Heimskringla - 03.01.1945, Síða 1

Heimskringla - 03.01.1945, Síða 1
We recommend for • your approval our "BUTTER-NUT LOAF " CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. We recommend for your crpproval our " BUTTER-NUT LOAF " CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. +------------------ LIX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN. 3. JAN. 1945 NÚMER 14. FRETTAYFIRLIT Ríkisstjóri á Grikklandi Papandreou ráðuneytið á Grikklandi lagði niður völtí 30. des. Ástæðan var, að því hefir verið til leiðar komið, að ríkis- stjóri taki við stjórn landsins í stað konungs. Er nýi ríkisstjór- inn Damaskinos erkibiskup. — Þessu var öllu til vegar snúið, með för Churohill og Edlens til Grikklands nýlega. George II. Grikkjakonungur er í Englandi. Varð hann að láta sér þetta lynda, því samninga við upp- reistarmenn var enga hægt að gera, meðan konungur var við völd. Fyrsta starf ríkisstjórans verður að mynda nýja stjórn. Legar hún er á laggir komin, fara eflaust fram kosningar. Þegar Lt.-Gen. R. M. Scobie, foringi brezka hersins í Grikk- landi, sendi foringjum bylting- arflokksins þessar fréttir, eða friðartilboð, svaraði flokkurinn því á þá leið, að hann væri í aðal-atriðum samþykkur því, en heldur hljómleika Agnes Sigurðsson Það má miki'll og merkilegur viðburður teljast í þjóðlífi Is- lendinga hér, að íslenzk stúlka hefir náð því háa marki í piano- ^Pili, að geta boðið bæ þessum uPp á hljómleika, sem einróma a®dáunar njóta hjá íbúunum. — Miss Agnes Sigurðsson hlaut Þessa viðurkenningu, eftir ^ljómleik er hún hélt hér.á s. 1. vetri. Nú efnir hún til annars hljómleiks 10. jan. n. k. í hljóm- ieikahöllinni í Auditorium þessa ^ejar. Á söngskrá hennar eru °S eftir heimsins mestu tón- snillinga, eins og Mozart, Schu- ^ann, Chopin, Ravel og Albeniz. ð túlka í tónum snild þessara ®arPa, er aðeins á valdi fárra í Pessum bæ, en einn þeirra fáu. er færst geta það í fang, er lista- sPilarinn íslenzki Agnes Sigurðs- s°n. í>ag er g0tj. þessa ag Vlta, fyrir okkur, þjóðbræður og systur hennar, að einn úr okkar bépi stendur svo framarlega í flokki pianósnillinga. Að viður- kenna það, ættum við Islending- ar vissulega að vera fúsir til. Og það gerum við auðvitað á bezt viðeigandi hátt með því, að kynnast spili hennar, sækja hljómleika hennar. Við megum har ekki vera eftirbátar annara goðra samborgara vorra og láta þá minna okkur á það fyrst, að við eigum okkar á meðal list- fengan hljómleikara; við meg- Urn ekki við því. Notum okkur vert tækifæri sem til þess Sefst, að kynnast starfi og á- nifum okkar listamanna og venna. Það mannfélag, sem e ki gerir það, á enga upp- reisnarvon. Því megum við ekki Stejrma. 0G UMSAGNIR krafðist þó formlegrar trygging- ar í sérstökum efnum. Þó þetta bendi nú til að betur horfi með frið, hafa ekki fréttir borist um vopnahlé ennþá. En það eitt virðist ljóst, af þessum fréttum að dæma, að George II. Grikkjakonungur eigi ekki afturkvæmt til konung- dómsins í Grikklandi. Nokkur hluti þjóðarinnar kann að sjá sér lítinn hag í því, því þar var um góðan þjóðhöfðingja að ræða. En það að hann hefir skipað ríkisstjóra þar, virðist þó bera •með sér að konungdóminum sé þar lokið. Ríkisstjórinn nýi, erkibiskup- inn af Aþenu, er talinn mjög mikiisvirtur maður. Er í síð- ustu fréttum hermt, að hann muni mynda stjórn í Grikk- landi af öllum flokkum. Þessi breyting, sem líkleg er til að koma á frði í lantíinu, er ferð Churdhill og Eden til Grikk- lands að þakka. Churchill -hefir eftir hana betur skilið ástandið, en áður. Hann héíir mikið að gera í sambandi við hin stærri mál stríðsins og getur hafa gefið smærri málum af því minni gaum. En það var gott að hann lét ekki undir höfuð leggjast, að takast ferðina á hendur, þó erfið væri og ekki hættulaus. Með henni hefir honum vonandi tek- ist að leysa á þann hátt úr miklu vandamáli, þó önnur stærri mál séu til, sem fram úr þarf að ráða. Það munu og fáir hafa gert sér í hug í alvöru, að hann meinti að heíta lýðræði á Grikklandi, þó harin í fyrstu styddi þá stjórn, sem til stjórnar hafði verið val- in. Hitler fær málið 1 útvarpsræðu, sem Hitler hélt á gamlárskvöld, sagði hann þjóð sinni, að stríðið mundi end- ast fram á árið 1946, nema því aðeins að Þjóðverjar ynnu það fyr, því þeir mundu áldrei gef- ast upp. Það eru fimm mánuðir, sem ekkert hefir heyrst til Hitlers. Að röddin hafi verið hans álíta flestir, en að ræðan hafi verið af plötu flutt, er skoðun margra, vegna þesS að hún var hraðar lesin, en Hitler er vanur að gera. Þjóð sinni sagði hann að barist yrði eins léngi og nokkur stæði uppi. Hann kvað dauðann bíða þeirra, er gerðust tól óvinanna. Óvinina sagði Hitler hafa spáð sigri á hverju ári í seinni tíð. Það sýndi hvað lítið þeir þektu Þjóðverja. Lýðræðisskipulagið og Gyð- inga fordæmdi Hitler; sagði það haldast í hendur til að halda al- þýðunni í ánauð og fátækt. Finriland, Rúmenía, Búlgaría og Ungverjaland, hefðu koll- varpast á árinu 1944, vegna þess, að þau hefðu reitt sig á lýðræði, sem altaf sviki. Þýzkáland kvað hann hafa miljónir nýrra bermanna og vopna. Hann bað þjóðina að treysta foringjum sínum. Að hann talaði nú sjaldnar til henn- ar en áður, stafaði af annríki. ÚR ÖLLIIM ÁTTUM David Llyod George, sem nú er 81 árs og tilkynti s. 1. viku, að hann ætlaði ekki hér eftir að gefa sig við stjórnmálum, hefir verið gerður að jarli. Titill hans er haldið að verði: Earl Lloyd George of Dwyfor, sem er nafn á fjallli við landareign hans. Blaðið Manchester Guardian segir nýja árið (1945) fult vonar og ótta. ★ ★ * Albert Kesselring, hershöfð- ingi nazista á ítalíu, er sagður fallinn. ★ /k ★ Jöhn Bracken, fori'ngi Pro- gressive Conservative flokksins. er staddur í Englandi. Hann befir heimsótt stöðvar cana- diskra hermanna og hermanna- sjúkrahús. Lord Woolton, eftir- litsmanns viðreisnarstarfsins, sem er eitt af störfum verka- máladeildar Ernest Bevins, hefir hann og átt fund með. ★ ★ ★ 1 Winnipeg er talið að 700 fjölskyldum hafi verið tilkynt að flytja úr íbúðum sínum á næsta vori, er blaðið Winnipeg Tribune segist ekki sjá nokkrar líkur til að húsnæði sé fyrir og skorar á bæjarstjórnina að taka málið undir eins til yfirvegunar. ★ ★ ★ Tveir landar litu inn á skrif- stofu Hkr. í gær, sem vinna við hergagnasmíði út við Steven- sons-flugvöll í Winnipeg. Sögðu þeir iðju þeirra mundi lokið í marz og annara 700 verkamanna. Von um vinnu eftir það sögðust þeir enga vita. O R Ð flutt Eggert Stefánssyni söngvara, við aftansöng í Sam- bandskirkjunni í Winnipeg, gamlárskvöld, af séra Philip M. Pétursson. Það er oss, sem hér erum kom- in saman, við miðnættismessu til að kveðja gamla árið, árið 1944, mikill heiður og mikil ánægja, að hafa með oss, hinn góðkunna söngmann, Eggert Stefánsson. Að hann sýntíi okkur þá góðvild að syngja við þetta tækifæri, Nýársbæn Hállgríms Pétursson- ar, er okkur ánægja, auk þess lesa upp Óðinn til ársins 1944, sem hann samdi og las upp í út- varp á Islandi, nýársdaginn, fyr- ir einu ári, og sem vakti þar mikla athygli manna; má ef- laust telja það árangur þess, meðal annars, að fólki jókst á- hugi fyrir frelsinu, og hugmynd- inni að slíta sambandinu við Danmörku og gera Islendinga að sjálfstæðri þjóð. Þetta ár sem nú er verið að kveðja, líður áldrei úr sögu íslands, eins og svo vel er komist að orði í Óðn- um. Og með því að Eggert Stefáns- son hefir nú hér lesið upp Óðinn til þess sögulega árs, við lok árs- ins, sem hann byrjaði árið með finst mér að vér Vestur-íslqpd- ingar, sem nokkra tilfinningu höfum fyrir íslenzkum málefn- um, sem nokkuð finna til síns ís- islenzka eðlis, tengjast enn sterkari böndum við ísland en nökkru sinni fyr. Sami blærinn hvílir nú yfir oss, og yfir minn- ingum ársins, sem liðið er, sem hvíldi yfir býrjun þess, og yfir hinni íslenzku þjóð. Eg er stórkostlega þakklátur þessum góða vini frá íslandi fyr- ir heiðurinn sem hann sýnir okk- ur með því að vera hér staddur, og lesa upp og syngja fyrir okk- ur. Og eg fullyrði það við hann, að vegna komu hans og riávistar hans hér, við þessa miðnæturs messu, verður þessi stund oss öllum æfinllega ógleymanlleg. Eg þakka honum aftur og óska honum, og yfckur öllum, Islandi og öllum þjóðum heimsins, gleðilegs og friðsæls árs! STJARNAN YFIR BETLEHEM Táraflóð og blóðský byrgja Bjarta, fagra himininn. Hverfur inn í mökkur-móðu Mildiríkur svipur þinn Kristur, heimi kærleiks snauð- um: Kafna bænar andvörpin, Þar sem æskan helsærð hnígur. Herra! — Dvínar máttur þinn? ★ Æfiglöp og blóðskulds bölvun Borgast, veit eg, dæmist rétt. Þeim, .sem fram hjá fræðslu • þinni Fara í vöku, er hegning sett Og vitendum, sem vilja hið illa, er vega-byrðin ekki létt. Dauðakvöl í heiftar heimi Hlotnast þeim er vilja ei sjá. En hvað um þá, sem vonar veikir, 1 veröldinni ljósið þrá? Sjá þeir gegnum sorta hjúpinn Sólarljósið guði hjá? Stjörnuhröp í mannlífs myrkri.- —Margt er nú að heyra og sjá— Andvörp þung í dauða djúpi Dags í húmi, liðnum frá, Þeirra, sem að þráðu daginn, Þráðu ljósið guði hjá. “1 gegnum lífsins æðar allar” Fer angursstuna og dauða kvein. Æfi-sólin sezt að ægi, Senn eru bætt öll jarðar mein, Þegar síðsta helöld hnígur Heimsins, yfir mannlífs bein. ★ Himnaríkis, hljóðar sveitir llorfa á þennan trylta dans. Hverfist jörð í tíjöfla dýki Dvína söngvar himnaranns. Englar frá sér fleyja hörpu Falla tárin guðs og manns, Yfir þessum heimska heimi. —Á heljarslóð er engin stanz. Skín þá eigi í alda myrkri Einhver stjarna guði frá, Dreyfir ljósi að döprum sjónum Dags í húmið, mönnuir) hjá? Yfir jötu jarðlífs barna Jóla-blysið, hjarnið á, Varpar kærleiks geisla glampa Guðs á vegi, Kristi frá. Sjáðu barnið burða smáa Beinir leið af heljarslóð. í gróðrarríki bræðra bygða, Bróðir minn þar veginn tróð, Ástvin guðs og allra manna —Hans ætt var þín og sama blóð— Við getum í hans fótspor fetað Á framaveg, sem menn og þjóð. H. E. Johnson DÁN ARFREGN Að morgni 1. janúar andaðist að sjúkrahúsinu í Wadena, Sask., Mrs. Þorbjörg Guðmundsson frá Elfros, Sask. Hún var fædd 1. sept. 1871 að Fremrihlíð í Vopnafirði. Foreldrar hennar voru þau hjón Hallgrímur Guð- mundsson og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir er þar bjuggu unz þau fluttu til Nýja-íslands árið 1876 og síðar til Norður Dakota árið 1881. Hún giftist 1892 eftirlifandi manni sínum, Tímóteusi Guðmundssyni, og fluttu þau til Vatnabygða 1907 og tóku heimilisréttarland skamt frá Elfros, þar sem þau hafa bú- ið síðan. Þau hjón eiga tíu börn á lífi: Anna Guðrún, gift Þórði Ás- geirssyni, Mozart, Sask.; Elísa- bet Kristjana, ógift heima; Ólína Guðríður, ógift í Winnipeg; Hall- fríður Anna, gift Sigurbirni M. Björrisson, Moorhead, Minn.; ögð af stað til New York úr. Eggert Steinþórsson og kona bans, frú Gerður Jónasdóttir og sonur Óttar. Þessi vinsælu hjón, sem um þriggja ára skeið hafa dvalið hér í Winnipeg, lögðu af stað til New York s. 1. laugárdag (30. des). Stundar Eggert læknir þar rann- sóknir viðkomandi lækningum um skeið, en mun með vorinu aftur leita hingað til framhalds- rannsókna, sem hann var þér byrjaður á. Hvort kona hans og Óttar litli sonur þeirra koma þá með honum, er óvíst, enda verð- ur dvölin hér ekki löng. Ungu hjónunum fylgja héðan hlýjar óskir allra Islendinga. Okkur hefir verið hin mesta ánægja að dvöl þeirra hér. Þau hafa tekið ágætan þátt í félagslífi landa hér og verið því mikill styrkur. Með framkomu sinni hafa þau áunnið sér almennar vinsaöldir. Áritun Steinþórsson-hjónanna verður fyrst um sinn: 146 Mar- ine Drive, Mountain Lake, New Jersey, N. Y., U. S. A. Magnús Guðmundur, kvæntur Sigurveigu Guðjónsson í Wyn- yard, Sask.; Jónína Katrín, gift Geir Thorgeirson í Winnipeg; Jón Brandur kvæntur Þorbjörgu Arngrímson í Elfros; Sigríður Oddný gift Jóni Samson í Winni- peg; Lára Jakobína, gift Harold Nichol í Leslie, Sask., og Edvin Teóthór, ógiftur í Winnipeg. Hún verður jarðsungin að Elfros, Sask., af séra Philip M. Pétursson á föstudaginn kem- ur (5. jan.). Verður þessarar merku land- námskonu síðar minst nánar hér í blaðinu. næsta sunnudag og býst þá við enn betri móttöku TFJ stöðvar- innar. Eg álít að þeir sem eitthvað hafa átt við móttöku stuttbylgju, verði ekki í neinum vandræð- um með að heyra útvarpsstöð. Islands. Með beztu óskum til útvarps- stjórans og ættjarðarinnar. Lengi lifi ísland! Virðingarfylst, Kristján Isfjörð —2907 — 6th St., New Westminster, B. C. ÓÐUR ÁRSINS 1944 OPIÐ BRÉF New Westminster, B. C., 1. jan. 1945 Hr. ritstj. Hkr.: Hér eru fáeinar línur viðvíkj- andi útvarpinu frá Islandi sem eg vil biðja þið að setja í blaðið ef þú hefir ekki annað betra fyr- ir hendi um þetta efni: TFJ útvarpsstöðin í Rekjavík. Frec. Mc. 12.235. Blgjulengd: 24.52 Metres (25 metre band). Orka: 500,000 Watts. Tími: 19.00 Greenwich. (2 p.m. Central war time) Sunday 7. jan. 1945. Frétta útvarpið á íslenzku, beina leið frá Reykjavík heyrðist hér allvel vestur á Kyrrahafs- strönd á nýársdag kl. 12 á hádegi (Pacific war time). Eg ætla ekki að fara að telja upp þær fróðlegu skýrslur og fréttir sem var útvarpað, því það munu aðrir mér færari gera. Eg skal samt geta þess að stöð- in sagðist útvarpa á sama tíma sunnudaginn 7. jan. n. k. Það útvarp ætti að heyrast vel í Manitoba kl. 2 e. h. á 25 metra bandinu (24.52 M.). Eins vil eg geta þess að eg hef ekki neinn sérstakan útbún- að fyrir móttöku stuttbylgju, hefi bara allgott 8 ljósa radio sem hefir stuttbylgju band, auk langbylgju. Móttökuvírinn sem eg brúka er ekki í góðu lagi og stefnir ekki í áttina til Islands, en eg mun hressa upp á hann fyrir Eggert Stefánsson söngvari Eggert Stefánsson söngvari tók þátt í kirkjuathöfn þeirri er fram fór í Sambandskirkjunni við áraskiftin s. 1. sunnudags- kvöld með því að lesa hið góða erindi sitt: “Óður ársins 1944”. og syngja sálm. Var bæði að upplestrinum og söngnum gerð- ur góður rómur og jók hvort- tveggja mikið á ánægju áheyr- enda við þessa kveðju ársins. Að lesa upp “Óð ársins 1944”, var sérstaklega viðeigandi, svo við- burðaríkt sem árið hefir verið í sögu Islands”, árið, sem öll önn- ur ár frá 1262 öfunda, og sem er hið eina ár, er ekki verður sagt um, að aldrei komi aftur til baka — því það er eilíft, fyrir Island”, eins og Eggert kveður að orði. (Sjá nokkur orð á öðr- um stað, er séra Philip M. Pét- ursson mælti til söngvarans, að árskveðju-athöfninni lokinni).

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.