Heimskringla - 07.03.1945, Side 5

Heimskringla - 07.03.1945, Side 5
WINNIPEG, 7. MARZ 1945 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA það í lög að víkingaskip mættu ekki hafa uppi drekahöfuð er þau sigldu að landi eða með landi. Þetta var lögleitt til að hræða ekki landvætti, segir í Grágás. Eg álít þetta hafa verið sett til að verjast innrás. Því sá maður sem fór með friði, fylgdi þessum fyrirmælum að sjálfsögðu. En hinn sem kom til rána kærði sig kollóttann um landvætti og lög, lét drekahöf- uðið standa, en varaði um leið landsmenn við að þar væri ó- jafnaðarmaður á ferð. En þegar veldi Breta hefir lotið lágt hafa vaðið uppi óaldar- menn og þá höfum við fundið hvað við höfum átt í skjóli Breta. Þegar þeir áttu í innanlandserf- iðleikum gengu Serkir á land og gerðu strandhögg á íslandi, sem kallað hefir verið Tyrkjaránið. Þegar þýzki keisarinn hugði til landvinninga í síðasta stríði urð- um við íslendingar fyrir barð- inu á kafbátum hans og þegar stigamenn og ræningjar komust til valda í Þýzkalandi fyrir þetta stríð, sáum við enn Bretland sem okkar aðalvernd og skjól. Við höfum goldið nokkur afhroð, því yfir 260 íslendingar hafa týnt lífi beinlínis fyirir morðsýki Þjóðverja en síðan eg kom hing- að hafa bæzt við 12 menn og 3 konur. Þetta svarar til að Can- adamenn hefðu mist 26—28 þús- und fallinna manna í stríði og Bandaríkjamenn 275 þúsundir, en til allrar hamingju er mann- fall þeirra ekki orðið svo mikið enn, en mun vera um helmingur þess. Það er þvíækki að ófyrirsynju að Islendingar sögðu: “Volduga Bretland, vor vörn og vor granni vak yfir Norðursins óðali og manni.” því fram til síðustu ára hugsuð- um við, og aðrir, ekki um Banda- ríkin, sem það stórkostlega her- veldi, sem það hefir nú orðið í hinni miklu baráttu milli góðs og ills. Og þar sem eg hefi nú talað um fortíð og nútíð, ætla eg að segja nokkur orð um framtíð okkar. Við höfum reynslu af þeim tveimur stórveldum, sem telja að Island sé á áhrifasvæði sínu. Hvorugt hefir nokkurn tíma reynt að þjaka kosti okkar og hefði það þó verið hægt. Það er til gömul lýsing á Islandi frá 12. öld, þar sem Adam af Brimum segir um íslendinga: Fjöllin eru skrauthallir þeiirra, en fátæk^in þeirra virkisveggir. Yfirleitt er það svo, að við Is- lendingar eigum ekkert það sem hasgt er að ásælast til brottflutn- *ngs. Þett'a var mikill virkis- Veggur þegar ásælnin milli ríkja var meiri en hún er nú. Við eigum erfitt með að hugsa okkur að við munum eiga nokkuð það 1 framtíðinni, sem hægt væri að girnast. Það eina er aðstaða ís- i^nds í heiminum og hana vilj- um við gjarnan varðveita, svo að hver sá sem fer með friði sé þar boðinn og velkominn. Til þess að undirstrika þetta erum við uýbúnir að gera samning um að flugvélar megi lenda á Islandi, alveg eins og skip allra þjóða ^afa mátt leita þar hafnar. Hitt er þó annað að þegar Þjóðverjar báðu um að fá að ^nfa flugstöð á íslandi var því neifað árið 1938, þrótt fyrir harða málsókn, því við vissum að annað bjó að baki þeirri mála- ioitan. Sú neitan hafði heims- s°gUlega þýðingu, því enginn Vgit hvernig orustan um Atlants- hafið hefði farið ef Þjóðverjar efðu átt bækistöð á íslandi. Hygg eg að allir Islendingar afi álitið hvorutveggja afstöð- Uua sjálfsagða. En hinu -er ekki að neita, að það að við tókum refta afstöðu varð okkur og bar- attunni gegn myrkravöldunum í heiminum til mikillar blessun- ar. Þegar við stofnuðum lýðveld- ið sem einhuga þjóð og við lík- lega mestu þátttöku í nokkurri kosningu meðal lýðfrjálsra þjóða var það í vissu um það, að vernd- arþjóðir okkar væru að sigrast á glæpafélagi Þjóðverja og að við mundum njóta þeirrar sömu verndar, sem við höfum ætíð notið síðan land bygðist, þ. e. verndar Engilsaxa, -er hafa hreinsað höfin af sjóræningjum og nú hafa tvisvar á 30 árum brotið á bak aftur ræningja- floklíana í Evrópu. Þessi vissa okkar um hina nýju dögun fékk mjög ánægju- lega staðfestingu áðuir en þjóð- veldi okkar var 10 vikna gam- alt. Þá virti forseti voldugasta ríkisins í heiminum, Franklin Roosevelt, ísland þess að bjóða nýkjornum forseta okkar í heim- sókn til sín ásamt utanríkisráð- herranum og fylgdarliði. Forseta okkar var tekið með aliri þeirri virðingu og veitt öll sú sæmd, sem hægt var að veita þjóðhöfð- ingja hinnar voldugustu þjóðar. Það var jafnvel svo, að einhver blaðasnápur kvartaði undan því, að þjóðhöfðingjum vinveittra stórvelda hefði ekki verið sýnd- ur jafn mikill sómi og forseta Islands. Fyrir mór verður það ætíð ó- gleymanleg stund, er eg sá ís- lenzka fánann síga hátíðlega að hún á ráðhúsi New York borgar. ráðhúsi stærstu og ríkustu borg- ar í heiminum, meðan þjóðsöng- ur íslands var leikinn af hljóm- sveit. Þá fann eg: “Vort land er í dögun af annari öld— Nú rís elding þess tíma sem fá- liðann virðir” En Einar Benediktsson heldur áfram: “Vor þjóð skal ei vinna með vopnanna fjöld, en með víkingum andans, um staði og hirðir”. Við fengum einnig staðfest- ingu á þessum orðum. Fyrsta kvöldið, sem forsetinn okkar var í Washington var haldin fyrir hann veizla í Hvíta húsinu og átti hún að standa til kl. 10 um kvöldið. En Roosevelt forseti slepti ekki Sveini Björnssyni fyr en um miðnætti og er þeir kvöddust Roosevelt forseti og Svenin Bjöiþisson tveimur dög- um síðar, urðu 2—3 mínútur, sem áætlaðar höfðu verið til kveðjunnar að 45 mínútna við- stöðu. Við vitum því að Islend- ingar hafa eignast og eiga eftir að eignast menn, er geti haldið uppi okkar hlut án vopna, en með v-iti og drengskap. Þetta á i þó ekki aðeins við um heima- þjóðina. Þjóðin hérna megin hafsins hefir einnig fengið sinn ríkulega skerf af víkingum and- ans. Og eins og eg gat um áður virðist hugur þeirra ekki beinast að auðsöfnun, heldur að því að halda uppi menningu sem kenn- arar og prófessorar, guðstrú sem prestar, heilbrigði sem læknar, réttlæti sem dómarar og sann- leika sem vísindamenn. Engir taka því þeirri alþjóða- samvinnu sem ráðgerð er eftir stríðið með meiri fögnuði en við. Stórveldin geta gengið óstudd um langan fríma. Smáríkin geta það ekki. Við ráðgerum því þátttöku í vinsamlegu samstarfi eftir getur okkar og gleðjumst yfir því, að búast má við að allar þjóðir taki höndum saman um það að bæla niður ræningja- flokka með lögregluvaldi eins og Bretar hafa lengi gert einir af giftu og drengskap á höfunum. En alt þetta ytra er þó aðeins hljómurinn er beir vott um að bjallan sé steypt úr góðum málmi, sprungulaust og feiru- laust. Það er okkar mesta sjálf- stæðismál að stjórna þjóðar- heimilinu svo að enginn líði \ Einbúasetur minkanna sem telja mörg hundruð. FJÓRAR KYNSLÓÐIR 1 BEINAN KARLLEGG Þorsfreinn Oliver (til vinstri), Kristinn Oliver I og Krist- inn Oliver II (í miðröð) og Art Olver (til hægri). ‘WHITTIER” MINKA OG REFA BÚIÐ (Þýtt úr “Fur of Canada”) Gestum sem heimsótt hafa þetta bú um síðastliðin tvö ár getur ekki dulist það að hér er um afarmiklar framfarir að ræða. Hér er um meira en venju- lega framför að ræða. — Krist- inn Oliver er hendin sem stýrt hefir plógnum um mörg undan- farandi ár. Hann las og lærði hvernig ætti að gera þannig lag- að bú að fyrirmynd á þeim svið- um, og þegar tíminn kom að framkvæma hugmyndina, þá hafði hann þekkinguna til þess að stýra þannig, að vindurinn ekki kæmi í bakseglin, — og út- koman er: fyrirmyndar bú, með öllum nýtízku úfrbúnaði. Það er erfitt að gera grein fyr- ir hvernig hlutirnir eru úr garði gerðir á þessu stóra búi, bæði viðvíkjandi fóðrun dýramía, undirbúning og síðast en ekki sízt, markaðsvörunni sjálfri, sem er dýraskinnin. Til þess að fá nákvæman skilning á þessu, er nauðsynlegt að kynna sér par- sónulega öll þessi mismunandi stig. Er þá ekki í kot vísað að sjá forstjórann, sem altaf er vilj- ugur að gefa nauðsynlegar upp- lýsingar og sýna gestum sem að garði bera, hið margþætta bú, áhöld, byggingar og dýr. En það eru ekki aðeins bygg- ingar og áhöld sem um er að ræða þegar talað er um þetta bú. Dýrin sjálf eru valin af því bezta kyni sem hægt er að kaupa og er i aldrei horft í kosnaðinn, sem er jþó afarhár í mörgum tilfellum, enda mun sú aðferðin marg - borga sig fyrir þá sem þekkingu og framsýni hafa til þess að gera slíka hluti arðberandi. Það ier gott og nauðsynlegt að hafa góðan útbúnað við fram- leiðslu og uppeldi dýranna, en það sem mestu varðar er um- hyggja og kunnátta, ef vel á að fara. Forstjórninn og fólk hans hafa þessa kostl í ríkum mæli, og þau risaskref sem bú þetta hefir tekið síðastliðin ár, er bcin afleiðing framsýni og samvinnu. P. S. P. Fjórar af átta skemmum og geymsluhúsum á búinu. skort, hvorki líkamlega né and- lega, að allir heimilismenn fái notið þess atgervis, sem guð hef- ir gefið þeim og að við lærum að láta náttúruöflin og vélarnar starfa undir hönd og huga til að notfæra okkur þau gæði, sem góður guð hefir gefið okkur. Þið munuð öll hafa heyrt um hina stórkostlegu nýskipun at- vinnuveganna á Islandi. Ennþá eru það ekki nema ráðagerðir, sem sérstök nefnd hefir verið skipuð til að vinna að. En með þeim ráðagerðum er áhuga þjóð- arinnar beint að þessum málum, Óins og ef kastljósi væri varpað á það atriði, sem er undirstaðá allra annara, að það er vinnan og afköst hennar sem er undir- staða framtíðarvona íslenzku þjóðarinnar. Við höfum hvorki numið landið né sjóinn nema að örlitlu leyti, en þar fær íslenzka þjóðin ótakmarkað verksvið um langan aldur. Það er stundum talað um það að Island hafi verið “okkúperað” er Bretar, Canadamenn og Bandaríkjamenn settu herafla þar í land. Eg hefi stundum sagt blöðunum hérna fyrir sunnan línuna að Island hafi aldrei ver- ið hertekið og að óhugsanlegt sé að þjóðræðisþjóðirnar hertaki nokkra þjóð. Island hefir notið herverndar en það er alt annað. því sá her hefir aldrei beitt sér í okkar innanríkismálum né óskað að beita sér. Við höfum því verið lausir við hertoku og vonum að aðrar þjóð- ir verði það einnig, þó að sjálf sögðu þurfi erlent lögreglueftir- lit þar sem ræningjaflokkar hafa náð tökum á fólkinu. Þó flögrar að mér sú hugsun að Islendingar hafi hertekið nokkurt svið erlendis. Þeir hafa ekki gert það með vopnabraki og kúlnahríð heldur með góðum gáfum og manngildi. Því hvert það sæti sem íslendingur skipar vel, er hertekið af íslendingum. Hvort sem það er ráðherra eða verkamaður, bóndi eða læknir. caupsýslumður eða prófessor, sem starfar með sóma í sínum verkahring, þá hefir ísland unn- ið þar akur, sem æ mun bera >ess einhver 'merki. Og þó að svo fari um bygðir og bæ, að bragur vor þagni og tunga vor gleymist, samt verður í skauti þér eitthvað það æ af íslenzkum hug, sem þú fóstr- ar, og geymist, kvað Stephan G. Stephansson til Ameríku. Vil eg svo biðja guð að halda sinni hendi yfir íslenzku þjóð- erni og þeim löndum, þar sem það hefir fest rætur. v Útihús, dýrabústaðir og skógurinn í 'baksýn. SKEYTI SEND TIL ÍSLANDS Pesdient Bjornsson, Reykjavík, Iceland. Twentý-sixth annual conven- tion Ieelandic National League extends to you and the nation hearty greetings and good wish- j es. Icelandic National League | ★ ★ ★ Prime Minister of Iceland, The Honorable Olafur Thors, Reykjavík, Iceland. Twenty-sixth annual conven- tion Icelandic National League extends to you and the govern- ment hearty greetings and good wishes. Icelandic National League ★ ★ ★ His Grace The Bishop of Iceland, Sigurgeir Sigurðsson, Reykjavík, Iceland. Twenty-sixth annual conven- tion Icelandic National League extends to you and the Icelandic Church hearty greetings and good wishes. Your visit last year remembered and appreciat- ed. Icelandic National League Valtýr Stefánsson, vice-pres., Icelandic National League,N Reykjavík, Iceland. Twenty-sixth annual conven- tion Icelandic National League extends to you and your organi- zation hearty greetings. Your splendid co-operation in the past greatly appreciated. Icelandic National League * * ★ Háldán Eiríksson, pres., V estur-lslendingaf élag, Reykjavík, Iceland. Twenty-sixth annual conven- tion Icelandic National League extends to you and your organi- zation hearty greetings. Your interset and good will greatly apperciated. Icelandic National League FJÆR OG NÆR Minning mömmu Fanneyjar Elinar Blöndahl Úr fjarlægð svifa hugir okkar hljóðir Að hinsta beði, vorrar kæru móðir, Og þetta augnablik, er helgað henni, Á hverju ári, þó í sporin fenni. Börn hinnar látnu ★ ★ ★ Norrænafélagið, The \fiking Club, heldur árssamkomu sína 16» marz á Marlborough Hotel kl. 7 e. h. Samkomunni stjórnar hinn nýi forseti fédagsins Carl Simonson. Aðalaræðumaður kvöldsins verður Rev. C. E. Hoffsten, D.D.. prestur svensk-lútersku kirkj- unnar í Winnipeg. Séra Philip Pétursson heldur bæn. Með söng skemtir Mrs. Elma Gíslason. Almennum söng stýr- ir Paul Baradl, M.L.A., og fleiri. Viðstaddur verður R. F. Mc- Williams, fylkisstjóri og frú hans. Við píanóið aðstoðar Gunnar Erlendsson. Dans byrjar kl. 10 e. h. Jimmie Gowler’s Orchestra spilar. 1 nefndinni eru þessir, sem menn geta snúið sér til: Mrs. E. J. Hallonquist, J. F. Kristjáns- son, J. Th. Jónasson, O. K. Thomassen, H. Jacob Hansen, H. A. Brodahl, Mrs. John Norton og Carl Simonson. ★ ★ ★ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 11. marz — Sunnu- dagaskóli kl. 11 f. h. Islenzk messa kl. 7 e. h. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson ★ ★ ★ Vísur Vaðið hef eg eld og ís, Orðinn ferða lúinn; Pretta mig um paradís Prestarnir og trúin. Æddu skýin iðra sjúk Endilangann daginn, Því er margra feta fjúk Fallið yfir bæinn. Maurapúkinn Æðri verur um hann lítið hirtu Öll hans verk þeir smáðu og lít- ilsvirtu, Svo stendur hann þegar bregða tekur birtu Buxnalaus og ekki í neinni skyrtu. Th. Nelson ★ ★ ★ Matreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld- sted, 525 Dominion St. Verð $1.00. Burðargjald 5^. ★ ★ ★ Heimskringla er til sölu hjá hr. bóksala Árna Bjarnarsyni, Akureyri, ísland.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.