Heimskringla - 21.03.1945, Síða 3
WINNIPEG, 21. MARZ 1945
HEIMSKRINGLA
3. SIÐA
þessu kennir geigs við kulda og
ís frerabreiðunnar miklu, en
þegar höfundurinn tekur að lýsa
sjálfri sveitinni sinni, hverfur
allur geigur og alt er vafið unaði
og fegurð, enda þótt Jökulsá sé
“tröllvaxin, straumhörð og
sfynjandi, um stórgrýtið öslandi,
sogandi, hrynjandi”, þar sem
hún “váleg og tignarleg veltur í
sæinn vorlangan daginn”. Þessi
mikla móða verður að hinni
niiklu móðu gróðursins, þrátt
fyrir allan tröllaganginn, og áður
en varir er sveitin klædd sumar-
skrúði:
"Og grasið á engjunum gengur í
bárum,
glitrandi í daggartárum.
En suðræna vorgolan þýðlega
iþýtur
og þroskamagns vorylsins blóm-
fjöldinn nýtur.”
Kvæðið verður að lofsöng til
sveitarinnar, þar sem fegurðin
og frjósemd náttúrunnar skapar
skáldinu sæluríki á jörðu:
Eg tigna heiðbláu tindana þína
og tröllauknu jökulelfina mína,
og huggun í bláfjalla faðmi þín-
um
og frið og hugsvölun anda mín-
um
eg finn hjá þér, sveitin mín-
Náttúrukend Rögnvalds Guð-
mundssonar, sem svo mjög gæt-
ir í átthagaljóðum hans og ef til
vill má rekja að einhverju leyti
til áhrifa frá rómantísku skáld-
unum fyrir og um aldamótin síð-
ustu, þótt engin sé þess þörf,
verður stundum að hreinni til-
beiðslu, eins og í þessu erindi,
sem hann nefnir Um sumarnótt:
Dúnmjúka hafbáran sefur við
sand
eins og smábarn við brjóst á
móður.
Himneskur friður um haf og
land,
er hljómþungur straumvatnsins
óður
dregur mig inn á draumsins
land.
Ó, drottinn minn, þú ert góður!
Það er jafnan erfitt að draga
markalínurnar milli ástarinnar
til alls, sem lifir, og trúarkend-
arinnar í sálarlífi sveimhuga
sækumanns, sem hefir heillast
ai töfrum ljóðdísarinnar og leit-
ar fundar við hana við hvert það
tækifæri, sem býðst. Trúarkend
(religiösitet) Rögnvalds Guð-
mundssonar er svo samofin
hrifningu hans yfir lífinu, feg-
urð náttúrunnar og fegurðinni í
sálum mannanna, að nefna
mætti þessa kend öllu fremur
fegurðardýrkun en trúarkend.
En þegar sorgin fær yfirhöndina
í huga skáldsins, verður trúar-
kendin yfirsterkari. í litlu ljóði,
sem tileinkað er ónafngreindri
veru, eru þessar saknaðarríku
hendingar:
Deyjandi ómur úr elskunnar
hörpustreng,
ilmur rósar, sem fölnar við
barminn þinn,
svo er mér minning þín, kæra,
og kvíðinn eg geng,
kvíðinn að missa bjartasta geisl-
ann minn.
Vonbrigðin í lífinu, baráttan
við erfið kjör, langvinn veikindi
og þrautir, svifta draumiblæju
fegurðarinnar af æskuhimni
skáldsins. Veruleikinn, hinn
napri og kaldi veruleiki, smá-
skýrist, og vanmáttartilfinningin
heltekur hugann. Þegar svo er
komið, er aðeins eitt athvarf eft-
ir, sem alderi bregst. Þessi fró
í örvæntingunni réttir aftur við
brotinn reyr og gefur lífinu nýtt
og æðra gildi. Erindi, sem stend-
ur eitt sér og án fyrirsagnar, á
einu blaðanna, sem Rögnvaldur
Guðmundsson lét eftir sig, lýsir
þessum endurvakta geðblæ von-
arinnar í myrkrinu, sem að legst:
Ef sorg er þung og hrein sem
hafsins djúp
og hjartakvölin þín og logasár,
ef kinnar þínar væta vonlaus tár,
þau segðu drottni, barn, og niður
krjúp —
og segðu honum hvert þitt hjart-
ans mál,
sem heyrir laufið falla af viðar-
grein,
því ást hans vakir, djúp og him-
inhrein,
og huggun veitir inn í myrka
sál.
•
Meðal kvæða Rögnvalds Guð-
mundssonar eru nokkur kvæði,
sem ort eru út af þjóðsögnum eða
í þjóðsögulegum anda. En þótt
efnið sé tekið úr huldufólks-, úti-
legumanna- eða þá galdramanna-
sögum, svo sem er í einu eða
tveim kvæðanna, þá er sögnin
jafnan aðeins tæki eða tákn
þeirra sanninda og lærdóma, sem
höfundurinn vill leiða í ljós með
kvæðinu. 1 einu þessara kvæða,
sem heitir Brúðurin bjargnumda
þar sem efnið er tekið úr huldu-
fólkssögu, er lýst skipbroti því,
sem fyrsta ástin hlýtur svo oft í
lífinu, og því hvernig menn og
konur villast um myrkviði Lofn-
ar inn í hamra hamingjuleysis-
ins, þaðan sem oft er ekki aftur-
kvæmt alla æfina á enda. Vald
ginninganna, í líki huldusveins-
ins, tælir brúðina inn í bergið.
Síðasta vísan er svona.
Er turiglskinið flóði um fölva
jörð
og fönnin jafnaði hæð og svörð,
þá mátti úr hamrinum heyra óð,
því harmandi ástin söng þar ljóð
um draumanna björtu borgir
— og vökunnar sáru sorgir.
1 öðru þessara kvæða er við-
fangsefnið hlutskifti útlagans,
hins seka manns, sem er í senn
frjáls og þó fjötraður. Útilegu-
maðurinn rennir hvössum sjón-
um af hæsta hnúknum í dögun,
“er sólarblossinn bjárti ber eld
að skýjatundri” og nýtur unaðar,
frelsis og víðsýnis fjallanna, sem
bygðafólkið fer á mis við. Hann
þekkir einveru og ömurleik hins
langa vetrar.
H HAGBORG FUEL CO. ★ H
Dial 2! 331 Jgíl) 21 331
En svo er líka sólin
og svali fjallablærinn
og ilmur skrúðgræns skógar,
er skugginn hvarf og snærinn.
Þó megnar hin ytri fegurð ekki
að létta af honum sektarbyrð-
inni sem æfin hefir á hann lagt.
Örlagavefurinn, “ofinn af illra
norna galdri”, heldur honum í
fjötrum, svo að útilegumanns-
sagan verður jafnan sorgarsaga.
Öfl myrkursins eru sterk og
verða ekki sigruð nema fyrir
langvinnar þrautir og áreynslu.
Þessi illra norna galdur er við-
fangsefnið í leikriti því ófull-
gerðu, sem fylgir ljóðunum og
vafalaust hefði átt sér framtíð á
íslenzku leiksviði, ef höfundin-
um hefði enst aldur til að ganga
frá því til fulls. Uppvakningur
verður' þar mannsbani. Þessi
sendiboði hatursins, sem er sótt-
ur í íslenzka þjóðsögu, fram-
kvæmir verk það, sem hin illa
Frh. á 5. bls.
LANDNÁMSM AÐUR
MINNING
Jóhannesar (Jóa) Jóhannssonar Stefánsson
Fæddur að Kroppi í Eyjafirði 1867.
Dáinn að Wynyard, Sask., 1943.
Það hníga í valinn hetjur landnámsaldar,
er höfðu lífsins afarkostum mætt,
þó aldrei verði vonir allar taldar
né vitran hver, er hafði starfið glætt.
En margur deyr þar manndómseldur sterkur
og miklast lengi stórfelt dagsverk hans,
með víkingshug er ruddi myrkar merkur,
og mannheim bygði á slóðum eyðilands.
Frá Islands strönd, við ísum klæddan hjara,
til óbygðs lands, þú fluttist lítið barn,
og lífssvið þitt, var þrekraun þeirra kjara,
er þora að etja kapps við nakið hjarn.
Þú ungur varst, er út þú hlautst að hætta
til ókunnra, í nýjung strjálbygðs lands.
En þú komst hreinn af stofni stæltra ætta,
og stóðst þá raun með prýði orkumanns.
Eg sé þig fara “einn með hundi og hesti”,
um hásléttanna vegaleysi rótt,
þar drottins rödd var ein er glöðum gesti
á gisting benti, er dimma tók að nótt,
en víðáttan með dularfaðminn djúpann,
um drauma þína hélt sinn trygga vörð,
með yfir höfði himinn stjörnugljúpann,
og hallast rótt í-skaut á móður jörð.
Og aftur sé eg þig til landnáms leita
um langa vegu strjáls og óbygðs lands.
Og eyðimörk í blómleg sáðlönd breyta,
með burðadug og elju frumherjans.
Þar áður fyrrum voru villirunnar,
hið vilta gras í djúpum blygjum lá,
rís sveitin blómvæn, bygðir gróðrarkunnnar,
með bjargráð lýðs er glæsta framtíð á.
Þú lifðir til að leita, og að kanna,
en leið svo illa í múgalýðsins þrengd,
þó stundum væri strjált um næstu granna,
var stundarferð ei mæld í vegalengd.
En. sæist gestur heim að kofa halda,
þar heimamaður kærann góðvin leit,
því, oft þó væri fáu til að tjalda,
var traust, og hlýtt, með þeirri landnámssveit.
Ei sleitst þú trygð við gamla landið góða,
er gaf þær erfðir sem til dauðans barst,
þó bærist víða, meðal margra þjóða,
í málsvörn þess æ heill og sannur varst.
Og feðra þinna tungu tignarhögu
þú trúðir á, í mannraun æfislits,
og fanst þar jafnan landnám ljóðs og sögu,
er lýsti hásal mannlegs hugarvits.
Þú aldrei varst við okurveltu bundinn,
því enginn þráður fanst þar sálarveill.
En lands og þjóðraun þoldi djarfa lundin
og það, að mæta hverjum degi heill.
Þitt orðtak veit eg vinur margur þekki,
á vegamótum lífs er stóðstu hjá.
“Sko hér er hendin, heila hönd eða ekki”,
hvert handsal skildi komið innan frá.
Er kvöldsins blika breiðir sig um löndin,
og boðar nú sé komið sólarlag,
þá er það gott, er|holla drottins höndin,
á heimleið kallar, eftir strangann dag.
Og þér mun rótt, í lífsins þroskalundum,
er laúna að verðleik, starf hins fulla dags,
við Goðasumbl á góðra vina fundum,
að Glæsivöllum endaðs ferðalags.
T. T. Kalman
SKRÁSETNINGAR EYÐUBL0Ð VERÐA SEND BRÁÐLEGA FYRIR
FJÖLSKYLDU-STYRK
sem borgaður verður fyrir
HVERT BARN SEM ER
INNAN 16 ÁRA ALDURS
í Canada
!) Þessi hjálparborgun til foreldra eða þeirra t*r
forsorga börn byrjar í júlí 1945, og skrásetn-
ing barna í þessu augnamiði byrjar nú þega?
N
TIL HJÁLPAR BETRA
FÆÐI
TIL HJÁLPAR BETRI
KLÆÐNAÐI
Til hjálpar foreldrum að ala upp börn sín, voru lög
samþykt á síðasta þingi er nefnd eru Family Allow-
ances Act. Samkvæmt Family Allowances Act fær
hver kjörgeng fjölskylda í Canada mánaðarlega peninga ávís-
un er byrjar í júlí 1945. Þessar mánaðarborganir eru til þess
að börn öðlist læknishjálp, tannlækningar og hjúkrun, hollari
fæðu, hlýrri föt og húsnæði, og til þess að gefa canadiskum
foreldrum betra tækifæri að búa í hag barna sinna.
HVENÆR BORGAÐ? Fjölskyldu peningaávísun verður send
foreldrum í hverjum mánuði, er byrjar í júlí 1945.
HVERJUM ER BORGAÐ? Borgunin kemur til foreldra, eða
þeirra er forsorga börn.
TEKJUSKATTUR: Enginn fær hvorutveggja, fjölskylduhjálp
og frádrátt barna frá tekjuskatti. Foreldrar geta valið um,
annaðhvort að biðja um styrkinn eða ekki og heimta frádrátt
frá tekjuskatti fyrir börn sín samkvæmt lögum. Ef foreldrar
fá styrkinn vérður sú upphæð, er tekið er á móti dregin frá
undaniþágu á tekjuskattgreiðslu eftir reglugerð “Income War
Tax Act.
Hver sá sem er í efa hvort hann eða hún hefir meiri hagnað
af, að taka við styrkjum eða að fá undanþágu á skattgreiðslu
fyrir framfæri barna sinna, skyldi skrásetja börn sín fyrir
fjölskyldustyrk og vera þann veg viss í þessu tilfelli. Skatt-
reglurnar geta tekið breytingum á einu ári.
FORELDRAR
MÐ ERUÐ AÐ HJALPA BÖRNUM YKKAR
ÞEGAR ÞIÐ SKRASETJIÐ ÞAU FYRIR
Fjölskyldu-Styrkjum
Published under the authority of HON. BROOKE CLAXTON. Minister
DEPARTMENT OF NATIONAL HEALTH AND WELFARE, OTTAWA