Heimskringla - 20.09.1944, Síða 6

Heimskringla - 20.09.1944, Síða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. SEPT. 1944 “Já, það má nú segja,” svaraði Mr. Brown hægt. “Þeir hafa ennþá ekki náð morðingjanum, hugsa eg.” “Nei — ekki ennþá.” Sir Allan ypti öxlum. “Það eru þá ekki miklar líkur til að þeim takist það héðan af,” sagði hann og horfði eins og í þungum þönkum á reykinn úr vindlingnum sínum. “Þeir fara alt öðru vísi að þegar svo stendur á á meginlandinu. Það hefði ekki tekið þá meira en einn dag að handsama morð- ingjann.” “Hann verður handsamaður áður en langt um líður,” sagði Mr. Brown. “Eg er á þeirri skoðun, að handtökubeiðni sé nú þegar útfylt gegn þeim, sem álitið er að hafi framið glæpinn, og mig skyldi ekki undra þótt lögreglan heim- sækti þetta hús núna á þessu augnabliki.” Sir Allan leit hvast á gest sinn og lyfti augnabrúnunum. “Það ér mjög alvarlegt ástand, Mr. Brown,” sagði hann og leit rannsakandi framan í hinn. “Að því sem mér skilst bezt---” “Eg skal útskýra þetta nánar,” sagði Mr. Brown rólega. “Er eg kom aftur heim í Arnar- hreiðrið í gær, sá eg að húsið hafði verið rann- sakað á meðan eg var f jarverandi — líklegast af yfirvöldunum. Skúffurnar mínar höfðu verið opnaðar og fjöldi af einkabréfum mínum tekinn í burtu. Auk þess hafði fleira verið rannsakað, sýnilega í sama tilgangi. Sir Allan breytti ekkert um svip, en vind- lingurinn féll úr hendi hans. “Eg skil ekki samhengið,” sagði hann hægt, “þér segið að einkabréf yðar hafi verið tekin úr skúffunum yðar. Getur það verið hugsanlegt — er það mögulegt að þessi bréf leiði nokkum grun að yður viðvíkjandi morðinu á Sir Geoff- rey Kynaston?” Mennirnir horfðust um stund í augu. Svipur Sir Allans lýsti furðu, svipur hins mannsins mjög blönduðum tilfinningum. “Mjög sennilega,” svaraði hinn rólega. “Þessi hréf sýna áreiðanlega ástæður fyrir því, að eg hefði vel getað myrt Sir Geoffrey Kyn- aston.” . “Þér eruð þá--------?” “Þegið!” Sir Allan hrökk við. Mr. Brown hafði borið fram orðið með slíkri ástríðu, að það kom í mikla andstæðu við hina ytri ró hans. Þeir þögðu báðir stundarkorn. Svo tók Mr. Brown aftur til máls og talaði í þeim sama rólega anda og hann hafði áður talað í. “Þessi bréf segja frá sérstöku tímabili í æfi Sir Geoffrey Kynastons. Engin önnur persóna er nefnd þar, en af því að þau fundust í minni eign, 'eiru þau mjög sakfellandi fyrir mig.” Sir Allan kinkaði kolli: “Eg skil ekki hversvegna þér komuð til mín til að leita ráða Eg er ekki lögfræðingur. “Eg skil það heldur ekki sjálfur — en fyrst eg er nú hingað kominn þá*—-—” “Þá gef ég yður gott _ráð — flýið.” “Er það alt og sumt?” ‘Já, eg get ekki séð að annað ráð sé til. Eg spyr yður ekki hvert þér séuð sekur eða saklaus, og eg spyr ekki sjálfan mig að hvort mér sé leyfilegt að gefa yður þetta ráð, sem er gott, en engu að síður er lögum gagnstætt. Eg hugsa að- eins lun atriðin, sem fyrir höndum eru, og eg segi vður hvað eg myndi gera í yðar sporum. Eg mundi flýja.” “Eg þakka yður fyrir ráðlegginguna, Sir Allan,” svaraði Brown rólega. “En það er svo- lítill hængur á því, sem eg skal segja yður frá.” ‘Gerið svo vel og verið stuttorður vegna þess að tími minn er naumur,” sagði Sir Allan og leit á klukkuna. “Eg er að fara í miðdegisverð hjá forsætisráðherranum, og verð bráðlega að fara að búa mig.” “Eg skal ekki tefja yður lengi. Þessi hæng- ur, sem eg nefndi, mun sýnast, yður að minsta kosti veigalítill vegna þess að hann felst í til- finningum mínum. Ef eg flý frá Englandi í kvöld, þá yfirgef eg stúlkuna, sem eg elska.” “Því í fjandanum takið þér hana þá ekki með yður?” spurði Sir Allan og ypti öxlum. “Hún samþykkir það sjálfsagt ef þér biðjið hana um að flýja með yður. Kvenfólkið elskar ætíð slík leyndardómsfull æfintýri.” “Stúlkan sem eg elska er af öðrum flokki en þeim, sem þér umgangist,” svaraði Mr. Brown rólega. “Eg er ekki giftur henni.” Sir Allan ypti aftur öxlum. “Ef hún er svona kenjótt og þér hafið ekki hugrekki til að nema hana í burtu, þá get eg ekki ráðlagt yður,” sagði hann kuldalega. Mr. Brown leit í augu hans og Sir Allan leit undan. “Sir Allan, orð yðar lýsa kaldhæðni, sem er víst almenn nú á tímum,” sagði Mr. Brown hægt. “Stundum er hún gríma, og hugsa eg að svo sé með yður, og þessvegna vil eg biðja yður að renna augunum til baka og rifja upp fyrir yður yðar eigin tilfinningar. Eg segi yður ennþá einu sinni, að flýi eg frá Englandi, þá læt eg þar eftir stúlkuna, sem eg elska. Það var mikil sjálfsafneitun af minni hálfu, Sir Allan, að koma hingað til yðar, og láta yður ákvéða fyrir mig hvað eg ætti að gera í þessum efnum.” “Og eg segi yður ennþá einu sinni, að eina ráðið, sem eg get gefið yður er að flýja frá Eng- landi, og það í kvöld.” Mr. Brown hugsaði sig um augnablik og sneri hann sér án þess að mæla orð frá vörum til dyranna. “Mr. Brown,” sagði Sir Allan, “hafið þér nokkuð á móti því að segja mér nafn stúlkunn- ar, sem þér elskið — þekki eg hana?” “Já, en nafn hennar varðar yður ekkert um.” “Eg vona að þa?5 sé ekki hin hrífandi fagra Miss Thurwell,” hrópaði hann. En þolinmæði Mr. Browns virtist vera að þrotum komin. Hann sneri sér snögglega við, augu hans skutu eldingum af reiði er hann gekk í áttina til Sir Allans. “Enda þótt það væri hún, hvað kæmi það yður? Með hvaða létti dirfist þér að----” Hendi hans, sem hann hafði lyft féll. Þeir stóðu báðir og hlustuðu og þorðu tæplega að horfa í áttin atil dyranna, þaðan sem þeir heyrðu hina rólegu rödd Mortons er sagði: ”Lady og Miss Thurwell.” Þeir höfðu engan tíma til að færa sig úr stað, engan tíma til að hugsa. Morton stóð lotningarfullur við dyrnar og þær komu inn. “Minn kæri Sir AUan,” sagði hin skæra rödd Lady Thurwell, “hvað segið þér um að fá svona seint gesti? Við komum beint frá Appelcone greifafrú, og mér var ómögulegt að aka framhjá húsi yðar án þess að líta inn. En það er svo dimt hérna — og þér hafið þá gest sé eg er.” Þeir sáust tæplega í hálfrökkrinu sem þama var inni. Lady Thurwell hafði stansað fyrir innan dyrnar hálf óttaslegin yfir því, að gestur Sir Allans væri kanske sjúklingur að leita læknishjálpar — en hvað það hefði verið dásamlegt að segja frá slíku hneyksli síðar meir! “En hvað það var vingjarnlegt af yður, Lady Thurwell,” sagði Sir Allan þarna mn í myrkrinu, “og einnig af yður, Miss Helen. Þetta er mér mikill heiður, Morton kveikið á lamp- anum.” “Við verðum hérna aðeins augnablik,” sagði Lady Thurwell, “en vitið þér hversvegna við komum? Það var vegna leiksins í kvöld — hafið þér ekki fengið bréfið mitt?” “Jú, eg getsagt með sanni að eg las það með mikilli eftirsjá.” “Svo þér getið þá ekki komið.” “Nei, því miður ekki. Eg verð að borða miðdegisverð í Downing stræti.” ‘Við verðum þá að r.á í hann frænda þinn, Helen,’ sagði Lady Thurwell hlægjandi. “Þarna sjáið þér hversu hjálpar þurfa við kvenfólkið erum. En þarna er þá Mr. Maddison,” sagði hún, “hugsa sér að maður skuli hitta yður hérna. Eg hafði enga hugmynd um að þér væruð vinur Sir Allans Beaumerville. Jæja, við verðum að halda áfram. Mr. Maddison, við bjuggumst við að sjá yður í gær, en komið nú brátt og heimsækið okkur. Munið það.” Hann hneigði sig með uppgerðar brosi. “Fylgið okkur út að vagninum,” hvíslaði Helen, og hann fór með þeim út. “Komið þér ekki bráðlega til að borða hjá okkur miðdegisverð?” spurði Lady Thurwell. “Eg kem undir eins og þér óskið þess,” svaraði hann strax. “Komið þa í dag, viljið þér gera það. Við erum einar heima,” sagði Helen. Hann leit á Lady Thurwell.” “Það væri reglulegt mannúðarverk af yður að koma,” sagði hún brosandi. “Okkur dauð- leiðist að vera einar.” “Mér mun vera það hin mesta ánægja.” “Klukkan hálf átta. Þá eigum við fyrir höndum langt og skemtilegt kvöld, og þér fáið tímk til að fara til klúbbsins yðar til að skifta fötum,” sagði Helen. Vagninn lagði af stað og Bernard Brown gekk hröðum skrefum í áttina til Pall Mall. Alt í einu staðnæmdist hann á gangstéttinni og skellihló. Hann var sem sé í mjög undarlegum kringumstæðum. Hann bjóst við að verða handtekinn og ákærður fyrir morð, og nú var hann á leiðinni í heimboð. 22. Kap. — Það skal aldrei verða. Mr. Maddison, — því nú fellum við niður nafn það, sem hann hafði gengið undir í Arnar- hreiðrinu — var félagi í bókmentaklúbbnum, óg er hann hafði þegið heimboð Lady Thurwell, flýtti hann sér til klúbbs þessa og fór til her- bergis síns til að skifta fötum. Áður en hann fór aftur út úr herberginu hafði hann tekið ákvörðun sína, en það gerði göngulag hans ákveðið og svipinn djarfari, en augu hans tindruðu er hann gekk niður hinn breiða stiga. Honum leið betur nú er hann hafði sigrað efa sinn og tekið fasta ákvörðun. Hann var alls ekkert óstyrkur framar. Hann var ennþá mjög fölur, en andlit hans var rólegt og ákveðið. Er hann kom niður í forsalinn kom þjónn til hans. “Það situr maður inni í salnum og bíður eftir yður, herra minn,” sagði þjónninn. Mr. Maddison sneri sér undan til þess að þjónninn skyldi ekki sjá hinn skyndilega ótta- svip, sem á hann kom við þessa frétt. “Sagði hann yður nafn sitt?” spurði hann rólega. “Nei,” svaraði maðurinn, “en eg held að það sé Sir Allan feeaumerville.” “Ó,” svaraði Maddison og dró andann létt- ara. Hann varð tæplega undrandi yfir þessari heimsókn. “Útvegið mér vagn á meðan eg tala við hann.” Sir Allan var búinn hinum glitrandi for- ingja einkennisbúningi útlendu herdeildarinn- ar í virðingarskyni við samsæti það, sem hann ætlaði að taka þátt í. Hann var fölur og fas hans lýsti ekki lengur áhyggjuleysi því, sem það hafði áður sýnt. “Eg kem,” tók hann strax til máls, “vegna þess að eg sé hvað þetta, sem þér sögðuð mér, getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.” “Mér fanst líka að hirðuleysi yðar væri fremur óskiljanlegt,” svaraði Mr. Maddison ró- lega. Þessir tveir menn höfðu nú skift um hlutverk. Nú var það Sir Allan Beaumerville sem varð að halda óróleika sínum í skef jum, en Mr. Maddison var alveg rólegur. “Þetta kom alt svo flatt upp á mig,” svar- aði Sir Allan. “Þegar þér voruð farnir greip eg þetta loksins alt saman, Er yður það ljóst að þér getið verið handtekinn hvaða augnablik sem er?” “Já.” “En hversvegna dveljið þér þá hér? Hvers- vegna forðið þér yður ekki meðan ennþá er tími til?” “Því ætti eg að gera það?” spurði Mr. Maddison. “Mér gæti aldrei dottið slíkt í hug.” Andlit Sir Allans varð ennþá fölara, og lýsti ef það hefði verið auðið, ennþá meiri geðs- hræringu, sem hann reyndi að dylja. “En setjum svo að þér verðið handtekinn,” sagði hann og bar ört á, “alt vitnar móti yður. Hvað ætlið þér þá að gera?” “Taka því sem að höndum ber, hvað svo sem það verður,” svaraði hinn rólega. “Eg kýs þetta fremur en að flýja. Lífið er mér einskis virði sé eg eins og eltur glæpamaður í öðru landi. Dæmi lögin mig sekan, þá mega þau gjarnan, hvað mig snertir, taka líf mitt.” Það kom næstum örvæntingarsvipur á and- lit Sir Allans er hann stundi með niðurbældri rödd: “Það skal aldrei verða.” Þessi forherti maður kaldhæðnis stefnunn- ar, barn sinna tíma, hneig alt í eina um í stóln- um og byrði andlitið í höndum sér. Tilfinningarnar yfirbuguðu hann um stund, er hann leit upp eftir stutta bið var andlit hans elns og tíu árum eidra. “Veit — veit nokkur maður um þetta?” spurði hann hásum rómi. Mr. Maddison hristi höfuðið. “Ennþá ekki,” sagði hann stuttur í spuna. “Ef — ef eg verð laus á morgun fer eg til ítalíu.” Nú gerðist brátt breyting á svip Sir Allans. Hann spratt á fætur og var teinréttur eins og hann átti að sér að vera. Hinn tigulegi höfð- ingi og heimsmaður. “Eg efast ekki um að þér munuð gera skyldu yðar, Mr. Maddison,” sagði hann kulda- lega, “jafnvel — þér fyrirgefið þótt eg segi það — jafnvel þótt mér finnist aðferð yðar talsvert -sérvizkufull og hluttekningarlaus gagnvart öðrum. Eg skal nú ekki tefja yður lengur.” Hann fór út með virðulegri þögn. Mr. Maddison fylgdist á eftir honum út og sá hann stíga inn í vagn. Þeir skildust án þess að varp- ast kveðjum á. 23. Kap. — Tilhugalíf. Bernard Maddison var eini gestur Lady Thurwells þetta kvöld. Þau töluðu um að fara í leikhúsið, en enginn meinti það í raun og veru. “Mér fyrir mitt leyti,” sagði Lady Thur- well er þau sátu yfir eftirmatnum, “finst það tilhlökkunarefni að vera heima eitt kvöld í ró og næði. Þið rithöfundarnir talið um þreytu, en þið vitið lítið um hvaða erfiði það er að vera kona í félagslífi þessa bæjar yfir heila árstíð. Eg segi það svo oft við hana Helenu, að hún sé eigi eins þakklát og hún ætti að vera. Við erum hérna alt af á ferðinni, sýningar, leikhús, sam- kvæmi dag og nótt, búðir, miðdegisverzlur og dansleikir. Þetta er hreinn og beinn þrældóm- ur, skal eg segja yður.” Helen fór að hlægja. “Já, við erum alt of ákafar, frænka,” sagði hún. “Eg er alt af að nálgast meir og meir skoðun pabba. Eins og þér vitið, Mr. Maddison, þá kemur hann mjög sjaldan til London, ekki nema þegar hann þarf að kaupa sér nýja byssu eða eitthvað því um líkt. Lífið hér í London á ekki við hann.” Þau höfðu snætt meðdegisverðinn í lítilli, fallegri stofu, þar sem var mjög notalegt inni. Þau höfðu setið kring um kringlótt borð, en þegar kaffið kom drógu þau stólana að arninum. “Mér finst þetta miklu skemtilegra en stór- ar miðdegisveizlur,” sagði Helen. “Já, þarna sér maður hvaða mun frægur maður gerir,” sagði Lady Thurwell hlægjandi. “Þangað til áðan, hrylti okkur við að hugsa til þessa langa og leiðinlega kvöld, er við yrðum að sitja einar — en hvað það var fallega gert af yður að sjá aumur á okkur, !Mr. Maddison.” Hann leit á hana ásakandi. “Ekki held eg nú að þetta sé alvara yðar, Lady Thurwell,” sagði hann, “að yður leiðist að vera ein með henni frænku yðar.” Lady Thurwell ypti öxlum og stóð á fætur. “Þið verðið að afsaka mig. Eg þarf að skrifa bréf. Komið síðar inn í setustofuna, en ekki alt of fljótt,” bætti hún við er hann opnaði fyrir henni hurðina. Nú voru þau alein! Er hann lokaði hurðinni og gekk að stólnum sínum, fann hann til hluta þeirrar svimandi sælu er gripið hafði hann forðum í skóginum. Hjarta hans sló örar. Á þessu augnabliki rann upp fyrir honum sá af- hjúpaði sannleiki, að hann elskaði þessa stúlku. Hún var mjög fögur þar sem hún sat þarna. Bjarminn frá eldinum skein á ljósa hárið henn- . ar. Silkikjóllinn hennar var á litinn eins og fílabein og lá í mjúkum fellingum um grannan líkama hennar. Bindi af fjólum gægðist út milli kniplinganna, sem voru í kring um háls- málið. Hann stóð þegjandi og horfði á hana. Nýtt líf streymdi gegn um æðar hans og nú fyrst efaðist hann um að hann gæti haft stjórn á sjálfum sér. Ætti hann að staðnæmast þarna lengur? Gat hann treyst sér til að sitja við hlið hennar og tala um algenga hluti? Þögn þessi hafði varað í margar mínútur og var farin að fela í sér nokkuð af þeirri mál- snild, sem slík þögn býr yfir. Loks leit hún upp og leit á hann, og honum fanst að sig svima af þeim hlýja ástareldri er steig honum til höfuðs- ins. Því að augu hennar, andlit og málromur þegar hún tók til máls, boðuðu honum að hún elskaði hann. “Komið og fáið yður sæti,” hvíslaði hún, “hversvegna standið þér þarna?” Hann neyddi sig til að sýnast rólegur, og fékk sér sæti við hlið hennar um leið og hann hló óeðlilega, og fór að tala um fyrsta málefnið, sem flaug í huga hans, og án þess að líta á hana. En þrátt fyrir það fann hann altaf nálægð henn- ar. Hann hljóp frá einu efni til annars með eirðarleysi, sem kom henni til að líta á hann með undrun. Hann reyndi eins mikið og hon- um var auðið að hindra hana frá að svara, svo að hin hreina og hljómþýða rödd, skyldi ekki svifta hann jafnvæginu. En meðan hann var að tala fór hana að langa til að heyra hin fáu °rð, sem mundu vekja hana til nýs lífs. Bjarm- inn í augum hans sagði henni það, að hann elskaði hana, alveg eins og hin dreymandi svip- ur hennar sagði honum að hún elskaði hánn. Hann dró andann örar og hjarta hans hætti næstum að slá. Þetta var að verða óþolandi. Skyndilega greip hann hendi hennar og dró hana hægt að sér. Hún sneri andlitinu undan en hann sá að varir hennar skulfu og að hún stokkroðnaði. “Helen, ástin mín,” hvíslaði hann. Hún leit hægt á hann og horfði á hann tár- votum augum — og á næsta augnabliki varpaði hún sér í faðm hans. Henni fanst að þetta væri fyrsta augnablikið sem hún lifði í raun og sann- leika. 24. Kap. — Konu ást. Honum fanst sem straumur tímans hefði stöðvast þessi sælu augnablik. Liðni tíminn með sínum þungu og svörtu sorgarskýjum og framtíðin, þótt ógnandi væri, hurfu fyrir hinni líðandi stund. Honum fanst hann staddur á ódáins akri og alt annað væri horfið. Þau voru þama hvort hjá öðru og orðin, sem þau mæltu voru um alla eilífð letruð á hjarta hans. “Eg hlýt að vera brjálaður,” hvíslaði hann þreytulega, “fyrirgefið mér.” Hún stóð frammi fyrir honum bljú, en á henni var hvorki veiklun né ótta að sjá. “Segðu mér eitt,” hvíslaði hún, “elskar þú mig?” “Elska eg þig — já það veit heilög ham- ingjan,” svaraði hann með svo miklum sann- færingarkrafti, að hún efaðist ekki eitt augna- blik um, að hann segði satt. Þessi frétt gerði hana djarfari. — Þessi kuldalega framkoma hennar, sem hafði laðað suma menn, en firt aðra burtu var horfin. Daufur roði litaði vanga hennar og tárin glitruðu í augum hennar. “Þá sleppi eg þér ekki,” sagði hún rólega og tók fast um báðar hendur hans og kreisti þær. Ekkert skal skilja okkur héðan í frá.” Hann leit í augu hennar, laut niður að henni og kysti hana aftur. ‘Astin mín,” hvíslaði hann, “þú veizt ekki-----” “Jú, eg veit það,” sagði hún og dró hann niður á bekkinn við hlið sína. “Ertu ekki að hugsa um það sem Rachel Kynaston sagði þarna um kvöldið?”

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.