Heimskringla - 07.03.1945, Qupperneq 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 7. MARZ 1945
ÁRSSKÝRSLA FORSETA
Icelandic Canadian Club
Herra forseti, og
háttvirti þingheimur:
Fyrir hönd Icelandic Canad-
ian Club vil eg bera fram kveðj-
ur til fulltrúa og gesta, og einnig
vil eg lýsa því yfir að félagi okk-
ar er ánægja að því að heilsa
enn einu sinni upp á Þjóðræknis-
félagið á ársþingi þess og þökk-
um við hér með fyrir samstarf á
árinu og einnig fyrir ritið “Þjóð-
hátíð lýðveldisstofnunar á Is-
landi’, og fyrir sönglagið “Eld-
gamla ísafold”, eftir séra Hall-
dór Jónsson.
Síðast liðið ár var alveg sér-
stætt í sögu íslands og ógleym-
anlegt öllum Islendingum. Og
fögnum við öll yfir sigri Islands.
Árið var einnig mjög við-
burðaríkt í sögu Icelandic Can-
adian Club, mikið fyrir það hvaði
félagið tók virkan þátt í hinum
margþættu hátíðahöldum sem
hér fóru fram í tilefni af stofnun
lýðveldisins. Og var það sér-i
stakt gleðiefni hátíðanefndinni
hér að geta boðið öllum að taka
þátt í þessum hátíðahöldum þeim
að kostnaðarlausu. |
Eins og kunnugt er var hald-
in vegleg og fjölmenn samkoma'
í Fyrstu lút. kirkju, föstudags-
kveldið 16. júní Á laugardag-
inn, 17. júní, var minningarat-l
höfn við Jóns Sigurðssonar'
myndastyttuna sem stendur við
Manitoba-þinghúsið, og blóm-
sveigur lagður við styttuna. Þá
um kvöldið var útvarpað frá
CBC Winnipeg yfir Canadian
Broadcasting kerfið frá hafi til
hafs. 1 því útvarpi tóku þátt
forsætisráðherra Canada, W. L.
McKenzie King, er bar fram
kveðjur frá Canada-stjórninni,
G. L. Jóhannson, ræðismaður, er
flutti kveðjur frá Islendingum i
Winnipeg; W. J. Lindal, dómari,
flutti snjalt erindi. Einnig fór
fram dramatískt “Cavalcade”,
eða þættir úr sögu Islands, var
það vel samið, vel leikið og afar
áhrifamikið í alla staði.
Það sama kvöld hélt Icelandic
Canadian Club fjölment sam-
kvæmi á heimili Dr. og Mrs. L.
A. Sigurðsson, þar sem félags-
menn komu saman til þess að
hlusta á útvarpið og til þess að
heiðra Island. Vara-forseti, W.
S. Jónasson bar fram heiþaóskir
til Islands, en forseti var fjar-
verandi, þar sem henni hafði
^verið boðið að flytja minni ís-
lands á lýðveldishátíðinni í Wyn-
yard.
Hin árlega samkoma félagsins
í febrúar var vel sótt og hin
ánægjulegasta. Dr. Árni Helga-
son frá Chicago sýndi íslenzkar
kvikmyndir í litum, og fleiri
myndir, félaginu að kostnaðar-
lausu, og erum við innilega þakk-
lát Dr. Helgasyni fyrir góðvild
hans.
i Það var félagsmönnum ó-
blandin gleði að kynnast hinum
prúða og alúðlega dr. Sigurgeiri
Sigurðsson, biskupi yfir Islandi.
Hann lét í ljósi ánægju sína yfir
starfi félagsins og bauðst til að
ljá því lið eftir megni. I kveðju-
samsæti er honum hald haldið í
Fyrstu lút. kirkju var biskupinn
gerður að lífstíðar heiðursfélaga
Ioelandic Canadian Club, og af-
henti forseti honum heiðursskír-
teinið. Einnig tók Icelandic Can-
adian Club þátt í samsæti er
Þjóðræknisfélagið hélt til að
heiðra hr. H. A. Bergman, dóm-
ara og frú hans, og kveðjusam-
sæti fyrir Dr. og Mrs. Eggert
Steinþórsson.
I janúar s. 1. efndi Icelandic
Canadian Club til gleðimóts í
Fyrstu lút. kirkju til þess að
heiðra og kveðja hinn góðkunría
söngmann, Eggert Stefánsson.—
Komu þar saman um 300 manns
af vinum og velunnurum Eg-
gerts. Ræður og kvæði voru
flutt. Með söng skemtu samein-
aðir söngflokkar ísl. safnaðanna
FJÖLSKYLDU
STYRKUR
Áríðandi skeyti til fjölskyldumanna
I kringum 1. júlí 1945, byrjar stjórnin í
Ottawa að borga samkvæmt reglugerð
“Family Allowance Act”. Ef fæðing
einhverra barna þinna, hefir eigi verið
skrásett hjá Vital Statistics Office, ÞÁ
ER ÞAÐ MJÖG ÁRIÐANDI AÐ ÞÚ
GERIR ÞAÐ UNDIR EINS, ANNARS
GETUR BORGUN TIL ÞIN TAFIST.
Bregðið Skjótt Við!
Bíðið ekki annan dag. Það er í þína
þágu, að þú sinnir þessu STRAX! Ef þú
ert ekki viss hvort barn þitt hefir verið
skrásett, þá bara skrifið til Department
of Health and Public Welfare, Division
Vital Statistics í Winnipeg. Gefið nafn,
fæðingardag og stað hvers barns, einnig
nafn foreldra. Borgun fyrir þessa nauð-
synlegu þjónustu er mjög lítil.
Department of Health and Public Welfare
HON. IVAN SCHULTZ, K.C., Minister
To Conserve Materials
and Manpower
A recent Government order has greatly curtail-
ed the supply of cartons.
Will you please return all used cartons as soon as
possible. A little care in opening new deliveries will
make possible the re-use of cartons which can be
returned with empty bottles.
Your co-operation is necessary to conserve these
materials and labour.
DREWRYS
LIMITED
og alþýðusöngvar voru sungnir
af öllum undir leiðsögn hr. Paul
Bardal. Voru svo frambornar
rausnarlegar veitingar.
Við höfum haft þá ánægju að
sýna gestrisni á fundum okkar
fjölda af ísl. stúdentum frá Is-
landi og hér utan úr bygðum,
sem hér eru við nám. Og er það
mjög tilhlýðilegt að fundir okk-
ar skuli vera miðstöð fyrir þessa
unglinga þar sem þeim gefst
tækifæri til að kynnast borgar-
búum og hver öðrum.
Icelandic Canadian Club skip-
aði á árinu fimm manna nefnd
sem ihefir það verkefni að styðja
og styrkja viðleitnina til að koma
á stofn kenslu í íslenzku við
Manitoba háskólann.
Skemtiskrá á fundum hefir
verið breytileg og fræðandi. —
Þrjú afbragðsgóð erindi hafa ver
ið flutt og eru þau birt í ritinu,
og eru þessi: “Iceland’s Struggle
for Independence”, séra H. E.
Johnson; “Development of Mus-
ic in Iceland”, Mrs. E. A. Isfeld;
“A Pioneer Postman in Iceland”,
Mrs. V. J. Eylands.
Útgáfa ritsins “The Icelandic
Canadian” gengur prýðilega vel,
og stendur félagið og Islendingar
yfirleitt í mikilli þakklætisskuld
við útgáfunefndina sem vandar
svo vel efni og frágang ritsins og
vinnur alt sitt starf endurgjalds-
laust.
Áskrifendum fjölgar stöðugt,,
eru nú um þúsund að tölu, og eru
þá öll líkindi til þess a. m .k.
þrjú þúsund lesi ritið. Allur
fjöldinn af þessu fólki hefir ekki
aðgang að öðrum ritum sem
fjalla um ísl. efni. Svo tugum
skiftir af þakklætisbréfum og
árnaðaróskum hafa borist nefnd-
inni úr öllum áttum og þar á
meðal eitt frá Hawaii. Ritið er
nú hálfs þriðja árs gamalt, 10
hefti alls. 1 þeim hafa verið
birtar 16 greinar um Island og
íslenzkt efni; 8 sögur eftir ísl.
höfunda; 38 myndir af merkis-
konum og mönnum; 46 myridir
af námsfólki sem ihlotið hefir
verðlaun eða skarað fram úr á
einhverju sviði; og 306 myndir af
ungum mönnum og konum af ís-
lenzkum ættum sem eru í her-
þjónustu. Eru það hátt upp í
400 myndir 'alls. Allar þessar
myndir eru birtar á kostnað rits-
ins, að undanskildum þeim sem
eru að láni frá öðrum útgáfufél.
Og vitum við að íslendingar
kunna að meta þvílíka þjónustu
í þágu almennings.
Skólinn sem Icelandic Canad-
ian Club stofnaði í október s. 1.
í samráði við Þjóðræknisfélagið,
sýnist hafa náð töluverðri hylli.
Og erþað einróma dómur manna
að þetta starf með einmitt þessu
fyrirkomulagi (kensla í íslenzku
samfara fyrirlestrum um Island
á ensku) sé heppilegasta aðferðin
til þess að vekja áhuga hjá yngra
fólkinu og þar með ná því tak-
marki sem við stefnum að í
þjóðræknis baráttu okkar.
Aðsókn hefir verið góð og um
60 manns eru innritaðir í skól-
ann. Sjö af þeim eru ekkí af
íslenzkum ættum. I starfsnefnd-
ina voru skipa^ir frá ihálfu Þjóð-
ræknisfélagsins, þær Mrs. E. P.
Jónsson og Miss V. Eyjólfsson,
en frá Icelandic Canadian Club,
W. S. Jónasson, séra H. E. John-
son og Hólmfríður Danielson.
Því miður gat Miss Eyjólfson,
annríkis vegna, ekki starfað í
nefndinni, og séra Halldór flutti
burt úr Winnipeg, en hefir kom-
ið tvívegis sérstaka ferð til þess
að flytja erindi.
Eg vil þakka nefndarfólki
starfið og öllum þeim sem hafa
flutt hin ágætu erindi, og eins
hinum sem enn eiga eftir að
flytja erindi. Eg vil þakka Mrs.
E. P. Jónsson, sem var svo góð að
flytja erindið “The Colonization
of Greenland and the Discovery
of America” í stað Miss Salome
Halldórson, sem sá sér ekki fært
vegna annríkis að gera það. Eg
þakka forseta Þjóðræknisfélags-
ins fyrir liðveizlu á ýmsan hátt,
og íslenzku vikublöðunum fyrir
auglýsinga starf. Sérstaklega
vil eg þakka kennurunum Sa-
lome Halldórson og Lilju Gutt-
ormson fyrir áhugasamt og gott
starf; og ennfremur safnaðar-
nefnd Fyrsta lút. safnaðar fyrir
þá miklu alúð sem þeir hafa sýnt
okkur með því að lána kirkjusal-
inn fyrir fræðslustundir þessar.
Síðast en ekki sízt ber að þakka
sr. V. J. Eylands, sem ihefir á
svo margvíslegan hátt aðstoðað
við þetta starf og lagt því góð ráð
frá því fyrsta.
Starfræksla skólans hefir haft
í för með sér allmikið aukaverk,
fyrir utan undiribúning og skipu-
lagningu á starfinu sjálfu. Eins
og gefur að skilja er það tvent
óMkt að kenna að lesa ísl. börnum
sem tala málið, kunna beygingar
orða og setningaskipun í dag-
legu tali, eða kenna málið þeim
sem ekki skilja svo að segja
nokkurt orð í því, hvort sem það
eru ísleridingar eða annara þjóða
fólk. Og eru því lesbækurnar
frá íslands alls ekki fullnægj-
andi við okakr starf, en samt
höfurn við notað þær með til
lesturs, einkum fyrir þá sem
ofurlítið skildu í málinu. Enn
í tveimur neðri bekkjum skól-
ans höfum við aðallega notað
lexíur sem eg hefi sjálf samið
og fjölritað. Eru þær saman-
settar eftir þörf nemendanna, en
þeir vilja fyrst og fremst læra
| að tala daglegt mál og setja sam-
an einfaldar setningar. Ómögu-
! legt hefði mér verið að koma
j þessu í verk nema fyrir þá sök
j að Icelandic Canadian Club brá
strax við og keypti fjölritunar-
vél. Miss Guttormson hefir ver-
ið mér ómetanleg hjálp við þetta
verk.
Eg vil geta þess að þó þetta
starf sé aðeins í byrjun þá hefir
áhugi fyrir íslenzku töluvert
aukist víðast síðan það hófst. —
Mér hafa borist mörg bréf með
fyrirspurnum um það hvort
ekki muni mögulegt að láta
prenta fyrirlestrana, og einnig
vilja sumir fá lexíurnar til af-
nota. Hér í Winnipeg eru nokkr-
ir sem hafa fengið lexíurnar til
þess að geta kent íslenzku heima
fyrir. Einnig hef eg verið að
kenna nokkrum nemendum ís-
lenzku prívatlega. Við höfum
haft auka kenslustundir á heim-
ili mínu fyrir tvo neðri bekki
skólans af því að við höfum
fundið svo mikinn áhuga hjá
j nemendunuml að m. k. sumum
þeirra) að við viljum alt leggja í
sölurnar til þess að þeim verði
sem bezt not að náminu.
Það er skiljanlegt að það er
miklum erfiðleikum bundið að
halda uppi slíkri fræðslustarf-
semi sem þessari í stórborg þar
sem alt fulltíða fólk, sem lætur
sig annars nokkru varða menn-
ingarmál yfirleitt, er svo störf-
um hlaðið að það getur naumast
nokkru á sig bætt. En auðvitað
er það einmitt fólkið sem mesta
löngun hefir til þess að sinna
þessu fræðslustarfi okkar, því
um hina er ekki að ræða, sem fá
alla sína vizku úr víðvörpuðum
“Soap Serials” og öðru fánýti.
Það er nú alment viðurkent af
listamönnum og mentafrömuð-
um að almenningur sé á góðum
vegi með að tapa alvpg hinum
skapandi krafti andans, tapa gáf-
unni til að geta ígrundað eða
brotið til mergjar nokkurt mál
vegna þess að öll áhrif koma
utanað. Skarpskygni hugans og
næmleiki eftirtektargáfunnar
eru að sljóvgast og þorna upp
fyrir æfingarleysi, fyrir það að
aldrei gefst tómstund frá utanað-
komandi glamri til að glíma við
nokkurt menningarlegt við-
fangsefni. Hraði viðskiftalífs-
ins er að gleypa okkur með húð
og hári og við losumst ekki úr
þeirri andlegu prísund fyr en
við höfum lært að velja og hafna.
Hér gefst ekki tími til að fara
ítarlegar út í þetta mál, og er
mál mitt þegar orðið full langt.
En eg vil aðeins bæta við og
skilja eftir hjá ykkur þá athuga-
semd: að auðvitað er það mest
undir almenningi komið hvort
þetta starf í menningaráttina ber
tilætlaðan ávöxt og hvort það
heldur áfram í framtíðinni.
Að endingu vil eg þakka öll-
um, félögum og einstaklingum,
sem hafa að einhverju leyti stutt
starfsemi okkar. Eg vil þakka
fyrir allan þann mikla góðhug og
áhuga sem Islendingar víðsvegar
um þessa álfu hafa látið í ljósi.
Og finnum við afar mikinn
stuðning í því að vera aðnjótandi
skilnings þeirra á viðleitni okkar
í þá átt að auðga tilveruna með
menningarlegri starfsemi meðal
yngri kynslóðar Vestur-íslend-
inga. Hólmfríður Danielson
ÆFIÁGRIP
Þorbergína Myres
1876 — 1945 (
Mánudaginn 12. febrúar and-
aðist Þorbergína Myres, eigin-
kona J. J. Myres, bónda austur
af Mountain, N. D. Hún dó á
heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar, þeirra Mr. og Mrs. James
Innis á Mountain, eftir langa og
þunga sjúkdómslegu. Hafði hún
verið rúmföst nærri þrjú ár áð-
ur en andlát hennar bar að.
Þorbergína sál. fæddist í Aust-
urdal á Seyðisfirði á Islandi 7.
maí 1876. Foreldrar hennar
voru Bjöm Geirmundsson Aust-
mann og Guðrún Jónsdóttir. Hún
. fluttist til Ameríku með foreldr-
um sínum og einum bróður árið
1886. Þeim var fagnað, og þegar
veitt heimili hjá systur hennar
og tengdabróður, þeim Mr. og
Mrs. Jóhannes Thordarson, ei
bjuggu í grend við Sold, ,N. D.
Þar átti hún heima nokkur ár,
gekk á skóla að vetrinum en
vann út að sumrinu.
1 desember-mánuði árið 1893
giftist Þorbergína Jónatan
Dínussyni, ungum bónda í Svold-
anbygð. Þau bygðu þar upp gott
heimili, og tóku sinn þátt í
kirkjustarfi og öðru félagslífi
sveitar sinnar. Þau hjón eign-
uðust fjögur börn. Þrjú dóu í
æsku; en einn sonur lifir móður
sína. Eiginmann sinn, Jónatan
Dínusson misti hún 11. febrúar
árið 1901.
Fyrsta dag desember mánað-
ar árið 1902, giftist Þorbergína í
annað sinn, og gekk að eiga Jo-
seph Jónsson Myres frá Moun-
tain, N. D. Þau bjuggu svo á-
fram á búgarði hennar þar til
árið 1918, en þá fluttu þau á bú-
garð foreldra Josephs, tvær míl-
ur austur af Mountain, og þar
bjuggu þau ávalt síð.an við vax-
andi velmegun. Þau voru með-
limir í Víkursöfnuði á Mountain,
og tóku þar sinn þátt í kirkjulífi
og öðru félagsstarfi sveitarinnar.
Þau Þorbergína og Joseph
eignuðust 5 börn. Tvö dóu :
æsku. En nú lifa hana ásamt
með eiginmanninum þessi f jögur
börn: Andres Sigurbjörn Díhus-
son, kvæntur Ingibjörgu Vívat-
son, í Svoldarbygð; Jón J.
Myres Jr., kvæntur Emily Vatns-
dal; eru þau búsett í San Diego,
Calif. Guðr.ún (Mrs. James In-
nis) á Mountain, N. D. og Jo-
sephine Begga (Mts. Theo.
Vatnsdal) búsett nærri Hensel,
N. D. Hún eftirlætur einnig 12
barnabörn. Á lífi eru þrjár syst-
ur hennar, Mrs. Jóhanna S.
Thordarson í, Svoldarbygð, Mrs.
Guðrún Nordman í Winnipeg,
Mian., og Mrs. Thóranna Einar-
son í Ár-borg, Man. Líka lifa
tveir bræður hennar, Ásmundur
Eastman í Árborg, Man., og Sig-
urbjörn Eastman í Ak-ra, N. D.
Eins og áður er getið var hin
látna mjög farin að heilsu síðustu
þrjú eða jafnvel fjögur ár æf-
innar. Á þeim tíma naut hún
ástríkrar umönnunar og að-
hjúkrunar eiginmanns síns og
barna. All-ra mest varð það þó
hlutskifti dóttur hennar, Guð-
rúnar Innis að hlúa að henni og
hjúkra henni, sem hún og gerði
af mikilli ástúð og umhyggju-
semi. Síðasta árið var hún á
heimili Mr. og Mrs. Innes á
Mountain,* og dóttir hennar
stundaði hana þar áfram af um-
hyggju og nærgætni.
Þorbergína sál. Myres var ein
af hinum íslenzku ágætiskonum
þessarar sveitar. Hún var vel
gefin, um margt vel að sér og
bókhneigð, þó ekki væri oft mik-
ill tími til lestrar, fyrir hina um-
hyggjusömu og starfsömu hús-
móðir. Hún var trúuð kona og
trú, og sta-rfaði í kirkju sinni og
kvenfélagi af einlægni og áhuga,
þegar kraftar og tækifæri gáfust
til. Hún lét sig og varða önnur
velferðarmál sveitar sinnar. Þó
má segja að heimilið hafi verið
hennar aðalstarfssvið. Þar lagði
hún fyrst og fremst fram krafta
sína. Með, umhyggju fyrir vel-
ferð heimilisins, og einlægri ást-
úð til eiginmanns og barna, lagði
hún örlát fram krafta sína til sð
hlynna sem bezt að heimilinu og
velferð fjölskyldunnar. Og þar
fórst henni alt vel og myndar-
lega, eins og líka út á við.
Mrs. Myres var góðlynd og
góðgerðasöm kona. Gestum sín-
um tók hún ávalt með mildri
risnu; og var gott á heimilið að
koma ávalt, því þau hjónin með
börnum sínum áttu það sameig-
inl-egt að vera gestrisin og taka
gestum sínum sérlega vel. Þeg-
ar eitthvað amaði að heima fyr-
ir hjúkraðihún og hjálpaði af al-
úð, umhyggjusemi og kærleik.
Þannig hjúkraði hún tengdaföð-
ur sínum, Jóni J. Myres í bana-
legu hans, af mikilli prýði og
miklum kærleik. Á sama hátt
kom hún sífelt fram gagnvart
öllum srnum, og þeim er hún
átti kost á að liðsinna, þegar að
þörfin kallaði. Þegar svo að
hennar eigin heilsa bilaði og
kraftarnir voru að þrotum
komnir, og hún varð að bera svo
lengi hina þungu byrði síns sára
sjúkdóms, var hún stilt, hugprúð
og þolinmóð; og tók því er verða
vildi með einlægu trausti til
Drottins síns, sem hún af hjarta
reiddi sig á bæði í blíðu og
stríðu.
Útför Þorbergínu sál. MyreS
fór f-ram mánudaginn 19. febr.,
frá heimili þeirra hjónanna aust-
ur af Mountain og frá Víkur-
kirkju í Mountain. Öll börr»
hennar ásamt með eiginmannin-
um gátu verið viðstödd; þar
með Jón sonur hennar frá Cali'
forníu. Margi-r fylgdu hinni
látnu vinsælu konu til grafar, og
sýndu með því velvildarhug sinn
til hennar og fólks hennar, og
meðlíðan með syrgjendunum á
þeim tíma sorgarinnar og sakn-
aðarins. Mikil og fögur blórn
prýddu líkkistu hennar, og minn-
ingargjafir voru frambornar af
ýmsum til að heiðra minningn
hennar. Eiginmaður hennar-
Joseph J. Myres og börn þeirra
með honum, lögðú þar fram
fimm hundruð dollara minning'
argjöf, til minningar um hana
og tengdaforeldra hennar, sem
nú eru fyrir æði löngu látin, þa^
Jón J. og Ragnhildi S. Myres-
Var þessi minningarsjóður gefi11
til hins fyrirhugaða gamal'
mennaheimilis hér í Pembina'
sýslu. Skildi sú gjöf vera upP'
haf minningarsjóðs, er sú fyrir'
hugaða stofnun hefði framvegr’
með höndum, sem aðrir eftm
óskum gætu síðar lagt minning'
argjafir í. Þótti þetta fagurleg3
gert af fjölskyldunni við útfór
hinnar elskuðu eiginkonu og
móður.
Séra Haraldur Sigmar, sókn'
arpresturinn, stjórnaði útfaraf'