Heimskringla - 07.03.1945, Qupperneq 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 7. MARZ 1945
“Gult og á stærð við lítinn fugl.”
“Þá var það sennilega keisara fiðrildi. Til
þess að finna slíkt fiðrildi verður að grafa eftir
því og þau eru ekki svo á hverju strái, skal eg
segja þér, að maður ætti að myrja þau í sundur
svona að gamni sínu.”
“En eg hefi samt reynt að ná einu þeirra,” svar-
aði Mrs. Komstock. “Eg steingleymdi að taka
nokkuð ílát með mér til að geyma þau í. Þú get-
ur tekið við þeim á meðan eg bý til poka.”
Hún tók af sér svuntuna og reif af henni
haldið. Hún tók upp faldinn á baðmullarkjóln-.
um sínum og bjó til poka úr pilsinu msð því að
binda upp faldinn með svuntu faldinum. Hún
styrkti þetta með hárnál, sem hún dró úr hár-
inu og rétti uppi, og notaði sem öryggisnælu.
Hún var harðhent að þessu, og að því búnu fylti
hún pokann með greinum, sem skordýrin gátu
setið á. Hún lokaði næstum opinu á pokanum
og sagði Peter að láta ofan í hann fiðrildin.
t Hann tíndi ofan í hann mörg þeirra.
“Nú höfum við náð fimm fiðrildum, Mrs.
Komstock,” sagði hann. “Mér finst það lítið,
en samt verður þú að gera þig ánægða með
þetta, því að þú verður að flýta þér héðan, og
það fljótt. Ljóskerin, sem þú hefir hengt upp
hérna munu verða tekin sem merki um að sér-
stakir menn skuli koma hingað og það fljótt, og
innan einnar stundar munu hingað koma margir
menn ríðandi eins hart og hestarnir geta kom-
ist.”
“Þeir skulu bara reyna að reka mig héðan,”
svaraði Mrs. Komstock. “Eg hefi skambyssuna
hans Roberts í kjólvasanum og get skotið eins
vel og nokkur karlmaður, þegar eg er nógu
reið til að reyna það, og sá sem reynir að
stemma stigu fyrir mér í’kvöld verður var við
að eg get reiðst!”
“Við erum rétt hjá gamla kassanum, sem
hún Elenóra notaði fyrir fiðrildin sín. Eg hugsa
að eg geti opnað hann. Við gætum kanske
látið hin fiðrildin í hann?”
“Það var ágæt hugmynd,” svaraði Mrs.
Komstock. “Þar verður nægilega rúmt um
þau, svo að þau eyðileggi ekki hvort annað, og
í bókunum stendur, að þau fljúgi ekki á daginn,
nema ef einhver kemur við þau, þau munu því
sitja rólega þegar birtir og þá get eg komið
með Elenóru hingað og sótt þau.”
Þau veiddu tvö í viðbót og Peter lét þau í
kassann.
“Þarna kemur stórt fiðrildi!” kallaði hann
þegar hann kom aftur.
Mjrs. Komstock leit upp og hafði yfir bæn
í huganum.
Hún gat ekki í þessari fjarlægð séð hvernig
það var á litinn, en þatta náttfiðrildi virtisí
ólíkt öllum hinum. Það kom nær, flaug lægra
og flögraði frá einu ljósinu til hins. Þegar
það nálgaðist Mrs. Komstock sagði hún frá sér
numin: “Hamingjan góða! Það er gult. Farðu
nú gætilega, Peter, veiddu það í hattinn þinn!”
Feter veifaði hattinum í langan boga. —
Skordýrið flaug yfir hann og flögraði furtu og
stefndi að Mrs. Komstock. Hún tók það sem
eftir var af svuntunni og hélt henni fyrir
framan sig. Fiðrildið flaug að henni og settist
á hana. Peter læddist ofurhægt að því. Annað
samskonar fiðrildi kom nú fljúgandi og aftur
kom fínn úði á svuntuna.
“Bíddu!” sagði Mrs. Komstock og saup
hveljur. “Eg held að það hafi sezt þarna fyri^
fult og alt. Það stendur í bókunum að það
fljúgi ekki burtu.”
“Á eg að taka þau?” spurði Peter.
“Nei, láttu þau vera! Þau eru rólég. Nú
hefi eg náð þeim. Þau hafa bjargað mér. Guð
og Flóinn hafa gefið mér þau. Þau munu ekki
hræra sig tímum saman. Þannig segir það í
bókunum. Æ eg þakka þér, himneski faðir, og
eg þakka þér líka Peter Carson. Það var fallega
gert af þér að hjálpa mér. Nú get eg farið heim
og hitt hana dóttur mína.” •
Elenóra hafði sitið við gluggann langt fram
á nótt. Að síðustu fór hún í rúmið. En hún
gat ekki sofnað. Hún hafði verið í bænum að
tala við skólaráðið að fá stöðu við skólann. Það
gat ^iljað til að hún gæti náð fiðrildunum, sem
hana vantaði í safnið og orðið þannig fær um að
halda námi sínu áfram um haustið, en gæti hún
það ekki, þá hafði hún vissa atvínnu við barna-
skólann. Hún hafði fengið mörg lofsyrði, en
samt var henni svo þungt í skapi, að ekkert gat
hughreyst hana. En Margrét Sinton hafði ráð-
lagt henni að fara heim og reyna einu sinni
enniþá. Þar sem hún gat ekki sofnað reis hún á
fætur, og af því að herbergið var svo heitt sett-
ist hún á gólfið út við gluggann. Hún kom auga
á ljósin úti í Flóanum og leist ekki á blikuna,
því að hér um bill 100 af fiðrildunum hennar
\joru í kassanum.
Hún flýtti sér niður stigann og hrópaði á
móður sína. En enginn svaraði. Hún læddist
hægt gegnum dagstofuna og leit inn um opnar
dyrnar. Þar var enginn og enginn hafði sofið í
rúminu. Henni flaug strax í hug að móðir si'n
J hefði farið út í mýrina og lent í kviksyndið og
hjarta hennar fyltist af meðaumkvun og ótta.
Ljósin þarna úti voru ti’l að gefa leitarmönn-
unum merki. Hún opnaði eldhús hurðina og
hlustaði, en heyrði ekki neitt nema hin venju-
legu hljóð næturinnar.
“Mamma!” kallaði hún lágt og svo kallaði
hún hærra: “Mamma!” Hún gekk aftur heim
að húsinu, og fanst hver stundina sem leið vera
óralöng unz hún heyrði að móðir hennar kom
upp stíginn, og að hún var að tala við einhvern.
Mrs. Komstock gekk inn í eldhúsið og steig
þunglamalega til jarðar. í annari hendinni
bar hún ljósker en í hinni klút sem hún hafði
útbreiddan í lófunum, og á honum sat hið dá-
samlegasta par sem hugsast gat af keisara-
fiðrildum.
“Á eg að láta hin þarna úti í eldhúsinu?”
heyrði hún karlmannsrödd segja.
Unga stúlkan dró sig í hlé-inn í skuggann.
“Já, hvar 9em er fyrir innan dyrnar,” svar-
aði Mrs. Komstock og færði sig svo að hann
kæmist inn. Andlit Peters kom nú í ljós. Hann
lagði niður fiðrildin og fór leiðar sinnar.
“Peter, eg þakka þér meir en nokkur kona
hefir nokkuru sinni þakkað þér áður,” sagði
Mrs. Komstock.
Hún setti ljóskerið á borðið og skaut slag-
brandinum fyrir hurðina. Er hún sneri sér við
kom Elenóra í ljós. Mrs. Komstock laut í átt-
ina til hennar og rétti að henni hin tvö fiðrildi.
Með rödd og málróm, sem hún hafði aldrei áður
notað, sagði hún: “Elsku Elenóra mín, mamma
þín hefir fundið handa þér tvö önnur fiðrildi.”
Elenóra vaknaði í birtingu næsta morgun
og litaðist um í herberginu, sem var svo breytt.
Hún tók eftir því að hvert einasta plagg og
atriði, sem minti á að þar hefði karlmaður átt
heima, var nú horfið, og skildi hún án þess að
það væri útskýrt fyrir henni hvað það þýddi.
Vegna einhverrar ástæðu hafði hvert atriði, sem
minti á föður hennar verið fjarlægt, og nú átti
hún loksins að fá að fylla sæti hans. Hún sneri
sér við og leit á móður sína. Andlit Mrs. Kom-
stock var fölt og þreytulegt, en yfir því hvíldi
ró og friður, sem hún hafði aldrei séð þar áður.
Er unga stúlkan athugaði gaumgæfilega and-
litið við hlið sína á koddanum, fyltist hjarta
hennar ástar tilfinning. Hún reis hægt úr
rúminu, fór til herbergis síns og klæddi sig, og
fór síðan út í eldhúsið til að horfa á “keisarana”
sína og útbúa morgunmatinn. Þessi fallegu
fiðrildi höfðu verið skilin eftir á svuntunni. En
þar var og svolítil slitur af fallegu vængjunum
þeirra. Mýsnar höfðu étið hitt!
En af því að hún hugsaði fyrst og fremst
um tilfinningar móður sinnar, sópaði hún upp
leifunum og gróf þær í öskunni í ofnin. Hún
bar pokann upp í herbergið sitt og skoðaði
fiðirldin, sem í honum voru, en þar fanst eng-
inn “keisari”. Móðir hennar hafði sagt, að
þau hefðu látið fáein í kassann úti í Flóanum,
svo að ekki var vonlaust að þar kynni að finnast
keisara fiðrildi meðal þeirra.
Elenóra tók með sér stórt stykki af netdúk
þeim, sem hafður er til að varna flugum inn-
göngu í hús, og hljóp út í Flóann að kassanum
og opnaði hann. Henni lá við yfirliði er hún
sá hvernig þar var umhorfs. Þau fiðrildi, sem
höfðu verið látin lifandi ofan í kassann kvöldið
áður höfðu í baráttu sinni að komast út, eigi að-
eins ónýtt þurkuðu fiðrildin, sem þar voru
geymd, heldur rifið sig sjálf í tætlur á nálunum.
Þriðjungur fágætustu sýnishornanna, sem
þarna voru geymd lá fóta-, vængja- eða höfuð-
laus. Elenóra hágrét yfir þessari eyðilaggingu.
“Nú er öll von úti!” sagði hún.
18. Kap. — Móðir Elenóru sýnir henni hversu
, vænt henni þykir um hana og finnur
annan til að hjálpa sér.
En ástrík móður hennar hélt áfram. Já,
það var eins og hjarta hennar, sem svo lengi
hafði verið forhert og harðlæst gagnvart dótt-
urinni, hefði opnað lindir, sem væru ótæmandi.
og hún þreyttist aldrei á að sýna Elenóru ást-
aratlot og allskonar umönnun. Áður en dag-
urinn var liðinn skildi hún, að hún hefði aldrei
þekt móður sína í raun og veru. •
Næstu dagana notaði Elenóra til að raða
og koma ií lag fiðrildum þeim, sem móðir
hennar hafði safnað. Hún varð að fara til
Fuglakonunnar og segja henni frá þessu ólhappi
sínu, en móðir hennar varð að lifa í þeirri trú,
að hún færi til toæjarins til að selja fiðrildin.
Hefði hún sagt móður sinni eins og var, voru öU
líkindi til að hún hefði lagt af stað út í Flóann
á ný og leitað þar unz hún fann ný fiðrildi í
stað þeirra, sem skemst höfðu, en Elenóra vissi
af eigin reynslu hversu mikla fyrirhöfn það
kostaði að veiða í slíkt safn, og hversu dugleg
sem hún var, þá varð hún samt að játa, að nú
hafði hún beðið ósigur. Það mundi að minsta
kosti þurfa tvö sumur og mikla vinnu til að
bæta skaðann. Þegar hún fór frá Fuglakon-
unni, lagði hún leið sína á fund formanns skóla-
ráðsins í Onatoasha og bað hann að gera það,
sem hann gæti til að hún fengi að kenna í skól-
anum þá um veturinn.
Næsta dag þegar hún hafði lokið við safnið
og hafði gert heimaverkin, sagði hún við móður
sína: Ef þú hefir ekkert á móti því ætla eg út
að Slöngulæknum og sjá hvort eg get ekki fund-
ið eitthvað þar af skordýrum eða fiðrildum.”
“Bíddu á meðan eg næ mér í hníf og fötu,
þá skal eg koma með þér,” svaraði Mrs. Kom-
stock. “í hinu háa grasi við lækinn vex ljóns-
tönn, sem er nægilega mjúk til að hafa með
garðávöxtunum, og vel gæti það viljað til, að eg
gæti fundið eitthvert skordýrið fyrir þig. Eg sé
býsna vel ennþá.”
Nálægt læknum, sem þær fylgdu í áttina til
brúarinnar, fann Mrs. Komstock nægilega mik-
ið af ljónstönn af þeirri tegund, sem hún þurfti
og stansaði hún þar til fylla'fötuna sína.
Elenóra var ekki lengra frá ihenni en svo
að þær gátu talast við. Hún fann ýmislegt
þarna, sem hún vildi finna. Að síðustu fór hún
yfir lækinn og að brú sem þar var. Hún tók að
leita mjög gaumgæfilega undir torúnni og milli
plankanna eftir púppum, og gat Mrs. Komstock
séð hana og langt niður eftir læknum.
Þar sem bugða kom á lækinn kom maður
einn gangandi. Hann var berhöfðaður og var í
hvítri peysu. Hann gekk oftast á bakkanum, en
stundum óð hann út lí lækinn. Hann hafði með-
ferðis einkennilega körfu er hann bar í ól yfir
öxlina. Hann hafði stutta veiðistöng og með
henni reyndi hann að veiða fisk úr læknum.
Hann varpaði línunni langt út í lækinn og mjög
fimlega. Hann var nær Elenóru en móður
hennar, en Mrs. Komstock hugsaði að hún gæti
kanske varað dóttur sína við án þess að maður-
inn yrði þeirra var.
Elenóra var nú undir brúnni, hún lá á
öðru hnénu á lækjarbakkanum og teygði sig eins
hatt upp og hún gat. Hárið hafði losnað af vind-
inum og af því að festast í runnana. Hún var
kafrjóð í framan og hún lyfti handleggjunum
upp eins hátt og hún gat til að ná í fiðrildis
hýðið, sem hékk neðan í brúnni. En Mrs. Kom-
stock fékk ekkert tækifæri til að aðvara hana.
“Eg gæti kanske hjálpað yður?” sagði maður-
inn.
“Það væri ágætt ef Iþér gætuð það,” svar-
aði Elenóra. “Þetta er reglulegur fengur! Eitt
þessara bleikrauðu yndislegu fiðrilda, sem er
lýst í bókunum. Það er víst vegna þess að það
hefir verið á þessum stað og í skjóli fyrir sól og
veðri.”
“Svo þér álítið það,” svaraði maðurinn
“Bíðið nú augnablik. Eruð þér að safna nátt-
úrugripum?”
Hann vatt línuna upp, á hjólið, lagði stöng-
ina yfir runna einn, klifraði upp bakkann við
hlið Elenóru, tók upp :hníf og fór að skera af
greinina sem hýðið hékk á.
“Já, eg hefi unnið mér inn margan skild-
inginn, svo að eg gat kostað mig á miðskólann
í Onabasha. Nú er eg að safna til að geta
komist á Mentaskólann.”
“Onabasha!” endurtók maðurinn. “Það
er þar, sem eg dvel í heimsókn núna.” Hann
stansaði til að hvíla sig. Hann hafði slæma
aðstöðu og verkið var hreint ekki auðvelt. Þér
þekkið kanske ættingja mína — Ammon læknir.
Læknirinn er föðurbróðir minn. Eg á heima í
Chicago. Eg hefi haft taugaveiklun, *var á
sjúkrahúsi í sex vikur. Mér gekk illa að ná mér
aftur, og því bauð frændi minn mér að koma til
sín. Eg á að vera sem mest úti í alt si^mar, og
reyna hitt og þetta af útivinnu til að ná fullri
heilsu á ný. Eg heiti Philip Ammon. Viljið
þér ekki að eg hjálpi yður?”
Elenóra svaraði því engu.
“Hafið þér nokkurntíma safnað svona nátt-
úrugripum, Mr. Ammon?” spurði hún.
“Já, nógu mikið til þess að vita hvernig á
að fara að því, og eg get líka greint hin algeng-
ustu fiðrildi frá heildinni.”
“Ætlið þér að fara norður bráðlega?”
“Það fer eftir því hversu fljótt eg verð al-
bata. Frændi minn segir að næturnar séu of
kaldar og dagarnir of heitir fyrir mig þar norður
frá. Hann heldur að toezt sé fyrir mig að vera
þar, sem hitinn er jafnari þangað til mér er
batnað^ Nú skal eg ná þessu niður eftir augna-
blik. Það er toezt fyrir yður að þiggja hjálp
mína,” toætti hann við. “Þér gerið mér mikinn
greiða með því. Þvílíkt starf kæmi mér til að
vera undir beru lofti allan daginn, og mundi
vekja löngun mlína til að taka til starfa á ný.
Eg get þetta fremur vel. Og sýni eg það ekki í
fyrstu, mun eg sýna það eftir eina eða tvær
vikur. Eg get bæði notað rétt ljós og spegla
og annað, sem sérfræðingar í þessari grein nota.
Eg er viss um að það eru mörg samskonar sýn-
ishorn og þetta þarna yfir í mýrinni.”
“Já, það er rétt,” svaraði Elenóra, “flest
sem eg hefi fékk eg þar. Kvöld eitt fyrir tveim
dögum síðan veiddi móðir mín mörg þarna, en
við þorum ekki að fara þangað einar.”
“Þess og heldur þarfnist þér hjálpar minn-
ar með. Hvar eigið þér heima? Eg get ekki
fengið neitt svar frá yður. Eg ætla að fara og
segja móður yðar, hver eg er, og spyrja hana
hvort eg megi ekki hjálpa yður.” •
Nú gat hann losað hýðið, hoppaði niður af
bakkanum og rétti út hendina til að hjálpa
Elenóru til að komast niður. Síðan gengu þau
til Mrs. Komstock.
“Mamma, þetta er Mr. P.hilip Ammon frá
Chicago, ’ sagði Elenóra. “Hann hefir verið
veikur og dvelur nú hjá Dr. Ammon í Onabasha.
Hann var að veiða í læknum, og hjálpaði mér
til að ná þessu hýði. Hanrr heldur að það væri
heilsusamlegra fyrir sig að leita eftir fiðrildum
en að fiska. Hvað heldur þú?”
Phiiip rétti henni hendina.
“Það gleður mig að kynnast yður,” sagði
hann.
“Þér verðið að afsaka að eg get ekki tekið í
hendina á yður,” svaraði Mrs. Komstock. —
Ljónstönn hefir þann eiginleika að gera mann
slöprugan um hendurnar, og auk þess vil eg
fyrst kynnast mönnum áður en eg heilsa þeim
með handabandi. Allur þessi formáli ætti nú
samt að duga, en þér vitið ekki hvað við heit-
um. Eg heiti Komstock.”
Loks var Mrs. Komstock búin að tína þær
rætur, sem Ihún óskaði.
“Þér eruð nú þrjár mílur frá bænum, en
ekki nema mílu frá heimili okkar,” sagði hún.
“Ef þér sagið mér hvað þér megið borða,
hugsa eg að réttast væri fyrir yður að koma
heim með okkur, og hvíla yður dálítið, og bíða
þangað til svalara verður áður en þér gangið
heim. Og sennilega kemur til okkar áður en
kvöldið líður einhver nágrannanna, sem þér
getið ekið með til bæjarins.”
Philip reis á fætur, tók fötuna með ljóns-
tönninni og stöng sína og beið svo. Elenóra
gekk fyrst, Mrs. Komstock benti honum að
ganga næst á eftir henni, en sjálf gekk hún
síðast.
Elenóra gekk hægt eftir götuslóðanum og
talaði um alt mögulegt. Philip veitti nákvæma
athygli öllu, sem hún toenti á á leiðinni, og tók
eftir mörgu, sem hún veitti ekki eftirtekt. Er
Elenóra sneri af götunni upp að hliðinu, sem
var framan við húsið þeirra, stansaði Philip og
horfði lengi á hið stóra bjálkáhús, sem þakið
var vafningsviði, á garðinn með hinum mörgu
og fögru blómum og beðum, þar sem greru
jarðarber og tómatar. Fyrir norðan og vestan
húsið stóð grænn skógurinn eins og þykkur
veggur. Hann gat ekki að sér gert að hrópa
upp: “En hvað hérna erfallegt!”
Philip drakk mikið af áfum, og er hann
síðar lagðist til hvíldar í bekknum úti í lauf-
skálanum, fann hann til slíkrar^ vellíðunar og
þægilegrar þreytu að Ihann steinstofnaði.
Er þær Elenóra og móðir hennar komu
með borðið út í laufskálann, stönsuðu þær báð-
ar stundarkorn og horfðu á hann. Það er víst
ekki ósennilegt, að hugsanir þeirra beggja birt-
ust í þessum orðum Mrs. Komstock er hún
sagði: “En hvað þetta er laglegur og drengileg-
ur maður, og hversu hamingjusöm hlýtur sú
móðir að vera, sem á slíkan son! Við verðum
sjálfsagt að gá að tovað við bjóðum honum að
borða.”
Þær fóru strax inn í heldhúsið þar sem Mrs.
Komstock fór að gá að þessu atriði. Hún sauð
svínslæri, sem hún sjálf hafði reykt. Hún
steikti kartöflur, lagði asparagus á brauðsneið-,
ar, bjó til ljónstannar salat, og lostæta köku
með jarðarberjamauki á milli. Þegar þetta var
alt búið tók hún í ermi Ammons og hristi hann
svolítið.
“Nú er best að þér fáið eitthvað að borða,
ungi maður, áður en þér eruð orðinn alt of
hungraður,” sagði hún.
“Já, gerið svo vel og flýtið yður,” svaraði
hann hlægjandi og rétti henni disk svo að hún
léti á hann mat. “Það var sannarlega fallega
gert af yður að tojóða mér heim til yðar. Eg
vona að eg verði innan fáeinna daga nógu frísk-
ur til að toorga fyrir það.”
Þau töluðu um blóm og skordýr, Indíána
muni og allar þær dásemdir náttúrunnar, sem
fundust í mýrarflákunum, og síðar töluðu þau
um bækur og skólagöngu. Þegar þau tóku af
borðinu hjálpaði Ammon þeim til að bera marga
bakka út í eldhúsið. Hann og Elenóra röðúðu
svo skordýrunum, sem þau höfðu fundið meðan
Mrs. Komstock þvoði upp. Síðan kom hún út
til þeirra með kraga, sem hún var að bróðera.
Loks sagði Ammon að hann yrði að fara, annars
mundi fólkið heima verða hrætt um sig.