Heimskringla - 11.10.1944, Blaðsíða 5

Heimskringla - 11.10.1944, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 11. OKT. 1944 ] HEIMSKRINGLA 5. SIÐA Bregst því ei, þótt blási í móti 1 byijasömu þjóölífsróti. Ver trúr, — og Guð þér gefur náð. Hann blómgast lætur bygð. Ó, bind við land hans trygð. Hýrð sé drottni. Þú æsku sveit streng heilög heit: Gjör ísland sannan unaðsreit. Burt með sérhvert haft og helsi, sem hindrar mannlegt þroska- frelsi og líf, sem hæfir hefðarþjóð. Hver sá hlýtur gróna gremi, sem gleymir trygð og ræktar- semi við áa sinna ættarslóð. Vér þráum þjóðarvor nieð þroska og frægðar spor. Drottinn, Drottinn. Þú, Guð vors lands, — . þú Guð hvers lands, — þú styður veldi vorhugans. Drottinn Guð, vér krjúpum — köllum °g klökk á þínar skarir föllum. Ó, heyr, Guð Drottinn, hjartans mál: Bar um hjörtun helgum eldi, sem helgi íslenzkt þjóðarveldi °S -jómi skært um Atlantsál. Gef farsæld, frið og náð. Gef frægð og nýja dáð. Drottinn, Drottinn. •^ó, líknin trú sért lofuð nú. — Lýðveldið Island blessa þú! Fréttir f rá þjóðræknisdeild- INNI “ALDAN” að Blaine, Wash. Nýlega hélt hin nýstofnaða Pjóðræknisdeild í Blaine, Wash.. sinn fyrsta reglulega fund sem fullkomlega myndað félag. Fundarstaðurinn var Oddfel- lows húsið í Blaine, og séra Al- bert Kristjánsson, forseti deild- arinnar, stýrði fundi. Bitari las fundargerning frá stofnfundi deildarinnar 28. maí s- h, sem var samþyktur í einu hljóði og staðfestur með undir- skrift forseta. Allar nefndir sem kosnar voru a stofnfundinum reyndust að bafa starfað vel og dyggilega. Fyrst var það laganefndin sem lagði fram fyrir fundinn hið nýja lagaform, (constitution) í 13 lið- ótal fleiri stöðum. Ræður fluttu þeir séra Albert Kristjánsson, hr. Andrew Danielson og séra G. P. Johnson. Islenzku þjóð- söngvarnir voru sungnir með lífi og fjöri undir leiðslu tónskálds- ins Sigurðar Helgasonar. Líka söng okkar ágæti sóló-söngvari, Elías Breiðfjörð marga fallega einsöngva sem allir dáðust að. Kvæði bárust frá íslenzku skáld- unum okkar í Vancouver, hr. Páli Bjarnasyni og hr. Jónasi S. frá Kaldbak. Kvæðin voru les- in upp af forseta hátíðarinnar séra A. K. og var skáldunum klappað mikið lof í lófa. Kvæð- in sendast hérmeð til birtingar í íslenzku vikublöðunum. Veit- ingar voru hinar ágætustu í alla staði, og ekki má gleyma góða skyrinu hennar frú Halldór Björnsson, með hnausþykkum rjóma og sykri út á. Já, skyrið var svo ljúffengt að hvert andlit ljómaði af ánægjubrosi, sumir segja að það hefði átt að vera búið að skrifa um skyrið hennar frú Björnsson fyrir löngu síðan. Fundurinn samþykti í einu hljóði að þjóðræknisdeildin Aldan, að Blaine, Wash., bæði um inngöngu í Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi, og var forseta, skrifara og gjaldkera falið að vinna að því sem fyrst. Tvö merk mál voru rædd á fundinum, fyrst að Aldan beitti sér fyrir því að íslenzku skóli verði byrjaður sem fyrst í Blaine, og að Aldan beiti áhrif- um sínum í þá átt að sett verði á stofn heimili fyrir aldrað ís- lenzkt fólk í Blaine. Flutnings- maður þessara mála var séra G. P. Johnson og gaf hann all ítar- lega skýringu þessum málum til stuðnings. Þegar séra Guðmundur lauk máli sínu þakkaði forseti, séra Albert Kristjánsson, málshefj- anda fyrir góða skýringu á tveimur nauðsynjamálum sem væru nú í tíma töluð, í íslenzku- kenslumálinu var kosin nefnd til þess að athuga mögulegleika fyrir framkvæmdum á því, í nefndinni eru séra Albert Krist- jánsson, frú Gestur Stefánsson og séra Guðm. P. Johnson. — Seinna málið var lagt yfir til næsta fundar. Fundurinn var í alla staði skemtilegur og ein- ingarandi ríkti í fylstu merk- ingu. Næsti fundur verður hald- inn seint í okt. um, mjög vönduð og vel viðeig- andi félagslög, sem reyndust vera í nánu samræmi við alls- berjar lög Þjóðræknisfélags ís- lendinga í Vesturheimi, og eftir nokkrar umræður og athuga-' semdir þá voru lögin samþykt í einu hljóði. Það er því aðeins fyrsti liðurinn í lögum þessum 1 sem þörf er að minnast á hér, i Það er nafn deildarinnar, “Ald- an , nafnið þótti vel við eiga og er líka í insta eðli sínu alíslenzkt. Nafnið var viðtekið af fundar- mönnum með fögnuði og dynj- andi lófaklappi. ^ laganefndinni voru þeir séra Albert kristjánsson, hr An- drew Danielson og hr. Sigmund- nr Laxdal. Útbreiðslunefndin hafði starf- að með miklum dugnaði síðan 28. maí, og hafði hún fengið ^arga nýja meðlimi inn í félag-' ið svo á þessum fyrsta formlega 1 undi deildarinnar reyndist J meðlimatalan að vera komin yfir 70, og skulu þeir allir kall- ast stofnendur þessarar deildar, 1 nefndinni eru hr. Guðjón ohnson, hr. Sigmundur Laxdal ög frú Anna Kristjánsson. skilaði af sér undirbún- ingsnefndin, sem hafði á hendi a lan undirbúning fyrir hátíða- haldið 17. júní s. 1. Sú nefnd hafði starfað með afbrigðum vel, enda lánaðist hátíðahaldið í Blaine 17. júní ljómandi vel, Oddfellows húsið var yfir fult með fólki svo ekki höfðu ná- laegt því allir sæti sem þá hátíð- legu stund sóttu. Þar var fólk frá Winnipeg, frá Vancouver, H. C., frá Californíu, Seattle og Allir Islendingar í Blaine og bygð, einnig í Bellingham, White Rock og Point Roberts, eru beðn- ir að ganga í Þjóðræknisdeild- ina “Aldan”. Allir Islendingar í Marietta hafa skrifað sig inn í félagið, Aldan er ykkar Þjóðræknis- félag á Kyrrahafsströndinni, góðu landar, komið strax og takið til starfa, því nóg er að gera. Guðm. P. Johnson, ritari. I FJÆR OG NÆR Islenzk stúlka óskast í vist á heimili íslenzkrar kaupsýsluf jöl- skyldu í New York. Kaup gott og fargjald til New York greitt Stúlkan þarf að vera myndarleg í sér og geta leyst hússtörf vel af hendi. — Heimskringla vísar á. ★ ★ * * Brautin Ársrit Sameinaða Kirkjufé- lagsins, er til sölu hjá: K. W. Kernested, Gimli, Man. S. S. Anderson, Kandahar, Sask. Valdi Johnson, Wynyard, Sask. Gísli Guðjónsson, Mozart, Sask. Jón Ólafsson, Leslie, Sask. Thorsteinn J. Pálsson, Hecla, Man. M. Thordarson, Blaine, Wash. Björnssons Book Store, 702 Sar- gent Ave., Winnipeg. Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta. E. E. Einarsson, 12 E. 4th Ave., Vancouver, B. C. Viking Press Ltd., 853 Sargent Ave., Winnipeg, Man. FJALLKONAN FRJALS Heill sé þér á heiðursdegi, Hafi girta fjalla drotning! Einni þér nú allir hneigi Andlit sín í djúpri lotning. Síðan Hjálmar heitinn krafði Hjálpar-eið af guði sínum, Framgang þinn og frelsi tafði Forað margt á vegi þínum. Gegnum hungur, bál og bylji Barstu flest þín mein í hljóði. Frelsisþrá og fastur vilji Fyltu brjóstið guðamóði. Meðan lýðir, lostnir æði Löðra jörð í sif ja blóði, Af þér kross og konungræði Kaupir þú með andans sjóði. Þjóðræðis og þinga móðir, Þú ert enn þá leiðarstjarna; Eins og blys um andans slóðir, Áttaviti lífsins barna. Fúna menning fyrri alda Flúðir þú með ljósið dýra. Oft þó gildi illra valda, Altaf blakti nokkur týra. Nú er síðsta skugga-skýið Skafið burt af himni þínum, Þar, sem fyrsta frelsis-vígið Forðum stóð í ljóma sínum. —P. B. 17. JÚNÍ 1944 Horf langt yfir alheiminn, íslenzk þjóð, ver aflstöð, sem hækkar þann lága. Þú samdir um aldirnar sögur og ljóð, og sýndir í fjarskanum bláa: að andi, sem fóstraði ís og glóð, á orku, að gefa þeim smáa. Við fögnum af alhuga frelsinu því, sem fangajárn stjórnarfars brýtur; þó enn byrgi himininn önnur ský, er óveðurs-stormurinn þýtur, sem svæfir í fæðingu sannindi ný, og samúð af rótinni slítur. Hið sannasta frelsi á sigurbraut er samstilling hugsananna, sem gleyma því hvorki í gleði né þraut, að guð er í sálum manna, sem horfa langt yfir himinskaut og huldu vegina kanna. Við óskum að kreppi þig engin bönd, vor íslenzka, hjartkæra móðir. Við sendum þér kveðju af Kyrrahafsströnd, — á krossgötum tímanna hljóðir. Við réttum þér öll yfir hafið hönd, og himnarnir verndi þig góðir. J. S. frá Kaldbak Björn Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík, Iceland B. Eggertsson, Vogar, Man. F. Snidal, Steep Rock, Man. Guðjón Friðriksson, .Selkirk, Man. Björn Björnsson, Lundar, Man. Mrs. Guðrún Johnson, Árnes, Man. B. Magnússon, Piney, Man. T. Böðvarsson, Geysir, Man. G. O. Einarsson, Árborg, Man. Einar A. Johnson, Riverton, Man. Ch. Indriðason, Mountain, N. D. J. J. Middal, Seattle, Wash. Gunnar Matthíasson, Inglewood, Calií. Hænan: — Eitt gott ráð skal eg gefa þér, ungi litli. Unginn: — Og hvað er það? Hænan: — Eitt egg á dag heldur slátraranum í hæfilegri fjarlægð. * * * Hún: — Eg verð að segja þér það, pabbi er orðinn gjaldþrota. Hann — Þetta vissi eg altaf að hann myndi finna upp á ein- hverju til þess að stía okkur í sundur. Heimskringla er til sölu hjá hr. bóksala Árna Bjarnarsyni, Akureyri, Island. BAILEY-BRYGGJAN HJÁLPAR VIÐ FRAMRÁS ATTUNDA HERSINS Þegar alt hafði verið undirbúið kom herbrynjuð Suður- Afríku herfylking og hertók hina mjög svo áríðandi brog, Orvioto, sem er sjötíu mílur norður af Rómaborg. Þetta skeði þann 14. júní s. 1. Orvioto stendur á bökkum Piano Nuove- árinnar. Fólkið í borginni fagnaði mjög komu þessara Suður- Afríkumanna. — Myndin sýnir hvar heljar miklir skriðdrek- ar eru að fara yfir eina hinna þriggja Bailey-bryggja, er bygðar voru í stað þeirra er hinir flýjandi Þjóðverjar sprengdu í loft upp, áður en þeir yfirgáfu borgina að fullu, skamt fyrir utan borgina sjálfa. FRÆÐSLUSTARF í íslenzku, sögu Islands og bókmentum Eins og getið var um í blöðun- um í vor hefir Icelandic Canad- ian Club í samráði við Þjóðrækn-i isfélagið ákveðið að setja á stofn fræðslustarf í íslenzku sem hefst nú í þessum mánuði. 1 nefndinni sem starfar að þessu máli eru: W. S. Jónasson, séra H. E. John- son og Hólmfríður Danielson fyrir hönd Icel. Can. Club og Ingibjörg Jónsson og Vilborg Eyjólfson fyrir hönd Þjóðrækn- isfélagsins. » Nefndin bygði á þeim grund- velli að ekki væri nægilegt að kenna aðeins ísl. mál þar sem mikil nauðsyn er á því að kynna ísland yngra fólkinu og vekja áhuga þess fyrir menningar- erfðum síns eigin stofns. Var því afráðið að samhliða ísl. kenslunni skildi vera fyrirlestr- ar á ensku sem fjalla um íslenzk efni, sögu, bókmentir, o. s. frv. Við sem störfum í nefndinni höfum hlotið allmikla hjálp og uppörfun frá okkar allra fær- ustu mentamönnum hér sem skilja vel hve afar nauðsynlegt er að gefa yngri kynslóðinni tækifæri að kynnast ættlandinu og fræðast um menningu þess; og eru þeir einróma um það að þessi viðleitni muni ná miklum vinsældum. Fyrirlestrar þessir og fræðslu- starf verður einnig til þess að vekja áhuga hjá foreldrum til að senda börn sín á laugardags- skólann og stuðla að stofnun ísl. kenslu við Manitoba háskólann. Starf þetta hefir ekkert verið auglýst enn, þó hafa komið um- sóknir úr öllum áttum frá yngri og eldri sem vilja njóta þessar- ar uppfræðslu. Nokkrar annara þjóða konur sem giftar eru ís- lenzkum mönnum eru nú þegar skrásettar á nemenda skránni. Starfið hefir nú verið skipu- lagt og hefst mánudagskveldið 23. okt. í fundarsal Fyrstu lút. kirkju. Fyrirlestrar verða tólf að tölu og er þeim svo tilhagað að þeir gefa gott heildaryfirlit yfir sögu og bókmentir Islands. Kenslustundir verða tvisvar í mánuði. Hinir fróðustu og snjöllustu menn og konur sem völ er á hafa lofað að flytja fyr- irlestra og er það gott merki þess hvaða álit þeir hafa á þessu starfi, og erum við þess fullviss að ísl. almenningur hefir svo mikinn áhuga fyrir þessum mál- um að tækifæri annað eins og þetta verður vel notað. Til þess að gefa sem flestum færi á að nota kensluna, verður skrásetningargjald mjög lágt, aðeins $2.00 fyrir alt kenslu- tímabilið; en fyrirlestrar verða opnir fyrir almenning og að- gangur 25c fyrir þá sem ekki eru skrásettir. Allar upplýsingar fást að 869 Garfield St., sími 38 528. Einn- ig verður starfið betur auglsýt í næstu blöðum. Munið eftir deg- inum, 23. okt. kl. 8 e. h., og hent- ugast væri að skrásetjast fyrir þann tíma. Hólmfríður Danielson Ingibjörg Jónsson Gesturinn: — Mér þykir þjónustustúlkan haga sér frekju- lega gagnvart yður. Húsmóðirin: — Já, en maður verður að þola gömlum hjúum margt. Hún er búin að vera hjá mér í þrjá mánuði. ★ ★ ★ Dómarinn: — Hefir ákærði nokkuð fram að færa áður en dómur fellur? Ákærði: — Ekki nema það, herra dómari, að eg er lítillátur maður og mun þessvegna gera mig ánægðan með lítið. ★ ★ ★ Bílstjóri (eftir að hafa ekið á slátrarasendisvein): — Er nokk- uð að þér? Drengurinn: — Við skulum sjá, hérna er lærið og þarna er lifrin, en hvar eru nýrun. Mrs. B. Mathews, Oak Point, Man. ★ ★ ★ Kaupi Neðanmálssögur “Heims- kringlu” og “Lögbergs”. Verða að vera heilar. Má ekki vanta titilblaðið. Björnsson’s Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg ★ ★ ★ Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St., Winnipeg, mælist til þess, að þeir sem ekki hafi greitt áskriftargjald ritsins “Hlín”, sendi það sem fyrst, svo hægt sé að koma því heim fyrir áramót. ★ ★ ★ Framvegis verður Heims- kringla fáanleg í lausasölu, hjá hr. bóksala Lárus Blöndal, Skóla vörðustíg 2, Reykjavík, Island. /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.