Heimskringla


Heimskringla - 27.12.1944, Qupperneq 1

Heimskringla - 27.12.1944, Qupperneq 1
-------------- We recommend for Your crpproval our "BUTTER-NUT LOAF " CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. We recommend for your approval our " BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. •f------------— - —♦ LIX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN. 27. DES. 1944 NÚMER 13. - Hetmöfertnsla dófear frtbar og belgengté á næétfeomanbt árí FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Sókn Þjóðverja Her bandaþjóðanna á vestur- Vlgvöllunum var fyrir tíu dög- Urri farinn að kreppa svo að Þjóðverjum, að Rínarhéruðin v°ru í hættu. Til þess að afstýra Þeirri hættu, dróg Rundstedt, yfirhershöfðingi Þjóðverja, mik lj5 lið saman á landamærum Luxembourg og Belgíu og gerði fc>á hörðustu árás á her Banda- Þjóðanna, sem gerð hefir verið á vestur-vígstöðvunum. Brausc her Þjóðverja inn í Belgíu, einar ^ mílur til að byrja með, síðan 20 mílur og nú nærri 50 mílur. ^afa útvarpsfregnir frá Þýzka- *andi kallað þetta, að hafa klofið fylkingu Bandamanna. Þó það sé nú of sagt, er ekki því að Ueita, að víglínan hefir svignað °g með þessu áhlaupi hefir hall- að á Bandaþjóðirnar á þessum stoðum. 1 gær voru Þjóðverjar ^omnir nyrst á orustu svæðinu í namunda við Meuse, borg norð- arlega í Belgíu og nokkuð sunn- ar til Roermond, Duren og Mar- che og hafa borgina Liege í Slgti; enn sunnar í Luxembourg' er Arlon keppikeflið, enda skamt Þaðan til Sedan í Frakklandi, som er í þjóðleið til Parísar, þó aHlangt sé þaðan. I þeim grimmu 0rustum, sem háðar hafa verið, hefir lið fallið af hvorutveggja stríðsaðilum, en þó mikið meira at í’jóðverjum. Nokkuð af her- teknum Bandaríkjamönnum, er Sagt að Þjóðverjar hafi myrt á Vlgvellinum; hafi skotið þá nið- Ur- Það hefir nú dregið nokkuð Ur sókn Þjóðverja og er vonað, a® hún hafi verið stöðvuð. En Pví er iþó ekki enn sagt að treysta. Eisenhower yfirhershöfðingi, efir kvatt lið Bandaþjóðanna trl harðrar sóknar og segir þetta ^OMINN HEIM ÚR STRÍÐINU ^"estur Eyþór Sigurðsson d estur Sigurðsson frá Fagra- } Geysisbýgð í Nýja-lslandi, $r 1 hernaði var í Frakklandi á .’ Sumri, kom fyrir viku síðan sn1111 ^ann særðist, fór brot af Qfrengju gegnum kjálkana all- artega, en gem iæknast hefir s- talsverðu leyti, þó menjar ^rs sjáist. Gestur er fæddur 18. ai 1919; hann innritaðist í her- maí 1943. Fór austur um lnn 19. Ist 5nernma a þessu ári, en særð- k0 ^ . a^*' r Frakklandi. Hann hvy11 ^ haka 11. des. Hann er ha a.r ma®ur °g greindur sem ej/*n a ®tt til. Foreldrar hans w Mr- og Mrs. Friðrik P. Sig- °sson. síðustu fjörbrot Þjóðverja, að sókn þeirra verði innan tveggja vikna stöðvuð. En þessi sókn Þjóðverja var óvænt. Menn út í frá bjuggust ekki við að þeir gætu, eins og stríðinu er nú komið, gert slíkt áhlaup; það er meira að segja óvíst, að bandaherinn hafi við því búist. Fyrir Þjóðverjum Ihefir eflaust vakað, að þetta gæti gert Banda- þjóðirnar fúsari til friðar en áð- ur. Eftir þýzkum hermönnum, sem fangar hafa verið teknir í sókninni, er haft, að fyrirliðar þeirra hafi sagt þeim, að þeir yrðu komnir til Parísar um jól. Það brást nú. Hitt er heldur ekki ómögulegt, að áætlunin nú um það, að vera komnir þangað 17. janúar n. k., geti einnig brugðist. • Það er haldið mjög líklegt, að Þjóðverjar hafi orðið að kalla alt' varalið sitt út til þessa áhlaups. Öðruvísi hafi þeir ekki getað hrúgað eins miklu liði á þennan eina stað. Ef svo skyldi nú vera og Þjóðverjar samt ekki græða neitt, sem nokkuð veltur á við þetta, þá gæti svo farið, að þetta yrði þeim til falls. En hvað sem um þetta er, er hitt nú ljóst, að Þjóðverjinn er ekki enn af baki dottinn og Bandaþjóðunum er hollara að hafa gætur á honum ennþá. Það er ofsnemt, að gera ráð fyrir, að alt sé nú þegar búið. Það er miklu líklegra að vera nær sanni, sem Eisenhower sagði fyrir einum eða tveimur mán- uðum, að mestu og mannskæð- ustu orustur þessa stríðs væru enn framundan. — Hann var ekki fyrir skömmu að eggja þjóð sína til meiri vopnaframleiðslu að ástæðulausu. Honum var ljóst það sem örfá blöð bentu á, en allur fjöldi þeirra ekki, að viðureignin mundi harðna, eftir því sem hringurinn utan um Þýzkaland minkaði. Þegar Þjóð- verjar gætu á litlu svæði beitt öllum sínum her, yrði mótstaðan meiri. En á þessu hafa meira að segja sumar stjórnir Bandaþjóð- anna flaskað. Það er skamt síð- an að deilt var um það á sam- bandsþingi Canada, hvort nokk- uð þyrfti meira að gera að því er herafla áhrærir. Col. Ralston gekk illa að sannfæra suma um það. Eftir sigra Runstedts, ætti þetta að vera auðveldara. Churchill og Eden í Aþenu Ohurchill og Eden brugðu sér á jóladaginn til Aþenu. Hafa þeir gert ráð fyrir að hafa fund þar sameiginlega með grísku stjórninni og uppreistarhernum á þriðjudag (í gær kl. 4 e. h.). Sir Harold Alexander, mar- skálkur, ýfirhershöfðingi Mið- jarðarhafshersins, var áður kom- inn til Grikklands. Forseti þessa fundar verður Damaskinos erkibiskup í Aþenu. Nafns hans hefir verið getið, sem væntanlegs ríkisstjóra. — (Eden hafði áður gefið til kynna, að Bretar mundu ánægðir með hann í stað konungs, sem stjórn- anda Grikklands). Forsætisráðherra Bretlands og utanríkisráðherra, höfðu þeg- ar fund með grísku stjórninni (Papandreou-ráðuneytinu). For- Islendingar í Vesturheimi Kæru vinir: Jólahátíðin er að ganga í garð. Jólin eru hátíð heimilanna. Nú sé eg betur inn á heimili ykkar en nokkru sinni áður. Eg kom á sum þeirra, fann og reyndi ylinn og þann anda vináttu og gestrisni, sem þar ríkti. f því sólskini var eg altaf meðan eg dvaldi hjá ykkur síðastliðinn vetur og vor. Mér er fagnaðarefni að geta sent ykkur kveðjur, jafn- framt því, sem eg þakka unaðslegar samverustundir er eg fékk að kynnats ykkur og ást ykkar til Islands og til landa ykkar, sem hér heima dvelja á fslandi. Þótt langt sé í milli okkar, þá sé eg í anda inn í kirkjurnar ykkar nú er jólin koma og þið safnist þar á helgum stundum í tilbeiðslu til hans, sem vakir yfir oss öllum. Eg sé ykkur líka halda jólin heima á heimilunum í ís- lenzkum anda. Mætti sól guðs verma ykkur öll og láta óskir okkar allra um guðs frið á jörðu rætast. Mætti friður og fögn- uður hinnar fyrstu jólahátíðar gagntaka hjörtu ykkar allra, hinna aldurhnignu, fulltíða mannsins og æskunnar og vekja ykkur nýjar vonir til framtíðarinnar. Hér heima á íslandi mun verða hugsað til yðar allra um jólin með blessunaróskum og þess beðið, að líf ykkar í fjar- lægu landi megi verða hamingjuríkt. Fjöllin ykkar heima eru komin í jólafötin. Þau standa þögul og tignarleg og fögur, eins og þið mörg ykkar sáuð þau á yngri árum. Þau bíða eftir því að þið vinir þeirra í Vestur- heimi sjáið þau aftur, þegar ský ófriðarins eru liðin hjá og vinafundir hefjast á ný um heim allan. Mættum vér íslendingar beggja vegna hafsins, sem flest- um stundum, fá tækifæri til að taka saman höndum í ein- lægni, bróðurhug og kærleika. Guð blessi alla Íslendinga í Vesturheimi og gefi þeim gleðileg jól og bjarta framtíðardaga. —Reykjavík, 8. des. 1944. Sigurgeir Sigurðsson Við fráfall læknishjónanna SIGRÚNAR OG FRIÐGEIRS ÓLASONAR OG ÞRIGGJA BARNA ÞEIRRA ingjar uppreistarmanna hafa verið boðaðir á fund, en þegar þetta er skrifað, hefir ekki verið hermt, hvort þeir taki boðinu; þykir þó líklegt að þeir geri það og því fremur, sem þeim er loíað allri vernd og málin frá þeirra hálfu, verði sanngjarnlega í'hug- uð og vegin. En hernaðurinn hélt áfram í gær, sem áður. 50 ÁRA GIFTINGAR- AFMÆLI í tilefni af fimtíu ára gifting- arafmæli Jóhanns Péturs Mag- nússonar og Ólafar Össursdóttur konu hans, kom vinahópur sam- an á heimili dóttur þeirra, Mrs. E. Árnasop, 674 Banning St., til að óska þeim alls góðs og að sam- Islanö mörgum svöðusárum særinn löngum hjó. Þyngra er en taki tárum tapið þess er dó. Harmljóð berst úr hafsins bárum. Haf er grafarþró. Sárt er þegar silfurkerin sökkva 'hafs í grafarþró. Ei skal harma, hins skal minnast — huggun sú er blíð — óslitið var yndi að kýnnast ykkur fyr og síð, og við munum aftur finnast eftir litla hríð. Hlakka eg til himinfunda hugrór eftir þeim eg bíð. Marga stund við sátum saman sæl og hrifin öll. Lífið alt var gleði og gaman, glóði veröld öll. Til að höndla hæsta framann hræddust þið ei fjöll. Hræddust aldrei örðugleika, úthafsbrim né reginfjöll. Stóðu þið í stríði hörðu, stöðug sóknin var, til að færa fósturjörðu fylling menningar. Þið hafið sett hjá vegi vörðu, vita æskunnar. Skæran vita vel að lýsa vegum skólaæskunnar. fagna þeim, sunnudaginn 29. okt. s. 1. En giftingarafmæli þeirra hafði verið nokkrum dög- um fyr. Þau voru gift 11. okt. 1894 á Hvallátrum vestra á Pat- reksfirði á íslandi. Jóhann er sonur Magnúsar Péturssonar og Þóru Jónsdóttur og var fæddur í Siglunesi á Patreksströnd í Barðastrandasýslu, en Ólöf er dóttir Össurs Össurssonar og Guðrúnar Snæbjarnardóttur og er einnig ættuð frá Barða- strandasýslu. Þau komu til Canada árið 191L og settust að í Winnipeg, og fluttu síðan til Árborgar 1917, þar sem þau bjuggu mörg ár, þar til að þau komu aftur til Winni- peg fyrir fjórum árum. Þau eiga nú heima hjá dóttur sinni, Thóru, (Mrs. E. Árnason) 674 Banning St., og hér hafa þau eignast marga vini sem óska þeim allra heilla er þau horfa fram með góðum hug, með þessi fimtíu hjúskaparár að baki sér. Þau eignuðust fjórar dætur sem eru allar giftar, þrjár til heimilis hér í Winnipeg en ein vestur í British Columbia. Guð- rún er gift Páli Johnson; Thóra er gift Einari Árnasyni, sem er Lieut.-Colonel í Canada-hernum og nú staddur á Frakklandi; Edna er gift Dr. Roy Haugen í Armstrong, B. C., þar sem hann stundar lækningastarfsemi; Fan- ney, var gift Inga sál. Stefáns- syni, sem dó 13. júní 1943. Auk þessara dætra, eru sex barna- börn. Veglega var borið á borð, er vinirnir komu, einn og einn eða í smáhópum inn á heimilið til að taka í höndina á fimtíu ára brúð- hjónunum, til að drekka kaffi- sopa með þeim og að óska þeim alls góðs. Engar ræður voru fluttar, en þess var ekki þörf, því að eitt hlýtt handartak flyt- ur þýðingarmeira mál en mörg Heim til íslands óstöðvandi ykkur seiddi þrá. Heimatrygðar bundin bandi bjuggust þið á sjá, fegin vilduð fósturlandi færa niðja þrjá, öllu dýrri, yndislegu englana ykkar litlu þrjá. Eykonunnar fast við fætur förin enduð var. Þar sem dauði sjávar sætur sál í hæðir bar. — Ástrík börn sín ísland grætur yzt í köldum mar. Framavonir fóstran grætur faldar djúpt í köldum mar. Hér er styrjöld, voði, vafi, varmenskunnar ból — Velkomin og heil af hafi heim í Drottins skjól, þar sem allra gæða gjafi gefur himnesk jól, gefur ykkur óendanleg alkærleikans dýrðarjól. ★ Drottinn, græð þú sorgarsárin svo að hugur megni að sjá góðvinina gegnum tárin glaða ofar sorg og þrá. Lát oss skiljast eftir árin að vér munum finna þá. Sjónhverfing er sorg og dauði sem oss aldrei granda má. Steingrímur Arason orð geta gert, — og þeir voru margir sem tóku í hendurnar á þeim þennan dag. Æfidagur þeirra er farinn að styttast, en sólin er enn hátt á lofti, ímynd gleði og áhuga fyrir flestu sem er að gerast. Og vin- ir þeirra allir og ætímenni, óska þeim margra fagnaðarríkra stunda enn, á meðan að ljósið skín og birta dagsins upplýsir æfibraut þeirra. P. M. P. FRÁ RÆÐISMANNI ÍSLANDS í WINNIPEG 21. desember 1944 Ritstjóri Heimskringlu, 853 Sargent Ave., City. Eftirfarandi símskeyti hefir borist ræðismannsskrifstofunni frá ihr. Árna G. Eylands forseta Þjóðræknisfélags Islendinga á ís- landi: “Please convey our best Christmas and New Years wish- es to the Icelandic National League and all Icelanders in America from Þjóðræknisfélag- inu. Arni Eylands” Virðingarfylst, Grettir Leo Johannson ræðismaður Dánarfregn Jóladagskvöldið andaðist á j Grace Hospital í Winnipeg, Goð- munda Haraldsdóttir, kona Þ. Þ. Þorsteinssonar, skálds í Winni- peg, tæplega sextug að aldri. — Kveðjuathöfn fer fram frá Sam- bandskirkjunni á föstudaginn, 29. des. kl. 2 e. h. Seinna verður líkið flutt suður til Minneapolis á líkbrenslustofu þar. Útfarar- stofa Bardals sér um athöfnina hér, og flutning á líkinu suður. Eftir sérstakri beiðni hinnar látnu, er þess æskt að vinir sendi ekki blóm. Maðurinn, sem hann skaut Eftir A. C. Swinburne Ef hefðum við af hending mæzt í hrumum, fornum greiðastað, við hefðum sezt og masað margt, og margoft endurtekið það. En fundum okkar fyrsta sinn í fylkingunum saman bar. — Með styrk og hörku stóðum við og störðum hvor á annan þar. En aðeins leifturstutta stund við störðum — hvor á annan skaut; af hending varð eg honum fyr, og hann að jörðu dauður laut. Eg skaut hann vegna — vegna hvers? Jú, vegna þess að hann — að hann var fjandmaður — þó fann eg það var fjarskylt mér að vega mann. Já, fjandmaður -— það var hann víst — þó veit eg ekki neitt um hann: Hvort var hann þetta?, var hann hitt? — Nei, veit ei neitt um þennan mann. Ef til vill hann í herinn fór í hasti eins og — eins og eg. Ef til vill var hann vinnulaus og vinna engin fáanleg. Hvað þau eru skrítin þessi stríð; oft þar í fylking einhvern mann í fyrsta sinni sjáum við, og svifalaust við skjótum hann. Ef sama manninn hefðum hitt af hending inni’ á greiðastað, við hefðum sezt og masað margt, og margoft endurtekið það. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.