Heimskringla - 03.01.1945, Blaðsíða 4

Heimskringla - 03.01.1945, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. JAN. 1945 iÍJeintskringla (StofnuO 188S) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist íyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðíútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 86 537 WINNIPEG, 3. JAN. 1945 í hverju liggja árekstrarnir? Það er mikið talað um árekstra milli Bandaþjóðanna um þessar mundir. Sigrar Þjóðverja hafa ef til vill dregið eitthvað úr sundurlyndinu. Það er enginn misskilningur ríkjandi um það hjá þeim, að leggja þurfi Þýzkaland að velli. En það hefir samt sýnt sig, að þeim ber á milli jáfnvel í smáu. Eigi að síður má rekja það flest eða alt til einnar rótar: stefnu Rússa og hinna Bandaþjóð- anna flestra, stefnumunar kommúnista og kapitalista. Sá munur er svo mikill, að þeir eru nú margir, sem ekki geta séð, að með þeim þjóðum, sem aðhyllast sína hvora, sé nokkur kostur á að semja þau alheimslög, er hvorutveggju aðilar geti orðið á eitt sáttir um. En það eru nú einmitt álík alheimslög í þágu varanlegs friðar, sem hugur allra þjóða heimsins snýst mest um. Af undirtektum Rússa á Dumbarton Oaks fundinum, kom í ljós, að þeir voru ekki með því, að ágreiningsmál væru lögð fyrir al- heims-dómstól, eða gerðardóm. Þeir hafa söguna fyrir sér í því, að slíkir gerðardómar í alþjóðamálum, hafa ekki verið vinveittir Rússlandi. Halda Rússar fram, að hvaða mannval sem í þá hafi verið kosið, hafi þeir jafnan dregið taum þeirrar stefnu sem Rúss- um sé skaðleg, hafi m’eð öðrum orðum dregið taum auðvaldsins, eins og það sé, í lýðræðislöndum, en ekki eins og það sé í löndum, eða landi kommúnismans. Rússland þykist hafa á þessu kent, eftir síðasta stríð og þá ekki sízt í Þjóðbandalaginu. En Rúss- land var þá lasburða og fékk ekki rönd við neinu reist, tapaði lönd- um við friðarsamningana 1918 og var í hvívetna gert erfitt fyrir. Alt þetta muna Rússar nú. Að samþykkja nokkur alþjóðalög, sem halli á rétt þeirra, vegna þess að þeir hafi þar ekki eins marga málsvara og kapitalista-stefnan í lýðræðislöndunum hafi, sé ekki til neins fyrir sig. Rússar játa, að þeir hafi sinn eigin hag fyrir augum er þeir halda slíku fram. En þeir sjá sig samt ekki vera að gera annað, en lýðræðislöndin séu að gera með því. Þegar “fjögur stórríkin” koma saman, að núverandi stríði loknu og fara að smíða stefnuskrána eða lögin, sem vernda eigi friðinn, er hætt við, að “þjóðirnar fjórar” verði varar við óþægi- lega árekstra. Meðan Rússar tilheyrðu Þjóðabandalaginu, komu þeir, eða fulltrúi þeirra, Litvinov, sérstaklega vel og ákveðið fram í friðar- málunum. Tillaga hans um algera afvopnun, vóg mikið í hugum almennings út um allan heim. Það er því ekki það, að Rússar séu á móti friði, að þeir eru ekki í öllu samþykkir því, sem forvígis- merai eru að leggja til, að gert sé til þess að koma á varanlegum friði. Það er aðeins hitt, að þeir skoða ekki stefnu sína óhulta með því, hvort sem það er ballað óþörf tortryggni, eða eitthvað annað. En hvað sem það er kallað, liggur áreksturinn milli Banda- þjóðanna, er til friðarmálanna kemur, fyrst og frefnst í þessu. Það er og hann, sem smærri árekstrum mun einnig valda, að stríði loknu, og veldur nú þegar í Evrópu, hvort sem er í löndum þeim, sem undir handleiðslu Breta eða Rússa eru. Rúmenum og Pól- verjum líður ekki hóti betur í hjarta sínu undir eftirliti Rússa, en Grikkjum og Itölum undir Bretum. Þar mundu eigi síður bylt- ingar vera, ef þeirra væri kostur, en annar staðar. JóLARÆÐA Minningarnar svífa víða og hverfa aiftur í árin og aldirnar. Það fyrsta sem við rekum okkur á, þegar við hugleiðum hið um- liðna, að frá sjónarmiði heims- ins, virðist alt svo undur fátæk- legt við hátíðaihaldið bæði að því er snertir hin fyrstu jól í heim- inum og eins að því er viðkemur hátíðahaMinu í eigin barnæsku vorri — já fátæklegt í heimsins augum en samt einhvernvegin svo undra auðugt í fátækt sinni, auðugt af þeim verðmætum, sem ekki verða gulli keyptar. Fáeinir af eldra fólkinu og nokkur börn, sjá í hugar hilling ferðalag þessara fátæklinga: Jó- seps og Maríu, frá Nazaret til Betlöhem, til manntalsins að boði æðsta valdhafans í heimin- um, keisarans í Rómaborg. Hann þurfti ekki að hugleiða erfiðleika hinna snauðu, sem sárfættir og illa skóaðir, klæðlitlir og éaldir urðu að feta yfir fjöll og firnindi svo þeir yrðu taldir Sem sauðir í réttum og dregnir í dilka ætt- bálks síns. Þessvegna urðu þau Jósep og María að ferðast til Betlehem, svo þau yrðu talin til síns rétta kynþátts “því þau voru af a|tt og kynþætti Davíðs kon- ungs” eins og ritningin kemst að orði. Gangandi fólk myndi vera um viku tíma á leiðdnni svo nærri má geta hversu híxmi ungu, væntanlegu móður muni hafa liðið, því lausnartími henn- ar var aðkallandi. Ekkert af þessu þurftu valdhafarnir í Rómaborg að taka til greina, fremur en flestir valdhafar nú- tíðarinnar taka tillit til kring- umstæðna hinna lágu og snauðu í þjóðfélögunum. Þau urðu að hlýða og til Betlehem var kom- ist einhvernvegin. Þar var troðningur mikill svo ekkert gestarúm gafst fyrir hina jóð- sjúku fátæklings konu og hjónin urðu að leita sér afdreps í fjár- húsi, sem efalaust var bara hell- ir í hæðunum kringum bæinn. því það var ekki siður fjárhirð- ara í hinum sólvörmu Austur- löndum að byggja peningshús fyrir hjarðir sínar, þótt þeir leit- uðu sér stundum afdreps í þrumustormum ef nokkurt skjól var að finna. Þannig fæddist Kristur í fjárhúsi, því mennirn- ir úthýstu honum undir eins og hann var í heiminn borinn. Utan um jólasögnina, um fæð- ingu Jesús hafa samt unaðs fagr- ar hugmyndir ofist í vitund Kristsvina víða um heim. Hin upphaflega jólasaga er af snill- ingum framreidd, svo auðug er hún og lífsönn, svo einföld og þó svo tignarleg, svo hugðnæm og hrífandi. Stjörnur himins vísa vitring- um vegin, að jötunni þar sem Krists barnið hvíldi í Betlehem. Þar sem vonar ljós heims og himins var að nýju kveikt með fæðingu barps, sem gat lifað guði til dýrðar en mönnunum til blessunar. Fjárhirðarar heyra englasöng í ihimneskri birtu og hraða sér til að sjá sveininn ný- fædda. Vitringar og erfiðis- menn, þessir málsvarar hinna heiðarlegustu og nytsömustu stétta mannfélagsins mætast þarna við jötuna, til að lofa guð fyrir nýfædda barnið, nýja von í mannheimi um endurlausn frá oki aldarfars og ranglætis, fyrir nýbyrjandi líf á jörðinni. Frá þessum tveimur stéttum er öll efnisleg og andleg auðlegð kom- in og báðir eru þeir erfiðismenn í akurlandi mannlífsins: verka- maðurinn, sem byggir húsin, ræktar jörðina, leggur vegina auðgar landið og mannkynið með svita síns erfiðis og vitring- urinn sem leitar að fyllri, stærri og meira sjálflýsandi sannleika. Báðir eru verkamenn og mikils verðugir en á þeirra þreyttu herðar hefir ranglætis ok heims valdsins lagst einna þyngst. — Ræningja og harðstjóra hendur hrifsað ávexti iðjunanr frá Verkamanninum en ofsóttu vitr- ingana fyrir ljósahöldin, því þeir elskuðu myrkrið, sem huldi glæpi þeirra og gerðir. Hverjir myndu fremur fagna fæðing frelsarans en verkamenn og vitringar, fæðingu þess guðs og mannvinar, er beina vildi lífs- brautum mannanna til guðsríkis réttlætis, sátta og friðar á jörð- inni? Hvað er eðli'legra en að engl- arnir syngju fagnandi við Krists fæðingu Þeir hafa ekki æfinlega ástæðu til að syngja fagnaðar söngva yfir viðburðum mann- lífsins. Séu þeir góðir h'ljóta þeir oft að tárast yfir vanvizku vorri, sem leiða oss af lífsvegin- um út á heljarslóðir; frá ljósinu til myrkursins; frá ástundun réttlætis til þjónustu við rang- lætið. Ef athafnir obkar vekja ekki viðbjóð og hrygð í himin- sölum eru englarnir ekki við- kvæmir fyrir mannlagu böli og mannlegum yfirsjónum. Svo segulmögnuð er guð- spja'lla frásögnin í allri sinni, listrænu, skáldlegu tign að snill- ingum allra alda hefir hún orðið óuppausanleg uppspretta og lagt þeim til lífsvakann í ódauð- legar myndir, sönglög og ljóð. Við órofa blik hennar hafa hinir snauðu, vinalausu og voluðu ornað anda sínum þegar and- gustur örlaganna blés þeim kalt á lífsins leiðum. Nú erum við óðar að gleyma þessari sögu, og inst inn í sál vorri heyrum við engan engla söng á jólunum og fyrir sálar- sjónum vorum blikar ekkert vonarljós er beinir huganum til betri kynna. Jafnvel í sjálfum kirkjunum eru ógna skuggar af guðsreiði, erfðasynd og eilífri glötun dregið yfir Kristmynd kærleikans og jólafögnuðurinn druknar í hyldýpi fávíslegra og kreddufullra mannasetninga. — Kristni kærleikans er ennþá út- hýst, bæði úr musterum sínum og mannabústöðum. Þótt við höldum ennþá jól með margskonar veizlulfögnuði er þessi saga, sem eg ætla nú að segja ykkur, engan vegin svo einstæð, sem ætla mætti. Á efnamanns heimili var einu sinni efnt til jólaveizlu. Það þurfti ekkert að spara og var heldur ekki sparað, að gera hana sem glæsilegasta. Þar voru kræsingar og dýrindis vín á borðum og vinargjafir til verð- ugra gesta, og vajidamanna. — Börnunum var lofað að vera með, því jólin eru hátíð bar- anna. Undir borðum hóf ungur sonur húsráðenda upp rödd sína til að spyrja, með unglingslegri [ forvitni: “Hvað á nú þetta eigin- lega alt að þýða og í hvers minn- ingu eru jólin haldin”. Hann vissi alt um þjóðhátíðardaginn 4. júlí — því þetta var banda- rískur drengur — hann vissi um þakklætishátíðina og um minn- ingardaginn en hafði enga húg- mynd um jólin eða hversvegna þau væru hátíðleg haldin. Hann vissi heilmikið um Washington sem herforingja og um Napoleon keisara og um Nelson aðmírál, en ekkert um Krist. Að vísu tel eg það mjög nauð- synlegt að vita einhver deili á þessum herrum til þess að auka þekkingu sína á sögunni, en þótt við eigum þeim mikið að þakka verða samt áhrif þeirra smá og hverful saman borin við Krists. Það er tæpast við því að búast að Kristur verði þeim fyrirmynd og kennari sem vita ekkert um hvenær hann er fæddur eða hvert hann hefir nOkkurn tíma verið til. Ef sú óheila stund upp rennur að heimurinn gleymir Kristi og öllu því sem hann kendi verður hann fátækur, því þá hefir hann glatað sínum dýrustu verðmæt- um og “hugsunin, þekkingin hjaðnar sem blekkingin, því þá verður ekki hjartað með, “sem undir slær” í samræmi við guðs- ríkis undirvitund Krists og guðsríkis trú hans. Eg mintist á það í upphafi, að jólahaldið hafi, á heimsins vísu, verið fátæklegt heima á íslandi en samt finst okkur nú sem þar höfum við háldið hin hátíðleg- ustu jól. Já í torfbaðstofunni þar sem jólaljósið blakti á einu eða tveimur kertisskörum, þar sem jólagjafirnar voru fátæk- legar og veizlukosturinn af skornum skamti. Þá héldu menn jól í fátækt sinni sem verða okk- ur ætíð dýrðlega minnisstæð og auðug af því sem vér metum í raun og veru mest og munum lengst. Þau urðu glæsileg af því að þar var þeim gjöfum útfalut- að, sem voru okkur til mlestrar gleði og vöruðu lengst. Þar var Kristi þjónað í kærfeika með verklegum prédikunum einna bezt; ætti heimilið sér þann umhyggjusama æðsta prest, er oftast gaf hinum góðu görnlu, ís- lenzku heimilum svip sinn og heillabrag friðar, rétlætis og sáttfýsi. Þessi góði engill heim- ilisins birtist oftast í persónu móðurnnar og húsmóðurinnar, sem dreifði ylgeislum síns fórn- fúsa persónuleika til eins og allra; eiginmannsins, sem hún elskaði, barnanna, sem hún lifði fyrir, vinnufólksins, sem hún annaðist með skyldurækni, og hins karlæga gamalmennis, er fanst sem engill nálgaðist bólið sitt hvenær sem blessuð hús- móðurin vek að þeim til að þjóna þörfum þeirra. Þetta fólk trúði á englana af því það háfði séð manneskjur í holdlegri mynd, sem þeim fanst englum líkjast. Þetta fólk gat trúað á guðsríki friðarins á jólunum aí því það hafði séð ímynd þess í samstarfi fólksins á heimilunum. Þá tengdust oft þau vináttu- bönd, einmitt á sjálfri friðarfaá- tíðinni, sem fallvelti tímanna fékk ekki Slitið, þá voru þær sættir samdar, sem héldust vel og lengi, þá var þeim trygðum heitið, sem dauðinn einn fékk slitið: Þá var elskendum ljúft í.ð opinbera tilfinningar sínar og óvinum auðvelt að sættast. Þá voru jó'lin ekki einungis fagnað- ar hátíð heldur einnig friðar há- tíð. Þess vegna voru þau held- ur ekkert skyndiblik á hugar- heimi mannanna heldur lífsvaki og ljósgjafi nýrra hugsjóna og lífernisframfara. Þar sem bezt lét entist sú jólagjöf og jóla- fögnuður gegnum skammdegið, yfir sumarið og fram til næstu jóla og lffið alt varð að uppi- haldslausum jólum. Að því skyldi líka stefnt. Þeg- ar heimsbörnin verða, um alla daga, jafn hjálpfús og kærleiks- rík, sáttfús og samvinnulipur og fólkið á beztu heimilunum heima — og víst út um hvarvetna kristnina — þar sem jólin voru kristilega haldin endist jóla- fagnaðurinn árið út, þá dregur óðum að því hugsjóna takmarki að mennirnir sýni trú sína í verkunum og þurfi engra játn- inga við. Kirkjan á að starfa að sjálfs eyðileggingu með því að gera heiminn svo góðan að hennar þurfi þar ekki við. Alveg eins og læknisvísindin eiga að starfa að því að gera mannkynið svo heilbrigt að lækna sé engin þörf. En meðan það takmark er eins langt undan landi og nú virðist látum okkur ekki starfa að því að gera jólin að aliheiðnum drykkju og veizludögum, svo æskunni verði á að spyrja hvers- vegna eiginlega höldum við jól og í hvers minningu? Eg veit að sumir kalja þetta öfgar og enda vitleysu, við get- um þetta ekki, heiminum sé svo eðlilegt að vera vondur og synd- in ökkur samgróin. Hið allra mesta sem búast má við að kirkj- an geri, sé að frelsa fáeinar sálir frá eilífri glötun eftir forskrift- um hinna ýmsu kirkjudeilda. Þessi kenning, að við séum getnir í synd, fæddir í synd, lif- um í synd og deyjum í synd er aðal grundvöllurinn í kenningar- kerfi fjölmargra kirkjudeilda. Og þetta kalla guðfræðingarnir. sem uppfræddu prestana, og í sumum tilfellum uppfræða þá enn, ihinn náttúrlega mann. Það er ekki nema eðlilegt, þar sem þessi kenning er svo eldforn og alþjóðleg, að almenningur á- líti hana frá Kristni komna en svo er þó ekki; þvert á móti seg- ir hann að við séum í guði og guð í oss og Páll postuli talar um manninn sem hið eiginlega musteri guðs og að vér eigum og getum orðið englum líkir. Hvergi er þessari trú um sig- urmátt lífsins betur lýst en í sumum dæmisögum Krists um landyrkju og sáðgarðs manninn, er ýmist táknar sjálfan guð eða þá mennina sem aðstoða hann. Samlíkingin er ebki grip- in úr lausu lofti fremur en annað í dæmisögum meistar- ans. Jesús var uppalinn í sveit- arþorpi og Ihonum hafði gefist að líta hvernig gripabóndinn, sáðgarðsmaðurinn og jarðyrkinn hlynnir að lífsgróðrinum. Hvað segir blómræktarmaðurinn, til dæmis, við sjálfan sig þegar hann sér veikan og vanhirtan einstakling í sáðlandi sínu? -— Hann segir hér vantar hinn rétta jarðveg, hér eru ekki hin nauð- synlegu ræktunarskilyrði fyrir | hendi, hér hefir mér yfirsézt og | hér þarf umbóta við. Hann trú- i ir á eðlismátt lífsins til framfar- , anna sé rækt lögð við lífsins lög. jvið vaxtarfög lífsins á jörðunni Hann trúir á framfarir lífsins og fullkomnun þess. Þessvtegna hafa framfarir orðið í þróun lífs- ins á hinum lægri sviðum, og munu þó meiri verða éftir þvi sem þekkingin eykst. Er það nú heimska að halda að sama muni gilda um manninn hérna megin grafar — og reynd- ar á öllum lífssviðum. Óbein- línis könnumst við líka við þetta á jólunum. Þá viljum við að öllum líði vel og gerumst gjaf- mild og góðhjörtuð svo hinn hungraði fái fæðu, hinn nakti skjólföt til að hlífa sér utan dyra en eldsneyti til heima brúks. Að sjálfsögðu er þetta fallega hugsað en ef við viljum að því starfa, að jólin haldist frá 25. des. ár hivert til 25. des. næsta árs þarf mikið meir að gera; ef við viljum Kristi þjóna þurfum við fleira að aðhafast en gefa hungruðum fáeina munnbita á jólunum. Við þurfum að burt- nema háðung örbirgðar úr ver- öld alsnægtanna. Ef við ætlum okkur að vera verkamenn í vín- garði drottins og stuðla að við- gangi lífsins í þeim reit, ætti ekkert af hans börnum að þurfa að bera kalsár vetrar fyrir klæð- leysi, ekkert að vanartast fyrir hungur eða ala hatur fyrir órétt- læti örlaganna. Stundum virðist mér jólin verða okkur sem nokkurskonar afsökun. Af því við gefum fá- tæklingum kertisstúf til að kveikja ljós, málsverð til að eiga með okkur veizlukost, stingum brjóstsykursmola upp í barn og gefum vinum vorum vasa- klút, finst okkur svo undur mik- ið til um okkar kristindóm og virðist slíkt jólahald ganga æði langt í að borga fyrir misgerðir og vanrækslu áranna. Eg er ekki að gera lítið úr þessu né þeim tilfinningum, sem jólin vekja, þvert á móti held eg fram að glatist jólin, sem kristileg hátíð, glatist jafnframt maðurinn sem bróðir Krists í kælreikanum. En vinur minn, hverjum gafst þú fyrst og fremst þessar gjafir? Voru þær ekki í raun og veru gefnar sjálfum þér? Hjálpuðu þær þér ekki til að halda jólin og njóta þeirra? Nautst þú ekki stofuylsins ennþá betur í heima- húsum af því þú hjálpaðir til að hlýja hús náungans? Bar ekki ljósið skærari birtu í kringum þig af því þú kveiktir ljós í hreysi öreigans? Naustu -ekki veizlunnar betur af því þú gafst svöngum saðningu? Hvað segir Channing, postuli Unitara: “Meðan meðbróðir minn situr í svartfaoli er eg ekki jfrjáls, sé hann svangur er eg ekki saddur. “Ef þú vilt eiga j endalaus jól með Kristi og með- bræðrunum þarftu alla daga að j vera jafn kristinn og á jólunum. Þú verður að hjálpa til að gera veröldina að kristilegum veizlu- sal, frá einu heimskauti til ann- ars, frá einum jólum til annara. Jú, þetta væri nú ekki nema gott og bfessað væri það hægt, en við erum svo fáir, fátækir og veikir. Hvað munar eiginlega um okkur í mannhafi veraMar? Þetta er bargmál aldanna, von- leysis og trúleysis upphrópun lífsflóttans á öllum öldum. Jú víst voru þeir, fáir veikir og smáir postularnir tólf, sem gengu á hólm í orðspeki, við hina mentuðu Grikki og lögðu til orustu við hina voldugu Róm- verja, þar sem andinn sigraði vopnin að síðustu. Víst var hún veik móður hönd- in, sem leiddi þig út á lífsins braut og benti þér á hamingju vegin, á æfigöngunni. Ef tólf ómentaðir og umkomu- lausir Gyðingar geta valdið stefnubreytingu í heimsrásinni; hvað myndu þá ekki tvö hundf- uð þúsund Islendingar, vestan °g austan hafs, geta áohkað, væru þeir samtaka til dáða. Ef fátæk sveitakona getur leiðbeint ungdóminum á lífsvegu réttlæt- isins, kærlei’kans og sannlteikans; hversu miklu gæti ekki kirkjan áorkað væri hún guði vígð í nafni og anda þess er var kon- ungur sannleikans og opinberun kærleikans? Engin er svo úmkomulaus, að faann ekki geti lagt rækt við sjállfan sig. Engin er svo van- burða, að hann ekki megni, að hjálpa til að stofna og starfrækja kristilegt heimili. Engin er svo fárvís að hann ekki geti stutt að guðsást og góðum siðum í sinni sveit. Á þessum jólum verður, að vanda mikið talað um hina óum- ræðilegu guðsgjöf í tilkomu Krists. Það er vel að mennirnir séu á það mintir en hinu megum við ekki heldur gleyma að allar gjafir þiggja laun og þannig er því líka farið með hinar guðlegu gjafir. Guði er auðvitað ekki um megn að fullkomna sköpun- arverk sitt í manninum, en hann hefir útvalið okkur, börnin sín, til þess veglega starfs, að veita aðstoð í verkinu, svo heims- menningin sé líka okkar verk og okkar eign. Hann faefir gefið okkúr sáðlandið og trúað okkur

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.