Heimskringla - 27.12.1944, Blaðsíða 2

Heimskringla - 27.12.1944, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. DES. 1944 Hicimskringla (StofnuB 181«) Kemur út ó hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsíml 86 537 Ver8 blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist íyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: Manafer J. B. SKAPTASON, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 86 537 WINNIPEG, 27. DES. 1944 Áramótin Það lítur ekki út fyrir að við þessi áramót sem nú fara í hönd, sé mikilla áraskifta (þ. e. breytinga) að vænta. Komandi ár mun teljast með undanförnum stríðsárum, ekki sízt af því að dæma, sem síðustu dagana hefir verið að gerast í Evrópu. Of skuggsýn- um augum ætti þó ekki enn á það að líta. Innan um fréttirnar er gefið í skyn að Þjóðverjar verði stöðvaðir innan nokkra daga í Belgíu. En það er þó ekki til neins að dylja hitt, að sókn Þjóðverja á vesturvígstöðvunum hefir tafið vetrarsóknina, eftir áætlun Eisenhowers. Annað, sem ekki er heldur eins æskilegt og margur hefði viljað, eru borgara-uppreistirnar í þeim löndum Evrópu, sem bjargað hefir verið úr klóm nazista og sem ekki hefir unnist fórnarlaust. En vonandi rætist betur úr þessu öllu, en áhorfist þessa stundina. Hinu skildi nú Iheldur ekki gleymt, að það var fyrst á liðnu ári, sem sigurvonin varð að fullri vissu hjá Bandaþjóðunum. Það verður vonandi það atriði í reikningi ársins 1944, sem þungt verð- ur á metum og flestu mikilsverðara. Eins og horfurnar út á við eru enn ekki það, sem æskilegt væri, eins eru þær heima fyrir, bæði í Canada og flestum öðrum löndum, í óskapnaði og öngþveiti. Jafnvel þó stríðið endist alt árið, kemur að líkindum til þess, að búa þjóðfélagsreksturinn undir það sem við tekur, að stríði loknu, og sem fólgið er í því, að finna þeim atvinnu, sem leystir verða úr hernum erlendis og her- gagnaþjónustu heima fyrir. Það er sagt að búið sé að hugsa fyrir þessu öllu, en samt eru menn nú, sem frá herframleiðslu eru leystir í náð, atvinnulausir, og í Winnipeg og eflaust víðar einnig húsnæðislausir. Gleðirík iheimkoma, er ekki svo? Þetta stafar af því, að iðnaður í bæjum öllum hefir tekið risaskref, en alt í þágu stríðsins, og íbúum bæjanna hefir fjölgað. Úr þessum vandræð- um verður aðeins leyst með auknum iðnaði, en satt bezt sagt, bólar ekkert á honum ennþá. Húsabyggingar eru hér í bráðina mest aðkallandi, en þó er svo að sjá, þrátt fyrir herför dagblaðanna hér í bæ, einkum blaðsins “Winnipeg Tribune”, sem hvorki sambands-, fylkis- eða bæjarstjórn séu farnar að skipuleggja neitt starf í þessa átt; og af öðrum virðist ekki mikils að vænta. Þetta blasir nú við augum manna af áramótasjónarhólnum í þetta sinn. Það er ekki hægt að kalla það vonbjart, en ekki er til neins að örvænta. Það er einnig nokkuð til, sem birtu vekur að minsta kosti íbúum þessa lands. Það eru nægtir kjörlandsins góða, Canada. Það hefir gert undraverk í þessu stríði og það getur auðvitað alveg eins, og ekki síður, gert það á friðartímum. Það er og stundum talað um, að mönnunum sé ekki að verða neitt ómögulegt og hefir mörgu fjarstæðara verið haldið fram. En jafnvel þó svo sé ekki, er framförum mannanna komið í það horf, að þeir ætíú engu að þurfa að kvíða um framtíð sína, allra sízt í þessu landi, ef hver þjóðfélagsborgari gerir sitt bezta til að stuðla að velmegun fjöldans, bætir í búi sambýlisins, en einblínir ekki á eigin hag. 1 þeirri von og henni einni, að þeir geri það, getum við boðið hvert öðru gleðilegt komandi ár! HREINDÝRARÆKT í NORÐUR CANADA Þó menn óski hver öðrum gleðilegra jóla í ár, eins og vant er, þá vitum við að þessi jól geta ómögulega haft hina venjulegu jólagleði í för með sér. Það eru svo margir vinir fjarverandi, dreifðir um allar heimsálfur, í hernum, á sjó, á landi eða í loft- hernum. Og margir sem eftir sitja eiga um sárt að binda. Samt kom Sankti Kláus til Winnipeg eins og önnur ár, því börnin verða að fá að njóta jól- anna. Og við vonum að þau börn sem nú njóta jólanna, hvar og hver sem þau eru, verði þeim mun vitrari þegar þau eru upp- vaxin, en við, að þau láti ekki geigvænlegan ófrið eyðileggja jólagleði barna sinna. Sankti Kláus hafði með sér hreindýr í ár, eins og jólasögur segja að eigi að vera. Hreindýr eru hér sjaldséðir gestir, því þetta er ekki heimaland þeirra. Margan mun því hafa langað til að vita hvaðan þessi dýr væru komin. Það eru hreindýrahjarð- ir í Norður Canada og því líklegt að þessi dýr hafi verið flutt það- an. Saga þessara hjarða er eitt lítið sýnishorn þess sem afkasta mætti mönnunum til blessunar ef þjóðirnar gætu aðeins lifað í sátt hver við aðra og notað kraft- ana til að byggja upp heldur en til þess að rífa niður og eyði- leggja. 1 Canada búa um 7000 Eski- móar, nærri allir á strönd Norð- ur-íshafsins. 1 margar aldir hef- ir þetta fólk lifað á veiðum. Þeir hafa aðallega treyst á sjávardýr (seli, rostunga, hvali, fisk) og svo Caribou dýr, af landdýrum, sér til viðurværis. Sérstaklega voru þessi síðastnefndu dýr á- kjósanleg veiði. Eskimóar og Indíánar átu kjötið, bjuggu sér til klæði úr húðunum, ýms verk- færi úr hornunum og, beinunum — í stuttu máli, alt var notað. Þegar Caribou veiðin brást, þá var þröngt í búinu. Áður fyr voru Caribou hjarð- irnar í norðvestur héruðunum álíka eins og vísundahjarðirnar á vestur sléttunum þegar hvítir menn komu hingað. Eftir að Eskimóar og Indíánar fengu ný- móðins byssur og riffla, var svo auðvelt að drepa dýrin að mörg fleiri voru skotin en hægt var að nota, fór svo að ekki var lengur hægt að treysta á þessa veiði. Gekk þetta svo langt að í sumum héruðum var fólkið bjarglaust nema það gæti veitt loðdýr og selt belgina af þeim fyrir mat- /öru og aðrar nauðsynjar. Stund- um brást þessi veiði og þá fór illa, því þá hafði það hvorki mat eða klæði. Síðari hluta nítjándu aldar voru hreindýr flutt frá Síberíu til Alaska og Eskimóum þar kent að nota dýrin sér til viðurværis. Þessi tilraun gekk vel. Dominion-stjórnin hugsaði sér nú að gera slíka tilraun í Norð- ur Canada. Nefnd sem skipuð var til þess að rannsaka hvar haglendi væri bezt fyrir dýrin, ráðlagði að þau væri sett í 'hér- aðið fyrir austan mynni Mac- Kenzie fljótsins og norðaustur með íshafsströndinni. Síðan keypti stjórnin 3,400 'hreindýr af félagi í Alaska, og fylgdi það samningnum að félag- ið annaðist rekstur á dýrunum í nýja heimkynnið þeirra. Voru fengnir nokkrir Lappar til að hafa umsjón á rekstrinum og Eskimóar til að aðstoða þá. Reksturinn hófst frá vestur- strönd Alaska í desember 1929. Er sagan af þessu langa og erf- iða ferðalagi all merkileg, því ekki gek kalt slysalaust. Hrein- dýr eru ekkert hrifin af lang- ferðum, en vilja sem mest vera heima. Séu þau rekin úr heima- högum er heimþráin sterk og sækja þau fast að komast til baka. Svo fór nú, og töpuðust æði mörg af þessari ástæðu. Svo urðu sum úlfum og öðrum dýr- um að bráð — og önnur fórust af ýmsum öðrum slysförum. Það var ekki fyr en í marz 1935, að hjörðinni var skilað umboðsmönnum Canada stjórn- ar í hinu nýja heimalandi. Hafði þá reksturinn staðið yfir í liðug 5 ár. Aðeins fimti hluti af hjörðinni sem Canada-stjórn tók við, voru dýr sem lagt höfðu af stað í Alaska. Hin höfðu fæðst á leiðinni. Hjörðin, sem komst alla leið var því alt önnur en sú sem lagði af stað. 1 alt voru nú í hjörðinni um 2400 dýr. Lappar voru fengnir frá Nor- egi til að kenna Eskimóum hvernig fara ætti með dýrin svo þau yrðu að sem mestum notum. Þetta hefir svo alt gengið ágæt- lega. Nú, sem stendur, teljast um 9000 hreindýr í Norður-Can- ada. 1 desember 1938 voru 950 dýr flutt um 150 mílur austur með ströndinni og var hún fengin tveim Eskimóum sem þá voru orðnir vanir hjarðmenn. Eiga þeir að gæta hennar unz þeir geta skilað stjórninni 950 dýr- um (jafnmörgum og þeir fenguL Þá eiga þeir hjörðina frá þeim tíma. Tveim árum síðar var öðrum Eskimóum fengin hjörð (850 dýr) upp á sömu kjör. — Þannig er Canada-stjórn að kenna Eskimóum ög Indíánum kvikfjárrækt og bændasiði. Þetta hefði einhverntíma verið talið ó- mögulegt en virðist nú ætla að ganga óskum framar. Hreindýr eru smá, skrokkarn- ir tilgerðir, vega 140—170 pund. Landslagið þar nyrðra virðist eiga vel við þau því hjarðirnar vaxa óðfluga, og hafa dýrin góða heilsu. Þau eru skoðuð og talin á hverju ári og því slátrað sem bezt þykir mega missa sig. Þegar íbúar norðurlandsins hafa sínar ihreindýrahjarðir og kunna með þær að fara, þurfa þeir ekki lengur að kvíða því að veiðin bregðist. Þeir hafa æfin- lega mat og klæði. J. G. J. Aths.: Þessi ágæta grein var skrifuð fyrir jólablað Hkr., en varð vegna rúmleysis að bíða eins og fleiri greinar og kvæði. Er höfundur beðinn velvirðing- ar á þessu. — Hkr. Þann 12. desember s. 1. lézt á sjúkrahúsi í Calgary, Alta., ís- lenzk kona, Mrs. Guðfríður Hansen, 78 ára að aldri. Hún var fædd 1866, en kom vestur um haf 1913, settist að í River- ton og bjó þar unz hún flutti 1938 til Calgary. Hana lifa ein dóttir, Mrs. T. Christiansen og Binn sonur^ Ingi, í hernum fyrir handan haf. BRÉF I Heimskringlu 29. nóv. 1944 er kvæði eftir Guðrúnu Jólhanns- dóttur frá Brautarholti, tekið upp úr Lesb. Mbl. Þetta er vel hugsað og menn- ingarlegt kvæði — sorgblandið. 1 síðustu línu 6. erindis er Eddu-kenning, sem eg vil gefa nokkrar upplýsingar um, sem sé “Opið Ginnungagap”. Skáldkonan notar Ginnunga- gap sem loka takmark hernaðar- vitfirringu veraldarinnar. Þetta er nú ekki illa til líkingar tekið. Ginnungagap er forn Eddu- kenning, eða þó öllu heldur á- kveðið nafn á sérstökum stór- flóa — sem sé — Persaflóanum, sem gengur upp í landið þar sem Euphrates-fljótið fellur til sjáv- ar. Fyrst í Persaflóann (Ginn- ungagap) og því næst í Oman flóann og þá í Araba sjóinn. Persaflóinn hét til forna “Ginnung Gulf”, in Edda text “Gap Ginnunga” or Gape or Gulf of Ginnunga, dregið af sumerian nafninu á þessum flóa, sem eg gef ekki hér. Ása Þór konungur ríkti 3380— 3350 f. kr.; þá gekk þessi flói mikið lengra inn í landið. Orð þetta þýðir “Gapandi hrædýrs kjaftur” eða “gapandi kjaftur”, sem gleypti öll vötn, sem suður féllu í þetta “Ginnungagap”, sem Islendingar nota stundum í skrif- um sínum. Samt er ætlast til, af lærðum og ólærðum Islendingum, að þetta Ginnungagap sé einhver óskapleg — takmarkalaus víð- átta, úti í geiminn, 'helzt á und- an sköpun heimsins. Sköpun heimsins og allar þær bollaleggingar heimspekinganna var ekki neitt sérstakt viðfangs- efni, forföður vors, Ása Þórs og goðanna, guðanna sem réðu og stjórnuðu heiminum á þeim (þeirra) dögum. Heldur var þeirra mesta verkefni að sið- menta vankunnandi, mislitt fólk í ríki sínu, sem þeim tókst prýði- lega vel að leysa af hendi. Á hinn bóginn, höfðu þeir einnig (goðarnir guðirnir). á- kveðnar skoðanir (kenningar) um alheiminn og drýðlegt mann- lífið, sem var í þeirra vitund, það helgasta jarðneska (alheims) atriðið sem krafðist ljúflegrar varðveizlu af lávarðum (lords, ásum, Ása) drottnum jarðarinn- ar, hinum hvítu guðum (goð- um). Þessi myndarlega menningar- stefna Ásanna barst um allan heiminn: til Kína, til Japan, til Indlands (Asíu). (Jafnvel nú rétt nýlega heyrði eg í útvarp um hátíðahald í Japan, sem er beinn trúarlegur arfur frá Ása Þór. Þar ræðir um tvö helgisiða atriði, sem er of langt að útskýra hér); þekking Ása Þórs í trúar- kenningum (siðum) og stjórnar lögmálum barst til Egyptalands og þaðan til Grikkja og Róm- verja, (sjá Hellas, Ágúst Bjarna- son, íslenzki heimspekingurinn sem öllum Islendingum á að vera kunnugt um). Þau trúarbörgð sem heimur- inn nú notar á margvíslegan hátt, áttu sinn uppruna í sið- menningu Ása Þórs forföður vors hvíta Norðurlanda mann- fólksins á þessari jörð. Mínar heimildir eru “The Bri- tish Edda,” sem eg fyrst sá í feb. 1944, og hafði að láni í nokkra mánuði. Þetta eru dýrðleg forn fræði, sem öllum íslendingum kemur mikið við, persónulega og sem þjóðarheild. Það er alveg ómögulegt fyrir lærða Islendinga að vitna í vor fornu helgirit fyrri en þeir kunna skil á þeim, og hafa hafn- að öllum misskilningi Snorra Sturlusonar. Eg hefi rekist á tilvitnanir í forn Eddukvæði, af vorum beztu íslenzku skáldum: Matthíasi, Steingrími, Hannesi, St. G. St. og fleirum, jafnvel Þorsteinn Erlingsson er ekki laus við mis- skilning, þó hann syndgaði allra minst, vegna þess að hann var svo skarpgáfaður maður, og bar virðingu fyrir vorum fornu holl- vættum. Allar þessar tilvitn- anir þeirra gáfuðu og hálærðu manna verða að hugsanavillu af því þeir treystu Snorra. Við þetta er ekki unandi. Eg dróg athygli Þjóðræknis- félagsins að þessu atriði á síð- asta þingi þess 1944, með skrif- uðu skeyti, sem eg frétti um að hefði þó komist til skila. Eg geri mér vonir um, að löng- un þeirra til að vita hið rétta um Eddu-fræðin, örfi þá til að at- huga þessi fornu mennigar sann- indi forfeðra vorra. Þetta eru spennandi dýrðleg sannsöguleg fræði, öllu íslenzku fólki við- komandi. I þriðju vísu Völuspá (á að vera Völusjá, það er hið rétta), er orðið “gap var Ginnunga”; í þessari vönduðu bók eru svo skýringar á ölluní vísunum, eft- ir Sigurð Nordal, skarpgáfaðann íslenzkan fræðimann. En — all- ar skýringarnar fara fyrir ofan H HAGB0RG FUEL C0. H ★ Dial 21 331 no'FU) 21 331 og neðan garð, sem við má búast þar sem hann treystir Snorra. En — Snorri hafði ekki fornu heimildirnar sem hafa verið grafnar úr borgarrústum guð- anna fornu, nú á síðastliðnum mannsaldri sem sanna uppruna og efni “Völusjá”. Þar að auki er ekkert vit í Völuspá kvæðum Snorra, af því hann skildi þau ekki, hann skildi ekki forn saxnesku, eða forn ensku, sem var töluð fyrir 4—5 þúsund árum síðan. Sæmundar Edda var (er) skrifuð (copied) á þessu forna rúnaletri. Mér skilst að Sumerian tungu- málið á dögum Ása Þórs 3350 f. Kr., væri aðal menningar tungumál hvítu guðanna (goð- THE ROYAL BANK OFCANADA Gcncral Statemcnt, 30th Novcmber, 1944 L I A B I L I T I E S Capitpl stock paid up... .......... $ 35,000,000.00 Rescrvc fund....................... $ 20,000,000.00 Balonce of profits carried forward as per Profit and Loss Account................. 4,247,671.56 Dividends unclo’med........................... Dividend No. 2?9 (at 6% P^r annum), payable lst December, 1944................................ $ 24,247,671.56 50,575.46 525,000.00 1 24,823,247 Deposits by and balances due to Dominion Govem- ment.................................... ....... $232,148,156.00 Deposits by and balances due to Provincial Govern- ments............................................. 21,453,136.10 Deposits by the public not bearing interest........ 807,245,414.46 Deposits by thc public bearing inter#st, including interest accrued to date of statement........... 592,851,469.10 Deposits by and balances due to other chartered banks in Car^da..............................4 • 3,161.92 Deposits by and balances due to banks and banking correspondents elsewhere than in Canada...... 23,183,358.61 Notes of the bank in circulation................... Acceptances and letters of credit outstanding...... Liabilities to the public not included under the foregoing heads..................................... A S S E T S Gold and subsidiary coin hcld in Canada............. $ 1,775,041.40 Gold and subsidiary coin held elsewhere............... 1,402,082.55 Notes of Bank of Canada............................. 36,421,787.75 Deposits with Bank of Canada....................• * • * 105,209,611.49 Government and bank notes other than Canadian.. 79,047,151.39 Notes of and cheques on other banks................. $ 75,260,199.08 Deposits with and balances due by other chartered banks in Canada........................................ 6,674.81 Due by banks and banking correspondents elsewhere than in Canada.................................... 78,630,240.06 Dominion Government direct and guaranteed securities maturing within two years, not exceeding market value.......................... Other Dominion Govemment direct and guarantced securities, not exceeding market value.......... Provincial Government direct and guaranteed securities maturing within two years, not exceeding market value.......................... Other Provincial Govemment direct and guaranteed securities, not exceeding market value.......... Canadian municipal securities, not exceeding mar- ket value....................................... Public securities other than Canadian, not exceeding market value.................................. • • Other bonds, debentures and stocks, not exceeding market value.................................... Call a»d short (not exceeding 30 days) loans in Canada on stocks, debentures, bonds and other securities of a sufficient marketable value to cover........................................ Call and short (not exceeding 30 days) lcans else- where than in Canada on stocks, debentures, bonds and other securities of a sufficient mar- ketable value to cover.............................. Current loans and discounts in Canada, not other- wise included, estimated loss provided for...... $261,024,287.72 Current loans and discounts elsewhere than in Canada not otherwise included, estimated loss provided for..................................... ^9»Jj[7,470.17 Loans to provincial governments....................... 2,109,729.68 Loans to cities, towns, municipalities and school districts......................................... 8,815,745.35 Non-current loans, estimated loss provided for.... 585,143.08 Liabilities of customers under acceptances and letters of credit as per contra................................................... Real Estate other than bank premises............................... Mortgages on real estate sold by the bank.......................... Bank premises at not more than cost, less amounts, if any, written off......................................................... • Deposit with the Minister of Finance for the security of note cir- culation.................• • • •................................ Shares of and loans to controlled companies........................ Other assets not included under the foregoing heads........... $ 59,823,247 1,676,884,995 9,580,371 42,347,097 1,616,390 $1,790,251,802 19, 66 19 59 65 $ 223,855,674.5* 153,897,113.95 438,082,169.89 299,945,251 1* 43,459,453.9* 28,545.560.60 16,754,325.72 81,310,288.45 27,493,292.52 25,885,985.74 38,620,089.0« $1,377,849,205.53 351,652,376.00 42.347,097.10 976,301-40 510,250.57 12,276,453.72 625,000.00 2,987,786.72 1,027,331-3» $1,790,251,802^ M. W. WILSON, S. G. DOBSON, President. General Manager. AUDITORS’ REPORT To the Shareholders, The Royal Bank of Canada: r We have examined the above Statement of Liabilities and Asscts as at 30th Novemn^ 1941, with the Ixxiks and accounts of Thc Royal Bank of Canada at Head Oftice and witn * certiíied returns from the hranches. We have checked the cash and the securities reprefent> the Bank’s investments held at the Head Office at the closc of the fiscal year, and at vaf,?ue dates during the year have also checked the cash and invcstmént securities at several oi 1 important branches. . , , . . , . , , . nuf We have obtained all the ínformation and explartation9 that we have required, and m opinion the transactions of the Bank, which have come under our notice, have been within t powcrs of the Bank. The above statement is in our opinion properly drawn up so as to di»ci . the true condition of the Bank as at 30th November, 1944, and is as* shown by the booKS Ihc Bank. M OGDEN HASKELL, C.A., of Haskell, Elderkin & Co. GUY E. HOULT, C.A., fAuditors. of P. S. Ross & Sons Montreal, Canada, December 22, 1944. PROFIT AND LOSS ACCOUNT Balance of Profit and Loss Account, 30th November, J943...................................... $ 3,815,487.77 Profits for the year ended 30th November, 1944, after providing $2.127,214.86 for Dominion Govem- ment taxes and after making appropriations to Contingency Reserves, out of which Reserves provision for all bad and doubtful debts has been made..................................... 3,812,183.79 ^ APPROPRIATED AS FOLLOWS: Dividend No. 226 at 6% per annum.............. $ 525,000.00 Dividend No. 227 at 6% per annum................. 525,000.00 Dividend No. 228 at 6% per annum................. 525,000.00 Dividend No. 229 at 6% per annum................. 525,000.00 $ 2,100,000.00 Contribution to the Pension Fund Society...... 880.000.00 Appropriation for Bank Premises............... 400,000.00 Baíance of Profit and Loss carried forward.... 4,247,671.56 7,627,671> $ 7,627.671^ M. W. WILSON, President. Montreal, December 22, 1944. S. G. DOBSON, General Manager.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.