Heimskringla - 13.12.1944, Síða 2

Heimskringla - 13.12.1944, Síða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. DES. 1944 Þér Fáið Ætíð Peningavirði Yðar Kaupið VOGUE > SIGARETTU TÓBAK ^ NOKKUR MINNINGAR- ORÐ um Sigmund Sigurðsson Laxdal Það var vorið 1879. Veðurblíða hafði haldist nokk- uð stöðug frá því fyrir sumar- mál, og nú var komið aðeins fram yfir Eldaskildag, sem var eftir föstum reglum 10. maí. Foreldrar mínir risu snemma ur rekkju þenna morgun — og það stóð nú ekki á mér að klæða mig í mín fe'rðaföt, því eg átti að fá að fara á hið mikla uppboð (auction), sem fram átti að fara á Krossastöðum á Þelamörk þennan dag. Eg man að kl. sló 5 um morguninn, og átum við faðir minn dögurð og lögðum svo af stað. Það var indælt veð- ur, glaða skólskin og hiti, enda fundu fuglarnir það, því svo var líkast sem þeir fygldu okkur stöðugt meðan við vorum að ríða úr Bárðardalnum ofan í Hörgár- dalinn. Þá var farið að sjá til mannaferða í öllum áttum, og óx það æ meir eftir því sem lengra kom út í héraðið. Allir stefndu að Krossastöðum til að komast á uppboðið. Eg hafði aldrei komið á nokkurt söluþing, og var eg nú sem í öðrum heimi af tilhlökkun. Við náðum á staðinn rétt fyrir kl. 9, því þá átti salan að byrja. Höfðu þeir þá riðið í garð: Stefán sýslumaður og hjálparmaður hans Stephensen. Þteir áttu að framkvæma söluna. Búið var, að mér þótti, mjög stórt og umfangsmikið, og heyrði eg marga undrast yfir því að Sigurður, sem þarna var sjáHs- eignarbóndi, skyldi selja svo gott bú og flytja vestur í Húnavatns- sýslu. Salan gekk rösklega. En það var drengur þar á 10. ári, sem mér • þótti aðsúgsmikill og kappsamur að hvetja menn að bjóða í hlutina, og lét heyra til sín. Eg inti eftir hver hann væri og kom svarið úr fleiri áttum: “Það er hann Mundi, sonur hjón- anna hérna.” Hann kom mér fyrir sem myndar drengur og með nógan kjark. ■ Frá Krossastöðum fórum við þegar komið var fram á nótt, því þá var loks búið að selja ær og sauði. Við faðir minn gistum á Steðja á Þelamörk hjá vina og frændfólki það sem eftir var nætur, en morguninn eftir hélt faðir minn heim, en eg reið fram að Bægisá, því þar var eg með mörgum jafnöldrum mínum yfir- heyrður þann dag. Þau eru eitthvað svo fljót að líða, árin frá fermingu til full- orðins aldurs, þó geyma þau svo margar og ljúfar minningar, sem eru okkur svo dýrmætt vega- nesti á elliárunum. En margt er nú svo háð því lögmáli, að menn koma saman og kynnast, en fjar- lægjast aftur og hverfa um stund, en aðrir koma í staðinn — og svo var hér. Eins og getið er hér að framan, flutti Krossastaða fólkið vestur í Húnavatnssýslu vorið 1879, og að Geitaskarði í Langadal, að mig minnir. Sigurður faðir Munda, sem hét fullu nafni Sig-, mundur var Sigurðsson og Val- gerðar yfirsetukonu, sem bjuggu fyrst að Þverbrekku í Öxnadal, en síðar mest af sínum búskap á Krossastöðum. Móðir Sigmund- ar og kona Sigurðar hét Marja. Hún var dóttir Guðmundar bónda að Moldhaugum í Krækl- ingahlíð. Sigmundur fluttist með for- eldrum sínum vestur um haf sumarið 1888, og settust þau hér að í grend við Garðar pósthús í N. Dak. Þrem árum síðar kem eg frá íslandi með mína fjöl- skyldu og tek mér aðsetur hér í Garðarbygð. Einn með þeim fyrstu sem mér er gerður kunnur hér, er rúmlega tvítugur maður, Mundi frá Krossastöðum, sem vann hjá bónda hér skamt frá pósthúsinu, en þá hafði Krossa- staða fólkið tekið sér nafnið Lax- dal, en svo stóð á því, að Sigurð- ur og Marja höfðu búið í Þverár- dal í Laxárdal hinum fremri síðustu árin á íslandi. Nú var Sigurður hér með börnin 8, en kona hans Marja hafði látist 1890. Sigurður lézt 1894, og fór þannig sem oft vil’ verða, að hvorugt þeirra náði háum aldri, er þau komu inn í nýtt loftslag og nýtt umhverfi,. Sigurður var mjög þjáður af heimþrá þau fáu ár sem hann lifði hér. Eftir þetta kyntumst við Sig- mundur Laxdal æ meira með árum. Báðir héldum við áfram að lifa og starfa í þessari bygð. Sigmundur giftist 4. nóv. 1894 Sigríði Jónatansdóttur trésmiðs Jónatanssonar og Kristbjargar í Hrauni í Öxnadal. Ungu hjónin keyptu land í þessari bygð, því ÖH lönd voru þá upptekin af öðrum, og tóku að búa, en eins og gengur hjá flestum okkar hér á fyrstu árum, var það oft örðugt andóf, og mörg árin stóð nokkuð á endum hvað vanst og hvað tap- aðist, en Sigmundur var þfifin og reglusamur búmaður, og fékk hann ætíð öfluga hjálp konu sinnar, enda þarf mikils með að fleyta fram stórri fjölskyldu, því þau eignuðust 7 börn. Sigmundur var í mörgu fram- arlega sem manndómsmaður og hæfileikamaður. Hann var sönghneigður og allgóður söng- maður. Hann var oft kvaddur til flestra þeirra mála sem sveit- unum heyra til. Hann var í sóknarnefndum, í sveitarnéfnd- um, á kirkjuþingum, og kom þar oft og myndarlega fram, því hann var oft fremur vel máli far- inn. Hann var ötull og kapp- samur Islendingur í hugsunum sínum og endurfæddist inn í þær tilfinningar við heimför sína til íslands 1930, eins og flestir aðrir sem þá sóttu ísland heim á hinni miklu og glæsilegu hátíð. Eftir að þjóðræknisdeild var mynduð hér af Islendingum í Pembina héraði, og nefnd var Báran, var hann um tíma for- maður þeirrar deildar og fórst það fremur vel. En inn að heimilinu sneru hugsanir hans framar öllu öðru. Hann var hjálpsamur og umhyggjusamur konu sinni og börnum, og varla bar það við að hann brysti kjark eða úrræði, þegar andstöður báru að höndum. Flestum bar saman um það, hve skemitlegt var að heimsækja þau hjón og börn þeirra. Alt var svo alúðlegt og viðfeldið, og Sigmund vantaði ekki spaugs- yrði og orðaforða til að kom? samtalinu í hina mestu glaðværð. Fyrir tveim árum síðan fengu þau löngun til að breyta um bú- stað og fluttu vestur að Kyrra- hafi og námu aðsetur í Blaine, Wash. Kunnu víst vel við sig. En gustur dauðans er á ferðinni þar sem annars staðar og heim- sótti Sigmund, og eftir fárra1 daga sjúkleik andaðist hann þar 8. okt. síðastl. á 75. aldursári. Hann var jarðsunginn 14. okt. frá lútersku kirkjunni af séra Guðm. P. Jónssyni. Auk Sigríðar konu hans lifa nú 7 börn föður sinn. Þau eru tvær dættír, Mrs. S. J. Thórðar- son að Macoun, Sask., í Canada og Mrs. J. Helgason í Seattle, Wash. Synirnir-5 eru þeir, Sig- urður, Jónatan Leo, Helgi, Franklin og Moritz. Fjórir þeir fyrst töldu eru giftir, en allir lifa þeir í grend við Garðar, N. Dak. Sömuleiðis eru 7 systkini Sig- mundar heitins á lífi, tveir bræð- ur, Jón, sem lifir að mestu leyti í Bandafylkjunum og Þorsteinn í Canada. Systurnar 5 eru: Ina, Mrs. J. S. Sigurðsson og Margrét, allar í Canada, en Guðrún og Mrs. Snorri Kristjánsson vestur á Kyrrahafsströnd. Nú verða spaugsyrðin og gam- ans-málin að hvíla sig um stund, þar til einhver annar syngur og talar með sömu rödd. G. Thorleifsson PóSTAR ÚR REYKJA- VÍKURBRÉFI Eftir'ísafold 15. nóv. Tímamótin Þegar stundir líða, verður lit- ið til ársins 1944 sem tímamóta í sögu þjóðarinnar. Fyrst og fremst vegna stofnunar lýðveld- isins. En vafalaust mun um leið verða skygnst eftir því, hvað þjóðin hugsaði og starfaði á þessu ári. Það er margt. Á mörgum svið- um er nú hugsað um nýjungar og stórfeldar framkvæmdir. — Fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum eru í fremstu röð. Takist að koma þeim í framkvæmd, kaupa framleiðslu- tæki til landsins fyrir hundrað miljóna, og koma því svo fyrir, að starfrækslan verði trygð, þá komast hér á stórstígari fram- farir, en menn hefir áður órað fyrir. Þeir íhaldssömustu segja, að þetta sé ekki hægt, því nú muni engin framleiðsla bera sig. Og altaf eru til bölsýnir menn og afturhaldssamir, sem verða meira og minna smeikir við nýj- ungar eða stófeldar breytingar. Hafa ekki trú á þeim. Halda jafnvel að þær séu óþarfar. Allir vita, að verðfall á afurð- um er framundan. Hægt var að mæta því á tvennan hátt. Að halda að sér höndum, með það fyrir augum, að þjóðin ætti er- lendar innstæður, sem hægt væri að éta út, þegar útflutningur minkaði. Atvinnurekendur segðu við verkafólkið: Nú. ber framleiðslan sig ekki lengur. Nú verður alt kaupgjald að lækka og það strax. Á meðan við bíðum eftir því, verður lítið sem ekk- ert aðhafst. En með samkomulagi flokk- anna var ákveðið að fara aðra leið. Að nota ekki hinar er- lendu innstæður, sem eyðslueyri, heldur til þess að bæta svo fyrir framleiðslu landsmanna, að hún ætti auðveldara með að standast verðfallið. — Þetta er tilraun sem allir hljóta að viðurkenna ið fyrst skyldi gerð til þess a? leyta þjóðinni fram úr þeiir rfiðleikum, er standa fyrir dyr im. Ireyttir tímar Telja má víst, að í framleiðsl jjávarafurða, þurfi að gera mikl ar breytingar. — Að eigi takist í framtíðinni, sem fyr á tímum, áð skapa þjóðinni lífsafkomu, með því að flytja út saltfisk handa fátækasta fólki Suðurlanda. — Fiskafurðirnar þurfi að fá betri meðferð, verða útgengilegri og boðlegri vara, með frystihúsum, sem nú eru víða bygð, með nið- ursuðustöðvum o. s. frv. Það liggur í augum uppi, að framleiðsla landbúnaðarins þarf mikið að breytast. Hér er sí- feldur hörgull á mjólk og mjólk- urafurðum. En framleiðslu á sauðfjárafurðum, sem lítt eru seljanlegar, er haldið uppi með stórfeldum framlögum og til- búnu verði. Ræktun sveitanna þarf að taka gagngerðum umbótum. — Tel eg engan efa á því, að nú verði það ekki lengur umflúið, að vinna að ræktuninni út frá því sjónarmiði, að leggja skuli megin áherslu á að rækta þær sveitir, sem bezt liggja t. d. við mjólkurframleiðslu. Frumvarp liggur fyrir þinginu um stofnun áburðarverksmiðju. Hefir réttur undirbúningur þess' máls því miður, tafist of lengi. En þegar verðmæt áburðarefni verða framleidd í landinu sjálfu, er stórt spor stigið, til þess að ræktunin geti aukist ört, og bún- aður komist á þann hátt í ný- tízkuhorf. Á Keldum Sauðfjársjúkdómarnir valda stólfeldu tjóni. Þegar verðfall kemur á sauðfjárafurðir, hlýtur það tjón að verða hverjum bónda ákaflega tilfinnanlegt. Nú er í ráði að gera það átak, sem lengi hefir tafist. Að koma upp sem fullkomnastri rannsóknarstöð á Keldum í Mosfellssveit. Þar verði sá aðbúnaður og þau tæki, að færustu menn ökkar á því sviði, geti unnið markvíst að rannsóknum og útrýming sjúk- dóma þessara. Bændastéttin verður að standa fast saman um þessa björgunarstöð búfjárrækt- arinnar. Iðnaðurinn Þegar áburðarverksmiðjan kemst á fót, telja fróðir menn, að í sambandi við hana verði hægt að reisa nýjar iðngreinir. Með áburðarvinslunni getur iðn- aðurinn fengið ýms efni, sem nothæf eru til framleiðslu í öðr- um greinum. Fari það alt vel úr hendi, verður fljótlega hægt að koma hér á nýsköpun í atvinnu- lífinu, sem trygði mörgu fólki framtíðaratvinnu. Nokkrir menn hafa haldið, að hagfelt gæti talist, að reisa á- burðarverksmiðjuna norður í Eyjafirði. En með því móti legðist óþarflegur flutnings- kostnaður á hinn tilbúna áburð. Og með því móti yrði það stórum torveldað, eða útilokað, að á- burðarverksmiðjan yrði grund- völlur fleiri iðngreina. Nú er á ný vakið upp það mál, sem verið hefir við og við á dag- skrá þjóðarinnar í 50 ár. Járn- brautarmálið. Þegar þjóðin fékk almenn not af bílum, urðu flutn- ingar og samgöngur svo miklum mun auðveldari en áður, að margir hafa haldið, að við Is- lendingar myndum stökkva yfir járnbrautarstigið í samgöngu- málunum. En nú hafa bílarnir komið því til leiðar, að flutningar t. d. aust- ur fyrir Hellis'heiði, eru orðnir svo miklir, að full ástæða er til, að athuga járnbrautarmálið að nýju. Mataræði og þjóðþrif Níels Dungal prófessor flutti erindi við setning Háskólans um iaginn. Þar rakti hann fjörefna- óörf manna, og komst að þeirr liðurstöðu, að almenningur hé: i landi lifði við mikinn skort i lestum eða öllum fjörefnun eim, sem nauðsynlegust eru aglegri fæðu. Enginn efi er á, að þessun málum hefir verið altaf lítill gaumur gefinn. Úr því lækn- arnir vita hve mikinn fjörefna- skamt fólk þarf, þá ætti að vera hægt að gánga að því, sem hverju öðru verki, að gera almenningi kleift að afla sér þessara nauð- synja. Það er vitað mál, að vellíðan og vinnuþrek manna fer mjög eftir því, hvort fjörefni eru næg í fæðunni. Hér er margt fólk. sem aldrei er heilt heilsu, af því þessum þörfum er ekki fullnægt. Mikið er unnið að því, sem vera ber að lækna sjúka, og sjá sjúkl- ingum fyrir góðri aðbúð. — En hinu hefir mönnum hætt við að gleyma, að vinna að því, að forð- ast vanheilsuna. Læknarnir eiga að segja til um það, í hvaða neysluvörum fólk fær nægilega fjörefnaskamt. — Síðan þarf að sjá um, að þær fæðutegundir fáist fyrir sem lægst verð. Fortíð og framtíð Sigurður Þórarinsson hefir í hinni stórfróðlegu doktorsrit- gerð sinni, lagt sérstaka áherzlu á að rekja líkur fyrir því, hve- nær bygð hafi eyðst í Þjórsárdal. Er þetta í sjálfu sér merkilegt sögulegt efni. — En merkilegra er það, þegar þær rannsóknir, sem hann hóf, með Hákoni Bjarnasyni, leiða til þess að fá úr því skorið að hve miklu leyti loftslag hefir breyst hér á landi frá landnámsöld og fram á þenna dag. Verða þær rannsóknir, sem hér eru gerðar þáttur í rann- sóknum, sem fram fara um alt norðurhvelið. En engin þjóð mun þurfa eins mikið á þessu að halda eins og við íslendingar. Þegar sú saga er rakin, geta sagnfræðingar fyrst gefið full- gilda mynd af sögu þjóðarinnar. Svo mikil áhrif hafa loftlags- breytingarnar á alla afkomu hennar. Getum er leitt að því, að á landnámsöld hafi loftslag verið mun hlýrra, en það er nú. Hafi síðan kólnað, og orðið kaldast fyrir 200—250 árum. En nú sé nýtt hlýindatímabil framundan. Mjög er það nauðsynlegt, að menn geti sem fyrst gert sér glögga grein fyrir þessu. Til skilningsauka á fortíðinni, og til þess að geta aflað sér rökstuddra ályktana um framtíðina, kemur vitneskjan um loftlagsmbreyt- ingarnar að ákaflega miklum notum. F'ramfarirnar I fyrsta skifti á æfinni hefir ijóðin eignast erlendar innstæð- ir. Ákveðið er, að þær verði yrst og fremst notaðar til þess .ð auka atvinnutæki lands- mahna. Til þess að afköst hinna vinnandi manna verði sem mest. Og með því móti verði afkoma verkalýðsins trygð sem bezt sam- hliða því, sem atvinnuvegirnir geti borið sig. Undanfarna áratugi hafa allaf framfarir í landinu miðað að þessu. Að auka afköst hvers einstaklings. Til þess að menn geti fengið sem mest fyrir vinnu sína, án þess að íþyngja atvinnu- fyrirtækjunum um of^ Ymsar torfærur hafa verið á þessari braut. Þetta ferðalag þjóðarinnar til framtíðarlands- ins hefir ekki gengið áfallalaust. En áföllin hafa ekki sízt stafað af því, að menn hafa átt erfitt með að koma auga á, að verka- menn og atvinnurekendur erU raunverulega í sama bát. Þeim kenningum hefir verið haldið á loft, að hér ættu ávalt að vera starfandi andstæð öfl innan at- vinnulífsins, verkalýður, sem stæði á öndverðum meið við framleiðendur. Nú er gerð tilraun til þess að sameina krafta þjóðarinnar. — Engin veit hvernig sú fyrsta til" raun fer. Hvert hún ber tilætl- aðan árangur. En hún er heil* brigð. Ekkert getur trygt fram- tíðarhag þjóðarinnar betur, e« samkomulag og samvinna mill* ■verkalýðs og atvinnurekenda, er . byggist á skilningi beggja aðiH á þörfum þjóðarinnar. Skrifið ungu stúlkunni Eftirfarandi bréf hefir Hkr- borist frá ungri stúlku í Reykja- vík. Það eru áreiðanlega ung' menni hér sem hefðu gaman af að skiftast á bréfum við jafm aldra sína á Islandi. Hér gefsf gott tækifæri að komast í slíkf bréfasamband. “Kæra Heimskringla: Mig hefir lengi langað til að ; komast í bréfasamband við vest' ur-íslenzkan dreng eða stúlk11 sem skrifa íslenzku. Þess vegfa langar mig til að biðja þig að hjálpa mér, þó eg viti ekki, hvoft þú tekur neina fyrirgreiðslu 1 þessum efnum eða ekki að þár' En eg treysti þér samt til þess að gera þetta fyrir mig. Eg er ^ ára og vil helzt skrifast á v$ jafnaldra en annars gerir þa® ekki mikið til þó það sé á öðrum aldri. Eg heiti Jóhanna Björnsdóttir og á heima: Só|' heiði, Nýbýlaveg 17, Fossvog1’ Reykjavík, íslandi.” KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU , BORGIÐ HEIMSKRlNGt1 OLD CARTONS CAN BE RE-URED Old cartons, if carefully opened when delivered, can be re-used to the great advantage of the present shortage in carton materials. When returning empty bottles, plepse use old carton together with ,any extra used cartons on hand. Cartons take material and labour and it is in the interests of conservation that your co-operation is required. DREWRYS LIMITED

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.