja upp kæruleysissvip. Timur Lenk hrósaði honum og gaf honum ríkulegar gjafir. M.a. skipaði hann svo fyrir að kennarinn skyldi fá nýja kápu og nýjan túrban, í stað þeirra er höfðu eyðilagst. Kennarinn þakkaði fyrir náð- ina, en bætti við: “Vildi herrann þá gjöra svo vel að gefa skipun um, að eg fengi einnig nýjar nær buxur.” “En menn minir staðhæfa, að pílurnar hafi ekki svo mikið sem* komið við nærföt Timur Lenk. þín,” sagði “Þú hefir algjörlega rétt fyrir þjer, herra,” sagði Nasreddin “En þótt það sjáist ekki utan á, er eg illilega hræddur um, að1 þær hafi beðið tjón innan á! Timur Lenk fékk mýtt hláturs- kast og Nasreddin nýjar nær- buxur. Sem herskár og grimmur harð- stjóri hefir Timur Lenk þolaði furðanlega gagnrýni á eigin per- sónu. En annars var stjórn hans engan veginn mannúðleg. Eitt hans fyrsta verk var að kalla til sín landsstjórann í bænum Aks- iekir, sem hann vissi að var mjög ’-íkur. Hann ætlaði að ásaka hann fyrir að hafa svikið undir ■=íp skatta. til þess að fá ástæðu til þess að féfletta hann. En reikningar landstjórans voru allir í góðu lagi. Hann hafði skrifað þá upp á pappaskífu, sem hann fékk Timur Lenk. En hann reif strax pappaskífuna í tætlur og neyddi landstjórann til þess að borða upp tætlurnar. Og að bví loknu gat hann féflett vesal- ings landsstjórann eftir vild Síðan gerði hann boð eftir Nas- reddin, því að hann hugði að kennarinn mundi verða fyrirtaks skattheimtumaðu r. Að mánuði liðnum, fékk Nas- reddin skipun um að leggja fram reikninga sína. Hann gekk fyrir Timur Lenk með heljar stóra pönnuköku, sem þakin var töl- um. Timur Lenk furðaði sig auð- vita á þessu uppátæki hans, og svaraði Nasreddin þá: “Herra eg bjóst við að fá skipun um, að borða upp reikningana. Því mið- ur hefi eg ekki eins sterkan maga og fyrirrennari minn. Eg er gam- all og get því aðeins melt pönnu kökur.” Allar þessar sögur má enn þann dag í dag heyra í Tyrklandi. Þær eru einnig sagðar í Kauka sus. Hellas og Ungverjalandi, og hafa meira að segja farið yfirj alla Norður-Afriku og ná til ^ Sikileyjar og Suður-Italíu. Og( enn þann dag í dag ferðast memv til bess að skoða gröf Nasreddins í Aksjekir. Því að Nasreddin er engin ævintýrapersóna. Honum hafa að vísu verið eignaðar margar sögur, sem hann á ekkert í og eru miklu eldri en hann. En að sögn fróðra manna er það söguleg staðreynd, að Nasreddin haf dvalið við hirð Timur Lenk. Nasreddin var einnig getið í sambandi við Bajasid súltan, og er það eigi ólíklegt, að það hafi einmitt verið hann, sem leiddi' athygli Timur Lenk að honum upphafi. Sagt er. að Timur Lenk hafi dvalið í þrjá daga í Jeni- sjekir til þess að hlýða á Nas- reddin, og orðið svo hrifinn af sögum hans, að hann hafi hlýft bænum við eyðingu þess vegna. Því er haldið fram, að Nasred- din sé fæddur árið 1360. Það er hrein tilgáta, en getur þó nokk- urn veginn staðist. Það er aftur á móti ekki eins trúlegt, þegar ákafir aðdáendur hans vilja gera hann að hreinlííum dýrðling, ó- trúlega vitrum. Sögur þær, sem af honum eru sagðar, gefa alt aðra mynd af skapgerð hans. Þær lýsa honum sem mjög mannlegum, dálítið grófgerðum syndara, sem hefir fengið ríku- lega kímnisgáfu í vöggugjöf, og hefir glöggt auga fyrir eigin' Hámarksverð á líkkistum. veikleikum og annara. | Fyrir nokkru var á það minnzt Nú hló Timur Lenk nærri því eins mikið, og hann hafði grátið áður og bauð kennaranum í bað með sér, en það var mikill heiður Baðherbergið var hitað upp, og Timur Lenk vafði sig inn í svo- kallað “pechtemal” — þ.e. stórt blátt, ofið teppi, sem vor nútími myndi nefna baðhandklæði. Var teppi þetta virt á 100 gullstykki. Þeir settust nú við baðkerið og röbbuðu saman. Hinn mongóliski hershöfðingi var í heimspekileg- um þenkingum þann daginn, og því upplagður til þess að skoða eigin persónu frá öllum hliðum. Eftir stundarkorn spyr hann þvi kennarann hversu mikið hann hefði viljað gefa fyrir sig, hefði hann verið falur sem þræll. Frh. á 7. bls. FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI En nú skuluð þið fá að heyra. hér í blaðinu, að ríkar ástæður meira um afrek Nasreddins við^ lægu til þess, að verð á jarðar- hirð Timur Lenks. Eins og áður förum væri tekið til meðferðar hefir verið miiist á, var Timur í Viðskiptaráði; enda hefir það Lenk maður mjög ófríður. Hann gengið svo úr hófi fram, að furðu var auk þess vanskapaður. Annar sætir. fóturinn var úr járni og ægilegt Viðskiptaráð hefir nú ákveðið ör afmyndaði andlit hans. En að líkkistur, aðrar en zink- og hann var þrifinn og ljet af og til eikarkistur, megi hæst kosta 900 raka höfuð sitt. Dag einn lét kr. og ódýrari gerðir, sem fram- hann kalla á rakarann og lét leiddar hafa verið, mega ekki hann raka sig. Þegar rakarinn hækka í verði, nema með sam- hafði lokið því — honum tókst þykki verðlagsstjóra. Verð á að raka herra sinn, án þess að zink- og eikarkistum, er einnig skera hann, og slapp því við að háð samþykki hans. missa höfuðið — rétti hann Tim-1 Þó ekki sé hér nema um verð ur Lenk spegil til þess að hann á líkkistum að ræða, horfir það gæti dázt að árangrinum. Þegar strax til bóta, því það hefir í för harðstjórinn sá, hversu ljótur með sér mun minni jarðarfara- hann var, tók hann að veina.! kostnað, en þó er margt athuga- Siðvenjan bauð svo fyrir, að allir^ vert við hann enn. Væntanlega skyldu taka þátt í harmakveini verður úr því bætt bráðlega. herra síns, og hélt það þannig áfram í nokkrar klukkustundir. En loks tókst einhverjum hirð- manni að fá harðstjórann til aðj —Vísir, 29. júní. * * * Áheit á Strandarkirkju. Patreksfirðingur, kr. 20,00; gleyma sorgum sínum, svo að kona á Patreksfirði, kr. 50,00; og hann hætti Öllum kveinstöfum j ónefndur Patreksfirðingur, kr. Öll hirðin gerði auðvitað hið 20,00. sama, nema Nasreddin. Hann rak * * + UPP hvert harmakveinið af öðru Reykvíkingar í innrásarhernum. svo að undir tók í höllinni. | það er kunnugt, að tveir ungir “Eg horfði á mig í speglinum,” j Reykvíkingar berjast með Banda sagði Timur Lenk ásakandi (mönnum í Normandí. Eru það móðgaður yfir þessum skorti ’á þeir Þorsteinn og Bogi, synir hirðaga, “og eg, sem er konung- ur og ræð yfir mörgum þrælum grét, af því að mér fannst eg svo Snæbjarnar Jónssonar bóksala. Þorsteinn hefir verið í brezka flughernum um talsvert skeið og ljótur. En hvers vegna hættir hlotið heiðursmerki fyrir vaska þú ekki kveinstöfum þínum?” I framgöngu.—Tíminn, 18. júlí. “Herra,” sagði Nasreddin. “Þú1 — --- sást þig í spegli einu sinni, og VIÐ KVIÐSLITI það var nóg til þess að þú grést í tvo tíma. Er þá nokkuð undar- legt þótt eg, sem horfi á þig allan daginn, þurfi að gráta dálítið lengur?” Til linunar, bóta og styrktar •eynið nýju umbúðirnar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — Skrifið: Smith Manfg. Company, Dept, 160, Preston, Ont. F GREATER r WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.