Heimskringla - 13.12.1944, Blaðsíða 3

Heimskringla - 13.12.1944, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 13. DES. 1944 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA GRAFARINN f WINNIPEG Eftir Benedikt Gröndal Winnipeg, Man. Eg sat í stofu hjá séra Eylands einn sunnudagsmorgun, þegar stór og myndarlegu maður, vík- mgslegur mjög, gekk inn. Djúpir drættir í andliti hans gáfu til kynna, að hann átti marga ára- tugi að baki sér, en augun, sem skinu undir þungum brúnum, spegluðu fjör og kraft ungs manns. Komumaður rétti mér hend- ina, og sagði: “Nei, er þetta strákurinn, sem er altaf að skrifa!” Eg kvað svo vera, og séra Eylands kynti mig fyrir §estinum. Það var Arinbjörn S. ^ardal útfararstjóri. Eg hafði heyrt margt um Arin- ^jérn, og átti eftir að heyra margt fleira um hann meðan eg dvaldist í Canada. Svo fór, að eg eyddi mestöllum helgidegin- Urn með útfararstjóranum og tekk hann til að segja mér margt frá fyrri árum sínum. Við Sargent Avenue, íslenzku gotuna í Winnipeg, þekkja allir Unga öldunginn Bardal. Hann er altaf fullur af fjöri og galsa, rett eins og hann hefði verið íermdur í gæt, hvert sem harin er að spila púl við landana, og fara með vísur eftir Káinn eða að fá sér kaffisopa á Wings veit- 'ngahúsinu. Ef hann ekki getur fengið mola í kaffið, þá er hann Vls með að sleppa út úr sér eftir- Isetis skammaryrðum sínum, sem eru “Þorkell þunni!” og “Brauð °g smér!” ^ótt Arinbjörn sé f jörugur og gsrnansamur, gleymir hann ekki alvarlegri hliðum lífsins. Hann er aianna hjálpsamastur og manna greiðviknastur og má ekkert aumt sjá. Hefir hann mörgum veitt aðstoð og margt gott gert þau 50 ár, sem hann hefir verið hér vestra. Á skrifstofu Bardals hafði hann margt að sýna mér. Þar v°ru myndir af merkum Isl., llCunningjum hans. Þar voru ^nrsir minjagripir og merkar b^kur. Þar er byssan, sem hann n°tar á fuglaveiðum og þar er josmyndavélin hans. Áhuga- ^al hans eru mörg og fjölbreytt. g settist í djúpan leðurstól, en ann sat við skrifborðið sitt, er e8 tók að spyrja hann um liðna tíð. Bardal er fæddur að Svartár- °ti í Bárðardal árið 1866. Þar og á ýmsum stöðum norðan- ^nd; æfi ls eyddi hann fyrstu 20 árum sinnar við smalamensku og a®ra sveitavinnu. Tvítugur að aldri hélt hann Vestur um haf, g 1866 kom hann hingað vestur a slóttulöndin. Eg spurði hann Vað hann hefði aðallega haft "rir stafni fyrstu árrn vestra. Ált milli himins og jarðar,” ^agði hann. “Eg vann á járn- le auffnni> sem verið var að Sgja vestur af Winnipeg, eg yar Vlð skógarhögg, eg mokaði °lum í Port Arthur, eg var öku- maður hér í Winnipeg og eg vann etfa sveitavinnu.” Erfiðir tímar, var það ekki?” sPurði eg. °g dró dú, heldur,” sagði Arinbjörn i . - annað augað í pung. Svo “E * ^ann áíram eftir augnablik .. ® man altaf sérstaklega eftir ^num atburði frá þeim tímum. a var eg á ranch hérna á prerí- Bg var eini Islendingur þ n Þar, og þá lærði eg enskuna. 0^ar eg kom, gat eg ekki talað ^ • f'eir kölluðu mig altaf a* Ury’ af því að þeir nentu ekki jggrf61'3 nnínið mitt. Veturinn var mjög mikill frostavet- }e er mér eitt fárviðri sérstak- fó^3 efffrminnilegt. 1 því veðri }r Ust margir menn hér um slóð- úti°8 r Norður Dakota. Eg var þe a^ flytja hey á tveim hestum, mfr.hríðin skall á, og reyndist þf. óniögulegt að komast með 1 úaeja. Varð eg að grafa mig í fönn óg vera þar tæpa sólarhring. Þá loksins komst e heim með klárana og var ókalin sjálfur.” “Hvenær byrjaðir þú að vinn við útfarir?” spurði eg. “Það var 1894, og síðan hef e altaf unnið við þaer,” svarað Bardal. “Það var erfitt að kom ast inn í starfið og læra það fyrstu, en alt lagaðist með tím anum, og í þau 50 ár, sem eg he unnið við þetta, held eg að e lafi grafið um 17,000 manns Fyrst í stað skröltum við þetta i hestvögnum, en 1918 fengum vii fyrsta mótorvagninn okkar. Sf kom nú líka í tíma, því að það ái gekk inflúensufaraldurinn mikli. sem þið kallið spönsku veikina heima á Islandi. Þá höfðum við alt að átta jarðarförum á dag, og við urðum að skamta prestunum tíma með hvern mann til að geta haft við. Það var sorglegt tíma- bil og heilar fjölskyldur féllu í valinn.” Nú eru tímarnir breyttir og Bardal á stórt útfararheimili í vesturhluta Winnipeg-borgar. — Eg spurði hann um útfararsiði hér vestra, og eru þeir mjög ólíkir því, sem heima tíðkast. Hér er hinn látni þegar fluttur á sérstök útfararheimili, þar sem líkið er smurt og kistulagt. Síðan fer fram kveðjuathöfn í kap- ellu heimilisins, og eftir það er ekið í kirkjugarð, og jarðsett með smá athöfn. Hér er mjög lítið um að kveðjuathafnir manna séu haldnar á heimilum eða í kirkjum, nema helzt þegar um Þjóðverja og íslendinga er að ræða, sagði Bardal mér. Menn fara altaf á milli í bifreiðum og sorgargöngur um götur borgar- innar eru ekki til, svo að fólk er ekki daglega mint á návist dauð- ans með blómum og pípuhöttum, eins og sums staðar tíðkast. Bardal héfir frá mörgu sér- kennilegu að segja um starf sitt. “Útfarir eru auðvitað löngu orðnar daglegt brauð fyrir mig,” sagði hann, “og við höfum reynt að gera þær sem viðfeldastar fyrir þá, sem þurfa að vera við- staddir þær. Líksmurning er til þess að það verði þeim, sem eftir lifa, sem auðveldast að sjá hinn látna í hinsta sinn, og svo að líkið haldist sem bezt. Blóð- ið er tekið úr líkamanum og sér- stök þurkunarefni látin í hann í staðinn. Þegar smurningu er lokið, lítur hinn látni út eins og hann sofi, en tekið er fyrir rotnun um langan tíma. Kist- urnar eru vel útbúnar og klædd- ar silkiklæðum, svo að inargur hverfur í jörðina í betri rúm- klæðum en hann nokkru sinni komst í í lifanda lífi. Alt gerir þetta aðstandendum léttara að taka því, og eg get sagt, að lík- hræðsla §r varla til hjá okkur.” “Hefir þú aldrei verið lík- hræddur sjálfur?” spurði eg Bardal. “Jú, það verð eg að viður- kenna,” svaraði hann og brosti. “Þegar eg var smá strákur var eg ákaflega líkhræddur, og er það hálf einkennilegur leikur örlaganna að þetta skyldi verða æfistarf mitt.” Eg samþykti það, en varð að setja á mig fararsnið, því það va^i' orðið álitið dags. Áður en eg fór skoðaði eg þó nokkrar fjöl- skyldumyndir, þar á meðal af einu af 12 börnum Bardals, Njáli syni hans, sem er í chnadiska hernum og er stríðsfangi Japana í Hong Kong. Eg kvaddi graf- arann með virktum og lagði af stað í samkvæmi með nokkrum öðrum löndum. Eg átti þó eftir að sjá vin minn Bardal aftur þennan dag. Þegar eg kom heim rétt fyrir miðnætti, beið hann mín þar í bíl sínum og bað mig að stíga inn í hann. Eg gerði það og hann ók af stað. Eg spurði, hvað nú væri á seiði, en hann sagðist aðeins ætla að sýna mér dálítið. Eftir nokkra stund gat eg veitt upp úr honum hvað það var. Þrír viðskiftavin- BREZKAR HERDEILDIR TAKA TAMU Það var auglýst frá suð-austur Asíu, að fjórtánda brezka herdeildin hefði farið yfir Burrna línuna 6. ágúst s. 1., til að hertaka bæinn Tamu, sem er í Kabaw dalnum. Þó bærinn sé lítill, er hann samt mjög þýðingarmikill, og hefir nú verið gerður að mjög áríðandi forðabúri fyrir hinar sækjandi her- sveitar sambandsþjóðanna. Japanir höfðu skemt bæinn tals- ’ vert áður ien þeir voru reknir þaðan í burtu og gereyðilagt mörg af hinum Buddisku hofum er þar stóðu. — Á mynd- inni sézt japanskur skreðdreki er fór í lamasess í viðureign- inni, og er verið að toga hann í forðabúr sambandsmanna nálægt Tamu. ir höfðu komið á útfararheimilið síðan eð fór frá honum um dag-1 inn, og nú vildi hann endilega sýna mér, hvernig þeir byggju um þetta. Mér var satt að segja ekkert um að fara að skoða viðskifta- vini grafarans um miðja nótt, en það varð engu tauti við Arin- björn komið. Eg varð því að telja í mig kjark og bera 'mig mannalega. . Tunglið óð í skýjunum, þegar við stoppuðum fyrir utan útfar- arheimili Bardals. Hann gekk á undan inn, en eg trítlaði rétt fyrir aftan hann. Það var slökt í kapellunni, en hann kveikti á draugalegum lampaljósum, og sjá! Þarna stóðu uppi þrj ár kist- ur. Bardal gekk að þeim og opnaði þær allar, heldur hróðug- ur á svipinn. Eg leit á líkin, beit á jaxlinn, og bað hinn almáttuga í hljóði að blessa sálir þeirra, mína og ekki sízt Bardals. \ Er eg hafði séð nægju mína af viðskiftavinum útfararstj órans, ók hann mér heim og var jafn fjörugur og um miðjan dag. — Áður en hann skildi við mig, gaf hann mér það heillaráð, að eg gæti lesið bænir mínar áður en eg færi að sofa, ef ske kynni að mér liði illa. ▲ Bardal er ötull maður og starfssamur. Hann hefir unnið mikið fyrir ýms félagssamtök, bæði íslenzk og canadisk. Sér- stöku ástfóstri hefir hann tekið við bindindissamtökin, því að hann er stakur reglumaður. — Hefir hann í meira en aldarfjórð- ung verið stórtemplar Manitoba og verið fulltrúi Canada á mörg- um alþjóða stórstúkuþingum. — Hann hefir á ferðalögum sínum jafnan reynt að koma við á Is- landi, og verið þar fimm sinnum síðan hann fór vestur um haf 1888. Með tvær hendur tómar fór Bardal að heiman, en þær og ó- þreytandi elja dugðu honum eins og svo mörgum öðrum land • nemum í Vesturheimi. Það var vel sagt af blaði útfararstjóra í Canada fyrir nokkru, er það komst svo að orði, að Bardal væri þjóð sinni, sem hefði lagt til svo marga ágæta Canada- menn, — til mikils sóma. A Áður en eg fór frá Winnipeg sýndi Bardal mér kirkjugarð borgarinnar, — um hábjartan dag þó. Hvíla þar margir Is- lendingar. Þegar við ókum aft- ur til borgarinnar, sagði Bardal brosandi, að eg væri einn þeirra fáu, sem hann hefði farið með í kirkjugarðinn, sem kæmust það- an aftur! Sem betur fer, varð mér hugsað.—Alþbl. ANDLÁTSFREGN Undir þunga áföllum lífsins, — við lát elskaðs sonar þeirra — í veikindum hennar — kvörtuðu þau aldrei við neinn, en báru jafnan höfuð hátt, hvort sem vel gekk eða mótvindi var að mæta. Vinátta þeirra var trúföst og djúptæk. — Á 60 ára samfygld með manni sínum naut Kristín ástar hans og virðingar, — og umönnunar hans og sona þeirra, eftir því sem þeim var framast. auðið í té að láta. Lausn dauð- ans, sem var langþráð af henn- ar hálfu, lauk heiðarlegum æfi- ferli merkrar íslenzkrar konu. Útförin fór fram þann 23. nóv. frá útfararstofu Mr. Langrills, og frá kirkju Selkirk safnaðar. Blaðið Vísir í Reykjavík er vinsamlega beðið að birta þessa dánarfregn. S. Ólafsson FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI LESTÐ HEIMSKRINGLU— bezta íslenzka fréttablaðið Mrs. Kristín Björnsson, kona Stefáns trésmiðs Björnssonar í Selkirk, andaðist á almenna sjúkrahúsinu þar þann 20. nóv. síðdegis. Hún var fædd 21. des. 1862, að Meiðastöðum í Garði í Gull- bringusýslu, dóttir heiðurshjón- anna Árna Þorvaldssonar, hreppstjóra á Innra-Hólmi í sömu sýslu og fyrri konu hans Solveigar Þórðardóttir; voru for- eldrar Kristínar þróttmikið og dugandi fólk af góðum ættum komin. Ung að aldri giftist Kristín Stefáni Björnssyni Guðmunds- sonar frá Kjartansstöðum og Sig- ríðar Bjarnadóttur konu hans. Ætt hans er hin merka og marg- menna Sjáfarborgarætt í Skaga- firði. Stefán fóstraðist upp á Ingveldarstöðum . á Reykja- strönd, þar bjuggu þau Kristín og Stefán um hríð, áður en þau fluttu vestur um haf árið 1886. Rúm þrjú ár bjuggu þau í grend við Árnes í Nýja Islandi, en fluttu til Selkirk, árið 1890, og bjuggu þar þaðan af, — full 54 ár. Þeim varð fjögra barna auðið: elztur er Árni, smiður í Selkirk, býr með föður sínum; Stefán, læknir, kv. Önnu Eugene Emery. látinn 21. sept. 1934, þau áttu tvo sonu, annar þeirra er Nor- mann læknir; Bjarni, smiður, heima, með föður sínum og bróð- ur; Solveig Anna, gift Thos. H. Hawken, Miami, Man.. Systur- dóttir hinnar látnu er Mrs. Ragna Björnsson, Víðisbygð, Man. Mörg skyldmenni eru á lífi á Islandi, munu þau flest bú- sett í Reykjavík og um Suður- land. Kristin var kona þróttmikil og sjálfstæð að upplagi til. — Lengst æfinnar var hún heilsu- styrk, og leysti annir og skyldu- störf sín afburða vel af hendi. Fyrir nokkrum'árum fékk hún áfall, svo þaðan af mátti hún ekki í fætur stíga, var rúmliggj- andi þaðan af og leið oft miklar þjáningar. Liðu síðustu árin hjá með seinagangi þeim, sem elli og sjúkleika eru tíðum sam- fara. Þá, sem á undangenginni æfi, sýndi hún þróttlund trúar- innar á Guð, er jafnan hafði ver- ið hennar styrka stoð. Kristín var ein af stofnendum Kvenfél Selkirk safnaðar, mikilsmelin og áhrifarík í þeirra hópi —- áratug- um saman, bæði voru þau Björn- sons hjónin meðal frumherja Selkirk safnaðar. Sjálfstæði í skoðunum og af- stöðu allri, sem löngum hefir verið talið mikils um vert sér- kenni íslenzks fólks einkendi hugarstefnu Kristínar og Stef- áns manns henanr og heimilis þeirra, bæði inn á við og út á við. Styrkir Rockefellers-stofnunin rannsóknarstöð að Keldum í Mosfellssveit? Meiri hluti fjárveitinganefnd- ar flytur í Sþ. svohljóðandi þingsályktunartillögu: “Alþingi ályktar- að heimila ríkisstjórninni að verja af tekju- afgan^i yfirstandandi árs alt að 750 Iþús. krónum til þess að koma upp rannsóknarstöð í búfjár- sjúkdómum á Keldum í Mos- fallssveit, enda komi jafnhátt framlag á móti annarsstaðar að.” Þingsályktunartillaga þessi var rædd á Alþingi á föstudag. Pjetur Ottesen hafði framsögu f.h. meirihluta nefndarinnar, sem flytur tillöguna. —'Hann skýrði frá því; að fyrv. atvinnu- málaráðherra hefði ritað fjár- veitinganefnd bréf og farið fram á að nefndin flytti þetta mál inn í þingið, þar eð líkur væru fyrir því að Rockefeller-stofnunin í Bandaríkjunum myndi veita fé til rannsóknarstöðvarinnar, alt að helmingi stofnkostnaðar. Fjármálaráðh., Pjetur Mag- nússon gaf eftirfarandi upplýs- ingar í málinu: Kostnaðaráætlun um bygg- ingu rannsóknarstöðvar á Keld- um var gerð á s. 1. sumri. Það var Björn Sigurðsson læknir sem samdi þá áætlun, en hann er þessum málum kunnugastur. — Eftir stjórnarskiftin átti eg tal við Björn um málið og skýrði hann mér þá frá, að áætlunin hafi verið gerð í flýti og þyrfti að endurbæta hana. Bað eg Björn að athuga áætlunina og gerði hann það og fékk eg áætl- unina frá honum í síðustu viku. Reyndist hún talsvert hærri en hin fyrri, þannig, að heildar- stofnkostnaðurinn er áætlaður 1.9 milj. kr. í stað 1.5 milj. Þessi endurskoðaða áætlun var strax símuð ræðismanni Islands í New York og lagt fyrir hann að koma henni til Rockefellersstofnunar- Hhagborg II FUEL co. n Dial 21 331 No*U) 21 331 Safnbréf vort innlheldur 15 eða fleiri tegundir af húsblóma fræi sem sér- staklega er valið til þess að veita sen mesta fjölbreytni þeirra teganda er spretta vel inni. Vér getum ekki gefið skrá yfir það eða ábyrgst vissar og ákveðnar tegundir því innihaldinu er breytt af og til. En þetta er mikiil peningaspamaður fyrir þá sem óska eftir indælum húsblómum. Bréfin 15c; 2 bréf 25c, póstfritt. FRl—Vor stórt útsceðisbók íyrir 1945 Aldrei fullkomnari en nú DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario innar. Eg tel því nauðsynlegt, að heimildin í þingsályktunar- tillögunni um framlag ríkisins verði talsvert hærri, eða alt að 1 milj. kr., því að kostnaður við bygging^r munu einnig verða hærri en áætlað var. Eg mun við síðari meðferð málsins koma á framfæri tillögu um, að þessu verði breytt. Eg býst einnig við, sagði fjár- málaráðh. ennfremur, að fjár- veitinganefnd áætli reksturs- kostnaðinn (15—16 þús.) of lágt. En þótt svo reyndist, má ekki setja það fyrir sig, ekki sízt þeg- ar þess er gætt, að á fjárlagafrv. eru veittar 2 V*>' milj. kr. til sauð- fjárveikinnar, án þess þó að þar væri nokkuð tekið fyrir rætur veikinnar. Með slíkri rannsókn- arstöð, sem hér ætti að reisa, yrði reynt að komast fyrir rætur f jár- pestanna. Eg tel sjálfsagt að slík tilraun verði gerð og ekki megi setja það fyrir sig, þótt af því leiði einhvern aukinn kostnað. P. O. þakkaði ráðherra fyrir ágætar undirteknir í málinu og fyrir það, sem hann hefði unnið til heillavæns framgangs þess. Till. var því næst vísað til síð- ari umræðu. ★ í gær var samþykt á Alþingi tillaga til þingsályktunar um byggingu rannsóknarstöðvar bú- fjársjúkdóma á Keldum í Mos- fellssveit. Samkvæmt tillögunni er 1. mi'lj. kr. af tekjuafgangi ársins 1944 veitt í þessu skyni gegn jafn miklu framlagi annarsstað- ar frá.—ísafold, 15. nóv. Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu Prófið kornið að gióðrarmagni Þag er mjög áríðandi að vita frjómagn hverrar korntegundar. Umboðsmaður þinn fyrir Federal ráðstafar prófuninni kostnaðar- laust. John S. Brooks Limited DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og fyrsta flokks “Sea Island Cotton” og egypskum tvinna. Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg Umboðsmaður íyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.