Heimskringla


Heimskringla - 03.01.1945, Qupperneq 2

Heimskringla - 03.01.1945, Qupperneq 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. JAN. 1945 FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI [ Vi^skiftaráðstefnan verður í New York Fulltrúar Verzlunarráðs ís- land á ráðstefnu Alþjóða verzl- unarráðsins, sem haldin verður í New York dagana 8.—18. nóv., eru farnir vestur um haf fyrir skemstu. Fulltrúarnir eru fimm að tölu. Hallgr. Benediktsson,. Eggert Kristjánsson, Magnús Kjiaran og Haraldur Árnason. Ennfremur fór dr. Oddur Guðjónsson vest- ur á vegum Viðskiftaráðs. Mun dr. Oddur verða ráðunautur nefndarinnar þá daga, sem ráð- stefnan stendur yfir. Ráðstefnuna átti í upphafi að halda í Atlantic Cityr en þar sem skemdir urðu allmiklar þar í borg af völdum fellibyls, var ráðstefnan flutt til New York. í>rír fulltrúanna fengu flug- verð vestur um haf fyrir tilstilli hersins, en þeir Oddur og Hall- grímur fóru sjóleiðis vestur. —Vísir, 4. nóv. ★ ★ * Verzlunarjöfnuðurinn óhagstæð- ur um 6.7 miljónir króna Verzlunarjöfnuðurinn í sept. mánuði s. 1. var óhagstæður um 1.2 milj. kr., en í fyrra var verzl- unarjöfnuðurinn í sama mánuði óihagstæður um 4.6 milj kr. Alls var flutt inn í sept. mán- uði í ár fyrir 27.5 milj. kr., en út fyrir 26.3 milj. kr. Mest var flutt út af síldarolíu eða fyrir 10.7 milj. kr., ísfiskur fyrir 6.7 milj. kr., síldarmjöl fyrir 3.8 milj. kr., frystur fiskur fyrir 2.0 milj. kr. og lýsi fyrir 1.6 milj. kr. Innflutningurinn til sept. loka í ár hefir samtals numið 183.6 milj. kr., en 178.9 milj. kr. á sama tíma í fyrra. Útflutning- urinn hefir verið samtals 176.9 milj. kr. níu fyrstu mánuði þessa árs, en nam á sama tíma í fyrra 174.2 milj. kr. Heildar-verzlun- arjöfnuður níu fyrstu mánuði þessa árs er því óhagstæður um 6.7 milj. kr., en var óhagstæður ’ á sama tíma í fyrra um 4.7 milj. kr.—Vísir, 4. nóv. ★ ★ ★ Islendingar á flugmála- ráðstefnunni Flugmálaráðstefna sú, sem Bandaríkin boðuðu til í Chicago er nú hafin. íslendingar senda fjóra full- trúa á ráðstefnuna, Thor Thors sendiherra, sem er formaður ís- lenzku nefndarinnar, Agnar Ko- ■ foed-Hansen, tekniskur ráðu- nautur, Guðmundur Hlíðdal póst- og símamálastjóri og Sig- urður Thoroddsen verkfræðing- ur. Á fyrsta fundi ráðstefnunnar var Thor Thors kosinn í nefnd, sem ákveður fundarsköp ráð- stefnunnar.—Vísir, 4. nóv. ★ * * Sigurður Kristjánsson sæmdur stjörnu stórriddara hinnar íslenzku Fálkaorðu Forseti íslands veitti að til- lögu orðunefndar Sigurði Kristj- ánssyni fyrv. bóksala stjörnu stórriddara hinnar íslenzku Fálkaorða, hinn 23. þ. m. Sigurður hefir unnið íslenzkri bókaútgáfu mikið gagn og stuðl- aði meðal annars að því með ó- dýrri heildarútgáfu íslendinga- sagnanna, að þær urðu almenn- ingseign. * * Eins og kunnugt er átti Sig- urður Kristjánsson níræðfsaf- mæli nú fyrir skömmu og er þessi aldraði sæmdarmaður vissulega vel að þessum heiðri kominn.—Alþbl. 1. okt. ★ ★ ★ Vísitalan 271 stig. Kauplagsnefnd og Hagstofa Islands hafa reiknað út vísitölu síðasta mánaðar og reyndist hún vera 271 stig. Hefir vísitalan lækkað um 1 stig frá næ9ta mánuði áður því þá var hún 272 stig. —Vísir, 4. nóv. ★ ★ ★ Nýtízku skipasmíðastöð er nauðsyn Eitt af þeim stórmálum þjóð- arinnar, sem aldrei hefir verið neinn gaumur gefinn, er að hér verður að rísa upp nýtízku skipa - viðgerðarstöð, með fullkomnum og nýtízku tækjum, sem fyrst og fremst verður að geta fullnægt þeim þörfum skipaviðgerða, sem fyrir liggur á hverjum tíma. Ef íslenzka þjóðin á að heita og vera sjálfstæð þjóð, þarf hún að koma sér upp öflugum skipa- stóli. Og það verður að halda þessum skipastóli við og endur- bæta hann eftir þörfum. En það verður ekki hægt sem skyldi, ef ekki eru fyrir hendi aðstæður, sem gera það mögulegt. Hér verður að koma upp fullkominni skipasmíðastöð, sem fyrst og frernst getur annast viðgerðir og brfeytingar á skipum, og svo í framtíðinni smíðað skip bæði úr járni og tré, eftir því sem reynist bezt fyrir íslenzka fiskimenn. Það er margra álit, að ef skipin væru bygð hér, myndu þau henta betur þeim skilyrðum, sem við höfum, en annars. Það er einnig víst, að hægt er að ná sama árangri hvað afköst snertir og náðst hefir hjá öðrum þjóð- um. Þar við bætist gífurleg at- vinnuauknihg fyrir f jölda iðnað- armanna og verkamanna í heild, og um leið sparað stórfé í erlend- um gjaldeyri. Ekki þarf að ef- ast um að íslenzkir menn, sem koma til með að vinna við slíka skipasmíðastöð, verði neitt af- kastaminni en erlendir menn, undir sömu kringumstæðum, þar með er átt við að þeir ihafi þau tæki, sem nútíma skipasmíða- stöð þarfnast, og svo auðvitað góða stjórn. Nú hefir verið stofnað hér í Reykjavík nýtt félag, sem heitir Skipanaust h.f., og ætlar að hef ja undirbúning að slíkum fram- kvæmdum. Kom þar í ljós við stofnun þessa félags, greinilega hvað stofnendur voru samtaka. Eg er í vafa um, hvort nokkurn- tíma hafi verið stofnað hér fyrir- tæki, og sízt svo stórt, þar sem allir voru sem einn maður um stofnunina, eftir að hafa kynt sér verkefni þess. Þegar svo langt er komið sem hér, að hópur manna hefir tekið sig saman um að hrinda þessu mikla nauðsynjamáli í fram- kvæmd, sem 'hér er um að ræða, er það von mín og þeirra manna, sem hér eiga hlut að máli, að það mæti jafn glæsilegum mót- Conservation o£ Materials Lack of materials and labour, coupled with a recent Government order limiting the supply of carton materials, has made necessary the re-use of cartons. When you get deliveries encased in a re-used carton you will know that the Breweries are co- operating with the Government in an effort to con- serve materials and labour. DREWRYS... FLUTNINGAR SÆRÐRA VESTUR AFRÍKU HERMANNA Mynd þessi er tekin af liðsforingja í Kaladan dalnum í Burma, þar sem 81. Vestur Afríku h'erdeildin hefir verið síðan ásóknin hófst þar. Það verður að flytja alt í loftinu til þess- ara manna, því allar aðrar leiðir eru ófærar, og engin önnur sambönd við umheiminn. Þeir brutust í gegnum hina þykku frumskóga og stór ár þar til þeir lentu þar sem ákveðið var. Matur, skotfæri, umbúðir o. s. frv., er alt flutt loftleiðis, einnig særðir menn teknir þaðan svo hægt sé að veita þeim betri hjúkrun. Myndin sýnir hvar verið er að gefa særðum manni fyrstu hjálp. Fallhlíf er notuð sem skýli yfir höfðum þeirra. tökum hjá ráðandi mönnum þessa bæjar, svo og hjá hafnar- nfefnd, sem einnig verður að leggja sitt til málanna. Sig Sveinbjörnsson —Vísir, 7. nóv. ★ ★ ★ Æfisaga Einars Jónssonar mynd- höggvara væntanleg á næstunni í útvarpinu hefir undanfarin kveld verið auglýst, að væntan- leg sé bráðlega á bókamarkað- inn æfisaga EinarS Jónssonar, myndhöggvara. Vísir hefir snúið sér til stjórn- ar útgáfufyrirtækisins, Bókfells- útgáfunnar, og tekist loks að fá hjá henni nokkrar upplýsingar um ritverk þetta. Eins og menn vita, er Einar Jónsson hlédrægur maður og útgefendum er ljóst að hann vill ekki láta hafa hátt um þetta verk, frekar en önnur, sem hann hefir af hendi leyst. Hér er um tveggja binda verk að ræða og heitir það fyrra “Minningar”. Þar kennir margra grasa eins og vænta má. Þar eru meðal annars minningar um búnaðarhætti í sveit listamanns- ins, þegar hann var í æsku, hann getur ýmissa manna, sem hann kyntist og urðu minnisstæðir og lýsir hvernig hugur hans hneigð- ist að listinni. Sá hann þá m. a. ýmiskonar myndir í kvistunum í veggjunum heima á bæ foreldra sinna. Þá er sagt frá utanlandsferð- um hans, kynnum þar af ýmsum íslendingum og erlendum mönn- um, sem nú eru frægir og löngu viðurkendir listamenn. Þá er og fléttað inn í frásögnum um það, hvernig og hvenær ýmis verk hans urðu til. Sagt er frá heimförinni og erf - iðleikunum við að flytja öll verk- in milli landa, byggingu safnsins sem nú er fyrst að verða full- gert og ótál mörgu fleira, sem ógerningur er að geta í stuttri blaðagrein. Fjöldi mynda prýðir bókina, m. a. margar, sem eigi hafa birst áður. Síðara bindið nefnist “Skoð- anir”. Þar segir höfundurinn frá viðhorfi sínu til lífsins og lista, skoðunum, sem eru að baki lista- verkanna, afstöðu sinni til ýmissa stefna, en hann hefir aldrei aðhylst neinn “isma”, heldur farið sínar eigin götur, en trúin hefir ávalt verið mikið atriði í list hans. Þessi bók er einnig prýdd myndum, meðal annars heilsíðu- myndum, sem nýlega hafa verið teknar af verkum hans. Vegna þess að upplag þessa merkilega verks verður tak- markað, mun það nær eingöngu verða seit áskrifendum. Það verður eins vandað og unt er, og er 38 arkir með meira en 100 myndum. Þótt prentaraverk- fallið íhafi tafið vinnu við verkið, mun verða reyna að koma báð- um bindunum út fyrir jól. —Vísir, 18. nóv. ★ ★ ★ 12 erl. blaðamenn staddir í Reykjavík Hér eru um .þessar mundir á ferð tólf blaðamenn frá Banda- ríkjunum. Komu blaðamenn þessir löftleiðis að vestan og er tilgangur ferðarinnar að kynna sér norður flugleiðina, og skrifa greinar um hana í blöð vetra. Var blaðamönnum þessum haldið hádedgisverðarboð að Hotel Borg í gær á vegum ríkis- stjórnarinnar, og voru þar mætt- ir íslenzkir blaðamenn, nokkrir opinberir starfsmenn og foringj- ar í ameríska setuliðinu hér. í gærkvöldi voru amerísku blaðamennirnir og íslenzkir blaðamenn í boði hjá Kay hers- höfðingja. Hinir erlendu blaðamenn eru þessir: Peter Edson (frá Newspaper En- terprise Association). William Shippen (frá Washing- ton Star). Reuel S. Moore (frá United Press). Robert Considine (frá Interna- tidnal News Service). Caroline Iverson (frá Life). John U. Terrel (frá Newsweek). Albert Hughes (frá Christian Science Monitor). Robert Elsow (frá Time). Watson Davis ífrá Science Ser- vice Syndicate). David Dricoll ÍMutual Broad- casting System). Frank J. Cipriani (frá Cfhicago Tribune). , Carl Levin (fra New York Her- ald Tribune).—Vísir, 17. nóv * ★ ★ íslendingar tæplega 126,000 að tölu í lok síðasta árs íslendingar reyndust við síð- asta prestamanntal — um síð- ustu áramót — samtals tæplega 126,000 að tölu. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir hefir aflað sér um mann- talið síðasta hjá Hagstofunni, reyndust íslenzkir borgarar 125,915 að tölu og vantar því að- eins 85 upp á, að mannfjöldinn sé 126,000. Fjölgunin frá árinu 1942 nam samtals 1919, því að við manntalið það ár voru Is- lendingar 123,996 að tölu. Meirihluti landsmanna býr í níu kaupstöðum landsins, eins of kunnugt er, eða samtals 67,108 KIRKJAN í DALNUM Eftir Jóhönnu Benson Sigurður í Stórabæ var bæði efnaður og merkilegur bóndi, já hann var mjög fjármargur og var álitin ríkur eftir íslenzkum mælikvarða. En hann hafði samt við erfiðleika að búa, sem voru að verða honum ofurefli. Þessi erfiðl'eikar voru á hans eigin heimili og höfðu óbeinlínis komið á heimili hans, og hefðu ekki átt að vera honum svo mik- ið viðkomandi. Hann átti góða konu og efnilega dóttir, mörg hjú, sem öll virtu hann og hlýddu, en hann var búinn að missa mörg þeirra fyrir þessi vandræði, og nú sagði ein góð vinnukona að hún mundi fara við fyrsta tækifæri, því varla lengur gæti hún staðið afskifti og átölur frá þessum frænda hans. Já, frændi gamli var orðinn óþolandi, hann fældi alla í burtu er hann settist upp í Stórabæ hjá Sigurði og var nú kominn í rúm- ið. Hann gat ekki staðið í fæt- urnar og allir þurftu að stjana við hann og allir voru óánægðir, en það var engin vegur að losast við hann, því það var engin ann- ar staður fyrir hann. Það var komið nærri jólum þennan vetur og ekki hafði verið messað í Stórubæjarkirkju síð an síðustu jól. Sigurði bónda varð reikað út í kirkjuna, sem stóð nokkuð frá bænum. Hann ; gekk inn að altarinu, tekur þá j eftir að það standa þar gamlir I kertastjakar með hálf eyddum j kertum; hann kveikti ljós á báð- um kertunum og segir við sig j sjálfan: Eg er í kirkju. Það er guðs hús þó ekki sé hér prestur, [ en rétt núna finst mér að eg ætti að vera bæði presturinn og söfn- uðurinn. Eg reyni að hugsa í mér ræðu fyrir mig sjálfan, það manns. 1 sveitum og kauptún- um landsins bjuggu því um síð- heyrir ekki neinn maður þó eg tali upphátt við sjálfan mig. Eg' get verið nærgöngulari en nokk- ur prestur'mundi áræða að vera í orðum. Já, eg þarf að spyrja mig að ýmsu og finna réttmæt svör við því. Því er ekki messað í kirkj- unni? Gamli presturinn okkar er dáinn og ungir prestar vilja fá mikið mfeiri borgun. Fólkið er fátt og fátækt og getur ekki borgað allar þær tekjur sem til- heyra kirkjunni og áræðir því ekki að biðja um prest en enginn prestur biður um brauðið Eg sem prestur þarf að tala um þetta við þig, sem ert nú söfnuðurinn. Hefir þú gert skyldu þína viðkomandi þessari kirkju, þú hefir tekið að erfðum þessa góðu jörð með kirkjunni á, og stórum bústofni, sem feður þínir hafa trúað þér fyrir; hér í garðinum eru grafin ættmenni þín og þinnar konu, og það sem mestu varðar, þú hefir staðfest skírnarsáttmála þinn hérna við þetta altari, sem er hátíðlegasta og um leið alvarlegasta stund lífsins. Það er að binda loforð til sjálfs guðs og allra sem það vitna, að vera lífi sínu trúr til dauða; já og að þessu loforði af- stöðnu krýpur þú hér við altarið með foreldrum þínum og neytir náðarmeðala guðs, með einlæg- um ásetningi og heitri bæn for- eldra þinna, að þú haldir þín há- tíðlegu loforð til dauða. Hefir þú verið trúr? Eg veit þú hefir verið það að mörgu leyti, margfaldað bústofninn og farið vel með jörðina. En þér hefir ekki verið gefinn sonur, sem öðrum þínum feðrum til að halda við eftir þig, þú veizt ekki hver verður þinn eftirmaður. Hefir þú gert til kirkjunnar alt sem þú gazt? Það er komið að því að þú svarir, Sigurður. Hann tekur eftir að kertin eru nærri útbrunnin á altarinu, svo hann segir: Eg vil svara, og eg krýp niður við altarið mér til ustu áramót samtals 58,807 «^ning og lofa „ú af allri ein- , en þar má og bseta þvi I ta*m hJfJrta"s' f *“* •» *m 1 j mínu valdi stendur til að endur- manns, við, að fólkinu fækkaði í sveit-, . „ , , , - ■ u - * i t reisa þetta hrorlega drottins hus, unum a þessu ari, þvi að kaup-! , ; ...... staðabúum fjölgaði um samtals 61 s^a! ou vernig 2235 manns og hef ir sveitabúum J !°a ver a’ J3®. 1 e§ , x u - treysti, að fa æðn hjalp og mnra þvi fækkað samkvæmt þvi utn1,,/ , J r ,6 , , onn ljos og aræði þessum asetning _ 7 ,, , . immum til aðstoðar. Hjalpi mer Reykvikingar eru rumlega I Eg finn að eg hefði getað þriðjungur allra landsmanna ma á meðan óði mli þvi að þeir voru samtals 44,089 . , , u **• v ^ ,_ , presturmn var her. Eg hefði att við manntalið í lok siðasta ars. * u c .. u- ,u , . , ..... _ , „ . að hafa eldhita her, svo hann og Þeim hafði fjolgað um 1,704, svo .* u i , • ., , f , ,, . J. . , , folkið hefði ekki veikst af kulda, að ekki er fjarn þvi, að hofuð- ,.. , ., u , , ... f _ . u J. , ^ f,17 lata hita þvi kaffi eftir messu, staðunnn hafi gleypt alla folks-' . f , u . jOg jafnvel borga prestinum. —- jo gunma. |Hans kaup var lítið meira en eg Á síðasta ári hafa íslendingar j borga vinnumönnum mínum. því komist lítið eitt upp fyrir j>ag er margt hægt að endur- áttunda hluta miljónar, en til en hvernig á að fá prest- fróðleiks má geta þess, að talið er að landsmenn mundu nú að minsta kosti ein miljón að tölu, ef hungur og alskonar harðrétti af völdum náttúruhamfara og öðru hefði ekki stráfelt fólkið fyr á öldum eða veikt mjög mót- ^ stöðuafl þess. Var frá þessu sagt í fyrirlestri, sem haldinn var í hátíðarsal Háskólans fyrsta vetrardag s. 1. Fjallaði fyrirlest- urinn um manneldi og þau áhrif sem fjörefnaskortur hefði á vöxt og viðgang manna. —Vísir, 6. nóv. Kaupi Neðanmálssögur “Heims- kringlu” og “Lögbergs”. Verða að vera heilar. Má ekki vanta titilblaðið. Björnsson’s Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg ínn r Eg vona að eitthvað opnist. ' Þær jarðir sem voru komnar í eyði í dalnum voru brúkaðar fyr- ir bithaga, kölluð afréttin og vildu ekki láta fátæku bændurn- ar þar hafa neinar sauðkindur, svo það gerði ekki afréttar fénu ónæði. Samt voru hjón sem bjuggu fram með ánni, bannað að hafa fé þar, en það var ekki hægt að banna þeim að vera í kotinu, því þau áttu það og drógu þar fram líf sitt á tveimui" kúm; það var kallaður Frambær, sem þau voru í. Það voru nokkuð margir bæir innar í dalnum og einn af þeim var kallað að Skál. Það vorii þar sérstök heiðurshjón komh1 frá beztu stofnum íslenzku þjóð- arinnar, í allar ættir. Þau áttu bara einn son, en hann var virði margra barna til þeirra. Þau bygðu á hann glæsilegar fram- tíðarvonir, sem var mjög eðli- legt, hann var framúrskarandi vel gefinn og virtist hafa gott upplag. Þau lögðu mikla stund á uppfræðslu hans og voru hon- um ágæt fyrirmynd í allri fram- komu. En þegar Jón yngri, þvi svo hét líka faðir hans, var 15 ára, komu veikindi á heimilið Skál. Já, dauðinn sjálfur tróðsí þar inn, og tók með sér heimiliS'

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.