Heimskringla - 03.01.1945, Page 6

Heimskringla - 03.01.1945, Page 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. JAN. 1945 STÚLKAN ÚR FLÓANUM Hún hoppaði ofan úr vagninum, en fann brátt að nestistína, bækurnar og örvaroddarnir voru þung byrði. Hún var næstum komin að brúnni, sem var á veginum, þegar hún heyrði óp í barni. Gegn um einn,ávaxtagarðinn í út- jaðri bæjarins kom lítill drengur hlaupandi, og á eftir honum kom stór Ihundur, sem maður sig- aði á drenginn. Meðaumkvun Elenóru var strax vakin fyrir drengnum. Hún lagði dótið sitt niður á brúna, greip stein og fleygði honum með mikilli æfingu í hundinn, sem hnipraði sig saman með háu væli, drengurinn náði girðing- unni og Elenóra var þar albúin að hjálpa honum yfir. Þegar hann stóð á girðingunni sveiflaði hún honum niður á jörðina, en hann hékk á henni og faðmaði hana að sér eins fast og hann gat, higstandi og skjálfandi af ótta. Elenóra bar hann yfir að brúnni og sat með hann í fanginu. Fyrstu svör hans við spurningum hennar voru óskiljanleg, en brátt náði hann sér svo mjög að hann gat svarað. Hann var bara svolítill drengsaumingi, ekkert annað en skinn og bein svo var hann horaður; sólbrent og freknótt andlitið var alt löðrandi í tárum og ryki, fötin 'hans voru ósegj- anlega skitin. Stóra táin á öðrum fætinum var ein bólguhella út frá rifinni nögl, og alstaðar þar sem sást í hann beran, var hann löðrandi í sárum. “Þú mundir ekki siga hundinum á dreng bara fyrir það, að hann tæki fáein epli, sem hann gefur svínunum fullar skjólur af á hverj- umi degi?” sagði hann. “Nei, það mundi eg sannarlega ekki gera,” svaraði Elenóra með miklum hita. “Þú mundir gefa drengnum öll þau epli, sem hann vildi fá, ef hann hefði ekki étið neinn morgunmat og væri svo svangur að hann log- verkjaði í magann?” “Já, það mundi eg gera,” svaraði Elenóra. “Ef þú hefðir nokkuð að borða núna, mundir þú gefa mér það alveg undir eins, mund- ir þú ekki?” “Jú,” sagði Elenóra. “1 bögglinum þarna er ekkert nema grjót en í nestistínunni minni er miðdagsmaturinn minn og af honum skal eg gjarnan gefa þér dálítið.” Hún öpnaði tín- una. Hungraði drengurinn æpti upp og rétti fram báðar hendurnar. Elenóra hélt honum aftur. “Hvað borðaðir þú í gærkveldi?” “Ekkert.” “En í miðdegisverð?” “Eitt epli og fáein vínber, sem eg stal.” “Hver á þig?” “Tom gamli Billings.” “Því lætur pabbi þinn þig ekki fá eitthvað að borða?” “Hann gerir það nú sem oftast, en nú er hann fullur.” “Þei! Þú mátt ekki segja þetta. Hann er pabbi þinn.” “Hann eyddi öllum peningunum til að gera sig fullan, þar ofan í kaupið,” sagði dreng- urinn, “og Jimmy og Bella hljóða í matinn. Eg hefði nú sloppið með epli handa sjálfum mér, en eg ætlaði að ná fáeinum handa þeim, og þá kom Ihundurinn of nálægt mér. En þú getur hitt með steini, geturðu ekki?” “Já,” svaraði hún og helti helmingnum af mjólkinni sinni í bollann. “Drektu þetta,” sagði hún og hélt honum að vörum hans. Drengurinn svalg mjólkina og bölvaði af ánægju um leið og hann greip um bollan með hinum titrandi fingrum sínum. “Þei,” sagði Elenóra. “Þetta er hræði- legt!” “Hvað er hræðilegt?” “Að segja svona hræðileg orð.” “Pabbi segir verra en þetta í hvert skifti og hann dregur andann.” Elenóra horfði á þetta hjákátlega andlit og sá að barnið var eldra, en hún hafði fyrst ætlað. Eftir hinum hörkulega og veraldarvana blæ sem á því var, gat barnið verið fjórtán ára.” “Langar þig til að verða líkur honum föður þínum?” “Nei, mig langar til að verða líkur þér. Gæti nokkur engill verið betri en þú? Má eg fá meiri mjólk?” Elenóra tæmdi flöskuna, og drengurinn svalg hvern dropa af mjólkinni. Hann stundi af ánægju og blíndi framan í hana. “Þú mundir ekki fara frá litla drengnum þínum, eða hvað?” “Hefir nokkur farið burt frá þér?” “Já, ihún mamma mín fór burt frá mér og Jimmy og Bella líka,” svaraði drengurinn. Þú mundir ekki fara burtu frá litla drengnum þínum?” “Nei.” Drengurinn ihorfði fíknum augum á nestis- tínuna. Elenóra lyfti upp einni brauðsneiðinni og þá sást hænsna steikin. Drengurinn smjatt- aði af hrifningu. “Þú og eg getum borðað þetta, sem er i glasinu og svo gæti eg tekið brauðið og hænsna- steiknia heim til Jimmy og Bellu.” Elenóra tók ofan af eggjamjólkinni og rétti barninu glasið ásamt skeiðinni. Aldrei hvarf neinn matur fljótar, garðmaturinn fylgdi eftir, því næst helmingurinn af brauðinu og hálf- brjóstið af hænunni. “Það er bezt að eg láti það, sem eftir er vera handa Jimmy og Bellu, þau eru hálfdauð úr hungri.” Elenóra gaf honum leifarnar af hinum vel tilreidda miðdegisverði, drengurinn læst í þær klónum og þaut svo af stað. Hann hoppaði og dansaði eins og villumaður. “Elenóra lét niður diskinn og þurkaði af skeiðinni og lokaði hinni fallegu tínu, og hún gat ekki annað en hlegið hálf hræðslulega. “Ef Margrét frænka vissi þetta fyrirgæfi hún mér það aldrei,” sagði hún við sjálfa sig. “Það virðist eins og eg verði að neyðast til að fara með alt í pukri og það hata eg. Hvað á eg nú að hafa í miðdegisverðinn? Eg verð neydd til að fara og selja örvaroddana mína svo að eg geti keypt mér kaffi og brauðsneið.” Hún gekk hratt inn í bæinn, seldi örvar- oddana sína fyrir gott verð og fór svo á skólann með talsverða upphæð í bankabókinni sinni. Elenóra gekk ennþá einu sinni í gegn um hinn mikla samkomusal og enginn veitti henni eftir- tekt, því að nú leit hún út eins og allar ihinar stúlkurnar. En í fataherberginu voru ungling- ar úr hennar bekk. “Líttu á stúlkuna úr Flóanum í fötunum, sem konan gáf henni!” Sjálfsagt ætlaðist enginn til, að hún heyrði þetta, en þær hvísluðu samt of hátt. Elenóra sneri sér í áttina til þeirra. “Þið verðið að afsaka,” sagði hún, “en eg gat ekki að því gert að heyra hvað þið sögðuð! Þessi föt hefir enginn gefið mér. Eg hefi borgað fyrir þau sjálf.” Einhver tautaði eitthvað um afsökun, en hún gat lesið vantrú í svip hvers andlits. Elenóru leið illa. “Margrét frænka valdi þau fyrir mig, og ætlaði að gefa mér þau, en eg vildi ekki þiggja þau að gjöf, svo eg borgaði fyrir þau sjálf.” Nú varð steiniþögn. “Trúið þið mér ekki?” stundi Elenóra. “Þetta er í raun og veru atriði, sem ekki kemur okkur neitt við,” sagði ein stúlkan. — “Komið við skulum fara.” “Eenlóra gekk að henni, sem þetta sagði. “Jú, þetta kemur þér við,” sagði hún, “vegna þess að þú sagðir það, sem ekki var satt. Fötin, sem eg er í hefir enginn gefið mér. .Eg hefi sjálf borgað fyrir þau með peningum, sem eg fékk fyrir að selja Fuglakonunni fiðrildi. Eg kom rétt núna frá bankanum þar sem eg lagði inn afganginn. Hérna er viðurkenning fyrir borguninni.” Elenóra (þ-ó fram litlu, rauðu bókina og sýndi þeim hana. “Þú munt vafa- laust trúa því sem þar stendur.” “Já, auðvitað,” sagði stúlkan, sem fyrst hafði tekið til máls. “Við hittum svo dæma- laust ástúðlega konu í búðinni hans Brownlee, og hún sagði, að sig langaði til að fá leiðbein- ingar um kaup á fötum handa stúlku einni, og þannig kyntustum við þessu.” “Það var blessunin hún Margrét frænka,” sagði Elenóra. “Er hún ekki alveg óviðjafn- anleg. Það var henni líkt að spyrja ykkur.” “Já, hún er indæl,” sögðu þær allar me§ einum rómi. Elenóra lét frá sér bækurnar og nestistín- una, og tók af sér hattinn, sem hún hengdi á snaga hjá hinum höttunum. Er hún sneri þannig baki við, kom stúkan, sem hún hafði lent í orðakasti við fyrsta daginn, sem hún var á skólanum. Stúlkan gekk að snögunum og hrópaði upp yfir sig af aðdáun er hún tók niður hatt Elenóru. “Þetta er nákvæmlega það, sem eg hefi altaf óskað mér,” ságði hún. “Adrei á æfi minni hefi eg séð svona fallegar f jaðrir. Þær eiga alger lega við nýja útikjólinn minn. Eg má til, hvað sem það kostar, að ná mér í slíkar fjaðrir í hatt- inn minn. Annað eins hefi eg aldrei séð. Hver á þær? og hvaðan koma þær?” Enginn svaraði, því að spurning Elenóru, svarið og svar hennar hefði orðið öllum kunn- ugt í miðskólanum. Allir vissu að stúlkan úr Flóanum hafði í fullu tré við þessa stúlku, og Sadie Reed hafði ekki verið mjög vingjarnleg hvað snerti litla krókinn sem bi'eytti nafni Elenóru á töflunni í reikningstímanum. Elen- óra horfði með vandræðasvip á hinar stúlkurn- ar, en engin þeirra rétti henni hjálpaihönd. Sadie Reed leit ýmist á íhattinn eða andlitin í kring og furðaði sig á þessu. “Þetta er fyrsta bekkja búningsherbergið. Hver á þennan hatt?” spurði hún og var nú ó- þolinmóð í látbragði. “Þetta er skúfurinn á kornstönginni,” svar- aði Elsnóra með uppgerðar hlátri. Svarið féll öllum vel í geð. Allir veltust um í hlátri. Sadie Reed roðnaði en hún hló líka. “Gott er það, en þær eru fallegar,” sagði hún, og mig langar til að fá slíkar fjaðrir. Eg veit að eg á ekkert vináttubragð skilið af þér, en samt vilcli eg að þú segðir mér í hvaða búð þú fékst fjaðrirnar.” “Það skal eg gjarnan gera,” svaraði Elen- óra. “Þú getur ekki fengið slíkar fjaðrir sem þessar í búðum. Þær eru af lifandi fugli. Phoeme Simms safnar þeim saman jafnóðum og páfuglinn hennar fellir þær. Þetta eru vængfjaðrir af karlfuglinum..” Nú varð djúp þögn. Hvernig gat Elenóra vitað að engin stúlka, sem þarna var hefði sagt frá þessu? “Eg er ekki í neinúm vafa um, að eg get náð fáeinum fýrir þig,” sagði hún vingjarn- lega. “Hún gaf Margrétu frænku margar þeirra, og þessar eru af þeim. Eg er alveg viss um að hún á fleiri og getur vel látið fáeinar þeirra.” Sadie Reed gat ekki að sér gert að hlægja ekki. “Ekki skaltu ómaka þig út af þessu,” sagði hún. “Mér missýndist. Eg hélt að þetta væru dýrar fjaðrir. Eg hélt að eg þyrfti að borga sjö dali fyrir parið, sem hæfðu nýja úti- búiiingnum mínum. Séu þær tíndar upp í hag- anum gæti eg ómögulega notað þær í hattinn minn.” “Aðeins á fáeinum stöðum. Þær þekja ekki jörðina, skal eg segja þér. Páfuglinn hennar Fhoebe Simms er eini páfuglinn á margra mílna svæði í nágrenni Onabasha, og hann fellir fjaðr- irnar aðeins einu sinni á ári. Kosti hatturinn þinn ekki nema 20 dali, er hann tæplega nógu dýrmætur fyrir slíkar fjaðrir. Því sjáðu til, almáttugur guð skapaði þær og litaði sjálfur, og hann lætur samskonar f jaðrir á páfuglinn henn- ar Phoebe og hann lét á forfeður hans í skógun- um í Ceylon endur fyrir löngu. Hverjar hinna fölsku fjaðra, sem tilbúnar eru í New York eða Chicago eru fullgóðar á hattinn þinn sem kost- ar aðeins tuttugu dali. Þú ættir að hafa hatt, sem væri óviðjafnanlega verðmeiri, ætti hann að hæfa fjöðrum, sem guð sjálfur hefir skapað.” En hvað stúlkurnar hlógu! Ein þeirra gekk með Elenóru inn í samkomusalinn, sat hjá henni meðan á æfingunum stóð og reyndi að tala eins oft og Ihún þorði, til að Elenóra skyldi ekki sjá öll þau forvitnislegu og aðdáunarfullu augna- tillit, sem henni voru send því að brúneygði drengurinn lét í ljósi undrun sína með allskon- ar fettum og brettum á bak við hana þann dag. Þótt hún væri hamingjusöm yfir bókunum sín- um, vissi enginn hve mikið hún sá af þessu né hversu mjög hún ihugsaði um lærdóminn, en það var Ijóst, að hún hirti of lítið um alt annað til að veita því athygli. Það varð því öllum ljóst að Elenóra hirti mest um að læra og fá að vera afskiftalaus. Er skólatíminn var liðinn, fór hún aftur til Fuglakonunnar, og ásamt henni fór hún út í mýrina og losnaði við fleiri sýnishorn. í þetta skiftið bað hún konuna að geyma fyrir sig pen- ingana þangað til næsta dag, er hún kæmi eftir þeim og legði þá inn í bankann. Hún gekk hægt heim, því að heim^óknin í mýrina hafði mint hana á viðburðinn um morguninn. Hún sneri og skoðaði litla bréfmiðann, því að hún vissi ekki hvað hann þýddi, þó að hann vekti hjá henni óljósan ótta. 8. Kap. — Mrs. Komstock ætlar að sýna Möggu eitt eða tvö atriði. Það var Wesley Sinton, sem íhugaði málið á meðan hann ók um og lauk viðskiftum sínum. Hann þurfti ekki að spyrja sjálfan sig að því, hvað miðinn þýddi; hann vissi það. Hinn gamli Carsons óaldarlýður var ennþá uppi. Eldri fé- lagarnir, sem höfðu sloppið við hegningu lag- anna, höfðnu fengið hæli hjá yngri bróður sín- um, Jack að nafni, og hittust þeir í hinuih fáu skógarþyknum sem eftir voru í Flóanum til að drekka, spila og slæpast. Við og við heyrðist um innbrot á einum eða öðrum bóndabænum, þar sem bóndinn hafði þann sama dag selt korn og haft heim með sér andvirðið. Heimili þeirra Komstock mæðganna var fast við Flóann, næst þeim stóð heimili Sin- tons og svo var enginn annar bær né hús, sem hægt var að ná til ef hætta var á ferðum. Hver sá sem skrifaði þennan miða hafði ögn af mann- legum tilfinningum í brjósti sér, en eitt var augljóst, að hann óttaðist um sinn eigin mátt til að láta þær njóta sín eða ráða ef svo færi að Elenóra gengi í greipar hans. tlvar hafði hann verið nóttina áður er hann heyrði hana biðjast fyrir? Var það í fyrsti skiftið að hann var í nágrenninu? Sinton ók hart því að hann vildi ná mýrinni á undan þeim Elenóru og Fugla- konunni. Klukkan var næstum fjögur þegar hann kom að kassanum. Hann kraup á kné og rannsakaði jörðina með eins mikilli nákvæmni og honum var unt. Hann fann tvö eða þrjú mörk eftir hæl á skóm Elenóru eða Fuglakon- unnar. Það sem Sinton langaði til að sjá, hvort öll hin sporin væru eftir karlmannsskó, og var auðséð að svo var ekki. Þar voru djúp og jöfn mörk af nýlegum skóm og önnur af mjög slitnum hæl. Einhver af hinum gamla óaldar- lýð Carsons hélt auðsæilega vörð um kassann og þá sem þangað komu. Það var engin hætta á því að nokkur réðist á Fuglakonuna. Hún kom aldrei til Flóans að næturlagi, og allir vissu að þegar hún fór í einhvern leiðangur, bar hún hlaðna marghleypu, sem hún kunni vel að nota, og þannig gat hún óhindruð unnið að störfum sínum án þess a ð óttast. Sinton var hræddur um Elenóru, en samt vildi hann ekki bæta þessum ótta á þá. byrði, sem Mrs. Komstock hafði að bera, né spilla starfsgleði Elenóru með honum. Hann stansaði fyrir framan húsið og gekk hægt upp stíginn. Mrs. Komstock sat á þrepunum og saumaði. Hún lét verkefnið falla ofan í kjöltuna, lagði ofan á það hendurnar og horfði á hann ögrandi augum. “Þú lætur ekki grasið vaxa undir iljum þér,” sagði hún. Sinton tók eftir hinu föla og hörkulega andliti Ihennar og skildi strax hvað hún var að fara. “Eg varð að fara til að borga skuld og semja um þessa opnun á skurðinum, Kata,” svaraði hann. »>i “Þú sagðist ætla að stefna mér.” ^ií “Hvað erþetta, Kata!” sagði Sinton. “Hef- ir þú þá verið að brjóta heilann um þetta í allan dag?” En eg sagði þér í gær áður en eg fór, að eg þyrfti þess ekki. En segðu mér. Verður þú nokkurntíma nokkurs vör hérna úti í Flóanum, sem gæti bent til að Carson óaldarflokkurinn sé hér á ferð?” *« “Ekki get eg sagt að eg hafi orðið þess vör,” svaraði Mrs. Komstock. “Stundum hefi eg séð ljós á ferðinni í þeirri átt, en eg hélt ætíð að það væri fólk, sem gengi með ljósker í myrkrinu eftir veginum.” “Kata, eg verð nú að segja þér nokkuð. Elenóra stansaði við kassann í morgun og ein- hver hafði verið þar í nótt.” “Brotið lásinn?” “Nei, notað falskan lykil. Eg heyrði í dag að hér hefði sézt maður á ferð í fyrri nótt. Eg neyðist til að litast um hérna dálitla stund.” Sinton gekk að austurgaflinum og leit upp í gluggan, þangað varð ekki komist upp nema í stiga, því að bjálkarnir í veggnum voru höggn- ir sléttir og kalki rent í ihverja rifu milli þeirra. Síðan gekk hann að vestur hlið hússins. Hann stóð nú fyrir framan víðitréð. Hann skoðaði stofninn gaumgæfilega. Það var ekki um að villast, að klumpar af svartri og þornaðri mýrarfor voru víðsvegar um stofninn. Moldar- blettir sáust á stóru greininni fyrir framan glugga Elenóru. Hann stóð á greininni og hélt sér í minni grein, alveg eins og maðurinn hafði gert kvöldið áður, og horíði inn í herbergið. — Hann gat ekki séð mikið inn í það, en hann vissi, að ef ljós hefði logað inni og dimt verið úti, hefði hann getað séð auðveldlega um alt herbergið. Hann lagði andlitið upp að flugna- netinu og gat séð rúmið með höfðagaflinum í austur, og við fótagaflinn stóð borðið með kert- unum, og stóllinn fyrir framan það, og nú vissi hann hvar maðurinn, sem hafði heyrt bæn Elen- óru hefði verið. Mrs. Komstock hafði fylgst með, honum í kringúm hornið og stóð nú og horfði á hann. “Heldur þú að einihver mannbjálfi hafi klifrað þangað þarna upp til að horfa ,inn til Elenóru?” spurði hún gremjulega. “Það er mold á tréstofninum og á grein- inni,” sagði Sinton. “Væri ekki réttast að eg fengi mér sög og sagaði greinina af?” “Nei, alls ekki,” svaraði Mrs. Komstock. “I fyrsta lagi hefir Elenóra skriðið út um glugg- ann og hiður þessa grein alla sína æfi, og hún á hana, í öðru lagi er eg ekki hrædd við neinn þegar eg hefi fengið aðvörun í tíma. Ef einhver hrafn sezt á þessa grein, þá skal hann verða að leita eftir fjöðrunum sínum. Horfðu með girð- ingunni hvort þú sérð hvar hann komst inn.” Það var auðfundið, þar sem sporin sáust spölkorn fyrir neðan húsið. “Farðu nú bara heim og berðu engar á- hyggjur út af þessu,” sagði Mrs. Komstock. “Eg skal sjá fyrir þessu. Ef þú heyrir klukk- unni vera hringt um miðja nótt, getur þú komið ofan eftir. En eg mundi ekki tala neitt um þetta við Elenóru, hún verður að læra lexíurnar sín- ar, ef hún á að ganga á skóla.” Þegar Elenóra hafði lokið kveldverkunum tók hún bækurnar sínar, fór til herbergis síns og fór að lesa fyrir næsta dag. Við og við horfði hún út í Flóann til að sjá hvort ljósi brigði fyrir nálægt kassanum. Mrs. Komstock skaraði sam- an glæðunum í eldstónni, tók fram nestistínuna og horfði á hana þungbúin. Loks stóð hún á fætur. “Það væri kanske ekki úr vegi að sýna Möggu Slnton hvað eg get,” tautaði hún. Hún var snemma á fótum næsta morgun og rétti Elenóru nestið án þess að segja neitt.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.