Heimskringla - 13.12.1944, Blaðsíða 5

Heimskringla - 13.12.1944, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 13. DES. 1944 HEIMSKRINGLA V 5. SIÐA JL I FRú SIGRÚN PÁLS- , DóTTIR BLÖNDAL Laugardagskvöldið 2. desem- ber barst mér svohljóðandi sím- skemti frá Islandi: “Sigrún systir mín dó 28. nóvember. Guttormur Pálsson” Þetta skeyti segir lát frú Sig- rúnar Pálsdóttur Blöndal, skól-a- stýru á Húsmæðraskólanum á Hallormsstað í Skógum. Með Sigrúnu er fallin í val gáfaðasti kvenskörungur á Aúst- urlandi og líklega þótt víðar v*ri leitað. Er hætt við því að með dauða hennar sé líka höggv- það skarð í stjórn skólans á Hallormsstað, sem seint verður ^ylt, enda var skólinn andlegt íósturbarn Sigrúnar fyrst og tremst og augasteinn hennar. En svo hefir sagt mér maður, sem nákunnugur er skólum og skóla- málum á Islandi, að skólinn á Hallormsstað hafi mjög borið af oðrum alþýðuskólum íslenzkum 1 niyndarbrag og þakkaði hann það eingöngu skörungsskap og úyggindum skólastýrunnar. Sigrún heitin var borin og barnfædd á Hallormsstað (1883). Foreldrar hennar voru Páll Vig- fússon cand. phil. bóndi á Hall- ormsstað og Elízabet Sigurðar- úóttir prests Gunnarssonar á Hallormsstað. Bróðir sr. Sigurð- ar, afa Sigrúnar, var Gunnar á Hrekku, afi Gunnars Gunnars- .sonar sksálds. iEn faðir Páls Aigfússonar, var, Vigfús prestur Guttormsson prests að Valla- nesi, Pálssonar prests að Val- þjófsstað, Magnússonar lög- réttumanns að Brennistöðum. — Hjörg Stefánsdóttir hét fyrri kona sr. Vigfúsar, áttu þau mörg börn, en upp komust aðeins Páll úóndi á Hallormsstað, er ekki varð langlífur (d. 1884)1) og sr. öuttormur Vigfússon, síðast Prestur í Stöð, er varð allra Presta elztur á sínum tíma, lat- Joumaður mikill og kennari á- §ætur, og fjörmaður fram á elli- ar- Seinni kona sr. Vigfúsar var ^uðríður Jónsdóttir bónda á Gilsá í Breiðdal; þeirra sonur Var Björgvin Vigfússon, síðast sýslumaður á Efra-Hvoli í Rang- árvallasýslu. ' Páll Vigfússon varð, sem sagt ekki langlífur (1851-85)2). Hann kjó á Hallormsstað og var 1884 ritstjóri Austra, fyrsta ölaðs er ú); kom á Austurlandi. Þau Elízabet áttu tvö börn að- eins: Sigrúnu og Guttorm, sem ennþá er skógarvörður á Hall- °rmsstað. Þau systkinin ólust uPp á Hallorm'sstað, hjá móður Slnni. Munu þau snemma hafa °rðið elsk að staðnum, enda er forvelt að hugsa sér yndislegri I stað á Islandi en Hallormsstað í ^kógum. Þar var þá, og er enn, **sti skógur á landinu, og þegar t>au systkinin voru að alast upp Var hann betur meðfarinn held- 11 Svo Óðinn 2:77. 2) Svo H. Herm. ^úmsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunar- skóla í Winnipeg. Upplýsingar gefur: The Viking Press Ltd. 853 Sargent Ave., Winnipeg þJóÐRÆKNISFÉLAG ISLENDINGA por«eti: Dr. Richard Beck University Station, v«rand Forks, North Dakota Allir Islendingar í Ame- Hku ættu að heyra til Pjóðrœknisfélaginu ^fsgjald (þar með fylgir . félagsins ókeypis) ♦A-U0, sendist fjármálarit- P^.Guðmann Levy, 251 J^byst., Winnipeg, Man. ur en skógar víðast hvar annars- staðar, sökum þess að Páll, faðir þeirra, og sr. Sigurður Gunnars- son, afi þeirra, höfðu haft meiri skilning á því að vernda skóginn en flestir aðrir. Þessi skilningur þeirra mun hafa verið nálega eins dæmi á þeim timum, en hitt var ekki eins dæmi að bókmenta- legur áhugi lifði og glæddist á prestsetrum í landinu. Senni- lega hefir sr. Sigurður Gunnars- son þó verið nokkuð óvenjulegur einnig í þeim efnum; hann lét ekki við það lenda að vera þjóð- málaskörungur og héraðshöfð- ingi, heldur fékst hann einnig við útgáfu tímarits (elzta Iðunn) og bar það við að skrifa skáld- sögur, og var sú list þá mjög í bernsku. Þjóðrækni og ætt- jarðarást hefir því verið mjög föstum rótum sett á Hallorms- staðaheimilinu, þegar þau syst- kinin voru að alast upp, og ekki minkaði hún, þegar þau uxu upp og tóku að afla sér mentunar. Tíminn um og eftir aldamótin fram undir stríð var tími mikilla vona og stórra hugsjóna. Flest var að vísu ógert, en nú hylti undir möguleika á því að koma hugsjónum í framkvæmd. Þau systkinin fóru bæði til Danmerk- ur á þessum árum, Guttormur til þess að búa sig undir lífsstarf sitt, skógarvarðarstöðuna, er hann tók við 1909, Sigrún til að menta sig bæði til munns og handa, eins og það var þá kállað. Hún mun hafa verið á danska lýðháskólanum í Askov og þar nam hún eigi aðeins bókleg fræði heldur lagði hún líka stund á vefnað. Sennilega hefir þá þeg- ar vakað fyrir henni að endur- reisa heimilisiðnað á Islandi. Heimilisiðnaður, einkum tóvinna stóð með miklum blóma á Hér- aði, ekki sízt í Fljótsdal og Skóg- um á uppvaxtarárum hennar. En eftir því sem fólkið fækkaði í sveitunum varð erfiðara að halda henni uppi. Sigrún hefir sennilega litið svo á að með nýjum og bættum aðferðum væri unt að vekja áhuga ungra og efnilegra bændadætra á heimilisiðnaði, enda reyndist mörg heimasætan fús til að læra hina fögru vefnaðarlist, eftir að Sigrún fór að halda námsskeið í þeim fræðum. En vefnaðurinn nýji var aðeins einn þáttur í þeirri heimilismenningu, sem Sigrúnu mun hafa dreymt um að skapa ekki aðeins í nágrenni sínu, iheldur einnig á öllu land- inu. Þessvegna þykir mér ekk- ert sennilegra en að Húsmæðra- skólastofnunin á Hallormsstað hafi verið lengi í hug hennar áður en að hún kom loks til framkvæmda. Eftir að Sigrún kom Iheim fékst hún bæði við heimilis- kenslu (m. a. hjá Björgvin Vig- fússyni frænda sínum) og kenslu á vefnaðarnámsskeiðum. Um vefnaðarnámsskeiðin og um heimilisiðnað yfirleitt skrifaði hún í Hlín3) 1917 og 1918. Það ár giftist hún Benedikt Blöndal, búfræðingi, er þá um nokkur ár hafði verið kennari á Eiðum. En árið eftir var Eiðaskóla breytt í alþýðuskóla, og réðust þau hjón- in þá þangað sem kennarar. Eft- ir nokkur ár fóru þau þó þaðan og settust að í Mjóanesi, þar sem þau bjuggu búi sínu en héldu líka uppi skóla á sinn eigin reikning. Þaðan fluttust þau svo að Hallormsstað, þegar Hús- mæðraskólinn var stofnaður þar (1930). Fám árum síðar misti Sigrún mann sinn, er hann varð úti með voveiflegum hætti á Þór- dalsheiði. Þau hjónin höfðu átt einn son er Sigurður heitir. En þótt missir mannsins væri þung- bær, þá hélt Sigrún uppi sömu rausn um skólastjórn og búskap til dauðadags. Þau hjón Benedikt Blöndal og 3) 1 Hlín á hún síðar margar greinar um áhugamál sín: vefn- aðinn, heimiliðiðnaðinn, og mentun kvenna. Sigrún voru lík í því að bæði I voru afbragð annara manna að í gáfum. En í skaplyndi voru; þau mjög ólík. Blöndal var hverjum manni kátari, æringi hinn mesti, en þó enginn veifi- skati. Sigrún var alvarleg og þung á brún og ströng ef því var að skifta. Hún hafði frá æsku óvenjulega skær og hvöss blá augu. Andlitið og svipurinn var ; ekki ólíkur Sigríði Undset. Sig- rún var feitlagin og gerðist | snemma þungfær nokkuð. En þótt þau hjón væru ólík um margt, iþá voru þau sama sinnis um áhugamálin: mentun unga fólksins og áhuginn á því að. vekja unga fólkið til ástar á' heimilinu og ástar á ættjörðinni. i Þau hjón áttu ágætt bókasafn, | sem Blöndal mun aðallega hafa ® safnað, sennilega bezta safn á Austurlandi. Minning þeirra hjóna mun lengi uppi verða. Stefán Einarsson BÓKASAFN “FRóNS” Skráning bóka lestrarfélags- ins er nú lokið, að mestu, og bókalistinn prentaður, og verður safnið opnað til útláns, sunnu- daginn þann 17. des., á vanaleg- um tíma að morgninum, eða frS kl. tíu til tólf. Margar nýjar, dýrar og góðar bækur hafa verið keyptar d safn- ið, nýverið sem auka mun á- nægju fólks að lesa. En það skal tekið hér fram, svo engum misskilning valdi, að strangara eftirlit verður með út- láni bóka úr safninu, hér eftir en verið hefir. Fólk fær ekki að hafa bækurnar vikum saman og jafnvel mánuðum saman endur- gjaldslaust, og lána þær til kunningja sinna og vina. Það verður hver að greiða 5 cent á dag fyrir hverja bók, sem hann ekki skilar á réttum tíma. Að öðrum kosti missir sá eða sú rétt til þess að fá lánaðar bækur úr safninu. Annað. — Notendur bóka- safnsins hafa — sumir hverjir — vanrækt þá sjálfsögðu skyldu, að fara vel með bækur safnsins. Það virðist ekkert hugsa um þá erfiðleika sem við er að%stríða fyrir nefndina, að fá bækur frá Islandi, og það mikla verð, sem greiða verður fyrir þessar bæk- ur, auk árlegs kostnaðar til við- halds mörgum hundruðum bóka. Hér eftir verður því lántakandi að greiða skemdir á bókum “Fróns”, eftir mati bókanefndar og bókavarðar. Ennfremur verð- ur engin framlenging gefin á nýjum bókum. Er það gert til þess, að sem lfestir meðlimir safnsins fái tækifæri að lesa bók- ina á árinu. Hver sem fær bækur lánaðar úr safninu verður að kaupa bóka- listann, sem kostar 25 cent. Eru allir beðnir að hafa þetta í huga þegar þeir koma næst, að fá lán- aðar bækur úr safninu. Mörgum kann að þykja reglur þær, sem hér um ræðir, nokkuð strangar og ósanngjarnar. Eg hygg það verði aðeins fyrst í stað. Þegar fólk fer að hugsa málið rólega, kemst það að þeirri niðurstöðu, að hér sé ekki um ó- sanngirni að ræða. Enginn félagsskapur getur þrifist til lengdar, nema því að eins, að hann fylgi lögum, stund- vísi og reglu. Sé eitthvað af þessu brotið, eða trassað, verður að fylgja því strangar fram næst, til þess, að koma öllu á réttan kjöl aftur, ef hægt er. Vilji fólk ekki sjá nauðsyn þess, að svo sé unnið og starfað til uppbygging- ar, er hugsun þess að úreldast og máttur þess til manntaks og samhéldni að þverra. Er hætt við að félagsskapur, sem af þess- konar kvillum þjáist, eigi sér ekki langan aldur, verði ekki gerðar einhverjar betrunar til- raunir, áður en það er oft seint. Fyrir hönd Frónsnefndarinnar, Davíð Björnsson PERCIVAL INDRIÐI INDRIÐASON 17. okt. 1897 — 7. nóv. 1944 að ræða, og úr því fór honum smá hnignandi og þjáðist mjög, þar til að hann fékk lausn frá öllum sínum meinum. Vinir hans, hinir mörgu, eru allir þakklátir þeirri hvíld sem hann hlotnaðist, en undantekninga- laust sakna hans, eins og sást bezt af því hve margir komu saman í kirkjunni til að kveðja hann er útför hans fór fram. — Hann hafði unnið sér miklar vin- sældir og mun minning hans lifa lengi í hjörtum allra sem hann umgekst. Verði minning hans ætíð blessuð, og guði sé lof að slíkir menn og hann hafa lifað. P. M. P. FJÆR OG NÆR Eftir langvarandi og þungbær- an lasleika, andaðist Percival Indriði Indriðason á heimili sínu, í Oavalier, N. D., 7. nóv- ember, 1944, aðeins 47 ára að aldri. Háttvirtur og mikilsmet- inn af öilum sem þektu hann, var fráfall hans öllum mikið sorgarefni, en þó hlezt föður hans og bræðrum, konu og börn- um. Útförin fór fram frá Trin- ity Evangelical Ghurch í Caval- ier og tóku þátt í athöfninni prestur safnaðarins þar, Rev. Ira E. Herzberg og séra Philip M. Pétursson frá Winnipeg. Fjöldi fólks var viðstaddur, svo að kirkjan var þéttskipuð í bæði efri og neðri salnum. 1 neðri sal hennar var gjallarhorn til þess að sá fjöldi vina sem þar var, gæti einnig fylgst með athöfn- inni. Og bar þessi fjöldi fólks vott um það í hve háu áliti Perci- val var og hve mikilsmetinn. Foreldrar hans voru Kristján Indriðason, sem lifir son sinn, og er til heimilis við Mountain, N.D., og Sigríðar sál. kona hans, dóttir Brynjólfs Brynjólfssonar, ættuð frá Gilsbakka í Austurdal í Skagafjarðarsýslu, og komin af hinni svokallaðri Skjalda- staðaætt. En Kristján er ættað- ur frá Illugastöðum í Ljósavatns- skarði í Eyjafjarðarsýslu. Kristján og Sigríður (d. 7. okt. 1918) eignuðust fimm syni, og var Percival elztur þeirra. Hin- ir bræðurnir eru allir á lífi og hinir efnilegustu menn, sem þeir sækja til ætta sinna, beggja megin. Þeir eru Margnús Brynj- ólfur, Skafti Thórarinn, Kristján Brynjólfur og Stefán. Þessir bræður voru allir viðstaddir út- för bróður síns og hafa látið í ljósi sérstákt þakklæti við föður sinn, fyrir alt það sem hann gerði fyrir þennan elzta bróður, í hans löngu legu og sjúkcfómi. — Hann var ósérhlífinn og vakti yfir honum og veitti honum margvíslega umönnun, langt fram yfir það, sem jafnvel skyld- leikinn krafðist, en sem hann á heiður skilið fyrir, og ástvinir hins látna, og helzt bræðurnir eru honum sérlega þakklátir fyr- ir. Percival heitinn var fæddur á Mountain, N. D., 17. október, 1897, og ólst þar upp. En nú í mörg undanfarin ár, hefir hann átt heima í Cavalier, þar sem kona hans, Adeline Hartje Ind- riðason og fimm börn þeirra dvelja. Elzta barn þeirra, son- ur, Russell Jerome, er í sjóliði Bandaríkjanna, og s. 1. 25 mán- uði hefir verið á stríðsstöðvun- um í Miðjarðarhafinu og At- latnshafinu, en hann var kom- inn heim nökkrum dögum áður en faðir hans dó, og gat þannig verið hjá móður sinni og syst- kinum til að hugga og styrkja á þeim erfiða tíma. Hin systkinin eru Jean, Duane Percival. Joanne og Dennis Lee. Fyrir tæpu ári leitaði Percival lækninga í Rochester, Minn., á Mayo stofnuninni þar. En þær tilraunir, sem þar voru reyndar, tókust ekki, og brátt var séð að um raunverulegan bata var ekki Jólakort Mikið og fallegt úrval af ís- lenzkum og enskum jólakortum. Óvíða fallegri kort á boðstólum. Komið og skoðið þau. Islenzk kort 15c, eða $1.80 dúsínið, póst- frítt út um land. Ensk kort á 5c, lOc og 15c. Björnssons Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg ★ ★ ★ Útsölumenn Ferðahugleiðinga S. Thorkelssonar Björnsons Book Store, Winnipeg Ingvar Gíslason, Steep Rock, Man. G. Lambertsen, Glenboro, Man. Elías Elíasson, Winnipeg Jóh. Einarsson, Calder, Sask. S. S. Anderson, Kandahar, Sask. Rósm. Árnason, Leslie, Sask. John Jóhannsson, Elfros, Sask. Magnús Elíasson, Vancouver Guðm. Þorsteinsson, Portland, Ore. Jónas Sveinsson, Chicago, 111. J. J. Straumfjörð, Blaine, Wash. S. J. Mýrdal, Point Roberts, Wash. Kr. Kristjánsson, Garðar, N. D. H. Hjaltalín, Mountain, N. D. Jón Guðmundsson, Hallson, N.D. J. E. Peterson, Cavalier, N. D. J. J. Middal, Seattle, Wash. Skafti Sigvaldason, Ivanhoe, Minn. » ★ * Heimskringja á fslandi Herra Björn Guðmundsson, Reynimel 52. Reykjavík, hefir aðalumboð fyrir Heimskringlu á Islandi. Eru menn beðnir að komast í samband við hann, við- tríkjandi áskriftar-gjöldum, og einnig allir þeir sem gerast vilja kaupendur hennar, hvar sem er á landinu. Hr. Guðmundsson er gjaldkeri hjá Grænmetisverzlun ríkisins, og þessvegna mjög handhægt fyrir borgarbúa að hitta hann að máli. ★ ★ ★ Kvenfélag Sambandssafnaðar er að undirbúa matsölu, sem haldin verður laugardaginn 16. des. kl. 2 e. h. og að kvöldinu. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU bezta íslenzka fréttablaðið WAR SAVINGS CERTIFICATES Manngildið Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. ^llte 'Uihi+tcj, P*ieAsi jHinuted Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA Manitoba Department of Agriculture & Immigration Prepare Poultry Properly fcr Mcilíet Considerable money is being lost by Manitoba farm- ers because their poultry are being poorly prepared for market. Carload lots can be shipped interprovincially only on grade; and badly prepared birds cannot be graded. The most common defects are these: Blood is left in the mouth—This should be thoroughly washed away with warm water before the birds cool. 1. 2. Feet are Dirty — The feet should be washed clean. 3. The Vents are Not Empty — Matter left in the vent spoils the bird. Empty everý vent. 4. Feathers are not Picked Completely — No feathers whatever should be left on any part of any bird. Regulations made under the “Live Stock and Live Stook Products Act”, a Dominion law, cover all of these points. TO NEGLECT THESE REQUIREMENTS IS TO LOSE MONEY NEEDLESSLY D. L. CAMPBELL, Minister of Agriculture and Immigration —December, 1944.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.