Heimskringla - 14.02.1945, Blaðsíða 8

Heimskringla - 14.02.1945, Blaðsíða 8
8. SIÐA WINNIPEG, 14. FEBRÚAR 1945 FJÆR OG NÆR MESSUR I tSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Messur í Winnipeg Messur í Sambandskirkjunni fara fram með sama móti og vanalega, á ensku kl. 11 f. h. og á íslenzku kl. 7 e. h. — Sunnu- dagaskólinn kemur saman fcl. 12.30 á hverjum sunnudegi. — Sækið messur Samabndssafnað- ar og sendið börn ykkar á sunnu- dagaskólann. ★ ★ * * Messa á Lundar Sunnudaginn þann 18. þ. m. kl. 2 e. h. H. E. Johnson ★ * * Ásfundur Sambandssafnaðar í Winnipeg var haldinn s. 1. sunnu- dag, eftir messu. Starfið virðist hafa gengið vel á liðnu ári og verður eflaust fundargerð og skýrslur um það birtar bráðlega. ★ ★ ★ Frétt hefir borist heiman af íslandi, að látist hafi snemma á þessum vetri Mrs. Ólöf Guð- mundsdóttir Hall ekkja Jóns Hallgrímssonar Hall, sem lengi bjó suðaustur af Garðar í Norður Dakota. Hin látna hafði dvalið nokkur síðustu árin hjá bróður sínum Eyjólfi Guðmundssyni, hreppstjóra á Hvoli í Mýrdal. Mrs. Hall var sæmdar kona, starfaði mikið að félagsmálum hér vestra og átti hór fjölda vina; nánasta skyldfólk hennar flutti alt eða flest heim fyrir einum 15 árum. ANANAS PL0NTUR Framleiða góða smóvaxna ávexti Þ e s s i r ávextir vaxa á plöntum sem eru til prýðis. — Þær eru einkar falleg hús blóm með sterkum lit- um, silfurgráum og grænum. Blóm- in eru um 1% þml. að þvermáli, hvít og fagurrauð, og ávöxturinn verður 1 Vs til 2 þml. á lengd. Eplið er hvítt að innan og hefir ananas bragð, en kjarninn er svo smár að hann er ekki sjáanlegur. Má nota hrátt, soð- ið eða sem sulta. Skál með þessum eplum mundi fylla herbergið sætum ilm. Vex vel af fræi. Allar leiðbein- ingar gefnar. (Pk. 25*) (3 pk. 50?) póstfrítt. FRI—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1945 Aldrei fullkomnari en nú. DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario •:>]iiiiiiiiiiHuiiiNiiiHH(]iiiHiiiiiiic]iiiiiintmniMniiiiiiinitimuii# ! ROSE THEATRE ( p ------Sargent at Arlington----- □ | Feb. 15-16-17—Thur. Fri. Sat. | | Deanna Durbin—Gene Kelly g "CHRISTMAS HOLIDAY" | Richard Arlen—Wendy Barrie = “SUBMARINE ALERT" | Feb. 19-20-21—Mon. Tue. Wed. IKay Francis—Carole Landis “FOUR JILLS IN A JEEP" Robert Watson—Victor Varconi “THE HITLER GANG" AiiHimmuHHHHUiiumiiiiiiiHciHmmmiuuuiiiiimaiuuiuuiuöl Jacob F. Bjarnason til heimilis að 173 Mighton Ave., Winnipeg, dó 13. febrúar á Grace-sjúkra- ihúsinu. Hann var 69 ára, fædd- ur í Kinmount, Ont., á fyrstu landnámsárum Islendinga hér. Og með foreldrum sínum kom ihann til Gimli með fyrstu byggj- unum þar. Heimili átti hann um langt skeið í Norðuir Dakota, einnig í Wynyard, en lengst af og síðari ár æfinnar bjó hann i Winnipeg og stundaði hér flutn- inga. Giftur var hann Vilborgu Gísladóttur, systur Hjálmars Gíslasonar og Þorsteins Gísla- sonar ritstjóra. Er Vilborg dáin fyrir nokkrum árum. — Börn þeirra eru Hafsteinn og Thor- geir, báðir í hernum og Jóhanna (Mrs. J. S. Skaptason). Eitt barnanna er dáið: Gísli. Hinn látna lifa 4 bræður: Hjörtur, Bjarni, Sigurður og Árni og ein systir, Ella. Jarðarförin fer fram frá Sambandskirkju ,föstudag- inn 16. febrúar kl. 2 e. h. ★ ★ ★ Hjálmar Björnson, Minne- apolis, kvað liggja veikur og vera á sjúkraihúsi, eftir frétt að dæma, sem stjórnarnefnd Fróns hefir borist, er í hyggju hafði að fá Hjálmar til að halda ræðu á samkomu hér nyrðra fyrir sig. ★ ★ ★ Séra Halldór Johnson frá Lundar var staddur í bænum í gær. Hann flutti erindi um Snorra Sturluson á kenslufundi Icelandic Canadian Club í gær- kvöldi. Erindið var á ensku. ★ ★ ★ Mrs. N. Bardal hefir nýlega fengið bréf frá manni sínum, Njáli Bardal, sem er fangi í Jap- an, með þeim fréttum, að hann sé við góða heilsu, sé hugrór og hafi nýlega fengið bréf að heim- an. Tuttuvasta og sjötta Ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi —--------------- verður haldið í GOODTEMPLARAHÚSINU við Sargent Avenue, Winnipeg 26., 27. og 28. febrúar 1945 AÆTLUÐ DAGSKRÁ: 1. Þingsetning. 9. 2. Ávarp forseta. 10. 3. Kosning kjörbréfan. 11. 4. Kosning dagskr.nefndar. 12. 5. Skýrslur embættism. 13. 6. Skýrslur deilda. 14. 7. Skýrslur milliþingan. 15. 8. Útbreiðslumál. 16. Fjármál. Fræðslumál. Samvinnumál. Útgáfumál. Bókasafnið. Kosning embættism. Ný mál. Ólokin störf og þingslit. Þing verður sett kl. 9.30 á mánudagsmorguninn 26. febrúar og verður fundur til kvölds. Um kveldið heldur The Icelandic Canadian Club skemtisamkomu í efri sal Goodtemplarahússins. Ræðumaður við það tækifæri verður séra B. Theoódór Sigurðsson. Á þriðjudag verða þingfundir bæði fyrir og eftir hádegi. Að kveldinu heldur deildin Frón sitt árlega Islendingamót, að þessu sinni í Fyrstu lútersku kirkju. Ræðumaður verðuir Dr. Helgi Briem ræðismaður frá New York. Á miðvikudaginn halda þingfundir áfram og eftir hádegið þann dag fara fram kosningat embættismanna. Að kveldinu verður almenn samkoma, sem aliir Islend- ingar eru boðnir og velkomnir á, í Fyrstu lútersku kirkju. Verður þar sýnd kvikmynd Lofts Guðmundssonar ljós- myndara af lýðveldighátíðahöldunum á Islands. Dr. Richard Beck skýrir myndina. Winnipeg, 10. febrúar 1945. 1 umboði stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins. Richard Beck, " forseti Sigurður Ólafsson, ritari HEIMSKRINGLA ........... TUTTUGASTA OG FIMTA ÍSLENDINGA-MÓT þjóðræknisdeildarinnar “Frón” verður haldið í FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU A VICTOR ST. ÞRIÐJUDAGSKVELDIÐ 27. FEBRÚAR 1945 SKEMTISKRÁ 1. O, Canada 2. Ó, guð vors lands 3. Ávarp forseta___________________Guðmann Levy 4. Karlakór Islendinga í Winnipeg Undir stjórn Sigurbjörns Sigurðssonar 5. Kvæði__________________________Einar P. Jónsson 6. Einsöngur ______ Margrét Helgason 7. Ræða__________________________Dr. Helgi P. Briem aðalræðismaður í New York 8. Einsöngur..:______________________Kerr Wilson 9. Karlakór Islendinga í Winnipeg 10. God Save The King. Veitingar fara fram í neðri sal kirkjunnar undir umsjón eldra kvenfélagsins. Inngangur $1.00 — Byrjar kl. 8 e. h. Dans fer fram í Goodtemplarahúsinu á Sargent Ave., frá kl. 10 e. h. til 1.30 f. h. “Red River Ramblers” spila fyrir dansinum, gömul og ný danslög. Inngangur 25 cent Aðgöngumiðar fást hjá báðum íslenzku blöðunum, Bókaverzlun Davíðs Björnssonar, 702 Sargent Ave., og The Electrician, 689 Sargent Ave., Winnipeg. Þjóðræknisdeildin “Brúin” í Selkirk heldur fund 19. feb. n. k. kl. 8 e. h. á heimili séra Sig. Ólafssonar. Fyrir fundinum liggur að kjósa erindsreka á Þjóðræknisþingið. Félagar eru beðnir að fjölmenna. Einar Magnússon, forseti deildarinnar ★ ★ ★ 1 bréfi frá frú Gerði S. Stein- Þórsson, getur hún þess, að þau hafi skift um heimili og sé utan- áskrift þeirra nú 34-21 78th St., Jacksón Heights, New York. — Læknishjónunum líður vel og biðja að heilsa kunningjum í Winnipeg. “Winnipeg verður á- valt okkar annað heimili,” segir frúin. ★ ★ ★ The Icelandic Canadian Club er að undirbúa skemtisam- komu er haldin verður mánu- dagskveldið 26. feb. n. k. Vönd- uð skemtiskrá verður á boðstól- um. Ræðumaður er séra B. Th. Sigurðsson. Er hann svo vel kunnur að hann þarf engra með- mæla með. Einnig góður söngur og hljóðfærasláttur. Veitið at- hygli auglýsingu í næsta blaði. ★ ★ ★ Notice The Draw for the Vancouver Icelandic Lutheran Ohurch Building Fund, for the Library and Bookcase, will take place on March 8, and it is imperative that all books must be turned in to the Secretary prior to this date. ★ ★ ★ The Junior Ladies Aid of the First Lutheran Church will hold their regular meeting, Tuesday afternoon, Feb. 20, at 2.30. Mr. Eylands, the guest speaker, will give a talk on Foreign Missions.i A short musical program wili follow. Members and friends are urged to attend. Dánarfregn Miðvikudaginn 7. feb., andað- ist Thorkell Björn Johnson, á heimili sínu, nálægt Gimli, sex- tíu og sex ára að aldri. Útförin fór fram frá heimilinu s. 1. laug- ardag 10. febrúar. Jarðað var í Gimli grafreit. Séra Philip M. Pétursson jarðsöng. Hins iátna verður nánar getið í næstu blöð- um. ★ ★ ★ Hlín, 26. og 27. árg. Fáein eintök af þessum tveim- ur síðustu árgöngum ritsins Hlín eru fáanleg hjá Mrs. J. B. Skaptason 378 Maryland St., og á skrifstofu Heimskringlu. Verð 35c auk burðargjalds 5c meðan endist. ★ ★ ★ Vegna nýrra stjórnar-reglu- gerða, hefir orðið að hætta við samkomu, sem Norðmenn hér auglýstu í síðustu Hkr., að hald- in yrði til aðstoðar þurfabömum í Noregi. ★ ★ ★ Bergþór E. Johnson, Winni- peg, hefir legið um tveggja vikna tíma á Almenna spítalanum í Winnipeg. Hann er að hressast og hefir hvílst vel, en verður þó eitfhvað enn á sjúkráhúsinu. i 1 ★ ★ ★ I Matreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska isafnaðar í Winnipeg. Pantanir isendist til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld ^sted, 525 Dominion St. Verð $1.00. Burðargjald 5tf. ★ ★ ★ Þjóðræknisþingið i Hið 26. ársþing Þjóðræknis- félags íslendinga í Vesturheimi verður haldið í Winnipeg dag- ana 26., 27. og 28. febrúar næst- 'komandi á venjulegum stað. — Deildir eru ámintar um að senda fulltrúa á þingið, eftir því sem réttindi þeirra mæla fyrir. Stjórnarnefndin ★ ★ ★ Útvarpað verður frá Fyrstu ,lút. kirkju íslenzkri guðsþjón- ustu sunnudaginn 25. febr. kl. 7 e. h. yfir stöðina CKY. Pré- ,dikun flytur sóra Haraldur Sig- mar, forseti kirkjufélagsins. ★ ★ * Guðsþjónusta í Vancouver kl. 7.30 e. h. sunnudaginn 18. febr., í dönsku kirkjunni á E. 19th Ave og Burns St. Séra Harald S. Sigmar frá Seattle flytur guðs- þjónustuna. Allir velkomnir. ★ ★ ★ Mr. S. E. Low, foringi Social Credit flokksins frá Alberta kemur til Winnipeg og heldur ræðu í Playhouse í Winnipeg, mánudaginn 19. febrúar, kl. 8 e. h. Aðgangur 50c. Látið kassa í Kæliskápinn WvmoL m GOOD ANYTIME The SWAN MFG. Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-STRIP 281 JAMES ST., WINNIPEG Phone 22 641 Halldór M. Swan, eigandi Thos. Jackson & Sons LIMITED COAL - COKE - BRIQUETTES STOKER COAL Phone 37 071 (Priv. Exch.) 370 Colony St. Winnipeg Central Dairies Limited Kaupa mjólk og rjóma Areiðanleg og fljót skil Telephone 57 237 121 Salter St. — Winnipeg Eric A. Isfeld, ráðsmaður Ný bók komin út “Björninn úr Bjarmalandi,” eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson. — Bókin fjallar um þroskasögu Rússlands og aðra rás viðburð- anna í veraldarsögunni s. 1. 25 ár. Gefur óvilhalt og gott yfir- lit yfir heimsmálin fram til síð- ustu tíma. Bókin er hart nær 200 bls. að stærð. — Verðið er, saumuð í góðri kápu $2.50 — í bandi $3.25. — Og er það mjög sann- gjarnt, samkvæmt núverandi verðlagi á íslenzkum bókum. — Pantanir sendist til, The Colum- bia Press Ltd., 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man., og Björnsson’s Book Store, 702 Sargent Ave., og verður bókin send hvert sem vera ber. Burðargjald er lOc. * ★ ★ Ársfundur Nefndin í norðurhluta Nýja Islands, sem stóð fyrir lýðveld- islhátíðinni að Iðavelli við Hnausa þann 17. júní s. 1., held- ur fund á skrifstofu sveitar- stjórnarinnar á sunnudaginn þann 18. þ. m., kl. 2.30 e. h. — Fundurinn- verður settur stund- víslega á hinum tiltekna tíma; þetta er aðalfundur hátíðar- nefndarinnar, og fólk ámint um að fjölmenna. G. O. Einarsson, skrifari KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLi: MESSUR og FUNDIR i kirkju Sambandssafnaðar Prestur, sr. Philip M. Pétursson 640 Agnes St. Sími 24 163 Messur: á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Ungmennafélagið: Yngri deild — hvert sunnudagskveld kl. 8.30. Eldri deild — annað hvert mánudagskveld kl. 8.15. Skátaflokkurinn: Hvert fimtu- dagskveld. Söngœfingar: lslenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskveldi Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. ii ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ISLENDINGA Forseti: Dr. Richard Beck j University Station, ' I Grand Forks, North Dakota | Allir Islendingar 1 Ame- ríku ættu að heyra til Þ j óðrœknisf élaginu Ársgjald (þar með fylgir j |! Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- j ara Guðmann Levy, 251 i Furby St., Winnipeg, Man. | Hársnyrting — beztu aðferðir AMBASSADOR Beauty Salon 257 KENNEDY ST. sunnan við Portage Talsími 92 716 S. H. Johnson, eig. PRINCESS MESSENGER SERVICE We move trunks, small suite furniture and household articles of all kinds. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Telephone 25 888 C. A. Johnson, Mgr. VIÐ KVIÐSLITI Til linunar, bóta og styrktaf •eynið nýju umbúðirnar, teyj'J- lausar. Stál og sprotalausar. — Skrifið: Smith Manfg. Company> Dept, 160, Preston, Ont. BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld TÍZKA - FARA VEL - og Fágætt Verðmæti í Karlmannafötum fyrir eldri og yngri ★ Eiguleg og vel oitlítandi ullarföt af nýjustu gerð og litum, til spari eða hvers- dags notkunar. Allskonar snið svo allir geti fengið föt sem passa þeim vel. Stærðir 35 til 44. Alfatnaður, jakki, buxur og vesti kostar, *33.oo —Karlmannafatadeildin, The Hargrave Shops for Men, Aðalgólfi. -T. EATON C°.™

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.