Heimskringla - 11.10.1944, Blaðsíða 2

Heimskringla - 11.10.1944, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. OKT. 1944 DR. GUÐMUNDUR FINNBOGASON Hver sá, er hitti dr. Guðmund Finnbogason hið síðasta árið, sem hann lifði, mun hafa orðið glaður og hissa: Áhuginn, þrótt- urinn, hin björtu blik augnanna — og svo hugkvæmnin, stórhug- urinn, hið iðandi fjör. Þetta rúmlega sjötugur maður. Já, honum svall móður, þá er hann hugsaði til þess, að nú væri framundan fyrir honum nokkur tími, sem hann ætti algerlega með, gæti qotað til úrlausnar þeim verkefnum, sem hugstæð- ust voru, umhverfið hið ákjósan- legasta, fjölskyldan heil heilsu og honum svo farið sem bezt var á kosið. Og víst er það svo, að dr. Guðmundur hafði ekki veiga- lítil viðfangsefni með höndum þetta ár, sem hann mátti að fullu og öllu um frjálst höfuð strjúka. Þau báru þess vott, að hann hygði enn á að vinna það, sem “andann mætti styrkja, hugann hressa”, víkka honum svið og gera honum það ’sem ljósast, að skyldur hans eru svo miklar sem þeir möguleikar, er honum hafa verið veittir. Dr. Guðmundur Finnbogason var Þingeyingur, en hann var um hríð í Norður-Múlasýslu á unglingsárum sínum. Hann var ekki síður duglegur verkmaður við líkamleg störf á þessum ár- um, heldur en hann varð og var til hins síðasta við þau andlegu. Hann reyndist og námsmaður með afbrigðum í skóla, og þó að ekki væri beinlínis miklu úr að spila, var hann orðinn meistari í heimspeki frá Kaupmannahafn- arháskóla árið 1901. Hann helgaði síðan um nokkurra ára skeið aukinni alþýðumentun hér á íslandi starfskrafta sína. Hann skrifaði bókina Lýðmentun, hélt fjölda af ræðum og fyrirlestrum um almenna fræðslu og hafði mjög mikil áhrif. Hann var mælskur með afbrigðum, þekk- ingin mikil, áhuginn sérstæður og viðmótið aðlaðandi. Með á- hrifum sínum, sjálfstæðu starfi — og samstarfi við ýmsa ágæta menn, átti hann afar mikinn þátt í samþykt og sigri fræðslulag- anna sem voru sett á fyrsta ára- tug aldarinnar — og hafa, þrátt fyrir alt, sem um þau hefir verið sagt og skrifað til niðrunar, átt ómetanlegan þátt í aukinni menningu og hagsæld með þess- ari þjóð. Frá 1908—1910 stundaði dr. Guðmundur nám erlendis, í Danmörku, Þýzkalandi og Frakklandi, og þá er hann kom heim, lagði hann mikla rækt við það að vekja áhuga þjóðarinnar fyrir hagkvæmari vinnubrögð- um heldur en áður höfðu þekst. Óþreytandi brýndi hann þetta efni fyrir mönnum úr öllum stéttum þjóðfélagsins og gaf út um það bækur. Árið 1918 varð hann prófessor í hagnýtri sálar- fræði við Háskóla Islands, en það embætti var lagt niður 1924, og varð þá dr. Guðmundur lands- bókavörður, og gengdi hann því embætti þangað til í fyrravor. Bók dr. Guðmundar, Lýð- mentun, var mikið lesin og vakti mikinn áhuga fyrir því málefni, sem þar var flutt, enda var hún vel skrifuð, og skýrt framsett efnið. En það er fyrst með Hug og heim, sem er nokkuð breytt doktorsritgerð höfundarins, að hann varð eftirlæti fjölmargra leikra og.lærðra sem rithöfund- ur og hugsuður, enda er bók þessi alt í senn: sérstæð, ágæt- lega hugsuð og skrifuð og með afbrigðum ljós og lifandi. Hún varð áreiðanlega mörgum ís lenzkum unglingi og einnig greindum eldri mönnum, sem sjálfmentaðir voru, einskonar opinberun um áhrif heims á hug — og um möguleika hugans til að gera sér umhverfið frjóa lind þroska og aukinnar menningar — svipað og síðar bókin Frá sjónarheimi hafði fyrir margan manninn mikið gildi. Þá var það og svo, að þó að dr. Guðmundi yrði frekar lítið ágengt um breytt vinnubrögð í landinu, og þá einkum fyrir fá- breytni atvinnuveganna, stöðn- un mikils þorra manna við gömul handtök og verkshátt — og van- trú á það, að bókvitið yrði látið í askana, höfðu bækur hans, Vinnan og Vit og strit mikil áhrif til aukins skilnings meðal greinds almennings og raunar alllangt út fyrir það svið, sem í fljótu bragði virðist liggja nær. Þær eru ágætlega gerðar og á góðu og persónulegu máli, og þær komu því inn hjá fjölda manna, að í rauninni bæri að gæta þess í hverju verki, að sál og líkami eru órofa tengd og því í rauninni aldrei óháð hvoru öðru, og að til vinnunnar er mað- urinn borinn, en frá stritinu stefnir hver sá, sem hugmynd hefir um gildi krafta sinna fyrir sig og sína og þjóðfélag sitt. Um hina miklu bók dr. Guð- mundar, íslendinga, hefir nokk uð verið öðru máli að gegna en þær, sem nú hafa verið taldar. Viðfangsefnið er víðtækt og erfitt að ná á því föstum og sam ræmum heildartökum, og þó að höfundur hafi gert því víða góð skil, þá verður það ekki öllum þorra manna svo hagnýtt og hug stætt sem efni hinna eldri bók- anna. Hins vegar mun bók þessi verða þeim allmikils virði, er taka þetta efni síðar til meðferð- ar í ljósi nýrrar þekkingar og at- hugana. . . Þá eru það greina og ræður. Eins og kunnugt er, var dr. Guðmundur mjög lengi ritstjóri Skírnis, og flutti það rit margt af greinum eftir hann um ýmisleg efni. Sumar þeirra eru þarinig, að þær eru nokkuð sér- stæðar og persónulegar til þess að þær geti fengið alment gildi en hins vegar eru aðrar, sem fyrir sakir fjörs og lífs, nýstár- legra athugana, en þó öllum skiljanlegra — og glitrandi mál- fars munu eiga fyrir sér langt líf og vinsældir. Frægar eru ræður dr. Guðmundar, haldnar við margskonar tækifæri, en ýmsum þeirra er auðvitað þann- ig farið að þær hafa ekki út í frá þann hljómgrunn, er þær höfðu þá og þar, sem þær voru fluttar. En hverjir mundu af Islending um hafa skilað meira af verð mætu efni, hugsunum og orð færi, á augnablikum líðandi stundar en dr. Guðmundur, því , Conservation oi Materials Lack of materials and labour, coupled with a recent Government order limiting the supply of carton materials, has made necessary the re-use of cartons. When you get deliveries encased in a re-used carton you will know that the Breweries are co- operating with the Government in an effort to con- serve materials and labour. DREWRYS LIMITED að víða glóir í ræðum hans og glampar og skín eins og stendur í kvæðinu? Dr. Guðmundur Finnbogason var mikill unnandi íslenzkra bókmenta, og bæði sem ritstjóri Skírnis og sem ritdómari í blöð- um sýndi hann það mörgu sinnl að hann vildi veg þeirra sem mestan. Flestum miðaldra mönn- um og eldri mun minnisstæð deila þeirra, hans og dr. Valtýs, um skáldskap Einars Benedikts- sonar, og man eg, að jafnan þótti vel hafa til tekist, þá er annar hvort hafði lokið atrennu í bili, en allir vita það nú, þeir sem þessa viðureign muna, hvers hef- ir orðið sigurinn. Ekki var dr. Guðmundur hikmáll um það, sem var að hans dómi léttvægt eða íslenzkri menningu ósam- boðið, frekar en um hitt, sem honum þótti vel sæma á hinum helgaða vettvangi. Um dr. Guð- mund og íslenzka tungu þætti mér ekki ólíklegt, að lærðir menn skrifuðu langt mál og merkilegt síðar meir. Hann unni íslenzkri tungu sem sonur góðri móður, og hann dáði hana svo sem fæstir hafa gert, enda var hún honum handgengin og eftir- lát, en krafði hann líka iðulega mikillar þjónustu. Yfirleitt var mál hans tigið, hreint og skýrt, en stundum lagði hann á nokk- uð tæpt vað, þá er hann vildi hlut tungunnar sem ríkastan og beztan. Starf hans um sköpun nýyrða — eins og með öðrum — var bæði mikið, verðmætt og tímafrekt, og hygg eg, að ennþá muni það einungis sárfáum mönnum ljóst — eða jafnvel •engum, hver áhrif það hefir haft og hvern ávöxt borið, og margir munu daglega bera í munn sér orð, sem frá honum hafa komið, en þeir hyggja vera gömul. Hin persónulegu kynni og á- hrif dr. Guðmundar tii gleði, hressingar- og örvunar — þau voru sannarlega víðtæk. Já, jafnvel þó að menn hittu hanu einungis á götu eina stutta stund, gat það orðið gleðibrunnur. Það sá eg síðast til hans, að tekinn var að safnast að honum og öðr- um unnanda íslenzkrar tungu bókmentafólk úr ýmsum átt- um, og það á alls ekki fáfarinni götu. Samræðurnar munu sem sé hafa heyrst alllangt og voru með miklu fjör- og gleðibragði, en samt voru ekki rædd nein fá- nýt dægurmál. . . Loks þetta: Það er engin hætta fyrir neinn að sleppa djarflegum athuga- semdum við dr. Guðmund. Menn máttu vera þess vissir, að þær mundu ekki verða notaðar til vopnagerðar og hertur oddurinn í eitri öfundar og mannhaturs. Þar sem var Dr. Guðmundur, þar var drengur góður. Þó að maður hygði ekki á heimsókn, var ávalt hressandi að líta heim að húsi hans, þá er maður átti leið um Suðurgötu. Umhverfi þess var óvenjulegt og snoturt, og innan veggja hins myndarlega húss sat hinn sívinn- andi eljumaður með bækur á alla vegu, húsfreyja hans, Lauf ey Vilhjálmsdóttir, áhuga- manneskja og greindar, og ef til vill börnin, dóttir og þrír synir, mannvænlegt fólk og líklegt til vegs og velgengni, og milli allr- ar fjölskyldunnar lágu ekki að- eins ættartengsl, heldur einnig hins sameiginlega áhuga og ást- ar á menningu og menningar- legum verðmætum. . . Og nú, þegar allir innan þessarar fjöl- skyldu nutu hinnar beztu heilsu og virtust hafa ágæt skilyrði til þess að geta neytt hæfileika sinna, þá kvað við lands-, hér- aðs- og heimilisbrestur. En þó að sumum mundi sýnast, að slitn- að hafi öll tengslin, þá er það blekking ein. Dr. Guðmundur hefir með störfum sínum og framkomu tengst órofa þráðum öllum sínum: þjóð sinni, átthög- um, höfuðborg þessa lands, vin- um sínum og þá auðvitað ekki sízt sínum nánustu. Guðm. Gíslason Hagalín —Alþbl: 28. júlí. florn, Kolj, ©g Fo<S>unff’te§>taiivdlir Höfum 465 sveita kornhlöður og 165 kolaskýli í Manitoba og Saskatchewan. “MANNFAGNAÐUR” meðal Islendinga í Seattle Sunnudaginn 9. júlí þ. á. streymdi fólk úr öllum áttum að heimili þeirra Mr. og Mrs. Gutti Ólason, nr. 3437 W. 62 St.; til- efnið var að minnast 76 ára af- mæli frú Steinunnar Björnson. Samsætinu stjórnaði með mik- illi rausn og prýði, Mrs. Sína Ólason, er hún dóttir frú Stein- unnar; með Mrs. Ólason voru að verki, til undirbúnings, fjögur systkini hennar, sem búsett eru hér í Seattle. Þarna voru saman- komin nær hundað manns til að heiðra og minnast þessarar merkis konu. Frú Steinunn er ættuð frá Keldudal í Hegranesi í Skaga- firði, er hún af merkis fólki komin í báðar ættir; hún er al- systir þeirra Samsons bræðra, sem lengi voru lögreglumenn í Winnipeg og eru hinum eldri Is- lendingum að öllu góðu kunnir. Hún kom til þessa lands stuttu fyrir síðustu aldamót og settist að í N. Dakota, bjó þar rausnar- BREZKI FLOTINN SETUR HÖFN RÓMABORGAR I SAMT LAG Miklu verki var afkastað af viðgerðar-sjóliði Breta, er þeir komu til hinnar sundurtættu hafnarborgar á Italíu er nefnist Civitavecchia, og er hún hafnarborg Rómaborgar, og liggur um 40 mílur norður af Róm. Komu Bretar þarna rétt á hæla hinna flýjandi Þjóðverja, er höfðu eyðilagt alt er þeim var mögulegt áður en þeir urðu að yfirgefa borgina. En þrátt fyrir alt þetta, tókst Bretum að hreinsa svo til og laga að 96 klukkustundum eftir komu þeirra var höfnin opnuð fyrir flutning hinna bráðnauðsynlegu áhalda er herinn þarfnaðist er flóttann rak. Skemdirnar á þessari höfp er álitið að hafa verið þær stórkostlegustu er nokkur hafnarborg við Miðjarð- arhafið hafi orðið fyrir, og voru þó sumar þeirra ægilegar. — Á myndinni sézt hvar verið er að skipa í land nauðsynjum er fara eiga til þeirra er flóttann reka. búi með manni sínum, hafði matsöluhús (boarding house) um langt skeið, og saddi þá og gladdi margan vegfaranda, sem hungr- aður og illa til reika, gekk að garði og á hún hlýjar tilfinning- ar í hjörtum margra Dakota- búa frá þeim tímum ,enda voru þeir fjölmennir hér við þetta tækifæri. Frú Steinunn á átta börn á lífi, ennfremur telur hún f jörutíu og tvö barna og barnabarnabörn; allur er hópurinn sérstaklega mannvænlegur og vel gefinn til sálar og líkama, margt af hinni yngri kynslóð er hámentað fólk, og hefir lokið námi við æðri mentastofnanir þessa lands. Það fór ylur um huga minn þegar eg varð þess var, að flest af þessu unga fólki bæði talaði og skildi íslenzku og er líklegt að amma þeirra eigi þar ein- hvern hlut að máli, því hún hefir ávalt sýnt að hún unni ættlandi ; sínu og þjóð, og metur að verð- leikum íslenzkar bókmentir og tungu, en þrátt fyrir það hefir hún reynst ötull frumbyggi og ágætur borgari þessa lands. Kl. fjögur e. h. voru borð full- búin og hlaðin réttum, og öllum vísað til sætis; í öndvegi sat af- mælisbarnið, frú Steinunn, og út frá henni á báðar hliðar börn og ættingjar frá 5 til 50 ára að aldri. Eg minnist ekki að hafa séð rausnarlegra eða smekkvís- legra raðað veizluföngum og borðbúnaði en hér var, og hef eg þó margt samsæti setið um dagana, en ekki þarf að undra, því allir sem til þekkja vita að rausn og myndarskapur fylgir þessari ætt. I Því næst tók Mrs. Ólason til máls, og bauð alla gestina vel- komna, skýrði frá ástæðunni fyrir þessu heimboði og hylti móður sína mörgum fögrum orð- um; að því búnu bað hún fólkið að gera sér að góðu það, sem fram væri borið. | Að máltíðinni lokinni sátu ! menn hljóðir um stund, þar til Mrs. Ólason tók til máls. Sagði hún sig langaði til að biðja nokkra af þeim, sem hér væru viðstaddir, að segja fáein orð við þetta tækifæri, og varð fyrst í vali Mrs. B. Jóhannson. Flutti hún mál sitt vel og skipulega, sagðist hún hafa kynst frú Stein- unni á frumbýlingsárunum í N. Dakota, og einnig síðan hún flutti hingað vestur og hefðu þær starfað saman í kvenfélag- inu “Eining” og sagðist hún á- líta sig miklu ríkari eftir við- kynninguna. Því næst voru lesin heilla- skeyti og póstkörð frá vinum og ættingjum, bæði fjarverandi og viðstöddum, og fylgdi flestum álitlegar peningagjafir, nam upphæðin öll yfir $70.00, enn- fremur fylgdu smáhlutir af ýmsu tagi. Því næst talaði sá, sem þessar línur skrifar, nokkur orð til heiðursgestsins. Sagðist hann hafa þekt frú Steinunni í nær nuttugu ár, og tekið strax eftir því, við fyrstu viðkynningu, að hún bar í flestum greinum af öðrum konum, og minti ávalt á ýmsar merkiskonur úr íslenzk- um fornsögum, skapfestu þeirra og þrótt. Hún sæti nú hér í há- sæti, sem drotning og sigurveg- ari yfir örðugleikum þeim og baráttu, sem ávalt fylgir langri æfi. Nú gæti hún með hugróu brosi litið til baka yfir vel unnið starf, en framundan sæi hún skyldulið sitt alt blómlegt og frítt taka við nýjum störfum og Safnbréf vort inniheldur 15 eða fleiri tegundir af húsblóma fræi sem sér- staklega er valið til þess að veita sec mesta f.iölbreytni þeirra tegunda er spretta vel inni. Vér getum ekki gefið skrá yfir það eða ábyrgst vissar og ákveðnar tegundir því innihaldinu ei breytt af og til. En þetta er mikiil peningaspamaður fyrir þá sem óska eftir indælum húsblómum. Bréfin 15c; 2 bréf 25c, póstfrítt. FRÍ—Vor stóra útsœóisbók fyrir 1945 þegar hún er tilbúin DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario VIÐ KVIÐSLITI Til linunar, bóta og styrktar •eynið nýju umbúðirnar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — Skrifið: Smith Manfg. Company, Dept, 160, Preston, Ont. nýjum hugsjónum í betri og fullkomnari heimi, í því væru falin hennar stærstu sigurlaun. Þar næst töluðu Mrs. B. Þórð- arson ,og Mr. M. Snowtfield; lýsti mál þeirra virðingu og góðvild í garð heiðursgestsins. Að því loknu reis úr sæti frú Steinunn Björnson og flutti skýrt og fagurlega orðað þakk- lætisávarp til ættingja og vina fjær og nær, en sérstaklega til þeirra, sem hér væru staddir, og hefðu hjálpað til að gera þetta samsæti svo skemtilegt, og sér ógleymanlegt. Sagðist hún hafa margt að vera þakklát fyrir um dagana, en það sem hún nú væri guði mest þakklát fyrir, væru börnin sín og barnabörnin, sem öll hefðu reynst sér eins og góðir englar á lífsleiðinni. Sagðist hún einnig hafa eignast marga ágæta vandalausa vini, sem hefðu oft kveikt Ijós við dyrnar, þegar dimma sýndist um of hið innra. Fyrir alt þetta væri hún af hjarta þakklát og margt fleira. Nú var orðið áliðið dags. — Veðrið hafði verið ljómandi fag- urt allan dagin, sólin var nú að hníga að baki fjallanna í vestri og sendi regnbogalitt gullölduflóð inn yfir eyjar og sund. Þetta var eitt af hinum fegurstu sólsetrum hér á Kyrra- hafsströndinni, alt sýndist vel hjálpa til að gera stundina sem ánægjulegasta. Menn hópuðust nú saman á grænum fleti fyrir utan húsið og sungu íslenzka söngva “og tóku myndir”, þann- ig endaði þá eitt af beztu sam- sætum íslendinga í Seattle. H. M. Kennarinn: — Hversvegna svarar þú ekki? Nemandinn: — Eg svaraði, eg hristi höfuðið. Kennarinn: — Þú getur varla búist við því, að eg heyri hringla í kvörnunum í þér alla leið hing- að. Heimskringla á fslandi Herra Björn Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík, hefir aðalumboð fyrir Heimskringlu á íslandi. Eru menn beðnir að komast í samband við hann, við- víkjandi áskriftar-gjöldum, og einnig allir þeir sem gerast vilja kaupendur hennar, hvar sem er á landinu. Hr. Guðmundsson er gjaldkeri hjá Grænmetisverzlun ríkisins, og þessvegna mjög handhægt fyrir borgarbúa að hitta hann aS máli.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.