Heimskringla - 14.02.1945, Qupperneq 1
We recommend tor
Your approval our
"BUTTER-NUT
LOAF"
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg Phone 37 144
Frank Hannibal, Mgr.
vVe recommend íor
your approval our
" BUTTER-NUT
LOAF"
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg Phone 37 144
Frank Hannibal, Mgr.
+ —----—■— ------
LIX. ÁRGANGUR
WtNNIPEG, MIÐVTKUDAGINN.14. FEBRÚAR 1945
NÚMER 20.
Dr. C. H. Thordarson látinn
Bættar póstsamgöngur
Dr. C. H. Thordarson
1 gær barst Heimskringlu sú
frétt, að Dr. Hjörtur Thórðarson
í Qhicago, hugvitsmaðuirinn
þjóðkunni, hefði látist 6. febrúar
s- 1. og verið jarðaður 10. þessa
rnánaðar.
Fréttin barst hingað í pnívat
bréfi og höfum vér ekki annað
en hér er skráð úr því frétt. En
Una þennan mikla mann og hið
úöllaukna starf Ihans, verður ef-
laust síðar skrifað.
Dr. Thórðarson var fæddur 12.
naaí 1867 á Stað í Hrútafirði og
fluttist vestur um 'haf 1873, þá
sex ára gamall. Hér lagði hann
fyrir sig raffræði og kom á fót
rafstofnun í Ohicago, sem talin
var ein hin stærsta í þeirri miklu
borg. Hana starfrækti hann til
hins síðasta. Bókamaður var
hann mikill og átti eitt hið verð-
mesta bókasafn, sem nokkur ein-
staklingur í Bandaríkjunum hef-
ir átt. Gáfur, stóóhugur og at-
orka einkendu hann mjög enda
var hann viðurkendur fyrir starf
sitt af mentastofnunum með
nafn'bótum (þar á meðal doktors-
nafnbót frá einni) og ýmsum
öðrum heiðri.
Hinn látna lifa kona hans,
Júlíana Friðriksdóttir, Gíslason-
ar verzlunarmanns í Reykjavík
og tveir synir, Dúi og Tryggvi.
Það hafa margir frumherjanna
íslenzku hér unnið sér og þjóð-
flokki sínum heiður með starfi
sínu og gáfum. Dr. Thórðarson
mun ávalt verða talinn framar-
lega í hópi þeirra.
iFRÉTTAYFIRLIT 0G UMSAGNIR
Berlín býst til varnar
Eftir mikið skraf um fall Ber-
Lnar, er nú haldið fram, að Þjóð-
v®rjar séu-að búa sig þar til öfl-
ugrar varnar. Fimtán herdeild-
lr af vösku varnarliði eru nú
sagðar þar til staðar, og eru að
§®ra borgina að óvinnanlegum
berkastala, að því er nazistar
'herma. Um 3 miljónir manna
I*jnggu í borginni eftir spreng-
lngarnar miklu, en með herlið-
lnu nú er sagt þar séu um 1
^úljónir. Úr útjöðrum borgar-
lnnar er alt fólk rekið og þar
er verið að gera regluleg Sieg-
fried-varnarvirki. Það er að-
eins eitt sem að er, og það er
f^ðuskortur og óhugur íbúanna,
Sem í rauninni sjá ekkert nema
úauðan framundan. En Hitler
^efir skipað svo fyrir, að skjóta
skuli hvern þann, sem kvarti
eða óhlýíjnist að taka þátt í
Vernd borgarinnar.
Ymsir ætla, að þetta verði að-
eins til þess að flýta fyrir því,
bylting milli hersins og
ungraðrar alþýðu brjótist út.
_ þess sé hvergi líklegra en
nú í Berlín.
Yalta-fundinum
Loksjns hafa nf, verið birtar
réttir af fundinum, sem Chur-
, iii, Stalin og Roosevelt hafa
ait með sér undanfarna 8 daga.
Forkólfarnir héldu fundinn í
Yalta, borg á Krímskaga austan-
verðum. Samkomulag var hið
bezta og málin rædd, sem mestu
varða og marga>r samþyktir gerð-
ar. Eru þessar helztar.
1. Að flýta strtíðinu á Þýzka-
landi. (Hvaða ráða forklófarnir
'hafa hugsað sér að grípa til, er
ekki neitt sagt um. Blöð í Lon-
don hafa verið undanfarið að
spá innrlás í Noreg og Dan-
mörku, en hvort það var þarna
nefnt veit enginn).
2. Ákveðið var að brytja
Þýzkaland upp í þrjú fylki eða
meira og hefðu Bretar, Rússar
og Bandaríkjamenn eftirlit með
sínu hver.
3. Nefnd verður skipuð í
Moskva til að meta skaðabæt-
urnar, sem Þjóðverjar skulu
borga — að líkindum í vörum
og vinnu.
4. Póllands-málið urðu sætt-
ir um í öllum aðalatriðum undir
forustu Lublin-stjórnarinnar. —
Rússar áskilja sér landamæri á
Curzon-línunni og var ekki á
móti því haft af Churchill eða
Roosvelt. Vilna og Llow til-
heyra með því Rússlandi*
5. 1 Júgóslavíu situr við það
sem komið er með Tito sem
stjórnanda og undir eftirliti
Rússa, sem Pólland.
6. Áframhald funda þriggja
Bréf frá Sendiráðinu í Washington
5. febrúar 1945
Herra ritstjóri:
Sendiráðið óskar þess, að lesendum íslenzku blaðanna sé
gert það kunnugt, að á lok janúarmánaðar hófust reglulegar
sendingar flugpósts milli New York og íslands. Verða fyrst
um sinn flutt 100 pund af pósti vikulega til íslands og frá
Islandi. Bréf á milli landanna ættu nú ekki að vera lengur
en viku á leiðinni í stað þess að bréfin voru oft áður tveggja
til þriggja mánaða gömul er þau náðu viðtakanda.
Fyrsti almenni flugpósturinn var sendur frá íslandi þann
25. janúar. Til gamans skal skýrt frá því að þann dag ritaði
póst- og símamálastjóri Guðmundur Hlíðdal mér bréf og var
það móttekið í New York 27. janúar, en bréfið barst mér ekki
í hendur fyr en 1. febrúar og hafði það því verið meira en
helmingi lengur á leiðinni frá New York til Washington en frá
Reykjavík til New York.
Þá vil eg ennfremur skýra Trá því að Alþingi samþykti
einróma hinn 24. janúar heimild fyrir ríkisstjórn Islands til
að gera samning við ríkisstjórn Bandaríkjanna um loftflutn-
inga. Samkvæmt þessari heimild voru samningar um þetta
efni formlega undirritaðir í Reykjavík hinn 27. janúar af
sendiherra Bandaríkjanna í Reykjavík Mr. L. G. Dreyfus og
utanríkisráðherra Islands Ólafi Thors.
Samningurinn gekk í gildi hinn 1. febrúar, en ekki er
búist við að reglulegar flugferðir geti hafist fyr en að lokinni
styrjöldinni í Evrópu. Bandaríkin hafa mikinn hug á flugi
til Íslands og áfram til Evrópu og Islendingar hafa í hyggju
að reka flugferðir með eigin flugvélum og íslenzkum áhöfnum
milli Islands og Ameríku.
Hér með sendist eintak af samningnum milli ríkjanna
eins og hann var lagður fyrir Alþingi og einróma samiþyktur
þair.
Með beztu kveðjum,
Thor Thors
forkólfanna eða ritara þeirra, á
þriggja eða f jögra mánaða fresti.
Fyrsti fundurinn verður í Lon-
don á miðju þessu ári.
7. Þá komu forkólfarnir þrír
sér saman um að halda áfrani
Dumharton Oaks-fundinum unz
leið er fundin er allir eru sam-
mála um. Á því skal byggja
friðinn í framtíð.
8. Að forkólfarnir eigi sam-
vinnu um, að lönd, sem undan
kúgun hafa verið leyst, komi á
fót hjá sér lýðfrjálsri stjórn.
9. Með sigri nú og Dumbar-
ton Oaks samtökunum, segja
forkólfarnir að verulegra spor
hafi stigið verið til að koma á
varanlegum friði, en nokkru
sinni áður í mannkynssögunni.
Flugslys
Flugskip, er 10 menn áf fylgd-
arliði Churchills á fundinn á
Krímskaga voru með, fórst yfir
Miðjarðarhafinu 7. febrúar. —
Fimm af farþegunum fórust, en
5 björguðust, meiddir.
OMuleysi er kent um að skip-
ið fórst.
Á því var ein stúlka frá Win-
nipeg, er á stjórnarskrifstofu
starfaði í Englanid.
Kveður King?
I blaði frá Ottawa s. 1. fimtu-
dag var hermt að mikið væri
eystra talað um að Mackenzie
King mundi segja af sér forustu
liberal flokksins áður en kosn-
ingar færu fram. Bætti blaðið
við: Geri hann það, mun annað
hvort Mr. Isley eða Mr. Howe
setjast í stóMnn; þeir virðast
hafa svipað fylgi.
Frá stríðinu
Það virðist hafa gengið hægt
og bítandi síðustu daga í stríð-
inu. Um nýja sókn getur þar
lítið, nema ef vera skyldi á vest-
ur-vígstöðvunum, þar sem frétt-
ir víkjfi að því að Siegfried-virk-
in hafi verið klofin. Rússar eru
á næstu grösum við Berlín, en
um nýja sókn eða sigra getur
þar ekki s. 1. viku.
ÍSLENZKIR AFREKS-
MENN í “CURLING”
Sagt hefir verið að Winnipeg
sé mesta “Curling” íþróttaborg
heimsins, og farið er eftir fjölda
“curMng” flokkanna sem sækja
'hið mikla “curling”-mót, sem
kallað er “Bonspiel” á ihverjum
vetri. “Bonspiel-ið” stendur nú
yfir, alls hafa sótt það 350 ‘rinks’
eða flokkar alstaðar að úr Mani-
toba og nágranna fylkjunum, og
þar að auki frá Minneap>oMs. —
Alls eru þessvegna um 1400
manns sem keppa í þessu móti.
Og þar á meðal eru nokkrir ís-
lendingar. Þeir sem vér höfum
orðið varir við, eru þessir
utanbæjarmenn: B. Egilson, K.
Torfason, T. Ellison frá Gimli;
H. Thorsteinsson, E. Dalhlman,
S. O. Thompson, S. R. Sigurðs-
son og V. Árnason frá Riverton;
R. F. Pétursson frá Fort William.
Einnig eru nokkrir Islendingar
sem í Winnipeg eiga heima, sem
eru að taka þátt í samkepninni.
Meðal þeirra eru Leo. Johnson,
Lincoln Johnson, Marino Fred-
erickson, Hannes J. Pétursson
og ef til vill fleiri. Eins og menn
muna eftir vann Leo Johnson og
þeir sem með honum voru, fyrstu
verðlaun 1936, og ferðuðust þeir
þá austur til Toronto þar sem
þeir báru aftur sigur úr bítum og
hlutu fyrstu verðlaun fyrir alt
Canada. Leo Johnson vann
fyrstu verðlaun aftur 1941 í
samkepninni hér í Winnipeg og
hefði ferðast aftur austur til að
keppa þar eins og í fyrra skiftið,
en þeim ferðum og þeirri sam-
kepni hefir verið frestað þangað
til eftir stríðið.
Um það leyti að þessi orð birt-
ast á prenti verður samkepnin
hér næstum því á enda og út-
kljáð að mestu leyti hverjir
verði sigurvegarar. En vonað
er að íslendingunum gangi vel
og að þegar heim er farið þeir
beri allir sigurmerki á skildi.
P. M. P.
GIFTING
Dr. og Mrs. Dallas Medd
Síðast liðinn föstudag voru
gefin saman í Fyrstu lútersku
kirkju í Winnipeg, Miss Guðrún
Lína May ísfeld og Dr. Dallas
Medd. Giftingarathöfnin var hin
prýðilegasta og í kirkjunni var
nálega hvert sæti skipað. Séra
Valdimar J. Eylands gifti.
Brúðurin er einkadóttir Eric
Isfelds, forstjóra Central Dairies
Ltd., og konu hans Mrs. V. B. Is-
feld, pianokennara í þessum bæ.
May er útskrifuð áf Manitoba-
háskóla og lagði fyrir sig hjúkr-
unarstörf. Brúðguminn er af
canadiskum ættum, sonur Dr. og
Mrs. A. E. Medd, Winnipegosis.
Hann útskrifaðist í læknisfræði
daginn fyrir giftinguna.
Organisti við giftinguna í
kirkjunni, var Lennard Heaton,
forseti Manitoba Music Teaoh-
ers Assn., en einsöngvari wr
Gladys Whitehead, forseti Win-
nipeg-deildar Manitoba Music
Teachers Assn., en vara-forseti
þeirrar deildar, er móðir brúð-
urinnar, Mrs. V. B. ísfeld. Brúð-
armey var ungfrú Marjorie Gol-
pitts, en brúðgumann aðstoðaði
Dr. Harry Stevens.
Á heimili foreldra brúðurinn-
ar fór fram mjög fjölmenn og
góð veizla. Ræður fluttu þar
Dr. A. Blöndal og Dr. Harry
Stevens. Eftir að rausnarlegra
veitinga hafði verið neytt, var
brúðhjónunum óskað til lukku
og fararheilla. Þau lögðu sam-
dægurs af stað í ferð suður til
Minneapolis.
Á meðal ýmsra undra fagurra
muna færðum brúðhjónunum,
frá vinum þeirra, skal hér að-
eins nefna einn. Hann var frá
móðursystur brúðurinnar, Mrs.
Rósu H. Vernon í Toronto og
var hljómplata, er söngkon^n
hafði sjálf sungið á tvö lög: Bæn,
enskt lag, og Because.
Heimskringla óskar brúðhjón-
unum innilega til lukku.
A. W. KLIEFORTH,
konsúll Bandaríkjanna,
kvaddur
The Canadian Press Club hélt
samsæti til heiðurs yfirræðis-
manni Bandaríkjanna, A. W.
Klieforth og konu hans, á mið-
vikudagskvedlið.
W. J. Lindal, dómari, sem er
forseti félagsins stýrði asmkom-
unni, og sagði hann í ræðu sinni:
“Að skapa og efla umburðar-
lyndi, tiltrú og samstarf milli
nágranna þjóða og helzt allra
þjóða er markmið og tilgangur
Canadian Press Club og heiðurs
gestur vor í kvöld er alkunnur
merkisberi þeirrar stefnu; og
hefir honum orðið mikið ágengt.
á því sviði.”
Ræður voru fluttar: Minni
Canada, Arthur Anderson.
Minni Bandaríkjanna, Peter
Stankovic, ritstjóri “Croatian
Voice”; minni bandaþjóðanna,
séra Antoine D’Esohambault; og
minni heiðursgestsins, Mr. Klie-
forth, Rabbi Solomon Frank.
Mr. Klieforth fór mjög vin-
samlegum orðum um starf Can-
ada Press Club, og sagði að það
væri fyrsta félagið af þessari
tegund sem hann hefði kynst, og
hugsjónir þær er það stefnir að
hefðu mjög heillað huga sinn.
“Eg hef skrifað vinum mínum í
l^ashington,” sagði hann, “og
verulega auglýst þetta þarfa
starf ykkar, starfið til eflingar
samkomulags milli allra þjóð-
flokka og þjóðarbrota.”
Hon. R. F. McWilliams fylk-
isstjóri talaði einnig á mann-
fagnaði þessum.
Pólski konsúllinn og kona
hans voru kynt Mr. Klieforth.
Miss M. Hryniewiecki afhenti •
Mrs. Klieforth fagran blómvönd.
Aðrir sem skemtu gestunum
voru V. Kaptif, Olive Holow-
chuk, Louise Sobie. Mr. Alex
Jöhnson söng einsöng á íslenzku.
—Þýtt úr “Tribune”. H. D.
S. 1. mánudagskvöld lagði séra
Philip M. Pétursson af stað til
Piney, Man., til að jarðsyngja
konu þar, Mrs. W. Brough, sem
dó á laugardaginn, 10. þ. m. Hún
var tengdamóðir Björns Magnús-
sonar, póstmeistara í Piney. Út-
förin fór fram í gær (þriðjudag-
inn).